Tæknifrjóvgun

kiv | 29. okt. '15, kl: 17:33:32 | 110 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ

Mig langar mikið að heyra hvort að einhver hér hafi farið í tæknifrjóvgun þegar kallinn er með slæmt sæði og það tekist.

Maðurinn minn er einungis með 9% af sæðisfrumunum í lagi og ég fór í fyrstu tækni í dag.
Hjúkkan fríkaði mig alveg út þar sem hún sagðist krossa putta fyrir mig að þetta virkaði og ég þyrfti alveg á því að halda, sagði líka að við ættum ekki að reyna þetta alltof oft og hugsa um að fara bara í glasa fljótlega.
Var orðin mjög vongóð um að þetta myndi geta virkað en hún rústaði því eiginlega alveg í dag svo mig langar að heyra hvort það er einhver sem hefur fengið góðar niðurstöður úr tækni með lélegt sæði??

Með von um einhver svör :(

 

nycfan | 30. okt. '15, kl: 09:43:38 | Svara | Þungun | 0

Ég vildi að ég gæti hjálpað en ég endaði sjálf í 5 tækni meðferðum þar sem þriðja tókst en ég missti og svo tókst þessi númer 5 og ég er komin 23 vikur núna og það var með sæði með flottu magni og 80% hreyfanleika og eiginlega alveg ótrúlegt að það hafi tekið svona langan tíma að ganga upp þar sem við eigum barn fyrir sem þurfti ekki að hafa fyrir og sæðið alveg mega hresst.

En það þarf bara einn hraustan sundmann og gulleggið til þess að þetta gangi upp. Þó svo sæðið sé lélegt þá getur alltaf leynst einhver hraustur þarna sem finnur eggið. Maður hefur alveg heyrt ótrúlegar sögur þar sem svona aðstæður ganga upp en svo er þetta líka fyrsta tæknimeðferðin og þetta gengur ekki alltaf upp í fyrstu tilraun, hverjar svo sem aðstæðurnar eru. En þó svo Art hafi fengið miklar gagnrýni þá vita þeir hvað er best í svona málum og ef þeir mæla ekki með mörgum tækni og vilja frekar setja ykkur fljótlega í glasa þá myndi ég algjörlega fylgja því, það gæti verið sóun á peningum að fara í 3-5 tækni sem ekki virka og þurfa þá að fara í glasa.

Gangi ykkur rosalega vel.

kiv | 30. okt. '15, kl: 14:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk takk :)
Já við sjáum fyrir okkur að það endi með glasa í byrjun næsta árs, þó svo að við reynum að vera bjartsýn. Erum í DK þar sem við fáum allar þessar meðferðir fríar en þetta er auðvitað sóun á tíma og tilfinningum þar sem maður gerir sér alltaf vonir sama þó að líkurnar séu litlar.

nycfan | 30. okt. '15, kl: 18:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ef þetta er frítt og þið getið komist í glasa eftir áramót þá myndi ég skella mér á það, möglega henda í eina tækni áður. Það er auðvitað meira álag að fara í glasa en það eru líka meiri líkur þegar sæðið er eitthvað lélegt eða fáar frumur. Þá veistu líka að þú ert að fá frjóvgað egg sem þarf bara að ná að festa sig, ekki frjóvgast líka.
Það tekur svo svakalega á að hitta Rósu 14 dögum eftir uppsetningu ef hún kemur, mér fannst það erfiðara eftir meðferð heldur en bara þegar við vorum að reyna sjálf því þetta átt i svo að ganga.

Hedwig | 30. okt. '15, kl: 20:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég er sammála með glasa sérstaklega ef hún er frí.  Við máttum velja tæknisæðingu eða glasa eftir 5 ára reynerí og völdum glasa þar sem okkur leyst bara voða lítið á líkurnar með tæknisæðingu. Það er samt allt í fínasta með okkur bæði og mögulega hefði tæknisæðingin virkað vel en ákváðum að fá meiri líkur þó við borguðum einhverjum hundrað þúsund köllum meira fyrir. Sjáum líka ekki eftir þvi þar sem meðferðin heppnaðist í fyrsta og von á litilli stelpu eftir nokkra daga. Þessi dama vildi bara hafa meira fyrir sér og fá skutl á réttan stað :P.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4849 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler