svekkt

sinel | 5. mar. '15, kl: 12:03:24 | 257 | Svara | Þungun | 0

Sælar, ég er ný hérna. Ég hef voða mikla þörf fyrir að tjá mig í dag. Við erum búin að vera að reyna síðan í september. Ég var að byrja á túr í dag og ég er svo svekkt, ég virkilega var að vona þetta hefði tekist í þetta sinn. Ég var búin að vera með "túrverki", aum brjóst, hausverk, svima og ógleði síðan um síðustu helgi, mér var heitara en venjulega og ég var óvenju skapgóð miðað við líðan (ég er venjulega að frjósa og er yfirleitt pirruð þegar mér líður ekki vel). Svo þrátt fyrir betri vitund þá var ég mjög vongóð þar sem mér leið svo mikið öðruvísi en venjulega. Ég fæ vanalega ekki fyrirtíðarspennu svona snemma (skv. plani átti ég að byrja á túr á laugardag en svo byrja ég snemma núna). En ég vona að það líði engum eins illa og mér í dag, ég gerði mér of miklar vonir. Ég þurfti bara aðeins að tjá mig, er í vinnunni og langar bara að gráta

 

Jöklasóley | 5. mar. '15, kl: 12:21:35 | Svara | Þungun | 0

Ég veit hvernig þér líður. Ég er í sama pakkanum, búin að vera reyna síðan í ágúst og þetta er mun erfiðara en ég hefði haldið. Knús á þig og vonandi verður þessi hringur "hringurinn" :)

sinel | 5. mar. '15, kl: 12:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :) Krossa fingur fyrir þig líka

everything is doable | 5. mar. '15, kl: 18:19:55 | Svara | Þungun | 0

Ég er í sama pakka búin að vera að reyna síðan í september og ekkert gengur nema seinustu tvo hringi hef ég verið mjög auk í brjóstunum og með svaka einkenni og meirai segja í bæði skiptin fengið mjög ljósar línur en alltaf byrja ég á blæðingur 1-2 dögum seinna svo ég skil hvernig þér líður ég bjóst aldrei við því að þetta tæki einhvern tíma

california | 5. mar. '15, kl: 18:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vid hofum reynt sidan i juni 2013 enginn arangur enntha. Eg hef leyft mer ad verda pirrud og leyft mer ad grata thetta er erfitt er einmitt ad fara i tækni fljotlega

Rapido | 6. mar. '15, kl: 09:04:44 | Svara | Þungun | 0

Skil þig svo innilega vel. Þetta er svo ótrúlega erfitt að ég hefði ekki trúað því. Við erum búin að reyna síðan í nóvember 2013, hef tvisvar orðið ólétt á þeim tíma en misst í bæði skiptin, fyrst á 9. viku og svo dulið fósturlát sem kom í ljós í 12 vikna sónar. Hef því miður engin ráð fyrir þig önnur en bara að leyfa þér að vera pirruð og finnast þetta erfitt - því þetta er drulluerfitt. Knús á þig.

sellofan | 6. mar. '15, kl: 14:23:01 | Svara | Þungun | 0

Við erum búin að reyna síðan í júní 2014, búin að missa tvisvar sinnum síðan þá. Drulluerfitt og pirrandi! 

valinsnera | 6. mar. '15, kl: 20:09:53 | Svara | Þungun | 0

Sæl.
Þetta er ekki auðvelt, við margar herna skiljum þig svakaleg vel. Eg er búin að vera reyna síðan við misstum í október 2013 og ég er enn að bíða eftir rósu, átt að koma 2/3 mars en er ekki vongóð.. Ertu búin að taka óléttupróf?
*krossaputta*

sinel | 7. mar. '15, kl: 00:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk, hefði aldei trúað hvað þetta fer fljótt að taka á sálina. Ég er ekki búin að taka próf, er bara á blússandi túr með öllu tilheyrandi svo það er eiginlega óþarfi.

valinsnera | 7. mar. '15, kl: 14:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, þetta er svo erfitt stundum - ég er mjög óregluleg og líkaminn minn er að senda allskonar mixed singals - er sein m.v. 28-30 daga hring en það er ekki hægt að miða mig við það. En er með túrverki, óþægindi í brjósti og alveg eins og ég sé að fara byrja á túr en ekkert gerist, kemur aðeins litað í pappírinn suma daga en fæ bara skuggalínur eða neikvætt.. Vil bara klára þennan hring eða hvort ég eigi að fara á primólút þegar ég er 100% viss um að ekkert sé að malla í gang svo ég geti tekið næstu hringi með trompi - primólút, femar, hollt matarræði, hreyfingu, vítamín, royal jelly og macadufti. 

Skil svekkelsið við endalaus neikvæð próf :( og túrillu sem má alveg vera einhverstaðar annarsstaðar í 9 manuði :(

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4848 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123