Svolítið sorgmædd :(

bumbuvon | 30. ágú. '15, kl: 14:26:05 | 417 | Svara | Þungun | 0

Ég er búin að segja kærastanum mínum hverng mér líður, en ég er 26 ára og mun að öllum líkindum þurfa einhverskonar aðstoð við að verða ófrísk þegar ég byrja að reyna það einn daginn. En er ekki byrjuð. Hef oft sleppt getnaðarvörnum bæði með áætlunum um að búa til barn og svo í kæruleysi þegar ég var yngri. En það er ekki það sem er að plaga mig. Mig langar svo í barn að ég fæ sting í hjartað hvert einasta sinn sem einhver tengd mér verður ófrísk, hvert einasta sinn sem ég labba framhjá barnavagni, þegar ég heyri barn gráta, þegar vinkonur mínar eignast sín 2. og 3. börn. Mér líður útundan. Mig langar að verða foreldri. Þetta er sárt. Ég verð oft hrædd um að ég eignist aldrei börn. Er einhverjum öðrum sem líður svona? Ég er ekki með pcos, ekki nógu margar blöðrur til að greinast með það, ég missi ekki úr blæðingum, allt virkar voða eðlilegt í skoðunum, þrátt fyrir það ætti ég örugglega 4-5 börn ef allt virkaði sem skyldi ... og núna nálgast maður 30 árin alltof hratt og það bara er svolítið erfitt að feisa það að ég á ekki eigin fjölskyldu ennþá. Ólíkt eiginlega öllum í kringum mig. Er einhverjum öðrum sem líður svona?

 

Hedwig | 31. ágú. '15, kl: 10:34:48 | Svara | Þungun | 3

Það þarf ekki að vera að þú eigir eftir að eiga í vandræðum með barneignir.  Það er bara 15% líkur á að til verði barn þó að fólk hitti akkúrat á egglosið og ekkert sé í ólagi.  Þannig að þó að ekkert hafi gerst í kæruleysi eða kannski óskipulegu reynerí þá þarf það ekki að þýða neitt. 


Við vorum búin að reyna í 5 ár og þegar ég var að nálgast 26 árin förum við til Art medica. Kallinn er 5 árum eldri og erum við því komin á góðan aldur til að eignast börn finnst mér.  Ætlaði mér samt ekki að vera þetta "gömul" með fyrsta barn en bara tókst ekki fyrr og er ég eiginlega bara fegin. Við kláruðum bæði háskólann  (ég Master og hann bsc), keyptum okkur íbúð og bíl og ég náði að vinna aðeins áður en barnið kom undir með hjálp glasa. Hefðum ekki getað farið í svona meðferð fyrr vegna peningaskorts þegar bara annað okkar var að vinna. 


Núna er ég gengin næstum 31v og við svo tilbúin í þetta og finnst ég alls ekki of gömul að vera að koma með fyrsta barn stuttu fyrir 27 ára afmælisdaginn :). Finnst eiginlega að mörgu leyti betra að koma með barn aðeins seinna inní stöðugar aðstæður og við orðin þroskaðri en við vorum fyrir 5 árum þegar við ætluðum sko að láta þetta ganga  :P.

bumbuvon | 31. ágú. '15, kl: 19:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir svarið þitt <3 og innilega til hamingju með baunina ykkar :)

workingman1 | 26. sep. '15, kl: 13:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

ég var 28 ára þegar fyrsta kom :) ólett 27..þekki fullt af konum um 30 ára sem koma með fyrsta barn...aldurinn skiptir engu máli :)
gangi þér vel...

bumbuvon | 26. sep. '15, kl: 15:44:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir :)

everything is doable | 31. ágú. '15, kl: 12:49:03 | Svara | Þungun | 3

Ég tek undir með Hedwig við erum búin að vera að reyna alveg virkt núna í 1.5 ár og þar áður vorum við í ár voðalega kærulaus en samt ekki beint að reyna og það er ekki fyrren núna (ég er að verða 26 ára á þessu ári) að ég sé að það er líklega bara gott að þetta gerðist ekki fyrr því ég er svo miklu meira tilbúin í þetta núna.


Planið mitt var alltaf að koma með barn á meðan ég væri í námi en í staðin mun ég ná að klára mitt nám og maðurinn minn sitt og við búin að ná að safna okkur fyrir útborgun og vel það ásamt því að við erum bæði komin með fastráðningu beint útúr skóla svo þó ég hafi alltaf orðið reið þegar við vorum að byrja að reyna og ég las að þetta gerist þegar það gerist og að maður eigi bara að hætta að hugsa um þetta þá er ég loksins komin á þann stað að mögulega hefði það alls ekki verið betra ef þetta hefði gerst fyrr. 


En alls ekki misskilja mig ég skil þig ótrúlega vel þetta með að fólk sé að koma með barn númer 2 og jafnvel 3 á meðan við erum enn að reyna mér finnst það rosalega sárt alltaf og í hvert sinn sem við höfum misst (2x) þá hef ég verið einstaklega viðkvæm fyrir þessu að fólk nálægt mér sé að tilkynna óléttur í sí og æ. Ég hef alveg tekið nokkra daga þar sem ég hreinlega vildi ekki fara frammúr rúminu. Það hjálpaði mér rosalega mikið þegar ég uppgötvaði að manninum mínum leið alveg eins honum fanst alveg jafn sárt að þetta væri ekki að ganga og einhvernvegin lét það mér líða aðeins minna einni í heiminum. Svo eftir samtals 2.5 ár þá höfum við loksins tekið þá ákvörðun að leyfa þessu bara að gerast ég tek jú lyf til að styrkja egglosið en engin egglospróf, mælingar, læknar og vesen (ekki það að ég er með reglulegan hring og veit nákvæmlega hvenær egglosið verður) en vá hvað það er frelsandi að taka þessa ákvörðun, ég las um svipað fyrir löngu á þessari eða svipaðri síðu og hugsaði alltaf með mér aldrei í lífinu gæti ég slakað á og bara leyft þessu að gerast en þetta er rosalega erfit á sálina að vera alltaf með þessa minnimáttarkennd. Sjálf var ég á tímabili komin á það að líkaminn minn væri gallaður og ég gæti bara ekki átt börn punktur sem hjálpar manni náttúrulega ekki í þessu. En nú er ég farin að tala í endalausa hringi ég vona að þú getir lesið eitthvað útúr þessu þú ert í hið minnsta alls ekki ein. 

bumbuvon | 31. ágú. '15, kl: 19:41:14 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vá takk kærlega fyrir peppandi svar <3 !

thorabj89 | 31. ágú. '15, kl: 16:57:26 | Svara | Þungun | 1

omææægod, það var eins og ég væri að lesa "spurningu" eftir sjálfan mig... mér líður nákvæmlega eins og þér, er meira að segja jafngömul þér :) sendu mér nafnið þitt og við skulum peppa hvor aðra upp ... það vantar oft bara einhvern sem skilur mann .... <3 knús á þig!

bumbuvon | 31. ágú. '15, kl: 19:41:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

´æjj já ég skal senda nafnið mitt :) væri yndislegt að tala við einhverja sem er að ganga gegnum sama <3

S.Smith | 1. sep. '15, kl: 13:48:46 | Svara | Þungun | 1

Vá hvað ég skil hvernig þér líður.. þetta innleg hefði getað verið skrifað af mér fyrir nokkrum árum síðan.

Ég hef oft verið kærulaus með getnaðarvarnir, var í sambandi í tvö ár án allra getnaðarvarna og tókum svona "ef það gerist þá gerist það" hugsun á þetta og ekkert gerðist. Varð aldrei "óvart" ólétt og ég var orðin alveg viss um að ég myndi eiga erfitt með að verða ólétt.. Þegar ég og núverandi kærasti minn vorum búin að reyna aktívt í nokkra mánuði var ég alveg sannfærð um að þetta myndi ekki ganga og við fórum til kvennsjúkdómalæknis í skoðun og hann sagði að ég væri ekki með nógu sterkt egglos og væri með nokkur einkenni PCOS og skrifaði upp á Pergo og sendi mig í blóðprufu. Þó að þetta ættu að hljóma hræðilegar fréttir þá einhvern veginn slakaði ég á.. fannst ég vera komin með plan og ákvað að hætta að reyna þangað til við gætum byrjað á Pergo.

Ég byrjaði svo bara aldrei á blæðingum eftir þetta til að byrja að taka Pergo, fékk jákvætt óléttupróf nokkrum vikum seinna og var að enda við að panta tíma í snemmsónar :) Já og ég er 32 ára ;) Það kemur að þessu einn daginn og ekki hafa áhyggjur af þessu þangað til.. njóttu bara þessa tíma í botn því það kemur að þessu fyrr en þig grunar :)

bumbuvon | 5. sep. '15, kl: 10:15:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

æjj en yndislegt að heyra! Innilega til hamingju með þetta <3

novemberbaun | 6. sep. '15, kl: 12:27:01 | Svara | Þungun | 0

Ég fór til kvennsa í febrúar 2014 vegna þess að ég hafði ekki haft blæðingar síðan í nóvember og hef alltaf verið óregluleg, hann greyndi mig með PCOS og sagði mér að ég þyrfti líklega aðstoð við að verða ófrísk. Ég fékk lyf til að starta blæðingum en þær létu ekki sjá sig, ég tók óléttupróf til að ganga úr skugga um að ég væri ólett og fékk blússandi jákvætt. Það var rúmum mánuði seinna. Ég var ss nýlega orðin ólett þegar ég fór til kvennsa. Ég á 10 mánaða barn í dag.

Langaði bara að segja þér mína sögu, reyndu að vera jákvæð, ég skil þig samt ósköp vel.

Knús :)

bumbuvon | 6. sep. '15, kl: 17:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

æjj yndislegt :) til hamingju! <3 knús!

agnes89 | 13. sep. '15, kl: 09:51:16 | Svara | Þungun | 0

haha vá mér líður svo nákvæmlega eins er akkúrat nýorðin 26 ára. Svo einhvernvegin útaf kærastinn á tvíbura með annari og það var eitthvað voða bara óvart þannig mér liður einsog ég sé meingölluð útaf ég verð ekki ólétt bara einn tveir og tíu einsog og hún. Þannig ég skil þig vel líka allir komnir á já 2 eða 3 barn sem eru á svipuðum aldri og ég. Maður fær alveg sting í hjartað þegar einhver er að tilkynna óléttu á fb.

bumbuvon | 22. sep. '15, kl: 10:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jebb haha .. samt verð ég líka svo óvenju glöð fyrir annara manna hönd því mig langar svo mikið sjálf í barn!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4858 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie