Þið sem eigið yaris og ung barn/börn

molinnn | 26. apr. '15, kl: 14:36:03 | 415 | Svara | Er.is | 0

Ég var að velta fyrir mér eru þið að koma barnavagni í skottið á þessum bílum ?

Ég er með eina 8 ára og einn 1 árs, eru þetta bílar sem maður reynir að forðast að vera með með börn ? :)

 

daggz | 26. apr. '15, kl: 14:40:20 | Svara | Er.is | 1

Ég á svo sem ekki Yaris en vinkona mín á og sjæsen. Nei takk segi ég bara. Ég kom ekki einu sinni litlu kerrunni í skottið, bara ekki séns.

--------------------------------

molinnn | 26. apr. '15, kl: 14:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok , takk þá er það ákveðið haha :)

daggz | 26. apr. '15, kl: 14:47:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held samt að það er eitthvað misjafnt eftir gerðum/árgerðum. En mér finnst skottpláss vera svo mikilvægt með börn að ég gæti þetta ekki. Ég á Golf og það er sko allt annað. Þannig þú þarft ekkert að fara í miklu stærri bíla til að fá ágætist pláss.

--------------------------------

molinnn | 26. apr. '15, kl: 14:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja vantar bara sparneytin bíl sem bilar ekki eins og margir bílar helst toyotu ( á toyotu avensis 2001) minn eyðir bara svo miklu !

mér var bannað að kaupa mér volkswagen bíla ætti að halda mér við skoda eða toyotu

daggz | 26. apr. '15, kl: 15:02:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef heyrt þetta með WV líka. Ég ætlaði sko ekkert að fara út í það en minn hefur reynst mér mjög vel og er æðislegur í akstri. Átti Octaviu fyrir og þetta er bara liggurvið alveg eins bara annað merki.

--------------------------------

molinnn | 26. apr. '15, kl: 15:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

auðvitað eru bílar inn á milli af þessari tegund góðir, en ég þori ekki að taka áhættuna á að ég verði heppin og þú hehe ;)

MUX | 26. apr. '15, kl: 16:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hondan er að koma rosalega vel út bilanalega séð líka ;)

because I'm worth it

Mainstream | 26. apr. '15, kl: 14:53:49 | Svara | Er.is | 0

Fer eftir því hvort þú ætlar að hafa búslóð með barninu. Við hættum að vera með kerrur í bílnum dagsdaglega með okkar börn.

molinnn | 26. apr. '15, kl: 14:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha búslóð vel orðað alltaf svo mikið dót með börnunum eftir leikskóla / skóla og dagmömmu ! En ég þarf að troða á föstudögum vagni í bílinn það var það sem ég er að pæla í líka

Steina67 | 26. apr. '15, kl: 16:30:06 | Svara | Er.is | 0

Á nýlegri Yarisum 2006 og nýrri er gott pláss i skottinu og það er hægt að færa aftursætin frama og fá þannig aðeins meiri pláss. Svo má líka minnka vagninn ef út í það er farið.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

daggz | 26. apr. '15, kl: 16:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkona mín er einmitt nýlega búin að endurnýja sinn (2013 held ég, keypti glænýjan) og hann er með ennþá minna skotti heldur en gamli Yarisinn hennar var með.

--------------------------------

Steina67 | 26. apr. '15, kl: 16:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning um að skoða vagninn sem hún er með og minnka hann

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

daggz | 26. apr. '15, kl: 16:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu reynt að koma einhverju í skottið á Yaris?

Ég hef stundum fengið vinkonu mína til að sækja mig út á völl. Þá er ég með fyrirferðalítinn bílstól, tösku og létta kerru og það er bara ómögulegt að koma því fyrir. Sumum töskum kem ég í skottið öðrum ekki (svona harðri miðlungsstærð). Oftast enda ég með að troða bæði kerrunni og töskunni í aftursætið (sem myndi ekki ganga upp ef bílstjórinn væri stór) og þar að auki þarf ég að sitja frekar framarlega svo barnið sé ekki með fæturnar í sætisbakinu.

Ég veit svo sem ekki hvort það séu til fleiri týpur af hverri árgerð en þessi slær held ég öll met í plássleysi.

--------------------------------

Steina67 | 26. apr. '15, kl: 16:45:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já keyrði tengdó oft upp á flugvöll og sótti þau líka og kom öllu vel fyrir í skottið á Yarisnum mínum. Betur en í skottið á Avensisinum mínu. Sem reyndar er bara með hálft skott. En kem töskunum þeirra fyrir í honum þó líka.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

alboa | 26. apr. '15, kl: 16:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu viss um að hún sé ekki á Aygo?


kv. alboa

daggz | 26. apr. '15, kl: 20:33:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já alveg 100% viss.

--------------------------------

Litla klifurmús | 26. apr. '15, kl: 17:27:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segi eins og alboa - ertu viss um að hún sé ekki á aygo?

Ég er á Yaris, 2005 árgerð og mér finnst ótrúlega mikið komast fyrir þar.  Kem alveg ferðatöskum og er með frekar stóra emmaljunga kerru og hún kemst alveg.   Lagði yfirleitt annað aftursætið niður og setti hana þannig en prófaði svo að setja hana í skottið og færði sætið bara aðeins framar og þá kemst hún fyrir.

daggz | 26. apr. '15, kl: 20:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er alveg viss.

--------------------------------

Steina67 | 26. apr. '15, kl: 18:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yaris er stór að innan en lítill að utan.  Ég held að þú sért að rugla saman bílum hérna, segi eins og alboa og Litla klifurmús hvort hún geti ekki verið á Aygo.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

daggz | 26. apr. '15, kl: 20:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að rugla saman bílum, alveg 100% á því.

--------------------------------

julimamma | 26. apr. '15, kl: 22:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á Yaris og mér finnst nú bara alveg ótrúlegt hverju er hægt að troða inni í þessa bíla, hef bæði flutt ísskáp (reyna dár litinn) og uppþvottavél. Risa-smár og allt það á við um minn.

Orgínal | 26. apr. '15, kl: 21:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki bara með falska botninn í og coverið eefst við rúðuna?

daggz | 26. apr. '15, kl: 21:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú veit ég ekki hvernig það er með nýja (skottið er bara svo fáránlegt í laginu að það er ekki séns að neitt komist fyrir hvort eð er) en í gamla var einmitt svona falskur botn og já þá var hægt að koma meiru fyrir en ég myndi aldrei segja að plássið hafi verið gott.

--------------------------------

mugg | 26. apr. '15, kl: 19:24:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er á 2014 árgerð af Yaris og það er ekki séns að koma vagni né kerru í skottið

fálkaorðan | 26. apr. '15, kl: 16:49:00 | Svara | Er.is | 0

Ég mindi ekki einu sinni reyna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Delerium | 26. apr. '15, kl: 18:14:01 | Svara | Er.is | 0

Ég kom Simo í skottið þegar ég var bara með eitt barn - þá var hægt að setja grindina í skottið og vagnstykkið í framsætið (og annað foreldrið sat þá aftur í hjá barninu). Þegar barn tvö kom seldi ég Yarisinn og sé ennþá eftir honum ;)

Brímir | 26. apr. '15, kl: 18:20:27 | Svara | Er.is | 0

Ég er á Yaris Hybrid 2012, það kemst ótrúlega mikið í skottið á honum, núna er ég til dæmis með tvær bílsessur með baki þar í og kemst sitt lítið af hverju þar í viðbót :)

mugg | 26. apr. '15, kl: 19:22:31 | Svara | Er.is | 0

Ekki séns að koma vagni er með svona og kemst ekki í skottið en kemst í aftursæti en þá kemst ekkert annað þar
 

BOB CE Revolution
 

Steina67 | 26. apr. '15, kl: 19:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilja krakkann eftir heima? eða kaupa kerru sem hentar bílnum betur

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

daggz | 26. apr. '15, kl: 20:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða bara velja bíl sem hentar?

--------------------------------

Orgínal | 26. apr. '15, kl: 20:30:07 | Svara | Er.is | 0

Ég hef flækst um með bæði vagn og seinna kerru í skottinu á yaris. Mér fannst það lítið mál. Var reyndar með frábæran vagn sem mjög auðvelt var að taka í sundur og setja saman þ.a. ég setti hann yfirleitt inn í tveimur pörtum. Skottið var þannig að ég tók falska botninn úr og þá passaði þetta fínt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Síða 2 af 47839 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Guddie, Bland.is, Kristler, annarut123