Þegar fóstur heldur sér ekki

list90 | 24. nóv. '15, kl: 19:07:19 | 183 | Svara | Þungun | 0

Er einhver ástæða fyrir því að fóstur haldi sér ekki? Ég fékk jákvætt á 16 dpo í síðasta mánuði en svo var mjög dauf lína 17 dpo og síðan hvarf hún. Fékk hreiðurblæðingu og svona á 7dpo þannig ég var klárlega orðin ólétt, en það hélst ekki.

Á ég að taka hjartamagnýl?

 

everything is doable | 24. nóv. '15, kl: 23:01:28 | Svara | Þungun | 0

Ég lennti í þessu sama í júní og ræddi þetta lengi við bæði minn kvennsjúkdómalækninn minn og Snorra uppá Art og fékk þau svör að ef mér liði betur með að taka hjartamagnýl þá mætti ég alveg prófa það en ég var send í blóðprufu til að láta athuga með það hvort það væri eitthvað storknunarvesen en ég fékk sömu svör frá þeim báðum um að þetta væri því miður rosalega algengt og geriðst í 1/3 tilfellum þegar egg frjóvgast að það hreinlega nær ekki festu. 

everything is doable | 25. nóv. '15, kl: 11:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég hugsa að ég ætli að taka mjartamagnýl næst allavegana fyrstu vikurnar bara því þá finnst mér eins og ég sé að gera eitthvað. 

nycfan | 25. nóv. '15, kl: 09:06:45 | Svara | Þungun | 0

Sama og síðasta sagði. Þetta er ofsalega algengt og konur sem eru ekki að reyna að verða óléttar verða ekki varar við þetta. Líkaminn okkar er bara svo klár að hann losar sig við það sem ekki er gott fyrir líkamann og ef eitthvað mikið er að fóstrinu þá losar líkaminn sig við það, sem betur fer í rauninni. Það er ekkert víst að hjartamagnýl geri nokkuð, þetta fóstur var bara ekki það sem átti að verða að barni því miður.
Eins og Snorri á Art sagði við mig þá var þetta ekki gulleggið þitt en það mun koma :)

sellofan | 25. nóv. '15, kl: 09:23:01 | Svara | Þungun | 0

Ég missti tvisvar, komin rétt rúmar 5 og 6 vikur. Var búin að fara í snemmsónar líka í seinna skiptið þar sem sást lítið fóstur og allt virtist í lagi. Ég fór til Ólafs Hakanson í Lækningu og hann mælti með að ég myndi taka hjartamagnyl. Núna er ég komin 34+4 :) Hann sagði að þar sem allar æðar eru svo rosalega smáar til að byrja með þá geta myndast litlir blóðtappar sem valda fósturláti. Hjartamagnylið þynnir blóðið til að koma í veg fyrir það. En þótt hjartamagnylið sé ekki lyfseðilsskylt þá myndi ég samt heyra í lækni með að taka það. 

Glitur22 | 25. nóv. '15, kl: 21:21:10 | Svara | Þungun | 0

Í langflestum tilfellum eru það litningagallar hjá fóstri sem veldur fósturláti.. og ekkert hægt að gera í því, líkaminn losar sig við ''gölluð'' fóstur.
Hjartamagnýl mun ekki gera neitt fyrir þig ef það er ástæðan. Ég hef misst alveg 5x, 3x hefur fóstrið verið sent í rannsókn og öll hafa verið með litningagalla.. þessvegna varð fósturlát

list90 | 26. nóv. '15, kl: 17:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svörin :) Ég ákvað að kaupa mér hjartamagnýl eftir svörin ykkar og lestur á netinu, en það er mjög liklegt að ég þurfi að taka það fyrst ég er með PCOS.. en ég er í aukinni hættu á að missa fóstur vegna þess.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4807 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien