Taka haustið með trompi :) - reynerístips?

valinsnera | 2. ágú. '15, kl: 00:37:00 | 225 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ.

Nú er að detta í ár númer 2. í reynerí hjá okkur hjónum, og mig langar að gera eina loka tromp-tilraun til að fá eitt heimagert áður en við ákveðum að panta tíma há Art Medica.

Ég fæ sjaldan eða aldrei egglos, ef það gerist þá er hringurinn 41 dagar + en ég hef verið að fá egglos fyrr með femar eða pergotime.

Á inni í lyfjagátt femar, sem ég ætla að byrja á um leið og ég get. 
Og planið er að taka inn drottningarhunang, macaduft, nota pree seed og einhver vítamín.

Hvaða vítamín mælið þið með fyrir mig og svo hann aðvitað?

Svo auðvitað þetta að hreyfa sig og borða hollt :)

Ætla að smella í eina góða lokatilraun, vantar pepp-sögur elsku skvísur!.
Eins er ég til í að fá að vita hvað ég get gert til að auka líkurnar á að fóstur haldist, fæ lélega slímhúð líklega. Hef misst 4x fóstur.

 

Ratatoskur | 2. ágú. '15, kl: 00:45:10 | Svara | Þungun | 0

Mig langar að segja eitt, en ég er með óreglulegan hring og ég var sett á femar (virðist ekki vera að fá egglos). Þá varð hringurinn minn loksins reglulegur, (32 dagar). Ég notaði femar í 3 hringi og ekkert gekk, svo ég ákvað að prófa að "auka"líkurnar með því að taka inn Royal Jelly og það ruglaði hringnum alveg í drasl. :/

Bara svona að segja þér frá því að royal jelly getur alveg ruglað hringnum. Mig grunar nefnilega að Royal jelly hafi ruglað hringnum mínum upphaflega eftir að ég prófaði það allra fyrst.

************
Það er miklu auðveldara að líta til hægri og vinstri en að líta í eigin barm

************

everything is doable | 2. ágú. '15, kl: 01:23:53 | Svara | Þungun | 0

Ef þú ert með sögu um endurtekin missir myndi ég prófa að taka hjartamagnýl til þess að auka blóðflæði í leginu. Ég er að taka D vítamín, evening primrose oil (kvöldrósarolíu), omega 3, fólín og B12 ásamt hjartamagnýli (er búin að missa 2x). Passa að hreyfa mig slatta en ekki alltof mikið í kringum egglos þá læt ég sund eða rólegan hlaupatúr duga og borða ekkert alltof óhollt. 
Við erum einmitt í sömu stöðu erum dottin í núna 14 mánuði svo ég er bara að bíða eftir því að art opni eftir sumarfrí 

títluskott | 14. ágú. '15, kl: 10:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Tekurðu hjartamagnýl allan hringinn?

sellofan | 14. ágú. '15, kl: 14:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég missti 2x og tók þá hjartamagnyl að ráðleggingum kvensj.læknis alveg fram yfir 12v sónarinn. 

títluskott | 14. ágú. '15, kl: 15:35:20 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þá bara eftir að þú varðst ólétt? Hef lesið að sumar taki þetta allan tíðarhringinn, þekkið þið það eitthvað stelpur?

sellofan | 14. ágú. '15, kl: 18:03:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nei, byrjaði að taka þetta eftir tímann hjá kvensanum og tók þar til ég varð ólétt og alveg yfir 12v sónarinn. Var að taka það inn þá í 5 mánuði (2 mánuðir í reynerí+3 mánuðir af meðgöngu).

hopefully | 2. ágú. '15, kl: 13:12:08 | Svara | Þungun | 0

Ég var að prófa pre seed í fyrsta skipti og ég var að fá jákvætt! Mæli með þessu, alveg peninganna virði í mínu tilfelli!
Gangi ykkur ótrúlega vel- frjósemis-/egglosduft á ykkur!

Curly27 | 2. ágú. '15, kl: 19:32:37 | Svara | Þungun | 0

Ég mæli ekki með pre seed. Hringurinn minn ruglaðist alveg þegar ég notaði það í fyrsya skiptið. Einnig finnst mér óþæginlegt að nota það.

Hedwig | 2. ágú. '15, kl: 19:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það varð engin breyting á tiðahring hjá mér enda veit ég ekki hvað ætti að valda því svosem. En ég gat einmitt illa notað pre-seed og conceive plus þar sem ég virðist hafa eitthvað svaka óþol fyrir þessum sleipiefnum og allt bara brann þarna niðri :S. En lét mig hafa það nokkrum sinnum til að auka líkurnar en þetta gerði ekki gagn hjá okkur en notuðum þetta á pergó hringjunum.

myrkva1 | 3. ágú. '15, kl: 22:03:42 | Svara | Þungun | 0

Maccan

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4869 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Guddie