Tæknisæðing, allt ferlið

skellibjalla7 | 3. apr. '15, kl: 14:27:21 | 270 | Svara | Þungun | 1

Þið sem hafið farið í tæknisæðingu, ég væri mjög glöð að fá reynslusögur. Bæði vil ég vita allt um ferlið og hvernig hefur gengið. Ég fer á art í næstu viku og þar sem við urðum ekki ólétt í síðasta hring að þá er stefnan tekin á tækni næst þegar það er hægt :-) Takk!

 

listadis | 7. apr. '15, kl: 08:33:55 | Svara | Þungun | 0

Ég hef farið fimm sinnum. Þú byrjar á að fara í blóðprufur, svo ef allt kemur vel út úr þeim þá læturu vita þegar næstu blæðingar byrja. Þá mætiru í sónar annan hvern dag ca alveg þar til slímhúðin er orðin vel þykk og egginn nógu vel þroskuð. Ef þú verður látin gera þetta með lyfjum, þá sprautaru þig í magann með svona sprautupenna á hverjum degi. Ef þú ferð í lyfjalausa þá sprautaru þig bara einu sinni, tveimur dögum fyrir uppsetningu með egglossprautu til að tímasetja egglosið alveg. Þetta er þannig séð mjög lítið mál og tekur fáránlega lítinn tíma að sprauta sæðinu upp. Það er aðalega andlega hliðin sem er erfið…. Gangi þér rosalega vel!

skellibjalla7 | 8. apr. '15, kl: 22:06:51 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir þetta! Já, ég er svolítið stressuð yfir andlegu hliðinni en hann gaf okkur að við myndum prófa þetta í 3 skipti áður en við myndum íhuga glasa, það væri alltaf plan b. Við förum í þetta vonandi vel andlega undirbúin um að þetta gangi ekki strax.

nycfan | 10. apr. '15, kl: 15:32:55 | Svara | Þungun | 1

Ég er búin að fara 3 sinnum í tækni og lýsingin á ferlinu hjá listadis er mjög góð. Mér fannst biðin eftir tækni auðveldari en í venjulegum hring því maður veit nákvæmlega hvenær blæðingarnar eiga að koma og fannst rosa gaman að geta fylgst svona vel með öllu og að þetta væri gert á alveg réttum tímapunkti til að líkurnar væru sem mestar.
Ég varð rosalega vonsvikin þegar ekki tókst í fyrstu tilraun, í annari tilraun var ég viss um að þetta hefði ekki tekist nánast strax. Í þriðju tilraun ákváðum við í byrjun meðferðar að núna skyldi þetta takast. Svo kom það þannig upp að það tók lengir tíma fyrir egginn að þroskast en venjulega og uppsetningin var á degi sem hentaði alls ekki vel en ég var samt ákveðin í þetta skyldi takast. Fékk svo fréttir daginn eftir uppsetningu að fjölskyldumeðlimur í tengdafjölskyldunni ætti von á barni og missti alla von. Fékk svo jákvætt próf 15 dögum eftir uppsetningu en hafði alltaf áhyggjur sem reyndust hafa rétt á sér þegar ég missti eftir 5 vikur og 4 daga, fann það allan tímann á mér að eitthvað væri ekki í lagi.
Núna eru rúmar 3 vikur frá missi og við máttum reyna strax sjálf með pergó og ég held í vonina en ef ekkert tekst núna þá má ég koma í tækni næst þegar blæðingar koma, fyrst þetta getur gerst með tækni þá ætlum við að halda því áfram og líka því við eigum eitt heimatilbúið kríli :)

Reyndu að vera bjartsýn en ekki of stressuð yfir þessu, það þarf oft 3 tilraunir til að þetta gangi en ég skil líka rosa vel að vilja að þetta takist strax.

En hjá hvaða lækni á Art ertu?
Ég hef verið hjá Snorra og mér finnst hann hjálpa manni helling andlega að díla við þetta ferli allt.
Ef þú ert með einhverja spurningar þá máttu alveg senda mér skilaboð, ég þarf að verða sérfræðingur um allt sem ég geri svo ég veit ýmislegt um þetta núna :)

rosewood | 16. apr. '15, kl: 22:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

vildi bara votta þér samúð með missinn. Get ímyndað mér hversu hrikalega sárt það er.


Takk fyrir upplýsingarnar, ég er á leið í tækni og er eitthvað ægilega vonlítil yfir þessu. Enda margra ára reynerí á baki. Púrra mig upp áður en kemur að þessu.

nycfan | 17. apr. '15, kl: 09:51:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :)
Reyndu að fara inn í þetta með jákvæðni :) Í annarri tækni var ég rosa svartsýn og viss um að ekkert myndi ganga. Svo í þriðju þá ákváðum við að þetta myndi takast, og viti menn það gerði það.
Gangi þér vel

rosewood | 18. apr. '15, kl: 18:46:54 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk takk, já ég reyni að finna pollýönnu áður en ferlið hefst. Gangi þér vel sömuleiðis!

skellibjalla7 | 28. apr. '15, kl: 20:35:20 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir þetta! Og gangi þér áfram vel :)

Reija | 29. apr. '15, kl: 12:10:43 | Svara | Þungun | 1

Svo ég komi nú með jákvæða reynslu inní umræðuna, þá hef ég tvisvar sinnum farið í tæknisæðingu á Art og á í dag tvö yndisleg börn. Ég er með PCOS og þarf því lyfjameðferð til að örva eggvöxtinn en mér fannst hún ekkert mál. Ég fann ekkert fyrir sprautunum, andlega eða líkamlega.
Seinni meðferðin fannst mér algjör snilld. Þá þurfti ég bara að mæta í fyrsta tímann og þau stilltu skammtinn m.v. ferlið á undan og svo kom ég eftir 10 daga og þá var allt klárt fyrir uppsetningu næsta dag.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4431 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Kristler, paulobrien