ÞETTA ER EKKI REFSING!

nögl | 8. maí '05, kl: 17:53:31 | 1945 | Svara | Er.is | 1

Hvað er málið með fólk sem heldur að það sé verið að refsa því þegar það skráir sig í sambúð? Að það MISSI barnabætur og fleiri fríðindi sem einstæðir hafa??

Málið er að þessar bætur og fríðindi eru ætluð EINSTÆÐUM því þar er bara ein tekjulind og í langflestum tilfellum afla tveir meiri tekna en einn.

EInstæðir þurfa á þessu að halda þar sem þar er bara ein tekjuinnkoma SVO ÞAÐ ER EKKERT VERIÐ AÐ REFSA YKKUR, ÞIÐ EIGIÐ EINFALDLEGA EKKI RÉTT Á ÞESSUM BÓTUM!

Hitt er svo annað mál að mér finnst þetta eiga að vera tekjutengt, í einstaka tilfellum þá er einn aðili með hærri tekjur en tveir í næsta húsi.... en ég veit samt að þetta er engin REFSING... halló segir sig sjálft ef maður er ekki einstæður lengur!

 

Sarya | 8. maí '05, kl: 17:56:33 | Svara | Er.is | 0

Svo sammála þér þarna...! heyr heyr einog sumir orða það.... Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf ;)

takk fyrir mig

galdrakall | 8. maí '05, kl: 18:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uuhhh ein vinkona mín sem er einstæð með 2 börn,hefur hærri tekjur en ég og maðurinn minn samanlagt,og við erum bæði í fullri vinnu er það eitthvað sanngjarnt?þetta mun vera ástæðan fyrir því að fólk svindlar á kerfinu. And i dont blame them!

Sylvia | 8. maí '05, kl: 19:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En er hún búin að mennta sig meira og kannski að borga námslán líka? varla vinnur hún eins vinnu og þið og hefur hærri laun en þið samanlagt.

www.liverpool.is

galdrakall | 8. maí '05, kl: 19:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er ekki í skóla og ekki að vinna,henni var sagt upp sem læknaritari fyrir nokkrum mánuðum,og hún er sko ekki að leita að vinnu,hún hefur það mjög gott

Frú Dinda | 8. maí '05, kl: 19:18:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og hvað fær hún í staðinn ? Lægri leikskólagjöld. Efast um að hún fái mikið í barnabætur sem þið fáið aftur á móti.

Ég held að flestir sem væli yfir þessu, hafi aldrei verið einstæðir í raun :@ Ég hef það mun betra núna gift en ég hafði einstæð. Núna eru 2 innkomur en það var bara ein. Mínar tekjur hafa meir að segja lækkað. Við fáum barnabætur, enda tekjulág.

Skil ekki þessa biturð :( Benda fingri endalaust á einhvern sem hefur það betra. Svei mér þá ef ég væri þá ekki alltaf pottandi puttunum útí loftið !!!!

galdrakall | 8. maí '05, kl: 19:29:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er sko ekki að kvarta,ég er mjög hamingjusöm með mína stöðu í lífinu,en það er samt skrítið að einstæð móðir með 2 börn skuli hafa meiri pening milli handanna en við 2 í fullri vinnu,yfir hverju er eiginlega verið að kvarta ef einstæðar mæður geta nú haft það svona gott og við erum ekki með hærri barnabætur en hún btw,hvernig dettur þér það í hug?

Frú Dinda | 8. maí '05, kl: 19:35:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst bara ekkert skrítið við það að einstæð móðir skuli hafa meira á milli handanna en par. Ef hún er með hærri tekjur þá hreinlega geri ég ráð fyrir því!

Innleggið þitt hljómaði bara voðalega biturt að einhver einstæð móðir gæti mögulega haft það betra en par. Mér finnst það bara af hinu góða. Á sjálf vinkonu sem er einstæð og með betri tekjur en við hjónin til samans. Mér finnst það frábært :)

galdrakall | 8. maí '05, kl: 19:44:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er sko ekki bitur út í það að vinkona mín hafi meiri pening á milli handanna,bara gott fyrir hana ég er sko ekki þekkt fyrir að óska öðrum óhamingju.mér finnst þetta bara skrítið að ég og maðurinn minn skulum vinna fulla vinnu en hún vinnur ekki neitt er bara heima en börnin á leikskóla og er samt tekjuhærri...!!

Mammzzl | 8. maí '05, kl: 20:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að ''dæma'' börn eftir hjúskaparstöðu forledra...
Þ.e. að einstæðir fái lægri leikskólagjöld- hærri barnabætur o.s.fv... Og er ég einstæð...

Mér persónulega finnst að það eigi að miða þetta ALLT saman við innkomu á heimilið... Þannig að ef einstæð móðir hefur það mun betra launalega séð heldur en par/hjón þá eigi þau ekki að þurfa að borga hærri leikskólagj. bara af því að þau eru tvö... Skiljið þið hvað ég er að meina????

Mér finnst að það sé verið að mismuna börnum ef það er tekið mið af öllu í kringum þau út frá hjúskaparstöðu foreldra þeirra...

galdrakall | 8. maí '05, kl: 21:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ALGJÖRLEGA SAMMÁLA

Strumpurinn | 8. maí '05, kl: 20:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef einstæð atvinnulaus móðir er með meira á milli handanna en þið hjónin þá bara hlýturðu að þekkja fullt af pörum sem eru með meira á milli handanna en þið hjónin, finnst þér það ekkert ósanngjarnt? Er það bara það að einstæð móðir skuli hafa meira á milli handanna en þið sem fer fyrir hjartað á þér? Skil ekki þessa tilhneigingu hjá fólki að finnast einstæðir eigi alltaf að vera fátækir?

galdrakall | 8. maí '05, kl: 20:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

halló hún er ekki að gera neitt,eruð þið virkilega svona ógeðslega tregar,konan er ekki í vinnu,það er það sem ég skil ekki.......

nögl | 8. maí '05, kl: 20:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaðan koma þá allar tekjurnar hennar ef hún gerir ekki neitt?

En ég er vissulega sammála því að það er ósanngjarnt þegar fólk sem gerir ekkert er að fá fullt af tekjum, skil bara ekki hvaðan þær ættu að koma allar...

galdrakall | 8. maí '05, kl: 20:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er það sem ég skil ekki...og mér finnst þetta bara svo skrítið vegna þess að ég veit um fullt af öðrum einstæðum mæðrum og þær hafa sko ekki einu sinni helminginn af þessari upphæð og eiga varla fyrir mat..af hverju er fólki mismunað svona og eftir hverju er eiginlega farið í svona málum???

Sylvia | 8. maí '05, kl: 20:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnabætur einstæðs foreldris með 2 börn UNDIR 7 ára og engar tekjur eru 125 þús ársfjórðungslega. um 40 þús á mánuði. hún fær væntanlega meðlag með 2 börnum og mæðralaun...hva ca 36 þús á mánuði og þar af eru mæðralaunin skattskyld. Meðlagið er greitt af föður, ríkið kemur ekki nálægt því.
Svo gæti hún náttla verið á atvinnuleysisbótum, en það vita allir að ekki er hægt að vera endalaust á þeim fyrir utan að þú missir þær ef þú neitar vinnu.
Ég hefði gaman af að sjá þetta dæmi svart á hvítu því í fljótu bragði virkar þetta ekkert svakalega girnilegt eða gróðvænlegt hlutskipti.

www.liverpool.is

galdrakall | 8. maí '05, kl: 20:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pabbinn býr í usa og hefur eiginlega ekkert samband,og hún fær ekki atvinnuleysisbætur.

3 blindar mys | 9. maí '05, kl: 10:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá er hún pottþétt með einhverja "vinnu" sem þú veist ekki af... hvað gerir hun á daginn þegar börnin eru í leikskólanum?

Er hún ekki bara að selja sig?... ég bara spyr...:S

♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠♠
*** Kveðja, Þrjár blindar mýs***

♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣♣

bananananana
Wilshere19 | 25. júl. '20, kl: 19:49:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttar þú þig á því að þráðurinn sem þú ert að svara er 15 ára gamall? hahaha.

nögl | 8. maí '05, kl: 19:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er ein manneskja, hvað heldurðu að mörg prósent þeirra sem eru einstæðir séu með hærri tekjur en þeir sem hafa 2 fyrirvinnur?

Það er hellingur af fólki í kringum mig sem er með meiri tekjur en ég, ég er nú bara meðal manneskja en ég fer ekki og ræni banka til að jafna það út vegna þess að Jón Jónsson hérna við hliðina á mér er með miljón á mánuði og mér finnst það ekki sanngjarnt.... Ég meina ég er meira menntuð en hann og búin að vinna lengur á sama stað en hann, hversvegna er hann 4 sinnum launahærri en ég? Má ég bara ræna einhvern til að komast í námunda við hann þar sem þetta er í hæsta máta óréttlátt að hann skuli fá meira en ég?

galdrakall | 8. maí '05, kl: 19:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu að tala við mig?? hver var að tala um að ræna banka??? ertu alveg að tapa þér

nögl | 8. maí '05, kl: 19:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tapa mér...? Ok skil nú ekki hvaðan þetta kom..

Var að benda þér á það að þó svo að þú eigir vinkonu sem er tekjuhærri en þið hjónin til saman og þér finnist það hræðilega ósanngjarnt alveg, að þá er bara fullt af fólki í kringum mann með hærri laun en maður sjálfur. Það réttlætir ekki að fólk sé að stela af kerfinu til að reyna að jafna eitthvað út sem það telur óréttlæti...

Og ég er sammála Dindu með það að það er bara frábært ef einstæðar mæður hafa það gott, það er eins og þjóðfélaginu finnist það glæpur ef einstæðir eiga pening...

galdrakall | 8. maí '05, kl: 19:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var ekki að réttlæta það að fólk myndi stela af kerfinu það sem ég sagði var....að þetta væri soldið skrítið,ég meina ef ég skil við kallinn og hætti að vinna á ég þá rétt á fullt af peningum eða??? einstæðar mæður reyna svo oft að fá vorkunn útá það að vera einar....en mér sýnist þið bara hafa það ansi gott.

nögl | 8. maí '05, kl: 19:56:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við? Ég er ekki einstæð ;)

Og ég þekki engan einstæðan sem hefur það betra peningalega séð en ég og ég finn til með þeim sem þurfa að lifa á einni fyrirvinnu og þeirri sem er yfirleitt lægri í þokkabót (kallinn oftast með hærri tekjur). Ef ég myndi taka út tekjur mannsins míns í dag og ætti bara að lifa á mínum myndi ég þurfa að selja íbúðina mína og bílinn minn og ég gæti varla leyft mér nokkurn skapan hlut ef ég væri eingöngu með mínar tekjur. Og þá fyndist mér ég líka eiga rétt á lægri leikskólagjödlum, hærri barnabótum osfrv.

galdrakall | 8. maí '05, kl: 20:02:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

enda var ég að tala um þetta eina atvik sem ég þekki til,ég er eingöngu að tala út frá því,engu öðru en þið hljótið að sjá hvað þetta er rangt,eða finnst ykkur í alvöru sanngjarnt að sumir geti verið heima með plenty$$$$ og aðrir þurfa að slíta sér út fyrir pening sem dugar engann veginn út mánuðinn?????????

Pínupons | 8. maí '05, kl: 20:25:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einstæð... í námi... með 113.000 kall á mánuði í námslán! Mikið vildi ég vita hvort og hvar þá ég ætti rétt á öllum þessum peningum sem þessi vinkona þín virðist fá... Ekki gæti ég fyrir mitt litla líf verið heima með fullt af peningum...

galdrakall | 8. maí '05, kl: 20:28:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega....akkurat það sem ég hef verið að reyna að segja

Sylvia | 8. maí '05, kl: 19:58:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef það mjög gott fjárhagslega...ef það er skilgreiningin á því að hafa það gott.

Ég hef engan til að deila með áhyggjum mínum af heilsufari barnanna, ég hef engan til að vera heima svo ég geti farið í ræktina, ég kemst ekki útí sjoppu án ráðstafana, ég hef ekki möguleika á að vinna yfirvinnu án þess að setja börnin mín í pössun. Ég er á vakt 24/7 og ég stend ein á henni.
Það snýst ekki allt um peninga.

www.liverpool.is

simplythebest | 8. maí '05, kl: 22:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

SAMMÁLA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Charmed | 8. maí '05, kl: 23:53:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyr heyr, alveg sammála.
Það er ekki verið að refsa fólki í sambúð, en það má alveg endurskoða ýmis lög.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Tásulingur | 8. maí '05, kl: 17:58:30 | Svara | Er.is | 0

Guð hvað ég er sammála þér, skrítitð þegar fólk með kannski 400 þús í heildartekjur saman er að hneykslast á því að hafa ekki sömu bætur og kannski einstæð kona með 150 þús í innkomu... og svo leggst þetta sama fólk svo lágt að skrá sig úr sambúð til að missa nú ekki af þessum bótum... oj bara segi ég nú bara

LitlaDís | 8. maí '05, kl: 17:58:39 | Svara | Er.is | 0

Gæti ekki verið meira sammála! Heyr, heyr, þrefalt húrra og svo framvegis! :o)

Salkan | 8. maí '05, kl: 18:02:03 | Svara | Er.is | 0

Ég er í sambúð en ég get alveg skilið hvað fólk á við þegar það talar um "refsingu" því að í rauninni finnst mér að þetta eigi að vera tekjutengt allt saman, þeas leikskóli og það sem því fylgir.
Það gera sér allir grein fyrir því að það er erfiðara að sjá einn fyrir barni og allt þar fram eftir götunum. Það er þó til tekjulítið fólk sem er í sambúð og þyrfti líka á barnabótunum að halda.
Þó svo að ég þyrfti ekki á barnabótum að halda þá get ég þó skilið marga í sambúð sem þurfa á honum að halda.
Þetta er í rauninni leikur að orðum og túlkun.

Thatsright | 8. maí '05, kl: 18:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En barnabæturnar ERU tekjutengdar!

Salkan | 8. maí '05, kl: 18:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ekki leikskóli t.d.

Geller | 8. maí '05, kl: 18:02:53 | Svara | Er.is | 0

þetta er alveg rétt og sem betur fer er þetta tekjutengt... því ef þetta væri ekki tekjutengt og allir væru með himinháar bætur yrðu skattarnir okkar miklu hærri og ekki viljum við það.
Svo á maður bara að vera stolltur af því að þurfa ekki ölmusu frá ríkinu

Blesen | 8. maí '05, kl: 18:03:09 | Svara | Er.is | 0

SAAAMMMMMÁÁÁÁLLLLLAAAAAA :OD

Happy happy ;O)

Hampidjan | 8. maí '05, kl: 18:07:30 | Svara | Er.is | 0

æ þetta tuð er bara orðið hilarious. einstæðir eiga svo bágt af því þeir eru einstæðir. gift fólk og fólk í sambúð á bágt af því það fær ekki nógu mikla peninga frá ríkinu.

tuð tuð tuð!

*MeðSólíHjarta* | 8. maí '05, kl: 18:07:53 | Svara | Er.is | 0

já... mikið rétt=))) !!!!!

Rokker | 8. maí '05, kl: 18:13:59 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað er þetta hárrétt hjá þér. Gæti ekki verið meira sammála.

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 18:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjæse...þetta var ég hérna uppi. Afsakaðu Rokker. Og afskráðu þig svo úr tölvunni minni þegar þú hættir!!:)

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Rokker | 8. maí '05, kl: 23:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ShIT HVAÐ MÉR BRÁ!!!!!!!!! hélt ég væri með geðsjúkling á hælunum!!! OMG

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 23:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Róleg kona....ég leiðrétti þetta strax!:)

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Mae West | 8. maí '05, kl: 18:19:29 | Svara | Er.is | 0

Já þetta er eins og snýtt úr minni nös, heyr heyr...

LafðiGeðprúð | 8. maí '05, kl: 18:21:17 | Svara | Er.is | 0

Ein athugasemd... þó svo að fólk sé gift þá er ekki þar með sagt að það séu tvær fyrirvinnur...

eyelet | 8. maí '05, kl: 18:28:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er þá ekki bara tekið tillit til tekna þessa eina sem aflar þeirra?

Spyr sú sem ekkert veit.



línalitla 40v1d

eyelet | 8. maí '05, kl: 18:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ps. er svo innilega sammála þeirri sem skrifar upphafsinnleggið.

LafðiGeðprúð | 8. maí '05, kl: 18:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú barnabætur eru alltaf tekjutengdar.. en þær eru lika háðar þvi hvort að viðkomandi sé einstæður eða ekki.. hvers vegna á á gift fólk með eina fyrirvinnu að fá lægri barnabætur heldur en sá sem er einstæður.. sá einstæði gæti verið með hærri tekjur en fyrirvinnan hjá gifta fólkinu...

aurapuki | 8. maí '05, kl: 18:33:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef að fólk er gift þá er gert ráð fyrir að ef að konan er heima þá getur maðurinn hennar notað skattkortið hennar... sem sagt 28þús kr á mánuði...

Sylvia | 8. maí '05, kl: 18:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gifta fólkið með eina fyrirvinnu má hafa TVÖFALT hærri tekjur en einstæðir áður en til skerðingar kemur, hefurðu spáð í því?

www.liverpool.is

LafðiGeðprúð | 8. maí '05, kl: 18:36:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég veit það alveg.. ég er bara að benda á að það er ekki alltaf að fók í sambúð eða gift hafi það betur en einstæðir foreldrar.. það er ekkert kerfi þannig að það sé fullkomlega réttlátt.. Fullkomlega réttlátt kerfi mundi borga fólk í sambúð hærri barnabætur ef laun einu fyrirvinnunar væri 200 þús á mán en einstæðu foreldri með 700 þús í laun á mánuði.. en það er ekki alveg svo.. ég var bara að benda á það...

Sylvia | 8. maí '05, kl: 18:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú, það er þannig. Einstætt foreldri með þessar tekjur sem þú nefndir fær ekki bætur með 1 barni, en hjónin fengju bætur.

www.liverpool.is

LafðiGeðprúð | 8. maí '05, kl: 18:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reikanaði með 11 milljónum í árstekjur og að ég væri einstæð með 1 barn undir 7 ára. þá átti ég að fá tæpar 10 þús á þriggja mánaða fresti en hjón með 3 milljónir í árstekjur fengi sitthvorar 15 þúsund krónurnar á 3 mán fresti.. Ætlaru að segja mér að það sé sanngjarnt??

Sylvia | 8. maí '05, kl: 18:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er föst upphæð sem er ótekjutengd vegna barna undir 7 ára til að jafna út áhrif jaðarskattanna. Það sem er tekjutengt er alls ekki ósanngjarnt.

www.liverpool.is

ÞSE | 8. maí '05, kl: 18:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en ef fólk er gift og annar aðilinn útivinnandi þá getur hann notað skattkort makans.
OG ef annar aðilinn er heimavinnandi þá gæti td. sparast skólavist hjá þeim sem eru með börn á grunnskólaaldri......... það er því miður ekkert svart og hvítt í þessum efnum og mjög erfitt að segja hvað er réttlátt og hvað ekki.
Ég er td. einstæð og er að basla í námi erlendis........ væri alveg til í að hafa 350 þúsund útborgaðar í dag eða eftir námið eins og sú sem skrifaði upphafsinnlegg í annarri umræðu........ hún má sko alveg fá námslánin mín/launin þegar ég verð búin OG ALLAR barnabæturnar sem ég fæ!!!!

nögl | 8. maí '05, kl: 18:45:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hver er ástæðan fyrir því að ekki eru tvær fyrirvinnur?

Er hinn aðilinn námsmaður? Þá getur hann fengið námslán sem og hann fær ódýrari leikskjólagjöld, allavega var það þannig! Og viti menn, stundum er einstæða móðirin námsmaður og þá er ENGIN fyrirvinna í raun.. en þessi námsmaður hefur allavega eina fyrirvinnu.. (eða 2 námsmenn 2 námsmannalán)

Er hinn aðilinn atvinnulaus? Þá er hann með atvinnuleysisbætur. Og margar einstæðar mæður eru atvinnulausar en hafa ekki auka fyrirvinnu eins og þessi aðili eða auka atvinnuleysisbætur.

Er hann öryrki? Þá hefur hann öryrkjabætur ofl. styrki sem öryrkjar fá. Einstæðar mæður geta líka verið öryrkjar, en enn á ný þá hafa þeir ekki auka fyrirvinnu eins og þessi öryrki/öryrkjar ef báðir eru öryrkjar

Er einfaldlega um heimavinnandi húsmóður/faðir að ræða? Því miður þá er það lúxus sem fæstar einstæðar mæður geta leyft sér því þá hafa þær ENGA innkomu en þessi einstæða móðir hefur jú eina ekki satt ;)

flamegirl | 8. maí '05, kl: 18:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bara svona gefa dæmi...

námsmenn í stúdent fá t.d ekki námslán..

og einstæð manneskja í stúdent á rétt á 80þús króna skólastyrk frá féló

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 19:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki rétt. Það valsar ekki hvaða einstæða manneskja inn á féló og heimtar skólastyrk af því að hana langi að klára stúdentinn. Það eru aldursmörk (mig minnir að það sé 24-25) og tiltekin manneskja þarf að koma úr mjög erfiðum félagslegum aðstæðum, vera atvinnulaus og á framfærslu félagsmálakerfisins fyrir. Bara svona til að hafa þetta á hreinu.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

flamegirl | 8. maí '05, kl: 20:33:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er 25 ára..

en veistu það að meira og minna allar stelpurnar í skólanum mínum sem að eiga börn eru á þessum styrk!

þó þær búi heima hjá mömmu og pabba, og hafi það bara alveg ágætt..

reyndar eru líka margar sem að fá þetta þó að þær eigi ekki börn

og ég veit um eina sem að er með þennan styrk en hún er að vinna með skóla og þá bara dregst sú upphæð sem að hún fær í laun af þessum 80 kalli en rest upp í þá upphæð fær hún, hún gæti alveg unnið meira og er búin að segja mér það sjálf, en hún tekur bara svona smá vinnu af því að það er svo skemmtilegt félagslífið í þessari vinnu...

það er alltaf hægt að væla nóg og láta sig líta út eins og maður sé í þvílíkt erfiðum aðstæðum

flamegirl | 8. maí '05, kl: 20:34:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já og þessi stelpa sem að ég tek dæmið með á ekki barn!

Thatsright | 8. maí '05, kl: 22:21:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Edda.
Ég er á skólastyrk frá féló núna því að ég er að taka stúdentinn. Ég pantaði bara viðtal og fór og hitti félagsráðgjafa. Ég er ekki í félagslega erfiðum aðstæðum, ég var ekki atvinnulaus eða á framfærslu hjá féló á þessum tima (hafði aldrei fengið bætur frá þeim)
Ég er undir aldursmörkunum.
Ég held að Féló vilji sem mest fyrir okkur einstæðu foreldrana gera ef að það kemur að námi. Ég þarf að skila inn vottorði um að ég sé að mæta í skólann mánaðarlega og svo í enda hverrar annar þarf ég að skila inn einkunum.
Þetta var allavega ekkert mál fyrir mig að fá þennan styrk og ég er rosalega þakklát fyrir hann því að ef að ég fengi hann ekki þá gæti ég ekki verið í námi.
Já og með hvað upphæðin er þá er þetta um 80 þús á mánuði en var 74 þús þegar að ég bjó hjá pabba. :)

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 22:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að segja mér að þú hafir sagt upp starfi til þess að fara á skólaframfærslu hjá féló?

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Thatsright | 8. maí '05, kl: 22:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei reyndar ekki... ég sagði upp starfi TIL ÞESS að ég gæti farið í skóla. Var í 8-17 vinnu með 80 þús á mánuði. Sá bara þá að ég vildi ekki lifa svona alla æfi í dead-end job og þéna enga peninga þannig að ég ákvað að fara í skóla.

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 22:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sami hlutur. Segðu mér þá í það minnsta að þú komir úr erfiðum félagslegum bakgrunni. Hafir ekki átt kost á því að stunda nám á framfærslu foreldra þinna sem unglingur. Annað væri bara rangt og óréttlátt. Að fullfrísk manneskja segji upp vinnu til þess að fara á framfærslu meðborgara sinna. Þó svo að hún sé að skapa sér betra líf. Þetta ætti ekki að vera svona auðvelt.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 22:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð að segja að ég er sammála þér þarna Edda.............ætti ég þá að fara fram á að geta menntað mig bara á kostnað samborgara minna.........svo ÉG geti átt betra líf í vændum...........?

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

Barónessa von Himpigimp | 8. maí '05, kl: 22:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilar ekki aukin menntun borgaranna sér út í samfélagið?

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

þá er | 8. maí '05, kl: 22:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algerlega. Arðsemin af námi borgar sig upp í ríkissjóð á endanum :)

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 22:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki gæti ég samt farið og fengið styrk til að ná mér í stúdentspróf............enda ekki einstæð móðir og bý ekki í Reykjavík..........

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

þá er | 8. maí '05, kl: 23:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei og hvað?

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 23:02:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei og hvað?............er það réttlátt?...........ég er handviss að aukin menntun mín myndi skila sér margfalt út í þjóðfélagið ;o)............

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

þá er | 8. maí '05, kl: 23:04:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú ef að þú ert gift eða í sambúð þá hefur þú mun meiri möguleika til þess að fara í nám en einstætt foreldri. Þess vegna þykir mér eðlilegra að einstæða foreldrið hljóti meiri aðstoð en þú.

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 23:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig hef ég meiri möguleika?...........á maki minn þá bara að vinna á við tvo til að ég geti menntað mig?.............þjóðfélagið býður ekkert upp á það að manneskja hafi tvöföld laun til að halda hinum aðilanum uppi í námi...........

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

þá er | 8. maí '05, kl: 23:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það liggur bara í hlutarins eðli að þinn möguleiki er mun meiri til náms en einstæðs foreldris.

Maðurinn þinn gæti til dæmis verið launahár og tekjur hans vel dugað.
Hann gæti einnig unnið aukavinnu.
Þú gætir unnið með námi og maðurinn þinn verið með börnin á meðan.
So on .....

Þessir mögleikar eiga nú varla við einstætt foreldri er það?

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 23:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú?............einstætt foreldri fær yfirleitt pabbahelgar og gæti þá unnið aðra hverja helgi...........maki minn yrði væntanlega að vinna í burtu til að geta rekið heimilið skammlaust með aðeins einar tekjur...........ef gert er ráð fyrir því að makinn sé ekki sjálfur menntaður.........heldur bara venjulegur íslenskur verkamaður.........

Ég hef verið einstæð...........að vísu fékk ég aldrei pabbahelgi...........og ég er gift í dag.........ég hef líka verið grasekkja..........en það sem blæðir mest er það að ég hafði enga möguleika á að klára framhaldsskólanám í gamla daga og hef litla sem enga möguleika á því í dag..........þó ég sé gift og eigi mann sem vinnur mikið..........maðurinn minn vinnur 260 tíma í mánuði..........til að halda uppi fjölskyldunni.........hann vinnur nánast á við tvo.........en ég kæmist samt ekki í skóla þannig............en auðvitað eru til margar fjölskyldur sem geta gert það þannig..........en það eru líka til margar sem geta það ekki...........

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

þá er | 8. maí '05, kl: 23:24:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vinna aðra hverja helgi gefur væntanlega ekki jafn mikið í aðra hönd og að vinna hlutastarf virka daga nú eða hverja helgi.

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 23:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það.........en það sem ég er að segja er að þetta er ekki svona svart og hvítt..........maki minn þarf að vinna í burtu til að hafa þær tekjur sem þarf til að reka heimilið...........ég myndi lítið vinna með skólanum þá...........ein með börnin.........

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

þá er | 8. maí '05, kl: 23:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru undantekningartilfelli að makinn þurfi að fara í burtu.

aurapuki | 8. maí '05, kl: 23:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu ég myndi miklu frekar kjósa að vera í sambúð en vera á skólastyrk...
ef ég væri í sambúð með barnsfaðir mínum þá myndi ég ekki þurfa að sjá um allt ein...
hann myndi auðvita hjálpa mér að sjá um barnið á meðan að ég læri og helst þegar að ég læri undir próf..
og flestir eru með meiri en 165þús á mánuði.. sem er tvöfaldur skólastyrkur!

 
serunn | 8. maí '05, kl: 23:40:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar fær maður þá þennan skólastyrk.. kallinn er ekki með yfir 165 þús. ég sé bara ekki að hægt sé að fara skóla
íbúðin er 70 þús, barnapössun væri eitthvað um 65 þús fyrir bæði börnin síðan er matur....

Sylvia | 8. maí '05, kl: 23:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit nú ekki alveg hvert þessi umræða er að fara...en þarf að tjá mig. Ég er einstæð með 3 börn. Ég er í fullri vinnu og rúmlega það. Ég hef á sl ári tekið 19 framhaldsskólaeiningar í fjarnámi, og stundað það á kvöldin, því mér leiddist sjónvarpsdagskráin. Ég fékk öll skólagjöld endurgreidd því ég náði áföngunum. Ég seldi bækurnar aftur. Allt í allt kostaði þetta mig tíma (frá sjónvarpinu) og 2x4500 krónur sem voru óendurkræft innritunargjald.
Það sem ég lærði aftur á móti, er ómetanlegt.

www.liverpool.is

þá er | 8. maí '05, kl: 23:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært hjá þér!! :)

Sjálfsbjargarviðleitnin borgar sig yfirleitt margfalt.

444 | 9. maí '05, kl: 09:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega-ég var í fjarnámi,öðruvísi hefði ég ekki getað menntað mig. Fékk svo peningin endurgreiddan þars em ég stóðst prófin og seldi bækurnar starx fyrir nýjum. Það er allt hægt.

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 23:00:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað. Ætti þetta þá ekki að vera aðgengilegt fyrir alla? Af hverju get ég ekki farið á skólastyrk hjá féló? Segja upp minni vinnu og fara á framfærslu þína Liliana?

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

þá er | 8. maí '05, kl: 23:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu einstæð móðir?

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 23:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yup.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 23:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta ætti náttúrulega að vera fyrir alla...........ekki bara einstæðar mæður...........eða ber makanum skylda að halda manni uppi til að vera í skóla.............vinna 24/7 fyrir menntun hins makans...............er það réttlátt?

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

aurapuki | 8. maí '05, kl: 23:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er aðvísu ekki bara fyrir einstæðar mæður...
það eru sambúðar fólk sem er að fá skólastyrk.. en þá er það í miklum félagslegum erfiðleika....

ég er á skólastyrk.. með þessum skólastyrk er ég að taka 23 einingar á önn... eitthvað sem ég gæti ekki gert ef ég þyrfti að vinna með...

og ef ég þyrfti að vinna með hvað myndi ég gera við barnið mitt?
ég myndi auðvita þurfa að vinna á kvöldin... og ég hef engan til að passa fyrir mig...
ég myndi þurfa að fá mér pössun.. (ss auka 20þús eða svo ofan á 23þús í dagmömmu)
ég hef aldrei upplifað eina einustu pabbahelgi! og á líklegast ekki eftir að upplifa eina.. :(

ég sé ekki fram á hvernig ég ætti að geta stundað nám ef ég fengi ekki skólastyrk...

og það er ekki eins auðvelt að fá skólastyrk og bamby segir hér ofar!

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 23:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er léttir að heyra það. Þetta með að það sé ekki eins létt og Bamby segir...mér þótti það verulega óþægileg tilhugsun.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

kira | 9. maí '05, kl: 08:11:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt vinkona mín fékk ekki skólastyrk, hún var að flytja aftur heim til mömmu sinnar til að geta borgað niður einhverjar skuldir, á erfiðan félagslegan bakrunn en henni var neitað því hún bjó hjá mömmu sinni.
Skipti engu þó hún skuldaði fullt og hefði átt erfiða ævi....
Svona er þetta greinilega misjafnt

Barónessa von Himpigimp | 8. maí '05, kl: 23:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL
Ég bara spurði... fannst þetta bara soldið furðulegt skot. En jú! Mér finnst út af fyrir sig að svona styrkur ætti að standa öllum til boða í einhverju formi, ekki bara einstæðum mæðrum á einhverjum ákveðnum aldri. :) Ég væri allavega mun sáttari við að skattpeningarnir mínir færu í eitthvað þess háttar heldur en einhverja ráðherrabústaði og sendiráð... :S

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Golda Meir | 8. maí '05, kl: 23:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ókey þá...duly noted.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

aurapuki | 8. maí '05, kl: 23:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefur þú verið einstæð í farmhaldsskóla námi?
það er ekki auðvelt.. en með þessu styrk erum við að tryggja okkur og börnunum okkar betri framtíð...
ég held að allar stelpurnar sem notfæra sér þennan styrk fara í háskóla og þar með fáum við góð laun... með góðum launum þarf maður að borga hærri skatt.. með háum launum lækka barnabætur...

flamegirl | 8. maí '05, kl: 23:09:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég er alveg hlynnt því að einstæðir fái styrk til að læra en þá má líka velta fyrir sér aftur því sem að er sagt í upphafi..

s.s að fólk í sambúð að það sé ekki verið að refsa því með að skrá sig í sambúð og að við eigum ekki að vera að væla um styrki sem að einstæðir fá en ekki við, því að við eigum ekki rétt á þeim..

ég fæ allavega ekki út hvernig t.d stelpa sem að býr hjá foreldrum frítt fæði og húsnæði, vinnur með skóla og getur gengið að pössun á meðan, nú já og fær þennan styrk ásamt fullum barnabótum..

hvernig hefur hún það verr en t.d bara ég sem að er með eina fyrirvinnu, 12 í barnabætur og engann styrk??

nú er ég ekki að væla af því að mig langar í styrk og ég get reyndar sagt það að ég þyrfti að vera komin ansi langt á botnin til að þyggja styrk frá féló! en það er mitt álit, en ég sé ekki afhverju einstæðir eiga að fá bætur hingað og þangað til að fara t.d í skóla

Thatsright | 9. maí '05, kl: 00:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjjaaa já og nei eiginlega. Ég bjó hjá pabba mínum sem að er ekki vel stæður sjálfur og ég þurfti að borga allt fyrir mig og dóttir mína, líka mat!!
Ég er í þannig skóla að ég GET EKKI unnið með, en þessi skóli er líka bara 2 ár þannig að þið sem að eruð alveg að skíta í ykkur yfir því að ég skuli voga mér að LIFA Á YKKAR PENING getið andað léttar.....
Vá mér finnst þetta eiginlega bara öfund. En ef að það væri önnur leið þá myndi ég fara hana.
Núna bý ég ein, leigan er 59 þús, leikskóli 21500 og svo er sími, bíll og þessi venjulegu útgjöld. plús að ég þarf að kaupa nýjar bækur fyrir 3 fög á 6 vikna fresti!! Allir sem að hafa verið í skóla vita hverju dýrt það er!
Ég fæ styrk sem að er 80.000 á mánuði og það dugar fyrir leikskólanum og leigunni. Svo fæ ég húsaleigubætur, meðlag og barnabætur á 3 mánaða fresti.
Ég fæ engar pabbahelgar!!
Og reikniði nú!!

Líka það að ég sé að mennta mig og fái þá styrk finnst mér bara allt í lagi... ég meina AF HVERJU EKKI!?!?!? Þið eruð bara bitrar því að þið gerðuð þetta ekki sjálfar (fóruð í skóla)

Golda Meir | 9. maí '05, kl: 10:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar samt að taka það fram að mér finnst að það ættu að vera til úrræði fyrir fólk sem komið er yfir menntaskólaaldurinn en langar að læra. Eðlilegt væri að það væri í formi lána en ekki styrkveitinga.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Geller | 9. maí '05, kl: 11:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún bamby sagði að hún hafi ekki komið úr erfiðum aðstæðum.... sem sýnir að það er ekkert mál að fá þennan styrk

Thatsright | 9. maí '05, kl: 12:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allavega veit ég ekki hvað er meint með félagslega erfiðum aðstæðum, en þegar að ég var unglingur þá gekk mikið á í mínu lífi og Féló var að fylgjast með mér.... Veit ekki hvort að það hafi haft einhver áhrif á að ég hafi fengið þennan styrk, það getur vel verið

kolla yr | 8. maí '05, kl: 22:53:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór líka á svona féló-styrk þegar ég var að klára stúdentinn. Ég var á þriðja ári og var að vinna 20% vinnu, vinnan hentaði mér illa svo ég hætti. Meðan ég var að leita mér að annarri vinnu kemst ég að því að ég er ólétt. Ég sótti um á mörgum stöðum, en er skyldug til að láta vita af meðgöngunni. Það vildi enginn ráða mig í vinnu.

Þegar ég er búin að vera atvinnu- og nánast tekjulaus í 3 mánuði panta ég tíma hjá féló. Ég sagði þeim hvernig stæði hjá mér og ég fékk styrk hjá þeim. Af því að ég bjó hjá mömmu minni fékk ég hálfan styrk, en eftir að ég átti barnið fékk ég fullan styrk, enda komin með barn á framfæri.

Þó að ég hafi búið hjá mömmu með barnið finnst mér ég bara alveg hafa þurft á þessum 80 þús. (minnir mig að það hafi verið) að halda. Mamma mín átti ekki barnið og mér fannst alveg nóg að ég fengi frítt húsnæði. 80 þús. á mánuði er ekki mikið þegar maður er með lítið barn á framfæri.

444 | 8. maí '05, kl: 20:36:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessi félostyrkur gagnast bara þeim sem búa í rvk- féló út á landi amk þar sem ég þekki til styrkir ekki einstæðar mæður til náms.

flamegirl | 8. maí '05, kl: 20:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já er það!

voðalega er það asnarlegt að féló styrki í rvk en ekki út á landi..

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 18:47:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mörg sveitarfélög eru búin að taka út lægri leikskólagjöld þar sem annað foreldrið er í námi..........ég þurfti að greiða 90 þúsund í barnapössun..........og þar af leiðandi er ég heimavinnandi því launin mín náðu varla að dekka þennan kostnað..............en ég er komin með leikskólapláss og fer að vinna í haust............:o)

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

Mae West | 8. maí '05, kl: 18:23:03 | Svara | Er.is | 0

Þá er alveg hægt að segja að það er hægt að vera einn og þá enginn fyrirvinna. Þetta er fjölbreytt eins og annað en samt sammála fyrsta ræðumanni.

Quit2012 | 8. maí '05, kl: 18:35:26 | Svara | Er.is | 0

Þegar það kemur upp að einhver sem er í sambúð en ekki skráður og semsagt tekur við öllum fríðindum sem einstæður þar á meðal barnabætum að þá þurfa þeir að borga bæturnar allar til baka!

flamegirl | 8. maí '05, kl: 18:38:10 | Svara | Er.is | 0

sammála..

en æ mér finnst bara kerfið hérna virka þannig að það býður upp á að fólk misnoti það..
bara ef að þú ert nógu klár þá geturu fengið fullt af seðlum...

en tek nú samt fram að ég er skráð í sambúð með mínar lágu barnabætur:)

Krúttarapútt | 8. maí '05, kl: 18:44:19 | Svara | Er.is | 0

ég er alveg sammála............en það eru líka til hjón með eina tekjuinnkomu..........en samt með lægri grunnbarnabætur............

------------------------------------------------------


ιgησяαηςε ιѕ bℓίѕѕ.....

ℓιкє...ι кησω яιgнт

ί ℓσνε ץσυ мσяε тђαη α ƒαт кι∂ ℓσνεѕ ςαкε.......ץεѕ-αђ!!!

litlabaunin4 | 8. maí '05, kl: 18:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kerfið hér á Íslandi mætti vera betra fyrir bæði hjón og einstæðinga
Svo ef það er eitthvað sem þarf að vera fúllt út í ,er það þetta Fáranlega KERFI........

Takk fyrir mig(þurfti aðeins að tjá mig) ;)

Barónessa von Himpigimp | 8. maí '05, kl: 19:03:26 | Svara | Er.is | 0

Er þessi umræða ekki soldið seint á ferðinni? Vá, kominn 8. maí, alveg rúm vika síðan barnabæturnar komu! 8|

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

allos | 8. maí '05, kl: 19:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég að spökulegra...af hverju er alltaf verið að ræða um þessar blessuðu barnabætur? Er það virkilega svo að fólk er að eignast börn og getur ekki séð um framfærsluna sjálft og þarf að treysta á ríkið? Við hjónakornin tókum þá ákvörðun að eignast ekki börn fyrr en við hefðum efni á og erum fullfær um það sjálf að sjá um framfærsluna á okkar börnum.
Þegar ég byrjaði í Háskólanum þá byrjuðu að þrykkjast inn barnabætir þó svo að maðurinn minn hafi nokkuð góðar tekjur og við erum fjárhagslega vel stæð og ég hef satt best að segja aldrei skilið þessar bætur og af hverju við erum að fá þær.
Eins og ég segi þá þurfum við ekkert á þeim að halda, og ég myndi heldur vilja að einhver sem þarf á þeim að halda fengi þær...er ekkert endilega að tala um einstæða...jafnvel frekar foreldrar langveikra barna, enda höfum við oft gefið okkar barnabætur til þeirra.
Mér finnst kerfið hér heima þrykkja út fjármunum til allt og allra, en þegar fólk þarf virkilega á aðstoð að halda er ekkert til.

zukkat | 8. maí '05, kl: 20:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er umræða nr. 263788495879809 síðan barnabæturnar komu.

Laus við kanínuna.

viamala | 8. maí '05, kl: 19:53:55 | Svara | Er.is | 0

Það er vissulega rétt að benda á að ekki sé verið að refsa fólki sem skráir sig í sambúð þessir hlutir eru ekki alveg svart hvítir.
Fyrir nokkrum árum var ég einstæð,atvinnulaus með eitt barn. Ég er útskrifuð úr námi erlendis sem var mjög dýrt og þegar því lauk þá var ég að borga af tveimur skuldabréfum,ásamt námslánum. Síðan kynnist ég manni og la la við byrjum að búa saman. Af því ég átti barn fyrir þá fílaði ég ekki að hann væri mikið að borga fyrir mig eða barnið mitt svona í byrjun og hélt að ég gæti áfram framfleytt mér og mínu barni þrátt fyrir að við rækjum heimili saman.
En það var ekki alveg þannig því ég fékk ekki lengur barnabætur og leikskólagjöldin hækkuðu til muna.
Vissulega höfðu hagir mínir breyst. Hann var í vinnu en ég var ekki enn komin með vinnu og var núna ekki lengur að fá barnabætur og gjöld vegna barnsins höfðu hækkað,svo það er ekki eins og ég hafi allt í einu fundið gullnámu sem gat haldið mér og mínum uppi.
Svona sneri þetta að mér en ég get vel skilið að þetta snúi öðruvísi að öðru fólki.
Ég vona að mér hafi tekist að koma þessu frá mér á skiljanlegan hátt.

serunn | 8. maí '05, kl: 20:02:41 | Svara | Er.is | 0

jamm er sammála svona flestu hjá þér :)

eitt finnst mér samt leiðinlegt er að það er ekki verið að hjálpa manni í að fara í skóla þe.a.s ég fæ ekki meira endurgreitt hjá dagmömmu og leikskólanum. við verðum að vera bæði í skóla!!! glætan að við bæði gætum verið saman í skóla :(

Annars þekki ég eina manneskju sem er í "einstæð"

Frú Dinda | 8. maí '05, kl: 20:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju er það glætan? Við erum t.d. bæði í námi og það gengur bara fínt. Erfitt en langt frá því óyfirstíganlegt. Ég er á námslánum og hann á samning. Erum að fá undir 200 þús á mánuði en svo fáum við reyndar einhverjar barnabætur og vaxtabætur. Niðurgreiðsluna á leikskólan osfrv.

serunn | 8. maí '05, kl: 22:26:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju???

Af því að við erum búin að téka á því!!!
kannski gengur það fínt hjá ykkur en það gengur ekki hjá okkur..

xoxololo | 8. maí '05, kl: 21:22:20 | Svara | Er.is | 0

Ég er kannski sein að segja mína skoðun en ég var bara að lesa hluta af þessu og það sem að mér finnst í sambandi við þetta mál byggt á minni reynslu er sú þegar ég og kærastinn minn eignumst barn þá erum við skráð í sambúð. Í barnabætur vorum við að fá 20.000 þús. saman á 3 mánaðar fresti, eða um 3.000 þúsund á mán. Síðan kostaði dagmamman 50.000 á mánuði og engin niður greiðsla. Þá skráðum við okkur úr sambúð, þá fengum við allt í einu 55.000 þúsund á 3 mánaða fresti, og dagmamman var greidd niður um 30.000 á mán. Þannig ekki nóg með það að einstæðar mæður fá hærri barnabætur heldur líka niðurgreidda dagmömmur og leikskóla. Og þegar að 2 eru í sambúð þá þýðir það líka að allt kostar tvöfallt t.d. að fara í bíó, borða mat, eyðir meira í bensín þegar tveir eru í vinnu, meira eyðslufé. En núna er ég búin að koma minni skoðun á framfæri.
Kveðja Tinki Vinki.

Sylvia | 8. maí '05, kl: 22:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig eru 20 þús deilt í 3 sama sem 3 þúsund? og gat annað ykkar hætt að borða við það að slíta sambúð?
mér er spurn.

www.liverpool.is

mammamín | 8. maí '05, kl: 23:31:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÉG ER EKKI SAMÁLA YKKUR

ÉG ER EINSTÆÐ MÓÐIR MEÐ 2 BÖRN
ÉG ER Á ATVINNULEISISBÓTUM SEM ERU 76.000 Á MÁNUÐI
32.000 Í MEÐLAG OG EINGAR PABBA HELGAR ANNAÐ BARNIÐ MITT ER OFVIRT MEÐ MIKLAR ÞROSKAHAFMLANIR OG HITT ER Í SÉR SMÍÐUÐUM SKÓM PARIÐ KOSTAR 32.000 Á 6 MÁNAÐAR TÍMABILI ÉG FÆ EKKI 90% HJÁ TRYGGINGARMÁLARSTOFNUN ÞVÍ AÐ ÉG ER MEÐ OF MIKLAR TEKJUR SEM ERU 108.000 ÞÚSUND Á MÁNUÐI ÞÁ Á ERFTI AÐ BORGA LEIGU,HITA.LEISKÓLAGJALD,FRÍSTUNDAR SKÓLAN, MATAR KORT OG FLEIRRA

SVO AÐ ÉG ER EKKI SAMÁLA YKKUR

Frú Dinda | 8. maí '05, kl: 23:30:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En aftur á móti ef tveir einstaklingar sem báðir reka heimili fara að búa saman þá sparast líka margt, t.d. leiga, rafmagn, hiti, sími ódýrara að elda fyrir 2 en 1 (eða mér finnst það alla veganna). Eins er hægt að samnýta 1 bíl osfrv.

Þegar ég var einstæð var ég með tekjur upp á rétt rúmar 100.000.- á mánuði + meðlag 15.000.- og svo barnabætur um 50.000.- á 3 mánaða fresti. Fastar greiðslur uppá 95.000.- á mánuði. Afgangurinn var u.þ.b. 35.000.- á mánuði og dugði bara fínt fyrir okkur 2.

Eftir að ég byrjaði með manninum mínum fáum við í tekjur um 170.000.- á mánuði + meðlag 16.000.- svo barnabætur 30.000.- á 3 mánaða fresti. Fastar greiðslur uppá 130.000.- Afgangurinn er um 70.000.- og gengur bara ágætlega upp.

Sé lítin tilgang í því að skilja við hann til að reyna að græða 100.000.- á ári í barnabætur. (25.000.- á 3 mánaða fresti).

súpermamma | 9. maí '05, kl: 00:01:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki málið bara að það er dýrt og erfitt að vera foreldri og samfélagið tekur ekki nægilegt tillit til þess, hvort sem foreldrar eru einstæðir eða ekki? Það er örugglega löngu kominn tími til að endurskoða kerfið, öllum til hagsbóta.

Komumst ekkert áfram með því að þrasa um það hvort sambúðar- eða einstætt fólk hafi það betra eða verra, ættum frekar að reyna að vera í sama liðinu, liðinu sem berst fyrir bættum réttindum alls barnafólks, ekki aðeins hvað varðar barnabætur heldur svo margt annað.

Frú Dinda | 9. maí '05, kl: 00:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kerfið er í stanslausri þróun og endurskoðun. Vissulega mega hlutirnir ganga hraðar fyrir sig en núna bara frá árinu 2000 er t.d. komin lög um fæðingarorlof feðra. Búið að er breyta barnabótakerfinu eitthvað, þótt að það megi bæta töluvert til viðbótar, eins og t.d. hækka skerðingarmörkin. Þau eru undir atvinnuleysisbótunum, sem mér finnst fáránlegt.

Sveitarfélögin eru mjög misvel sett. Sum eru með frábæra félagsþjónustu önnur ekki. Sum eru með mjög há leikskólagjöld önnur ekki. Þetta snýr bæði að ríkinu og sveitarfélögunum. Sem gerir þetta kannski flóknara.

En mér finnst íslenska kerfið langt í frá ömurlegt þótt vissulega megi margt bæta í því.

veg | 9. maí '05, kl: 08:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara þannig að við búum á dýru svæði þar sem rekin er stíf láglaunastefna og ekki er gert ráð fyrir börnum í samfélaginu.

Þessvegna tuðar fólk! Hvort sem það er einstætt eða ekki.

Trifolium | 9. maí '05, kl: 09:05:25 | Svara | Er.is | 0

Er nokkur að meina þetta bókstaflega??
Ég var einstæð móðir, hafði það skítsæmilegt þannig, en þegar ég var komin með alvörukærasta þá ákváðum við að gifta okkur, við erum ekki fyrir það að misnota bótakerfið, það reyndist mér ágætlega þegar ég þurfti á því að halda, en þegar við vorum orðin tvö í fyrirvinnuhlutverkinu, þá var komin tími á að söðla um.

Þó þetta sé náttúrulega ekki refsing, þá er kerfið ekki beinlínis hvetjandi fyrir fólk sem er að velta fyrir sér hvort það eigi að slá til og rugla saman reitum sínum! Í mínu tilfelli var það eingöngu móralskt, ég hefði ekki getað horft framan í fólk ef við hefðum búið saman og ég verið áfram "einstæð móðir" Ég væri til í að sjá fleiri ívilnanir hjónafólki til handa, þá meina ég HJÓNAFÓLKI, ekki sambúðarfólki... mér finnst persónulega að fólk sem tekst á við þá ábyrgð að eignast barn/börn saman eigi að gifta sig, fatta ekki rökin að það sé ekki tilbúið til þess, en geti hlaðið niður börnin sem er miklu stærri skuldbinding!! ...en þá er ég líka komin út í aðra sálma!

MissJ | 9. maí '05, kl: 09:37:51 | Svara | Er.is | 0

ég ætla nú ekki að vera að blanda mér mikið inní þessa umræðu en ég komst ekki hjá því að sjá hana og persónulega finnst mér óréttlát ef ég og maðurin minn eruð bæði í vinnu (eins og við vorum) vorum við ekki með mikla peninga sem eftir voru þegar var búið að borga allt það var kannski 50þús út mán. og bæði unnum við 24/7 og ég kas ólétt, en aftur á móti frænka mín er einstæð og með 2 börn og fær 2 meðlög og allt það er EKKI í vinnu en samt þegar hún er búin að borga af öllu þá stendur hún eftir með 120.000 þús út mán. og getur gert liggur við hvað sem er en hvað gat ég keypt í matin og kannski ef ég var heppin gat ég keypt einhvað á krílið mitt sem skeði nú bara mjög sjaldan. En eins og ég sagði er þetta mjög ósangjarnt því við 2 með 50þús út mán er ekki upp í nös á ketti en hún ein með 2 börn 120þús. Jújú hún þarf að borga oní krakkana og allt það en einn er á leikskóla og annar hjá ömmu sinni hún fær borgað meðlag með barninu sem býr með ömmu sinni en samt er hún ekkert að borga oní hana nema kannski einstaka sinnum þegar hún kemur í heimsókn og hinn krakkin hann er á leikskóla og fær að éta þar og kemur heim eftir leikskólan er úti fram að kvöldmat borðar þá og eftir 2 tíma farinn að sofa....
En ég meina ef ég hefði 120þús eftirstandandi myndi ég lifa góðu lífi en geri ég það, nei engann veginn við erum heppin núna eftir að hann byrjaði að vinna ef hann vinnur alla vikuna frá 7:30 til 23-24 þá kannski fáum við 130-150þús með skatt en þá er eftir að borga allt saman......
Þannig sumar einstæðar mömmur geta lifað mikið betur en við og aðrar ekki

MissJ

ef að | 9. maí '05, kl: 10:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki í vinnu og með 120þ í afgang þegar búið er að borga allt ? Þetta stenst bara ekki ?

MissJ | 9. maí '05, kl: 10:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er með þetta samt sem áður ég veit ekkert hvort þetta séu bara barnabætur og meðlög eða einhvað annað ég veit bara að þessi manneskja hefur ALDREI unnið á sínu stutta lífi og hún er á milli 30-32 ára gömul

MissJ

ef að | 9. maí '05, kl: 10:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki bara að selja sig ? Nei maður spyr sig....

MissJ | 9. maí '05, kl: 10:21:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu þótt ótrúleg sé þótt þetta sé náskilt mér er mér eiginlega alveg sama þótt þú sagðir þetta því ég var á tímabili nokkuð viss um það að hún hafi verið að því meðan við alla kallana/strákana sem koma þarna inn og út þeir flytja allir inn eftir smátíma fara þeir og skilja allt draslið sitt eftir....

Hmmmm

þetta fær mann til að hugsa aðeins betur út í þetta

kannski maður bara fari að rannsaka þetta

MissJ

DramaQueen | 9. maí '05, kl: 09:39:18 | Svara | Er.is | 0

Mér finst ég bara vera að fá verulega háar baranabætur. Er samt í sambúð. Það kemur allt saman út á eit í rauninni í sambandið við bæturnar. En í sambandið við sambúð og dagmömmukostnað þá finnst mér það vera alger klikkun.

Húllahúbb | 9. maí '05, kl: 10:12:03 | Svara | Er.is | 0

Á að vera tekjutengt að mínu mati.
Það eru til einstæðir sem að eru hálaunafólk og sambúðarfólk sem að er láglaunafólk ..... ósanngjarnt að þessi einstæði með hærri laun en þessi í sambúð fái hærri barnabætur ofl eingöngu vegna þess að manneskjan er skráð einstæð.
En auðvitað er ég algjörlega á móti því að fólk sem að er í sambúð sé að skrá sig einstæð til að fá hærri barnabætur og þess háttar.

JBS17 | 9. maí '05, kl: 10:25:44 | Svara | Er.is | 0

Ég verð bara að segja það, að mér finnst gott mál að hjálpa einstæðum foreldrum og að þeir fái háar barnabætur og allt það, en það er líka allt í lagi að aðstoða sambúðar fólk líka, mismunurinn á bótum fyrir einstæða og bótum fyrir fólk í sambúð sem er þá með svipaðar tekjur er fáránlegur að mínu mati! Að ég tala nú ekki um leikskólakostnað og dagmömmu kostnað. Fólk í sambúð sem skuldar mikið, er með háar tekjur af því að maðurinn vinnur 250-300 stundir í mánuði, ekki vegna þess að hann er með há laun, fær ekki mikla hjálp frá ríkinu út af því að það er svo tekjuhátt! Þó svo að fólk vinni myrkranna á milli til að fæða fjölskylduna og klæða. Finnst gott mál að hjálpa einstæðum, finnst bara allt í lagi að hjálpa hinum líka.

Frú Dinda | 9. maí '05, kl: 12:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"af því að maðurinn vinnur"

Ertu ekki að kidda í mér? Á hvaða öld ert þú? Áður en ég settisti á skólabekk var ég með næstum því 2 föld laun á við manninn minn... Samt var ég þá ómenntuð... Og þá höfðum við það líka bara fínt, enda með MJÖG góðar tekjur.

Ég hef verið á öllum stöðum, einstæð og lágt launuð, einstæð og vel launuð, í sambúð og vel launuð og núna síðast illaborguð og í sambúð.
Allt virðist þetta ganga upp...???????????????????? Erum við bara svona furðuleg eða hvað? Alveg án þess að liggja vælandi á féló?

bangsímon | 9. maí '05, kl: 11:09:49 | Svara | Er.is | 0

Vá, mér finnst bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf!! Hef alltaf hugsað þetta þegar fólk talar um þetta sem refsingu, en alltaf haldið kjafti yfir því samt sem áður!

bananananana
saedis88 | 26. júl. '20, kl: 14:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

voðalega ert þú bitur. Uppa gamlar umærður til að skrifa þetta.
Hvort eru meðvirk einstæð móðir sem gefur barnsfaðir helming barnabóta, eða ertu bitur maður sem ert í sambandi með einstæðri móður og vilt BARA vera með henni? 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Síða 3 af 47938 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler