Þegar sjálfsálitið fer í mola

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 19:36:59 | 881 | Svara | Er.is | 0

Hvernig tæklið þið svona daga/tímabil þar sem ykkur finnst þið ekki hafa hæfileika til að gera neitt, það muni aldrei verða neitt úr ykkur, allir aðrir séu betri og ykkur langar að hætta við það sem þið stefnið í lífinu, því þið munið aldrei standast samkeppnina hvort sem er? 
Hvernig byggið þið ykkur upp?
Og nei ég er ekki að leita að peppi, heldur leiðum til að styrkja sjálfa mig.

 

Máni | 12. feb. '16, kl: 19:39:39 | Svara | Er.is | 7

Ég feika það þangað til ég meika það. Gengur misvel.

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 19:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvernig finnurðu drifkraftinn til að halda áfram t.d. í námi ef þú hefur ekki trú á þér? Þetta snýst nefnilega ekki í mínu tilfelli um að feika það út á við heldur gagnvart mér.

Máni | 12. feb. '16, kl: 19:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég minni mig bara á allt sem ég hef þegar gert, held fyrirlestra þó mér finnist ég glötuð og þannig feik. Erfitt að útskýra þetta svo sem.

júbb | 12. feb. '16, kl: 19:47:56 | Svara | Er.is | 3

Ég finn að ég verð helst svona þegar ég verð rosalega þreytt eða er með mikla verki. Og ég þarf kannski ekkert mikið til að ná mér upp úr þessu núorðið, ég reyni að gera eitthvað slakandi, fer í bað og reyni að hvílast. Leyfi mér jafnvel að tárast og pirrast yfir þessu en reyni svo að halda áfram og vera jákvæð. Semsagt gef mér smá tíma til að vinna úr þessu og svo er það þrjóskan sem kemur mér áfram.


En ég hef líka átt lengri tímabil svona en ég sé það núna að þau voru einmitt þegar ég fékk ekki hvíld. En það munaði heilan helling um það þegar ég hætti að gera of miklar kröfur á sjálfa mig og fór bara að gera hlutina.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 20:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef auðvitað ekki fengið almennilega hvíld í 1 og hálft ár og er undir miklu álagi með járnskort og þreytu eftir því þessa dagana. Það stendur ekkert til bóta með hvíldina þó ég fari í járngjöf næstu vikur. 
Vandamálið er að ég get ekki bara „gert hlutina“ því það sem ég er að gera og sérstaklega langar að gera felur í sér mikla samkeppni og maður þarf alltaf að stefna á fullkomnun, ekki bara að halda sér gangandi. Allt í einu hef ég misst alla trú á að ég ráði við það.

júbb | 12. feb. '16, kl: 20:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég átti einmitt mjög langt tímabil án djúpsvefns og það var einmitt tímabilið þar sem ég átti lengst í þessu. Ég skil vel að þú sért að eiga við þetta núna enda mikið búið að vera að gera hjá þér. En skoðaðu samt aðeins þetta með kröfurnar. Mér fór ekkert að ganga verr þegar ég slakaði á kröfunum til mín, mér leið bara almennt betur. Stundum er maður bara svo miklu kröfuharðari við sjálfan sig en maður væri nokkurn tímann við aðra. Pældu aðeins í því hvað þú myndir segja við vini þína í þessari stöðu.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Sikana | 12. feb. '16, kl: 20:10:42 | Svara | Er.is | 1

Ég:
Minni mig á það að allt annað sem ég gæti stefnt á í lífinu væri annað hvort miklu minna gefandi en það sem ég er að gera í dag, eða þá að það myndi stundum vera alveg jafn erfitt og krefjandi. 


Reyni að hugsa um hvað ég myndi segja við vin í sömu stöðu þegar ég er sjálf betur stemmd. 


Tek pásu og hugsa hvorki um vinnu / nám né framtíðarhorfur í smástund. Oftast baka ég köku, af því að mér finnst oft hvetjandi að takast á við verkefni sem taka takmarkaðan tíma, er nánast garanterað að takist vel, OG svo er fólk miklu gjarnara á að hrósa manni fyrir að bera fram góða köku heldur en að hafa setið yfir erfiðu verkefni í fjórtán tíma í gær. 



Svo ef að allt annað bregst fer ég í gegn um email möppuna þar sem ég geymi áminningar um það sem mér hefur tekist að gera vel (hvetjandi email frá leiðbeinendum og samstarfsfólki, tilkynningar um verðlaun eða viðurkenningar.) Þessi mappa var ráð frá leiðbeinandanum mínum í doktorsnámi og er alveg ótrúlega mögnuð. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 20:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta með emailmöppuna er rosalega góður punktur og ég ætla að skoða þetta, takk. 

Sikana | 12. feb. '16, kl: 20:20:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Um að gera. Þegar maður getur ekki stappað stálinu í sig sjálfur þá er stundum gott að sjá að aðrir hafa haft trú á manni í gegn um tíðina. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

fálkaorðan | 12. feb. '16, kl: 20:31:45 | Svara | Er.is | 0

Oh ég veit ekki. Ég hef alltaf bara andskotast i gegn og tapaði þeirri baráttu þarna einhverntíman 2012-2013.


Núna er ég að standa upp aftur og taka skref sem ég, megnið af tímanum, hef enga trú á mér í. Maðurinn minn og fjölslylda styðja mig algerlega og svo svona tekst mér að telja mér trú um hlutina þar til ég horfi á spilaborgirnar hrinja.


Ég ætla ekki að gefast upp, ég ætla að halda áfram.


Manuring er að ég er ekki raunverulega að keppa við neinn nema sjálfa mig. Kannski vinn ég aldrei, en það er leiðin en ekki endastöðin sem er lífið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 12. feb. '16, kl: 20:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manuring = munurinn

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

júbb | 12. feb. '16, kl: 20:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var geðveikt lengi að reyna að fatta hvað þú gætir hafa verið að reyna að skrifa (get ég gert þessa setningu flóknari?)

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

fálkaorðan | 12. feb. '16, kl: 20:51:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er búin að slökkva á stafsetningar órétingunni. Framvegis verða villurnar mínar eigin.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

júbb | 12. feb. '16, kl: 21:40:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta gerir lífið áhugaverðara

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

staðalfrávik | 12. feb. '16, kl: 21:36:06 | Svara | Er.is | 4

Mitt (ófaglega) álit er að þú sért útkeyrð. Góðir hlutir gerast síður hjá útkeyrðu fólki.

.

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 21:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er líklega rétt álit. En lítið við því að gera.

staðalfrávik | 12. feb. '16, kl: 21:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elsku þú. Geturðu planað eitthvað kósí og notalegt þó það sé fram í tímann? Það er gulrót sem gæti haldið þér betur gangandi og eitthvað til að hlakka til?

.

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 21:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég pantaði mér flug í morgun til vinkonu minnar sem býr í útlöndum og ég sakna mjög. Það er gulrót þó hún sé 3 mánuði fram í tímann :)

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 21:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og reyndar var það gulrótin sem hélt mér gangandi síðustu önn, því ég lofaði mér að ef ég kláraði öll próf/verkefni myndi ég fara.
Næsta verkefni á dagskrá, venja brjóstasjúka barnið af brjóstinu :)

staðalfrávik | 12. feb. '16, kl: 21:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er byrjuð, ég get ekki meira. Síðasta gjöf hjá mér er föstudaginn eftir viku. Svo er það nokkrir dagar í útlöndum.

.

LaRose | 16. feb. '16, kl: 10:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er hann gamall? Ég var að venja eina 15 mánaða af brjósti fyrir nokkrum vikum...var búin að vera of þreytt í marga mánuði til að meika að venja hana af....en þvílík sæla þegar ég loksins gerði það!!!

Máni | 12. feb. '16, kl: 21:43:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hann ekkert að skána?

Anímóna | 12. feb. '16, kl: 21:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði og. Sumt gengur betur og annað ekki, og hvíldin er lítil. 

Máni | 12. feb. '16, kl: 21:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vona að þetta skáni á næstunni. Svona þreyta fer svakalega með mann.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 13. feb. '16, kl: 04:33:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er enginn séns að fá að sofa heila nótt utan heimilis og láta einhvern annan sjá um hann?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Anímóna | 13. feb. '16, kl: 13:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hreinlega veit ekki hvar það ætti að vera! :/

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 13. feb. '16, kl: 16:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skilja makann eftir með hann og gista hjá ættingja þínum eða hans, eða einhverju vinafólki?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Anímóna | 15. feb. '16, kl: 09:18:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn staður sem kemur til greina nefnilega. Allir sem ekki eiga kött búa í öðru bæjarfélagi eða landi.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 16. feb. '16, kl: 00:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hm.... ég er alveg að verða ráðþrota :(

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

bogi | 15. feb. '16, kl: 08:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er möguleiki að skipuleggja vinkonuferð í sumarbústað eina helgi? Eða setja börnin í pössun eina helgi á meðan þið farið tvö eitthvert burt?

Anímóna | 15. feb. '16, kl: 09:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Litli er enn á brjósti og það treystir sér enginn að passa hann.

bogi | 15. feb. '16, kl: 09:24:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok ég skil :(
Þegar ég bjó úti var aldrei frá börnunum mínum og ég fattaði að þegar elsti var að mig minnir 4 ára þá hafði ég aldrei verið meira en sólarhring frá börnunum mínum. Ég fann hvað þetta var mikið álag og fór að ýta sjálfri mér í að skipuleggja eitthvað með vinkonum eða fyrir sjálfa mig og skilja kallinn eftir með börnin. Það var rosalega frelsandi.
Ég fór í tvær nætur frá litlu minni þegar hún var enn á brjósti, ætli hún hafi ekki verið 7 mánaða.

En þau voru ekki með þessi vandamál sem þinn er með. Ég reikna samt með að þó að þetta muni lagast með árunum þá hverfi þetta aldrei alveg (er hann ekki með alls konar slæm ofnæmi fyrir mat og öðru?). Þá er um að gera að reyna að skapa sér einhverja umgjörð til að geta farið og gert eitthvað fyrir sjálfa sig.

Eftir þessi fimm ár sem ég bjó erlendis og var með mjög litla hjálp - bæði í krefjandi námi og litla möguleika til að gera eitthvað bara við - ásamt því að þurfa alltaf að treysta 100% á sjálfan sig. Ég finn það eftir á hvað þetta tók rosalega mikinn toll af mér - þetta er svo lýjandi til lengri tíma.

Anímóna | 15. feb. '16, kl: 18:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég fór einmitt í tvær nætur í október, þá var hann 14 mánaða - en það var vinnuferð og ég á kattaheimili svo ég var að deyja úr stífluðu nefi og hafði ca. 6 tíma á nóttu til svefns - sem sagt engan veginn til að hvíla mig.


Ég fer aftur í burtu um páska í vinnuferð tvær nætur - en ekki samfleytt ss. aðfaranótt föstudags og aðfaranótt sunnudags. Boj ó boj ætla ég að reyna að sofa vel aðra nóttina (ekki í boði hina). Vonandi fæ ég þægilegt rúm.

LaRose | 16. feb. '16, kl: 10:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður verður samt að komast í burtu annað en í vinnuferðir finnst mér. Það er alltaf svo mikið prógram.

Man sérstaklega eftir einni vinnuferð sem ég fór í eftir að hafa verið svefnvana í mörg ár með lítið barn sem svaf illa fram eftir aldri. Ein nótt og ég lifði á þessu í fleiri mánuði áður en ég fór.

Svo fór ég í ferðina og það var team building um daginn og verkefni og allt það en svo kom kvöldið og þá var sko steik og rauðvín. Ég hellti í mig 3 glösum af rauðvíni (sem er nóg til að slá mig út í fleiri tíma) og um miðnætti fór ég upp á herbergi og var svo hamingjusöm að geta legið í hótelrúmi EIN í 9 tíma þar til ég þurfti að vakna aftur.

Klukkan fokking 01:30 um nóttina er bankað á dyrnar! Þar var kominn yfirmaðurinn sem hafði fengið þá "frábæru" hugmynd að brjóta upp vinnuferðina og láta okkur í "skemmtilegt" hópefli um nóttina, svona til að hrista hópinn enn betur saman. Þessi gaur er svona duracell kanína sem fékk 10x meiri orku í vöggugjöf en allir aðrir. Frá 02-04:30 hékk ég með hinum samstarfsfélögunum í ráðstefnusal þar sem við áttum að flytja hálfs lítra kókflösku yfir brú byggða úr pappír....(við erum verkfræðingar). Ég hefði getað stútað gaurnum, lagst í gólfið og grátið.

Eftir þetta treysti ég aldrei á vinnuferðir sem hvíld.

Sendu bara kallinn þinn út með krakkana 1x í viku í 3 tíma, hentu þér á sófann og SOFÐU.

Anímóna | 16. feb. '16, kl: 15:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, frábær vinnuferð! :/ ég hefði líklega neitað að taka þátt!
Mínar ferðir eru einstaklingsbundnari, ég gist líklega ein inni á heimili fólks, ekki svona hópferð á hótel.


Barnið er 18 mánaða og er í dagvistun og ég í námi svo tæknilega séð get ég lagt mig á daginn, er t.d. búin að sofa núna ´siðan kl 10 í morgun en það er vegan þess að ég fékk sljóvgandi lyf í æð í morgun og gat ekki haldið mér gangandi. En maður hefur aldrei neinn tíma til að leyfa sér að sofa á daginn, finnst það heldur ekki koma í stað nætursvefns, Ég ætti samt að taka til mín að fara fyrr að sofa á kvöldin.

LaRose | 26. feb. '16, kl: 09:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir sem neituðu að vakna eða opnuðu ekki fengu refsinguna næsta morgun. Planið var við áttum að tékka út klukkan 7:30 (við erum að tala um Dani þar sem dagurinn byrjar 05:30 og allir fara út með hundinn í gönguferð) en sem verðlaun fyrir að vera með í hópeflinu um nóttina fengum við að tékka út klukkan 09:00.

Þeir sem ekki vöknuðu eða opnuðu ekki fengu ekki skilaboð um það og fengu að sitja í mótttökunni í 1,5 tíma og bíða eftir hinum og rútunni sem átti að keyra okkur heim...án þess að hafa hugmynd um hvar allir væru.

orkustöng | 19. feb. '16, kl: 10:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eitthvað mjög fyndið við þetta, samúð samt.

Fíbbla | 16. feb. '16, kl: 01:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ljúfan, ef ég má, þá sýnist mér staðalfrávik ná að kjarna. Augljóst að dagarnir eru ekki auðveldir og það er smita þig.
Mitt máttlausa innlegg er bara að minna þig á að þú veist betur.

Svala Sjana | 12. feb. '16, kl: 23:17:59 | Svara | Er.is | 1

Fara með möntruna um að ég hafi allt til brunns að bera. Vera dugleg að klappa sjálfri mér daglega. Minna mig á allt sem ég hef afrekað og get og reyna að sjá það með augum annarra. Reyndar gagnast það mér oft vel. 

Kv Svala

bogi | 12. feb. '16, kl: 23:27:54 | Svara | Er.is | 0

Taka sénr tíma fyrir sjálfan sig, leyfa sér að gera ekki neitt og vita að á morgun kemur nýr dagur sem gæti orðið betri.

Er reyndar sjálf útkeyrð núna án þess að vita nákvæmlega afhverju. Engin orka og er farin að vakna upp á nóttunni við að eitthvað er að skríða í loftinu (yfirleitt risa kónguló) en svo er auðvitað ekkert. Man bara eftir þessu þegar ég hef verið yfir mig þreytt, ólétt eða með lítil óvær börn.

Hugsa svo um allt þetta fólk sem veit miklu minna en þú en nær samt miklum árangri. Afhverju ættir þú ekki að geta það?

Síðan stækka börnin og vonandi kemst meira jafnvægi á hlutina, allt verður auðveldara í kjölfarið!

godot | 12. feb. '16, kl: 23:41:30 | Svara | Er.is | 0

1) Muna eftir því hvar ég var stödd fyrir x löngum tíma og hvað ég er komin langt miðað við þá.
2) Færa athyglina af sjálfri mér og á það sem ég þarf að gera, undirbúa, vinna, læra etc. Það virkar best.

Anímóna | 13. feb. '16, kl: 13:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk - það er ágætis ráð að horfa til baka. 


Takk allir fyrir svörin, get nýtt mér eitthvað af þessu. :)

Mainstream | 13. feb. '16, kl: 17:02:20 | Svara | Er.is | 5

Þú hefur nú alltaf virkað á mig sem mjög solid manneskja. Þú gafst mér m.a. frábæra uppskrift af bananatertu fyrir mörgum árum.:D


Þannig að ég held að það sé nú full innistæða fyrir því að þú ættir að hafa blússandi sjálfsálit. Prófaðu bara að líta til baka og sjá það sem þú ert búin að áorka. Þori að veðja að það sé meira en ansi margir hafi náð.


Mér finnst mjög gott að væla þegar gengur illa en ég hef hins vegar aldrei gefist upp og náð ansi langt á seiglunni.

Chaos | 13. feb. '16, kl: 17:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fullkomlega sammála! Hef alltaf dáðst af Anímónu, hæfileikum, dugnaði og bara því hver hún er. Sem sýnir hvað brestir í sjálfsáliti eru oftast í litlu samhengi við manneskjuna og það sem hún hefur áorkað. 

daggz | 13. feb. '16, kl: 19:30:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bananatertu? Ég fékk vatn um munninn við tilhugsunina. Áttu enn þá uppskriftina? 


P.s. sorry útúrdúrinn, ég bara þrái góða bananatertu!

--------------------------------

Anímóna | 14. feb. '16, kl: 23:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var búin að gleyma bananatertunni, en takk :) 

Chaos | 13. feb. '16, kl: 17:16:01 | Svara | Er.is | 5

Minnir þig á að þú sérð hlutina ekki í rétt ljósi sökum þreytu og álags, treysta því að þegar sá tími er liðinn þá munir þú sjá skýrar. Leyfa framtíðar úthvíldu Anímómu að rúlla upp samkeppninni, tækla erfiðu verkefnin og taka stóru ákvarðanirnar. 


Og spyrja þig svo hvort það fólk -  sem eitthvað mun verða úr/er að gera betri hluti/er líklegra til að vinna samkeppnina/eru hæfileikarík/o.s.frv. - myndu sjálf bregðast við og starfa í NÁKVÆMLEGA þínum sporum. 


Hætta að bera þitt upphaf við þeirra endi, your behind the seen við þeirra highlight reel og muna að álagstímar og erfiðleikar koma á mismuandi tímum hjá fólki, snemma hjá sumu, seint hjá öðrum og allskonar. Og að oft er oft ótrúlega mikill lærdómur oft falinn í erfiðleikunum - þó maður sjái það ekki fyrr en maður hefur unnið sig út úr þeim. 


Muna að við eigum bara X mikla orku til að eyða yfir daginn - og að ef ég eyði orkuni minni í A eða B en konan í næsta húsi eyðir henni að mestu í C, þá meikar ekkert sens fyrir mig að brjóta mig niður og líða ömurlega yfir því að hún sé betri í C en ég. Í ofanálagi þá fáum við stundum meiri orku og stundum minni, núna er þín lítil. 


Þetta er meðal þess sem ég geri. Alltaf þegar ég verð buguð, kvíðin og finnst framtíðin, verkefnin og ég sjálf óyfirstíganlegt erfitt- þá bregst ekki að ég er þreytt, illa sofin og undir álagi. Hingað til hefur allt lagast með alvöru hvíld. Þess vegna er svefninn númer eitt tvö og hundrað hjá mér - án hans er ég lítil kvíðahrúga með frestunaráráttu. Eða svona, allavega í áttina.

Anímóna | 14. feb. '16, kl: 23:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk mín kæra. Maður er allt of mikið í óraunhæfum/ósanngjörnum samanburði. 

ert | 13. feb. '16, kl: 17:23:53 | Svara | Er.is | 0

Ég neyði mig bara til að halda áfram. Svo gerist það alltaf að maður ser að einhver er ánægður með það sem maður er að gera. Þá lifir maður á því í einhvern tíma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

nefnilega | 13. feb. '16, kl: 17:38:56 | Svara | Er.is | 1

Þegar ég verð óánægð með sjálfa mig er það oftast tengt þreytu, álagi, streitu, kvíða eða einhverri fullkomnunaráráttu. Svo ég reyni að forgangsraða og fækka boltunum sem ég er með á lofti. Finna út hverju ég get sleppt eða sett á hold í bili.

Svo virkar líka að vera shallow, fara í klippingu eða keypt mér naglalakk og sjálfsálitið eykst við það.

Anímóna | 14. feb. '16, kl: 23:55:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég keypti mér skó (í fyrsta sinn síðan 2012) í gær. Var skvísa í dag. Hjálpar örlítið :)

nefnilega | 15. feb. '16, kl: 09:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ánægð með þig! Stundum þarf kona bara að gera vel við sig. Hvernig skó? Nú verð ég að fá mynd! ;)

nefnilega | 15. feb. '16, kl: 21:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert smá flottir!

Anímóna | 15. feb. '16, kl: 22:27:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það finnst mér líka :)

12 123 | 16. feb. '16, kl: 01:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fróðlegt að lesa og mikið sem ég kannast við margt þarna. Ég veit að ef ég kemst hjá stressi, kvíða, þreytu og fleiru neikvæðu þá virka ég fínt en þá líður mér best heima við þar sem ég get stjórnað hlutunum. En þá fæ ég engin laun fyrir, nema að sjálfsögðu betri heilsu og líðan. Allir þurfa að eiga heimili og fullt að borga, fer alltaf í vinnu en gefst upp aftur og aftur því þá hætti ég að virka :( hvað getur maður gert, er ráðalaus!

Abba hin | 16. feb. '16, kl: 10:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á alveg eins nema úr leðri. EEEELSKA þá. Er þetta ekki Vagabond annars?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

nefnilega | 16. feb. '16, kl: 11:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar í svona. Nema ekki með svona háum hæl.

Abba hin | 16. feb. '16, kl: 11:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uppáhalds skórnir mínir. Ganga við allt, ógeðslega þægilegir og fínir í hálkunni :D

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

nefnilega | 16. feb. '16, kl: 11:21:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nenni bara ekki að vera 190!

Abba hin | 16. feb. '16, kl: 11:23:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei trúi því :p Ég hugsa að ég slefi upp í 170 cm í þessum :D

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

nefnilega | 16. feb. '16, kl: 11:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einn daginn hljóta þeir að framleiða svona skó með lágum hæl ;) ég held áfram að stalka feisbúkk síður skóbúðanna.

Abba hin | 16. feb. '16, kl: 11:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skal hafa augun opin ;)

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

nefnilega | 16. feb. '16, kl: 11:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :) Ég er skósjúk en hef bara keypt mér praktíska útivistarskó undanfarið.

Anímóna | 16. feb. '16, kl: 14:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég nefnilega hef ekki getað notað hælaskó síðan ég fótbrotnaði fyrir 3 árum. Ég þreytist enn rosalega ef það er bara smá hæll en þessir lofa góðu so far, það er svo rosalega mjúkur sólinn líka.

Anímóna | 16. feb. '16, kl: 14:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessir eru líka úr leðri.

Abba hin | 16. feb. '16, kl: 14:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ meina svona glansandi leðri. En þessir eru ótrúlega flottir :)

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Anímóna | 16. feb. '16, kl: 15:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er burstað leður :) Við erum þá bara skvísur í stíl!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Síða 1 af 47608 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Guddie