Þið sem búið í Svíþjóð

tory | 5. maí '15, kl: 19:29:10 | 326 | Svara | Er.is | 1

Komið þið sæl,

Þið sem búið í Svíþjóð eða hafið búið þar nýlega, hvernig finnst ykkur? Hvernig er að komast inn í allt þarna?
Má endilega fylgja með hvar þið búið, hvernig leigumarkaðurinn er og svo framvegis.
Takk :)

 

api11 | 6. maí '15, kl: 09:14:30 | Svara | Er.is | 1

Finndu grúbbuna á facebook sem heitir Íslendingar í svíþjóð, finnur allt þar ;)

tory | 6. maí '15, kl: 12:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

Kentár | 6. maí '15, kl: 10:11:50 | Svara | Er.is | 2

Þetta fer allt eftir því hvar þú býrð og erfitt að svara svona opinni spurningu.


En almenna reglan er að það er erfitt að fá vinnu ef þú kannt ekki sænsku.


Í stóru borgunum er húsnæðisskortur og virkilega erfitt að fá leiguíbúð, að sama skapi er erfitt að fá íbúð án atvinnu og meðmælum frá fyrri leigusölum. En flestir finna eitthvað að lokum.


Það er í kringum 8% atvinnuleysi í landinu, en þar er ekki tekið inn í svokallað dulið atvinnuleysi, ungt fólk sem aldrei hefur komist út á vinnumarkaðinn, ólöglegir innflytjendur og fólk sem hefur farið í háskólanám sökum atvinnuleysis.


Mörgum íslendingum finnst svíjar vera lokaðir, ferkanntaðir og leiðinlegir. Mér finnst hinsvegar íslendingar vera fordómafullir og kaldranalegir. 




Hvað meinaru með að 'komast inn í allt þarna?' Til að fá kennitölu þarftu að skrá þig inn í landið og vera komin með vinnu, eða allavega geta sýnt fram á framfærslu, hvort sem það er atvinna eða nám. Það getur tekið nokkrar vikur að fá kennitölu og þá geturu stofnað bankareikning og byrjað líf þitt.


Internetáskrift, sjónvarpspakkar og farsímasamninga geturu ekki fengið nema sýnt fram á 3-6 mánaða gamla launaseðla, oft er líka gert greiðslumat áður en þú getur skuldbundið þig slíkri þjónustu.


Börn eins árs og eldri komast inn á leikskóla, gæti verið allt að 3 mánaða bið og mögulega ekki laust í þeim sem er næstur heimilinu. Einnig þarf að skrá krakka í þann skóla sem þið viljið, hér er frjálst skólaval og því ekki víst að þið fáið pláss í hverfisskólanum ef þið komið á miðju skólaári. Börn innflytjenda eiga rétt á móðurmálskennslu en það hefur reynst erfitt að finna kennara í íslensku í sumum sveitarfélögum.


Það er erfitt að búa langt frá fjölskyldu og vinum, í landi þar sem ekki er talað mans eigins móðurmál. Margir halda að grasið sé alltaf grænna hinum megin, en grasið er grænast þar sem þú vökvar það. Að flytja úr landi getur aldrei verið auðveld lausn, þetta er erfitt en oftast erfiðisins virði. 


Mæli með að athuga með hópana á facebook, það er einn fyrir Íslendinga í Svíþjóð og svo margir fyrir mismunandi borgir og landshluta.

tory | 6. maí '15, kl: 12:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. En þegar ég tala um að "komast inn í allt" þá einmitt á ég við leikskóla, skóla og þess háttar. VIð hjónin erum bæði með góða menntun en tölum að vísu ekki sænsku. Við erum að hugsa um þetta bara tímabundið til að víkka sjóndeildarhringinn og prufa eitthvað nýtt. Erum ekki að leita að grænna grasi og erum ekki að "flýja" eins og margir eru að gera. Einfaldlega að upplifa eitthvað annað í 2-5 ár og koma svo heim aftur :) Leyfa börnunum að upplifa eitthvað annað :)
Kærar þakkir fyrir svörin

Kentár | 6. maí '15, kl: 13:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi fyrst athuga hvort það væri vöntun á fólki með ykkar menntun og reynslu, í sumum geirum kemst maður upp með takmarkaða sænskukunnáttu, þá aðallega í tölvubransanum, en í flestum ekki. Hér er mikið atvinnuleysi á meðal háskólamenntaðra og það þarf nánast menntun fyrir hvert starf, sem þýðir að þótt þú sért með menntun í einu fagi dugar það ekki fyrir starf í öðru fagi. 


En annars myndi ég skoða  arbtetsförmedlingen, eða vinnumálastofnun, þar getið þið skoðað framboð á vinnum.  Ég myndi ekki flytja út nema amk annað ykkar væri komið með vinnu, helst bæði. Getið líka skoðað blocket.se varðandi húsnæði og séð hvað það er að kosta. Þið munið ekki geta leigt í fyrstu hönd nema þið farið á mjög afskekkta staði þar sem fáir vilja búa. 


Það er gott að búa í Svíþjóð, ef maður leyfir sér að búa þar og er ekki alltaf að bera allt saman við Ísland endalaust. Mikið gert fyrir börn og fjölskyldur yfir höfuð.

  

tory | 6. maí '15, kl: 13:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott er,
kærar þakkir fyrir þetta :)

Kentár | 6. maí '15, kl: 13:17:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinleg, alls ekki. Mér finnst endilega að allir eigi að prófa að búa í útlöndum, víkka sjóndeildarhringinn, læra eitthvað nýtt og prófa að vera innflytjandi. En þetta er samt alls ekkert auðvelt og ég vil bara að fólk viti hvað það er að fara út í. Maður sér svo brenglaðar umræður oft um að flytja á milli landa.


En gangi ykkur vel og vonandi gengur þetta allt saman upp!

tory | 6. maí '15, kl: 14:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tók þessu alls ekki illa :) Einmitt mjög gott að fá svona sjónarmið, algjörlega nauðsynlegt. Og ég tek alveg með fyrirvara þetta með gull og græna skóga og bleik ský ;)
Þess vegna vil ég frekar hugsa um þetta sem ævintýri, að prufa eitthvað annað og fá lífsreynslu sem ekki er hægt að taka frá manni.

Kisukall | 6. maí '15, kl: 11:19:11 | Svara | Er.is | 0

Bíddu haaa?
Nei þarft ekki að sýna fram á framfærslu til að fá kennitölu og ekki heldur sýna reikninga til á fá áskriftir?

hellocat | 6. maí '15, kl: 13:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ekki?

Kisukall | 6. maí '15, kl: 14:46:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svarið fór ekki á réttan stað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Síða 2 af 47840 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler