Svefnlyf

AnnaPanna888 | 19. nóv. '10, kl: 11:29:05 | 2951 | Svara | Er.is | 0

Hvert fer maður til að fá svefnlyf? Ég er ekki með heimilislækni...

Hafið þið notað svefnlyf og hefur það breytt miklu fyrir ykkur?

 

N8 | 19. nóv. '10, kl: 11:42:32 | Svara | Er.is | 11

Prufaðu RUV ég rotast alltaf

----------------------------------------------------------------------
Einkenni Prumps
1.Brenglaðar andlitshreyfingar
2.Ósamhæfing milli hægri og vinstri rassakinnar
3.Huglæg lygtarskin breinglast og viðkomandi verður vankaður
Ef grunur vaknar um prump láttu viðkomandi: stíga til hliðar réttu honum poka til að prumpa í eða yfirgefa viðkomandi stað

AnnaPanna888 | 19. nóv. '10, kl: 12:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf maður ekki lyfseðil? Er hægt að fara bara á almennu móttökuna hjá heimilislæknum?

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 13:32:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þarft engan lyfseðil. Þú borgar fyrir þetta með sköttunum ;)

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

prumpitjú | 19. nóv. '10, kl: 12:39:08 | Svara | Er.is | 0

Þú getur athugað í apótekinu hvort það sé hægt að fá eittvað ólyfseðilskylt, ég efast samt um það. Þú gætir þá leitað á læknavaktina sértu ekki með heimilislækni.

Ég hef notað svefnlyf, reyndar ekki til að sofna heldur til að sofa betur og festa betur svefninn en það virkaði frekar illar fyrir mig. Ég var hálf rænulaus 1-2 daga á eftir :S En það var svosem bara ein tegund af mörgum sem til eru

AnnaPanna888 | 19. nóv. '10, kl: 12:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég myndi vilja fá eitthvað sem hentar mér. En það er þá bara "venjulegur" læknir sem sér um þetta?

Chaos
AnnaPanna888 | 19. nóv. '10, kl: 13:47:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hverjar eru aukaverkanirnar? Ég er frekar viðkvæm fyrir öllu svona...

Ég er búin að prófa margt til að reyna að sofa en þetta er farið að hrjá mig of mikið. Það er mjög mikið álag á mér í náminu og ég er hætt að geta einbeitt mér á daginn. Get ekki sofið vegna álags og stress en líka vegna bakverkja eftir slys. Verkjalyf gera ekkert gagn og mér líkar illa við að taka of mikið af þeim.

Spurning að skoða þetta seroquel. Er það lyfseðilskylt?

trjástofn | 19. nóv. '10, kl: 13:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Seroquel er lyfseðilskylt.

Ég er búin að vera á því í aðeins meira en ár núna og er að minnka skammtinn. Ég tók 2 töflur fyrir svefn (minna dugði mér ekki) en núna tek ég eina.

Aukaverkunin sem ég fékk var að ég þyngdist um 12 kg á stuttum tíma og fékk miklu meiri matarlyst. Það er eini gallinn við þetta lyf finnst mér :/ Fleiri kvarta undan því að þyngjast á þessu lyfi.

En ég myndi tala bara við einhver lækni ef ég væri þú og taka ákvörðun með honum.

______________________________
www.flickr.com/elsabjork90

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 13:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Vá....ertu að mæla með Seroquel í stað vægs svefnlyfs sem myndi hjálpa henni að sofna en ekki halda henni sofandi?

Seroquel er nú ekkert smá lyf....ég myndi aldrei taka því neitt létt að þurfa að nota það.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

AnnaPanna888 | 19. nóv. '10, kl: 13:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjú fjú fjú.. voðalega eruð þið fróðar um svona lyf :D Afhverju mælir þú ekki með seroquel?

Ég veit ekkert um þessi lyf :/

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 13:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það fylgja því leiðinlegar aukaverkanir og ávanahætta. Þetta er allt of sterkt lyf til að taka við svona svefnvandamálum sem þú lýsir.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 15:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú ert þú að bulla...það fylgir engin ávanahætta Seroquel..það er geðdeyfðarlyf sem er sefandi en engin ávanahætta fylgir því eins og þú sérð hér:

Seroquel
Seroquel inniheldur virka efnið quetíapín. Lyfið er sefandi og er notað til að meðhöndla geðklofa og meðal til alvarlegar geðhæðarlotur. Það hefur áhrif á mörg boðefni í heila eins og serótónín og dópamín. Quetíapín er óvenjulegt sefandi lyf og notkun þess fylgja vægar hreyfitruflanir sem líkjast einkennum parkinsonsveiki og ósjálfráðra hreyfinga. Álitið er að með sefandi lyfjum, sem aðeins vægar hreyfitruflanir fylgja, sé síður hætta á að síðkomnar hreyfitruflanir láti kræla á sér.

Öðru máli gegnir með Stilnoct það er í flokki svefnlyfja og róandi lyfja og því fylgir ávanahætta og því alls ekki ráðlagt að nota það til lengri tíma...sérð það hér:

Stilnoct
Stilnoct inniheldur virka efnið zolpidem. Lyfið er svefnlyf sem eykur áhrif hamlandi boðefnisins, GABA, á vissum stöðum í heila. Lyfið styttir tímann sem fólk þarf til að sofna, fækkar andvökum og lengir svefntíma. Í venjulegum skömmtum raskar lyfið ekki svefnmynstri og svefn verður eðlilegur. Lyfið ætti aðeins að nota í skamman tíma vegna ávanahættu. Ef lyfið er notað lengi í senn getur svefn versnað við það eitt að hætta skyndilega töku lyfsins. Zolpidem hefur ekki kvíðastillandi áhrif eins og svefnlyf af benzódíazepínflokki, t.d. flúnítrazepam, og hentar betur í þeim tilfellum þegar svefntruflanir tengjast ekki kvíða.

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 16:28:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einu aukaverkanirnar sem ég hef heyrt talað um í sambandi við svona litla skammta af seropuel eru þyngdaraukning og þreyta, ef stærri skammtar eru teknir en fólk þolir. Af svefnlyfjum er þó af nóg að taka.

trjástofn | 19. nóv. '10, kl: 13:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú Seroquel heldur manni sofandi. Ég sef eins og steinn á Seroquel :) Og er mun fljótari að sofna. Ég fékk þetta lyf við kvíða og af því ég svaf illa.

______________________________
www.flickr.com/elsabjork90

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 13:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, lestu setninguna mína betur. Þú hlýtur að hafa misskilið mig. Seroquel rotar fólk og það vaknar hálf vankað. Stilnoct hjálpar fólki að sofna en heldur því ekki sofandi.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

trjástofn | 19. nóv. '10, kl: 13:57:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Oki ég vakna ekki hálf vönkuð af því og er búin að nota það í ár.

______________________________
www.flickr.com/elsabjork90

Örvera
Chaos | 19. nóv. '10, kl: 14:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer eftir þoli og skammtastærð.

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 14:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir læknar sem ég hef talað við hafa frekar viljað mæla með því. En þetta er auðvitað einstaklingsbundið og hún ræðir þetta við sinn lækni. Efast um að hún geti pantað lyf eftir hentisemi. :)

Ég hef átt erfitt með svefn síðan ég fæddist, í orðsins fyllstu merkingu, hef alla mína ævi sofnað síðust á heimilinu og bróðurpartinn af henni vaknað fyrst.

Ég tek núna sirka 1/3 af einni 25 mg töflu af seroquel eftir þörfum og ég vakna ekki vönkuð. Myndi gera það ef ég tæki stærri skammt. (Hef ekki fitnað né fengið aðrar aukaverkanir)

Ég hef ekki tíma til að útlista því hvers vegna ég er persónulega á móti hefðbundnum svefnlyfjum en get sagt að aukaverkanirnar fyrir mér voru hell, skapillska, sértækar minnistruflanir (kom sér illa í skóla) ofl. - Hægt að fletta þeim upp. :)

Auðvitað ætti fólk að forðast það að taka inn lyfseðilskyld lyf við svefni eftir lengstu lögum. Sérstaklega þegar orsökin er stress og annað sem má ráða úr með öðrum og áhrifaríkari hætti. Hef reyndar ekki eins sterkar skoðanir á mjög tímabundinni inntöku, ég fann t.d. ekki fyirr aukaverkunum fyrr en eftir lengri notkun.

Ergo: Þetta er einstaklingsbundið, talaðu við lækni. En reyndu fyrst að ná tökum á svefni með öðrum hætti.

gulrótarkaka | 19. nóv. '10, kl: 12:58:32 | Svara | Er.is | 0

hefuru prófað að taka magnesíum? Ég mundi prófa allt annað en svefnlyf....þau eru ógeð.
ÉG tek 2 magnesíum áður en ég fer að sofa og mér finnst það hjálpa mér. Ef þetta er bara spurning um að ná að slaka á það er að segja, en ef þetta er eitthvað rosa svefnleysi þá kannski ættiru að tala við lækni.

thenanny | 19. nóv. '10, kl: 13:18:13 | Svara | Er.is | 0

þú getur keypt magnesíum duft og sett eina tsk. (1000 mlgr) í glas af vatni, vont en virkar. svo eru líka til náttúrulegar slakandi töflur sem meira að segja ófrískar konur mega taka og heita Baldrian B og eru unnar úr garðabrúðu.

pattaló | 19. nóv. '10, kl: 13:22:25 | Svara | Er.is | 0

Hæ, af hverju segið þið að svefnlyf séu ógeð ? Mig t.d. vantar algjerlega slökkvarann. Var orðin brjáluð á að liggja endalaust uppi í rúmi og geta ekki sofnað. Reyndi allt á milli himins og jarðar til að breyta þessu, nefnið það bara. Las allar greinar um þetta og fáir eru jafn vel að sér í þessu og ég. T.d. er ekki langt síðan ég fór á fyrirlestur um ráð til að sofna. Síðan þegar pabbi dó fékk ég svefnlyf og þvílíkur munur !! Tek oft hálfa Imovane eða Stilnocht (á yfirleitt annað hvort) og ég sofna eins og engill. Geri það satt að segja alltaf nema um helgar. Ég er búin að gera þetta í 10 ár og hef ekki haft neina aukaverkun af þessu. Líf mitt hefur engöngu breyst til batnaðar. Þeir sem þekkja það ekki að liggja endalaust andvaka og geta ekki sofnað sama hversu þreyttir þeir eru, vita ekki um hvað þetta snýst. Þetta er allavega mín skoðun og ég er virkilega spennt að sjá hvaða aukaverkanir fólk hefur haft að þessu.
Auðvitað væri best að vera laus við þetta en ég nenni hinu ekki lengur -að bíða og bíða og bíða og bíða eftir að sofna. Man meira að segja eftir mér 7 ára að reyna að sofna og vera andvaka.

Örvera
AnnaPanna888 | 19. nóv. '10, kl: 14:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og er það lyfseðilskylt? hehe

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 14:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 14:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fínt við tímabundu svefnleysi, eins og hún fékk það í upphafi. En 10 ára notkun, hvaða læknir skrifar upp á svona fyrir svona unga manneskju? :/

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 14:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað heldur þú eiginlega að Stilnoct sé? Eitthvað hrossalyf? Þetta er eitt vægasta svefnlyfið á markaðnum.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 15:18:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stilnoct er svefnlyf sem er notað sem skammtímameðferð á svefnleysi. Það á aðeins að nota þegar líðan sjúklings er alvarleg, heftir daglegar athafnir eða veldur verulegum vandamálum.

Suicide Girl | 19. nóv. '10, kl: 15:20:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hef notað Stilnoct á álagstímum (kannski 10x yfir 5 ár) og það hefur alltaf verið alveg last resort hjá mér vil helst ekki nota það, þótt ég sofi þá fæ ég yfirleitt martraðir og verð slojj daginn eftir, svo ekki sé minnst á að ef maður missir af glugganum til að sofna þá verður maður "dauðadrukkinn" af þeim ekki gaman

______________________

www.suicidegirls.com

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 15:22:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta verkar örugglega mjög misjafnt á fólk eins og öll lyf. En ég myndi frekar vilja taka Stilnoct en Seroquel ef ég mætti ráða því sjálf. En það er að sjálfsögðu læknirinn sem ákveður hvað hentar hverjum og einum best.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Suicide Girl | 19. nóv. '10, kl: 15:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já auðvitað, las mér aðeins til og t.d martraðirnar og sljóleikinn eru mjög algengar aukaverkanir, og ég er alveg sammála þér með að það er þó betra en Seroquel við svona skammtíma dæmi, maður á náttúrulega í lengstu lög að reyna að komast hjá því að nota svefnlyf en t.d eins og hjá mér var Stilnoct alger life saver ,eftir að hafa reynt allt annað, þrátt fyrir aukaverkanir

______________________

www.suicidegirls.com

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 15:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi reyna að taka hvorugt, en af þessu tvennu veldi ég frekar Seroquel (mjög lítinn skammt). Það er það sem læknarnir, sem ég og mínir nánustu hafa farið til, hafa verið að mæla með frekar en þessi hefðbundnu lyf. En ef þetta er bara til að ná svefni í e-a nokkra daga þá eru þessi hefðbundnu svefnlyf alveg eins góð. En þar sem það er algengt að minnisleysi sé aukaverkun svefnlyfja þá myndi ég ekki velja þau. Má ekki við því í mínu starfi.

Ég hef bara heyrt jákvæðar sögur af fólki sem hefur skipt yfir. En þeir sem mínusa hafa kannski aðrar reynslu, og þá væri fínt að heyra hana. :)

Suicide Girl | 19. nóv. '10, kl: 15:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já vá gleymdi minnisleysinu! það er hræðinlegt

______________________

www.suicidegirls.com

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 15:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók þetta einu sinni fyrir próf, náði ekki fullum svefni og ég ætla ekki að lýsa því hvað það var ömurlegt að taka prófið. Ég var alveg steikt í hausnum og asnaleg. :S

Ég er samt ekki að segja að fólk eigi EKKI að taka inn þessi lyf, oft eru þau nauðsynleg. Bara gæta varúðar og ekki taka þeim of létt. :)

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 15:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er það líka alveg rétt hjá læknunum þínum þar sem engin ávanahætta fylgir seroquel..

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 15:32:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig á einmitt að nota það, sem last resort. :) Langvarandi notkun er gagnslaus og getur verið skaðleg. Slæmt ef maður missir af glugganum eða nær ekki fullum svefni.

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 15:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fínt lyf það er ávanabindandi lyf...um að gera að vita um hvað þú ert að tala áður en þú ferð að ráðleggja svona útí loftið..

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 15:53:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst bara skrítið að fólk vilji frekar taka geðrofslyf en svefnlyf við svefnvandamálum.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

madeinsveit | 19. nóv. '10, kl: 15:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var látin taka sobril við því að geta ekki sofnað, því það er vægt og alls ekki ávanabindandi en er kvíðastillandi lyf, ég prófaði annað sem hét eitthvað með Z í byrjun en það var svo sterkt að ég ætlaði ekki að geta vaknað, ss sobril hentaði mér vel.

inspire4 | 1. des. '21, kl: 14:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sobril er mjög ávanabindandi tók mig ár að losna við aukaverkanir sem voru mjög slæmar.

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 15:58:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er að því að fyrir heilbrigt fólk sem á ekki við geðræn vandamál að stríða þá hefur svona geðlyf lítil áhrif í svona smáum skömmtum eins og eru gefnir fyrir svefnleysi...þegar það er notað sem geðrofslyf þá eru skammtarnir himinháir og gefin nokkur hundruð milligrömm meðan þessir svefnlausu geta kannski notað brot af 25 mg eða eina 25 mg...


Ávanabindandi svefnlyf hafa bara alls ekki alltaf gefið góða raun og ótrúlega margir sem festast á þeim og ná aldrei að sofa án þess að nota þau og án þess að hækka sífellt skammtana...en þau eru ágæt til síns brúks í mjög skamman tíma kannski..

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 15:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú reyndar ávísað við ýmsu öðru og þá í mun minni skömmtum. Ég ætla nú samt að treysta því að hinir ýmsu læknar kunni að vinna sína vinnu.

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 15:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og þetta hlýtur bara að vera bull í mér að þetta sé fínt lyf við tímabundnu svefnleysi.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

madeinsveit | 19. nóv. '10, kl: 15:58:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha ? ég var ekki að segja það, en sumt hentar ekki endilega öllum, bara svona að benda á það.

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 16:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún var að tala um 10 ára tímabil.

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 16:02:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski skammur tími í hennar huga..

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 16:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi láttu ekki svona beyglan þín. Ég sá ekki þetta um 10 ára tímabil. Las svarið ekki allt.....

Það er föstudagur....reyndu nú að komast úr súra skapinu!

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 16:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:P

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 16:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú settir nú pínu tóninn í umræðuna, ég sem var á fullu með broskallana. ;-)

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 16:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ónæm fyrir brosköllum.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 16:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Roger.

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 16:08:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er þetta er bullandi hress....finnst bara alltaf alvarlegt þegar talað er um þessi lyf í léttum tón eins og þetta sé eins og hvert annað vítamín:)

Vil bara að fólk sem er að spá í að nota svona sér til hjálpar geri sér grein fyrir því frá byrjun hvaða áhætta fylgi því og að best sé þá að stefna á notkun í stuttan tíma í einu svo ekki myndist þessi ávanahætta..

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 16:11:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknar sem eru starfi sínu vaxnir sjá nú um að fræða fólk um slíkt þegar það fær lyfin. Þeir ávísa þessum lyfjum helst ekkert til langs tíma. Mér fannst umræðan einmitt heldur létt um Seroquel sem mér finnst vera miklu alvarlegra lyf.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 16:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er bara að það eru ekki næstum því allir læknar starfi sínu vaxnir og ótrúlega margir sem skrifa þessi lyf út eins og þeir fái borgað fyrir það og enn fremur hafa þeir oft ekki fyrir því að kynna sér hlutina varðandi lyfin...eða er alveg sama..

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 16:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo sem annað mál og kannski efni í aðra umræðu. Hún gæti t.d. heitað Læknavaktin í Kópavogi *blikk*

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Bergmann74 | 19. nóv. '10, kl: 16:17:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe nákvæmlega;)

Chaos | 19. nóv. '10, kl: 16:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir læknar sem einmitt eru farnir að kynna sér málin betur eru farnir að stíla frekar inn á seroquel. Burtséð frá skoðunum þínum á því. Annars væri gaman að heyra hvers vegna þú telur það alvarlegra lyf.

madeinsveit | 19. nóv. '10, kl: 16:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æji fyrirgefðu, fannst eins og þú hefðir verið að svara mér... :-)

Örvera | 19. nóv. '10, kl: 16:05:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt í góðu....ég er að slást hérna við Tangerine í föstudagsfílíng ;) Var ekkert að munnhöggvast við þig!

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

madeinsveit | 19. nóv. '10, kl: 16:18:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heheheh

susie | 19. nóv. '10, kl: 13:29:45 | Svara | Er.is | 0

þú getur pantað tíma hjá einhverjum lækni í heilsugæslunni hjá þér

mmf | 19. nóv. '10, kl: 14:57:03 | Svara | Er.is | 0

Þetta er tekið af landlæknisvefnum:

Svefnleysi - hvað er til ráða?
Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið er að u.þ.b. fimmtungur íbúa á Vesturlöndum fái svefntruflanir einhvern tíma á ævinni. Svefnþörf og svefntímar eru einstaklingsbundnir. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir aukast oft með aldrinum. Erfiðara verður að sofna, uppvaknanir verða tíðari og verr gengur að sofa fram eftir að morgninum. Konur finna oftar fyrir þessum einkennum, sem byrja gjarnan í kringum tíðahvörf.

Svefntruflanir geta verið afleiðingar líkamlegra einkenna t.d. verkja frá stoðkerfi, hitakófa á breytingaskeiði, næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma, vélindabakflæðis svo eitthvað sé nefnt. Svefntruflanir fylgja oft geðsjúkdómum t.d. þunglyndi, kvíða og heilabilun. Þá hafa mörg lyf áhrif á svefninn. Félagslegir þættir t.d. grátandi börn, áhyggjur af ættingjum, fjármálum og vaktavinna trufla svefn. Þá ber að hafa í huga að ýmis vímuefni valda svefntruflunum bæði við notkun og ekki síður við fráhvarf, t.d. áfengi, kaffi, tóbak, hass og amfetamín.

Eins og af ofantöldu má sjá er mikilvægt að greina og meðhöndla undirliggjandi ástæður svefntruflana.

Hér að neðan eru nokkur einföld ráð sem geta komið að góðum notum við svefntruflanir. Gefinn hefur verið út bæklingur með þessum ráðum sem hægt er að fá ókeypis í flestum apótekum og heilsugæslustöðvum.

Mikilvægast er að fara á fætur á sama tíma á hverjum morgni. Forðastu að leggja þig á daginn og farðu í háttinn á svipuðum tíma öll kvöld.

Ef þú getur ekki sofnað farðu fram úr og gerðu eitthvað annað t.d. lestu í góðri bók, hlustaðu á rólega tónlist. Leggðu þig aftur þegar þig syfjar á ný.

Dagleg líkamleg áreynsla leiðir til dýpri svefns, en óreglulegar æfingar einkum seint á kvöldin hafa engin eða slæm áhrif á svefninn nóttina eftir.

Rólegheit að kveldi auðvelda þér að sofna. Forðastu mikla líkamsáreynslu og hugaræsingu. Betra er að afa daufa lýsingu í í kringum sig á kvöldin.

Kaffi truflar svefn og rétt er að neyta þess í hófi og aldrei eftir kvöldmat. Sama máli gegnir um te og kók.

Forðast ber neyslu áfengra drykkja. Alkóhól truflar svefn.

Létt máltíð fyrir svefninn hjálpar mörgum að sofna, t.d. flóuð mjólk og brauðsneið.

Heitt bað stuttu fyrir háttinn getur auðveldað sumum að sofna.

Hafðu hitastigið í svefnherberginu hæfilega svalt. Sofðu við opinn glugga og hafðu dimmt í herberginu meðan þú sefur. Athugaðu að rúmið þitt sé þægilegt. Forðastu að horfa á sjónvarpið úr rúminu. Reyndu að draga úr hávaða kringum þig.
Hafa ber í huga að svefnlyf geta verið hjálpleg við að rjúfa vítahring svefnleysis, en langvarandi notkun er oftast gagnslaus og getur verið skaðleg. Við notkun svefnlyfja er rétt að muna eftir áhrifum þeirra að deginum, þar sem sum þeirra valda þreytu og syfju, skertu jafnvægi, minnisleysi og minnka akstusrshæfileika. Aldraðir eru viðkvæmari fyrir þessum aukaverkunum.

Ef svefntruflanir eru viðvarandi, þrátt fyrir að ofangreindum ráðleggingum hafi verið fylgt, þá er ráðlegt að ræða það vandamál við lækni, sérstaklega ef viðkomandi finnur einnig fyrir syfju og þreytu að deginum.





Ég fór bara til læknis og sagði honum hvernig staðan væri. Þeir eru ekkert hræddir við að láta þig fá smá hjálp.

nefnilega | 19. nóv. '10, kl: 16:10:47 | Svara | Er.is | 0

Ég mæli með því að þú pantir þér tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi.

Þú þarft ekki að eiga heimilislækni, pantar bara hjá einhverjum. Þar færðu ráðleggingar og réttar upplýsingar um lyf.

Það er ekki það sama sem hentar öllum svo ég myndi fara varlega í að trúa öllum um aukaverkanir og þess háttar sem þú lest hér.

Ágúst prins | 19. nóv. '10, kl: 18:34:22 | Svara | Er.is | 0

farðu á læknavaktina ef þú hefur ekki heimilsisækni.
ég sjálf hef veri á stilnoct núna í um ár, og var á því í nokkur ár áður en ég varð ólétt...
það er í flokki svefnlyfja, en er þó bara svokallað 4 tímalyf, hjálpar þér að sofna, en er bara með stutta virkni. og þú ert ekki "uppdópuð" daginn eftir

hvaddaspa | 19. nóv. '10, kl: 18:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er hægt að fá ofnæmislyf sem valda "þreytu" og hjálpa þér að sofna :) ég notaði þau í staðinn fyrir svefnlyf ( Doctors order!)

Gale | 19. nóv. '10, kl: 19:12:17 | Svara | Er.is | 5

Sko, í fyrsta lagi reyndu að fá þér heimilislækni.
Læknar eru flestir ekkert hrifnir af því að skrifa út lyfseðla á róandi lyf fyrir sjúklinga sem þeir þekkja ekkert til.

Pantaðu a.m.k. tíma á þinni heilsugæslustöð og ef þeir geta ekki sett þig á ákveðinn heimilislækni þá ertu a.m.k. komin inn í kerfið hjá stöðinni og allir læknarnir þar geta skoðað skránna þína þegar þú ferð til þeirra.

Í öðru lagi: Margir hafa nefnt Stillnoct hérna.
Það er svo sem ágætt lyf, en henntar ekki öllum.
Fólk hefur t.d. gert ýmiskonar hluti undir áhrifum þess án þess að muna eftir því daginn eftir (eða bara rétt ráma í það) t.d. borða, hringja í fólk, stunda kynmök og jafnvel farið út að keyra og margt fleira.

Ég myndi frekar mæla með að þú prófir Imovane fyrst, sem er vægasta svefnlyfið á markaðnum. Það er lyf sem á að hjálpa þér að sofna en virkar bara í um 4 tíma eftir það.

Svo eru væg kvíðastillandi lyf eins og Sobril góð til að hjálpa með svefn (í litlum skömmtum).
Ef það virkar held ég að það sé betra en svefnlyf.

Svo ef þú ert næm fyrir lyfjum (eins og mig minnir að þú hafir sagt hér fyrir ofan) þá gæti verið nóg fyrir þig að fara í apótek og kaupa Histasín sem er EKKI lyfseðilskylt. Þ
að er ofnæmislyf sem gerir flesta pínu syfjaða.

Svo er spurning hvort Magnesíum (annað hvor töflur, duft eða Magnesíummjólk) dugi e-ð á þig eða jafnvel þetta Baldrian B, sem er náttúrulyf og EKKI lyfseðilskylt.

pattaló | 19. nóv. '10, kl: 22:35:06 | Svara | Er.is | 0

Hæ, ég má nú til með að segja að þó að ég taki reglulega til skiptis stilnocht eða imovane þá geri ég það ekki að gamni mínu. Það er hræðilegt að geta ekki sofnað. Ég hef aldrei hækkað skammtin sem ég tek, hef alltaf tekið hálfa, ekki í eitt sinn heila töflu. Hef ekki fengið neinar aukaverkanir af þessu. Veit að það er ekki mælt með að taka þetta að staðaldri en hvað get ég gert ! Bilast á að liggja endalaust andvaka og vera algerlega utan við mig af svefnleysi daginn eftir.
Áður en ég byrjaði að taka þetta þá reyndi ég öll þessi ráð sem eru gefin upp varðandi svefnleysi. Ég tek þetta bara af því að þetta hjálpar mér endalaust mikið.

NewYork | 2. des. '21, kl: 13:52:34 | Svara | Er.is | 0

Taktu magnesium og þú sefur eins og steinn

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

amazona | 4. des. '21, kl: 23:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

11 ára gömul umræða

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
Síða 9 af 46338 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Kristler, paulobrien