Þið fróðari um öll þessi próf... :)

pacific | 20. sep. '15, kl: 10:19:09 | 120 | Svara | Þungun | 0

Ég tók egglospróf í fyrsta skipti núna um daginn, tók nokkra daga í röð og fékk jákvætt 11. september. Fyrsti dagur síðustu blæðinga var 24. ágúst svo það hafa liðið 18 dagar fram að egglosi.

Ef hringurinn hefði verið venjulegur ætti ég að byrja á morgun en eiga það ekki pottþétt að vera 14 dagar frá jákvæða egglosprófinu og fram að fyrsta degi næstu blæðinga? Er búin að vera með túrverkjaseiðing í gær og í dag en þá væru bara 9 dagar frá jákvæðu egglosprófi, er það hægt?

 

nycfan | 20. sep. '15, kl: 11:04:20 | Svara | Þungun | 0

Egglospróf kemur venjulega jákvætt ca sólahring áður en egglos verður svo að eru 14-15 dagar frá jákvæðu egglosprófi oftast. Sumar konur eru þó með styttri seinni hluta hringsins og byrja þá fyrr en 14 dögum eftir egglos. Stundum er það of stutt til þess að egg geti frjóvgast og fest sig og þá þarf að skoða það.
En þú getur alveg fengið túrverkjaseiðing þó þú byrjir ekki strax en ef þú byrjar á túr 9 dögum eftir jákvætt egglospróf þá myndi ég mæla aftur í næsta hring og sjá hvort það er alltaf svona stutt frá egglosi og að blæðingum því þá myndi ég láta tékka á þér til öryggis.
Vonandi er þessi seiðingur bara egg að festa sig.
Gangi þér vel :)

pacific | 20. sep. '15, kl: 12:52:33 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir svarið! Ég hélt alltaf að tíminn eftir egglos væri í fastari skorðum en fyrir það, þ.e. að óreglulegur hringur snerist um óreglu fyrir egglosið. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt :)

Hedwig | 20. sep. '15, kl: 18:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Held að það sé oftast þannig, sem sé að tíminn eftir egglos sé í fastari skorðum en síðan koma tilvik þar sem sá tími er of stuttur og það getur valdið því að fósturvísir geti ekki fest sig þar sem það er ekki nægur tími og þarf þá að reyna að laga það :).  En langoftast er óreglulegur tíðahringur vegna misjafns tíma fyrir egglos held ég :). 

nycfan | 21. sep. '15, kl: 09:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er venjulega eins og Hedwig segir, óreglan er venjulega því egglosi seinkar en svo eru tilfelli þar sem seinni hluti hringsins (lutheal phase á ensku) er of stuttur til þess að fósturvísir geti fest sig og þá skolast hann bara út í blæðingum ef egg hefur náð að frjóvgast.
Hvernig er staðan núna, ertu byrjuð eða enn að bíða?

pacific | 21. sep. '15, kl: 13:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég hafði einmitt aldrei heyrt um þessi tilfelli með styttri seinni hluta :)
Ég er enn að bíða en líður stanslaust eins og ég sé að byrja, frekar mikið óþægilegt!

pacific | 24. sep. '15, kl: 11:11:41 | Svara | Þungun | 0

Jæja var með þessa túrverki alveg í 3-4 daga en þeir hurfu svo og nú er 14. dagur eftir egglos á morgun og ég finn alveg að ég er að fara að byrja... er svo miklu daprari en ég ímyndaði mér að ég yrði :( Sérstaklega því að mér fannst þessir verkir vera vísbending um eitthvað + að ég var mjög þreytt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4883 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien