Svefnvandamál 7 mánaða - CIO ofl.

Odilon | 11. apr. '16, kl: 21:01:13 | 132 | Svara | Er.is | 0

Kæra fólk.
Mig langaði svo að vita hvort þið gætuð ráðlagt mér og sagt frá ykkar tilfellum ef þið hafið upplifað svipað eða hafið góðan árangur af svefnþjálfun.

Í fyrsta lagi vil ég segja að ég hef alltaf verið mótfallin því að láta börn gráta (sig í svefn, og bara almennt) og við eigum fyrir eina dóttur sem sofnaði á brjósti og svaf samt alla nóttina, og ég var því í mjög auðveldri stöðu og leyfði mér að gagnrýna þá sem "svefnþjálfuðu" börnin sín (mér fannst hugtakið sjálft út í hött).

En karmað beit mig í rassinn og ég eignaðist dóttur nr 2 sem tekur alltaf bara 40 mínútna lúra og vaknar svo sömuleiðis á 45-60 mín fresti ALLA NÓTTINA.

Hún er nota bene mikið brjóstabarn, en sofnar þó ekki á brjósti, fær það frammi og aðeins fyrr, og sofnar svo í svona co-sleeper rimlarúmi upp við okkar rúm, með snuð og einhverja bangsa sem hún kærir sig ekki um, og í einhvers konar kúri upp við okkur. Þegar ég svæfi hana mótmælir hún t.d. mikið ef ég ligg aðeins frá, en er ekki bara alveg upp við hana. Pabbi hennar kemst hins vegar upp með að vera aðeins í burtu frá henni. Hún sofnar um 19 og drekkur á nóttunni örugglega um kl 00, 3,5 og 6, og vaknar svo 7.

En sem sagt, sama hvað og sama hvort okkar svæfir, þá vaknar hún alltaf á klst fresti og framan af kvöldi þarf hún bara snuðið og að sjá okkur. Við fórum í svefnráðgjöf og erum ánægð með það og erum Örnu mjög þakklát fyrir litla hluti sem nú þegar eru farnir að virka (pabbinn getur td núna svæft, en gat ekki áður), og við erum með heimaverkefnið bráðlega að láta pabbann sjá alveg um hana heila nótt og kötta út brjóstið yfir nóttina - ég á helst að sofa annars staðar þá nótt. Það sem ég velti fyrir mér er nokkrir hlutir, sem ég fékk ekki alveg á hreint:
- Ef pabbinn getur á annað borð svæft hana á kvöldin núna og hún vaknar samt svona oft, ætli það breytist eitthvað með heilli nótt án mín, þar sem hann svæfir hana alla nóttina?
- Ætli ég geti ekki alveg eins tekið þátt í þessu, fyrst að aðalvandamálið virðist vera að barnið kann alls ekki að róa sig sjálft? Þá gætum við reynt einhvers konar tímalögmál, 5-10 mínútna fresti að tékka á barninu...
- Haldið þið að ég geti samt haldið inni eins og einni næturgjöf, t.d. um kl.5?

eins myndi ég bara vilja heyra aðeins frá ykkur sem þjálfuðuð svefn á svipuðum aldri barnsins, sem er svona um það bil að kynnast aðskilnaðarkvíða.

 

Odilon | 11. apr. '16, kl: 23:28:38 | Svara | Er.is | 0

Enginn sem hefur reynslu af því að svefnþjálfa barn á þessum aldri og hvort þið gátuð enn haldið inni einni næturgjöf?

strákamamma | 13. apr. '16, kl: 14:00:48 | Svara | Er.is | 4

Ég á einn sem er 8 mánaða..  hann er fimmti sonur minn og þeir hafa allir verið mjög misjafnir.


Það eina sem ég hef lært sem fer ekkert á milli mála er að ég myndi ekki taka brjóstið af 7 mánaða barni á nóttunni. Minn tekur 1-2 sinnum dúr á daginn í 20-40 mín í senn.  Hann sofnar uppúr 20:00 á kvöldin og er vaknaður í kringum kl 07.00 á morgnanna.  Þetta er rútína sem hann kom sér upp sjálfur, við höfum aldrei skipt okkur af hans svefnvenjum eða munstrum.


Á þessum tíma frá því hann sofnar á kvöldin þar til hann vaknar á morgnanna er hann að vakna frá 2 sinnum og uppí alveg 11 sinnum (einu sinni á klukkutíma) á nóttu.  Stundum þarf hann brjóst, stundum kúr, stundum duddu, stundum allt þrennt.  Hann fær það sem hann þarf í hvert skipti. 


Hann er að fá tennur, hann er að læra að skríða, hann er að læra ða standa upp, hann er að fatta aðskilnaðarkvíða, heimurin hans er að stækka þar sem hann getur nú farið um allt...það er roooosalega mikið að gerast fyrir svona lítinn kút og við ákváðum bara að leyfa honum að díla við þennan heim allan saman með því að sækja í okkur og öryggið á nóttunni ef hann þarf. 


Hann er lagður í sitt rúm þegar hann sofnar á kvöldin (sofnar yfirleitt við brjóstið...stundum í burðarpoka framaná pabba sínum). Hann sofnar bara þgar hann er þreyttur, við höfum aldrei haldið neinum svefntíma fyrir hann, en hann er komin í þá rútínu að sjálfu sér að hann sofnar uppúr átta  og ég fer og gef honum eða tek hann upp og knúsa hann þegar hann vaknar og legg hann aftur í sitt rúm þegar hann festir svefn aftur þar til við förum að sofa.  Þegar hann vaknar eftir að við erum farin að sofa tek ég hann uppí og hann sefur á milli okkar restina af nóttinni, þannig sefur hann best. 


Barnið þitt, alveg eins og barnið mitt, kann ekki að róa sig sjálft.  Það er bara pínulítið kríli og það á ekki að kunna að róa sig sjálft strax.  Það lærist þegar hún er búin að vera róuð af ykkur í hvert sinn sem hún þarfnast þess þar til hún er tilbúin.  Sum börn geta það ung...önnnur ekki fyrr en á grunnskólaaldri. 


Gerðu það ekki fara í einhverjar "tékka á nokkura mínútu fresti" aðgerðir við svona lítið kríli...hún skilur ekkert hvað það er sem þið eruð að krefjast af henni og þarf bara hlýju og kúr og öryggi. 




Ég myndi ráðleggja þér að kíkja í bók sem heitir "no cry sleep solution" ef ykkur vantar endilega eitthvað prógram og áætlun, annars myndi ég ráðleggja ykkur að hætta að horfa á klukkuna, hætta að reyna að halda í rútínur og tímasetningar eða þjálfun og hlusta bara á kríliið þitt. Kúra með hana eins mikið og hún þarf og gefa henni eins oft og hún þarf. Börn vekja sig ekki viljandi, það er eitthvað sem vekur þau og þá eigum við að sinna þeim.    Þess meira sem þú sinnir henni og tekur hana upp og knúsar hana þess öruggari verður hún og lærir þar af leiðandi að það er alveg allt í lagi að vera í þessu rúmi og kúra bara, því mamma og pabbi koma ef ég kalla. 




Gangi þér vel með krilið þitt





strákamamman;)

Odilon | 13. apr. '16, kl: 19:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að segja allt sem hjartað mitt og hugur, svona allavega á góðum dögum, segja. Það er ástæða fyrir því að börnin mín hafa alltaf sofið uppí og fengið að drekka eins og þau vildu, einmitt af því að mér þykir eðlilegt að uppfylla þarfir þeirra um nærveru og umhyggju og gæti aldrei sleppt öllu knúsinu fyrstu mánuðinanog látið þau aofna sjálf. En svo eftir kvöld og nætur þar sem maður hefur nánast ekki fengið nokkurn svefn þá fer mann að langa að breyta þessu. En hjá okkur er þetta svona á hverri einustu nóttu, aldrei vaknar hún sjaldnar en 6 sinnum og oftast 10 eða 12 sinnum.

Ég þekki No cry bókina, hef prófað aumt þar. En virkar ekki enn. Það sem ég er að spá í að gera er að passa betur upp á mataræðið hennar,mér finnst þetta hafa versnað síðan hún byrjaði á fastri fæðu.

En þið, þolir líkaminn ykkar og geðheilsa þetta vel??

strákamamma | 14. apr. '16, kl: 10:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sonur min sem er 9 ára vaknaði alltaf á 40 mín fresti....daga og nætur..  alltaf.  hann óx uppúr því 13 mánaða.  


Ég held að það eina sem maður geti gert sé að sætta sig við það að barnið mans sefur ekki vel...og knúsa og kyssa og gefa...fara kannski bara á fætur um miðjanótt, spila tónlist, vera þreyttur...og bíða þar til þau eldast. 


Þegar ég var og er sem þreyttust hef ég krílið bara uppí og set uppí hann brjóstið bara með smá rumski..fæ besta hvíld þannig.  Hefur oft hvarflað að mér að nú sé þetta komið gott og að nú megi hann fara að sofa almennilega...einmitt þegar maður er hvað þreyttastur, en mér finnst ekki borga sig að fara í einhverjar svefnaðgerðir með ungbörn.  


Mín stærsta eftirsjá sem foreldri er að hafa tekið næturgjafirnar of snemma af stóru strákunum mínum (þeir eru 13 og 14 í dag) en þeir voru braa 8-9 mánaða þegar ég tók fyrir næturgjafir og þeim var boðið vatn í staðinn.    Ég vildi óska að ég gæti spólað til baka og breytt öðruvísi.gagnvart þeim, gefið þeim þessa mánuði af öryggi og nærveru sem þeir þurftu, núna fara þeir bara inní herbergi og loka svo þetta líður allt saman hjá og þessi ruglaða þreyta verður að minningu. Minningin um hana með elstu drengina mína er soldið sár því ég gerði það sem samfélagið ætlaðist til og "ól þá upp" svona unga. 


Með miðjurnar mínar tvær sem eru 6 og 9 ára eru minningarnar um fyrsta árið allt öðruvísi, jú rugluð þreyta og oft örvæntingmeð annan þeirra þar sem hann bara svaf ekki!!! en ég allavega leyfði þeim að þroskast uppúr þessu án einhverja aðgerða og það er bara hreinlega betra fyrir mitt mömmuhjarta svona þegar ég horfi tilbaka. 


Þessvegna fær litla örverpið bara allar þær gjafir og knús og uppísof sem hann þarfnast.  En ég passa líka mjög vel uppá matarræðið hans.  Það er kannski bara mjög sniðugt að taka það soldið undir smásjá hjá þinni.  Minn fær td engar mjólkurvörur og ekkert korn þar sem hvorki ég né 2 bræðra hans þolum það.  

strákamamman;)

zbibrtn4 | 14. apr. '16, kl: 08:44:15 | Svara | Er.is | 0

Ég er með einn 11 mánaða strák og tók á þessu þegar hann var 7 mánaða þar sem ég var að bugast úr þreytu. Ég sá um þetta sjálf og þegar hann vaknaði þá gaf ég honum vatn úr stútkönnu. Hann varð dálítið pirraður en fór svo að sofa aftur. Þetta tók um 3-4 daga og jújú það kom bakslag nokkrum sinnum og ég gaf honum því hann fór þá að vakna milli 5-6 til að fara á fætur. En Hélt svo áfram þessu striki og hann vaknar bara milli 5-6 en á móti sefur hann núna næstum því hverja nótt alla nóttina :)

gruffalo | 19. apr. '16, kl: 14:44:06 | Svara | Er.is | 0

"Þá gætum við reynt einhvers konar tímalögmál, 5-10 mínútna fresti að tékka á barninu."


Það er ALLTOF langt. Barnið þyrfti mögulega vallergan (ofnæmislyf með róandi verkun), tjekkaðu á því.

Odilon | 19. apr. '16, kl: 16:58:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sko alls ekki týpan i það hvort sem er, get ekki hugsað mér þetta nema ég væri fyrir það búin að undirbúa dömuna með mýkri aðferðum. En hún er þannig að hún öskrar um leið og ég er ekki alveg upp við hana að knúsa hana. En engar áhyggjur, ég og barnið erum hvorugar tilbúnar ? ég ætla að gefa þessu nokkra mánuði í viðbót og sjæ hvort þetta eldist af henni.

strákamamma | 19. apr. '16, kl: 18:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þið eruð búin að vera að prófa eitthvað svona í þessa átt...foreldraskóla vesen eitthvað eða eitthvað þannig þá er hún örugglega orðin hvekkt. Þá þarf hún exrta mikið af nærveru og knúsum. 


Háttatíminn hjá okkar æitla gæja sem er á sama aldri og þín er bara að þegar hann er orðin rosa rosa þreyttur...þá annað hvort sofnar hann á brjóstinu og ég legg hann inn í rúm eftir að hafa skipt brjósti út fyrir duddu, eða pabbi hans bindur hann á sig í ergobaby poka og röltir um íbúðina og raular þar til hann sofnar og svo leggjum við hann.


Við höfum aldrei reynt að "svæfa hann" í rúminu sínu.  Hann hefur sofnað þar nokkrum sinnum þegar við höfum lagt hann, en við vorum eiginlega voða hissa, og höfum líka alveg lagt hann þar sem hann liggur í nokkrar mínútur og svo kvartar hann og við tökum hann upp aftur og förum bara fram og gerum eitthvað annað.


Myndi ráðleggja þér að henda öllum plönum og áætlunum og væntingum um háttatíma ungbarna útum gluggann...og einbeita mér að öðru

strákamamman;)

Odilon | 19. apr. '16, kl: 19:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, einmitt. En við höfum sem sagt ekkert notað, nokkurn tímann. Bara brjóst og knús. Og hún hefur bara vanist því frá fæðingu og vill það (og segðu engum, en ég líka). Mikið vildi ég að þetta vakna-á-klst-fresti eltist af henni...

strákamamma | 22. apr. '16, kl: 13:26:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get lofað þér að þetta eldist af henni, minn drengur sem vaknaði á 40 mín fresti og argaði á mig fyrstu 13 mánuðina er 9 ára í dag og sefur eins og steinn frá 8-7 og sofnar um leið og hann leggur höfuðið á koddann.  Fékk hann ekki einusinni uppí til mín eftir að hann varð 13 mánaða. 




Eruð þið tvö...getið þið sofið til skiptis í nokkra tima í einu?  Maðurinn minn fer núna fyrr í rúmið en ég....og ég sef svo frameftir þegar þeir feðgar eru farnir á fætur.  Þannig höldum við bæði smá sönsum allavega á meðan þetta gengur yfir :P 



strákamamman;)

Odilon | 22. apr. '16, kl: 21:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt þannig sem við gerum. Hún vaknar alltaf kl.7 og fer fram með pabba sínum og hann vekur mig til að ég gefi henni rúmlega 8 eða hálfníu. Ég veit ekki hvar ég væri án þess!

strákamamma | 29. apr. '16, kl: 22:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú svo svakaleg að ég sef alltaf að minnsta kosti til 11..   stundum þarf ég að gefa 1-2 á þeim tíma en stundum fæ ég að sofa alveg 3 tíma í einu!    alger snilld. 

strákamamman;)

isora | 26. apr. '16, kl: 21:10:38 | Svara | Er.is | 0

Mér sýnist vera búið að opna Foreldraskóla aftur sem eru frábærar fréttir. Þær redduðu mér alveg með svefnvesenið á dóttur minni  

 

isora | 26. apr. '16, kl: 21:15:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er s.s. símatími þar sem hægt er að fá ráðgjöf.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47825 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Guddie, Bland.is