Tálmun?

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 06:56:29 | 306 | Svara | Er.is | 0

Ég horfði á viðtalið á Stöð 2 við þessa Kolbrúnu Önnu. Virðist vera viðkunnanleg og heiðarleg kona sem vill segja satt og rétt frá. En mér fannst margt skrýtið. Af hverju gat hún ekki látið móðurina fá barnið þó hún hafi komið 2 tímum fyrr að sækja það en skylt var? Hún talaði um að fjölskyldumeðlimur hafi viljað kveðja það en ok kannski allt í lagi með það - en gat hún ekki búist við einhverri uppákomu þar sem samskiptin voru ekki búin að vera neitt góð fyrir? En eftir viðtalið þá hugsagði ég bara geðveiki.is..Sú fyrrvernadi réðst inn í húsið að barninu ásjándi. Barnsfaðirinn réðst þá á sína fyrrverandi og beitti hana ofbeldi eftir lýsingunni að dæma sem ég hef lesið um annars staðar (best að sleppa lýsingunni samt - ekki góð). Ég trúi samt eiginkonunni (Kolbrúni) að hann sé ekki venjulega ofbeldismaður...en greinilega missti hann sig þarna. Jæja og svo dregur sú fyrrvarndi barnið út grátandi...Hversu klikkað getur fólk verið (ef þetta er sönn saga)? Ég get lofað ykkur því að Dr. Phil hefði sagt við þetta fólk að þau bæði ættu á hættu að missa barnið frá sér til ókunnugra ef þau geta ekki verið skynsöm og samið um hlutina og hugsað fyrst og fremst um barnið sjálft. 


En það sem fær mig fyrst og fremst til að skrifa um þetta er að mér skilst að hjónin séu ekki sátt við að þurfa að borga tvöfalt meðlag, sérstaklega þar sem faðirinn hefur varla séð barnið í 4 ár. Ég veit það að í Ameríku kemst fólk ekkert upp með svoleiðis. Ef það er einhver tálmun í gangi, ef brotið er á gerðum samningi þá kostar það viðkomandi pening (móðurina ef hún er með barnið venjulega). Svo ég spyr ykkur, hvernig er þetta á Íslandi, er hægt að vera með tálmun án þess að það hafi nokkrar afleiðingar? Já og í Ameríku getur viðkomndi líka átt það á hættu að missa barnið frá sér ef það er með einvherja tálmun. Það er litið svo á að barnið eigi rétt á að umgangast báða foreldra a.m.k. svona yfirleitt.

 

TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 12:40:49 | Svara | Er.is | 3

Framfærsla og umgengni er algjörlega áskilið, þú refsar ekki barninu fyrir litla umgengni. Foreldri ber bæði lagaleg og siðferðisleg skilda að vernda barnið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi og vanrækslu og sú skilda fellur ekkert niður við úrskurð sýslumanns um umgengni. Þess vegna eru tálmunarmál ekkert einföld. Ef þér sem móður finnst að barnið sé ekki í öruggum höndum hjá föður þá er það vanræksla að afhenda barnið, sama hvort þú getur komið með sannanir eða ekki. Tillögur barnaverndar og úrskurðir sýslumanns stangast reglulega á. Á hvern eigum við þá að hlusta? Eigum við að láta hálf fullorðin börn sem horfa á foreldri misþyrma hinu foreldrinu umgangast ofbeldismanninn gegn vilja þess? Tálmun er ekkert galdraorð sem gerir allt réttlátt.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 15:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að tala um mig hér og þó ég hafi tekið þetta dæmi sem var talað um á Stöð 2 þá kom ég bara með það sem inngang þar sem í því dæmi skilst mér að faðirinn hafi ekki fengið að hafa mikil (eða engin) umgengni við barnið í ein 4 ár. Ég veit ekkert meira annars um þetta mál en þú og þekki þetta fólk ekki neitt. Fyrsta sinn sem ég heyri af þessu máli var viðtalið þarna í Ísland í dag.


Ég er aðallega að spyrja að því hvort að fólk almennt getur komist upp með tálmun án þess að það hafi afleiðingar. Ég er ekki sammála því að móðir eða faðir geti eða eigi að stjórna svona málum eftir að það er kominn samningur á milli þeirra. Móðirin getur logið upp á föðurinn alls konar (eða öfugt, faðirinn getur logið upp á móðurina ef hann er með barnið alla jafna). Alveg eins og einhver kona úti í bæ getur logið nauðgun upp á einhvern mann. Ef það hefur verið gerður samningur um umgengni þá á hann að haldast! Því til hvers væri samningurinn ef það væri svo ekkert að marka hann? Mér skilst að í Ameríku þá þýði ekki að vera með neinar afsakanir (brjóta samninginn). Málið getur þá hreinlega endað fyrir dómstólum.


Þú segir: " Ef þér sem móður finnst að barnið sé ekki í öruggum höndum hjá föður þá er það vanræksla að afhenda barnið, sama hvort þú getur komið með sannanir eða ekki."  Ég segi ef þér finnst að barnið sé ekki í öruggum höndum þá hlýtur þú sem móðir að geta rætt það við þá aðila sem þú átt að ræða við (sýslmann/barnaverndarnefnd).  

TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 17:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sýslumanni er skítsama um ofbeldi og barnavernd hefur engin völd í umgengnismálum

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 18:16:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er þá ekki bara að kæra ofbeldið til lögreglu og látið málið svo fara fyrir dóm?  

TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 18:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvenær? Þegar þú varst að reyna að laga sambandið? Þegar þú þurftir að skilja börnin eftir og veist ekki nema þú verðir lamin aftur þegar þú kemur heim? Þegar þú hefur engan til að leita til af því að ofbeldismaðurinn er búinn að einangra þig frá öllum vinum og fjölskyldu? Þegar þú ert með lítil börn og kemst ekkert frá? Þegar ofbeldismaðurinn er búinn að gráta stanslaust og biðjast fyrirgefningar og lofa að það gerist aldrei aftur? Þegar hann hótar að drepa þig? Standa þá úti á götu með aleiguna höndunum af því að þú þarft að yfirgefa heimilið þitt? Ekki vera heimsk.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78
TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 21:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú nærð þessu ekki og greinilega gerir ekkert til að uppfræða sjálfa þig. Þetta snýst ekki um hvernig þér líður, ekkert mál að segja að maður myndi aldrei gera eitthvað, allt annað standa frammi fyrir því.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 23:49:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég get mjög vel skilið að það sér erfitt að fara frá einhverjum, sérstaklega þegar börn eru komin í spilið og það kostar ekkert smá að leigja húsnæði. Það þarf ekki einu sinni að vera ofbeldismaður á heimilinu til að skilja að það getur verið erfitt. Betra þá a.m.k. að eiga góða fjölskyldu að og vini sem geta hjálpað.

TheMadOne | 28. feb. '20, kl: 01:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skilurðu þá hvers vegna konur fara ekki bara? Skilurðu þá hvers vegna konur vilja ekki láta börnin sín í hendurnar á ofbeldismanni þó þær hafi engar sannanir? Viltu samt setja mæður sem halda börnum frá feðrum sínum í fangelsi í trausti þess að allar konur kæri mennina sína sem hafi beitt þær og börnin ofbeldi? Heldur þú virkilega að þessi maður hafi aldrei lagt hendur á barnsmóður sína? Í fyrsta skipti þegar hún kom að sækja barnið sitt af því að hún taldi að hann ætti að vera búinn að skila barninu og þau voru á leiðinni í frí og hann taldi að hann þyrfti ekki að skila barninu fyrr en eftir 2 klukkutíma? Ansi margar konur kýldar og kyrktar ef það væru stöðluð viðbrögð. Hvort átti hann ekki að borga tvöfalt meðlag vegna þess að hann var svo mikið með barnið og sinnti því svo mikið eða vegna þess að hann fékk það ekki samkvæmt samkomulagi? Hvoru tveggja hefur komið frá þessu ágæta pari sem þú ert svo hrifin af. Á móðirin að rjúfa trúnað barnsins til að uppfylla þörf þína til að velta þér upp úr hennar málum? Þú tekur málstað þessa fólks útfrá viðtölum stjórnuðum af vini fólksins og notar andstöðu konunnar til að vera þvinguð til svara á kostnað barnsins á móti henni. Hugsaðu aðeins.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 28. feb. '20, kl: 04:52:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hugsaðu bara sjálf. Ég ætla ekkert að ræða þetta mál, Þekki ekki þetta fólk og heyrði bara þessa sögu í sjónvarpinu, fæ ekkert út úr því að vera að ræða persónuleg mál fram og aftur sem ég þekki ekki einu sinni til.  Er ekki heldur neitt áfjáð í að ræða ofbeldismál, betra fyrir þig að ræða það við lögregluna en mig. Minn aðal-tilgangur með því að koma með þessa umræðu var að spyrja: "hvernig er þetta á Íslandi, er hægt að vera með tálmun án þess að það hafi nokkrar afleiðingar?" Svo ætturðu að vita að hvorki ég eða aðrir vilja að börn sjái ofbeldi á heimilum eða verði fyrir því sjálf. Svo gefur þú þér það að allar tálmanir séu út af ofbeldi. Hvaða vitleysa er það nú? Á annars ekki að dæma menn í dómsal ef þeir gera eitthvað af sér? Og ég býst við að dómari hlusti á barn eða vilja þess hvar það vill vera eða alls ekki vera ef það er nógu stálpað til að láta slíkt í ljós.

TheMadOne | 28. feb. '20, kl: 12:20:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú sagðir auðvitað ekki neitt í öllum þessum orðum sem komu frá þér frekar en vanalega...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78
TheMadOne | 28. feb. '20, kl: 14:20:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...eða fann sér konu sem sagði engum frá...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

musamamma | 3. apr. '20, kl: 15:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlar ekkert að ræða þetta mál en setur samt inn smjattumræðu um akkúrat þetta mál. Það getur ekki verið auðvelt að vera þú. 


musamamma

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 16:06:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo segirðu: " Eigum við að láta hálf fullorðin börn sem horfa á foreldri misþyrma hinu foreldrinu umgangast ofbeldismanninn gegn vilja þess?"  Ef þetta værir þú TheMadOne, að hitt foreldrið (faðirinn) beitti þig ofbeldi heldurðu að þú myndi þá ekki kæra manninn og hann þá jafnvel verið dæmdur fyrir ofbeldið? 


Jæja en við skulum bara miða við að sakaskráin hjá manninum sé hrein í þessu ímyndaða dæmi og móðirinn vilji ekkert með föðurinn hafa eða að hann fái barnið yfirleitt, kemst hún þá upp með það þó að það sé kominn á samningur sem var gerður í viðurvisst sýslumanns?

TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 17:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það skiptir ekki máli hvort maðurinn er dæmdur eða ekki, ofbeldið er jafn raunverulegt fyrir barninu. Samningar sem eru undirritaðir hjá sýslumanni eru furðuleg fyrirbæri þar sem foreldrið með forræðið þarf að hlýta honum fullkomnlega en foreldrið með umgengnina getur svikið hann frá fyrsta degi, mætt síðan tveimur, fjórum, sex árum síðar og krafist umgengni samkvæmt samningnum. Konan "kemst ekki upp" með neitt, maðurinn getur gert fjárhagslega stöðu hennar verri með því að fara fram á dagsektir sem renna í ríkissjóð, hann getur djöflast í henni með símhringingum, tölvupóstum og skilaboðum, hann getur rústað orðspori hennar hjá vinum og jafnvel yfirmönnum, hann getur hótað henni öllu illu og jafnvel setið um hana hvert sem hún fer... konur sem reyna að "komast upp með" hlutina þrátt fyrir þetta eru annað hvort að vernda börnin sín eða eiga við einhverja dýpstæðari vandamál að etja. Vandamálið er að samfélagið lítur ekki á heimilisofbeldi sem glæp nema að litlu leiti, menn sem berja konurnar sínar og jafnvel börnin, jafnvel misnota börnin sín eins og hefur verið að koma upp, þeir geta alveg verið með hreint sakarvottorð. Þeir eru líka fyrstir til að halda fram að konurnar séu bara geðveikar og þeir gera það nánast allir. Hvort fórnum við börnunum vegna þess að einhverjir hafa rétt fyrir sér án frekari sannanna eða setjum umgengnina á hold og trúum lögheimilisforeldrinu þar til hægt er að finna út úr þessu? Hvort er betra að vera lamið, kúgað og/eða misnotað barn af því að ofbeldisaðilinn naut vafans eða að þurfa að kynnast öðru foreldrinu seinna og lifa í einhverskonar jafnvægi, læra að setja mörk, læra að leysa málin án ofbeldis og geta mætt hinu foreldrinu á sínum forsendum. Geðveikar konur lenda yfirleitt á einhverjum tímapunkti í að þurfa aðstoð geðheilbrigðiskerfisins á meðan ofbeldisfullir karlmenn sleppa við að taka ábyrgð ef þeir halda ofbeldinu innan heimilisins. Spurningin hvort ég myndi ekki kæra? Nei ég kærði ekki.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 18:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki bara málið að allt er eitthvað svo máttlaust hér. Gerður er samningur sem heldur ekki í raun nema að báðir aðilar vilji og ætli að halda saminginnn. Held það hljóti að þurfa að breyta eitthvað málum hér. Ég er nú yfirleitt ekki fylgjandi því hvernig allt er í Ameríku en held þó að það sé tekið á svona málum af festu þar. Kannski þarf dómsmálaráðherrann að kynna sér hvernig svona mál virka þar?


Ekki ætla ég að vera fylgjandi einhverju ofbeldi og er á því að börn eiga ekki að sjá neitt svoleiðis eða upplifa slíkt en svoleiðis á bara að fara í gegnum dómskerfið, ég meina það á að kæra fólk sem brýtur af sér alvarlega og það á þá að dæma það.Svo finnst mér finnst skrýtið ef að sýslumaður á að úrskurða með allt svona, sem hefur örugglega fullt á sinni könnu, ætli þá mörg málin fari nokkuð langt eða sitji ekki bara í einhverjum bunka lengi vel? Mér fyndist alveg eins koma til greina að ef kona sem er með tálmun (ekkert endilega út af einhverju ofbeldi) að hún sjálf fari í fangelsi eða missi barnið frá sér. Það er ekkert í öllum tilfellum að tálmun á sér stað út af einhverju ofbeldi. Það getur líka bara verið út af einhverri afbrýðisemi út í nýju konuna eða bara eitthvað allt annað.


Ég held að það sé ekki rétt hjá þér að samfélagið líti ekki á heimilisofbeldi sem glæp. Búið er að gera heilmikið í þeim málum af hálfu lögreglunnar eins og hefur komið fram í fréttum. En til þess að það sé talið glæpur þá þarf konan ef það er hún sem verður fyrir ofbeldinu að fara á bráðamóttökuna þannig að ef áverkar eru að þeir séu skráðir og að tilkynna málið til lögreglu. Já eða hringja beint í lögreglu..TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 18:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú hefur greinilega ekki hugmynd hvernig heimilisofbeldi virkar og hvers vegna fólk kærir ekki og er ekkert að skjótast á bráðamóttöku til að fá áverkavottorð. Það hefur líka komið í frèttum að það sé ekki verið að sinna því almennilega. Hernig ætlar þú að meta hvenær móðir á að fara í fangelsi vegna tálmunar þegar þú skilur greinilega engan veginn hvernig heimilisofbeldi er ekki leyst með yfirlætislegum yfirlýsingum að fólk eigi bara að hringja í lögregluna. Lestu þér til. Getur googlað " why do women not leave their abuser"

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 21:01:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit meira en þú heldur, horfi á Dr. Phil stundum og þar er líka talað um ofbeldi. Konur eru í mestri hættu þegar þær skilja við ofbeldismenn, eiga á hættu að verða hreinlega fyrir árás og verða þá drepnar. Ég ætla svo ekki að meta eitt eða neinn, þó mér finnist eitthvað þá er ekki þar með sagt að ég komi inn í mál. 


Jæja en ég færi samt strax frá ofbeldismanni, sama hvað gæti skeð. Ég segi alltaf, það sem maður getur gert einu sinni getur hann gert aftur. En gæti alveg ýmindað mér að ef ég væri verulega hrædd við hann þá færi ég úr landi. En líklega veit ég það ekkert fyrirfram hvað ég myndi gera, er ekki á þessum stað og mun alveg örugglega aldrei vera.

TheMadOne | 27. feb. '20, kl: 21:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í guðanna bænum ekki nota réttindalausan sjónvarpsmann sem er hálfu skrefi fyrir ofan Jerry Springer sem heimildarmann og kennsluefni í nokkrum sköpuðum hlut og þú veist ekkert um hvernig þú myndir bregðast við og það að þú skiljir það ekki er vandamálið.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 27. feb. '20, kl: 23:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú heldur að Dr. Phil sé bara ljúgandi um þetta mál? Þetta er nú svo sérstakt áhugamál hja konu hans og hún leggur sig fram um að hjálpa fólki í þessari stöðu. Búin að tala við fjölda fólks sem hefur sætt ofbeldi og hjálpað þeim. Ekki líkja svo Dr. Phil við Jerry Springer. Akkúrat ekkert líkt með þeim. Og hvað svo sem þú heldur um Dr. Phil þá hefur hann líka hjálpað fjölda fólks sem ber vitni um það.

TheMadOne | 28. feb. '20, kl: 01:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur líka manipulerað aðstæður fyrir áhorf og þættirnir snúast um gróða, hann talar stanslaust um bækur sem hann hefur skrifað og fyrirtæki sem hann er í fjárhagslegu samstarfi við. Talaðu við alvöru sérfræðinga ef þú vilt alvöru upplýsingar..

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 28. feb. '20, kl: 05:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú talar eins og Dr. Phil hafi enga menntun...en hérna er hans menntun: " McGraw graduated in 1975 from Midwestern State University with a  B.A.  in  psychology . He went on to earn an  M.A.  in  experimental psychology  in 1976, and a  Ph.D.  degree in  clinical psychology  in 1979 at the  University of North Texas , [7]  where his  dissertation  was titled "Rheumatoid Arthritis: A Psychological Intervention". [8]  McGraw was guided through the doctoral program by Dr.  Frank Lawlis , who later became the primary contributing psychologist for the  Dr. Phil  television show."

Júlí 78 | 28. feb. '20, kl: 05:10:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er þó sammála þér með það að það er líka auglýsingamennska í þáttunum. Ekki bara vegna einhverra bóka heldur líka mikið talað um þessar snyrtivörur sem kona hans er með og þær dásamaðar. En ég hlusta yfirleitt aldrei á auglýsingar, hvort sem þær eru á milli þátta hér (spóla yfir þær) eða annars staðar. Yfirleitt talar Dr. Phil líka um þessar bækur eða snyrtivörur í lok þáttar og þá getur maður einfaldlega skipt um stöð.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gos ? Flactuz 2.4.2020 7.4.2020 | 17:33
Ísal og Rio Tinto - Fari sína leið ? kaldbakur 7.4.2020 7.4.2020 | 17:25
Ólétt, hvaða fatastærðir Alza1 7.4.2020 7.4.2020 | 16:49
Naustabryggja 11 stúdentaíbúðir arna321 7.4.2020
Tímabært að taka aftur upp gjaldeyrishöft ? kaldbakur 7.4.2020
Epla edik covid19 Sessaja 6.4.2020 7.4.2020 | 15:42
Er virkilega opnað skólana á þessu stigi? Sessaja 26.3.2020 7.4.2020 | 14:53
Ráð við fótapirring/fótaóeirð MundoMundo 21.6.2009 7.4.2020 | 06:21
Pestir, plágur og Páfaveldi Flactuz 4.4.2020 6.4.2020 | 19:56
Grunnlaun Tannsmiða nansa4 6.4.2020
færanlegt baðkar í sturtuklefa hagf 6.4.2020
Að skipta út klósetti RauðaPerlan 6.4.2020 6.4.2020 | 15:23
Viðir komin út í horn Sessaja 30.3.2020 6.4.2020 | 14:41
Kaupa fasteign núna? molinnn 2.4.2020 6.4.2020 | 10:26
Erum við tilraunadýr? Sessaja 20.3.2020 6.4.2020 | 00:24
Aprílgabb - hugmyndir óskast :) Kitty1 30.3.2014 5.4.2020 | 18:53
5 G video með pólskum texta. Flactuz 5.4.2020 5.4.2020 | 13:37
Gengi gjaldmiðla og verðbólga - hver verður þróunin á næstunni ? kaldbakur 4.4.2020 5.4.2020 | 12:41
Ferðamenn minni smithætta Sessaja 3.4.2020 5.4.2020 | 11:23
Viltu lifa betra lífi ? Kristland 4.4.2020
Landspítalinn Kingsgard 2.4.2020 3.4.2020 | 21:17
Rvk.borg - Sameyki blendinaragg 3.4.2020 3.4.2020 | 18:51
Meðlagsgreiðslur MoonBootZ 2.4.2020 3.4.2020 | 16:46
Tálmun? Júlí 78 27.2.2020 3.4.2020 | 15:25
Innfluensa opinberar tölur vigfusd 3.4.2020 3.4.2020 | 13:46
AS AN ATHEIST, I FELT SORRY FOR BRAINWASHED CHRISTIANS Kristland 24.3.2020 2.4.2020 | 22:17
Árangur verkfalla og kröfur um hækkun launataxta. kaldbakur 2.4.2020 2.4.2020 | 18:28
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 2.4.2020 | 18:02
Séreignasparnaður. icegirl73 24.3.2020 2.4.2020 | 17:11
Hefur einhver reynslu af eldstæðum? Selja2012 2.4.2020 2.4.2020 | 16:43
Forræði/forsjá skopp 2.4.2020 2.4.2020 | 14:30
Icelandic lessons online lara1123 2.4.2020
Kettlingar Bjarni Harðarson 1.4.2020 2.4.2020 | 11:11
Amerískt Netflix ? túss 1.4.2020 2.4.2020 | 00:50
Atvinnuleysisbætur kristján30 1.4.2020 2.4.2020 | 00:34
Er covid19 dreift út viljandi? Sessaja 24.3.2020 1.4.2020 | 20:53
Krónu Krakkar clanki 31.3.2020 1.4.2020 | 14:45
Launaseðill í heimabanka rukko 31.3.2005 1.4.2020 | 14:26
Ein spurning- Blaðam.fundurinn Sessaja 1.4.2020
Gamall Coke kælir Synyster 1.4.2020
Hvar er hægt að kaupa DVD bluray í dag? Sossa17 1.4.2020 1.4.2020 | 11:59
Geðdeyfðarlyf sankalpa 30.3.2020 1.4.2020 | 09:17
Sumargjafir, Páskagjafir og Lífsgjafir ? kaldbakur 31.3.2020 31.3.2020 | 21:14
trans krakkar terrorist 27.3.2020 31.3.2020 | 19:23
Septemberbumbur 2020 tisulingur 15.1.2020 31.3.2020 | 17:52
Desemberbumbur 2020 Cs1914 31.3.2020
Hms.is janedoee 31.3.2020 31.3.2020 | 10:29
Ferðast Kórónu veiran frítt með tómum strætó ? kaldbakur 28.3.2020 31.3.2020 | 00:27
Yunnan te ! hvar fæst það? heklah10 27.3.2020 30.3.2020 | 19:23
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 29.3.2020 | 20:44
Síða 1 af 21339 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, TheMadOne, tinnzy123, Krani8, vkg, joga80, krulla27, aronbj, anon, superman2, rockybland, flippkisi, MagnaAron, Coco LaDiva, Gabríella S, mentonised, Bland.is