Þið með lélega sjón... og sund

minnipokinn | 9. apr. '16, kl: 01:08:50 | 412 | Svara | Er.is | 0

Farið þið með gleraugun ykkar í sund eða sjáið bara lítið sem ekkert? Prufaði einu sinni að fara með linsur haha það var ekki að virka og mjög spes upplifun. Rándýru glerin mín eru byrjuð að flagna og er víst mögulega vegna þess að ég hef farið með þau í sund...var að spá hvort einhver hefði lent í því sama. Víst ekkert hægt að gera í þessu. 

 

☆★

keltnesk | 9. apr. '16, kl: 01:49:12 | Svara | Er.is | 1

Það er hægt að fá sundgleraugu með styrk. 


Ég fer bara helst aldrei í sund því gleraugun eru svo dýr að ég vil ekki að fara með þau, það er mjög erfitt að synda með linsurnar og ég sé voðalega lítið án þeirra. Ég gerði það einu sinni að nota sundgleraugu með linsunum en gafst upp á því. 



minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 01:54:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ætli ég fari ekki bara að sleppa því alveg að fara í sund :) eða mæti sjónlaus þessi fáu skipti sem ég fer. Horfi vonandi ekki í gegnum marga sem ég ætti að kannast við. 

☆★

Þjóðarblómið | 10. apr. '16, kl: 10:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau hljóta að sýna því skilning, vitandi það að þú þurfir að nota gleraugu.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

HvuttiLitli | 11. apr. '16, kl: 09:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi einmitt reglulega við fólk "Ekki taka það persónulega ef ég heilsa þér ekki í sundi, ég bara sé þig ekki".

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Þjóðarblómið | 12. apr. '16, kl: 09:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat, það er ekkert skammarlegt við það. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

T.M.O | 9. apr. '16, kl: 02:58:02 | Svara | Er.is | 1

ég hef alltaf verið staurblind í sundi frekar en að eyðileggja gleraugun mín en vinkona mín notaði sundgleraugu með styrk og þau svínvirkuðu fyrir hana

ingbó | 9. apr. '16, kl: 12:42:23 | Svara | Er.is | 1

Það eru til sundgleraugu með styrk upp að mínus 8, ef ég man rétt.  Og svo er ágætt að nota "gömlu gleraugun" í sund.  Sundlaugarvatnið eyðileggur flestar spangir.

minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 01:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er glerið sem er byrjað að flagna. Spangirnar eru orðnar svo sem smá lúnar eftir meik og svona líka en finnst hitt heldur verra.Kostuðu minnir mig 40.000.  Pældi bara ekkert að svona gæti gerst fer ekki það oft í sund. Er semsagt ekkert að synda svo sundgleraugu eru ekki málið en ætli ég fari ekki bara sjónlaus næst hehe :) 

☆★

mugg | 9. apr. '16, kl: 12:49:33 | Svara | Er.is | 0

Fer mikið í sund og er alltaf með linsur og finnst það ekkert mál

soley18 | 9. apr. '16, kl: 14:30:25 | Svara | Er.is | 0

Panta gleraugu af zennioptical eða einhverji álíkri síðu til að nota í sund :)  Þau eru ódýr og maður eyðileggur ekki dýru gleraugun. Nú svo eins og sumir hér hafa bent á þá eru undgleraugu með styrk líka fín lausn.

minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 01:57:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekkert að synda :) en sniðug lausn... stutt síðan ég fór yfir höfuð að panta á netinu svo þarf að fara að kynna mér gleraugnaheiminn :) en gott að vera þá með þetta á hreinu næst og forðast sundlaugar þeas ef draumurinn um laser verður ekki orðinn að veruleika. 

☆★

soley18 | 10. apr. '16, kl: 16:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég pantaði mér tvenn gleraugu síðasta sumar, venjuleg og sólgleraugu og þau kostuðu mig tæp 15.000,- með öllum gjöldum svo endilega kíktu á þetta :)

minnipokinn | 11. apr. '16, kl: 01:03:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

næs :) hefur einmitt alltaf langa í sólgleraugu líka. Er orðin of löt til að hafa linsur daglega. 

☆★

ardis | 9. apr. '16, kl: 15:01:11 | Svara | Er.is | 0

Nota bara venjuleg sundgleraugu, þau duga til að synda ekki á, nota stundum gleraugun í pottinum oftast samt ekki

*vonin* | 9. apr. '16, kl: 15:20:28 | Svara | Er.is | 0

Nota gleraugun mín í sundi, hef ekki orðið vör við nein vandamál þrátt fyrir að fara mjög mikið í sund. Finnst betra að nota sundgleraugu með styrkleika en venjuleg ef ég ætla að synda en nota annars bara mín venjulegu gleraugu.

Kveðja, *vonin*

minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 01:59:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekkert að synda en gott að vita að þú hefur ekki lent í þessu :) spáði ekkert í þessu en hef alveg farið með þau slatta oft þessi ca tvö ár sem ég hef átt þau en bara ca 2 mánuðir síðan ég tók eftir þessu að þau væru byrjuð að flagna. Virkar pínu eins og eitthvað kám í fljótu bragði. 

☆★

Bella C | 9. apr. '16, kl: 16:06:38 | Svara | Er.is | 0

Nota bara linsurnar mínar og nota sundgleraugu mér finnst það ekkert óþægilegt.

minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 02:05:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fannst bara eins og þær færðust til og hálf hristust þegar ég lenti í vatninu. En spurning hvort þetta sé kannski eitthvað mismunandi eftir tegundum. Þarf að stúdera það. Er ekkert að synda svo þarf ekki sundgleraugu. Get svo sem alveg farið með mín núna fyrst þau eru orðin svona fer ekki það oft í sund en bara forvitni hvort fleiri hefðu lent í þessu. 

☆★

Bella C | 10. apr. '16, kl: 11:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég finn mikin mun á milli tegunda, þurfti að finna réttu linsurnar áður en ég gat notað þær í sundi.

minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 16:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað heita þessar einu réttu ?:) ef þú manst það. 

☆★

Felis | 10. apr. '16, kl: 21:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Maður þarf að finna hvaða linsur passa á mann. Það eru ekki allir með eins augu svo að maður þarf að finna rétta vídd og kúrfu á linsunum. Það skiptir líka máli dagsdaglega en ekki bara í sundi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 10. apr. '16, kl: 08:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það sama. Passa að setja hausinn ekkert óundirbúið ofan í nema ég sé með sundgleraugu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

lalía | 9. apr. '16, kl: 18:53:49 | Svara | Er.is | 0

Ég er blind án gleraugna, ég gæti varla gengið frá klefanum og út að laug ef ég væri ekki með gleraugu eða linsur. Mér finnst óþægilegt að vera með gleraugun í sundi svo ég nota linsur og sundgleraugu. Það tók smá tíma að venjast því en mér finnst það ekkert mál í dag, bara fá sér þétt og góð sundgleraugu ef maður ætlar að synda.

minnipokinn | 10. apr. '16, kl: 02:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða linsur ertu að nota? Fór að spá hvort það væri kannski eitthvað mismunandi eftir tegundum. Er ekkert að synda en komst víst ekki hjá því þetta eina skipti sem ég prufaði linsur að lenda í aðeins í vatninu og þær hrisstust bara til í augunum á mér og tóku alveg sinn tíma að komast á réttann stað aftur. 

☆★

lalía | 10. apr. '16, kl: 19:54:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota bara daglinsur, tók alveg tíma að venjast því að vera með þær en svo var þetta ekkert mál.

Þjóðarblómið | 9. apr. '16, kl: 22:11:15 | Svara | Er.is | 0

Ég fer með linsurnar í sund ef ég ætla bara að fara í heita pottinn eða með systur minni og krökkunum hennar. Ef ég ætla að synda þá fer ég ekki með linsur og alls ekki gleraugu. Mér finnst það ekki kúl. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Silaqui | 10. apr. '16, kl: 09:59:36 | Svara | Er.is | 0

Fer með gleraugun í sund, enda myndi ég bara detta um sjálfa mig án þeirra. Hef farið með linsur og sundgleraugu en oftast bara gleraugun. Skil þau samt eftir einhvers staðar ef ég vil synda eitthvað. Fer sjaldan í stórar laugar, og nenni aldrei að synda í þeim vegna glerauganna.

Svala Sjana | 10. apr. '16, kl: 16:46:10 | Svara | Er.is | 0

Hversu illa sérðu?
ÉG er með mínus 5 á báðum ég fer aldrei með gleraugu í sund. 
Reyndi að finna alltaf sérlega skræpótt sundföt ák rakkana til að finna þau í lauginni og vandi þau við að mega ekki fara úr augnsýn (1 metir) án þess að láta vita.

Svo eru til sundgleraugu með styrk kannski er það málið

Kv Svala

minnipokinn | 11. apr. '16, kl: 01:07:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3.25 og 3.75 minnir mig og dass af sjónskekkju. Myndi semsagt alveg redda mér án þess að labba á veggi hehe en finnst bara skemmtilegra að sjá ekki allt í móðu. 

☆★

bogi | 10. apr. '16, kl: 17:09:17 | Svara | Er.is | 0

Ég fór ýmist með gleraugun, linsur eða ekkert - síðan fór ég í laseraðgerð, þvílíkur munur að vera laus við þessi gleraugu. 

ÓRÍ73 | 10. apr. '16, kl: 17:17:12 | Svara | Er.is | 0

Fer með gleraugun ef eg fer með börnunum,fer með sundgleraugu með styrk eg eg ætla að synda

fjörmjólkin | 10. apr. '16, kl: 21:36:09 | Svara | Er.is | 0

Er stundum sjónlaus og stundum með gleraugun. Hef líka farið með linsur, allt jafn óþægilegt :/ 

égheldekkimeðmanutd | 10. apr. '16, kl: 22:45:10 | Svara | Er.is | 0

nota eingöngu linsur og ég forðast sund eins og ég get því ég er skíthræddur við að missa linsurnar í sundi ef ég fer í kaf. hinsvegar er allt annað að fara bara í pottinn og vera rólegur þar

HvuttiLitli | 11. apr. '16, kl: 09:42:52 | Svara | Er.is | 0

Aldrei farið með öðruvísi gleraugu í sund en sundgleraugu. Er meira að segja löngu hætt að nota þannig (nei, ekki með styrk, hef aldrei átt svoleiðis). Einu sinni með linsur en þá ætlaði ég ekkert að synda eins og ég geri annars alltaf. Finnst bara fínt að sjá illa í sundi, fer líka í sund til að vera ein með sjálfri mér (eins mikið og það er hægt í svona margmenni eins og í sundi en maður nær að fara ótrúlega langt inn í eigin heim).

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Grjona | 11. apr. '16, kl: 10:41:21 | Svara | Er.is | 0

Fer með gleraugun en ég fer svo sem ekki í sund til að synda, bara liggja í leti. Er þá yfirleitt með sólgleraugun, þau eru með styrk.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

karamellusósa | 11. apr. '16, kl: 15:19:07 | Svara | Er.is | 0

heyrðu pantaðu þér bara skítódýr gleraugu af zennioptical.com  og notaðu þau í sundi og sparaðu dýru gleraugun.


ég veit um einn sem notar ódýru gleraugun sín í vinnu á sprautuverkstæði, en geymir dýru gleraugun á meðan og notar þau þegar hann er ekki að sprauta.  

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Alli69 | 11. apr. '16, kl: 15:29:06 | Svara | Er.is | 0

Synda með blindrastafi? Væri nú svolítið gaman að fylgjast með því :)

Lilith | 12. apr. '16, kl: 09:53:43 | Svara | Er.is | 0

Fer nú bara helst ekki í sund, en þau skipti sem ég hef gert það þá fer ég með gleraugun, sé ekkert án þeirra.

Blah!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Síða 10 af 47606 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien