Tæknisæðing-einhleyp

Þjóðarblómið | 26. apr. '15, kl: 15:03:02 | 323 | Svara | Þungun | 0

Nú hef ég verið að velta lengi fyrir mér að fara í tæknisæðingu hjá Art Medica og eignast barn ein. 


Vitið þið hvort það sé langur biðtími eftir meðferðum þar? 


Og annað, ég er á pillunni til að stjórna blæðingum (sleppa þeim alveg). Hversu lengi þarf ég að vera hætt á henni áður en ég get farið að hugsa um þetta?

 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Luna81 | 26. apr. '15, kl: 20:27:49 | Svara | Þungun | 0

Það er ekki löng bið, hringdu bara og pantaðu tíma. Ræddu þetta með pilluna líka. Ef allt er eðlilegt hjá þér ættirðu að geta reynt við næsta egglos eftir að þu hættir a pillu, held eg. Gangi þer vel :)

Þjóðarblómið | 26. apr. '15, kl: 21:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svarið.


Ég er búin að vera á pillunni í svo mörg ár með nánast engum hléum, tek blæðingapásur 1-2 á ári, hefur það ekki áhrif?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Luna81 | 26. apr. '15, kl: 22:07:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Það er best að ræða það við læknana a Art. Sumar konur byrja strax með eðlilegan tiðahring eftir margra ára getnaðarvarnir a meðan aðrar þurfa lengri tima til að hrökkva i gang. Fer lika eftir ástæðum fyrir þvi af hverju þu ert a getnaðarvörn og hvort þu sért hraust i grunninn. Endilega pantaðu þer tima til að spjalla við lækni, færð svör við öllu þar.
Gott að hafa með ser spurningalista svo ekkert gleymist :)

listadis | 28. apr. '15, kl: 18:17:04 | Svara | Þungun | 0

Ég myndi hætta á pillunni og láta allavega tvo hringi líða til að koma líkamanum í sína eigin rútínu. Það er ekki löng bið eftir tæknisæðingu - nóg að panta tíma og mæta í fyrsta viðtalið, getur fengið tíma frekar fljótt núna. Þá þarf að fara í blóðprufur og niðurstöður úr þeim að koma. Svo hringir maður bara þegar blæðingar byrja og mætir nokkrum sinnum til að hægt sé að tímasetja uppsetninguna :-)

Þjóðarblómið | 28. apr. '15, kl: 22:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sem sagt vera pillulaus í sumar og fara að huga að þessu í haust? Ég fæ alveg hroll við að fara svona oft á túr. 


Takk fyrir þetta :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

bubbinnn | 28. apr. '15, kl: 23:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Er það orðið normið að það þurfi bara eitt foreldri fyrir hvert barn?

listadis | 29. apr. '15, kl: 07:26:25 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 2

Normið og ekki normið. Sumum langar að eignast barn einir. Aðrir vilja eignast barn með öðrum. Það er gott að hafa val :-)

bubbinnn | 29. apr. '15, kl: 07:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nákvæmlega..og gott fyrir karla að hafa val um að geta ættleitt einir en ekki með öðrum.

Þjóðarblómið | 29. apr. '15, kl: 10:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Fyrst það er möguleiki að gera þetta bara ein og sjálf, af hverju ætti ég þá eitthvað að bíða eftir að eignast kannski /kannki ekki maka til að eignast barn með?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

listadis | 29. apr. '15, kl: 07:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Já ég myndi gera það. Það væri samt sniðugt að panta fyrsta tímann og spjalla um þetta við einhvern lækni þarna fyrir sumarlokun (Það er lokað allan júlí) og þá færðu líka meiri upplýsingar um þetta . Þá hefuru líka sumarið til að taka vítamín og svona til að auka líkurnar :-)

Þjóðarblómið | 29. apr. '15, kl: 10:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

valinsnera | 29. apr. '15, kl: 13:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vildi bara óska þér góðs gengis, er ekki hópur inn á draumabörnum fyrir konur í sömu stöðu? S.s. að eignast barn með tæknisæðingu og vera einhleyp í því ferli :)

Þjóðarblómið | 29. apr. '15, kl: 13:26:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ekki hugmynd, ég hef aldrei farið inn á draumabörn. Er það bara draumaborn.is?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

valinsnera | 29. apr. '15, kl: 13:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

www.draumaborn.is/spjall - þar er hópur sem heitir memma sem er fyrir konur sem eru held ég í sömu sporum og þú eða hafa farið í gegnum þetta. Vonandi þær geti gefið þér svör :)

listadis | 29. apr. '15, kl: 14:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já - það er hópur þar sem heitir Memma - endilega tékkaður á honum! (Hann er reyndar ekki mjög virkur, en ef einhver skrifar eitthvað koma nú oftast svör!)

Þjóðarblómið | 29. apr. '15, kl: 16:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk. Er búin að gera nýskráningu en hef ekki fengið email ennþá tilað staðfesta skráninguna.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

valinsnera | 29. apr. '15, kl: 17:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ekkert mál - en mundu að athuga junkið í pósthólfinu .. minn staðfestingapóstur fór þangað :)

Þjóðarblómið | 29. apr. '15, kl: 22:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Er búin að vera ða kíkja þangað af og til í dag, enn ekkert komið.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. apr. '15, kl: 00:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hroll af því að fara oft á túr?? Ertu alveg viss um að þú viljir þá taka á þig öll óléttu-óþægindin?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

smusmu | 30. apr. '15, kl: 10:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Óléttuóþægindin eru mun skemmtilegri en túr :|

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4802 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, Kristler, Guddie