Þið pör sem glímið við ófrjósemi?

hafralína | 17. okt. '08, kl: 23:35:15 | 966 | Svara | Þungun | 0

hvað er að hjá ykkur og hvað hafið þið gert í málinu og hvernig hefur það tekist til ?

sorry allar umræðurnar eftir mig hérna er bara að forvitnast smá um þetta allt saman áður en ég tek ákvörðun :)

 

nös | 17. okt. '08, kl: 23:44:34 | Svara | Þungun | 0

Hæ hæ

Langar að svara, það er ekkert að hjá okkur nema að við virðumst ekki passa saman. Búið að reyna þrjár tækni og svo er það glasa núna. Vona bara að hún gangi upp :)

hafralína | 17. okt. '08, kl: 23:56:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hvenær ertu að fara ? og gangi ykkur rosalega vel :)

nös | 19. okt. '08, kl: 12:14:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Við erum að byrja bara núna næstu helgi :)

ermensjána
gruffalo | 5. feb. '17, kl: 23:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Er ekkert svoleiðis? Heldurðu að þau viti ekki ef hann er með latt sæði eftir t.d. rannsóknir sem þau hafa væntanlega farið í áður en þau fengu að fara í tækni og svo glasa? Svo myndi ég nú fara varlega í að gefa fólki einhverjar vonir með því að babbla um einhver 'náttúrulyf', hljómar eins og kuklari. ;)

magzterinn | 18. okt. '08, kl: 00:57:29 | Svara | Þungun | 0

Það er ekkert að kallinum, hann er með fína sundkappa og allt í gúddí.
Ég er með pcos, legslímuflakk og svo er ég með lupus anticoagulant sem er blóðsjúkdómur sem hefur líklega verið að valda fósturlátunum hjá mér.
Ég er búin að taka slatta af pergotime en fékk aldrei egglos.
Erum búin að fara í 2 tæknisæðingar, fékk jákvætt í nokkra daga eftir seinni.
Er búin að fara í 3 uppsetningar í glasa (2 heilar og eina frysta) og hef 2x fengið jákvætt. Fékk já en of lág gildi í fyrra skiptið en svo missti ég á 7. viku í seinna skiptið.
Þá uppgötvaðist lupusið og í síðustu meðferð fékk ég klexane sprautur til að þynna blóðið en þá fengum við neikvætt.
Núna erum við á leiðinni í aðra meðferð og í þetta skiptið prófum við ný örvunarlyf sem skila vonandi betri eggjum því frjóvgunin hefur ekki verið nógu góð hjá okkur.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

olina1 | 18. okt. '08, kl: 12:47:21 | Svara | Þungun | 0


Það er ekkert að kallinum enn ég glími við legslímsflakk. erum búin að fara 2x í glasa
og er í 3 meðferðini. hef alltaf sett 1 egg upp enn ætla að láta 2 ,egg þau síðustu.
Við eigum 8 ára stelpu saman. Vonandi gengur það vel núna hjá okkur.
það er ekki möguleiki fyrir okkur að fara í tækni. erum búin að reyna í 5 ár.
Kveðja

evelin | 18. okt. '08, kl: 13:20:59 | Svara | Þungun | 0

Hjá okkur kom það í ljós að maðurinn minn er með of fáa og lata sundkappa.
Svo kom líka í ljós hjá mér að ég er með PCOS.
Við þurftum að fara beint í smásjárglasa og gekk í fyrsta og eigum strák sem er bráðum 3 ára og erum að fara að leggja af stað í næsta barn:)

Frostrós | 18. okt. '08, kl: 18:51:08 | Svara | Þungun | 0

Hjá okkur er vandamálið mín megin. Ég er með léleg egg og fæ ekki sjálf egglos. Ég fór í 3,5 tæknisæðingu ( fékk oförvun í fyrstu og þá var hætt við þá meðferð ) og í þriðju meðferðinni þá fékk ég utanlegsfóstur.
Eftir glasa nr. 2 ( eða smársjársfrjóvgun ) og fengum mjög fáa og lélega fósturvísa þá tók ég mig í gegn, breytti matarræðinu, fór í ræktina og tók andlegu hliðina í gegn. Fengum æðislega fósturvísa í smásjár nr. 3 og ég varð ólétt af tvíburum. Fékk svo leghálsbilun og fæddi stúlkurnar mínar andvana. Hálfu ári síðar , eftir sömu tiltekt í sjálfri mér varð ég ófrísk af drengnum mínum ( frosin fósturvísir ) sem er 2ja ára í dag og ofurhress. Nú er ég ófrísk af 4 barninu eftir smásjár nr. 4 ( fórum um jólin og kláruðum frystu fósturvísana sem við áttum en fengum neikvætt - gerði ekkert fyrir sjálfa mig þá ). Núna tók ég mig í gegn aftur og fékk súperfósturvísa.

Segi ekki að mín aðferð henti öllum en það er klárt að hjá sumum pörum hentar ekki að vera "bara" í meðferð heldur þurfa þau / hann / hún að gera eitthvað fyrir sig líkamlega eða andlega eða bæði til að undirbúa sig fyrir næstu meðferð og gera sig móttækilegri fyrir lyfjunum og uppsetningunni. Þetta tekur gríðarlega á líkama og sál og um að gera að finna sína aðferð til að "lifa" þetta af.

Kv. Frostrós

blandarinnn | 18. okt. '08, kl: 19:57:44 | Svara | Þungun | 0

við höfum verið að reyna í 14 mánuði og búin á 7 pergó ég er með pcos en búin að vera með egglos í hvert skipti búin að fari í speglun og allt leit vel út fara í sæðis rannsóknir og þar kom allt rosalega´vel út svo þetta er bara óútskýranleg ófrjósemi

gully | 18. okt. '08, kl: 21:53:29 | Svara | Þungun | 0

óútskýrð ófrjósemi,eitt utanlegsfóstur og fór í aðgerð til að fjarlægja fóstrið. glasa sem að lukkaðist ekki árið 2000.varð ófrísk sjálf árið eftir 3.ára reynirí en missti,fór í útskrap.Ákváðum að ættleiða barn,biðin eftir dóttur okkar tók 25 mánuði. Varð ófrísk aftur í biðinni og eignuðumst við tvær dætur með fimm mánaða millibili.Tæpum þremur árum seinna eignuðumst við son. Börnin eru tæpl 3.ára,5.ára og 6.ára í dag.

Benebí | 18. okt. '08, kl: 22:47:40 | Svara | Þungun | 0

Það fannst ekkert að hjá okkur. Eftir að hafa reynt í rúmlega ár fórum við í fyrstu tæknisæðinguna og síðan 3 í viðbót en engin heppnaðist. Við vorum búin að reyna í tæplega tvö og hálft ár þegar við fórum í fyrstu glasa, sú meðferð heppnaðist og á ég yndislegan lítin strák í dag.

Queen Latifah | 18. okt. '08, kl: 23:01:41 | Svara | Þungun | 0

ég er með pcos og eggleiðararnir ónýtir , þannig að eina leiðin er glasa

¸.•♥•Queen Latifah•♥•.¸

Ilona | 19. okt. '08, kl: 10:05:14 | Svara | Þungun | 0

Við vorum búin að reyna í 2 og hálft ár og fara í 5 tækni. Ekkert að hjá okkur sem útskýrir erfiðleikana. En í dag er í nýkomin með baun.

Ilona

"mmmmmm.....möndlugrautur"

Tían | 19. okt. '08, kl: 12:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ótrúlegt að lesa hvað það eru margar sem eiga í erfiðleikum með að verða ófrískar, hefði ekki trúað því... gangi ykkur öllum rosalega rosalega vel::::::)

petta | 19. okt. '08, kl: 14:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

eftir 5 ára reynerí 5x fósturlát, var í 6 meðferðinni á art á föstud svo nú er að bíða og vona við fengum góða einkunn á frjófgunina (sem hefur alltaf verið vandamál) og nú eru 12 dagar í blóðprufu:) knús kv p

magzterinn | 19. okt. '08, kl: 16:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Krossa putta fyrir þig ;)

En má ég forvitnast hvað örvunarlyf þið hafið verið að nota? Hafiði prófað menopur?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

petta | 19. okt. '08, kl: 21:25:58 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég hef verið á nefúðanum núna í fyrsta sk og svo pennanum man ekki hvað það nú heitir ha ha en það kom allt miklu betur út núna en í fyrri meðferðum bæði betri einkunn og bara allt glæsilegt ha ha

magzterinn | 20. okt. '08, kl: 18:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ok frábært ;) VOna að þetta gangi ;)
Ég hef sjálf alltaf notað synarela úðann til að bæla og svo puregon pennan en núna ætlar Guðmundur að l´ta mig prófa e-ð nýtt lyf sem að heitir MEnopur og er náttúrulegra en hitt. Það voru einhverjir danskir sérfræðingar hérna um daginn sem eru búnir að nota það mikið og segja að það sé að skila betri eggjum og betri frjóvgun. Vona að það virki vel fyrir okkur ;D

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

petta | 20. okt. '08, kl: 18:57:43 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ok magnað magzterinn, nú kemur þetta:) og alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt ef það virkar nú betur

berjamó | 19. okt. '08, kl: 17:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

úfff ég er svo spennt! hugsa til þín..

***alltíkross***

****************************

bambalo | 19. okt. '08, kl: 16:49:21 | Svara | Þungun | 0

Ég er með stíflaða eggjaleiðara. Bóndinn með súpersæði. Við erum búin að fara í eina glasafrjóvgun og hún heppnaðist í fyrstu tilraun.

Ég var orðin svolítið þung, komin vel yfir bmi 30, svo ég tók mig til og létti mig fyrir meðferð. Fór á danska. Var raunar ennþá tölvuert yfir bmi 30 þegar ég fór í meðferðina, en þá voru ekki neinar reglur um þyngd. Þær komu síðar, það varð samt allt brjálað þá, veit ekki hvernig það er í dag.

Núna er ég aftur að fara í meðferð, og heilsan betri en þegar ég fór síðast. Ég er léttari og hraustari, er undir bmi 30 þótt ég sé enn með einhver aukakíló. Svo ég vona að þetta takist jafn vel og þá, þótt maður eigi auðvitað að stilla væntingum í hóf.

Ég borða hollan mat, mikið af grænmeti og reyni núna að stilla sælgætisneyslu í hóf, svo og áfengisneyslu. Tek ekki inn nein vítamín, en bætti fólínsýru við mataræðið.

Síðast var ég á barnamagnýl, ætli ég geri það ekki líka núna. Það heitir Hjartamagnýl í dag. Það er sum sé ráðlagði dagskammturinn. Veit ekki hvort búið er að afsanna gildi þess í dag, en magnýl er blóðþynnandi og það var talið að blóðflæði til legsins ykist við töku þess.

berjamó | 19. okt. '08, kl: 17:04:31 | Svara | Þungun | 0

óútskýrð ófrjósemi.

3 tæknisæðingar og 3 glasa.. tókst í þriðju glasatilraun;)

ég á samt eitt barn fyrir og hann á eitt barn en þetta mun verða okkar fyrsta saman;D

****************************

juni10 | 19. okt. '08, kl: 20:34:26 | Svara | Þungun | 0

Hæ allar. Ég er alveg ný hérna en finnst gott að lesa það sem þið eruð að skrifa og finn þá að ég er ekki ein að basla. Við em búin að reyna í 2 ár. Það er allt í góðu með karlinn en ég er með legslímuflakk og búið að taka annan eggjastokkinn minn, hinn er ekki á réttum stað (fastur einhversstaðar sem hann á ekki að vera). Allavega þá erum við að fara í fyrstu glasa í desember tekst vonandi;)

petta | 20. okt. '08, kl: 09:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

velkomin fröken:) og vonandi blessast allt hjá þér í desember

olina1 | 20. okt. '08, kl: 14:00:30 | Svara | Þungun | 0

Sælar
Á maður að taka inn Hjartamagnil áður enn maður byrjar á glasameðferðini.???
Ég var að lesa það fyrir hér fyrir ofan. Er að fara í uppsetningu núna í nóvember.
Er til að prufa allt er að fara í 3 uppsetningu.
Kveðja

bambalo | 20. okt. '08, kl: 17:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Getur prófað að gúggla Acetylsalicylic and pregnancy eða conceiving. Sá líka að inni á ljosmodir.is að óléttum konum er ráðlagt að byrja að taka Hjartamagnýl 3 dögum fyrir flug. Það er aukin hætta á blóðtappa á meðgöngu og hætta á blóðtappa eykst í flugi.

Mér sýnist að þetta sé bara til góðs. Las einhverjar rannsóknir þarna, skil samt ekki enskuna nógu vel, en sýnist að þetta sé bara gott. N.b. skammturinn á að vera mjög lítill. Minnir jafnvel að ég hafi tekið hálfa Hjartamagnýl á dag frekar en heila.

Gangi þér vel :)

bambalo | 20. okt. '08, kl: 17:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Og fann hér nokkrar íslenskar sem segja að þeim hafi verið ráðlagt að taka inn Hjartamagnýl af læknum. Það er sumsé ein heil tafla á dag :)

http://www.doktor.is/spjall/index.php?a=a&topic=59555

zkart | 20. okt. '08, kl: 18:05:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég er með pcos og hef eiginlega aldrei egglos nema með hjálp, allt í fínasta lagi með hann en hef tekið 5 skammta af pergótime og alltaf fengið egglos af því nema 1 sinni,
varð ólétt af fyrsta pergóskammtinum en missti það(febrúar).
Búin að fara í tvær tækni sem ekki virkuðu og er að fara að byrja mína þriðju eftir 2 vikur og er voða bjartsýn núna því ég var að koma úr speglun :)
og já það er c.a. 1 1/2 ár síðan ég hætti á pillunni

ermensjána
ermensjána | 2. feb. '17, kl: 21:07:51 | Svara | Þungun | 0

Það er til fæðubótaefni við Pcos sem fer á markað fljótlega ,þrjár konur hafa prófað það efni og þær hafa orðið ófrískar ,ein af þeim er að eignast sitt annað barn hin er að eignast sitt fyrsta barn báðar þessara kvenna eru og voru með Pcos .
Með bestu kveðju.
Ein önnur kom til íslands frá Þýskalandi en það var eiginmaðurinn sem var í vændræðum og fékk lyfið fyrir KK þau hjónin voru búin að fara í 5 tæknifrjókanir án árangurs en eftir inntöku lyfsins eignuðust þau tvíbura ef þú hefur tölfupóst þá get ég sent umsagnir og myndir frá þessum konum .
Þettað er íslenst lyf.

pjasarut | 3. feb. '17, kl: 18:15:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hvaða lyf er þetta sem um ræðir :)

ermensjána
Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ný hætt á pillunni anitapanita 5.10.2017
Neyðarpillan pandii 15.6.2017 4.10.2017 | 13:33
Hvað er að mer?! hobnobkex 24.9.2017 26.9.2017 | 13:40
Enn ein pilluspurningin Karmen... 22.9.2017 24.9.2017 | 21:38
Þessar ekki línur eða kannski línur... Emma78 19.9.2017 21.9.2017 | 21:13
D10 Roche Valium, upj90s, og OxyContin o.fl. WhatsApp Fjöldi: +1 (403) 814-1154 stevmusterf541 21.9.2017
Maíbumbur 2018 hnjasa 16.9.2017
Þetta er mjög mikilvægt Out of Matrix 13.9.2017
Jákvætt? Mynd! sexan 10.9.2017 11.9.2017 | 20:52
Digital ovulation clearblue test A2112 9.9.2017
Einkenni Sumarjakki8 6.9.2017 8.9.2017 | 21:22
konur svara delta201 7.9.2017
Jákvætt þungunarpróf? tmg8 6.9.2017 7.9.2017 | 10:33
femar eða letrozole eb84 27.8.2017 28.8.2017 | 22:09
Primolut lolla1994 22.8.2017 25.8.2017 | 08:09
Femar, blóðprufa og óreglulegur tíðahringur silly1 20.1.2017 24.8.2017 | 14:09
Var ekki til listi yfir hvernig er best að reyna að verða þunguð? lindaingva 22.8.2017
Hvað á ég að gera? Hjálp! skiliggi 19.8.2017 21.8.2017 | 09:25
Vika framyfir - neikvætt gojiberry20 17.8.2017
Að fá egg annars staðar en á Íslandi Jolakaka 16.2.2017 10.8.2017 | 08:53
skoðun á að eiga barn ein... babyonboard 11.7.2017 9.8.2017 | 17:04
HJÁLP - ÁRÍÐANDI NEYÐARNÚMER IFV margretpall 6.8.2017
Seint egglos einkadóttir 12.7.2017 30.7.2017 | 14:41
MJÖG MIKILVÆGT antimatrix 26.7.2017
Fá ekki jákvætt en samt ólétt umraeda 5.4.2017 13.7.2017 | 23:06
Hormónalykkjan Dísin88 27.6.2017 11.7.2017 | 22:34
reglubundnar blæðingar og samt a koparlykkju ghi83 9.7.2017 11.7.2017 | 07:25
eitt spurningamerki? missus 16.6.2017 3.7.2017 | 23:05
Lokaður Stuðningshópur Fyrir Konur Með PCOS Lavender2011 8.6.2014 26.6.2017 | 22:08
Letrozol bluefish einkenni holyoke 19.6.2017 22.6.2017 | 21:02
Nálastunga - AMH hormón Lynghreidrid 17.8.2016 17.6.2017 | 22:07
Pergó hjá heimilislækni? stjarna111 9.6.2017 10.6.2017 | 17:58
Hormónalykkan LaRose 19.5.2017 8.6.2017 | 12:50
Fósturmissir eða ? Serenity 28.5.2017 1.6.2017 | 23:29
Jákvætt fyrir viku 4 Fjola15 16.5.2017 22.5.2017 | 13:36
Kynjaegglospróf Arrri 15.5.2017 16.5.2017 | 17:21
Pergotime I Metformin I Egglospróf Wild Horse 9.5.2017 12.5.2017 | 08:10
Lutinus - reynsla lukkuleg82 10.5.2017
Er einhver sem les netpóst yfir helgina hjá IVF klinki ? regazza 5.5.2017 6.5.2017 | 21:17
lykkjan ghi83 1.5.2017
Er að fríka ut,! silly1 16.4.2017 28.4.2017 | 10:41
Skrítinn tíðahringur donanobispachem 19.4.2017 23.4.2017 | 23:19
Pergótime hvergi fáanlegt, hvað kemur í staðinn? holyoke 10.4.2017 14.4.2017 | 08:29
Hrinugr 1 á Letrozole bluefish (Femar) isma 11.4.2017
Hversu langan tíma tekur að verða ólétt kaffihaus 10.11.2016 8.4.2017 | 18:30
stöðugur broskall á digital egglosaprófi eb84 8.4.2017
Clearblue digital egglospróf + þungunarstrimlar chérie 10.3.2017 20.3.2017 | 12:49
Ef tvö egg losna en bara annað frjóvgast...... kimo9 18.3.2017 20.3.2017 | 12:04
Hjálp! Letrozole bluefish lukk 7.3.2017 14.3.2017 | 12:21
ljos lina barbapappi 12.3.2017 13.3.2017 | 20:02
Síða 3 af 4805 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123