Þegar börn skemma hluti...

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:28:25 | 4814 | Svara | Er.is | 5

Svona útfrá umræðunni um gsm símann.

Sonur minn var 2,5 árs þegar hann skemmdi einhvern leikfanga bíl (óvart þar sem hann var óviti) þegar hann var í heimsókn. Við foreldrarnir vorum ekki með, hann var í pössun. Það var ætlast til þess að við keyptum nýjan í staðinn.

Ég persónulega myndi aldrei ætlast til þess, sérstaklega ekki þegar um óvita er að ræða.
Hvað finnst ykkur?

 

Mzj | 11. feb. '11, kl: 11:28:56 | Svara | Er.is | 17

fyrir mér færi það alveg eftir hvað það væri sem hefði verið skemmt

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig ef þú værir að passa svona lítið barn og það skemmdi eitthvað, td. flatskjáinn þinn þá myndir þú ætlast til þess að foreldrarnir myndu borga?

Medister | 11. feb. '11, kl: 11:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 32

Flatskjá já, leikfangabíl nei.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

En er það ekki á þína ábyrgð þegar þú ert að passa barnið. Við erum að tala um óvita, ekki vilja verk.

Medister | 11. feb. '11, kl: 11:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Sá ekki hlutann með að passa, fannst þú tala um heimsókn.

Ég mundi allavega biðja foreldra að tala við sínar tryggingar.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:35:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok mér finnst það frekar furðulegt...

Medister | 11. feb. '11, kl: 11:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Hvað er furðulegt, að biðja fólk að tala við tryggingar vegna flatskjás?

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vegna þess að þú varst að passa barnið og berð þal. ábyrgð. Við erum að tala um óvita, ekki stórt barn. Afhverju ekki bara að nota sínar eigin tryggingar?

eira | 11. feb. '11, kl: 11:43:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hennar trygginar virka ekki í þessu tilviki. Það eru tryggingar þess sem skemmdi hlutinn sem gilda. Þannig eru reglurnar.

bogi
sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 11:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Þá ertu strangt til tekið komin út í tryggingasvik.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þau svindla hvort sem er á fólki daglega - hefði ekki mikið samviskubit yfir því.

nefnilega | 11. feb. '11, kl: 13:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Frábært viðhorf! Eigum við ekki bara öll að haga okkur svona? Það er pottþétt rosa gott fyrir landið okkar.

bogi | 11. feb. '11, kl: 14:15:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tja - þau mega brjóta á mér eins og þeim sýnist... og hafa gert slíkt.

zimma..1234 | 11. feb. '11, kl: 23:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við skulum þá bara vona að húsið þitt brenni ekki upp til ösku á morgun og allt sem er inn í því...

Venja | 12. maí '16, kl: 11:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

two wrongs don't make a right

stjarnaogmani | 12. maí '16, kl: 16:09:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vertu bara fúl út í fólki og þá fer allt vel. Ef ég ætti barnið og það hefði eyðilagt flatskjá hefði ég snúið mér til trynggingarfélags míns en ef þa hefði verið leikfangabíll myndi ég ekki gera neitt

Medister | 11. feb. '11, kl: 11:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Að því gefnu að þú eigir þá barn sjálf.
Það er ekkert alltaf.

Enda ekkert mál að láta tryggingar foreldra dekka þetta, til þess eru þær.

Gunnýkr | 11. feb. '11, kl: 21:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en tryggingarnar eru einmitt til að bæta fyrir það sem barnið þitt skemmir. Það á ekkert að þurfa að ljúga.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 12:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er með innbúskaskó og ef flatskjárinn minn skemmist í flutningum ef maðurinn minn missir hann, eða krakkinn minn hendir kertastjaka í hann þá dekka tryggingarnar OKKAR það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

zimma..1234 | 11. feb. '11, kl: 23:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jamms ætlaði að segja það sama

Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 11:44:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held að manns eigin tryggingar dekki ekki tjón sem annarra manna börn valda. Það er tryggingafélag foreldranna sem greiðir.

Svo þætti mér frekar súrt ef ég væri að gera einhverjum greiða með því að passa barn og viðkomandi myndi síðan láta mig bera alla ábyrgðina á svona tjóni.

bogi
bogi
Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 11:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég myndi ekki gera neitt veður yfir leikföngum. Það finnst mér bara rugl.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er eitthvað dýrt og flott, þá fær lítið barn ekki að leika sér með það.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 12:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega, það er bara þannig. Þeir sem passa barnið verða að bera ábyrgð á því sem barnið skemmir því barnið er óviti og því verður að fylgjaast með því og passa að það nái ekki í hluti sem mega ekki skemmast.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

svifryk | 11. feb. '11, kl: 14:43:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau komast samt stundum óvart í dýra hluti.

Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 11:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Börn ná oft að gera ýmislegt þó þó séu pössuð mjög vel. Svo hljóta foreldrar alltaf að bera ábyrgð á svona tjóni sama hver er að passa. Myndir þú t.d. fara fram á að barnapían keypti handa þér nýjan flatskjá ef barnið þitt skemmir hann á meðan þú ert að passa?

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki á mínu heimili nei.

Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 11:56:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju viltu þá að barnapía greiði sjálf flatkjá sem barnið þitt skemmir annarsstaðar?

bogi
Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 12:03:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þessi röksemdafærsla gengur ekki upp. Í báðum tilvikum er þetta þitt barn í umsjá barnapíu sem veldur tjóni. Það getur ekki skipt mestu máli hvort tjónið varð heima hjá þér eða öðrum.

Myndir þú sem sagt ekki sækja þinn rétt gagnvart trygginum ef tjónið yrði heima hjá þér þar sem þitt heimili = þín ábyrgð?

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi nota mínar tryggingar.

Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 12:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En ekki ef barnið skemmir heima hjá öðrum?

bogi
sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:13:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Úff hvað ég vil ekki fá þig og þína í heimsókn til mín.

Ef þín börn eða þú skemmdir eithvað óvart ætti ég bara að sitja uppi með skellinn af því ég bauð ykkur inn?

Fólk ber ábyrgð á sér og sínum börnum.

bogi
sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú segir "ég myndi aldrei neita ef fólk bæði mig um það".

S.s. þér finnst þú ekki þurfa að bera ábyrgð á þér og þínum nema ég sæki mér rétt minn.

Mér finnst að þú eigir að vera meiri manneskja og segja að þú að sjálfsögðu bærir ábyrgð á þér og þínum og byðist til þess að tala við þitt tryggingafélag að fyrrabraggði.

Ekki að láta eins og ég væri að níðast á þér að ætlast til þess að þú bættir tjón af völdum þín eða þinna barna inni á mínu heimili.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:22:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já settu mér bara orð í munn - ég myndi bjóðast til þess. En ég veit að hvorki ég né maðurinn minn myndum ætlast til þess sama.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á ég þá að rukka fólk sem braut mjög dýrt rauðvínsglas í matarboði hjá mér? Reyndar gáfu þau mér tvö glös í staðin fyrir þetta eina þegar við giftum okkur en tel það ekki borgun á þessu glasi sem brotnaði og ætlaðist ekki til þess.

Ekki dettur mér í hug að rukka fólk um eitthvað sem skemmir eitthvað óvart. Stundum hefur fólk boðist til að borga hlutinn ef þeir hafa skemmst hvort sem það var óviti eða ekki óviti.

Vá ég á ekki orð yfir þetta viðhorf.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 13:55:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En ef þetta fólk hrasar og dettur á flatskjáinn heima hjá þér?

Þú ræður alveg hvar þú setur mörkin um verðmæti hluta og endurgreiðslu, þ.e. þína sjálfsábyrgð. Tryggingarfélögin eru með ca 25.000 krónur.

Ég myndi ekki rukka vinkonumína um eitt rauðvínsglas sem fór í gólfið en þegar hún hrindir um koll skenknum svo öll spariglös heimilissins brotna þá er það að sjálfsögðu tryggingamál.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 14:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að fólk hrasar heima hjá mér þá er það væntanlega innbúskaskótryggingin sem dekkar það hjá mér, ef fólk býðst ekki til að nota sýna tryggingu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:11:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er inbúskaskó fólksins sem hrasar sem á að drekka það, annað er tryggingasvik.

KuTTer | 11. feb. '11, kl: 14:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ÁTT ekkert að gera það, en þú getur það alveg ef þig langar í það bætt ...

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Steina67
Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 11:57:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*á meðan HÚN er að passa

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 12:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna tel ég þá sem eru að passa barnið (geri ráð fyrir fullorðnu fólk í þessu tilviki) ábyrga fyrir því sem barnið skemmir, enda barnið óviti og geta foreldrar ekki borið ábyrgð á þessum skemmdum ef þeir voru ekki einu sinni á svæðinu, hvort sem það er leikfangabíll eða flatskjár.

Einu sinni fékk ég 2 ára og 4 ára börn í heimsókn, mín börn voru 4 ára og 3 ára. Þeir voru allir að leika sér inn í herbergi og ekkert mál, svo heyri ég þessi svaka læti og þá er ein hurðin dottin af fataskápnum og það var spegill á hurðinni og hann brotnaði en fór ekki allur af því hann var vel límdur á hurðina.

Þá hafði þessi 2 ára verið að sveifla sér á hurðinni og hanga í höldunum og lamirnar þoldu það ekki svo hurðin hrundi af.

Aldrei datt mér í hug að biðja foreldra þessa barns að bæta mér tjónið til að kaupa nýjann spegil.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mín yngsta er virkilega skæð.

Rétt rúmlega einsárs var hún farin að klifra í hillum og uppá borð og inn í skápa.

Ef sjónvarpið hérna væri ekki fast í vegginn (eins og allt) þá væri það löngu farið í gólfið því hún skíst (var farin að hlaupa fyrir árs afmælið) áfram og hendir sér á það sem hana langar að príla.

Ef hún fer í pössun þar sem flatskjárinn er á lágum skenk eins og flestir eru með þá þarf ekki mikið til að hún komi honum í gólfið.

Alveg sama hversu "vel" er passað uppá hana.

Ladina | 11. feb. '11, kl: 22:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvað.. myndir þú borga??

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

RakelÞA | 11. feb. '11, kl: 21:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að sú sem passar fyrir þig má ekki setjast á dolluna, því þá er hún ekki að passa barnið þitt nógu vel?

Börn eru óútreiknanleg og mjög snögg þegar þau ætla sér.

Ég myndi allavea ekki passa fyrir þig aftur, ef þú ætlaðir að láta mig eina bera tjónið af því að barnið þitt henti einhverju í flatskjáinn minn og skemmdi hann.

piscine | 11. feb. '11, kl: 15:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég borga extra í mínum tryggingum til að dekka skemmdir af völdum þriðja aðila.

Svala Sjana | 11. feb. '11, kl: 23:03:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júbb mín trygging greiddi tjón sem systurdóttir mín varð völd af.

Kv Svala

stelpa001 | 11. maí '16, kl: 17:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit þetta er gömul umræða, myndi þetta breyta einhverju ef barnið væri 8 ára ? 

Alpha❤ | 11. maí '16, kl: 17:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Note to self - passa ekki börn

Brindisi | 12. maí '16, kl: 09:34:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

words to live by

Panena | 11. feb. '11, kl: 22:31:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefðir þú ekki átt að sjá til þess að óviti kæmist ekki í "flatskjáinn" ?

RakelÞA | 11. feb. '11, kl: 22:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Með hverju hefði hún átt að gera það, taka flatskjáinn og setja hann inn í herbergi, vera með kassa utan um skjáinn?

Hvernig?

Barn er með t.d bíl í hendinni, það er ósátt við eitthvað og hendir bílnum út í loftið, svo óheppilega vil til að helvítis bíllinn lendir í flatskjánum og skjárinn brotnar, þarna er engin á dollunni, barnið undir stöðugu eftirliti en samt nær það að henda bílnum í flatskjáinn.

Allir ágætlega hugsandi foreldar myndu bjóstast strax án þess að það þyrfti að biðja um það, að hafa samband við sitt tryggingarfélag og vita hvort þau væru tryggð fyrir þessu og ef svo þá að láta tryggingarfélagið borga þetta og borga sjálf sína sjálfsábyrgð.

Dýr pössun kannski, en kommon.

unghusfru | 12. maí '16, kl: 10:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er flatskjár ekki heimilistryggjandi annað hvort viðkomandi eða gestkomandi sem myndi greiða flatskjá?

D e a | 11. feb. '11, kl: 11:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndi ætlast til þess, já, en ég myndi ekki fara í einhverjar rukkanir út af litlu leikfangi. En fyrir flatskjá, engin spurning.

Börn geta verið skaðabótaskyld þó þau séu börn. Foreldrum ber líka að passa upp á börnin sín og geta borið ábyrgð á þeim grundvelli.

D e a | 11. feb. '11, kl: 11:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Las ekki almennilega. Ef ég væri að passa barnið, væri ábyrgðin mín en ekki foreldranna.

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 11:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heimilistryggingar covera flatsjái skemmda af litlum börnum.

þegar hann | 11. feb. '11, kl: 12:17:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

líka þegar þau skemma eitthvað heima hjá ömmu og afa?

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk er með svokallaða innbúskaskó tryggingu þá dekka tryggingarnar það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 13:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekki ef það er barn áviðkomandi heimili.

Lestu skilmálana.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 14:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÉG er að segja þér það að innbúskaskótryggingin sem ég er með DEKKAR það ef barnið mitt á MÍNU HEIMILI eyðileggur eitthvað eins og flatskjá, eða eiginmaðurinn missi það í gólfið eða ég að brussast í kringum sjónvarpið og það dettur í gólfið.

Ég spurði sérstaklega að þessu þar sem ég á barn sem tekur stundum ansi slæm reiðiköst og er búin að kanna þetta mjög vel.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:12:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Slakaðu á.

Steina67
sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 13:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

óviðkomandi

Myken | 11. feb. '11, kl: 12:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei nota heimilistrygginguna hjá með eða þeim..
Ég á börn sem hafa eyðilagt bíla (rispað þá) heimilistryggingin mín dekkaði það..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

GuardianAngel | 11. feb. '11, kl: 12:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég væri að passa barn inná mínu heimili og það væri óviti og það myndi eyðileggja flatskjáinn minn þá NEI ég myndi ekki heimta að foreldrar borguðu hann, hvar í andskotanum var ég sem átti að vera að passa barnið á meðan það átti sér stað!? (afsakið orðbragðið)

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Rövardotter | 11. feb. '11, kl: 21:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

EF Þú ert að passa það er það á þína ábyrgð.

zimma..1234 | 11. feb. '11, kl: 23:06:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ástæða fyrir því að maður er með tryggingar, ef þú ert með heimilistryggingu og barnið þitt eyðileggur eitthvað þá auðvitað notar maður tryggingarnar til að borga fyrir skaðann.

K2tog | 11. maí '16, kl: 21:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

MUX | 11. feb. '11, kl: 11:29:38 | Svara | Er.is | 16

Það hefði enginn þurft að ætlast til þess af mér, ég hefði bætt það sem hann skemmdi af fyrra bragði :S

because I'm worth it

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:31:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði aldrei tekið það í mál sjálf - enda finnst mér það bara fáránlegt. Þetta var ekki einu sinni ónýtt í fyrsta lagi, ekkert sem lím gat ekki lagað.
En við auðvitað buðumst þannig séð til að kaupa nýtt...

Perrez | 11. feb. '11, kl: 11:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ég, það hlýtur að vera þeim sjálfum að kenna að hafa ekki passað barnið betur.
Ef ég fæ lánaðan bíl og lendi í árekstri þá fer ég ekki fram á að eigendur bílsins borgi skaðann.

Srta Morales | 11. feb. '11, kl: 11:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hvernig er þetta sambærilegt?

Ef þú biður ættingja eða vin um að gera þér greiða og passa, viðkomandi lítur af barninu í 2 sekúndur og það skemmir dýran hlut, myndir þú þá í alvöru bara yppa öxlum og segja að það kæmi þér ekki við?

Álfaskotta | 11. feb. '11, kl: 11:30:39 | Svara | Er.is | 6

Nei ég myndi ekki láta foreldrana borga fyrir bílinn sérstaklega ekki ef barnið væri í pössun hjá mér, þá væri það nú eiginlega mitt að passa að barnið færi ekki í eitthvað sem mætti ekki skemmast.

Máni | 11. feb. '11, kl: 11:30:47 | Svara | Er.is | 4

glætan, en þegar börn kasta grjóti í rúður eða framkvæma önnur skemmdarverk þá ættu foreldrar að borga. Ekki óviljaverk smábarna.

Allegro | 11. feb. '11, kl: 11:31:01 | Svara | Er.is | 8

Ég færi ekki fram á að foreldrarnir borguðu leikfang sem ég leyfði litlu barn, sem ég væri að passa, að leika sér með. Þætti það fáránlegt.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 11:31:11 | Svara | Er.is | 6

Það færi alltaf eftir því hvað það væri sem væri skemmt. Myndi ekki ætlast til þess að foreldra óvita myndu borga eitthvað dót sem brotnaði, myndi frekar sjálf bæta dóttur minni það upp.
Hins vegar ef krakki myndi henda fartölvunni minni í gólfið eða skemma gemsann minn, semsagt einhverja dýra hluti, myndi ég ætlast til að foreldranir (eða þeirra tryggingar) borguðu.

bogi
Ígibú | 11. feb. '11, kl: 11:33:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:34:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ok - ef ég væri að passa lítið barn og skildi fartölvuna mína eftir á stað þar sem barnið kæmist auðveldlega í hana. Væri svo ekki að líta nógu vel eftir barninu þá myndi mér ekki detta í hug að rukka foreldrana fyrir minn feil.
En það er greinilega bara ég...

ert | 11. feb. '11, kl: 11:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Með flatskjá snýst þetta vonandi um tryggingar og þá fellur þetta á þann sem tryggingarnar samþykkja.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 11:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

eða greinilega bara ég sem er svona mikil norn að heimta að fólk borgi skaða sem börnin þeirra valda.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi aldrei gera það ef ég væri að passa barnið - þá er barnið á mína ábyrgð og ef ég er ekki að fylgjast með... hvernig get ég kennt foreldrum barnsins um það?

krepill | 11. feb. '11, kl: 13:09:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki bara þú, hvort sem ég er að passa barn eða ekki, hlutir skemmast, slysin gerast og ekkert við því að gera, ef að ég ætla að halda öllu tip top og eiga ekki hættu á að neitt skemmist þá einfaldlega hætti ég að fá barnafólk í heimsókn. Börn eru börn

_Valkyrja_ | 11. feb. '11, kl: 11:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

En er það þá ekki þitt verk að passa að barnið komist ekki í þessa dýru hluti?

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 12:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú þarft semsagt aldrei að pissa þegar þú ert með börn, eða blikka augunum?
Það er engin að tala um að leyfa barni að leika sér í fartölvu eða með dýran síma, en ég myndi amk ekki hafa samvisku í að yppta bara öxlum og neita að borga skemmdir sem barnið mitt myndi valda, sérstaklega á einhverjum dýrum tækjum. Vegna þess að þetta er mitt barn og þá finnst mér eðlilegt að ég beri skaðann af því sem það eyðileggur, jafnvel þó að það sé heima hjá einhverjum öðrum sem er að gera mér greiða með því að passa litla handóða skæruliðann.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:10:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi ekki neita- en ég bæði ekki aðra um það sama.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 12:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þá ert þú greinilega betri manneskja en ég, dýra hluti myndi ég ætlast til að fá bætta, væri hins vegar slétt sama um dót, borðbúnað, skrautdrasl og þess háttar.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef tryggingarnar mínar bættu tjónið þá sé ég ekki vandamálið.

krepill | 11. feb. '11, kl: 13:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka sammála þér þarna

GuardianAngel | 11. feb. '11, kl: 12:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski er ég crazy, en ég hef aldrei getað farið á klósettið og skilið barn eftir frammi (óvita). Tæki það með mér inná bað eða hefði það í augnsýn. Óvitar eiga ekki að vera einir frammi, rosaleg slys sem geta stór skaðað þau geta gerst á örfáum sekúndum. (þá alveg burtséð frá hlutum, heldur barnsins vegna)

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 13:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já takk fyrir að láta mig vita af því, ég ætti þá að sleppa því að leyfa börnunum að leika sér í hnífaskúffunni meðan ég fer út að reykja?

GuardianAngel | 11. feb. '11, kl: 13:14:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það væri strax mjög góð byrjun.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 13:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá mun ég hafa það í huga.

Arriba | 11. feb. '11, kl: 11:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi líka ræða það við foreldra barnsins, til þess eru tryggingarnar m.a. að covera tjón sem börn valda.

~~~~~~
Common sense is not so common

Allegro | 11. feb. '11, kl: 11:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst það eðlilegt. Sem foreldri kysi ég að láta tryggingarnar sjá um að bæta dýrari tæki eða húsbúnað.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 11:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

nk. það hef ég sjálf gert, dóttir mín var ekki orðin 1 árs þegar hún náði gleraugunum af ömmu sinni og henti þeim í gólfið svo að þau brotnuðu.Ég lét tryggingarnar mínar borga skaðann, datt ekki í hug að láta hana borga sjálfa fyrir ný, þó að hún hefði verið að passa barnið.

Perrez | 11. feb. '11, kl: 11:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar eru mörkin hjá þér? Semsagt þú ert ábyrg ef það er bara eitthvað smotterí en um leið og það er komið yfir vissa upphæð þá er það foreldrunum að kenna að þú fylgdist ekki betur með barninu. Vá hvað ég vona að enginn fái þig til að passa fyrir sig.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 11:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

enda er ég ekkert að sækjast eftir því að passa annara manna börn.

Allegro | 11. feb. '11, kl: 11:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hver er að segja að það sé foreldrunum að kenna?
Þetta er væntanlega slys og ef foreldrarnir eru tryggðir fyrir slíkum slysum þá er væntanlega eðlilegt að nýta tryggingarnar.

Foreldrarnir eru væntanlega ekki tryggðir fyrir smotteríi.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef foreldrarnir eru ekki tryggðir?

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þá bera þeir kostnaðinn sjálfir.

Ígibú | 11. feb. '11, kl: 12:15:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hverjum dettur í hug að vera ekki tryggður?

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:03:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fullt af fólki sem hefur ekki efni á því að kaupa sér fullar tryggingar. Sumir hugsa bara ekki út í það og eru varla með þessar helstu bruna og heimilistryggingar.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 13:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki nema 2þ kall á mánuði að vera með innbúskaskó.

Steina67
sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:13:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fínt fyrir þá sem eiga ekkert og búa hvergi.

Ég get ekki skilið hvernig 24þ kall á ári gerur verið ódýrari en nýtt innbú í tjóni.

Steina67
Allegro | 11. feb. '11, kl: 12:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þeirra val og þeirra áhætta.
Þætti eðlilegt að þau bættu tjónið (svo framarlega sem að bæri ekki í raun sök á tjóninu).

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Td. ef ég gæfi eins árs barni appelsínudjús í glasi og það fengi að valsa um - væri með fartölvuna mína á stofuborðinu og það myndi óvart hella niður, þá þætti mér ábyrgðin vera mín að öllu leiti.

Allegro | 11. feb. '11, kl: 12:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá hefði ég það ekki í mér að láta foreldrana borga fyrir tjónið úr eign vasa.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eiginlega þetta sem ég er að meina! ég virðist vera miskilin...

Allegro | 11. feb. '11, kl: 12:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil :) er á sama máli og þú.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:40:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jei - þá get ég hætt þessu:) verð að klára atvinnuumsóknir!

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þú koma þessu mjög skýrt frá þér, allavega skil ég þig, erum greinilega með sömu viðhorf og það er það sem er að trufla aðra.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Nói22 | 11. feb. '11, kl: 15:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef barn væri með djúsglas og myndi óvart hella yfir fartölvuna mína þá myndi ég vilja fá tölvuna bætta frá foreldrunum.

Ekki spurning.

Það að maður bjóðist til að passa þýðir ekki að ef maður líti af barninu í einhverjar sekúndur t.d til að pissa, og barnið skemmir eitthvað á meðan að maður eigi sjálfur sök á óhappinu.

Allegro | 11. feb. '11, kl: 12:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

átti að vera (svo framarlega sem ég bæri ekki í raun sök á tjóninu, þ.e með gáleysi eða ábyrgðarleysi)

uppi | 11. feb. '11, kl: 11:38:14 | Svara | Er.is | 0

nei myndi ekki ætlast til þess... myndi samt örugglega sjálf vilja bæta fyrir ef dóttir mín myndi skemma eitthvað þar sem hún væri í pössun, en það fer samt allt eftir því hvað skemmdist og hversu mikið og hvernig það gerðist o.s.frv...
en ef þetta er eins smávægilegt og þú ert að tala um þá finnst mér pínu frekt af fólkinu að ætlast til þess að þú kaupir nýtt..

DMD | 11. feb. '11, kl: 11:40:05 | Svara | Er.is | 1

Ég mundi aldrei rukka ykkur um dót, óhöpp gerast.
En ef þetta hefði verið rafmagnstæki (dýrt) þá hefði ég óskað eftir því að tryggingarnar ykkar mundur dekka það.

eira | 11. feb. '11, kl: 11:47:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með trygginar er lykilatriði. Ef 100 króna tölva er skemmd er eðilegt að leyta til trygginga til að fá það bætt. Oftast er það þannig að trygging þess sem skemmdi hluti er það sem er samþykkt hjá tryggingarfélögum.

RakelÞA | 11. feb. '11, kl: 22:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dót getur verið dýrt líka og foreldar hafa kannski ekki efni á að bæta barninu sínu það tjón sem barnið sem var í pössun olli.

En mamma hafði góða reglu þegar við vorum lítil, þar sem það komu stundum börn sem voru harðhent og fóru illa með annarra barna dót.
Hún einfaldlega fjarlægði það dót sem henni/okkur var extra ant um og dót sem þoldi að það væri leikið harkarlega með það var eftir í dótakassanum.

Ég fjarlægi hiklaust dót hjá litlu minni og gerði það líka með eldri mína, þegar fullt af börnum eru að koma og ég vil ekki að það skemmist.

MUX | 11. feb. '11, kl: 11:43:31 | Svara | Er.is | 4

Eitt sem mér fannst merkilegt í hinni umræðunni, fólk var aðallega að missa sig yfir því hvernig pabbanum datt í hug að láta barnið hafa svona dýran síma, og hann var málaður vondi karlinn?

En alla vega, ef ég ætti barn sem er ekki óviti og skemmdi eitthvað viljandi, þá myndi ég láta barnið borga fyrir það sjálft!

because I'm worth it

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst það vera allt annað mál:)

nóvemberpons | 11. feb. '11, kl: 12:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað heitir hin umræðan?

4 gullmola mamma :)

saedis88 | 11. maí '16, kl: 21:11:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig ætli þetta sama fólkið hugsar núna? þar sem 100þ króna símar eru staðalbúnaður og fólk lætur börn niður í 1 árs fá símana til að kaupa sér frið

Perrez | 11. feb. '11, kl: 11:44:04 | Svara | Er.is | 1

Nei, ég myndi aldrei fara fram á að einhver borgaði skaða sem varð til vegna þess að ég sjálf fylgdist ekki nógu vel með barninu sem mér var treyst til að passa.

Allegro | 11. feb. '11, kl: 11:56:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en ef fjölskylda barnsins er tryggð fyrir slíkum slysum?

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 11:53:04 | Svara | Er.is | 0

Alla jafna bera foreldrar ábyrgð á skemdum barna sinna hvar sem þau eru og hverjar sem þær eru..
Pössun, daggæsla, skóli, frístundir, heimsóknir, úti, heima og hvar sem er.

bogi | 11. feb. '11, kl: 11:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég braut óvart tönn í vinkonu minni á skólatíma - en vegna þess að það gerðist á skólatíma bar skólinn ábyrgð og borgaði.

Pandabug | 11. feb. '11, kl: 11:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skólinn hefði tæknilega séð getað neitað ábyrgð og vísað á foreldra þína, en það var líklega engin sönnun á að þú hafir valdið skaðanum en ekki slys á skólalóð, s.s. engar eftirlitsmyndir oþh.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dóttir mín datt í skólanum um daginn og brotnuðu tvær tennur í henni. Skólinn er tryggður fyrir þessu, við erum tryggð fyrir þessu líka og þá er gengið á okkar tryggingu. Það eru skilmálar í samningi tryggingafélagsins við skólana.

Við semsagt berum tjónið þó að tryggingarnar borgi og málið eingöngu opið til 20 ára svona sirka, og iðgjöldin hækka hjá okkur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

lofthæna | 11. feb. '11, kl: 15:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið mitt (ásamt fleirum) skemmdi bíl á bílastæði í skólanum. Við þurftum að borga fyrir það, þ.e. okkar tryggingar. Einnig eyðilagði annað barn í skólanum skólatösku okkar barns og tryggingar foreldris þess (eða foreldrin sjálf) borguðu okkur nýja tösku.

Pandabug | 11. feb. '11, kl: 11:57:47 | Svara | Er.is | 9

Það er nú búið að dæma í svona málum og foreldrarnir bera alltaf ábyrgð á skaða sem börnin þeirra valda, burtséð frá því hver var að passa barnið þegar skaðinn átti sér stað. Byggist líklega á því að skaðinn hefði aldrei komið til ef foreldrarnir hefðu drullast til að nota getnaðarvarnir ;)

RakelÞA | 11. feb. '11, kl: 22:27:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe. ;D

ernasa | 11. feb. '11, kl: 11:58:21 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn eyðilagði skjáinn á síma bróðir míns, sonur minn var milli 1-2 ára og bróðir minn sagði að þetta væri nú bara sjálfum sér að kenna því það var jú hann sem lét barnið hafa símann sinn

------------------------------------

Bætt heilsa betri líðan

Herbalife

Allegro | 11. feb. '11, kl: 12:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst það líka rétt hjá bróðir þínum.

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þó hann hafi ákveðið að gefa eftir "réttinn" á því að þú greiddir símann þá gerir það þig ekkert minna ábyrga fyrir barninu.

En ég myndi sjálf taka á mig svona tjón sem systkynabörn mín yllu, en flatskjáinn þyrfti að bæta mér.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:19:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að ef þú værir að passa eins árs barn og myndir rétta því rándýra iphone til að leika sér með þá er það barinu að kenna að það skemmist?
Mér finnst bróðirinn ekki hafa neinn rétt hér. Það hljóta nú að vera takmörk fyrir öllu.

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég myndi segja bróður mínum að taka tækið af barninu því barnið myndi skemma það, ef einhver bræðra minna væri svo óstjórnlega heimskur að láta ársgamalt barn mitt fá iphone í hendurnar.

Þeir eru sem betur fer bráðgáfaðir.

En ef bróðir minn leggur símann sinn á borðið og barnið mitt grípur hann, hendir honum í gólfið svo hann skemmist þá hringi ég um hæl í mitt tryggingafélag og fæ símann bættan fyrir bróður minn.

Því ég ber ábyrgð á því sem mín börn gera.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þú værir ekki á svæðinu?

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:10:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef bróðirinn er að passa barnið og foreldrarnir hvergi nálægt til að segja bróðurnum að taka tækið af barninu? Er ekki tækið á hans ábyrgð? Ekki eru tæki annara á mína ábyrgð þar sem ég kem eða börnin mín?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 13:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bræður mínir eru ekki fífl og láta börnin mín ekki leikasér með iPhone eða aðra hluti sem börn eiga ekki að hafa.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 14:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki bróðir minn heldur. En sumir bræður eru þannig að þeir átta sig ekki á hvað svona ung börn gera. Það eru ekkert allir bræður sem eiga börn og þekkja inn á börn.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef bróðirinn er fífl þá á hann lagalegan rétt á því að ég/mínar tryggingar bæti tjónið.

bogi | 11. feb. '11, kl: 14:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það? Ég er ekki svo viss um að eigandi beri enga ábyrgð sjálfur. Endilega sýndu fram á annað!

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:58:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endilega sýndu fram á að hann eigi ekki rétt á því að fá hlut bættann sem barnið mitt skemmir.

Byrja þú svo ég.

ernasa | 11. feb. '11, kl: 16:30:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe þetta var nú enginn iphone, bara gamall nokia

------------------------------------

Bætt heilsa betri líðan

Herbalife

ernasa | 11. feb. '11, kl: 16:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og ég var ekki heima, brósi var að passa

------------------------------------

Bætt heilsa betri líðan

Herbalife

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:09:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég grýtti líka símanum mínum í vegginn og eyðilaggði skjáinn í honum. Datt ekki í hug að kenna öðrum um og heimta að tryggingarnar borguðu nýjann síma eða sá sem ég var að tala við og varð svona reið við.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:00:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það að þú eiðileggir eithvað vísvitandi er ekki það sama og þegar barn gerir það. Þegar þitt bar eiðileggur eithvað vísvitandi þá er það á þína ábyrgð og innbúskaskótryggingin þín dekkar það.

Efast um að venjuleg innbústrygging dekki vilja verk barns, þá lendir það bara beint á þér.

Snobbhænan | 11. feb. '11, kl: 14:02:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En óvitar eru varla að eyðilegga neitt vísvitandi?

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skiptir ekki máli óvitar eða ekki óvitar.

Tryggingar greiða ekki tjón sem þú veldur vísvitandi en greiða þegar barnið þitt veldur vísvitandi tjóni.

lofthæna | 11. feb. '11, kl: 15:48:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú alveg sammála því ef hann lét hann hafa símann.

Nói22 | 11. feb. '11, kl: 15:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki sammála því. Ef ég læt barn fá einhvern hlut t.d síma (sem ég myndi aldrei gera) að þá myndi ég ætlast til að fá símann bættann ef barnið myndi eyðileggja símann.

lofthæna | 11. feb. '11, kl: 15:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1-2 ára gamalt barn? Það finnst mér mjög sérstakt. Hvað hélt maðurinn eiginlega að barnið myndi gera við símann? Spila leiki í honum?

Nói22 | 11. feb. '11, kl: 15:59:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það veit ég ekki. Enda var ég ekki þarna og myndi þar að auki aldrei gera slíkt. En ég segi bara fyrir mig, ef ég myndi rétta barni síma t.d svo það geti spilað leiki, að þá myndi ég ætlast til þess að fá símann bættann ef barnið myndi eyðileggja hann. Ekki spurning.

lofthæna | 11. feb. '11, kl: 16:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar alveg hlynnt því að mínar tryggingar dekki hluti sem börnin mín skemma en mér finnst þetta dæmi alveg út úr kú.

Ef maður réttir smábarni símann sinn til þess að leika sér með hann, vitandi það að flest smábörn (ath, talað var um 1-2 ára gamalt barn) setja hluti upp í sig eða slá þeim í t.d. borð af því að það er gaman finnst mér það vera á ábyrgð viðkomandi. Annað ef um eldra barn er að ræða sem hefði mögulega eitthvað með símann að gera.

Annars væri þetta fínt ráð ef hluturinn er hættur að virka alveg eins og hann gerði áður, rétta bara einhverjum óvita hlutinn og láta svo foreldrana kaupa nýjan handa þér ;)

Nói22 | 11. feb. '11, kl: 16:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja við vitum ekki alveg hvort um einsárs barn eða tveggja ára er að ræða. Það er auðvitað stórmunur á því hvort um eins eða tveggja ára barn er að ræða. Auðvitað er barnið ennþá óviti en það er samt ekkert rosalegt, finnst mér allavega, að rétt tveggja ára barni síma. Finnst fáránlegt að rétta eins árs barn síma, en tveggja ára barni, ég er ekki svo viss. Þá eru þau svona aðeins farin að átta sig á heiminum.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 12:01:37 | Svara | Er.is | 0

Nei, óvitar eru ekki að skemma hluti viljandi og því á ábyrgð þess sem á hlutina að passa upp á þá, hvort sem það er leikfangabíll (foreldrið á þá að setja bílinn þar sem barnið nær ekki í hann) eða Flatskjár

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

snsl | 11. feb. '11, kl: 12:08:19 | Svara | Er.is | 2

Það þarf að passa börn til að þau valdi ekki skemmdum. Ef einhver er að passa barnið mitt en það fær tækifæri til að rústa flatskjá eða eitthvað þá á viðkomandi að þakka fyrir að álfurinn hafi ekki komist í hnífaskúffuna.
Ég tæki ekki vel í að vera rukkuð fyrir eitthvað smálegt sem viðkomandi hefði átt að koma í veg fyrir en er annars tryggð fyrir skemmdum sem barnið mitt veldur.

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:11:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég var líka meira að spá í svona smá hlutum eins og dóti - en umræðan fór svo bara að snúast um flatskjái osfr.

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 12:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þú komst með flatskjáina inn í 3 innleggi í ummræðunni.

bogi | 11. febrúar '11, kl: 11:33:45 | Alls sótt: 0 0

SV: Þegar börn skemma hluti...
Þannig ef þú værir að passa svona lítið barn og það skemmdi eitthvað, td. flatskjáinn þinn þá myndir þú ætlast til þess að foreldrarnir myndu borga?

bogi | 11. feb. '11, kl: 12:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var í framhaldi af svarinu sem ég var að svara.

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:01:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur lítið verið hissa á því að umræðan snúist um það sem þú kemur með inn í hana.

Steina67 | 11. feb. '11, kl: 13:10:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eða pilluskápinn

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Hemera | 11. feb. '11, kl: 12:18:08 | Svara | Er.is | 0

Nei ég myndi aldrei ætlast til þess, til þess borga ég tryggingar, þ.e ef þetta er eitthvað rosalega dýrt.

GuardianAngel | 11. feb. '11, kl: 13:13:04 | Svara | Er.is | 0

Færi algerlega eftir því hvað brottnaði, af hverju og kringumstæðurnar að hverju sinni.
Lítil börn (óvitar) eiga aldrei að vera skilin eftir ein þó það sé bara í hálfa mínótu. Slysin geta gerst á örfáum sekúndum. Og ef manneskjan sem er að passa barnið mitt sem væri óviti, gerir sér ekki grein fyrir því, þá vil ég bara ekki að sá hinn sami sé með barnið mitt einn.

Og nei ég myndi ekki vilja borga skaða sem að barnið mitt olli, ég get ekki ýmindað mér hvaða kringumstæður gætu verið til staðar þar sem að "barnið" ætti sök á vandanum en ekki manneskjan sem á að vera með ábyrgð á barninu á meðan ég er ekki nálægt ?

Vantar eiginlega dæmi um það...

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

sem fyrst | 11. feb. '11, kl: 14:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

En þú ert skaðabótaskild gagnvart því sem barnið þitt eiðileggur. Alveg sama hvað þér finnst.

Þetta er ekki spurning un tilfinningar heldur hver lögin eru.

GuardianAngel | 11. feb. '11, kl: 18:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar að sjá þau lög um óvita sem er sett í pössun hvar lögin ná yfir það.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Bjutiful | 11. feb. '11, kl: 14:00:02 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi alls ekki ætlast til þess að foreldri myndi borga fyrir eitthvað sem barn sem er svona ungt myndi óvart skemma. Sérstaklega ef ég er að passa það. En ef krakkinn væri eldri og væri að skemma viljandi að þá myndi ég hugsanlega tala við foreldrana.

Það var barn sem pissaði viljandi í sófann hjá mér en ég lét foreldrana samt ekki þrífa það ;)

raggihaf | 11. feb. '11, kl: 14:08:41 | Svara | Er.is | 3

mér finnst nú bara ekkert annað en sjálfsagt að þú borgir fyrir skemmdir sem barn þitt veldur...

svifryk | 11. feb. '11, kl: 14:41:36 | Svara | Er.is | 1

Ég held að ég myndi biðja um að bæta skaðann ef tjónið væri verulegt = sími, sjónvarp, dvd spilari og tryggingar myndu ekki bæta. En leikfangabíl og annað "rusl" sem skiptir litlu máli, o nei.

Mrsbrunette
Mrsbrunette | 11. feb. '11, kl: 14:58:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já þá er ég að tala um dót t.d leikfangabíl og eitthvað svona smotterí, en ef þetta er orðið stórt þá myndi ég eflaust gera kröfu með að tryggingar viðkomandi færi í málið, t.d sjónvarp, tölvu og þess háttar. En annars bara er mitt mottó þannig að ef hlutirnir skemmast hérna heima, ss dót eða eitthvað svona smotterí þá er ég ekki að væla það.

lololol | 11. feb. '11, kl: 15:33:04 | Svara | Er.is | 2

Ef barnið mitt myndi eyðileggja eitthvað á öðru heimili myndi ég nú bara borga þá skemmd, finnst það sjálfsagt mál.

Rövardotter | 11. feb. '11, kl: 18:17:39 | Svara | Er.is | 3

ég myndi aldrei ætlast til þess ef barn bryti eitthvað leikfang held ég, hef allavega aldrei gert það.
En ég hef lent í því að sonur minn brjóti heima hjá öðrum og þá auðvitað býðst ég til þess að fyrra bragði að bæta skaðann.

Það er bara almenn kurteisi.

Rövardotter | 11. feb. '11, kl: 18:17:39 | Svara | Er.is | 1

ég myndi aldrei ætlast til þess ef barn bryti eitthvað leikfang held ég, hef allavega aldrei gert það.
En ég hef lent í því að sonur minn brjóti heima hjá öðrum og þá auðvitað býðst ég til þess að fyrra bragði að bæta skaðann.

Það er bara almenn kurteisi.

tapularasa | 11. feb. '11, kl: 18:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sammála, ef barnið mitt skemmir eitthvað þó að það sé óviti þá að sjálfsögðu býðst ég til að borga...

tjörnin | 11. feb. '11, kl: 22:30:32 | Svara | Er.is | 1

Fólkið á ekki að þurfa að biðja þig um að bæta það sem skemmt var. Fólkið segir þér frá því hvað gerðist og ÞÚ sjálf bætir það svo að sjálfsögðu.

tiamia | 11. feb. '11, kl: 22:48:26 | Svara | Er.is | 0

Ef það væri eitthvað dýrt, þá myndi ég biðja foreldrana að tékka á tryggingunum. Ekki vegna leikfangabíls.

Ef börnin mín skemma eitthvað(verðmætt) annars staðar, hvort sem það er viljandi eða óviljandi þá myndi ég fara með málið í gegnum mínar tryggingar. Sama á við ef ég skemmi eitthvað óviljandi annars staðar.

blárfíll | 11. feb. '11, kl: 23:39:27 | Svara | Er.is | 0

Er ekki verið að tala um leikfangabíl hérna sem var skemmdur en ekki flatskjár? Finnst svolítið öfgafullt að biðja um að hann sé borgaður þegar barnið var í heimsókn hjá þeim undir þeirra eftirliti og bíllinn var brotinn og foreldrarnir ekki á staðnum,ég mundi borga bílinn og sleppa því að skilja barnið eftir í pössun þarna aftur þar sem er greinilega ekki gert ráð fyrir því að börn á þessum aldri eru óvitar og hlutir geta skemmst,ef um flatskjá væri að ræða eða annann dýrann hlut finnst mér það auðvitað vera tryggingamál þar um háa fjárupphæð er að ræða og það er kannski ekki eins og fólk geti farið og skroppið og keypt bara nýtt af því að það gerðist slys..

lofthæna | 11. feb. '11, kl: 23:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, held að það séu nú allir sammála um að það sé ansi langsótt að ætlast til að leikfangabíll sé bættur ;)

icegirl73 | 11. maí '16, kl: 18:00:23 | Svara | Er.is | 0

Ef barn í minni umsjá skemmir dót á mínu heimili þá er það á mína ábyrgð, ekki foreldra barnsins. 

Strákamamma á Norðurlandi

Ziha | 11. maí '16, kl: 18:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi postur er síðan 2011........................

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

icegirl73 | 11. maí '16, kl: 18:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, ég sá það u.þ.b. sekúndu eftir að ég smellti á senda :)

Strákamamma á Norðurlandi

Mrsbrunette | 11. maí '16, kl: 21:25:18 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi ekki.ætlast til að fólk myndi borga ef okkar dót yrði skemmt en ef barnið.mitt myndi skemma þá myndi ég bjóðast til að bæta upp.

neutralist | 11. maí '16, kl: 22:31:27 | Svara | Er.is | 0

Ef að barnið mitt skemmdi dýran hlut hjá öðrum myndi ég borga það. Fólkið sem er að passa er að gera mér greiða, og tryggingarnar myndu væntanlega greiða þetta. 

bogi | 11. maí '16, kl: 23:06:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í fyrsta lagi er þetta gömul umræða um enn eldri atburð og um var að ræða dótabíl en ekki neitt dýrt. Viðkomandi fólk var ekki að passa fyrir mig heldur önnur manneskja og þetta fólk var í heimsókn.

LaRose | 12. maí '16, kl: 06:58:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé að þetta er gamall þráður en er 100% sammála þér; bæði um bílinn og dýrari hluti.

Shit happens....og ég myndi ekki láta fólk taka upp veskið.

bogi | 12. maí '16, kl: 08:54:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig minnir að það sem hafi pirrað mig mest var að það var bara sagt "og svo kaupið þið auðvitað nýjan í staðinn". Líklega hefði ég boðist til þess, og ef einhver hefði boðist til að borga mér fyrir eitthvað svona þá hefði ég að sjálfsögðu afþakkað það.

LaRose | 12. maí '16, kl: 10:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega, við erum á sömu bylgjulengd hvað þetta varðar.

Lilith | 12. maí '16, kl: 10:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fór fólkið í heimsókn með dótabílinn? Þá finnst mér þetta bara á þeirra ábyrgð. Ég hefði eflaust gert eins og þú, boðist til að borga, en sjálf aldrei dottið í hug að óska eftir að einhver færi að bæta einhvern dótabíl og afþakkað ef boðist hefði verið til þess.

Blah!

guess | 12. maí '16, kl: 09:55:23 | Svara | Er.is | 0

Ef einhver væri að gera mér greiða með þvì að passa fyrir mig og krakkinn minn myndi skemma eh. myndi ekki hvarla annað að mér en að bjóðst strax til að bæta tjònið hvort sem þetta væri òdýrt leikfang eða dýr hlutur. Að mìnu mati er mjög dònalegt að gera það ekki.

Lilith | 12. maí '16, kl: 10:07:13 | Svara | Er.is | 0

Voru þau ekki að passa? Þá finnst mér þetta nú bara vera á þeirra ábyrgð satt að segja.

Blah!

bogi | 12. maí '16, kl: 10:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei - annars er mér alveg sama um þetta svona mörgum árum seinna ;)

Lilith | 12. maí '16, kl: 10:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HAHAHA. Hver er að uppa svona eldgamlar umræður. Þarf í alvörunni að fara að venja mig á að lesa dagsetninguna áður en ég svara. Hvernig fór þetta nú annars? ;D

Blah!

bogi | 12. maí '16, kl: 13:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já segðu - alveg glatað að vera að lesa eitthvað svona mörgum árum seinna :P

unghusfru | 12. maí '16, kl: 10:54:28 | Svara | Er.is | 0

Bara svona basic leikfangabíl ? Vá hvað ég væri ekki að nenna að rukka um það. Ef út í það er farið myndi ég afþakka það ef foreldrar viðkomandi myndi að fyrra bragði bjóða fram greiðsu eða nýjan bíl, hvað þá að ég færi að rukka sjálf.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 29.9.2023 | 11:00
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Síða 7 af 47559 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie