Þetta eru mínir einkastaðir

Anímóna | 24. sep. '15, kl: 21:14:56 | 1472 | Svara | Er.is | 0

Dóttr mín er í 2.bekk. Nú í kvöld sagði hún okkur að kennarinn hafi lesið þessa einkastaðabók fyrir bekkinn í dag. Ég er ekki sátt. Er þetta bara í lagi? Hvað get ég gert?

 

Kung Fu Candy | 24. sep. '15, kl: 21:18:14 | Svara | Er.is | 7

Af hverju má kennarinn ekki lesa þessa bók?

HvuttiLitli | 24. sep. '15, kl: 21:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Vegna þess að þetta er í anda Blátt áfram sem eru glötuð (lesist: skaðleg) samtök.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 01:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða atriði eru lík málflutningi þeirra?

chubbymango | 2. okt. '15, kl: 19:33:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju?

HvuttiLitli | 2. okt. '15, kl: 23:20:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þau ala á hræðsu og paranoju, auk þess að kenna victim blaming. Með því að vera endalaust að kenna börnum hvernig þau eigi að bregðast við mögulegu ofbeldi - hvað ef þeim tekst ekki að verja sig fyrir ofbeldi sem þau verða svo kannski fyrir seinna? Það er bara ávísun á feita sjálfsásökun

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

fálkaorðan | 24. sep. '15, kl: 21:22:36 | Svara | Er.is | 2

Hef ekki lesið bókina, er hún á netinu?


Bara geri mér ekki grein fyrir því. Ég er ekki mótfallin fræðslu, það bara skiptir öllu máli hvernig hún er fram sett fyrir börn á þessum aldri.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

gruffalo | 24. sep. '15, kl: 21:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér segja nokkrir frá e-m síðum:  

 

Anímóna | 24. sep. '15, kl: 21:32:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já ég spurði „hvar fæ ég hana“ fyrir fimm árum síðan þegar ég hélt hún væri gáfuleg. Svo las ég hana og síðan hef ég ekki viljað sjá hana. Er ekki augljóst að margir læra helling á nokkrum árum? 

gruffalo | 26. sep. '15, kl: 10:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurdu að þetta hafi verið skot á þig eða er ég að mistulka svarið þitt?

Anímóna | 26. sep. '15, kl: 11:36:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ég hef misskilið. Svona lítur þetta út gagnvart mér (sjá link) og þetta „Hvar fæ ég hana?“ gerði ég þá ráð fyrir að væri beint til mín. 
 

 

gruffalo | 28. sep. '15, kl: 14:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha meinti þetta amk alls ekki svoleiðis þó ég hafi alv eg tekið eftir að þráðurinn hafi verið eftir þig.

Anímóna | 28. sep. '15, kl: 21:28:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer lærir maður :)

gruffalo | 30. sep. '15, kl: 13:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já true, ég pældi samt ekkert í því hvers vegna þú varst að pæla í þessu fyrir 5 árum. :p

Myken | 29. sep. '15, kl: 10:09:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lílega hægt að fá leigt í bókasöfnum

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Anímóna | 1. okt. '15, kl: 19:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha?

Myken | 2. okt. '15, kl: 08:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

líklega..vantaqði eitt k..eða var þetta Ha? svona kaldhæðnis ha ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Anímóna | 2. okt. '15, kl: 12:39:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég skil ekki hvaða tilgangi svarið þitt þjónar.

Myken | 4. okt. '15, kl: 19:53:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér segja nokkrir frá e-m síðum:  

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

niniel | 24. sep. '15, kl: 21:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef að þetta er bókin sem ég held að það sé, þá eru alveg góðar 2-3 opnur notaðar í að barnið "æfi sig að segja nei" ef einhver ætlar að fara að koma við einkastaðina. Ég hef verið alveg svona back'n'forth á hvaða nálgun sé rétt í þessum málum en úff, þessi bók var látin hverfa MJÖG hratt :(

niniel | 24. sep. '15, kl: 21:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm sé reyndar af linknum sem mazzystar setti inn að ég er að hugsa um þessa "þetta er líkaminn minn" - sem reyndar blátt áfram hefur ekkert með að gera en mér finnst samt voðaleg.

presto | 29. sep. '15, kl: 02:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sonur minn fékk hana fyrir þó nokkrum árum og okkur foreldrunum þótti hún undaleg. Hann minntist á það nýverið að hann hafi velt því fyrir sér 6-7 ára á sínum tíma hvernig "nei!" Frá litlu barni gæti stöðvað þann sem ætlaði að gera barni mein.
(Ég vil samt að börnin mín kunni að segja "nei, ég vil þetta ekki"- en tel það frekar gagnast varðandi félagaþrýsting en til varnar börnum í návist barnaníðinga.

niniel | 29. sep. '15, kl: 09:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég notaði bókina "Nei! Sagði litla skrímslið" einmitt í þeim tilgangi ;-)

Anímóna | 24. sep. '15, kl: 21:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég las hana fyrir fimm árum svo ég man hana ekki nákvæmlega en ég man að það var í þessum dúr „ef einhver vill snerta þá leyfi ég honum það ekki og segi nei“
Sem sagt. Ef þetta er lesið fyrir barn sem hefur þegar orðið fyrir kynferðisofbeldi, tja eða ef barn man eftir þessum lestri og verður fyrir ofbeldi er hætt við því að það kenni sjálfu sér um því það „leyfði“ einhverjum að snerta.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 22:20:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Hafandi orðið fyrir slíkri lífsreynslu þá verð ég að jáa þig með þetta.  Þessi fræðsla er kolröng.  Númer eitt tvö og þrjú þarf að kenna börnum að þau beri enga ábyrgð á því ef einhver snertir þau á máta sem þeim finnst óþægilegur eða óviðeigandi, að ef þeim finnist þau hafa gert rangt þegar einhver eldri hefur fengið þau með sér í eitthvað þá beri þau sjálf aldrei ábyrgðina.  Vá hvað ég held að slík fræðsla mundi skila mikið betri árangri.  Börn þegja vegna skammar.  Það á ekki að setja ábyrgðina af því að stoppa glæpinn í hendur á saklausu litlu barni.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Dorfl | 24. sep. '15, kl: 22:31:16 | Svara | Er.is | 0

Spurning um að gefa sér tíma og kynnast stefnu skólans og hvað sé verið að kenna barninu.

---------------------------------------------------------------------------------------------
Fantasy is a nice vacation but reality is where you live your life.

" ég hef hvergi talið þér trú um annað í þessari umræðu en það að mér þyki þú alveg meiga missa þín í henni og annarstaðar. " -fálkaorðan.

"Do unto others before others do unto you." -Om.

"Mér finnst allt í lagi að gagnrýna skoðanir sem mér finnst galnar og fólkið sem hefur þ

Bella C | 24. sep. '15, kl: 22:35:14 | Svara | Er.is | 3

Mín 3 ára skammaði mig þegar ég strauk yfir rassinn á henni því hún var skítug því þetta væri hennar einkastaður. Mér finnst þetta langt frá því að vera í lagi!

HvuttiLitli | 24. sep. '15, kl: 22:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Svona fyrir utan að það eru allir staðir á líkamanum einkastaðir. A.m.k. er enginn partur af mér almenningsstaður!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Bella C | 24. sep. '15, kl: 22:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt! Mér finnst "kennslan" allavega hafa mistekist herfilega miðað við hennar viðbrögð.

HvuttiLitli | 24. sep. '15, kl: 22:50:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já þetta er skelfilegt, leyfi ég mér að segja... og það sem mér finnst verst er hvers margir vinir mínir like-a Blátt áfram á facebook. Þar á meðal eru þrusuklárir einstaklingar, ég trúi ekki öðru en að þeir hafi einfaldlega ekki kynnt sér þetta Blátt áfram en ef þeir gerðu það sæju þeir undir eins hversu rangt þetta er

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

daggz | 25. sep. '15, kl: 09:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég er með like á blátt áfram á Facebook. Það er ekki af því mér líkar við samtökin. Þvert á móti er ég mjög ósammála þeirra nálgun. Hins vegar vil ég fylgjast með þeim til að geta séð hvaða helvítis vitleysu þau fara í. Ég vil nefnilega alls ekki að þessi samtök komi með fræðslu fyrir barnið mitt. 

--------------------------------

HvuttiLitli | 25. sep. '15, kl: 16:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Allegro | 25. sep. '15, kl: 21:26:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka verið með like á bátt áram og eins hef ég verið tímabundið skráð í fb hópa af einskærri forvitni. 

ullarmold
HvuttiLitli | 26. sep. '15, kl: 01:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En má hver sem er koma við hina staðina á líkamanum? Gömul frænka mín byrjaði allt í einu á að þreifa á öðrum hælnum á mér þegar ég var sat berfætt í sófa á hótelherbergi og fór eitthvað að nöldra yfir að þetta væri ansi þurr hæll á svona ungri dömu. Mér fannst þetta mjög óþægilegt að hún skyldi leyfa sér að fara svona inn á mitt svæði þó þetta hafi ekki verið neinn "einkastaður", enda hafði hún ekkert leyfi til að gera þetta...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ullarmold | 26. sep. '15, kl: 01:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei og þá kenna henni á viðeigandi hátt að þinn líkami er þinn. Ég hef milda snertifælni og langar alveg að öskra á fólk þegar það stendur of nálægt mér eða snertur mig. ( eitt sinn var ég í röð og maðurinn fyrir aftan mig fór alltaf alveg upp við rassinn á mér, svona cm á milli og ég færði mig framan og hann nær, get svo svarið það langaði að öskra þarna en ég hélt því fyrir mig en það eru ekki alveg allir eins með snertingar og sitt svæði í kringum sig

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 01:26:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Foreldrar og systkini geta samt líka brotið á barni þannig að gefa þeim (eða foreldrum og afa og ömmu) það tryggir í sjálfu sér ekki neitt
Foreldrar, systlkyni og ömmur og afar (og aðrir nánir einstaklingnum) geta brotið á barninu (bæði þekki fólk persónulega sem hefur lent í slíku auk þess sem við höfum dæmi svo sem Guðrúnu Ebbu o.fl.).

Bella C | 26. sep. '15, kl: 20:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já einmitt, ef barnaperri ætlar sér að misnota gerir hann og það á ekki að vera á ábyrgð barnsins að verða ekki fyrir misnotkun. Ég vil að barnið mitt læri að virða líkama sinn og sín mörk sem og líkama annarra og þeirra mörk. En ekki vera þröngva upp á hana þeirri klikkun að hún eigi að vera nógu sterk til þess að segja nei þetta er minn einkastaður! Allur hennar líkami er hennar einastaður ekki bara píkan og rassinn hennar. 

Walter | 24. sep. '15, kl: 23:07:17 | Svara | Er.is | 0

Ég hafði allavega ekki val þegar dóttir mín (í 2. bekk minnir mig) sat fyrirlestur hjá Blátt áfram. Dúkkuleikhús eitthvað.


Ég gerði samt athugasemd við það og var örugglega grunsamleg fyrir vikið.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Anímóna | 25. sep. '15, kl: 08:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er svo ömurlegt. 
Ég ætla að gera athugasemd en veit ekki hvort ég á að tala við kennara eða skólastjóra.

nefnilega | 25. sep. '15, kl: 09:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi tala við skólastjórann.

Felis | 25. sep. '15, kl: 09:55:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi ræða við skólastjórann

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 01:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skólastjórann.
Kennarinn hefur væntanlega ekkert með þetta að gera.

Anímóna | 26. sep. '15, kl: 11:37:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var samt kennarinn sem las bókina í frímínútum.

Anímóna | 26. sep. '15, kl: 11:37:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki frímínútum, tíma meint ég.

cithara | 25. sep. '15, kl: 21:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er búin að segja kennara dóttur minnar sem er í öðrum bekk frá því að þegar þau fá þetta brúðuleikhús í heimsókn muni mín dóttir alveg pottþétt segja frá því að ég hafi hrint eldri systur hennar viljandi á flísalagt góf. Sem ég gerði... fyrir þremur árum þegar sú eldri var við það að sparka í hausinn á þeirri yngri. þetta var svona síðasta úrræði á ögurstundu til að koma í veg fyrir stórslys. Í hvert skipti sem ofbeldi gagnvart börnum er rætt segir sú litla frá því að ég meiði nú stundum stóru systur hennar, og á þá við þetta atvik en virðist vera búin að steingleyma baksögunni þarna með að ýta krakkanum frá sem var að fara að sparka í hausinn á henni sjálfri (sem lá á forstofugólfinu). Frábært fyrir mig!

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

askvaður | 28. sep. '15, kl: 21:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er reyndar frekar fyndið

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 01:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það versta ef fólk gerir athugasemd við þetta sérstaklega þegar þetta er svona samþykkt og eiginlega orðið réttrúnaður.

Er sammála sumu en ekki öllu og aðferðir til að koma í veg fyrir barnaníð eru góðar ef aðferðirnar virka (forsenda fyrir því að tileinka sér aðferðir yfirhöfuð...).

gangnam
Anímóna | 1. okt. '15, kl: 19:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú ert að grínast??

Grjona | 1. okt. '15, kl: 21:35:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu eitthvað um hana?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Bella C | 1. okt. '15, kl: 21:40:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru hlutir í mínu lífi sem ég vil ekki deila með öllum. Það er örugglega ástæðan fyrir því að ég er svona á móti blátt áfram..

nefnilega | 25. sep. '15, kl: 09:53:47 | Svara | Er.is | 0

Arg!!!

daggz | 25. sep. '15, kl: 09:59:33 | Svara | Er.is | 8

Afhverju í ósköpunum er ekki komin einhver samtök sem eru full af fagmönnum til að sjá um fræðslu og til að hanna fræðsluefni um kynferðisofbeldi!? Það er lööööööngu kominn tími á að það verði eitthvað gert og þessi helvítis áróður frá blátt áfram stöðvaður. Það vantar almennilegt efni!

--------------------------------

nefnilega | 25. sep. '15, kl: 10:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara enginn áhugi hjá stjórnvöldum að setja pening í fræðslu fyrir börn.

daggz | 25. sep. '15, kl: 10:20:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem er virkilega, virkilega, virkilega (er þetta nógu oft?) sorglegt. Alltaf er verið að henda krónunni og hirða aurinn.

Það sparar samfélaginu enga peninga að vera ekki með almennilegar forvarnir og fræðslu. Þá bæði fyrir þolendur og gerendur.

--------------------------------

nefnilega | 25. sep. '15, kl: 10:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebbs. Það vantar ekki undirskriftirnar, loforðin og stýrihópana sem sett er af stað. Svo er bara enginn peningur meir og allt deyr.

TylerD | 25. sep. '15, kl: 18:35:51 | Svara | Er.is | 1

Er ekki fyrsta skrefið að fólk fari að mótmæla þessum samtökum harðlega? Búa til facebook síðu og fá alla í lið með sér á móti þessum samtökum???

solosk | 25. sep. '15, kl: 19:43:17 | Svara | Er.is | 0

Getur maður einhvers staðar séð í hvaða skóla þeir fara ? 

xlnt | 25. sep. '15, kl: 23:12:59 | Svara | Er.is | 3

Þoli ekki þetta einkastaða-tal. Krakkarnir spá lítið í þessu svæði nema eftir þessa fyrirlestra...þá er ekki talað um annað en einkastaða-þetta og einkastaða-hitt. Það eru til nöfn á þessa líkamshluta, af hverju má ekki nota þau?
Ég sé ekki tilganginn með þessari umræðu fyrir svona ung börn, dóttir mín var fjögurra ára þegar hún sagði mér að vinur hennar vildi að hún færi úr bolnum inní herbergi þar sem þau voru í læknisleik, en hún vildi ekki vera ber að ofan. Svo ég held að á meðan samskipti foreldra og barna séu í lagi og traust þeirra á milli geta börnin alltaf leitað til foreldranna með ráð og fræðslu.
Jújú, það er alltaf til vont fólk sem gerir ljóta hluti - en er það vandamál barnanna? Eigum við þá líka að fræða þau um innbrotsþjófa og drukkna ökumenn, dýraníðinga og hryðjuverkamenn? Af hverju að stoppa við barnaníðinga, það eru fleiri sem gera vonda hluti í heiminum...
Leyfum börnunum að vera áhyggjulaus og saklaus eins lengi og hægt er og látum fullorðna fólkið um það sem þau eiga að bera  ábyrgð á, þ.e. að vernda heimilið og börnin fyrir ljótu fólki og vondum áhrifum...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Síða 7 af 46390 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien