Þið sem eruð með bakflæði---plís hjálp

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:07:41 | 4055 | Svara | Er.is | 0

Þið sem eruð með bakflæði og nennið að upplýsa mig...Nú er ég komin með nóg af magaveseni...Er búin að fara til magasérfræðings sem sagði að ég væri með vítt magaop og það væri líklegast mikið um að sýrir væru að spítast upp...og annað ekki og ekkert gert...Hef alltaf verið með magaveseni , svo lenti ég í þeim skemmtilega atburð að fá sýkingu í maga haustið 2010 og síðan þá hefur hann bara verið til vandræða út í eitt og ég er komin með alveg nóg...Var í því að bryðja pariet og forðast hitt og þetta...Var alltaf með sviða fyrir ofan nafla....mis slæm og allt þetta--- ákvað bara að þetta væru magabólgur en ég er svo ekki í neinu áhættuhóp nema kannski stress...Engin drykkja, reykingar , lyf né annað....En ég held að þessi sýking hafi gert þetta allt verra en hef alltaf verið slæm...bumbult og flökurt eftir máltíð og þung og þreytt- uppblásin maga o.s.frv....Væru þið sem eruð með bakflæði til í að deila reynslu ykkar af því....Er mikið byrjuð að pæla í aðgerð- láta þrengja þetta magaop eða hvað sem er til að létta á manni...Hvað segjiði?

 

pílapína | 26. mar. '12, kl: 23:11:18 | Svara | Er.is | 0

Nexium minnkar magabólgur og bakflæði, þ.e. brjóstsviða og slíka verki.  Þú getur drukkið samarin og tekið gaviscon (það slær á í smá stund).  Svo bara að liggja með hátt undir höfði og ekki borða mikið áður en þú ferð uppí rúm.  Borðaðu lítið í einu og oftar.  Forðastu það sem er sterkt og einnig súrt. 

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:14:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Losnar maður aldrei við svona bakflæði og er ekkert gert í þessu annað en þetta? er eimitt á pariet og drekk gaviscon og samarin...er svo þreytt á þessu:((

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer þetta ekki illa með tennurnar ef sýrurnar leita alltaf upp?

Louise Brooks | 26. mar. '12, kl: 23:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er komin með glerungsskemmdir eftir að ég veiktist illa af bakflæði fyrir 13-14 árum. Ég sé fram á gígantískan tannlæknakostnað á næstu árum. Ef þú ert of þung þá getur hjálpað að léttast um einhver kg en annars er best að reyna að halda þessu í skefjum með breyttu mataræði. 
Í dag þá kemst ég af með omeprazol og gaviscon ef ég verð slæm. Þarf stundum að taka einn til tvo daga á hrökkbrauði eða tekexi og vatni til að jafna mig eftir kast ef ég borða eitthvað í stundarbrjálæði sem triggerar bakflæðið. Þú þarft bara að læra að lifa með þessu og breyta matarvenjum ef þú ert ekki þegar búin að því.

,,That which is ideal does not exist"

LaRose | 2. sep. '16, kl: 11:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getið þið ekki tekið sýrustillandi lyf að staðaldri? Ég tek omeprazol til að fyrirbyggja magasár (fékk einu sinni þannig án bakteríu, já, það er hægt).

Ekki nóg með að tennurnar eyðileggist heldur er hætta á krabbameini í vélinda (Barretts).

Louise Brooks | 2. sep. '16, kl: 14:25:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er alltaf á fyrirbyggjandi magalyfjum, tek esomeprazol daglega.

,,That which is ideal does not exist"

NewYork | 17. jan. '19, kl: 20:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama hjá mér og louise Brooks. þá sé ég einnig mikla fylgni milli þyngdar og hversu slæmt þetta er. Bara fá kg upp og þetta versnar mikið

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

skrufjarn | 26. mar. '12, kl: 23:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk risaskemmdir í endajaxlana út af bakflæði og mér finnst fyllingar endast styttra en þær gerðu eftir að ég veiktist, ég reyni bara að skola reglulega munninn með vatni ef ég fæ köst, og tannbursta mig oftar(samt ekki strax eftir köst)
Og ekki sofa bara með hátt undir höfði, líka undir efri partinum á bakinu, ohh kann ekki að útskýra almennilega, en ef þú ert bara með hátt undir höfði ertu gjarnari á að fá hálsríg og svona.
Það var ekkert gert fyrir mig, fór tvisvar í magaspeglun og ekkert fannst, ég er með bakflæði af-því-bara. Ég tók mataræðið í gegn, fór fljótlega að finna hvaða matur væri að valda þessu og hvaða matur væri safe, hélt lika matardagbók sem hjálpaði mér að finna það út og finn það meira að segja á lyktinni af matnum núna, hahaha...
Hef alltaf Galieve eða Gaviscon á mér ef ég skildi fá köst, finnst Galieve virka vel.

Eina vesenið með mig er að ég fæ þetta líka á meðan ég sef, vakna oft ógeðslega slöpp og þyrst með ógeðslegt bragð í munninum:(

I'm not black like Barry White, no, I am white like Frank Black is

Eskarina | 30. mar. '12, kl: 23:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk asthma útfrá bakflæði :/  Um að gera að meðhöndla þetta sem fyrst (nexium er fínt) og sofa með hátt undir höfði þegar þú ert verst.

superbest | 25. mar. '14, kl: 19:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég líka!

Dalía 1979 | 12. apr. '16, kl: 14:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lagast asminn á nexium 

malý | 16. jan. '19, kl: 17:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

malý | 16. jan. '19, kl: 17:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

malý | 16. jan. '19, kl: 17:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

malý | 16. jan. '19, kl: 17:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

malý | 16. jan. '19, kl: 17:58:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

Ziha | 11. apr. '16, kl: 17:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mínar tennur hafa ekki skemmst... en það gúlpast reyndar sjaldan upp hjá mér. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Regndropi | 26. mar. '12, kl: 23:16:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að fara í aðgerð til að koma í veg fyrir bakflæði, en það hefur sínar aukaverkanir, fólk getur átt erfitt með að kasta upp eftir það.

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok...Getiði nemt dæmi um matartegundir sem fara mjög illa í ykkur?? t.d kjöt fer það illa í ykkur?

Regndropi | 26. mar. '12, kl: 23:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna er grein af vísindavefnum, þarna eru t.d. nefndar ýmsar fæðutegundir sem er betra að forðast:
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=924

En annars er talað um að vera með hátt undir höfði, og líka að það sé betra að liggja á vinstri hliðinni, það rennur víst síður uppúr maganum þannig. Annars er ég á lyfjum við þessu, það var nauðsynlegt í mínu tilfelli.

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á hvaða lyfi ertu ef ég má forvitnast og hvernig voruði greindar með þetta? ég fór í rönken og magaspeglun og lítið kom út úr því....

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyki ekki, drekki ekki, er í kjörþyngd- er 177 og 67 kilo...tek engin lyf og hef alltaf borðað holt en versnaði svo eftir að hafa fengið einhverja sykingu:((

Regndropi | 28. mar. '12, kl: 22:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er á rabeprazol, en ríkið er víst nýhætt að niðurgreiða það, svo ég þarf líklega að fara að breyta til. En mín einkenni voru þau að ég var alltaf hóstandi, og það var fundið út með útilokunaraðferðinni að þetta væri það eina sem gæti verið að. Enda hætti hóstinn eftir að ég hafði tekið þetta í svolítinn tíma.

Louise Brooks | 26. mar. '12, kl: 23:30:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þoli illa mat með tómatundirstöðu, eins og t.d. lasagna og hakk og spagettí. Þoli illa sterkan og súran mat sem er synd því að mér finnst sterkur matur svo góður. Fæ líka brjálaðan bróstsviða og bakflæði af lýsi og hörfræaolíu. Þoli illa edik, mjólkurvörur, hafragraut, og bara helling. Lifi hálfpartinn á ristuðu brauði og hrökkbrauði. Þoli alveg flest kjöt nema reykt og saltað, svínakjöt fer verst í mig. Gæti lifað á kjúkling og nautakjöti. Þoli líka illa að borða mikið af fljótandi fæði, fæ stundum bakflæði af boosti en ekki oft. Get ekki drukkið ávaxtasafa að neinu ráði. Þoli t.d. gos betur en ávaxtasafa, finnst best að drekka sódavatn án bragðefna þegar ég er slæm en helst léttkolsýrt. Man ekki meira í augnablikinu.

,,That which is ideal does not exist"

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fynndið að þú segir hakk og spakkhetti- fékk þetta í fyrsta skiptið þá!!!

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ég fæ samt sjaldan brjóstsviða- en fæ svona rosa verki í rifbeinin og svo finnst mér eins og það sé alltaf eitthvað í hálsinum á mér....og svo bumbult og þung og líður illa eftir máltíð- næstum alltaf....

Louise Brooks | 26. mar. '12, kl: 23:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tómatar eru eitur fyrir bakflæðisgikki eins og mig. Ef ég borða hakk og spagettí þá þarf ég að passa að borða mjög lítið og helst ekkert næstu klst eftir máltíðina til að koma í veg fyrir að maturinn blandist illa öðrum mat í maganum. Ég fékk mér einhverntíman jarðaberjasheik á eftir lasagna og var fárveik í heilann sólarhring á eftir, það var áður en ég uppgötvaði almennilega hvað ég þoli og hvað ekki. 

,,That which is ideal does not exist"

Alfa78 | 27. mar. '12, kl: 17:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú átt skiló!

Ziha | 11. apr. '16, kl: 17:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég elska hafragraut... en borða hann reyndar ekki með mjólk.  Ég er annars eins með sterkan og súran mat... borða ekki neinar súrar mjólkurvörur og þoli t.d. bara stundum mat með rjómaosti eins og ostakökur.  En þoli reyndar alveg léttsaltað/reyikt kjöt.    Ég get helst drukkið coke zero... hef ekki fengið einkenni af því.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

HvuttiLitli | 12. apr. '16, kl: 01:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vona að henni sé batnað núna, nú eða bakflæðið sé mun bærilegra og auðveldara að meðhöndla.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

skrufjarn | 26. mar. '12, kl: 23:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Matur sem er þungur í magann finnst mér, rautt kjöt, hvítt brauð, mjólkurvörur og sterk krydd, ég get ekki karrí, byrja að kúgast bara við það að finna lyktina af því, hahaha. Svo auðvitað sykur, gos(ég elska samt sódavatn, það hefur marg oft bjargað mér í köstum), fitugur matur, hmm... og ef ég verð of södd er ég ómöguleg.
Held að þetta sé voðalega persónubundið samt, maður þarf bara að finna út hvað maður þolir og hvað ekki, og finna töflur sem virka þangað til:/

I'm not black like Barry White, no, I am white like Frank Black is

KUSIKUSI | 26. mar. '12, kl: 23:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst samt margt sem þið segjið alveg vera mitt vandamál...T.d tómatmatur- hakk og spakhetti og lasagna , karry- alveg sama - verður bara flökurt við tilhugsunina...

pílapína | 27. mar. '12, kl: 09:04:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi daufu magalyf virka ekkert á mig.  Ég verð að taka nexium, annað er bara tilgangslaust í mínu tilfelli.  Ég byrjaði með bakflæði bara pínulítil og þetta hefur fylgt mér alla tíð.  Appelsínur fara mjög illa í mig, eplasafi og epli, stundum þoli ég kartöflur illa (misjafnt), súkkulaði frá Nóa fer einstaklega illa í mig einsog það er sjúklega gott.  Skyr fer oft illa í mig og allur sterkur matur einsog t.d. pottréttir, pepparoni og slíkur matur.  Djús þoli ég illa. 

 

Ég þekki það að vakna svona á nóttunni.  En þá er að hafa hátt undir höfði og ef hægt er að hækka höfuðgafl rúmsins þannig að þú hallir svolítið þegar þú sefur.  Svo er auðvitað að passa að borða ekki mikið fyrir nóttina og alltaf að borða bara lítið í einu.  Það eru til magatyggitöflur sem slá oft á sviðann hjá mér tímabundið.

 

Þetta veldur glerungsskemmdum því miður ;/  Mæli með að þú ræðir við Trausta Valdimars, hann er magasérfræðingur.  Einnig Bjarni Þjóðleifsson, yndælis menn  og frábærir sérfræðingar.  

 

Mirella | 21. jún. '12, kl: 09:21:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Appelsínur, appelsínudjús, bananar, tómatar, krydd, agúrka.

Dalía 1979 | 12. apr. '16, kl: 14:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Epli laukur mjólkurvörur og sérstaklega allur reyktur  matur 

Mirella | 21. jún. '12, kl: 09:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þú losnar aldrei við þetta :/

Dalía 1979 | 25. mar. '14, kl: 18:06:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur minkað einkenni með réttu maaræði

svarta kisa | 12. apr. '16, kl: 01:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór til frábærs meltingasérfræðings þegar ég var farin að æla af brjóstsviða. Magaspeglun leiddi í ljós mjög slæman bakflæðissjúkdóm, ég var eitt flakandi sár niður í maga og bólgin og þannig. Hann setti mig á lyf sem heitir Ezameprasol (eitthvað þannig) og mikið af þessu hefur lagast. Ég sé samt ekki fram á að hætta á lyfjunum í bráð, búin að vera á þeim í 3 ár núna, því ég á það alveg til að fá brjóstsviða einstaka sinnum og ef ég gleymi lyfjunum (tek þau fast, ekki bara þegar ég fæ kast) þá er ég fljót að fá brjóstsviða. Ég fékk fyrstu tannskemmdina 27 ára en sökum bakflæðisins er ég búin að vera í löngum tannviðgerðaprósess núna í ca. 2 ár. Mjög fúlt :(

fallegazta | 27. mar. '12, kl: 03:07:56 | Svara | Er.is | 1

Ég var með mjög mikið bakflæði vegna slapps magaops og með illa slitna þind vegna uppkasta.


Var alltaf með miklar magabólgur,gat varla borðað neitt án þess að vera að drepast í maganum, lyfði á Nexiumi og ældi mörgum sinnum á dag, mjög oft í svefni sem fór svo stundum niður í lungun og olli lugnabólgum og astma og tennurnar fóru í rúst vegna þess að þær voru alltaf í sýrubaði.



Hef farið í þrjár aðgerðir vegna þessa og get ekki lýst því hvað hlutirnir bötnuðu mikið við það.

Get borðað nánast hvað sem er, æli nánast aldrei,(gat það ekki í nokkur ár eftir fyrstu aðgerðina) er bara með áreynslu astma og tennurnar eru í góðu standi.(eftir mörg hundruð þúsund króna viðgerð)


Mín reynsla er sú að slæmt bakflæði bara versnar endalaust og lyfin gera takmarkað gagn.

Mæli 100% með aðgerð.






Maddaman | 27. mar. '12, kl: 08:00:43 | Svara | Er.is | 2

Eftir að hafa verið raddlaus í marga mánuði og alltaf hjá HNE læknum kom í ljós að ég var með bakflæði.  Ég var sett á lyf við því og allt gekk betur - svo kom að því að ég breytti mataræðinu og hætti að borða sykur, hvítt hveiti og allan unninn mat og fór að líða svo miklu betur að öllu leyti.  Þegar kom að því að lyfjaskammturinn minn kláraðist þá stóð illa á með frídaga og ég náði ekki að endurnýja lyfseðilinn strax og spáði ekkert mikið í það hélt bara mínu striki og gleymdi þessu svo alveg.  Einhverjum vikum seinna fattaði ég að með breyttu mataræði þurfti ég ekki lengur á bakflæðislyfjunum að halda og hef ekki enn þurft þau í dag 6 árum seinna.

Splæs | 27. mar. '12, kl: 09:01:00 | Svara | Er.is | 0

Bakflæðisaðgerð breytti lífi mínu. Láttu ekki draga að athuga hvort þú sér kandidat í aðgerð.

litlatritla | 27. mar. '12, kl: 09:07:07 | Svara | Er.is | 0

ég fór í þessa aðgerð núna fyrir ekki svo löngu.

Var búin að gefast upp á að þurfa stöðugt að auka lyfjaskammtinn minn, yfir hátíðir eins og jólin þar sem er mest megnis reyktur matur í boði hvert sem maður fer var ég komin í 3 töflur af pariet á dag.

Var einmitt vöruð við því að ég gæti lent í því t.d. að geta ekki kastað upp (enda var það talin mislukkuð aðgerð fyrir ekki svo löngu síðan ef að fólk gæti kastað upp eftir aðgerð) einnig var ég vöruð við að möguleiki á auknum vindgangi og e-ð meira svona bögg. Ég hinsvegar hef ekki þurft á því að halda að kasta upp enþá, jú til að byrja með var aukinn vindgangur en það er búið að minnka aftur heilan helling.

Ég er búin að vera að slást við þetta í um 20 ár (og er þó bara rétt rúmlega þrítug) og læknarnir töldu þetta vera það besta í stöðunni í augnablikinu.

KUSIKUSI | 27. mar. '12, kl: 10:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nú er mín spurning bara sú hvernig er maður greindur með bakflæði? hef farið í tvígang til sérfræðings og í magaspeglun og röntken og eina sem hann sagði var að ég væri með óvenju vítt magaop og sýrur gætu verið að valda mér vandræðum...Þær gætu verið að skvettast upp...Hann segir alltaf já þetta gæti verið bara eitthvað tímabil í lífi þínu og blabla...ég tel mig hafa átt við bakflæði að stríða mjög lengi ...en er í raun og veru bara að fatta það nún a hvaða nafn ég á að skella á þetta...Hefur alltaf verið vesen á mér hvað mat varðar..Fynnst matur ofsalega góður og elska að borða en fæ það oftar en ekki í hausinn...Verð þung og þreytt og útblásin og hálfpartinn svona veik- orkulaus eftir máltíð og svo fynnst mér vont að ýta á magann...Þessi sýking sem ég fékk í magann hefur líklegast verið að villa sýn fyrir magasérfræðingnum...Hann sagði mér bara að hætta á pariet...en þó ekki ef ég teldi þetta vera bakflæði...En ég er eimitt búin að vera að þjást af sviða fyrir ofan nafla...Það er það versta...en allt kom vel út í röntken og speglun...æj veit ekki...

litlatritla | 27. mar. '12, kl: 10:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór margoft í speglanir og svona skemmtilegt - fékk aldrei þessi dæmigerðu einkenni bakflæðis (þ.e. brjóstsviða og nábít) heldur stóð í mér vegna þess að magasýrurnar ertu svo vélindað og mynduðu bólgur og jafnvel sár. Þetta var reyndar kallað þindarslit á einhverjum tímapunkti.

 

KUSIKUSI | 27. mar. '12, kl: 10:35:21 | Svara | Er.is | 0

og annað eru þið með illt í bringubeinunum eða þar undir eins og það sé allt fullt af gumsi þarna undir þegar þið liggjið, svona eins og allt leiti upp og annað fylgir alltaf brjóstsviði ég fæ meira þetta einkenni...

KUSIKUSI | 27. mar. '12, kl: 11:33:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já las þetta eimitt....En úff hvað eplaedik er súrt og alltaf sagt við mig - ekki sítrus ávexti þess vegna sló ég þetta út af borðinu....Þorði einfaldlega ekki í þetta ....Verð líklegast að fá velindaspeglun er það ekki annað en magaspeglun? vegna þess að ekkert óvenjulegt fannst að í magaspeglun

KUSIKUSI | 27. mar. '12, kl: 11:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er líka oft að lenda í því að mér líður eins og það standi í mér...eins og hýði af peru og slíkt eins og ég nái aldrei almennilega að kyngja...sé eins og eitthvað sé í hálsinum- mjög óþæginlegt og pirrandi...

stinus123 | 27. mar. '12, kl: 19:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vélindað er speglað líka í magaspeglun þannig að það er það sama. 

amarslik | 27. mar. '12, kl: 11:39:25 | Svara | Er.is | 0

matarsóti í vatn og teiga hann...forðast svo safaríkan og kryddaðan mat

KUSIKUSI | 27. mar. '12, kl: 14:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað flokkast undir safaríkan mat og hvernig lítur matarsódi út?

stinus123 | 27. mar. '12, kl: 19:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er hvítt duft sem að þú kaupir bara í búðum en ég myndi nú frekar bara mæla með Magnesíum töflum úr apóteki eða sýruhemjandi lyfjum. 

Þjóðarblómið | 29. mar. '12, kl: 21:47:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virkar magnesíum á þetta?? 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

stinus123 | 29. mar. '12, kl: 22:54:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rennie's töflurnar eru magnesíum bíkarbónat þannig að það er hægt að kaupa það. En sýruhemjandi lyfin eru samt miklu betra

Þjóðarblómið | 29. mar. '12, kl: 23:10:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já égveit... ég tók eina asýran í kvöld en það var ekki nóg... er að deyja hérna.
Hef samt aldrei farið í speglun en er með miklar magasýrur og nábít endalaust. Grunar að ég sé með bakflæði eða eitthvað að magaopinu.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

stinus123 | 29. mar. '12, kl: 23:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi skella mér í speglun bara ef ég væri þú. Það er ekkert mál. Gætir verið með einhver sár í maganum eða jafnvel Helicobacter pylori sýkingu sem að veldur oft bakflæði. 
Svo eru held ég líka til sterkari lyf en Asýran sem að þeir geta skrifað upp á fyrir þig. 
Reyndu líka bara að sofa með hátt undir höfði í kvöld, það hjálpar og alls ekki taka ibúfen eða önnur bólgueyðandi lyf ef að þú tekur verkjalyf reglulega. 

Þjóðarblómið | 31. mar. '12, kl: 12:59:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég reyni að forðast íbúfen eins og ég get... Tek það bara í neyð. Tek miklu frekar paratabs ef ég þarf á annað borð að taka verkjalyf. 
Ég ætla að panta tíma hjá lækni... er búin að trassa það í mörg ár. Hef allltaf verið slæm og hef ekkert lagast eftir að ég hætti að drekka kók. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

stinus123 | 31. mar. '12, kl: 13:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt ég mæli með því að panta bara hjá einhverjum meltingarsérfræðingnum. Ég veit t.d. að Sigurjón Vilbergsson sem er upp á LSH er rosalega nice og almennilegur við sjúklingana sína. 

Þjóðarblómið | 31. mar. '12, kl: 13:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einn meltingarsérfræðingur að vinna á sjúkrahúsinu/heilsugæslunni hér. Hugsa að ég fari bara til hennar. Hún heitir Steingerður.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

safapressa | 11. apr. '16, kl: 18:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú ætlar að nota matarsóda, sem virkar oft mjög vel þá er best að kaupa hann í heilsubúðum, þessi sem fæst í bónus er með einhverjum óæskilegum efnum. Svo er líka gott að drekka sítrónuvatn til að balensera magasýrurnar. 

Rós 56 | 27. mar. '12, kl: 19:26:23 | Svara | Er.is | 0

Ég var búin að vera með bakflæði í a.m.k. 2 á áður en það uppgötvaðist hjá mér í magaspeglun, búið að fara verulega ílla með vélindað. Læknirinn minn vildi að ég prufaði lyf við þessu áður en skurðaðgerð kæmi til tals, hef verið á Omeprazol Actavis í mörg ár, 1 st 20 mg. hylki á dag og hefur dugað ótrúlega vel, það er lyfseðilskylt. Þú ættir að tala við lækninn þinn úm að leifa þér að prufa þetta lyf, ég hef aldrei fundið fyrir neinum aukaverkunum af þessu lyfi. Það er nóg að hafa smá halla undir efri hluta líkamanns, ég er með rafmagnsrúm sem ég get stillt eftir þörfum, það er algjör lúxus. Gangi þér vel.

KUSIKUSI | 28. mar. '12, kl: 22:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nú er ég að fara í magaspeglun í september á síðasta ari og ég sé að hér stendur fyrir ofan að þá sé vélindað líka skoðað, hefði þá ekki sést í þeirri speglun ef eitthvað hefði verið að hrjá mig svo sem bakflæði....æji er svo lost eitthvað í þessu öllu að það er hræðilegt...Er að taka magnesíum duft...er sama virkni í því?

KUSIKUSI | 28. mar. '12, kl: 22:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

T.d eins og þú andrés hvernig leið þér áður en það uppgötvaðist? annað er ekki omeprazol sama og pariet og slík lyf?

Rós 56 | 29. mar. '12, kl: 13:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef bakflæðið var búið að fara ílla með vélindað þá átti læknirinn að sjá það, ég var búin að vera með bakflæðið svo lengi ómeðhöndlað að ég var farin að finna fyrir kyngingarörðugleikum, svima og fleiru. Ég hef ekki reinslu af Pariet því ég fór strax á Omeprazol sem hefur dugað mér algjörlega öll þessi ár, 1 hylki á dag en ef ég borða mikið brasaðan mat þá 2 hylki. Ég hef ekki reinslu af Magnesiumduftinu, hef ekki þurft að prófa :o) 

KUSIKUSI | 29. mar. '12, kl: 17:29:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok já ég þarf að kanna þetta eitthvað betur en hef eimitt verið með smá kyngingarerfiðleika og svima og flökurleika en veit ekki hvað tilheyrir hverju;)

Rós 56 | 29. mar. '12, kl: 18:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem þú fékkst sýkingu í maga, varstu þá ekki sett á sterk lyf til að ráða niðurlögum sýkingarinnar? ef þér er óglatt eftir máltíð þá er spurning hvort þú þurfir ekki að fara í speglun og láta taka sýni :o/

þú ættir að fá að prufa Omeprazol Actavis í einhvern tíma, því að aðgerð er aldrei hættulaus. Manni gæti eflaust líka orðið hálf bumbult af of miklu Magnesium og fleirum sýrubindandi skyndilyfjum. 

KUSIKUSI | 29. mar. '12, kl: 23:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það virtist voða lítið vera hægt að gera í minni stöðu, lítið sem fannst að...En svo þegar ég meikaði ekki meira þá var ég sett á ein sýklalyf - það þarf vist 3 mismunandi til að drepa helicobakteria pylari ef hun hefur verið á ferð, en var að éta kjúlla þegar þetta kom upp...En mér fannst ég lagast við þetta syklalyf - for stuttu seinna i magaspeglun og eina sem hann sagði var að ég væri með óvenju vítt magaop og því gæti verið að magasyrur væru að sullast upp...Svo var ég að borða hakk og spakketi nokkrum manuðum seinna þegar ég fæ þennan svakalega hungurverk fyrir ofan nafla sem var hræðilegur....og gékk þannig lengi sem var svo bærilegt miðað við það að ég datt í það einherjum manuðum seinna og drakk hvitvin og maginn a mer gekk bara til og fra og ældi öllu og jafnaði sig ekki eftir það...Var bara sett á pariet....svo nuna fekk eg magakveisu og þetta kom aftur....:((( veit ekki af hverju þessi flökurleiki stafar...

Rós 56 | 30. mar. '12, kl: 04:23:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ættir að drífa þig að tala við þinn heimilislækni, þú þyrftir líklega að komast í speglun aftur til að ath. hvort það geti verið að þú sért komin með skeifugarnarsár, ( verkurinn ofan nafla), taka líka sýni fyrir helicobakteriuni og meðhöndla það ef hún finnst.

KUSIKUSI | 30. mar. '12, kl: 10:17:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já takk fyrir þetta, á eimitt pantaðan tíma hjá honum núna 3 apríl....

Rós 56 | 30. mar. '12, kl: 16:39:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gangi þér vel í þessu :o)

KUSIKUSI | 30. mar. '12, kl: 22:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk og sömuleiðis:)

LaRose | 21. jún. '12, kl: 07:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg hef verid med skeifugarnarsar, verkurinn er undir hægri rifbeinunum.

Omeprazol 20 mg a dag heldur mer ok....en versta eitrid fyrir mig er streita...matur getur verid slæmur...en thad er piece of cake midad vid hvad streita gerir.

Mirella | 21. jún. '12, kl: 09:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Omeprazol er hægt að fá án lyfseðils.

omaha | 31. mar. '12, kl: 13:29:43 | Svara | Er.is | 0

Fara fram á að fara í aðgerð, minnka magaopið, allt annað líf á eftir,,,ekkert vesen.

Nice | 31. mar. '12, kl: 13:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

langaði að láta ykkur vita að þeir sem eru greyndir með bakflæði og þurfa að vera á lyfjum og mjög líklega komnir með lyfjakort ,því Nexium er rosalega dyrt lyf. en þið sem eru greynd með Bakflæði eigið rétt á extra þáttöku frá T.R. útaf tannlæknakostnaði ,alla vegna fekk ég því ég lenti í þvílíkum kostnaði sem var langt yfir milljón en fekk ekki það tjón bætt sem var komið, bara frá þeim degi sem ég greyndist . talið bara við tannlækna ykkar hann á að geta hjálpað ykkur hann á að vita þetta !!! kv Nice

bora69 | 1. apr. '12, kl: 11:38:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mikið þekki ég þessar lýsingar ykkar er búin að vera með bakflæði ,magabólgur ,bólgur í vélinda og þindarslit í mörg ár sennilega 20 ár.nú er svo komið að ég get ekki orðið sofið á nóttinni vegna verkja sérstaklega vinstra megin undir bringubeini og reyndar líka hægra megin ...bara á öllu þessu svæði ,hjartað fer á flipp og maginn þenst út og er aumur .það skiptir ekki máli þó ég hækki undir efra svæði ég get ekki legið.var á nexium ,en það er víst svo dýrt að ég fékk omeprazol og það virkar ekkert orðið núna er ég að prófa pariel búin að prófa það í 3 daga og hef ekki sofnað fyrr en seint á nóttinni....þeir sem hafa farið í aðgerð að láta þrengja magaopið....ykkur hlýtur að líða betur eða hvað ????? er mikið að hugsa um að heimta aðgerð,get ekki meir .

línuskautar nr 41 5000 kall

KUSIKUSI | 3. apr. '12, kl: 23:00:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk útskrifað omeprazol---í dag...Var á pariet...Fannst það ekkert gera..Hvernig er það með þessi lyf...Hvað tekur það langan tíma fyrir sárið að gróa getiði ymindað ykkur...Þetta er ekki þannig hjá ykkur að þið takið lyfið í nokkra daga og sviðin fyrir ofan nafla er farin og allt sem þessu fylgir???

KUSIKUSI | 3. apr. '12, kl: 23:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

U

KUSIKUSI | 4. apr. '12, kl: 09:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

u

krist104 | 20. jún. '12, kl: 22:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veit ekki hvort eitthver hafi stungið uppá þessu en það virkaði ekkert almennilega hjá mér fyrr en ég fékk Esomeprazol. Ekkert fundið í marga mánuði núna og var ég með slæmt bakflæði (gubbaði blóði) uppá dag í mörg mörg ár. Þetta er það eina sem virkar hjá mér.

*************
„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“.
***********************************************

belkot | 20. jún. '12, kl: 22:14:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er einmitt á Omeprazol en þú þarft að taka það í a.m.k. 1 viku til að finna einhvern mun.. "/ ég fór ekki í vinnuna né skólan í heila viku útaf þessu.. og núna tek ég eina til tvær töflur á dag.. fer eftir því hvað ég borða :)

keela | 21. jún. '12, kl: 00:33:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var svona í fjölda ára með of vítt magaop, þindaslit, bakflæði gekk á milli lækna og lyfði á brjóstsviða töflum þá aðallega þessum amerísku, tums heita þær ég allavega fékk minnst ógeð á þeim. Fór í margar speglanir og fékk líka eitthvað tæki sem ég þurfti að vera með í sólahriing í gegnum nefið og og ofan í maga :) það var gert til að mæla hversu mikið væri í gangi eins og sviði og það hreinlega maturinn að ranna til baka ef ég beygði mig , á þeim tíma var ég að taka inn hámarksskammt af Nexium 40 mg kvölds og morgna :( en þega læknirinn fékk tækið sitt til baka og las úr því þá va ég sett í aðgerð mjög fljótlega svokkölluð "Nissen" aðgerð frekar kvalafull en svooooo vel þess virði ég hef ekki tekið inn brjóstsviða töflu í 7 ár og lífið er 100000000 sinnum betra :)
Ráðlegg allavega öllum í þessari líðan að gera allt til að bæta lífsskilyrðin :)

litlatritla | 21. jún. '12, kl: 01:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fór í þessa aðgerð fyrr á þessu ári og án gríns ég hef ekki fundið fyrir henni, þ.e. ég hætti mjög fljót að taka inn verkjalyfin og þurfti aldrei að taka inn sterku lyfin sem ég fékk uppaskrifuð.  Mér finnst ég svo frjáls að vera laus við lyfin að það er bara æðislegt .-)

Mirella | 21. jún. '12, kl: 09:23:09 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk mjög miklar aukaverkanir af Patiet. Var mjög flökurt, þreytt, meir og leið bara mjög illa.

fostudagurinnþrettandi | 25. mar. '14, kl: 15:07:13 | Svara | Er.is | 2

Var með slæmt bakflæði í mörg ár, þurfti alltaf að vera með lyf á mér. Náði varla andanum þegar versti verkurinn gekk yfir. Leitaði mér upplýsinga um náttúrulegar lækningar og fann aðeins upplýsingar um að sítrónuvatn (volgt) 20 mín fyrir morgunmat á hverjum morgni gerði kraftaverk fyrir bæði bakflæði og magabólgur.
Ég trúði þessu tæplega, ef þetta virkar, af hverju bendir læknirinn manni ekki á að prufa þetta?
En ég ákvað að prufa þar sem ég var komin með nóg af lyfjum og að vakna upp með þennan herfilega verk.
Ég prufaði 2 vikur og fór þá erlendis, hafði ekki aðgang að eldhúsi á hótelinu og gleymdi þessu því, hef ekki notað nein lyf síðan. Er nú einkennalaus 5 mánuðum síðar og hef ekki tekið lyf í 5 mánuði.

Mitt bakflæði byrjaði við fyrstu meðgöngu, þindarslitnaði illa og var með slæmt bakflæði í 11 ár. Þangað til ég fór að byrja hvern dag á volgu sítrónuvatni. Gleymi því stundum en helst samt einkennalaus. Mæli með þessu fyrir þá sem eru þreyttir á endalausum lyfjum, virkaði fyrir mig en kannski virkar það ekki fyrir alla - um að gera að prufa.

harpix | 25. mar. '14, kl: 19:39:06 | Svara | Er.is | 0

það sem skiftir öllu máli er að ræða þetta við G'OÐANN meltingarlækni... og svo eftir að hafa rennt yfir þau svör sem þú hefur verið að fá langar mig að benda á eitt sem minn meltingarlæknir sagði.. hann vill meina samkvæmt sinni reynslu að fólk sem er svona slæmt þarf annað hvort að taka nexium eða pariet, omaprazolið hefur ekki verið að koma eins vel út fyrir marga. og ef maður les fylgiseðilinn vel með þessum magalyfjum kemur þar framm að ef þú notar 0nnur sýrubyndandi lyf meðfram þá ertu að slá út virknina .. s.s. slæmt mál að taka rennie eða e-ð álíka líka.. spurning hvort ættir að leita annars álits, kanski ertu komin með sýkingu aftur eða e-ð og þyrdtir að fara í í magaspeglun.. en stress er líka mesta eitrið fyrir magavandamál.. gangi þér vel

prumpitjú | 25. mar. '14, kl: 19:55:56 | Svara | Er.is | 0

Ég tek omeprazol daglega og það heldur þessu niðri hjá mér. Hægt að fá ólyfseðilsskylt í apóteki en einnig hægt að láta skrifa uppá, þá færðu 3ja mán skammt á sama verði og þessar nokkrar töflur sem þú kaupir ólyfseðilsskylt

káman | 31. maí '15, kl: 16:31:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Halló

Ef sky kynni að einhverjir á þessum þræði hafi hug á að hækka höfðalagið, þér er hér tilboð:
https://bland.is/til-solu/heimilid/svefnherbergi/bakflaedi-2-svampfleygar-i-rumid-undir-dynuna/2717067/

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Camping Cars

Splæs | 31. maí '15, kl: 17:34:41 | Svara | Er.is | 0

Ég fór i aðgerð vegna vélindabakflæðis. Fékk nýtt lif. Ekki spurning fyrir þig fyrst ekki er hægt að halda þessu í skefjun.

Splæs | 31. maí '15, kl: 17:36:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, sorrý. Sá ekki að þetta er gömul umræða.

safapressa | 11. apr. '16, kl: 18:17:01 | Svara | Er.is | 0

Fæ stundum bakflæði, hef aldrei tekið lyf, þarf bara að passa hvað ég borða. Mikið brauðmeiti og brasaður matur er verst fyrir mig. 

LaRose | 12. apr. '16, kl: 06:36:05 | Svara | Er.is | 0

Er ekki með bakflæði en vil samt bara segja að ég skil þig svo vel að vera þreytt á magaveseni.

Ég fékk magasár fyrir nokkrum árum sem var ekki orsakað af bakteríu (var testað margoft) heldur PTSD og aðeins of miklu magni af bólgueyðandi eftir endajaxlatöku.

Er búin að vera á omeprazol síðan. Ef ég hætti er ég að drepast eftir 2 daga í öllum maganum og einmitt sviði fyrir ofan nafla og eins og ég sé með þúsund sár í maganum (sem ég er samt ekki með).

Ég sé mig ekki í anda sleppa við lyfin og mun væntanlega éta þetta þar til yfir lýkur. Óþolandi og þú átt alla mína samúð.

karamellusósa | 12. apr. '16, kl: 15:05:12 | Svara | Er.is | 0

ég tek ezomeprazol, (sterkari en lausasölulyfið)   og það svínvirkaði fyrir mig.  var hætt að geta borðað og horaðist niður í 52 kíló...    

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

karamellusósa | 12. apr. '16, kl: 15:06:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oh..sorrý.. sá ekki að þetta er ELDgömul umræða...

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

skúnkurinn | 23. ágú. '16, kl: 18:31:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé að þetta er gömul umræða en ég þarf klàrlega að fara ì 24 tìma sýrumælingu, en nù ì dag er bara einn gæji sem gerir þetta og bara ì hjàverkum, kristjàn guðmunds HNE læknir ì glæsibæ var að segja mér þetta, svo biðlistinn er langur sem er òþolandi þvì àstandið var ekki svona slæmt ì þessu fyrir nokkrum àrum. Eru einhverjir hér sem hafa farið ì svona sýrumælingu nýlega, er með þindarslit og bakflæði alla daga, nexium virkar illa à mig:-/

skúnkurinn | 23. ágú. '16, kl: 18:29:46 | Svara | Er.is | 0

Sé að þetta er gömul umræða en ég þarf klàrlega að fara ì 24 tìma sýrumælingu, en nù ì dag er bara einn gæji sem gerir þetta og bara ì hjàverkum, kristjàn guðmunds HNE læknir ì glæsibæ var að segja mér þetta, svo biðlistinn er langur sem er òþolandi þvì àstandið var ekki svona slæmt ì þessu fyrir nokkrum àrum. Eru einhverjir hér sem hafa farið ì svona sýrumælingu nýlega, er með þindarslit og bakflæði alla daga, nexium virkar illa à mig:-(

Splæs | 23. ágú. '16, kl: 19:18:00 | Svara | Er.is | 0

Fór í aðgerð. Eignaðist nýtt líf. Þú finnur svör frá mér um það í eldri þráð.

Splæs | 23. ágú. '16, kl: 19:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æji, gömul umræða.

skúnkurinn | 1. sep. '16, kl: 21:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða ár var það? hvar var aðgerðin framkvæmd? þurftir þú að fara í sólarhrings sýrumælingu fyrst?

Splæs | 1. sep. '16, kl: 22:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2003 á Landaspítalanum. Nei, engin sólarhrings sýrumæling. Fór áður í magaspeglun og þrýstingsmælingu á vélinda.

skúnkurinn | 2. sep. '16, kl: 21:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok var vélindað að starfa òeðlilega? Geturu ropað eða ælt. Hvað varstu lengi að jafna þig eftir aðgerðina. Nùna kemst ég ekki ì sýrumælingu vegna àstands à landspìtalanum. Er með C stig af bakflæði, D er versta stigið. Vill bata fara ì lessa aðgerð àn sýrumælingar. Fòr fyrst ì speglun ì janùar, fer aftur eftir viku. Vélinda skaddað nù þegar, vill ekki bìða eftir að àstandið batni à landspìtalanum, gæti tekið marga mànuði. Læknarnir eru alltaf að tala niður þessa aðgerð, segja að hùn hafa oft slæmar afleiðingar og flestir komi aftur eftir 5-10 àr með bakflæði. Tengdò fòr lìka 2003 og er enn mjög gòður, màlið er að ég er bara 32 àra, svolìtið ì yngri kantinum. En gott að heyra frà fòlki sem breyttist lìf til batnaðar við aðgerðina.

Splæs | 2. sep. '16, kl: 22:15:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ropa ekki og get ekki kastað upp. Það er ekkert vandamál. Sendi þér frekar skiló.

Pappakassi dauðans | 2. sep. '16, kl: 21:40:01 | Svara | Er.is | 0

Ég tek sjálfur Pepcid, mjög gott, tuggtöflur, fljótar að virka/laga bakflæði og hafa allt að 24 tíma virkni

Myken | 18. jan. '19, kl: 14:04:09 | Svara | Er.is | 0

ef þu ert með vít magaopp þá er aðgerð algjörlega inn í myndini myndi ég halda sérstaklega þegar það hefur svona mikil áhrif á lífsgæði þín.

Ég hef ekki farið í neinar ransóknir sambandi við magasýrir en var með endalausa brjóstsviða, og magabólkur þar sem ég var endalaust hungruð ekki svong heldur hungruð sama hvað ég át mikið.
Læknirinn lét mig fá lyf sem ég tók var líka búin að prufa lyf sem eru bara yfir borðið an árangus. Bióla ( LGG) sló aðeins á þetta en var engin lækning þegar ég var í kostum.
Svo ræddi ég þetta við læknirin því lyfin voru ekki að virka og hann skrifaði sterkari lyf fyrir mig. Sem ég leysti út en hef ekki en byrjað að taka nokkrum mánuðum, (kannksi hálfu ári) seinna. 
En málið var að ég las að of litlar magasýrur valda sömu einkenum og of miklar og lyfin gera það þá en verra svo ég ákvað að prufa að hætta að taka lyfin og viti men 2 dögum seinna var ég einkenna laus og er enn(7-9-13) ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Síða 10 af 47865 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Guddie, Bland.is, paulobrien