Taka lán núna - verðbólga?

bs00938 | 29. apr. '15, kl: 10:24:26 | 480 | Svara | Er.is | 0

Ég er um þessar mundir að leita mér að minni fyrstu íbúð og er að fara að taka lán í fyrsta skipti og er því frekar græn í þessu öllu.

Ég er því að hugsa í sambandi við þessi verkföll núna er þá ekki verðbólgan líklega til að rúlla af stað ef það verður af launahækkunum?
Væri þá ekki slæmt að taka lán á næstunni vitandi að verðbólgan gæti líklega farið að hækka, eða eru þetta bara óþarfa áhyggjur?

 

fálkaorðan | 29. apr. '15, kl: 10:41:26 | Svara | Er.is | 2

Ef þú villt ekki hafa áhyggjur af verðbólgunni þá mæli ég með óverðtryggðum lánum. Greiðslubyrðin er hærri mánaðarlega í upphafi en það er vegna þess að allir vextir eru greiddir strax en ekki hluti þeirra geymdur þar til seinna eins og í klassísku verðtrygðu láni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bs00938 | 29. apr. '15, kl: 11:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er náttúrulega alltaf möguleiki, ég þarf líklega bara að kynna mér þetta nánar

12stock | 29. apr. '15, kl: 11:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Verðbólgan hefur alveg jafn mikil áhrif á óverðtryggðu lánin! Það er ekki eins og lánveitendur ákveði að hugsa ekkert út í verðbólguna þegar þeir veita óverðtryggð lán.

Reyndar miðast vextirnir af óverðtryggða láninu algjörlega á Spá lánveitandans á verðbólgunni. Lánveitendurnir hafa síðan yfirleitt tilhneiginu til þess að ofmeta verðbólguna því að þeir vilja alls Alls ekki vanmeta hana. Fyrir vikið verða vextirnir yfirleitt mikið hærri af óverðtryggðu lánunum heldur en þeim verðtryggðu.

Að þessu sögðu þá segi ég að ef að maður vill ekki hafa áhyggjur af verðbólgunni að þá á maður að taka Verðtryggt lán, vitandi það að laun hækka alltaf meira en verðbólgan yfir lengri tíma. Best er að borga verðtryggða lánið hraðar niður (borga inn á það, sérstaklega ef að maður er með lán með engu uppgreiðsluákvæði).

En ef að maður finnur óverðtryggt lán sem að er með lægri vexti en af verðtryggðu láni að viðbætri verðbólguspá, þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka óverðtryggt lán.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

fálkaorðan | 29. apr. '15, kl: 11:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verðbólgan er í sögulegu lágmarki eins og er, það gerir það að verkum að vextirnir á óvertryggðahúsnæðisláninu mínu eru sambærilegir og verðtryggðir vextir í dag en ekki mikið lægri eins og þeir voru þegar við tókum lánið og verða þegar verðbólgan fer aftur á stað.


Ég ætla ekki að segjast vita allt um alla verðtryggða og óverðtryggða vexti en fyrir okkur miðað við verðtryggðalánð sem við vorum með áður og óvertryggða lánið sem við erum með í dag komum við bara út á sama stað eða betur. Fyrir utan hversu mikið ódýrara það er að borga alla vextina strax frekar en að rúlla þeim á undansér og láta þá safna vöxtum eins og í verðtryggðafyrirkomulaginu sem tíðkast á húsnæðismarkaði í dag.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

cubus | 3. maí '15, kl: 16:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er líka að spá í þessu með að kaupa í fyrsta sinn og horfi helst á óverðtryggð lán með 3-5 ára föstum vöxtum til að covera sig fyrir verðbólgu / hækkun vaxta á óverðtryggðum lánum á næstu árum.

noneofyourbusiness | 3. maí '15, kl: 16:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar eru óverðtryggð lán með 3% föstum vöxtum?

cubus | 3. maí '15, kl: 17:05:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3 ár ekki %

UngaDaman | 29. apr. '15, kl: 10:48:04 | Svara | Er.is | 0

Sammála + eiga góða útborgun. En ef þú átt kost á því að leigja ódýrt í öruggu húsnæði þá myndi ég gera það frekar og safna meira uppi íbúð.

bs00938 | 29. apr. '15, kl: 11:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já satt, ég á nú þegar fína útborgun eins og er fyrir íbúð í minni kanntinum. Það er í raun allt klárt til að splæsa í íbúð, nema er farin að verða efins útaf mögulegri verðbólgu.
Held það sé því miður lítið um það sem heitir að leigja ódýrt í öruggu húsnæði í dag nema þá á stúdentagörðum. Planið mitt var því að kaupa strax og sleppa við að lenda inná almennum leigumarkaði því ég get það og vil ekki "henda" peningum um hver mánaðamót í leigu þegar ég gæti verið að eignast íbúð.

UngaDaman | 29. apr. '15, kl: 11:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rosalega erfitt að segja til um verðbólguna, því miður. En það er svosem rétt hjá þér með leigumarkaðinn, hann er bara horror. Datt kannski í hug að þú værir heima hjá foreldrum þínum og gætir ef til vill verið þar eitthvað lengur.


Hvað finnst þér vera fín útborgun, hve hátt lán telurðu þig þurfa að taka, í %? Gott er að vera viðbúin ca.20% hækkun á mánaðarlegum greiðslum, þannig að þú ráðir vel við afborganir, EF verðbólgan fer á flug. 

bs00938 | 29. apr. '15, kl: 11:35:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæti náð að taka 75% lán ef ég miða við það verðbil sem ég er helst að skoða, en hef þarna aðein svigrúm ef það gengur ekki að finna neitt á þessu verðbili.
Svo er náttúrulega annar vinkill á þessu að íbúðaverð er að fara hækkandi, þannig að þó ég safni meira þá kosta íbúðirnar líka bara meira fyrir vikið! Mér finnast þessar aðstæður frekar flóknar og er mögulega að ofhugsa þetta :)

UngaDaman | 29. apr. '15, kl: 11:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skelltu þér bara á þetta. 25% út fyrir fyrstu íbúðina verður að teljast mjög gott miðað við ástandið í dag að mínu mati. 

bs00938 | 29. apr. '15, kl: 11:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég held það sé málið. Fínt samt að heyra smá álit frá öðrum á þessum málum.

12stock | 29. apr. '15, kl: 11:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef að verðbólgan fer á flug þá eru góðar líkur á því að fasteignaverð hækki líka og haldi í við verðbólguna. Yfir lengri tíma 7 ár plús er verðbólga ekki svo mikið vandamál. Laun hækka yfirleitt meira en verðbólgan yfir lengri tíma.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

fálkaorðan | 29. apr. '15, kl: 11:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég mæli með að kaupa minna og borga meira per mánuð (hvort sem það er stutt verðtryggt eða óverðtryggt lán) og fara svo í stærra þegar þú hefur greitt upp hluta lánsins. Við erum búin að lækka höfuðstólinn um ca 2 milljónir á 3 árum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bs00938 | 29. apr. '15, kl: 12:01:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er líklega mjög góð stefna í þessu

Fuzknes | 3. maí '15, kl: 15:05:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skásti kosturinn er sennilega verðtryggt lán sem er svo greitt inn á aukalega. Það er samkvæmt nýjum lögum mögulegt að greiða niður 1m auka á ári án uppgreiðslugjalds. Umfram það er ca 1% sem er svosem ok.

Þarna værirðu að líkja eftir óvertryggðu láni, en með minni kostnaði sennilega.

Myagi | 3. maí '15, kl: 08:55:51 | Svara | Er.is | 0

ef þú vilt framkvæma fjárhagslegt sjálfsmorð þá taktu lán á Íslandi.

12stock | 3. maí '15, kl: 16:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Undarlegasta fullyrðing sem sett hefur verðið hér fram.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

daffyduck | 3. maí '15, kl: 12:20:54 | Svara | Er.is | 0

Það verður alltaf eitthvað á þessari eyju hérnu.

Í þessum mánuði var það td vísitölu hækkun.

Öryrkjafýlumúslí | 3. maí '15, kl: 13:53:18 | Svara | Er.is | 0

Ég persónulega myndi ráðleggja þér að leggja bara fyrir og bíða með íbúðarkaup fram yfir næstu áramót, það er allt á rauðu í augnablikinu og mikil óvissa í kortunum.

bs00938 | 3. maí '15, kl: 18:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líklega mjög skynsamlegt í þessari stöðu, ég held ég bíði amk með þetta fram á haust. Ég hef nefnilega líka áhyggjur af ört hækkandi fasteignaverði!

Zagara | 3. maí '15, kl: 14:29:07 | Svara | Er.is | 1

Verðbólgan er þegar byrjuð að taka við sér þökk sé stóru millifærslu SDG.

QI | 3. maí '15, kl: 16:36:22 | Svara | Er.is | 1

Ég hefði þessar áhyggjur í þinni stöðu,, hræddur við að gjaldeyrishaftaafnumið kosti okkur eitthvað
sem verkfallsmönnum verður kennt um..

En þegar engin veit hvað stjórnin er að gera er erfitt að mæla með einhverju..,,

.........................................................

ingbó | 3. maí '15, kl: 16:41:32 | Svara | Er.is | 1

Hlustaði á Vilhjálm Bjarnason þingmann í útvarpsviðtali fyrir 1 -2 vikum síðan. Hann benti á að þegar til lengri tíma er litið koma verðtryggð lán betur út eða a.m.k. alls ekki verr en óverðtryggð. Svo er annað sem þarf að taka með í reikninginn og það er greiðslubyrðin.  Allt of margir gleyma að taka það með í reikninginn að fleira þarf að greiða en húsnæðislánið.  Óverðtryggt lán eru sjaldnast með föstum vöxtum nema í kannski 3 - 5 ár max.  Lánveitandinn hefur algjörlega í hendi sér hversu mikið vextir hækka.  Raunin er sú að laun hafa hækkað meira en verðtryggðu lánin.

QI | 3. maí '15, kl: 18:55:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var að hlusta á þennan jólasvein á eyjunni áðan,,, efast um að hann viti hvað hann vill, hvað þá að ráðlegga okkur hinum,,

.........................................................

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47950 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien