Sumarfrí einhleypra

Kaffinörd | 10. maí '20, kl: 15:24:56 | 333 | Svara | Er.is | 0

Einhverjir einhleypir hér sem geta deilt hugmyndum að einhverju skemmtilegu sem hægt er að gera í sumarfríinu ? Hef undanfarið tekið 1 viku erlendis einn. Elska að ferðast einn til útlanda og vera minn eigin herra og labba mikið og skoða. En nú er það ekki í boði,sýnist flestar bæjarhátíðir slegnar af og ég fékk áfall þegar ég fór að skoða gönguferðir. Dýrara en utanlandsferð. 5 dagar(4 nætur) á Hornströndum með FÍ með mat alla dagana nema nesti(liklega sitt eigið)fyrsta daginn,gistingu,bátsferð og fararstjórn 108 þúsund fyrir utan að maður á sjálfur að koma sér til Bolungarvíkur. Í sannleika sagt þá kvíði ég 5 vikna sumarfríinu sem framundan er í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.

 

kaldbakur | 10. maí '20, kl: 15:36:42 | Svara | Er.is | 0

Já væri ekki bara tilvalið fyrir þig að láta "kylfu ráða kasti" ?

Kaffinörd | 10. maí '20, kl: 15:52:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ?

kaldbakur | 10. maí '20, kl: 19:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já láta "kylfu ráða kasti"

T.M.O | 10. maí '20, kl: 20:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef hann vill fá einhverjar hugmyndir til að skipuleggja sig og losna við þennan kvíða, þá vill hann ekki láta kylfu ráða kasti, heldur þver öfugt.

kaldbakur | 10. maí '20, kl: 21:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok hversvegna ætti það að vera lausnin að skipuleggja þetta allt ?
Getum við ekki bara tekið hverjum degi eins og hann birtist og gert það sem manni dettur í hug ?
Ég hef nú eiginlega lifað eftir þannig "formúlu" hingað til og gefist ágætlega.

T.M.O | 10. maí '20, kl: 21:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert lausnin, það er engin ein lausn. Þú gerir það sem hentar þér. Kaffinörd talar um kvíða af því hann veit ekki hvað hann á að gera, hann greinilega vill skipuleggja.

kaldbakur
T.M.O | 10. maí '20, kl: 23:49:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta byrjaði allt á því að þú varst með einhver óskýr skilaboð og vildir ekki skýra þau. Ég sagði þér að þetta ætti ekki við.

kaldbakur | 11. maí '20, kl: 00:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ja þú ert hérna í ritstjórninni. Gaman að því.

T.M.O | 11. maí '20, kl: 02:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er opið spjallborð. Ef þú vildir ekki að neinn sæi og kommentaði á það sem þú skrifaðir hefðir þú getað sent kaffinörd einkaskilaboð

kaldbakur | 11. maí '20, kl: 06:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú ég var farinn að halda að þú hefðir bannað fólki að hafa skoðanir, gott að heyra frá
þér sjálfri að svo er ekki :)

T.M.O | 11. maí '20, kl: 12:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft alltaf að eiga síðasta orðið, er það ekki? Jafnvel þó síðasta orðið sé ekki virði orkunnar sem breytir hvítum pixli í svartann.

Lepre | 14. maí '20, kl: 11:26:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað helduru að þú vitir hvað hann vilji? Ahverju ætti hann ekki að prófa að láta tauminn lausan. Þú áttar þig á að stress og kvíði getur hreinlega orsakast af þeirri þráhyggju að vilja skipuleggja allt.

T.M.O | 14. maí '20, kl: 11:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju þá ekki að ráðleggja honum að líða ekki eins og honum líður? Eða fara til sálfræðings? Eða vera einhver annar en hann er?

Sodapop | 10. maí '20, kl: 19:09:01 | Svara | Er.is | 0

Ferðast innanlands? Þarft ekki að fara í skipulagða ferð, bara pakka niður og setja í bílinn, eða taka rútu ef þú átt ekki bíl. Það er svo margt að skoða og gera, sem kostar ekkert mikið.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Geiri85 | 10. maí '20, kl: 21:53:24 | Svara | Er.is | 0

Getur verið að þú sért vinnufíkill? Það er ekki eðlilegt ástand að kvíða fyrir 5 vikum þar sem ekkert sérstakt er á dagskrá.

Kaffinörd | 11. maí '20, kl: 02:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir allan þennan tíma af samkomubanni ? Foreldrar mínir eru búnir að vera í sjálfskipaðri sóttkví upp í sveit enda mamma með undirliggjandi sjukdóma,sömuleiðis bróðir minn og fram til 4.maí hef ég fengið 2 stuttar heimsóknir annars verið einn.

Kaffinörd | 11. maí '20, kl: 03:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta ástand hefur verið verra fyrir einhleypa,einstæðinga og náttúrulega þá sem hafa verið einir í sóttkví og einangrun heldur en þá sem búa með öðrum.

Kaffinörd | 11. maí '20, kl: 03:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt mitt félagslíf sem heldur mér gangandi að búa einn hefur líka legið niðri.

T.M.O | 11. maí '20, kl: 12:24:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vandamálið fyrir mig hefur verið að fá aldrei mínútu fyrir sjálfa mig þar sem allir eru heima en þó mér finnist gott að vera ein þá held ég að ég myndi finna fyrir því að vera einmana í þessu ástandi. Það er ekkert val eins og staðan er núna. Það er hægt að hitta vini á garðbekk einhversstaðar, splæsa í góðann kaffibolla og sitja á fallegum stað. Ekki gefast upp, þetta gengur yfir.

BlerWitch | 11. maí '20, kl: 11:50:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er bara mjög eðlilegt ástand fyrir marga. Ég er ein og finndist mikil sóun á sumarfríi að vera bara heima og gera ekkert. Ég vil nýta fríið í eitthvað skemmtilegt og hafa nóg fyrir stafni.

leonóra | 11. maí '20, kl: 09:30:50 | Svara | Er.is | 0

Ef ég væri einhleyp og langaði í gott ferðalag um landið mundi ég  stefna á hringferð um landið í 10-15 daga.  Ég mundi byrja á því að  auglýsa eftir skemmtilegum ferðafélaga sem tekur þátt í kostnaði og skipulagningu og er einhversstaðar á svipaðri bylgjulengd og ég sjálf í lífinu. þ.e. gefur mér andrými og frelsi þegar mér hentar.  Gista í tjaldi á góðum tjaldstæðum þegar veðrið er gott en þess á milli í sveitagistingu.  Ferðast frá gististöðunum á daginn og skoða það sem mér finnst markvert í kring eða bara liggja í sólbaði á tjaldstæðinu með bjór ef veðrið er þannig.  Fara hægt yfir og njóta þess sem hver sveit hefur upp á að bjóða.  Tjalda nálægt bekki&borði og sundlaug.  Mæla mér mót við vini og vandamenn um landið og hvetja ferðafélagann til að gera það sama.  Borða stundum úti en elda á prímusnum matarmiklar súpur og kaupa brauð og álegg.  Þvo af mér spjarirnar í þvottavélunum sem eru á sumum tjaldstæðum.  Tjaldið þarf að vera einfalt og auðvelt að tjalda því og allur búnaðurinn einfaldur í notkun. Hef reynslu af svipuðu ferðalagi þar sem "kylfa réði kasti" þ.e. sem var ekki þrælskipulagt heldur réði veður og staður því sem gert var og það var virkilega gaman. Svo má ekki gleyma að mynda ferðalagið á sinn einstaka hátt svo minningarnar geymist betur.

isbjarnaamma | 11. maí '20, kl: 10:19:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góð hugmynd,

TheMindPrisoner | 11. maí '20, kl: 15:12:24 | Svara | Er.is | 0

Ég er vel fullorðinn (31 árs) og hef verið meira og minna einhleypur allt mitt líf en samt ferðast helling. Alltaf einn.og verið á flestum stöðum í evrópu. Núna er stærsta spurningin hvort þú getir ferðast út fyrir landssteina yfir höfuð en ég ætla að svara spurningunni þinni eins og corona-faraldurinn hefði aldrei komið.

Síður eins og couchsurfing og workaway eru þínir vinir þegar að þú ferðast einn með bakpokann...

Á couchsurfing finnur þú fólk sem vill bjóða þér gistingu og sína þér staðinn af fúsum og frjálsum vilja án þess að taka nokkurn pening fyrir það. þetta er langt því frá eins hættulegt og þetta gæti hljómað fyrir fólk sem hefur aldrei notað þetta. Hef hitt stelpur sem hafa ferðast á bakpokanum í kringum hnöttin einar og gist hjá allt uppí 100 ókunugu fólki sem það hefur kynnst á couchsurfing ánþess að hafa nokkurn tímann lent í veseni. málið er að fólk fær umsögn sem þú getur lesið og það er aldrei hægt að eyða neikvæðri umsögn... Þú ferð bara til þeirra sem eru með góð meðmæli.

Workaway ( www.workaway.info ) er annar miðill sem ég hef notað. Þar vinnur þ.ú 4-5 tíma á dag í "sjálfboðarvinnu" (færð einungis borgað í húsaskjóli og mat). sem getur í fyrstu hljómað leiðinlega þar sem þú átt að "vinna" í fríinu. En mín reynsla er sú að þetta er yfirleitt ekkert venjuleg vinna og oft litlar kröfur settar miðavið hjá venjulegum fyrirtækjum (oft er þetta fólk bara að leita af félagsskap frá ferðalöngum og hlusta á sögur), Þetta getur verið fín leið til að kynnast fólki frá landinu ) sem þú ert í (sem getur ráðlagt þér ýmislegt varðandi hluti sem þú þarft að hafa í huga) hitta aðra bakpokaferðalanga. Ég hef aðalega unnið fyrir samfélög sem eru í sjálfsþurftarbúskap en ég veit að það er hægt að finna allt milli himins og jarðar þarna

Bakasana | 11. maí '20, kl: 19:04:57 | Svara | Er.is | 0

hundraðþúsundkall fyrir gistingu, mat, bátsferð og fararstjórn í 5 daga finnst mér alls ekkert fráleitt. Þú ert nb ekki að fara að borga þig inn á söfn eða leikhús, fá þér latte og ís og steik, kaupa gallabuxur og hlaupaskó eða borga í lestir og leigubíla. Þetta er auðvitað allt annað en London eða Amsterdam,  en ef þú átt þennan hundraðþúsundkall gæti alveg hugsast að þetta yrði besta fríið sem þú hefur farið í. 

pisa | 13. maí '20, kl: 11:08:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, ef þú hefur áhuga á ferðinni og áhuga á göngum myndi ég skella mér í ferðina, sammála að mér finnst þetta sanngjarnt verð fyrir allt það sem er innifalið (af hverju ætti alltaf að bera saman við utanlandsferðir, hér ertu með manneskju á launum bara fyrir þig og hópinn (sem er örugglega ekki stór) í 5 daga plús allt hitt). Eftir ferðina myndi ég svo keyra niður firðina (fra Ísafirði að Patreksfirði og allt þar á milli og Látrabjargi með kúlutjald í skottinu, taka ferjuna yfir Breiðafjörð (jafnvel stoppa í Flatey eina nótt). Getur svo stefnt á viku í útlöndum í ágúst/sept ef þú vilt (og getur geymt viku af fríi, eða bara fyrstu vikuna í ágúst, örugglega ferðahæft)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47947 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien