Teak olía - hvað er best?

bumbulina81 | 18. maí '12, kl: 09:33:30 | 2133 | Svara | Er.is | 0

Þið sem hafið verið að bera á gömul teak húsgögn. Hvaða teak olía hefur komið best út að ykkar mati?
Er með borð sem ég þarf að pússa yfir og bera á en er eitthvað óörugg með hvaða olíu ég á að velja :)

 

KuTTer | 18. maí '12, kl: 10:01:59 | Svara | Er.is | 0

Teak?

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Helgenberger | 18. maí '12, kl: 10:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er best að kalla þetta teak í staðinn fyrir tekk því að tekk húsgagn er kannski bara eitthvað keypt í versluninni Tekk húsgögn

heilsutvenna | 18. maí '12, kl: 23:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég les alltaf "tík" úr teak orðinu. Ekkert smá óþægilegt orð..

Helgenberger
bumbulina81 | 18. maí '12, kl: 10:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf að pússa vel yfir borðplötuna því hún er orðin svo ljót. Svo eru stækkanirnar á borðinu upplitaðar þannig að mig vantar teak olíu með lit.....
Ef það væri vel með farið myndi ég einmitt setja olíu eða majones :)

Alfa78 | 18. maí '12, kl: 11:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er rosalega erfitt að fá sama lit á allar plöturnar, eiginlega ómögulegt, nema þú sért fagmaður með mikla reynslu.
Ég mundi ekki þora þessu sjálf.

bumbulina81 | 18. maí '12, kl: 11:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti borð á 6þús sem mig langaði að gera upp en svo var ég að spá líka hvort ég ætti hreinlega að mála að það bara hvítt.
Stækkanirnar eru nefnilega alveg upplitaðar, einhver byrjað að pússa þær og þær eru hræðilegar!
Ætla að prófa að bera á eina stækkun kannski og svo bakvið á borðinu og sjá muninn.
En enda kannski bara í hvítu. Eins og þetta eru fallega borð svona orginal þá eru þau ekkert falleg einmitt mislit.... :)

Alfa78
bumbulina81 | 18. maí '12, kl: 11:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Pússaðir þú þá allt af borðplötunni og málaðir svo nokkrar umferðir?
Þetta kemur hrikalega töff út!!!

Alfa78
Alfa78 | 18. maí '12, kl: 11:56:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er planið að lakka stólana í ýmsum litum í sumar :) Mig langar í gulan, bleika, grænan og appelsínugulan :)

bumbulina81 | 18. maí '12, kl: 11:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta datt mér bara alls ekki í hug!
Takk æðislega fyrir þetta. Ég ætla að fara í málið eftir helgina :)
Og að hafa svona mislita stóla er örugglega enn meira töff! Gangi þér vel með það!

Alfa78 | 18. maí '12, kl: 12:02:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk og sömuleiðis :)
Þetta er svo gaman þegar maður gerir þetta sjálfur eftir "eigin" hugmynd

pafugl
Svart og hvítt | 21. maí '12, kl: 18:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst þetta mjög fallegt og flott, bara með því flottara sem ég hef séð í þessum dúr, þér tekst að halda lúkkinu á tekkinu en fríska það upp án þess að kæfa það, vel gert :)

Hentug svör vel þegin takk fyrir!

Alfa78 | 21. maí '12, kl: 18:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl Svart og hvítt

Takk kærlega fyrir hólið :)) Gaman að heyra að maður er að gera góða hluti :)
Það kom ekki til greina annað en að lakka hann svona vegna þess að ramminn var hálf lakkaður hvítur með ýmsum útlitsgöllum og ég er sökker fyrir túrskís, sem dregur svo fallega fram ljóman í tekkinu.

Kveðja
Alfa

ingbó | 19. maí '12, kl: 10:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skiptir það nokkru máli? Notar þú stækkanirnar hvort eð er nema með dúk ofan á?  Að mála  húsgögn úr teak finnst mér bara ganga guðlasti næst.

donaldduck | 19. maí '12, kl: 10:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

plís ekki mála það, mér líður illa í hjartan að sjá gamla tekkið málað. elska þanna við, ég á borðstofuborð sem er mislit, þ.e. stækkunarpl eru dekkri en borðið og mér finnst það flott annars nota ég viðaroíu sem ég fæ í húsó á allt tekkið mitt. er með helling af því, borðstofan er öll tekk, stofuborðið, fataskáparnir, kommóða, náttborð, stólar, snyrtiborð, og hellingur í viðbót. eldhúsið er með orginal 70´s tekk kanta innréttingu. 

kristi | 15. feb. '19, kl: 11:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt á you tupe

8 villt | 18. maí '12, kl: 23:40:42 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ert með tekk borð sem er ekki pólerað (lakkað) þá notar þú teak restorer frá Sérefnum í Síðumúla og stálull. Nuddar fast með ullinni en bara passa að fara ekki í gegnum spóninn, hann er bara örfáir millimetrar. Þvo svo borðið með tusku og leyfa því að þorna. Fá sér svo teak olíu líka frá Sérefnum og bera á, bíða í smá stund og þurrka svo af afgangs olíu, endurtaka og svo áttu bara blettalaust splunku nýtt borð =)

Alfa78 | 19. maí '12, kl: 10:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er búin að sannreyna að það sem þú ert að segja henni að gera gerir borðið ekki fallegt. Fyrir utan hvað það er dýrt að vera að kaupa þessi sérefni.
Fólk vill halda litnum í viðnum, ekki lita viðin með teak olíu. 

8 villt | 19. maí '12, kl: 23:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alfa78 þú hefur þá ekki unnið vinnuna þína rétt ef borðið varð ekki fallegt eftir þessa meðferð. Ég vinn við að laga gömul húsgögn og hef gert þetta marg oft.
Til að hafa hlutina á hreinu þá er ég að tala um tekk-spón eins og er t.d. í hansahillunum, sem sagt ekkert lakk eða pólering þar fyrir. Þessi aðferð svínvirkar með stálull, tekk-hreinsi og olíu =)
Hvar þið kaupið olíuna er bara fínt mál en ég var bara að benda á hvaða olíu ég nota =)
En hvít máluð borð eru líka falleg ;)

Ray | 20. maí '12, kl: 08:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spónn er ekki örfáir millimetrar,,  ertu örugglega að vinna við viðgerðir á húsgögnum ??

spónn á parketi er oft c,a 3-5 millimetrar  sem getur talist örfáir millimetrar,

spónarkanntlíming er oft 1,5 millimetrar að þykkt (það er minna en örfáir millimetrar)

hefðbundin spónn á húsgögnum er bara örþunnu minnir á dagblað mælist ekki í millimetrum ,,(hvað þá örfáum millimetrum)

 

ég get gefið ráð en vil þá sjá hlutinn (allavega mynd) þannig að það sé örugglega einginn misskilníngur hvernig húsgagnið er og hvað sé best að gera,,(tekk eða ekki tekk það er spurninginn)

8 villt | 21. maí '12, kl: 17:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ray ertu nokkuð búinn að hengja þig í smáatriðunum?
Bara svona til að vera viss sagði ég þá ekki örugglega "örfáir millimetrar"? hélt kannski að það hefði farið framhjá einhverjum að ég hafi ekki örugglega skrifað ÖRFÁIR MILLIMETRAR! heheheh

Ray | 21. maí '12, kl: 19:17:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Smáatriðum ??

það er ekkert smáatriði ef einhver fer eftir ráðleggingum "fagmanns" og telur spónin vera Örfáa millimetra og ákveður að slípa þá kanski eins og einn millimeter af,,

 

annars mældi ég áðan spón sem ég á og hann stendur 0,48 millimetra   það eru ekki örfáir millimetrar

 

þeir sem telja sig fagmenn verða að gefa rétt ráð og hafa "smáatriðin" á hreinu ,,,

8 villt | 21. maí '12, kl: 19:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá eigðu þig hahahaha

Þið sem ætlið að nota þessa aðferð (með eða án millimetra skandalsins hjá mér) bendi ég á að passa að pússa ekki með ullinni í gegnum spóninn, spónninn er ekki þykkur en það þarf samt töluvert til að fara að í gegnum hann svo það er allt í besta að nudda slatta með ullinni (nudda samt í sömu átt og æðarnar liggja)
Mublan verður eins og ný =)
Kveðja fagmaðurinn

bananana | 6. júl. '13, kl: 14:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Agjörlega sammála. Smáaatriði eru aðalmálið í mjög mörgu. Þar á meðal spónþykkt. 

fór | 18. maí '12, kl: 23:49:48 | Svara | Er.is | 0

Ekki flækja lífið að óþörfu er eitt geðorðanna. Þú kaupir tekkolíu sem fæst í 10-11 einhversstaðar þar sem hún fæst ódýrari (t.d. í bónus) og berð hana á með grófu hliðinni á uppþvottasvampi (ekki stálull) á borðið og pússar það svo með mjúkum hreinum klút. Svo gerirðu þetta aftur í sirka 3-4 skipti þar til þú ert ánægð.

Helgenberg getur vottað það að ég bjó á tekkminjasafni Íslands og veit hvað ég syng... ;)

heilsutvenna | 18. maí '12, kl: 23:50:19 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bara gert þetta einu sinni og bara prufað eitt efni þannig ég veit ekki hvað er best. En ég notaði þetta  http://www.husa.is/index.aspx?GroupId=821&TabId=846&cid=&sid=&ProductID=736 og það kom mjög vel út. Ég var soldið smeyk um að skemma áferðina eða litinn á borðinu og ætlaði ekki að þora að byrja en ég er mjög sátt með útkomuna. 

heilsutvenna | 18. maí '12, kl: 23:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé samt núna að þetta er aðeins til notkunar utanhúss :o Mér var samt selt þetta til að bera á borð og ég notaði þetta á inniborð :)

bumbulina81 | 19. maí '12, kl: 09:37:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En eins og hjá mér þá eru stækkanirnar í raun bara ónýtar þá, búið að pússa allt af þeim.... :(

ardis | 6. júl. '13, kl: 17:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stækkanirnar eru yfirlfeitt alltaf öðru vísi á litinn þar sem þær eru sjaldnar notaðar og sólin lýsir þær síður, mínar eru algjörlegar óskemdar, betur farnar enn sjálft borðið truflar mig ekki þar sem ég nota alltaf dúk þegar ég stækka það,  myndi ekki mála nema borðið sjálft sé svo ljótt að vonlaust sé að ná því fallegu.

ardis | 6. júl. '13, kl: 17:29:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en falleg og góð áferðð næst með því að blanda saman parafin olíu og white spritt 50/50 og bera á með mjúkum klút

Rugluð | 19. maí '12, kl: 10:39:46 | Svara | Er.is | 0

ég hef bara notað oliu sem fæst í bónus og hagkaup og heitir Orginal Tekk- og Palisander viðarolía er frá mjöll-frigg

valavilla | 6. júl. '13, kl: 11:39:55 | Svara | Er.is | 0

Veit einhver um hvar hægt er að láta gera við húsgön, sem hefur brotnað spónn upp úr

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47906 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123