Þegar vinir bregðast og barn stendur eitt eftir - góð ráð þegin :)

askur98 | 28. des. '20, kl: 18:06:19 | 256 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag.

Mig langaði til að athuga hvort ég fengi einhver viðbrögð hér varðandi klemmu sem ég og veit ekki alveg hvernig best er að snúa mér hvað varðar strákinn minn.

Ég á strák í 6 bekk. Honum hefur alltaf gengið mjög vel félagslega og átt marga vini. Þegar hann var í 4 bekk fluttum við í nýtt hverfi og byrjaði hann í nýjum skóla. Hann eignaðist fljótt vini og samanstóð vinahópurinn af c.a 8 strákum sem áttu gott vinasamband. Þeir voru allir saman í fótbolta og aldrei var neitt vesen. Hans besti vinur býr við hliðina á okkur hér i blokkinni og bar ekki á neinu í 4,5 og 6 bekk.

Síðasta vor fór svo að bera á því að hann var að útilokast og sleit vinur hans algjörlega allt sambandið við hann. Við foreldrarnir reyndum að grípa inn í en allt kom fyrir ekki. Þessi drengur vildi ekkert samband hafa án þess að gefa neina skýringu og eignaðist annan besta vin. Við ákváðum að láta sumarið líða og sneri minn drengur sér annað. Þetta tók mjög á minn dreng sem saknaði vinar síns mikið og fannst eins og nefndi það eitt kvöldið að honum fyndist eins og hann hefði bara dáið.

VIð bjuggumst við því að þetta myndi ná aftur sama stað eftir sumarið sem það gerði því miður ekki. Nú er svo komið að honum er aldrei boðið með, þeir hunsa hann algjörlega og er það oft þannig að allur skarinn er hér hinum meginn við vegginn eða úti í garði að leika og aldrei fær hann boð um að vera með Ef hann fer til þeirr finnst hann þeir hunsa hann og hann endar einn. Maðurinn minn ákvað einn morguninn að ganga á eftir mínum dreng í skólann þar sem hann viljandi var mjög lengi alltaf að koma sér út úr dyrunum og var ávallt seinn í skólann. Við komum honum út á réttum tíma, þegar minn drengur hittir svo vini sína, heilsar hann þeim, þeir horfa á hann án þess að segja neitt og halda áfram að ganga í skólann og hann einn á eftir þeim. Ég hef margrætt við foreldra og alltaf fæ ég svarið að rætt verði við drengina. Ekkert hinsvegar breytist.

Ég er alveg komin á það að láta hann skipta um skóla og fara aftur í sinn gamla bekk þar sem hann heldur góðu og traustu vinasambandi við sína gömlu vini og sækja þeir mikið í hann . Mér finnst það hinsvegar mjög leitt ef hann þarf að sækja skóla í öðru hverfi og ekki verði hægt að leysa þetta.

Er einhver sem gæti leibeint mér á árangursríkan hátt :)

Bestu jólakveðjur :)

 

ert | 28. des. '20, kl: 18:23:57 | Svara | Er.is | 0

Hvað segir skólinn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askur98 | 28. des. '20, kl: 18:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann segir mest litið, bara að það sé erfitt að beita sér í þessu, sérstaklega þegar þetta er svona þögult. Það er aldrei neinn vondur við hann eða nein ljót samskipti. Þetta er bara algjör hunsun.

ert | 28. des. '20, kl: 18:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Mér sýnist þú eiga tveggja kosta völ
1) Vinna með skólanum þannig að félagar hans hunsi hann ekki. Þá gætirðu leitað aðstoðar Sjónarhóls en þeir hjálpa fólki að eiga við skólana og það er ókeypis. Það er alveg hægt að setja upp vinahópa og vinna með það að fólk á að geta umgengist.
2) Færa hann í gamla skólann. Það er ekki víst að það sé laust pláss þar.
Mér heyrist gersamlega vonlaust að tala við foreldrana. Það þarf ekki að vera að foreldrarnir séu slæmir heldur finnst mér líklegt af þessari frásögn að strákarnir séu bara ekki hlusta á þá.


Það er svo sérstakt að það er eins og þeir hafi tekið sig saman um að hunsa hann. Gerðist eitthvað? Fór einhver í fýlu út í hann og dreifði einhverju út um hann meðal félaganna?
 Er hann á einhvern hátt ólíkur þeim? Stundum taka börn sig saman um hunsa einhvern sem er öðruvísi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askur98 | 28. des. '20, kl: 19:16:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl.

Takk fyrir þessi svör. Hann er ekki á neinn hátt ólíkur þeim og heur átt mjög góð samskipti við þessa drenga. Bæði í skóla, utan skóla og í fótboltaferðum. Hann tengir alveg við strákana (alla nema" fyrrverandi" besta vin sinn) í skólanum. En ef þessi drengur er með í för er algjört huns og strákarnir sækja mikið í þennan strák. Hann er í A-liði í fótbolta, á vel stæða foreldra, á flest allt tækja tengt og þeir fá að hafa nokkuð frjálsar hendur heima við hjá honum. Þannig það er mjög kúl að vera með honum.

VIð höfum altlaf verið á bremsunni með þessa stráka og velti ég því stundum fyrir mér hvort það hafi getað skemmt eitthvað. Verið t.d með þær reglur að í gistipartýum sé farið að sofa ekki seinna en 2 (sem mér samt finnst samt alltof seint fyrir börn í 6 bekk ). Að það sé ekki verið að drekka orkudrykki og hryllingsmyndir bannaðar innan 16 hafa ekki verið leyfðar. Það hefur mikið verið sett út á þetta og minn oft staðið eftir grátandi því enginn vill gista hjá honum sökum þessa.

ert | 28. des. '20, kl: 19:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mér finnst mjög líklegt að það sé sagt um sé að hann sé barnalegur - hlýði foreldrum sínum og blabla.
Ég held þetta sé vonlaust dæmi en það er að sjálfsögðu ykkar að meta það.
Á hann ennþá vini í gamla skólanum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askur98 | 28. des. '20, kl: 19:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Hann er mikið með þeim núna og hefur verið góður vinur þeirra síðan í 1. bekk. Hann gengi inn í gamla bekkinn sinn aftur.

ert | 28. des. '20, kl: 19:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá finnst mér þetta ekki spurning.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 28. des. '20, kl: 18:49:33 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu einhvern grun um ástæður þessa ástands ?

askur98 | 28. des. '20, kl: 18:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engar og enginn virðist vita neitt. Þetta byrjar í raun allt með því að drengurinn minn kynnir vin sinn fyrir strák sem hann hafði kynnst á æfingum. Þessi nýi strkáur og besti vinur stráksins míns byrja svo að láta leiðinlega og útiloka minn dreng sem varð til þess að þeir misstu tengslin í sumar. Svo virðist þetta hafa ágerst þegar skólinn byrjaði. Þeir lenda svo ekki í sama "covid" hóp í skólanum sem gerir hlutina kannski erfiðara með að vinna með þá í skólanum.

ert | 28. des. '20, kl: 19:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nú samt útskýring. Væntanlega eru gamli vinurinn og nýji strákurinn búnir að útiloka hann og hafa dreift því til hinna strákanna. Þetta er svona týpísk stelpueinelti - en greinilega er jafnréttið komið svo langt að strákar eru farnir að tileinka sér þetta líka.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askur98 | 28. des. '20, kl: 19:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo sem eflaust það sem hefur gerst. Er þá hreinlega ekkert hægt að gera nema kyngja þessari hegðun og færa barnið þegar hvorki foreldrar eða skóli aðhafast?

ísbjarnamma | 29. des. '20, kl: 12:35:13 | Svara | Er.is | 1

Sæl ég á 3 syni sem eru fullorðnir í dag, tveir elstu voru vanræktir af skólanum, ég tók þá báða úr skólanum og fóru í skóla langt í burtu frá heimilinu þurftu að taka strætó, í stuttu máli þá bjargaði þettað þeim báðum, í dag eru þeir hámenntaðir og á góðum stað, ég að sannfærð um að skifta um skóla bjargaði þeim, mitt ráð til þín láttu hjartað ráða för þó að það getir stundum verið erfitt

E12 | 29. des. '20, kl: 13:53:43 | Svara | Er.is | 1

Það er greinilega eitraður andi í strákahópnum sem einn eða tveir stjórna (með leyfi foreldra sem setja engin mörk eða reglur). Mæli allan daginn með að flytja strákinn þinn í gamla skólann, þetta á bara eftir að versna. Það gæti m.a.s. orðið wake up call fyrir skólann og foreldrahópinn ef þú tekur hann úr skólanum. Láttu skýrt vita í skólanum að þetta sé ástæðan og láttu færa það til bókar. Þið foreldrarnir eruð að gera allt rétt með mörk og uppeldi, börn í 6. bekk eiga ekki að stjórna eins og litlir einræðisherrar! Gangi ykkur vel.

seljanlegt | 29. des. '20, kl: 14:15:36 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi færa hann til baka, því fyrr því betra. Það er mjög skemmandi að upplifa endalausa höfnun.

amazona | 31. des. '20, kl: 02:02:26 | Svara | Er.is | 0

Ég skifti um skóla og keyrði í annað hverfi, það eina í stöðunni fyrir mig

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Síða 7 af 47941 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie