Sykurskattur

Júlí 78 | 23. jún. '19, kl: 21:53:22 | 275 | Svara | Er.is | 0

Núna á að fara að setja á sykurskatt 20% ef ég heyrði rétt. Samt breytti svona sykurskattur ekkert síðast varðandi neyslu þegar hann var settur á. Svo segir ríkið: " Fjármunina sem koma inn með þessari verðhækkun megi svo nýta til að lækka á móti verð á grænmeti og ávöxtum, jafnvel um 10 til 30%, til dæmis með því að afnema virðisaukaskatt. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum hollustuvörum óháð efnahag og auka þannig jöfnuð til heilsu."


Heldur einhver það, að grænmeti og ávextir muni lækka? Ég er ekki nógu sannfærð um það og af hverju er talað um 10-30%  Er þá ekki hægt að segja 20% eins og með sykurskattinn?


En er þetta ekki bara nýr skattur? Og hverjir munu finna fyrir þessum skatti? Er það ekki fátækasta fólkið? Hverju breytir þessi skattur til dæmis hjá þingmönnum og ráðherrum? Akkúrat engu!! Þeir eru með margföld laun á við þá fátækustu. Eru þá til dæmis laun/bætur ellilífeyrisþega og örorkuþega að hækka ? Nei, ekkert hugsað um þá. Raunar er það svo að ríkið ætlar sér ekkert til þeirra nema að það kosti ríkissjóð engan pening samkvæmt útreikningum. 


En ef það þurfti að setja svona skatt til að stýra neyslunni af hverju var þá ekki bara reynt að skattleggja þessa orkudrykki sem eru með miklu koffínmagni? Má hinn almenni borgari ekki fá sér venjulegt gos einstaka sinnum án þess að það kosti háa fúlgu? Hvers lags forræðishyggja er þetta?


Svo finnst mér þetta hálfgerð hræsni. Mikið talað þarna á þinginu um að setja nú áfengi í matvöruverslanir (eins og þeir þar hafi ekki um eitthvað annað mikilvægara að tala um). Þeir þingmenn sem það vilja finnst allt í lagi að heilsa landans versni vegna áfengisdrykkju (sem allir eru sammála um að skeður ef áfengið fer í matvörubúðir)  en ætla þeir hinir sömu þingmenn þá að vera á meðmæltir sykurskatti? Ef þeir eru sammála þessum sykurskatti, eru þeir þá ekki hræsnarar? 

 

Júlí 78 | 23. jún. '19, kl: 22:26:19 | Svara | Er.is | 0

Alveg ágætt kommentið sem einn setur þarna inn:


"Aukin skattheimta er ekki að fara að grenna fólk, fyrir utan það, á þá ekki að setja hámark á hitaeiningar sem að má éta á dag ?
Eigum við ekki bara að ganga lengra, lokum öllum búðum bara og það verða sendir matarskamtar til fólks sem að nanny state samþykkir.

Nú síðan til þess að tryggja það að fólk sé ekki að smygla einhverju eða borða einhverja vitleysu erlendis, þá auðvitað bönnum við flug til útlanda, þú mátt auðvitað ekki koma heim aftur, þú gætir hafa verið að éta eitthvað óhollt þarna úti...

Bönnum auðvitað líka alla vinnu sem að getur verið hættuleg, öll hættuleg áhugamál, bara allt sem að gæti hugsanlega skaðað þig á einhvern hátt.

Nú eða bara leyfa fólki að éta og drekka það sem að það vill.

Þetta með að "við hin borgum fyrir skussana"
Hvað ef að mánaðarlaunin mín eru á við árstekjurnar þínar ?
Má ég þá drekka kók ?
Má ég þá fá mér súkkulaði ?"Ég vil annars segja að ég drekk ekki mikið gos en fæ mér það stundum. En blöskrar alveg verðið á því á veitingahúsi, 400 kall fyrir pínulitla flösku sem á eftir að hækka með svona sykurskatti. Ég get alveg borgað það en geri það ekki neinum til geðs að borga svo mikið fyrir ekki neitt. Kemst alveg af með vatnið. En þessi forræðishyggja fer bara út í öfgar finnst mér, hættum frekar að selja þessa orkudrykki sem að ég held að börn og unglingar sækja í og ekki síður námsmenn til að halda sér vakandi. Þetta er hins vegar mjög óhollt út af þessu mikla koffínmagni sem er í þessum drykkjum.Hr85
Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 09:16:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að lesa þetta í einni grein: " Vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli rannsakaði aspartame árið 2001 og var niðurstaða nefndarinnar að daglegt neyslugildi af aspartame mætti vera 40 mg/kg/dag." En hvað ef farið er yfir þessi mörk? Þá orðið hættulegt? Sjálf forðast ég allar vörur með einhverju gervisætuefni. Alveg nóg fyrir mig að heyra orðið "gervi" Er næstum viss um að hagsmunaaðilar vilja telja okkur trú um að þetta sé eitthvað hollt eða hollara en sykurinn. Líklega er þetta allt varasamt ef það er notað of mikið af því hvort sem það er sykur eð gervisætuefni. En þegar ég sé einhverjar konur í sjónvarpinu sem tala mikið um hollustu vera að elda eða baka og nota svo einhverja dropa sem á að vera gervisætuefni í réttinn eða baksturinn þá bara skil ég ekki málið. Hef enga trú á hollustunni í þessum dropum. Myndi frekar nota smá af venjulegum sykri. 


Er annars sammála þér að það er heildarneyslan sem skiptir máli.

Sessaja | 24. jún. '19, kl: 11:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert bara svo mikill fíkill þú neitar öllu öðru:) Eg allavega hef snúið mér frá sykri að mestu t.d nammi og gos og finn maður étandi minna og grennst helling. GERVI er allavega gott eins og er hvað mig varðar.

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 11:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ég fíkill? Sagði ég ekki þetta: " Ég vil annars segja að ég drekk ekki mikið gos en fæ mér það stundum. En blöskrar alveg verðið á því á veitingahúsi, 400 kall fyrir pínulitla flösku sem á eftir að hækka með svona sykurskatti." Heldurðu að ég gæti neitað mér um gosið ef ég væri svona rosalegur fíkill. Þér að segja þá borða ég lítið nammi og ekki mikið gos en finnst gott að fá mér smá sætt með kaffinu. En það er alls ekki heill kexpakki eins og sumir fíklar myndu kannski fá sér, frekar ein lítið kex eða bara hálft.   

Sessaja | 24. jún. '19, kl: 12:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þú ert enginn Mega fíkill.. er að grínast í þér. Samt miðað við hvernig þú bregst við þessu þá gætiru verið mini fíkill.

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 12:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég viðurkenni það alveg að ég fæ mér sykur stundum (smá nammi eða smá gos eða smá kex). En reyni að borða hann í hófi. Reyni líka að forðast að kaupa mikið sælgæti ef ég kaupi svoleiðis. Frekar þá bara lítið. Held að sykur sé í lagi ef maður passar upp á magnið.

Sessaja | 24. jún. '19, kl: 12:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ofita í þjóðfélaginu og þvi fylja ýmsir kvillar sem leggst á heilbrigðiskerfið svo ætli það se ekki verið að reyna snúa þvi dæmi. En samt þetta er ekki sanngjarnt fyrir þa sem kunna sér hóf og geta tæklað sykurátið.

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 12:57:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er of mikil hækkun í fyrsta lagi eða hvað finnst þér? Bara allt í lagi? Svo skulum við fara yfir það sem veldur offitu. 


Inn á hjarta.is stendur: "HVERNIG STENDUR ÞÁ Á
ÞVÍ AÐ ÞJÓÐIN FITNAR?
Eins og fram hefur komið er þjóðin
að fitna. Fólk fitnar því aðeins að það
borði meira en það þarf. Það eru kaloríurnar sem ráða ferðinni, þrátt fyrir
full yrðingar margra vinsælla megrunarbókmennta um hið gagn stæða.
Eins og fram hefur komið getur örlítið
rask í daglegum venjum, hvort heldur
er í mataræði eða hreyfingu, haft afdrifaríkar afleiðingar þegar til lengri tíma er
litið. Tölvunotkun og aukið framboð á
sjónvarpsefni hafa gjörbreytt daglegu
lífi flestra hér á landi undanfarin ár.
Þetta, ásamt aukinni bílaeign, minnkar
orkuþörf og mörgum hefur reynst erfitt
að minnka matinn nægilega á móti.
Jafnvel þótt margir leitist við að hreyfa
sig í frístundum og sýni hófsemi í mataræði, þá hefur það einfaldlega ekki
dugað til hjá öllum þorra fólks. Þar við
bætist að æ erfiðara verður að sýna
hófsemi þegar framboð á alls kyns góðum og girnilegum mat eykst stöðugt.
Veitingahúsum, kaffihúsum og skyndibitastöðum fjölgar og fjölgar og pitsurnar eru komnar á borðið með einu
símtali.
Freistingarnar leynast víða og enginn
þarf nokkurn tíma að vera svangur."

Sessaja | 24. jún. '19, kl: 13:24:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst öll hækkun slæm nema það sé launahækkun:)

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 13:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já flestum finnst það nú ;) En oftast hefur það nú verið þannig að þeir launahæstu hafa fengið mestu hækkanir á sín laun. Þeim er líka örugglega alveg sama um þessa hækkun, breytir þá engu.

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 13:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Inn á hjarta.is segir líka:
"Maturinn. Fjölbreytt fæði án óþarfa fitu og
sykurs.
Rétti maturinn hefur þá eiginleika að við
verðum södd án þess að fjöldi kaloría
fari upp úr öllu valdi. Slíkur mat ur er án
óþarfa fitu og inniheldur lítinn sykur, en
að öðru leyti er þetta fjölbreytt fæða úr
öllum fæðu flokkum." 

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 13:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Næst kemur kannski sérstakur 20% pítsuskattur?  Fólk borðar örugglega of mikið af pítsum almennt og það getur sjálfsagt valdið offitu ásamt örðum mat sem borðað er í ófhófi.

Hr85 | 24. jún. '19, kl: 20:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Náttúrulegt eða gervi segir nákvæmlega ekkert um það hvort eitthvað sé hollt eða ekki. Það er alveg slatti af óhollu og baneitruðu sem finnst nú bara beint í náttúrunni.


Það er ekki nóg að segja bara af því bara það er gervi og ég hef slæma tilfinningu fyrir svoleiðis. Það verður að segja nákvæmlega að hvaða leiti þessi efni eru skaðleg og þá sérstaklega ef það á sérstaklega að skattleggja þau. Svo eru gerviefnin líka nokkur mismunandi og þau eru efnafræðilega mjög ólík (eiga bara það sameiginlegt að vera gervi og sæt á bragðið) svo það er ekki heldur hægt að setja þau öll undir sama hatt. 


En jú jú ég skilgreini sætuefnin ekki sem einhverja sérstaka hollustu en miðað við þau gögn sem liggja fyrir í dag þá teljast þau nú skaðminni valkostur en sykurinn. Offitufaraldurinn sem sykur á stórann þátt í er að kosta milljónir lífið en þú finnur ekki eitt einasta dauðsfall sem er hægt að rekja til aspartame. 


 

  
Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 21:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki bara af því bara..
(grein 2016)
. „Nátt­úru­lækn­inga­fé­lag Íslands hélt fyr­ir­lest­ur í vor um sætu­efni og þar komu meðal ann­ars sam­an þrír sér­fræðing­ar í pall­borðsum­ræðu og þeir voru all­ir sam­mála um að við ætt­um frek­ar að temja okk­ur hóf í sykr­in­um í stað þess að nota sætu­efni. Þetta eru gervi­efni en ekki efni sem lík­am­inn er al­veg sátt­ur við. Við ætt­um því frek­ar að fá okk­ur hnallþór­una henn­ar ömmu einu sinni, tvisvar í mánuði frek­ar en að reyna enda­laust að búa til holl­ari upp­skrift­ir með fullt af sætu­efn­um.“ Geir Gunn­ar nefn­ir dæmi um steviu sem dæmi um nýj­asta tísku­fyr­ir­bærið í heilsu­geir­an­um. „Heilsa er mikið markaðssett og það er alltaf verið að finna eitt­hvað nýtt og skemmti­legt. Þetta er stór markaður en ég held að heil­brigt og gott mataræði, það er fæðuhring­ur­inn, verði aldrei sexý eða nógu spenn­andi, en það er það sem virk­ar, að borða fjöl­breytt og reglu­lega.“"

Hr85 | 24. jún. '19, kl: 22:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er engu nær með því að lesa þennan texta sem þú settir inn. Það er ekki komið með eitt einasta dæmi um nákvæmlega hvernig þessi efni eiga að skaða heilsu þína. "Líkaminn er ekki sáttur" er ekki dæmi, bara eitthvað tal út í loftið. 

Yggdrasil91 | 27. jún. '19, kl: 14:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

https://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/10/nr/5303#fnheader

Hér er grein með tilvísanir í vísindalegar rannsóknir sem sýnir það að ávextir eru ekkert hættulegir. Þvert á móti geta þeir minnkað líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum.

Sessaja | 24. jún. '19, kl: 10:19:25 | Svara | Er.is | 0

Færir þig í sykurlausa gosdrykki og ræktar stavía bakar allt úr stavía. STAVÍA er lausnin :)

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 10:28:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú meina stevia? Þetta segja þau Gurrý og Evert, var að kíkja á þessa grein frá 2016:


"Gervisæta – „ Það er ekki hollt að nota stevia til að borða sæt­ar kök­ur sem eru ekki með sykri. Fólk sem eru syk­urfílk­ar, sem við erum flest, græðir ekki á því að borða sæta vöru. Þá er það alltaf að rifja upp þessa fíkn, það losn­ar ekki frá henni,“ seg­ir Evert. Gurrý hafði nán­ast ná­kvæm­lega sömu orð um gervisæt­una. „[Hún] keyr­ir upp blóðsyk­ur­inn og veld­ur bara ójafn­vægi. Sæt­an á bara að koma úr matn­um, til dæm­is ávöxt­um."

„Hollar vörur“ sem eru ekki hollar
 


Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 11:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er hérna grein (frá 2016) þar sem Geir Gunnar Markússson næringarfræðingur talar:  "Nýt­ur og forðast syk­ur sam­tím­is"
Þar segir meðal annars:

"Sætu­efn­in engu skárri

Umræða um syk­ur­lausa drykki, fæðu og sætu­efni verður sí­fellt meira áber­andi en Geir Gunn­ar tel­ur að sú neysla sé ekk­ert skárri kost­ur. „Nátt­úru­lækn­inga­fé­lag Íslands hélt fyr­ir­lest­ur í vor um sætu­efni og þar komu meðal ann­ars sam­an þrír sér­fræðing­ar í pall­borðsum­ræðu og þeir voru all­ir sam­mála um að við ætt­um frek­ar að temja okk­ur hóf í sykr­in­um í stað þess að nota sætu­efni. Þetta eru gervi­efni en ekki efni sem lík­am­inn er al­veg sátt­ur við. Við ætt­um því frek­ar að fá okk­ur hnallþór­una henn­ar ömmu einu sinni, tvisvar í mánuði frek­ar en að reyna enda­laust að búa til holl­ari upp­skrift­ir með fullt af sætu­efn­um.“ Geir Gunn­ar nefn­ir dæmi um steviu sem dæmi um nýj­asta tísku­fyr­ir­bærið í heilsu­geir­an­um. „Heilsa er mikið markaðssett og það er alltaf verið að finna eitt­hvað nýtt og skemmti­legt. Þetta er stór markaður en ég held að heil­brigt og gott mataræði, það er fæðuhring­ur­inn, verði aldrei sexý eða nógu spenn­andi, en það er það sem virk­ar, að borða fjöl­breytt og reglu­lega.“"

Einnig: "Að hans mati er syk­ur ekki eit­ur, en hann vill reyna að höfða til al­menn­ings með því að beita ýms­um leiðum við að minnka syk­ur­neysl­una. „En þegar við erum að borða syk­ur þá eig­um við að gera það „gour­met“, setj­umst í upp­á­halds­stól­inn okk­ar með upp­á­halds rjóma­lagaða, syk­ur­húðaða súkkulaðið okk­ar og njót­um þess. Ekki borða fulla skál og éta á okk­ur gat. Syk­ur­neysla á ekki að vera í brjálæði held­ur eig­um við að vera meðvituð um hvað við erum að gera.“

Fyrsta skrefið í átt að minni syk­ur­neyslu er ein­mitt auk­in meðvit­und meðal neyt­enda, að mati Geirs Gunn­ars. „Það er einnig þörf á auk­inni fræðslu og svo skipt­ir máli að lesa á umbúðir. Mjólk­ur­vör­ur er til dæm­is í grunn­inn mjög holl­ar, prótein- og kal­krík­ar vör­ur, en svo eru til mjólk­ur­vör­ur sem búið er að bæta allt of mikl­um sykri í, eins og skyr og jóg­úrt. Ein­falda regl­an með mjólk­ur­vör­ur er að reyna að velja þær alltaf hrein­ar og hvít­ar. Svo er hægt að sæta sjálf­ur heima með berj­um til dæm­is.“"

 

Nýtur og forðast sykur samtímis
 


Kaffinörd | 24. jún. '19, kl: 11:32:17 | Svara | Er.is | 1

VG heitir ekki VG út af engu(VG= Vinstri Galnir ??)

Yxna belja | 24. jún. '19, kl: 11:33:32 | Svara | Er.is | 0

Það er sykuskattur þar sem ég bý, reyndar töluvert lægri prósenta en 20% en gerir það að verkum að t.s. 33cl gosdós kostar c.a 5-6 krónum meira með fullu sykurinnihaldi heldur en án þess og 1/2 l flaska c.a 7-10 krónum meira. Þetta er búið að vera í ca 1-2 ár og sala á sykruðum gosdrykkjum hefur dregist umtalsvert saman. Þrátt fyrir að hækkunin sé undir 10%.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 11:35:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Býrðu í Noregi og ertu að tala um norskar krónur?

Yxna belja | 24. jún. '19, kl: 11:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei bý ekki í Noregi. Og ég umreiknaði verðmuninn yfir í íslenskar krónur.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 24. jún. '19, kl: 11:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sykurskatturinn hér er ekki prósenta heldur ákveðin upphæð pr. líter eða kg sem ræðst af sykurmagni. Munurinn á coke vs coke Zero er t.d. 7%

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 24. jún. '19, kl: 11:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Milli sömu einingar (33ml, 500 ml og svo frv)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 11:46:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ekkert verið að líta til útlanda hér hvernig hlutirnir eru gerðir. Bara að skella á 20% sykurskatti sem by the way leggst þyngst á þá fátækustu. Þykjast svo ætla að lækka verð á grænmeti/ávöxtum í staðinn og talað loðið um það, 10-30%, verður þá örugglega bara 10% ef það þá nær til kúnnans sem ég efast um.

kaldbakur | 24. jún. '19, kl: 17:27:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef breytt mataræðinu hjá mér og forðast kolvetni (sykur og sterkja t.d. úr korni, kex, brauð og viðbætttur sykur eða bara sykraðir ávextir).
Í raun er ég að borga allan hollan mat kjöt, fisk, grænmeti (blaðgænmeti aðallega) og svo fitu t.d. beikon og steiki úr smjöri eða cokosolíu.
Þetta svinvirkar og ásamt hæfilegri hreyfingu hafa 20 kg farið á fjórum mánuðum - aldrei svangur borða bara retta matinn :) 


Það sem ég hafði fallið fyrir áður voru t.d. ávaxtadrykkir allskonar með viðbættum sykri og svo mjólkurvörur með sykri. Og ekki má gleyma að ég neytti kannski óhóflega brauðs og líka kex. 


Eg gerði mér ekki ljóst hvað sykurmagnið í kexi, mjólkurvörum og ávaxtasafa er mikið. 

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 20:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota aldrei kókosolíu enda er það nýjasta að hún er óholl. Smjörið er skárra svo ég nota það frekar ef ég steiki eitthvað.


"Bandarísku hjartaverndarsamtökin (AHA) segja að kókosolía sé jafnóholl og nautafita eða smjör. Olían hefur verið seld sem heilsufæði, meðal annars með þeim rökum að fitan í henni sé á einhvern hátt betri en önnur mettuð fita.

Í frétt  breska ríkisútvarpsins BBC  kemur fram að AHA hafi uppfært ráðleggingar sínar og segi nú að engar haldbærar rannsóknir styðji þær fullyrðingar að kókoshnetuolía sé hollari en aðrar fitur.

Samtökin mæla með því að fólk takmarki neyslu sína á mettarði fitu, hvort sem hún sé í formi kókosolíu eða annars konar fitu.

Svokölluð mettuð fita er talin versti skaðvaldurinn í feitum mat. Hún getur hækkað kólestról í blóði og þannig myndað blóðtappa og aukið hættuna á hjartasjúkdómum.

AHA segja að 82% fitunnar í kókosolíu sé mettuð. Til samanburðar er 63% fitunnar í smjöri mettuð, 50% í nautafitu og 39% í svínafitu. Engar góðar rannsóknir styðji fullyrðingar sumra heilsufræðinga að samsetning fitutegunda í kókosolíu geri hana hollari." 

 
kaldbakur | 24. jún. '19, kl: 17:40:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér eru ágætarráðleggingar um neyslu á minna kolvetni.
LCHF - Það sem þú átt helst að borða, og svo er lengri og ítarlegrilisti  hér neðar á ensku:

 • Kjöt: Allar tegundir. Nautakjöt, svínakjöt, kjúklingur, lambakjöt . Kjötfita er í lagi svo og húðin á kjúklingnum.
 • Fiskur og skelfiskur: Allar tegundir. Mælt er með fituríkum fiski eins og laxi, makríl og síld. Forðastu rasp.
 • Egg: Alls konar. Soðin, spæld og eggjakaka - allt í fínu lagi.
 • Nátturuleg fita, feitar sósur: Mælt er með því að smjör og rjómi séu notuð við matargerð. Béarnaise, Hollandaise og fleiri sósur eru í góðu lagi. Kókosolía, ólífuolía.
 • Ofanjarðar grænmeti:Kál, blómkál, spergilkál, Brusselkál. Aspas, kúrbítur, eggaldin, ólífur, spínat, sveppir, agúrka, sallatblöð, lárpera, laukur, paprika, tómatar og fleira.
 • Mjólkurvörur: Hafðu þær fituríkar. Smjör, rjómi, sýrður rjómi, feitir ostar. Varastu mjólk og undanrennu, hvort tveggja er kolvetnaríkt. Forðastu bragðbættar og sykraðr mjólkurvörur
 • Hnetur: Borðaðu gjarnan hnetur, t.d. í stað sælgætis. Gættu þó hófs.
 • Ber: Fáðu gjarnan þau kolvetni sem þú vilt leyfa þér að borða úr berjum, t.d bláberjum og jarðarberjum. Þeyttur rjómi með er í lagi!

  
Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 21:00:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér heyrðist nú á lækni einum eitt sinn á fyrirlestri á líkamsræktarstöð að hann mælir ekki með lágkolvetnafæðinu til langframa en getur verið gott í frekar stuttan tíma fyrir þá sem þurfa að létta sig.
Ef ég hef viljað létta mig um einhver kíló þá hef ég ekki farið í neina kúra heldur bara reynt að takmarka hitaeiningafjöldann við þann hitaeiningafjölda sem er almennt passlegt fyrir konur. Og fengið mér meira að segja kex með kaffinu en samt getað létt mig en þá bara eitt kex yfir daginn. Þá þarf jafnvel að vigta matinn svo að hitaeiningarnar séu ekki of margar. Já og 
líka fengið mér gos! En maður þarf auðvitað að vera voðalega skipulagður þegar maður telur hitaeiningar og ekki þýðir þá að borða mikið kannski um helgar heldur þarf hitaeininga-prógrammið hjá manni að vera í jafnvægi. Ekki of margar hitaeiningar en best að velja sér samt sem hollasta fæðið. Þegar fólk er komið með hitt og þetta á bannlista þá held ég að það sé leið til að gefast upp á því sem maður er sjálfur búin að temja sér í mataræðinu. Þetta hentar kannski ekki öllum eins og þeim sem eru miklir sykurfíklar því hjá sumum þýðir það að fá sér eina kexköku að þá kemur þörf fyrir að borða allan pakkann eða bara detta í sykurinn eins og kallað er.

kaldbakur | 24. jún. '19, kl: 18:17:09 | Svara | Er.is | 0

Ef  "sykurskattur"  nær að koma fólki í skilning um hvað mikil viðbættur sykur er í mörum vöruflokkum sem fólk heldur að sé hollusta þá er ég meðmæltur sykurskatti.  
https://www.youtube.com/watch?v=HWI1TljBsaw


kaldbakur | 24. jún. '19, kl: 18:43:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sykur fer í blóðið og er mælanlegur og er hættulegur ef yfir mörkum.
Sykur er gríðarlegur orkugjafi fyrir líkamann og er hluti af kolvetnum. 

Tveir bananar eru t.d. með meiri sykur en tvö Hersheys  Súkkulaði. 
Á að skattleggja sykurmagn í ávöxtum ? 
 

  
Hár blóðsykur og áhrifin á líkamann - Hjartalif.is
 
Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 21:39:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bananar eru örugglega hollari heldur en eitthvað súkkulaði. En það er fróðlegt fyrir fólk að sjá þessa töflu hér. Sykur í svo mörgu, ekki bara gosi og sælgæti.
http://www.sykurmagn.is/#/portfolio


kaldbakur | 24. jún. '19, kl: 22:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumt súkkulaði er víst ekki svo slæmt.
En sykur er óhollur allavegana í miklu magni. Það virðist ekkert betra að borða sykur úr ýmsum ávöxtum en að éta uppúr sykurkari. 

Júlí 78 | 25. jún. '19, kl: 08:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski ekki gott að vera að háma í sig banana en bananar eru samt hollir og mælt með að hann sé borðaður daglega. 
Inn á heilsutorg.is: 1. Bananar eru góðir þegar kemur að þunglyndi því þeir innihalda efni sem heitir tryptophan sem breytist svo í serotónín – hamingju efnið sem gerir okkur glöð.
 2. Borðaðu tvo banana áður en þú ferð á erfiða æfingu, þannig pakkar þú orku í líkamann og kemur jafnvægi á blóðsykurinn.
 3. Hann ver okkur gegn vöðvakrömpum á meðan á æfingum stendur og þú ættir að losna við krampa í leggjum ef þú færð þér banana áður en þú ferð að sofa.
 4. Hann spornar gegn tapi á kalki þegar þú pissar og byggir upp sterk bein. Fáðu þér banana.
 5. Banani lagar skapið og dregur úr fyrirtíðarspennu.
 6. Banani dregur úr bólgum og ver þig gegn sykursýki II, hann styður þyngdartap og styrkir taugakerfið. Hann eykur hvítu blóðkornin því hann er ríkur af B-6 vítamíni.
 7. Hann styrkir blóðið og dregur úr blóðleysi því hann er ríkur af járni.
 8. Ríkur af kalíum og lágur í salti þá er bananinn góður til aðstoðar við að lækka of háan blóðþrýsting og einnig getur hann varið þig gegn hjartaáfalli og heilablóðfalli.

Að borða banana er gott fyrir meltinguna

 1. Ríkur af pectin þá er bananinn afar góður fyrir meltinguna.
 2. Bananinn örvar vöxt á góðum bakteríum í þörmum. Þeir framleiða líka ensími sem aðstoða líkamann við að nýta sér þau næringarefni sem við borðum.
 3. Hægðartregða? Eins ríkur og bananinn er af trefjum þá ætti hann að geta hjálpað þér með þetta vandamál
 4. Ertu með niðurgang? Bananinn virkar róandi á meltingarveginn og bætir upp þau næringarefni sem þú tapaðir á meðan þú varst slæm/ur í maganum.
 5. Bananar eru góðir við brjóstsviða.
 6. Bananinn er eini hrái ávöxturinn sem neyta má án þess að espa upp magasár, hann nefnilega fóðrar magann og ver hann gegn þeim sýrum er valda magasárinu.

Hvað gerir bananinn meira ? 1. Að borða banana getur minnkað líkur á krabbameini í nýrum, hann ver þig einnig gegn ýmsum augnsjúkdómum og byggir upp sterk bein með því að hjálpa líkamanum að nýta kalkið sem þú færð úr fæðunni sem þú borðar.
 2. Bananinn eykur á gáfurnar og þú átt auðveldara með að læra, því hann er orkugjafi. Að borða banana fyrir próf er mjög gott vegna þess hversu ríkur hann er af kalíum.
 3. Ríkur af andoxunarefnum þá getur bananinn minnkað líkur á krónískum sjúkdómum.
 4. Að borða banana á milli mála kemur reglu á blóðsykurinn og getur einnig dregið úr morgunógleði.
 5. Nuddaðu pöddubit eða útbrot með innrabyrði hýðisins til að draga úr kláða og pirringi í húðinni.
 6. Stjórnaðu blóðsykrinum og komdu í veg fyrir að vera að narta á milli mála með því að fá þér einfaldlega banana.
 7. Að borða banana getur lækkað líkamshitann og kælt þig niður ef þú ert með hita eða ert úti í sólinni og það er mjög heitt.
 8. Hið náttúrulega efni Tryptophan sem eykur á gleðina dregur úr sjúkdómum sem geta herjað á þig á milli árstíða, má þar nefna þunglyndi á dimmum og köldum vetrum.
 9. Ertu að hætta að reykja? Í banana er mikið af B-vítamínum, kalíum og magnesíum, en þetta hjálpar þér og dregur úr löngun í sígarettuna.
 10. Fjarlægðu vörtu með því að skella innrabyrði hýðis á vörtuna og láta bíða í nokkrar mínútur.
 11. Nuddaðu innrabyrði hýðis á leðurskóna, töskuna og annað til að fá fallegan glans.

kaldbakur | 25. jún. '19, kl: 19:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé margt rangt í þessu sem heilsutorg.is er aö segja um Banana. 
Hvað er Heilsutorg.is ? Er þetta ekki bara einhver auglýsingasíða ? 
Ég held að  þetta sé rangt hjá þeim:
 "Borðaðu tvo banana áður en þú ferð á erfiða æfingu, þannig pakkar þú orku í líkamann og kemur jafnvægi á blóðsykurinn."  og þetta líka: "Að borða banana á milli mála kemur reglu á blóðsykurinn og getur einnig dregið úr morgunógleð"

Júlí 78 | 25. jún. '19, kl: 22:48:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður að spyrja læknirinn hver hefur rétt fyrir sér, þú eða heilsutorg.is ;)  Ég á reyndar erfitt með að trúa að það hafi einhver áhrif á vörtur að skella innra byrði hýðis af banana á vörtu og bíða í nokkrar mínútur. Þú mátt spyrja hann um það í leiðinni ;) 

kaldbakur | 25. jún. '19, kl: 19:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér eru upplýsingar um hvað banani inniheldur mikinn sykur  bara eitt stykki banani  er með 14 grömm af sykri.
´Eg veit að þú er klár og gáfuð kona - vigtaðu 14 grömm af sykri og settu í box við hliðina á banana og settu mynd hér á síðuna. 

"93% of the calories in bananas come from carbs. These carbs are in the form of sugar, starch and fiber (3).

A single medium-sized banana contains 14 grams of sugar and 6 grams of starch (3)."

Sykur er í raun og veru mjög alvarlegt vandamál Sykurneysla fer beint í blóðið sem "glukosi"  og þaðan í vefina og vefir líkamans geta ekki tekið endalaust við sykri sem insulin flytur þeim og útúr flæðir og það myndast líkamsfita og iðrarfita. Kolesterol hækkar og bl+o'þr+ysingur eykst og sykursýki2 getur verið það næsta. Ofþyng eykst og líkaminn verður allur úr lagi. 

Það skiptir í raun mjög litlu máli hvort sykurinn, kemur beint úr sykurkari eða Kolvetnum "Carb". 


kaldbakur | 25. jún. '19, kl: 20:12:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að einn meðalstór banani sé með ca. helmings sykurmagn á við litla dós af Coke.
Hér er myndband sem sýnir hvað er i orginal Coke:
https://www.youtube.com/watch?v=FZqbxhI6eBU


kaldbakur | 25. jún. '19, kl: 21:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amerikanar eru feitasta þjóð í heimi. Íslendingar eru að klifra up skalann við erum sennilega orðnir nr. 10 af feitustu þjóðum heims. 
Akerikanar eru með ráðleggingar um mataræði sem engan vegin standast skoðun. 
Ég held að það séu að verða miklar breytingar á ráðleggingum "heilsustofnana" um mataræði.
Fita var algjört eitur og átti að valda hjartasjúkdómum og aukinni fitu hjá fólki. 
Góð fita frá landbúnaði t.d. rjómi og smjör af dýrum sem eru í vistvænu umhverfi hefur sannað að er góð heilsu manna.
Aftur á móti eru allskonar "kolvetni" (Carbs) mjög hættuleg vegna mikils sykurs og er þar helst kornmeti, brauð og annað unnið úr korni verst. 
Búfé sem er alið á korni í stað grass verður feitt og lítur út eins og væri á sterum Kornmatur fyrir búfé eykur kjöt og þyngd og verður meiri framleiðni en búfé sem gengur frjálst og étur gras er heilbrigðara. 
Þetta er í raun líkt og fyrir okkur mennina ef við étum kornmeti og kolvetni sem eru með miklu sykurmagni erum við í slæmum málum. 
Fita sem er neytt af t.d. svínakjöti er góð fyrir okkur ásamt próteini t.d. úr fiski og kjöti ásamt góðum kolvetnum eins og grænmeti sem vex eins og gras ofanjarðar.  Júlí 78 | 25. jún. '19, kl: 23:04:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyri þetta frá svo mörgum að kornmeti eða brauð sé eitthvað varasamt, jú kannski í óhófi eins og með allan mat en það er mælt með heilkornabrauði. Mér finnst best að taka mark á því sem Landlæknir segir og það eru mjög góðar glærur um mataræði inn á vefnum hjá honum. Þar segir til dæmis:
hollráð um heilkorn og trefjar..

• Velja brauð eða aðrar matvörur úr heilkorni
að minnsta kosti tvisvar á dag.
• Nota heilkorn í bakstur og grauta, t.d. rúg,
bygg, heilhveiti, grófmalað spelt eða hafra.
• Nota bygg, hýðishrísgrjón og heilkornapasta
sem meðlæti í stað fínunninna vara.
• Velja kornvörur sem eru merktar
með Skráargatinu. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/R%C3%A1%C3%B0leggingar%20um%20matar%C3%A6%C3%B0i_2017_LR.pdf

Júlí 78 | 25. jún. '19, kl: 08:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og inn á visindavefur.is : 
Hversu hollir eru bananar?
Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki.

Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum fá nánar tilteknar meltingartruflanir. Bananar koma upphaflega frá SA-Asíu og Ástralíu en nú er hægt að rækta þá í næstum hvaða hitabeltisumhverfi sem er.

Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum fá nánar tilteknar meltingartruflanir. Bananar koma upphaflega frá SA-Asíu og Ástralíu en nú er hægt að rækta þá í næstum hvaða hitabeltisumhverfi sem er.

Næringargildi í 100 g Orka 90 kcal Prótein 1,2 g Fita 0,3 g Kólesteról 0 g Kolvetni 20,2 g Trefjar 1,8 g

Júlí 78 | 24. jún. '19, kl: 21:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það stóð þetta í fréttinni: " Því er það sagt forgangsmál í aðgerðaáætluninni að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gos- og svaladrykkjum og sælgæti um a.m.k. 20% prósent" En hvergi minnst á sykruðu mjólkurvörurnar eða sykraða morgunkornið eða bara allar hinar vörurnar sem eru með falda sykrininum í. 


Þetta segja annars atvinnurekendur:

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda gagn­rýn­ir áform um nýj­an syk­ur­skatt og fleiri breyt­ing­ar á skatt­lagn­ingu mat­væla og seg­ir þær munu flækja skatt­kerfið á ný með til­heyr­andi óhagræði og umstangi fyr­ir fyr­ir­tæki og hættu á und­an­skot­um frá skatti.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Fé­lags at­vinnu­rek­enda, en þar bend­ir Ólaf­ur á að und­an­far­in ár hafi náðst veru­leg­ur ár­ang­ur í ein­föld­un kerf­is neyslu­skatta. „Að mati FA ætti að stefna að einu, lágu virðis­auka­skattsþrepi fyr­ir all­ar vör­ur og þjón­ustu,“ seg­ir í frétt­inni.

Einnig: "

Af hverju eru ekki lág­ir skatt­ar á hlaupa­skóm?

Ólaf­ur seg­ir ým­is­legt já­kvætt í aðgerðaáætl­un­inni en að syk­ur­skatt­ur geti tal­ist for­sjár­hyggja. „ Það er bara svo óskap­lega erfitt þegar stjórn­völd eru far­in að ákveða fyr­ir okk­ur hvað er hollt og hvað er óhollt og breyta verðinu á hlut­um til að stýra neysl­unni. Hvar end­ar það? Ef við ætl­um að leggja á skatta eft­ir þessu, af hverju eru þá ekki háir skatt­ar á sjón­vörp­um? Af hverju eru ekki lág­ir skatt­ar á hlaupa­skóm og reiðhjól­um, og svo fram­veg­is? Þetta er rök­semda­færsla sem end­ar bara strax úti í skurði.“

Þá bend­ir Ólaf­ur á að sam­kvæmt rann­sókn á áhrif­um syk­ur­skatts­ins sem lagður var á árin 2014 til 2015 hafi hann eng­in áhrif haft nema aukn­ar tekj­ur í rík­is­sjóð, auk þess sem hann seg­ir reynslu af syk­ur­skatti í öðrum ríkj­um mis­vís­andi."

 

Sykurskattur sé forsjárhyggja
 


Júlí 78 | 26. jún. '19, kl: 12:03:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að lesa í þessari frétt:

"Verið að skattleggja almenning

Brynjar (Níelsson) segist hafa heyrt í mörgum innan síns flokks. „Ég held ég geti alveg fullyrt að þetta fari aldrei í gegnum þingflokkinn. Þetta er náttúrlega bara skattur á almenning. Ég er ekki fyrir að hringla í þessu vaskkerfið öllu saman, nóg er hringlið samt. Best að eitt gildi yfir allt. Það er það besta. Við tökum túrtappa og dömubindi út, alltaf verið ð gera einhverjar undantekningar og það flækir þetta og gerir þyngra.“

Reyndar er það ekki svo að andstöðu við fyrirhugaðan sykurskatt sé eingöngu að finna meðal prinsippmanna í Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, ritaði harðorðan pistil á heimasíðu sína þar sem hann fordæmir þessar hugmyndir fortakslaust.

„Það er ljóst að hugmyndir að stórauknum sykurskatti uppá allt að 20 til 30 prósent rúmast alls ekki innan þess loforðs sem ríkisstjórnin gaf verkalýðshreyfingunni samhliða gerð lífkjarasamningsins,“ segir Vilhjálmur meðal annars. Og bætir við: „Ég hins vegar geri mér alveg grein fyrir að það er lýðheilsumál að taka á aukinni sykurneyslu en ég tel það ekki vænlegt til árangurs að gera það á forræðishyggjunni einni saman.“"  


kaldbakur | 26. jún. '19, kl: 17:43:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er sammála Brynjari það á bara að vera einn VSK skattur og ein prósenta yfir allt ekkert að vera að breyta þessu sífellt.
Svo get ég líka verið sammála um að þessi "sykurskattur" breyti ekki miklu varðandi neyslu fólks á sykr og þá helst vi'ðbættum sykri í ýmsum matvælum t.d. mjólkurvörum. En það þarf að verða viðhorfsbreyting og við sem þjóð þurfum að taka okkur tak vegna ofþyngdar. Hræöilegt að sjá margt ungt fólk kjagast áfram og lappirnar að gefa sig. Þetta fólk verður öryrkjar á besta aldri vegna offitu. Þarna þurfa að koma upplýsingar um skaðsemi sykurs í allskonar matvælum líka bara í vinsælum ávöxtum. 

T.M.O | 26. jún. '19, kl: 18:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

24,5% vsk á mat?

kaldbakur | 26. jún. '19, kl: 18:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei ég vil hafa eina skattprósentu og færri undanþágur - lægri skatt og prósentu.
Kannski mætti hafa eingöngu eina undanþágu en ekki mismunandi skattþrep og líka undanþágur.
Skatturinn yrði lægri en nauðsynleg matvæli almennings kannski undanþegin skatti. 

King Lýðheilsustofa | 24. jún. '19, kl: 19:00:06 | Svara | Er.is | 0

Of mikið af fitubollum á Íslandi. Eitthvað verður að gera. Ef fólki finnst þetta vond leið þá á það að koma með eitthvað annað. Það þarf að gera eitthvað. Við getum ekki beðið með þetta.

Júlí 78 | 25. jún. '19, kl: 11:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Of mikill sykur er ekki bara sökudólgurinn á offitu heldur líka bara ofát yfirleitt á orkuríkri fæðu. Svo ef fólk hreyfir sig ekki nóg þá þarf það minna að borða. Það er margt sem spilar inní þannig að fólk fitni. Ég get alveg fengið mér nammi og gos og létt mig um leið en verð þá að passa upp á magnið. Heila málið er heildarneyslan yfir daginn. Ef þú færð of margar hitaeiningar á hverjum degi þá fitnarðu. Það verður hver og einn að passa sig á að verða ekki að offitusjúkling. Þó það komi 20% sykurskattur á gos og sælgæti þá geturðu samt auðveldlega fitnað jafnvel þó þú snertir það ekkert. 

King Lýðheilsustofa | 26. jún. '19, kl: 22:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svosem alveg sammála þér að þessi leið mun líklega skila litlum sem engum árangri. Sérstaklega ef þetta er bara 20% skattur. En það sem ég var að segja er að fólk verður að koma með aðrar hugmyndir þá. Eins og staðan er núna er alltof mikið af feitu fólki hérna og þetta fólk mun eldast og fara af vinnumarkaði fyrr og leggjast á velferðakerfið.

kaldbakur | 26. jún. '19, kl: 21:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri kannski áhrifaríkt ef  fargjald í str´tisvagna og fluferðir tæki mið af líkamsþyngd viðkomandi. 
Væri bara réttlátt að fólk viktaði sig með farangri sínum og borgaði yfirvikt þar sem líkamsþyngd og farangur væri viktaður saman. 
Eins gæti verið eðlilegt að þyngra fólk greiddi þungaskatt rétt eins og þannig gjald er tekið af bílum.

King Lýðheilsustofa | 26. jún. '19, kl: 21:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem ég er sammála þér er að þetta á að bitna á þessu of feita fólki. Allir munu þurfa að borga þennan sykurskatt. Það er ekki mér að kenna að aðrir séu feitir.

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 07:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Núna ertu farinn að hljóma eins og King Lýðheilsustofa kaldbakur! Allir á vigtina áður en þið farið inn í strætisvagninn heyrist í bílstjóranum þegar hann byrjar vaktina sína! Og þegar fólk ætlar í flug og er að tékka sig inn með töskurnar þá segir stúlkan (sem auðvitað er í kjörþyngd). Vildurðu gjöra svo vel að stíga á vigtina? Feiti maðurinn gerir það. Þá heyrist í þeim sem tékkar inn: Því miður þá verðurðu að borga aukagjald því þú ert yfir þyngarmörkum. Nei, ég er ekkert yfir þyngdarmörkum, er bara svona þéttur segir kúnninn...Jú, vigtin segir hér 175 kíló en hámarkið er 90 kíló segir stúlkan hátt og snjallt. Feiti maðurinn þrætir ennþá við konuna, mótmælir þessu óréttlæti. Hvers lags jafnrétti sé hjá þessu flugfélagi eða réttara sagt ójafnrétti og tefur afgreiðsluna... Neyðist svo á endanum að borga skammar-gjaldið og flestir í flugvélinni vita hvað hann er þungur. Dásamlegt! Eða þannig...

kaldbakur | 27. jún. '19, kl: 11:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú vigtar þig bara með faranfri í flug og borgar aukalega ef of þungur.  Ætti auðvitað að gilda það sama í almenningsvagna þungir greiði hærra gjald og ætti auðvitað að bæta við kolefnisjöfnunar- og tafaskatti. 

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 21:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist það það væri grín ef fólk væri látið vigta sig fyrir flug og fyrir ferðir í strætó. Það kæmi pottþétt í áramótaskaupinu ;)  Það er kannski vilji hjá sumum að útiloka þá sem eru í ofþyngd í flugvélum og strætó já og sundlaugum eins og King lýðheilsustofa talar um? Hvað næst, á kannski líka að útiloka fatlaða frá flugvélum, strætó og sundlaugum, a.m.k. þeir sem eru í hjólastólum taka nú mikið pláss...

kaldbakur | 29. jún. '19, kl: 15:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei þetta virkar ekkert svona þú og farangurinn fer bara á vigtina og þú færð kvittun rétt eins og værir að versla í Bónus 
Þú og farangurinn eruð bara á gólfinu .. ekkert vesen. :)

kaldbakur | 26. jún. '19, kl: 21:12:02 | Svara | Er.is | 0

Kannski miklu áhrifaríkara að rukka þá sem eru í yfirþyng um þungaskatt. Þetta fólk sem er í yfirþingd verður komið á algjöra framfærslu ríkisins eftir nokkur ár ef gera ekkert í sínum málum.  Bara eðlilegt að skattleggja það strax. 

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 07:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þið (King Lýheilsustofa og kaldbakur) tala þannig eins og að sykur einn og sér valdi ofþyngd hjá fólk. Það er það alls ekki, miklu frekar ofát og kannski hreyfingarleysi. Held að fólk ætti frekar að velta því fyrir sér hvað veldur ofáti. Ég held að í mörgum tilfellum sé það út af því að fólk hefur lent í erfiðum lífsreynslum og borði þá ósjálfrátt meira en æskilegt. Auðvitað alls ekki svo í öllum tilfellum, getur verið matarfíkn og ef til vill sykurfíkn líka. Þá væri nær að niðurgreiða þann kostnað sem það kostar fyrir fólk að fara til sálfræðinga og eða til dæmis í meðferð hjá matarfikn.is eða meðferðir á líkamsræktarstövar. Lausnin er ekki svona forræðishyggja eins og það að koma á sykurskatti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir inn á visir.is í dag:  „Þessi mismunun á
vörutegundum er mjög sérstök. Á
meðan eitt fyrirtæki uppi á Höfða
sem framleiðir gosdrykki er skattlagt í botn þá er annað fyrirtæki
í 100 metra fjarlægð, stór aðili í
sykurinnflutningi, sem sleppur
alveg við þetta, það er Mjólkursamsalan,“


Einnig segir hún:  „Við í Viðreisn viljum miklu
frekar nálgast þetta út frá merkingum og upplýsingum sem stuðli að
aukinni neytendavitund. Þannig að
þegar neytendur fá sér súkkulaðiköku þá standi það skýrum stöfum
hvað hún inniheldur margar hitaeiningar.“
Hún segir vitundarvakningu í
heiminum í dag sem hafi leitt til
minnkandi sykurneyslu. „Frjálsræði fylgir ekki ósómi. Það á að
nálgast þetta með upplýsingum."

kaldbakur | 27. jún. '19, kl: 11:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað þarf að koma í veg fyrir að matvæli eru sykruð eins og gert er í dag t.d. við mjólkurvörur. Fólk er að kaupa skyr, jógurt og ávaxtadrykki allskonar og heldur að það sé að kaupa hollustuvörur en þetta er nánast eins og eitur. Sykurinn er sökudólgurinn. Við mikla sykurneyslu eykst insulinmagn í líkamanum sem er hormon sem færir sykurinn inní vef líkamans sem fitu. Insulinið heimtar síðan meiri sykur gerir þig að sykurfíkli. Ef þú breytir mataræðinu með því að borða minna kolvetni (sykur og sterkju úr kornmeti aðallega) þá fer líkaminn að vinna orkuna öðruvísi nær í orkuna úr fitu líkamans. Fæðan þarf að vera samsett úr kolvetnum ca 10-20%, próteini ca 50-60% og fita ca 30%  (smjör, ostur, kjötfita eða fiskfita). 
Þá minnkar insulinmagn og sykur í blóðinu, kolesterol og önnur hættuleg efni. Jafnvægi kemst á og þú verður ekki svangur. 
Ráðlaður skammtur af efnum frá lýðheilsustofnunum er rangur þeir hvetja fólk til að borða óhollan mat t.d. ávexti með of miklum sykri.
Mjólkurvörur eru ekkert mjög hollar en dýrafitur eru góðar. Þetta er t.d. þvert á það sem heilbrigðiskerfið auglýsir vegna hjartasjúkdóma .eir vara við dýrafitu en hún er einmitt mjög holl því hún er betri orka en sykur. 

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 21:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir: "Ráðlaður skammtur af efnum frá lýðheilsustofnunum  er rangur þeir hvetja fólk til að borða óhollan mat t.d. ávexti með of miklum sykri. " Síðan hvenær voru ávextir óhollir? Kannski ekki hollt af borða allt of mikið af þeim frekar en annan mat. Ertu að tala um Landlæknir? Mér finnst mjög furðulegt að draga í efa það sem stendur þar inni.  Hver ætti ekki að ráðleggja okkur ef það er ekki læknar já og næringarfræðingar með mataræðið?   Þetta er svona svipað og ef ég héldi að ég vissi betur um sjúkdóma en einhver læknir!

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 21:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyrði lækni vara við því að vera á lágkolvetnafæðinu til langframa einmitt út af allri þessari dýrafitu ef ég man rétt, en átti að vera í lagi í stuttan tíma fyrir þá sem vilja létta sig. Ertu að segja að þeir sem voru á þessum fyrirlestri hjá lækninum (á líkamsræktarstöð) áttu ekki að taka mark á lækninum? Veist þú betur en læknirinn?

kaldbakur | 27. jún. '19, kl: 12:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sykur
 Hvað er þetta við sykur sem fær okkur bara nánast til að gleyma öllum plönum,
markmiðum, alvöru löngunum fyrir þessa svakalegu skyndilöngun sem meikar svo
engan sens í við hliðina á alvöru löngunum þínum?
Er sykur ekki bara fíkniefni?
Hver getur ekki átt epli og spergilkál án þess að borða það en ef
sykur dettur inn fyrir hússins dyr er hann bara sama sem étinn.
Orðið sykur hefur tvær merkingar. Það getur valdið miklum misskilning.
Einföld kolvetni sem finnast náttúruleg í korni, grænmeti, ávöxtum og baunum. Þau
ganga undir nöfnum, eins og laktósi, maltósi og frúktósi.
Þetta eru náttúruleg kolvetni sem breytast við efnaskiptingu og veita líkamanum
mikið af næringarefnum.
Hvítur sykur kemur úr sykurreyr og fer í gegnum mikla efnafræðilega breytingu þar
sem sykurinn er bókstaflega sviptur öllum næringarefnum. Þessi tegund af sykri
breytist ekki auðveldlega við efnaskipti þar sem hann inniheldur engin næringarefni.
Hvíti sykurinn er því fullkomin andstæða næringarefnis.
Sykur í þessu formi, eins og við þekkjum hann, hefur verið til síðan 1689.
Iðnaðurinn er alls ekki vinur okkar þegar kemur að sykri. Passaði þig á því að þó varan
geti verið merkt sykurlaus getur hún innihaldið eitthvað af eftirfarandi sem er einmitt
bara sykur líka.
22
Ótal nöfn sykurs:

• Barley malt
• Beet sugar
• Brown sugar
• Bettered syrup
• Cane-juice
crystals
• Case sugar
• Caramel
• Carob sugar
• Corn syrup
• Cons syrup solids
• Date sugar
• Dextran Dextrose
• Diastase
• Diastatic malt
• Ethyl maltol
• Fructose
• Fruit juice
• Fruit juice
concentrate
• Glucose
• Glucose solids
• Golden sugar
• Golden syrup
• Grape sugar
• High-fructose
corn syrup
• Syrup
• Honey
• Invert sugar
• Lactose
• Malt syrup
• Maltodextrin
maltose
• Mannitol
• Molasses
• Raw sugar
• Refiner´s syrup
• Sorbitol
• Sogrum syrup
• Sucrose
• Sugar
• Turbinado sugar
• Xylitol
• Yellow sugar
• Sykur
• Sterkja
• Sykraðir ávextir
• Maíssterkja
• Hveitisíróp
• Síróp
Þessi listi er ekki tæmandi.
23
Hvað gerist í líkamanum þegar við innbirgðum sykur?
Hann brotnar niður samstundis og dælist út í blóðrásina
Brisið framleiðir insúlín til að jafna blóðsykurinn
Blóðsykurinn fellur
Sykurinn hverfur úr blóðrásinni til frumanna og afgangurinn er geymdur sem fita
Hefur sykur heilsuspillandi áhrif?
Skammtíma áhrif:
Meiri óstjórnleg löngun
Auka sykur bætist við fitubirgðirnar
Hamlar framleiðslu hormónsins glucagon sem er lykilhormónið í fitugeymslu
Hindrar frásog kalsíums og magnesíums
Dregur alla orku frá þér og þér fer að líða eins og þú sért þreyttari og þunglyndari –
en eykur seratónínum í líkamanum tímabundið
24
Langtíma áhrif:
Til viðbótar við það að rugla hormónakerfi líkamans getur umfram sykur valdið
afdrifaríkum afleiðingum:
Sykur getur bælt niður ónæmiskerfið
Sykur hefur áhrif á frásog kalsíums og magnesíums
Sykur getur veikt sjón okkar
Sykur getur valdið áunninni sykursýki
Sykur getur raskað adrenalínjafnvægi í börnum mjög snögglega
Sykur leiðir til offitu
Sykur getur valdið liðagigt
Sykur getur leitt til beinþynningar
Sykur getur hækkað kólesteról
Sykur getur valdið bæði krabbameini í blöðruhálskirtli sem og í eggjastokkum
Sykur getur valdið hjarta- og æðasjúkdómum
Sykur breytir uppbyggingu kollagens og hefur þau áhrif að húð okkar eldist mun
hraðar
Sykur getur ruglað vökvakerfi líkamans
Sykur getur valdið höfuðverk, þar á meðal mígreni
Sykur getur valdið þunglyndi
Sykur getur ýtt undir Alzheimers-sjúkdóminn

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 21:45:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sagðirðu ekki að ávextir væru óhollir? En ég var að lesa þetta í þessari grein sem þú settir inn: " Ávext­ir inni­halda mikið af ein­föld­um sykr­um. En hvers vegna er okk­ur þá ráðlagt að borða ávexti ef ein­fald­ar sykr­ur eru svona óholl­ar?

Vegna þess að ávext­ir inni­halda hlut­falls­lega fáar hita­ein­ing­ar og því eru litl­ar lík­ur á að syk­ur­inn umbreyt­ist í fitu. Að auki eru marg­ir ávext­ir rík­ir af trefj­um sem dreg­ur úr hraða melt­ing­ar ávaxt­anna og hæg­ir þannig á hraða syk­urs­ins inn í blóðið."

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 21:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki hér að segja að það sé svo frábært að nota sykur, hef bara talað um að smá sykur sé í lagi. En auðvitað væri best að vera alveg laus við hann en held að engum takist það, hann er falinn víða í matnum sem fólk kaupir inn. En jákvætt að lesa utan á umbúðirnar utan um matinn, sósuna eða það sem fólk kaupir og spá í hversu mikill sykur er skráður þar eða hvort það sé sykur í vörunni.

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 08:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En í sumum tilfellum stafar ofþyngd ekki út af neinum sérstökum vandamálum heldur frekar því að fólk er ekki nógu skipulagt í sínu mataræði! Ef það á að reyna að takmarka mat hjá fólki og sykur þá þarf það að vilja það sjálft. Það er sagt að ekki sé hægt að koma alkahólista í meðferð nema að hann vilji það sjálfur. Sama á við þá manneskju sem er í ofþyngd. Hún/hann þarf að vilja það sjálf/ur að léttast. Það er hvati til að fara til sálfræðings, í meðferð hjá matarfikn.is eða fara á líkamsræktarstöð ef svona þjónusta er niðurgreidd. Þetta allt getur hjálpað fólki sem er í ofþyngd. 

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 08:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eða niðurgreiðsla á viðtölum hjá næringarfræðingi kæmi líka fólki vel.

T.M.O | 27. jún. '19, kl: 11:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segðu mér, heldur þú að næringarfræðingur gæti sagt þér eitthvað sem þú veist ekki nú þegar?

Júlí 78 | 27. jún. '19, kl: 21:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hér að tala um fólk almennt sem er hugsanlega í ofþyngd hvað það gæti haft gagn af. Fullt af fólki hefur gagn af því að fá matseðil útbúinn af næringarfræðingi og ræða um sitt mataræði við einn slíkan og fá andlegan stuðning í leiðinni. Býst nú alveg við að næringarfræðingar hafi eitthvað að gera, að fólk komi til þeirra og fái ráð. Alveg samt hægt að leita sér upplýsinga en mér finnst ekki sniðugt að fara eftir einhverju sem stendur á netinu sem er ekki samið af læknum eða næringarfræðingum. kaldbakur segir hér: " Ráðlaður skammtur af efnum frá lýðheilsustofnunum  er rangur þeir hvetja fólk til að borða óhollan mat t.d. ávexti með of miklum sykri. " Síðan hvenær voru ávextir óhollir? Kannski ekki hollt af borða allt of mikið af þeim frekar en annan mat. Er kaldbakur að tala um Landlæknir? Mér finnst mjög furðulegt að draga í efa það sem stendur þar inni.  Hver ætti ekki að ráðleggja okkur ef það er ekki læknar já og næringarfræðingar með mataræðið?   Þetta er svona svipað og ef ég héldi að ég vissi betur um sjúkdóma en einhver læknir! 

T.M.O | 28. jún. '19, kl: 04:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hinn venjulegi næringarfræðingur vinnur ekki á stofu eins og sálfræðingur og tekur fólk í spjall.

Júlí 78 | 28. jún. '19, kl: 09:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég veit að næringarfræðingar eru víða en líka sjálfstætt starfandi og á einhverjum líkamsræktarstöðvum.

Hér eru nokkrir sem ég fann við smá leit sem veita fólki svona viðtöl og einhverjir þeirra eru líka að búa til matseðla fyrir fólk. Þegar ég talaði um andlegan stuðning þá var ég bara að tala um að næringarfræðingurinn geti peppað fólk upp í því að ná árangri ef það er í yfirþyngd, fylgjast með vigtinni hjá þeim og bara hlustað á viðkomandi með sitt mataræði og verið til staðar ef það á erfitt með breytingar. Margir þurfa svona stuðning frá einhverjum sem hægt er að tala við og treysta á að þeirra mál séu trúnaðarmál. 


http://www.mni.is/mni/default.aspx?D10cID=Page4&ID=34Inn á hjartamidstodin.is er fólki bent á þessa síðu:
http://www.mataraedi.is/Þar segir meðal annars um lágkolvetnamataræðið sem er mikið í tísku:

"Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands segir að lágkolvetnalíffstíll sá sem nú er í tísku sé bóla sem geti haft óæskileg áhrif á heilbrigði þjóðarinnar. Lágkolvetnamataræði sé meðferðarúrræði sem henti takmörkuðum hópi fólks og sé engin allsherjarlausn fyrir almenning. 

Lágkolvetnamataræði inniheldur eins og nafnið gefur til kynna lítið af kolvetnum. Þetta mataræði er talið gott vopn í baráttunni við aukakílóin og meðal annars er þeim sem kljást við offitu ráðlagt að taka það upp. Þá eru kolvetnin tekin út og fitu bætt inn í staðinn.

Margir hafa gagnrýnt hvernig faglegar ráðleggingar um þetta mataræði hafa breyst í markaðssetningu á lágkolvetnalífsstíl sem allsherjarlausn fyrir hvern sem er, en að þetta henti í raun takmörkuðum hópi fólks í skamman tíma, enda virðast alls kyns lágkolvetnakúrar fara eins og eldur í sinu um þjóðfélagið. Lífsstíls-og mataræðisbækur seljast grimmt en eru þó mjög umdeildar og fjöldi lágkolvetnaklúbba eru á netinu. Þetta gengur svo langt að sjáanleg aukning er í sölu á smjöri og rjóma."

Ingibjörg segir: "Þetta er kynnt sem lífsstíll en í raun og veru er þetta meðferðarúrræði. Þetta er kannski svona sambærilegt eins og að senda alla þjóðina á blóðþrýstingslækkandi lyf."

Ingibjörg segir sjálf aldrei myndi setja fólk á þennan kúr nema hafa í kringum sig fagfólk sem gæti haldið vel utan um viðkomandi. Hún sé þó ekki að gera lítið úr meðferðinni sem slíkri og gott ef fólk á lágkolvetnafæði sé að léttast, en þegar fólk sé farið að túlka hlutina eins og því sýnist sé það að bóða hættunni heim. 

Ingibjörg bætir við: "og fara að taka út úr þessu rjómann og beikonið og bæta því á sitt hefðbundna fæði… og er það þá gott? Við höfum ekkert í höndunum og meira að segja það mikið í höndunum til að sýna fram á að það geti bara hreinlega verið skaðlegt."


Einnig segir hún:  " Ég mæli einungis með lágkolvetnamataræði fyrir þá sem eru of þungir og þurfa að léttast, einstaklinga sem glíma við  efnaskiptavillu , sykursýki af tegund -2, eða háþrýsting sem rekja má til ofþyngdar eða offitu ."
Hérna talar einn þeirra sem eru á þessum lista frá Matvæla og næringarfélag Íslands að tala um sykurinn:
   
Steina67 | 29. jún. '19, kl: 16:09:06 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekkert að fara að kaupa meira grænmeti þó það lækki, mundi ekki kaupa það þó það væri frítt því ég borða það ekki

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

kaldbakur | 29. jún. '19, kl: 19:52:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú myndir bara borða meiri sætindi ?

Steina67 | 30. jún. '19, kl: 01:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi bara halda áfram mínum neysluvenjum

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

kaldbakur | 4. júl. '19, kl: 17:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borðar ekki grænmeti ? 

Steina67 | 8. júl. '19, kl: 18:22:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

NEI

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
@{GET HAPPINESS NOW@+27788523569 } HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY IN SOUTH SUDAN,CANADA,UK,LOND chiefegody 19.10.2020 20.10.2020 | 22:35
Leigusalar Eitursnjöll 7.7.2011 20.10.2020 | 21:31
Hetjurnar í VG Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J - og svo hinir hugleysingjrnir. _Svartbakur 20.10.2020 20.10.2020 | 20:15
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 20.10.2020 | 20:13
Járn fyrir hansahillur kolbeinnk 10.6.2015 20.10.2020 | 18:38
Open sex borders ? Flactuz 20.10.2020
Sérfræðingur í umferðarmálum. _Svartbakur 16.10.2020 20.10.2020 | 15:45
það er blessuð blíðan víðsvegar um heim ert 19.10.2020 20.10.2020 | 14:42
Hjálp...teikniborð fyrir Grunnteikningu. Púllarinn 28.8.2007 20.10.2020 | 13:34
MONEY SPELLS TO CHANGE YOUR LIFE STYLE CALL ON +27631229624 IN SOWETO- PRETORIA Leila1 20.10.2020
Magic Rings @ +27631229624 For Money-Fame and Luck in Namibia- Botswana Leila1 20.10.2020
GET HAPPINESS NOW + 27782145124 HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY IN SOUTH AFRICA, CANADA formatj 20.10.2020
GET HAPPINESS NOW + 27782145124} HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY IN SOUTH AFRICA, CANADA, UK, formatj 20.10.2020
In Zeerust +27635536999 Abortion Pills For sale In Zeerust Mafikeng Rustenburg formatj 20.10.2020
In Zeerust +27635536999 Abortion Pills For sale In Zeerust Mafikeng Rustenburg formatj 20.10.2020
In Zeerust +27635536999 Abortion Pills For sale In Zeerust Mafikeng Rustenburg formatj 20.10.2020
In Bela Bela +27635536999 Abortion Pills For sale In Bela Bela Polokwani Thohoyandou Sibasa formatj 20.10.2020
In Bela Bela +27635536999 Abortion Pills For sale In Bela Bela Polokwani Thohoyandou Sibasa formatj 20.10.2020
In Bela Bela +27635536999 Abortion Pills For sale In Bela Bela Polokwani Thohoyandou Sibasa formatj 20.10.2020
In Polokwani +27635536999 Abortion Pills For sale In Polokwani Thohoyandou Sibasa Bela Bela formatj 20.10.2020
In Polokwani +27635536999 Abortion Pills For sale In Polokwani Thohoyandou Sibasa Bela Bela formatj 20.10.2020
In Polokwani +27635536999 Abortion Pills For sale In Polokwani Thohoyandou Sibasa Bela Bela formatj 20.10.2020
In Thohoyandou +27635536999 Abortion Pills For sale In Thohoyandou Sibasa Polokwani Bela Bela formatj 20.10.2020
In Thohoyandou +27635536999 Abortion Pills For sale In Thohoyandou Sibasa Polokwani Bela Bela formatj 20.10.2020
In Thohoyandou +27635536999 Abortion Pills For sale In Thohoyandou Sibasa Polokwani Bela Bela formatj 20.10.2020
In Secunda +27635536999 Abortion Pills For sale In Secunda Embalenhle Witbank formatj 20.10.2020
In Secunda +27635536999 Abortion Pills For sale In Secunda Embalenhle Witbank formatj 20.10.2020
In Embalenhle +27635536999 Abortion Pills For sale In Embalenhle Witbank Secunda formatj 20.10.2020
In Embalenhle +27635536999 Abortion Pills For sale In Embalenhle Witbank Secunda formatj 20.10.2020
In Embalenhle +27635536999 Abortion Pills For sale In Embalenhle Witbank Secunda formatj 20.10.2020
In Witbank +27635536999 Abortion Pills For sale In Witbank Secunda Bethal formatj 20.10.2020
In Witbank +27635536999 Abortion Pills For sale In Witbank Secunda formatj 20.10.2020
+91-9876425548 |Lesbian Gay Bisexual and Transgender realeted problem solution baba ji can vinodkumarji55 20.10.2020
+91-9876425548 |health realeted problem solution baba ji in Albania vinodkumarji55 20.10.2020
+91-9876425548 |Love marriage problem solution baba ji in Albania vinodkumarji55 20.10.2020
friendship Problem Solution +91-9876425548 | in Arki vinodkumarji55 20.10.2020
Hriðjuverk í Frakklandi _Svartbakur 19.10.2020 19.10.2020 | 21:54
Nýja stjórnaskrá spurning VValsd 19.10.2020 19.10.2020 | 20:18
@{GET HAPPINESS NOW@+27788523569 } HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY IN SOUTH SUDAN,CANADA,UK,LOND chiefegody 19.10.2020
*+27670236199 UK,LONDON,LIVERPOOL@ M.U.S.U BEST SSD CHEMICAL SOLUTIONS AND ACTIVATION POWDER FO chiefegody 19.10.2020
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 19.10.2020 | 17:15
@{GET HAPPINESS NOW@+27788523569 } HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY IN SOUTH SUDAN,CANADA,UK,LOND chiefegody 19.10.2020
!!@UK,LONDON,LIVERPOOL/Call king +27715451704 HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY IN SOUTH AFRICA AN chiefegody 19.10.2020
+27670236199 @ MBOLO BEST PENIS ENLARGEMENT CREAM WORKING 100%, Johannesburg Lenasia Midrand Ra chiefegody 19.10.2020
#!! MANAR PURE SSD CHEMICAL SOLUTIONS+27715451704 AND ACTIVATION POWDER FOR CLEANING OF BLACK N chiefegody 19.10.2020
@!! Masaka Germany Best Hager Werken+27715451704 Embalming Compound powder for sale»'(pink and chiefegody 19.10.2020
@#CASH CASH SAME DAY LOAN+27788523569 USA,UK LONDON,SOUTH AFRICA and country wide, Get Internat chiefegody 19.10.2020
*+27670236199 @ M.U.S.U BEST SSD CHEMICAL SOLUTIONS AND ACTIVATION POWDER FOR CLEANING BLACK MO chiefegody 19.10.2020
+27715451704 @Selling of Pure Gold nuggets and Gold Bars for sale at great price’’ in Sweden,Sa chiefegody 19.10.2020
@/././) +27670236199 JOIN ILLUMINATI WITHOUT HUMAN SACRIFICES, HOW TO JOIN ILLUMINATI SOCIETY chiefegody 19.10.2020
Síða 1 af 33636 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, tinnzy123, aronbj, anon, Gabríella S, mentonised, joga80, krulla27, superman2, rockybland, flippkisi, Krani8, Coco LaDiva, vkg, Bland.is, MagnaAron