Svara fullum hálsi

R E D | 26. júl. '06, kl: 16:26:18 | 392 | Svara | Er.is | 0

Hver má skamma hvaða börn ?

Mega bara foreldrar skamma sín börn í dag, enginn annar?

Ég er alveg hætt að skilja þetta. Oft eru samankomin börnin úr 2 húsum hér í garðinum sem er sameiginlegur. Mikil læti og mikið gaman sem stundum fer aðeins úr böndunum og fáir fullorðnir skipta sér af.
Ég hef verið að banna börnunum t.d. að skemma hluti sem þau eiga ekki sjálf og börnin svara mér bara fullum hálsi: "Þú ert ekki mamma mín og ræður ekki yfir mér!".............mér finnst ég ekki hafa hitt svona fyrir svona dónaskap áður. Ef foreldrarnir eru nálægt þá bara flissa þeir.

Tek það fram að ég nenni ekkert að vera sí og æ að fylgjast með eða skipta mér af en þegar verið er að skemma hluti sem eru sameiginlegir þá gríp ég inní.

Ef mín börn töluðu svona við fullorðið fólk þá yrðu þau látin hlíða. Þau fengju ekki að komast upp með svona dónaskap.

Hvað finnst ykkur?
Er ég bara nöldurkelling eða hvað ?

 

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

R E D | 26. júl. '06, kl: 16:27:09 | Svara | Er.is | 0

Og já þetta eru börn á aldrinum frá 3-7 ára.

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

tjörnin | 26. júl. '06, kl: 16:31:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að fara með minn í leikskólann um daginn. Og svo ætlaði ég að labba í gegnum útidyrnar og út í garð. Og þá stóð strákur fyrir mér í hurðinni og hindraði mig þannig í að komast út.
Ég sagði að ég þyrfti að komast út, hvort hann gæti fært sig.
Hann bara; Neiii og með einhverja stæla.
Og mamman við hliðina á honum fór eitthvað að flissa og gerði ekkert.

ÞAÐ fór í mig. Sem sagt, viðbrögð móðurinnar. Ég bara tók í hendina á barninu og ýtti honum svolítið hranalega frá gættinni.
Talaði einmitt um það við manninn minn að ef þetta hefði verið sonur okkar sem staðið hefði svona í dyrunum og einhver kona komið og sagst ætla út, hvot hann gæti fært sig, og hann verið með einhverja stæla. Þá hefði ég látið hann (son okkar) heyra það.

Eins og börn fái bara að stjórna einhvernveginn og ekkert eigi að segja við þau.

Ada Lovelace | 26. júl. '06, kl: 16:34:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bíddu bara svona foreldrar fá alveg sína refsingu, þegar krakkarnir eru orðnir unglingar og hlýða engu og rífa bara kjaft, nenna engu hvorki að vinna eða taka til hendinni heima þá rennur kannski upp fyrir þeim ljós að það hefði verið betra að ala þau upp frá byrjun.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

Ada Lovelace | 26. júl. '06, kl: 16:27:46 | Svara | Er.is | 0

Nei þú ert ekki að nöldra, það virðist bara ekki vera lengur í tísku að skamma börn eða kenna þeim mannasiði.
Ég hefði verið dauðfegin ef einhver hefði skammað mína krakka ef þau hefðu verið að gera svona því ég hefði gert það sjálf.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

ef að | 26. júl. '06, kl: 16:27:54 | Svara | Er.is | 0

Mundi slá þau utanundir, eða svona næstum því.

R E D | 26. júl. '06, kl: 16:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langar stundum mest til að gera það við flissandi foreldrana!

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Ada Lovelace | 26. júl. '06, kl: 16:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ójá þar tek ég undir með þér.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

Lowrider | 26. júl. '06, kl: 16:28:18 | Svara | Er.is | 0

eru þau ekki bara að segja þetta til að storka þér?
ég veit að sonur stelpu sem ég þekki gerir þetta, aktar voða kúl þegar mamma er ekki nálægt, og segir hluti eins og þetta, eða mamma segir að þetta sé í lagi, og um leið og honum er svarað í snarhasti "Mamma þín segir einmitt að þetta sé EKKI í lagi" eða svarar eins og að manneskjan þekki mömmuna eða viti betur þá snarþagnar hann.
Bara stælar... í honum allavega.

------------------
Girls with an ass like mine, dont talk to guys with a face like yours.

Tipzy | 26. júl. '06, kl: 16:28:19 | Svara | Er.is | 0

Held þetta sé ekkert nýtt.......börn nota þetta og hafa held ég gert lengi. Sérstaklega á stjúpforeldra.

...................................................................

Draumar! | 26. júl. '06, kl: 16:28:59 | Svara | Er.is | 0

Ég hika ekki við að skamma ókunnug börn, og eflaust stundum talin gribba fyrir vikið. Mér er bara alveg sama, mér finnst fáránlegt að það megi ekki skamma börn í dag!

mandospando | 26. júl. '06, kl: 16:30:11 | Svara | Er.is | 0

Var einmitt að ræða þetta við manninn minn um daginn.

Það er EKKI í boði að svar fullum hálsi, og það er pottþétt þvottahúsið fyrir þannig hegðun. (Þvottahús=Timeout)

Mér finnst þvílíkt virðingarleysi í börnum í dag eins og þú ert að tala um.

Kv,

Diddís | 26. júl. '06, kl: 16:30:25 | Svara | Er.is | 0

Þoli einmitt ekki svona"þú ert ekki mamma mín,þú ræður ekki yfir mér".
Er ekki lengi að að senda svona dónakrakka burt úr mínum húsum ja eða garði(ef ég ætti slíkan).
Ef að mín börn mundu leyfa sér að tala svona við aðra þá fengju þau sko gott tiltal.

D e a | 26. júl. '06, kl: 16:31:29 | Svara | Er.is | 0

Segðum þeim að landslög nái yfir þau hvað sem mamma þeirra segi og að eignaspjöll séu skaðabótaskyld.

kærleiksbjörn | 26. júl. '06, kl: 16:32:06 | Svara | Er.is | 0

ég var nú eitthvað að skamma minn gutta á sunnudaginn og þá svarar hann mér "mamma þú mátt EKKI skamma mig" og hann er 3ára

og þú ert ekki að nöldra eða hvað sem það kallast. Það virðist ekki vera við hæfi lengur að skamma börn hefur mér fundist

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

tjörnin | 26. júl. '06, kl: 16:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér í Dk hefur líka verið mikið til umræðu hvernig foreldrar virðast vera hreinlega hræddir við börnin sín. Þora ekki að segja nei. Þora ekki að aga eða setja reglur.
Hvernig ætli standi á þessu?

Ada Lovelace | 26. júl. '06, kl: 16:37:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Las viðtal við einn fremsta uppeldisspeking DK fyrir nokkru, man nú ekki hvað hann heitir en allavega var það sá sem prédikaði sem mest um uppeldi þar sem væri talað við börnin og engar skammir svo þau fengju að "vera þau sjálf". Viðkomandi er búin að skipta snarlega um skoðun eftir að sjá afleiðingarnar af þessu og segir núna að agi í uppeldinu sé nauðsynlegur.

******************************************************************************
“Above all, be the heroine of your life, not the victim.”
― Nora Ephron

Haffí | 26. júl. '06, kl: 16:33:21 | Svara | Er.is | 0

Tss. Ég skamma annarra manna börn eftir því sem mér þykir þörf á og finnst ekkert að því að aðrir láti í sér heyra við mtt tryllitæki ef svo ber við. Bara fínt að börn fái það staðfest að til eru einhverjar sameiginlegar reglur sem allir eiga að fara eftir.

Haffí

Eldbjörg Sædal | 26. júl. '06, kl: 16:36:18 | Svara | Er.is | 0

Ég tók mig nú til um daginn og helti mér yfir tvo gutta sem mér fannst ganga of langt. Þeir voru á stað þar sem þeir hefðu ekki átt að vera einir á ferð og voru að hrella litla krakka.

Þeir urðu svo hissa og þeim brá svo að ég rétt heyrði eitthvert afsökunartaut þegar þeir hypjuðu sig í burtu.

Mér persónulega finnst allt í lagi að grípa í taumana ef það þarf að gera það. Þá er ég ekki að tala um að vera tuðandi kellingin sem pirrar sig á því að það skuli heyrast í börnum heldur bara eins og þú ert að tala um ef þau eru að skemma eitthvað eða hræða einhvern eða eitthvað svoleiðis þá finnst mér allt í lagi að einhver í umhverfinu grípi inn í ef foreldrarnir eru ekki á staðnum. Ég myndi vilja sjálf að einhver stoppaði son minn af ef hann hagaði sér eins og terroristi þegar ég sæi ekki til.

R E D | 26. júl. '06, kl: 16:42:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst eins og mjög margir foreldrar séu sinnulausir hvað þetta varðar. Eins og þeir séu þess fegnust þegar börnin eru bara úti að leika sér. Nenna ekki einu sinni að leiðbeina þeim.

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

Diddís | 26. júl. '06, kl: 16:43:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar er sko alveg sammála.

Diddís | 26. júl. '06, kl: 16:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ þar er ég sko alveg sammála skiljú

Umræðan hefur verið tekin úr birtingu.
Kingsgard | 21. maí '19, kl: 19:07:01 | Svara | Er.is | 0

Já, þú ert bara nöldurkelling.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47938 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler