Þegar tölvan segir JÁ. Dómharka eða staðreyndir?

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 00:16:15 | 265 | Svara | Er.is | 0

Ég get verið dómharður og ætla að leyfa mér að vera það í þessu tilfelli líka, svo endilega leiðréttið, setjið út á eða látið eitthvað gáfulegt um þetta flakka.

Það er mín einlæga trú að fólk sem starfar á vettvangi hins opinbera geti mjög oft breyst í það sem við köllum kerfiskalla eða kellingar. Svona manneskjur með róbótahugsanahátt, ýmist af því lögin segja eitthvað, starfsreglurnar segja eitthvað, eða einfaldlega að tölvan segir hið margfræga NEI.

En í þessu tilfelli segir tölvan JÁ, þrátt fyrir að allir aðrir viti betur. Samt flaggar þessi sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar því alveg óhikað að Ísland sé með eitt öflugasta leikskólakerfið í Evrópu og allt sé svo æðislegt hvað varðar leikskólakerfið á Íslandi, þrátt fyrir að t.d. það fáist ekki mannskapur til að fylla í stöðurnar sem "kerfið" krefst.

Líklega er lykilatriðið þarna að verið er að tala um "kerfið" sem óskhyggju en ekki afleiðingarnar sem þetta fáránlega heimska kerfi hefur getið af sér. Sleppum alveg staðreyndum eins og að sl. tíu ár eða svo hefur verið flótti úr þessari stétt sem kallast leikskólakennarar.

En gott að tölvan hafi sagt JÁ!

https://www.visir.is/g/2019190729845/island-med-eitt-oflugasta-leikskolakerfid-i-evropu

 

T.M.O | 22. júl. '19, kl: 00:59:10 | Svara | Er.is | 0

Þekkir þú leikskólakerfi annars staðar í evrópu? Hvernig leikskólinn er skipulagður og rekinn er ekki bein tenging við hvernig gengur að manna hann. Getur verið að leikskólakerfi í öðrum löndum sé verra en hér? Ég veit um lönd í Evrópu sem eru með verri leikskóla en eru hér, ég veit ekki um þau öll. Við erum blind á það sem gengur upp nema einhver sem lifir við annan veruleika bendi manni á það. Auðvelt að ákveða að allt sé ómögulegt þegar maður sér bara það slæma

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 09:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki enga aðra leikskóla í Evrópu. En eftir að hafa verið með tvö börn á leikskólum hérna þá set ég beina tengingu við mannaflann og mína ánægju með dvöl þeirra á þessum stöðum.

Mannekluna og vöntun á hæfu fólki er hægt að tengja beint við þetta öfluga leikskólakerfi sem þessi sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar er að státa sig af að sé svo æðislegt á evrópskum mælikvarða. Þetta eru öfugmæli að mínu mati. Þar að auki þekki ég þó nokkra leikskólakennara (menntaða sem slíka) sem hafa flúið leikskólana og sjá ekki eftir því.

Stundum eru kerfi hönnuð til að þjóna fyrst og fremst þörfum kerfanna sjálfra og þeirra kerfiskalla og kellinga sem þeim stjórna.

Þetta er eitt af þeim dæmum.

Ekki misskilja mig, það er margt mjög gott hvað varðar leikskóla hérna, en þegar hæft starfsfólk er hrakið frá þeim, eða fæst ekki til að starfa þar, þá er að mínu mati verið að fjarlægja það sem skiptir lang mestu máli í rekstri leikskóla. Það er einmitt það sem þetta frábæra kerfi er búið að gera.

Ótrúlegt og óþolandi að svona lið sé að slá sig til riddara!

ert | 22. júl. '19, kl: 09:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekkirðu starf leikskóla í öðrum löndum? Geturðu nefnt ákveðin lönd og hvað þau fram yfir okkur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 09:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestu nú innleggið hjá mér áður en þú skrifar athugasemd sem inniheldur svona spurningu.

ert | 22. júl. '19, kl: 09:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég las það - en það meikar engan sens að fullyrða leikskólakerfið hjá okkur sé ekki eitt öflugasta leikskólakerfi í Evrópu af því að maður er óánægður með það. Það er svo mikil rökleysa að ég hélt þú hefðir ruglast eitthvað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 10:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei mín kæra ert, þetta er nefnilega engin rökleysa hjá mér. Ef þú hefðir lesið fréttina um þetta þá hefðir þú getað lesið það sem þar segir, sem er m.a. að:

"Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi.

„Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi."

Þarna er mikil þversögn, það er vísað í að þessar ríku menntunarkröfur geri þetta að öflugu leikskólakerfi. En hvaða gagn gerir það ef að þessar ríku menntunarkröfur eru að fæla frá kennara?

Sérfræðingurinn hún Hulda segir meira að segja sjálf að rannsóknin sé fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi. Sem sagt umgjörðin er æðisleg, það er búið að búa til kerfi sem gerir æðislegar kröfur, en það er ekki verið að skoða hvort allar þessar kröfur og þetta frábæra kerfi sé að skila miklum árangri.

Eða með öðrum orðum, þarna er kerfiskerling að klappa sjálfri sér á bakið yfir því hvað kröfurnar til kerfisins séu æðislegar, jafnvel þótt kerfið sjálft sé langt langt laaangt frá því að uppfylla kröfurnar sem það gerir til síns sjálfs.

En hey, hin formlega umgjörð er æðisleg!

ert | 22. júl. '19, kl: 10:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já, formlegar kröfur eru með þeim bestu. 
Heldurðu í alvörunni að ef það eru engar formlegar kröfur þá sé allt upp fullt af leikskólakennurum - væntanlega frá útlöndum því ef ekki eru gerðar formlega kröfur til náms í landinu þá er námið ekki til.  leikskólakennararéttindi á meistarastigi gerir það verkum að leikskóalstjórar amk í Reykjavík eru með masterspróf.
Prófaðu að kynna þér leikskóla í löndum þar sem liltar sem engar kröfur eru gerðar - Bretland t.d.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 11:04:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nenni ekki að fara út í þetta sem langloku. Málið er að þetta er heimskulegt, konan er að hygla sjálfri sér fyrir kerfi sem virkar ekki.

Nám til leikskólakennara þarf ekki að vera á meistarastigi.
Laun leikskólakennara hafa alltaf verið of lág.

Þetta eru tvær helstu ástæður þess að fólk sækir ekki í þetta starf og þess vegna getur kerfið ekki virkað eins og það á að gera.

Það er tilgangslaust að hafa námsskrá fyrir leikskólastig og gera kröfur um meistaragráðu kennara ef það leiðir af sér að ótalandi og ómenntað fólk er það eina sem fæst í þessi störf.

Svolítið svipað eins og að fylla stöður heilaskurðlækna á Landsspítalanum með nemum á öðru ári í dýralækningum. En hey, skiptir ekki máli því formlegar kröfur um kunnáttu heilaskurðlækna eru til staðar.

ert | 22. júl. '19, kl: 11:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


gerirðu þér grein fyrir hvað leikskólakennarar verða að eiga við. Þeir verða að geta átt við alls kyns félaglegar og læknisfræðilega aðstæður barna og geta haft það mikinn grunn að þeir geti í flýti skilið flóknar raskanir og félagslegur aðstæður og vitað hvað leikskólinn getur gert il að styðja börn í gegnum slíkar aðstæður.
Þú gerir þér grein fyrir að leikskóli er aðeins meira en 16 ára stelpa að passa?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 11:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ójá. Þess vegna er ég ekki sáttur við að umhverfið þarna er oft á tíðum langt frá því að geta tekið á svona löguðu.

Leikskólarnir eru alls ekki að skila þeim málþroska og þeirri örvun sem þeir eiga að gera.

Þriggja ára nám dugar örugglega til að kenna að skeina, snýta og jafnvel allt hitt sem til þarf.

Þessar meistaragráðu kröfur eru að draga úr mætti leikskólanna að mínu mati.

ert | 22. júl. '19, kl: 11:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég skil ekki - það geta setið fundi barnaverndar um barn með þroskahömlun, einhverfu og blindu er eitthvað sem 3 ára nám dugar til af þvi að það er á skala við skeina og snýta?
Að sama skapi getum við sagt að það þurfi hvorki hjúkrunarfræða, sjúkraliða né lækna á líknardeildir - fólkið er nú bara að drepast og það þarf enga sérfræðinga til þess.
Það þarf einfaldlega að gera þessi störf eftirsóknarverð.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 14:54:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hárrétt hjá þér. Starf leikskólakennara á að vera eftirsóknarvert. Að mínu mati er þetta eitt af þeim störfum sem er hvað mikilvægast fyrir samfélagið. Það má auðvitað byrja á þessari tuggu um að launin eru langt frá því að vera eftirsóknarverð og hvað þá í samræmi við ábyrgðina sem fylgir starfinu. Það hefur dugað ágætlega hingað til að hafa námið á háskólastigi og til þriggja ára, launin hafa hinsvegar aldrei verið í samræmi, og hvað þá nú þegar búið er að gera þetta að fimm ára námi sem á svo að greiða skítalaun fyrir.

Mergur málsins er hinsvegar þessi. Sérfræðingurinn er að grobba sig af því hvað kerfið sé æðislegt, en kerfið er ekki að virka.

ert | 22. júl. '19, kl: 15:16:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Kerfið sem er ekki að virka er samt sem áður betra en flest öll kerfi sem ég hef heyrt af.
Fannst þér í alvörunni þegar þú sast fundi með leikskólakennurum út af málefnum barna í mjög viðkvæmri stöðu þegar 3 ára menntun var við hendi að þeir hefðu nægilega þekkingu?  

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 22. júl. '19, kl: 14:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo að reynsla þín með 2 börn á leikskóla og af því að þú þekkir leikskólakennara segir þér að þessi frétt sé röng?

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 15:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Líklega er fréttin tæknilega séð rétt, sérstaklega af því fréttamaður spyr ekki einu sinni út í fjölda leikskólakennara og hvort það sé verið að uppfylla kröfur kerfisins um þá.

Þannig að fréttin er rétt. Enda er bara verið að tala um kröfur kerfisins í fréttinni, en ekki hvort kerfið sé að uppfylla þær kröfur sem það gerir til sjálfs síns.


Lestu þessar hérna hlið við hlið og segðu mér hvort þér finnist þetta allt saman vera mjög lógískt:

https://www.visir.is/g/2019190729845/island-med-eitt-oflugasta-leikskolakerfid-i-evropu

https://www.frettabladid.is/frettir/flotti-medal-leikskolakennara-breytir-leikskolum-i-gaesluvelli/

Ég gæti fundið helling af svipuðum fréttum, en þessi er sæmilega ný og dugar því ágætlega.



Ef landslið Íslands í einhverri boltaíþrótt væri með heimsklassa þjálfara, besta leikkerfið og frábæra umgjörð, en myndi síðan fylla upp í liðið sjálft með einhverjum sófakartöflum sem hafa aldrei komið nálægt bolta, værum við þá í raun og veru með æðislegt lið sem væri líklegt til að ná árangri?

T.M.O | 22. júl. '19, kl: 15:48:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í guðanna bænum, ekki fara að setja samhengi á milli rekstur leikskóla og einhvers boltaliðs, talandi um epli og kókóshnetur. Þú ert þó búinn að viðurkenna að fréttin sé ekki röng, það segir mér að þú skilur þetta. Við getum kvartað undan ýmsu og það mætti laga margt en það er lágmark að við gagnrýnum það sem er að, ekki það sem er í lagi. Ef við segjum að allt sé ónýtt af því að hlutar kerfisins eru það, þá er ekkert hægt að bæta af því við erum aldrei tilbúin að viðurkenna það.

ert | 22. júl. '19, kl: 15:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er með mun meiri reynslu en bara 2 börn á leikskóla. Hann var með barn í viðkvæmri stöðu annað hvort félagslega eða fötlunarlega séð þegar  leikskólakennarar voru bara með 3 a´ra menntun og svo hefur hann reynslu af sömu stöðu með annað barna núna þegar þeir eru með 5 ára reynslu. Þess vegna getur hann dæmt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 15:26:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki spurning um mig, heldur staðreyndir og hvað það er asnalegt þegar opinberar kerfisbullur eru að hæla sér.

Lestu þessar hérna hlið við hlið og segðu mér hvort þér finnist þetta vera svona öflugt kerfi:

https://www.visir.is/g/2019190729845/island-med-eitt-oflugasta-leikskolakerfid-i-evropu

https://www.frettabladid.is/frettir/flotti-medal-leikskolakennara-breytir-leikskolum-i-gaesluvelli/

ert | 22. júl. '19, kl: 15:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er það staðreynd að þrjú ár í háskóla eru nóg til að sjá um flókin vanda barna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 15:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki verið að tala um það í þessum fréttum.

Önnur segir að kerfið sé frábært, hin segir að það sé flótti úr stéttinni. Það eru staðreyndir málsins.

Þannig að hvernig getur kerfið verið svona frábært ef það uppfyllir ekki þær kröfur sem það gerir til sjálfs síns?

ert | 22. júl. '19, kl: 15:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja, ég sé það betra en rándýrt kerfi sem er uppfullt af ómenntuð fólki sem jafnvel lemur börnin eins og ég hef heyrt sögur af frá útlöndum - barsmíðarnar reyndar frá ameríku. En fólk vill svo sem mismunandi hluti. Sumir vilja eflaust borga 200 þús fyrir algjörlega ófaglært fólk að skipuleggja starfið og sjá um það frekar en íslenska kerfið þar sem er þó reynt að hafa faglært fólk - og ég man ekki ef því að ófaglærður aðilu hafi t.d. unnið sem þroskaþjálfi á leikskóla hér á landi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 15:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já svona eins og á leikskólanum 101, eða hjá öllum æðislegu dagmömmunum

https://www.ruv.is/frett/leikskolanum-101-lokad-timabundid

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/23/skyringar_a_averkum_oft_faranlegar/

ert | 22. júl. '19, kl: 15:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha eru dagmömmur leikskólar? Vá!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 17:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég var bara aðeins að snúa út úr ala ert :)

En það breytir því ekki að við þurfum ekki að leita til útlanda til að finna ómenntað starfsfólk sem lemur börn.

Þetta er allt saman hérna á okkar ágæta Íslandi og meira að segja verið að innleiða kerfi sem tryggja að sú þróun geti versnað til muna. En það er allt í lagi af því kerfið er svo æðislegt og uppfyllir meira að segja gæðaviðmið, eitthvað annað en hjá vondu útlendingunum.

ert | 22. júl. '19, kl: 17:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok èg vissi ekki að það væri uppeldisstefna á leikskólum bæjarfélaga hér á landi að berja börn. En gott að vita að slíkt sé opinber og viðurkennd stefna

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 18:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HA? Ertu að grínast? Hvar fékkstu þær upplýsingar? Er þetta staðfest?

ert | 22. júl. '19, kl: 18:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum að tala um hið opinbera leiksólakerfi en það samanstendur m.a. Af dagmæðrum með háskólanám sem vinna undir opinberri námskrá leikskóla þar sem er talið eðlilegt að berja börn eða svo skilst mér á þér. Af hverju værirðu annars að blanda dagmæðrum í þessa umræðu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 22. júl. '19, kl: 18:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi elskan mín nú ert-u að misskilja mig aðeins.

Ég var að benda á að þessi þróun með fækkun menntaðra leikskólakennara væri óheppileg, enda getur hún leitt af sér að Ísland verði meira eins og útlandið, þar sem ómenntaðir starfsmenn berja kannski börnin.

Þannig að þú ert ekkert að skiljast neitt á mér, ég er bara að benda á að kerfið (þetta æðislega sem er með viðurkenningu og alles og sérfræðingurinn hjá Menntó er svo ánægð með) er að leiða til þess að mennntuðum leikskólakennurum fer fækkandi.

Stundum er gott að hafa karlmann til að leiðrétta ykkur stelpurnar!

ert | 22. júl. '19, kl: 19:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég trúi því ekki að fækkun leikskólakennara valdi því að námskrá leikskóla verði sett af og hætt verði með leikskóla á vegum sveitarfélaga og þeir settir á ábyrgð einkaaðila.
Það er ekkert sem bendir til þess að slíkt sé að fara gerast.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 23. júl. '19, kl: 10:31:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ég heldur. En fækkun leikskólakennara veldur því að fleiri og fleiri ófaglærðir munu starfa á leikskólum. Það er staðreynd, tölfræðileg staðreynd.

Þetta eykur síðan hættuna á því að við gætum setið uppi með (best að nota nákvæmlega þín orð til að lýsa því)

"rándýrt kerfi sem er uppfullt af ómenntuð fólki sem jafnvel lemur börnin"

ert | 23. júl. '19, kl: 13:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvörunni heldurðu að aðalnámskrá leiksskól verði breytt og og barnaverndarlögum breytt út af fækkun leikskólakennara? Vá!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 23. júl. '19, kl: 14:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uh, ef þú lest svarið hjá mér og notar til þess opna augað, þá sérðu að ég segi "nei" við þessari spurningu þinni, ég held ekki að námsskránni verði breytt, né einhverjum lögum.

Síðan er ég bara að benda á það sama og þú ert að benda á sjálf, að kerfið geti endað sem rándýrt kerfi sem er uppfullt af ómenntuðu fólki sem lemji jafnvel börnin, svona eins og í Bretlandi og öðrum vondum útlöndum.

Það kemur námsskránni ekkert við, né heldur lögunum.

Þú ert svo sæt :)

ert | 23. júl. '19, kl: 14:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Kerfið í sumum öðrum löndum er þannig að það er engin opinber námskrá fyrir einkaskóla og einkaleikskólar geta sett sér sínar reglur þar sem má hirta börn.


Þú segir segjað það það sé möguleiki að  kerfið hér geti endað sem rándýrt kerfi sem er uppfullt af ómenntuðu fólki sem lemji jafnvel börnin, svona eins og í Bretlandi og öðrum vondum útlöndum.
Þannig að þú ert að segja að umrætt opinbert kerfi (íslenska leikskólakerfið sem er rekið af sveitarfélögum og einkaaðilum em eru bundnir af námskrá leikskóla) getað endað þannig að það verði enginn opinber námskrá fyrir leikskóla og það megi hirta börn - m.ö.o. að barnaverndarlögum verði breytt.


Hvernig séður fyrir þér að námskrá leikskóla verði afnumin og hvernig sérðu fyrir þér að barnaverndarlögum verði breytt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
spikkblue | 23. júl. '19, kl: 17:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé ekki fyrir mér að námskrá verði afnumin eða að lögum verði breytt. Þú getur hvergi fundið tangur né tetur af slíkum vangaveltum í mínum skrifum.

Það hvort eitthvað standi í námskrá eða lögum stöðvar ekki fólk, hvorki menntað né ómenntað, í að lemja börn ef viðkomandi ætlar sér á annað borð að leggja hendur á barn.

Lögin halda áfram sínu gildi, námskrá heldur áfram að vera eins og hún er, og þessi vitleysingur sem kallast sérfræðingur hjá Menntamálastofnun mun halda áfram að klappa sér á bakið fyrir kerfi sem er ekki að virka, en fær samt alveg viðurkenningu fyrir að vera rosalega flott und alles.

ert | 23. júl. '19, kl: 19:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En við erum að ræði kerfi.þú vilt meina að íslenskt kerfi geti orðið eins og erlend kerfi. Við erum ekki að ræða einstaklinga. Hvernig telurðu að íslenska kerfið geti orðið eins og það breska eða bandaríska og hvernig sérðu fyrir þér lagabreytingar sem þarf til þess?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 23. júl. '19, kl: 19:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aaaah ég skil þig betur núna, þú ert alveg pikkföst í formsatriðum, svona svolítið eins og kerfiskerling ;)

Ég er er ekki að meina að kerfið sjálft breytist, heldur að þeir sem starfi innan kerfisins hegði sér ekki eins og kerfið vilji. Svolítið eins og þegar fólk lendir í því að tölvan segi nei.

Kerfið mun alltaf vera frábært og æðislegt, umgjörðin og formið alveg nánast fullkomið, rétt eins og sérfræðíngurinn hjá Menntó bendir á. Kerfið fær jafnvel viðurkenningu eða bestu niðurstöðu í úttekt, það er besta kerfi í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

En málið er að sjálfir innviðir kerfisins virka ekki eins og kerfið ætlast til, enda er það ómenntað fólk sem fyllir í þær stöður kerfisins þar sem er gert ráð fyrir fólki með meistaragráðu.

Þess vegna getur kerfið í raun hegðað sér eins og hin vondu erlendu kerfi, þrátt fyrir að umgjörðin sé alveg nánast upp á 100 og kerfið hafi fengið vottun og viðurkenningar. Þarna þurfti engar lagabreytingar, né breytingar á námskrá, kerfið gerði bara ekki ráð fyrir því að það gæti klikkað af því að það skoraði svo hátt í einhverri vandaðri könnun, jafnvel þótt raunveruleikinn væri fyrir löngu búinn að sýna fram á að kerfið væri ekki að virka.

ert | 23. júl. '19, kl: 20:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já tölum um fólkið. Það fer þá að rukka fólk um 200 þús þannig að ástandið verður eins og erlendis hvað varðar kostnað. Eftirlitsaðilar eins og MMS munu ekki vinnuna sína þannig námsskrá verður marklaust plagg. Barnavernd og lögregla munu ekki rannsaka ofbeldi gagnvart börnum þannig að hirtingar á börnum verða félagslegt norm. Ég náði þessu loksins

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 24. júl. '19, kl: 10:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er allt í lagi af því formleg umgjörð verður ein sú besta sem fyrirfinnst í Evrópu og jafnvel þótt víðar væri leitað.

Sérfræðingarnir hjá Menntó munu alltaf geta klappað sjálfum sér á bakið og sýnt fram á að kerfið sé æðislegt :)

ert | 24. júl. '19, kl: 10:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og starfsfólkið mun fá góð laun af því að það mun handrukka foreldranna um þessi 200 þús!! Allir vinna!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47875 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie