Svefndeild LSH í Fossvogi - reynsla?

1001 nótt | 7. júl. '18, kl: 23:54:32 | 259 | Svara | Er.is | 0

Sæl verið þið

Mig langar að spyrja að því hvort fólk hér hefur reynslu af því að fara í svefnrannsókn á svefndeild LSH í Fossvogi. Þannig er að ég beið mánuðum saman á biðlista eftir rannsókn. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég nánast engar upplýsingar umfram það sem þurfti til að hægt væri að framkvæma rannsóknina. Ég spurði hvenær niðurstöðurnar kæmu, hélt að þær kæmu strax, en var háðslega bent á að það tæki fjórar til fimm vikur. Enginn hafði sagt mér að biðin væri svo löng. Siðan er ég búin að bíða í rúmlega fimm mánuði og hef ekkert heyrt frá deildinni enn. Ég hef hringt nokkrum sinnum og spurt að þessu, en ekki fengið samband við neinn sem getur svarað mér, eða þá að það hefur hreinlega enginn svarað (þótt það hafi verið símatími). Í þau skipti sem ég hef farið og spurst fyrir í eigin persónu hefur mér verið mætt með slíkum dónaskap að ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því.

Mér þætti fróðlegt að vita hvort ég er ein um þetta eða hvort það eru fleiri sem hafa lent í svipuðu?

 

Júlí 78 | 8. júl. '18, kl: 00:32:36 | Svara | Er.is | 0

Ef þú færð engin svör þarna þá áttu að tala við deildarstjórann.

1001 nótt | 8. júl. '18, kl: 00:35:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það væri ágætt, reyndi eitt sinnið þegar ég mætti á staðinn að fá svör, að biðja um yfirmann, en því var ekki tekið fagnandi. Ég er gjörsamlega að gefast upp á að ræða eitthvað við þetta fólk sem er eins og klippt út úr atriðinu "Computer says no" hjá Little Britain þáttunum.

Júlí 78 | 8. júl. '18, kl: 11:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur hringt í aðalsímanúmerið (skiptiborð) 5431000 og spurt hver sé deildarstjóri á þessari deild og spurt um símanúmer hennar/hans og jafnvel e-mail ef þú skyldir ekki ná í hana/hann í síma.

Soa40 | 8. júl. '18, kl: 12:38:36 | Svara | Er.is | 1

Deildarstjóri svefndeildar er Björg Eysteinsdóttir og tölvupóstfangið hennar er bjorgey@landspitali.is
Hvet þig til að hafa beint samband við hana.

kep | 8. júl. '18, kl: 12:42:10 | Svara | Er.is | 0

Ég held að læknirinn sem sendi þig í rannsóknina / gerði beiðnina er sá sem fær niðurstöðurnar og á að láta þig hafa þær. Þannig virkar það með flestar aðrar rannsóknir.

1001 nótt | 8. júl. '18, kl: 13:43:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt. En það hefur ekkert heyrst enn. Ég er eiginlega farin að efast um að það komi nokkurt svar. Takk fyrir ábendinguna um deildarstjórann.

Carpe Diem | 9. júl. '18, kl: 16:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fór í svefnrannsókn og beið endalaust eftir niðurstöðunum. Þau eru ekkert voðalega glaðlynd á þessari deild Lsp. Svo hringdi ég í heimilislækninn á símatíma og þá voru niðurstöðurnar löngu komnar. Kannski vegna þess að svona langur tími líður, eru þeir ekkert að bjalla í mann. Hann sendi mér útprentun í pósti, til að sýna lungnalækni. Kannski ættirðu að prófa að hringja í heimilislækninn. Hvaða læknir sem er á heilsugæslunni þinni ætti að geta gefið þér upp niðurstöðurnar, þótt þinn læknir sé í fríi (eins og allir núna í júlí!) Gangi þér vel. :=)

ÓRÍ73 | 9. júl. '18, kl: 16:14:56 | Svara | Er.is | 1

Eg for furir 2 arum,fekk niðurstoðu 2 vikum siðar

Rommý | 9. júl. '18, kl: 20:18:45 | Svara | Er.is | 0

Ég fór fyrir nokkrum árum. Átti að sofa eina nótt, næturnar urðu þrjár, fór heim með svefntæki. Mætti ári síðar svaf þá í eina nótt.

1001 nótt | 9. júl. '18, kl: 20:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig gekk að fá svör við því hvað kom út úr rannsókninni?

Rommý | 9. júl. '18, kl: 20:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög vel fékk þau meðan ég var inni.

1001 nótt | 9. júl. '18, kl: 20:27:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Athyglisvert. Ég hefði alveg getað hugsað mér það!

Júlí 78 | 10. júl. '18, kl: 14:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert kannski ekki í "rétta" flokknum eða af "réttum" ættum. Ekki sjálfstæðismanneskja eða framsóknarkona/maður eða..

TheMadOne | 10. júl. '18, kl: 15:29:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvöru? Hvernig í ósköpunum ætti röðin að fara eftir pólitík? Það væri tímafrekara og flóknara í framkvæmd en að afgreiða fólk í réttri röð.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 10. júl. '18, kl: 17:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er ég að grínast smá en ég er samt viss að það er ekki alltaf farið eftir réttri röð hvorki með það að fá fljóta og góða heilbrigðisþjónustu eða annað.

TheMadOne | 10. júl. '18, kl: 17:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að undantekningalítið sé farið eftir alvarleika og álagi á deildum

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ræma | 10. júl. '18, kl: 15:12:06 | Svara | Er.is | 0

Sæl ég fékk greiningu í mars og var svo heppin að vera beðin um að taka þátt í rannsókn þannig að þá fékk ég allt miklu fyrr en annars, fékk tæki bara 2 vikum síðar og góða eftirfylgni. Er ekki bara enn meiri mannekla en vanalega því það er komin sumarfrístími?

1001 nótt | 10. júl. '18, kl: 17:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rannsóknin var reyndar gerð í byrjun febrúar. Engin sumarfrí þá. Merkilegt að fólk fái svona ólíka afgreiðslu!

ræma | 10. júl. '18, kl: 21:51:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mjög sérstakt verð ég að segja.

PönkTerTa | 12. júl. '18, kl: 03:44:46 | Svara | Er.is | 0

Talaðu við heimilislækninn þinn, hann á að geta flett upp niðurstöðunum. Það hefur enginn tíma til að láta mann vita um niðurstöður rannsókna á þesu sjúkrahúsi ég meina trúðu mér ég beið í ár.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

gudgg | 12. júl. '18, kl: 18:07:12 | Svara | Er.is | 0

Sæl Allir sem fara í rannsóknir á Landspítalanum fara í rannsóknina með beiðni frá lækni , sá læknir fær svörin við rannsókninni er þá alveg sama hvað rannsóknin heitir Svo er bara spurningin hvernig vinnubrögð viðkomandi lækna er t.d. að hafa samband við sjúklingana og segja frá niðurstöðum rannsókna
Svo eru svörin alltaf sett í rafræna sjúkraskrá sem heilsugæslan er líka með alla vega hér í Reykjavik og nágreni

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hugmyndir að steggjun..? herradk 19.7.2018 20.7.2018 | 02:26
HVAR ER BEST AÐ TAKA HÚSNÆÐISLÁN OG HVERNIG LÁN ER BEST AÐ TAKA :) nikký sæta 17.7.2018 20.7.2018 | 01:33
Plágur Dehli 16.7.2018 20.7.2018 | 00:46
- - sixsixsix - - Dehli 18.7.2018 20.7.2018 | 00:43
Think pad lenovo bakkynjur 18.7.2018 19.7.2018 | 22:11
Hvalfjarðargöngin gjaldið? Ljufa 16.7.2018 19.7.2018 | 21:54
Rifbeinið úr Adam / Video Dehli 19.7.2018 19.7.2018 | 20:41
ókynskipt salerni askjaingva 16.7.2018 19.7.2018 | 19:32
Eruð þið að fá svona svipaðan póst reglulega Blómabeð 19.7.2018 19.7.2018 | 19:23
Hitler á danska þinginu? Hr85 18.7.2018 19.7.2018 | 17:52
Það má kalla þetta hvað sem er... Mae West 19.7.2018 19.7.2018 | 16:51
Ristilpokabólga leigan 19.7.2018 19.7.2018 | 15:19
Hurðir á sorptunnuskýli Glimmer74 14.7.2018 19.7.2018 | 13:53
Hvað eruð þið að eyða í mat á mánuði? HvadSemEr 17.7.2018 19.7.2018 | 12:12
Að flytja fugl á milli landa skorogfatnadur 17.7.2018 19.7.2018 | 04:10
Er allt að fara til fjandans? Twitters 18.7.2018 19.7.2018 | 01:36
Hversu mörgum hefurðu sofið hjá? qetuo55 7.6.2011 19.7.2018 | 01:05
veit eithver um prjonakonu kolmar 18.7.2018 18.7.2018 | 21:33
Góður förðunarfræðingur með laust á morgun ullala 18.7.2018
Hraðamyndavel mosfellsbæ.. ny1 17.7.2018 18.7.2018 | 20:01
Silfurskottur Fullkomin 17.7.2018 18.7.2018 | 15:53
App í Samsung sima? Ljufa 16.7.2018 18.7.2018 | 14:51
Grunur um eitlakrabbamein - fyrsta skref betra nuna 14.7.2018 18.7.2018 | 12:41
Hvar fær maður góða vinnupalla / Stillas? Lady S 15.7.2018 18.7.2018 | 03:23
Tvítug og hann rúmlega þrítugur Kamilla33 14.7.2018 17.7.2018 | 19:36
Djúpnudd á Akureyri?? Ice12345 15.7.2018 17.7.2018 | 18:10
Frí skólagöngu??? epli1234 17.7.2018 17.7.2018 | 10:57
Endajaxlataka Lepre 16.7.2018 17.7.2018 | 10:49
Sýslumenn skydiver 16.7.2018 17.7.2018 | 10:30
Verkir í legi eftir lykkjutöku Erla234 3.7.2018 17.7.2018 | 09:28
hvað er að gerast í hausnum á fólki imak 12.7.2018 17.7.2018 | 08:03
hvar fær maður Twitters 17.7.2018 17.7.2018 | 04:25
Leikurinn um Lilla litla furby 16.7.2018
Tattoo á hendi. BjartmarMH 14.7.2018 16.7.2018 | 21:22
Skipta um radhlöðu í Iphone 6s hex 16.7.2018 16.7.2018 | 21:15
Er kominn nýr tannlæknir hjá Jóni Birni í Kef? hex 16.7.2018
PIP Silikon púðar ! Simbi91 27.12.2011 16.7.2018 | 12:23
Framhjáhald og aldursmunur beip666 12.7.2018 16.7.2018 | 09:18
Hefur þú sofið hjá.. Dehli 15.7.2018 16.7.2018 | 07:32
M.Ed. kennsluréttindi HA HGGM 15.7.2018
Fartölvur bakkynjur 14.7.2018 15.7.2018 | 20:00
Andlegt ofbeldi abcd12567 4.7.2018 15.7.2018 | 17:37
Sambandsslit og vesen Burnirót 9.7.2018 15.7.2018 | 15:33
iPad viðgerð, hverjir? bhb3 15.7.2018
Helv..Brimborg Nínas 23.11.2005 15.7.2018 | 09:18
Á einhver imovane eða stillnott til sölu disa68 15.7.2018
Tattoo módel ere 11.7.2018 15.7.2018 | 03:34
barcelona með 2 börn tvíburakerra vesen? mialitla82 14.7.2018 15.7.2018 | 00:03
ESB að leysat upp vegna flottamanna ? kaldbakur 9.7.2018 14.7.2018 | 23:20
Ég á afmæli í dag og lífið er dásamlegt isbjarnamamma 14.7.2018 14.7.2018 | 20:45
Síða 1 af 19661 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron