systkini í sitthvorum skólanum

draumabörn | 6. maí '16, kl: 14:39:51 | 681 | Svara | Er.is | 0

Hafið þið skoðun eða reynslu af því að vera með systkini í sitthvorum skólanum. Yngsta barnið mitt var að fá neitum um að fara í sama skóla og bræður sýnir og ég sit hér og velti mér upp úr því hvort ég eigi að færa þá í sama skóla og yngsta barnið. (þeir eru 7 og 9 ára) eða hafa þau í sitthvorum skólanum.
Þungir þankar ....

 

_________________________________________
strákaföt til sölu http://skrubbar.barnaland.is/

veg | 6. maí '16, kl: 14:50:35 | Svara | Er.is | 0

mér þætti betra að hafa alla í sama skólanum.  eru þessir eldri þá ekki í hverfisskólanum sínum?

sf175 | 6. maí '16, kl: 14:52:09 | Svara | Er.is | 0

Ég er einmitt að spá í þessu sama þessa dagana. Er með stúlku í 5. bekk sem líður illa í sínum hverfisskóla og ég er að spá í að færa hana. Þá yrði ég með börn í sitthvorum skólanum og ég er einmitt að velta þessu fyrir mér - hvort það komi eitthvað verr út.

kv. SF

cithara | 6. maí '16, kl: 15:07:36 | Svara | Er.is | 0

Þetta er auðvitað oft tilfellið erlendis þar sem skólarnir ná yfir styttra aldursbil en hjá okkur. T.d. fara mínar í sitthvorn skólann í haust, önnur í skóla sem er 1.-4 bekkur og hin í skóla sem er 5.+

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

draumabörn | 6. maí '16, kl: 20:13:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við búum á jaðrinum á hverfisskólanum. Töluvert mikið nær skóla í næsta hverfi. Gekk vel að ná strákunum inn, en svo kom höggið og yngsta fær ekki inn :(

_________________________________________
strákaföt til sölu http://skrubbar.barnaland.is/

Felis | 6. maí '16, kl: 21:49:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ótrúlega asnalegt

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

draumabörn | 15. maí '16, kl: 21:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst það í raun fáránlegt. :(

_________________________________________
strákaföt til sölu http://skrubbar.barnaland.is/

staðalfrávik | 16. maí '16, kl: 18:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta er troðinn árgangur er spurning um hvort það sé fýsilegt.

.

Myken | 7. maí '16, kl: 03:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bjó á jaðrinum og elsta stelpan fékk að halda áfram í sínum gamla skóla sem var þá ekki lengur okkar hverfisskoli og ég fékk inn þar fyrir næstu og held ég hefði fengið inn fyrir hin 2 líka ef við hefðum ekki flutt út. . Að minnsta kost var reynt að koma á móts við að syskynni voru í skólanum..
Forgangsröðin var
1. Börn sem búa í hverfinu
2. Börn sem eiga syskynni í skólanum
3. Aðrir.

Ef börn sem búa í hverfinu fylla upp í fjölda þá var ekki pláss fyrir hina..


Þar sem við búum núna eru þau í 2 skólum.
Þau sem eru í 1-7 bekk eru í skólanum í þorpinu en í 8-10 bekk fara þau í skola sem er 15 km í burtu sá skóli er fyrir 1-10 bekk og kráka hér úr þorpinu geta farið þangað strax frá byrjun.

En flestir vilja hafa sín herna

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Felis | 7. maí '16, kl: 11:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við búum á kanntinum á skólahverfum og sonurinn er í skólanum sem er í hinu hverfinu.
Ég vona að litlu dýrin fái að fara í þann skóla þó að eldri verði búinn með skólann þá.
Ég hef engan áhuga á að hafa börn í hverfisskólanum :-/

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ynda | 6. maí '16, kl: 20:45:49 | Svara | Er.is | 0

Ekkert að því,mín 2 börn voru í sitthvorum skólanum,ég reyndar bjó á milli skólana þannig að það var jöfn vegalengd fyrir þau bæði að labba í sitthvora áttina

knusarinn | 6. maí '16, kl: 23:36:20 | Svara | Er.is | 1

Persónulega ef ég væri í þessari stöðu þá hefði ég viljað fá hana inn í sama skóla, en fyrst það er ekki hægt að hafa þau í sitthvorum skólanum. Myndi aldrei vera rífa strákana mína í burtu til að þurfa að fara í nýjan skóla og kynnast nýju fólki. Það eru góðar líkur á að þeir myndu missa allt samband við krakkana sem þeir voru með í bekk. 

hillapilla | 7. maí '16, kl: 00:29:51 | Svara | Er.is | 0

Mín eru tæknilega í "sama" skóla en það er sitt hvor byggingin og kílómetri á milli. Voru einu sinni tveir skólar. Annar er bara upp í 4. bekk og við búum nær honum. Fannst það svolítið einmana tilhugsun að hafa yngsta einan í sínum skóla og hin tvö saman í öðrum en það er bara ekkert mál. Sé ekki að það myndi breyta miklu ef þetta væri alveg sitt hvor stofnunin.

En það eru reyndar alveg 5 skólaár á milli eldri og yngri.

ComputerSaysNo | 16. maí '16, kl: 16:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er sitthvor stofnunin þá eru sitthvorir starfsdagar, jólaskemmtanir og svoleiðis.

hillapilla | 16. maí '16, kl: 17:05:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef það er í sama bæjarfélagi, sömu starfsdagar á leikskólum og skólum í Hafnarfirði allavega.

Felis | 16. maí '16, kl: 17:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki þannig á Akureyri.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 16. maí '16, kl: 19:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki í Reykjavík.

kv. alboa

hillapilla | 16. maí '16, kl: 20:44:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En glatað!

ÓRÍ73 | 7. maí '16, kl: 05:55:43 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki marga sem gera þetta af mörgum ástæðum, gengur bara vel. Ég var með 2 systur í sitthvorum skólanum síðustu 3 ár. 

ansapansa | 7. maí '16, kl: 11:17:41 | Svara | Er.is | 0

Ég var með 3 börn í 3 skólum (og vann svo sjálf í þeim fjórða). Það er allt í lagi svo sem, gekk mjög vel en hefði alveg viljað hafa þau frekar í sama skóla. En barnanna vegna kom þetta betur út og þau ganga fyrir.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

jules | 16. maí '16, kl: 22:12:35 | Svara | Er.is | 0

Ég er með börn í sitthvorum grunnskólanum og það gengur bara mjög vel :) þau blómstra á sitthvorum staðnum og eru því ekki alltaf ofan í hvort öðru :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46331 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Guddie