Þið sem fenguð niðurfellingu

Grjona | 19. feb. '15, kl: 07:08:16 | 1785 | Svara | Er.is | 1

Nú eruð þið sennilega flest búin að borga eina raunhæfa afborgun af láninu ykkar eftir niðurfellingu, sjáið þið mikinn mun? Eruð þið sátt?

 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Central | 19. feb. '15, kl: 07:29:40 | Svara | Er.is | 0

Ég er sátt, afborgunin lækkaði um 19.000 kr á mánuði

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 07:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, það er mikið. Hvað er lánið þitt hátt?

Central | 19. feb. '15, kl: 09:41:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var 5,6 milljónir, fór niður í 4,1
Það var tekið 1998 og er byrjaði í haust að lækka pínu frá mánuði til mánaðar.
Afborgunin var um 71.000 og febrúarseðillinn er 52.000

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:23:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Næs.


Má ég fyrir forvitnissakir spyrja um fermetrafjölda og herbergi?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Central | 20. feb. '15, kl: 11:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

252 fm, þar af 54 fm bílskúr
5 svefnherbergi
1 eldhús
2 baðherbergi
1 þvottahús


Þetta er ekki eina lánið á húsinu ef þú vilt vita það líka

fálkaorðan | 20. feb. '15, kl: 12:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, næs hús.


Já ég gerði einhvernvegin ráð fyrir að þetta væru heildarafborganir hjá þér. Við erum líka með fleyri en eitt lán.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Central | 20. feb. '15, kl: 12:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er næs hús og væri líka næs ef þetta væri eina afborgunin, but no ;)

Grjona | 19. feb. '15, kl: 08:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það munar alveg um það.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

jónastef | 19. feb. '15, kl: 11:21:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt ekki endilega að marka fyrsta greiðsluseðilinn eftir leiðréttingu, sbr. http://ils.is/um-okkur/frettir/frett/2015/01/22/Fyrsti-Gjalddagi-eftir-leidrettingu-Husnaedislana-gefur-ekki-alltaf-retta-mynd-af-greidslubyrdi/

Grjona | 19. feb. '15, kl: 11:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna talaði ég um raunhæfa afborgun.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

jónastef | 19. feb. '15, kl: 11:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nokkuð viss um að það séu ekki allir meðvitaðir um að fyrsta afborgun sé ekki endilega "raunhæf" svo að þess vegna setti ég þetta inn - bara til upplýsingar!

Grjona | 19. feb. '15, kl: 11:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það má vel vera. Fyrsta afborgunin okkar var svo fáránleg að það var bara ekki séns að hún væri raunhæf.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

jónastef | 19. feb. '15, kl: 11:39:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil. Minn fyrsti seðill var eitthvað lægri en ég átti von á en alls ekki svo fáránlegur þannig að ég hélt að þetta væri málið. Ég á svo enn eftir að fá seðil nr. 2 og bíð spennt eftir hversu nálægt hann er þessum fyrsta ;)

Central | 19. feb. '15, kl: 11:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Febrúarseðillinn er 2. gjalddaginn eftir leiðréttingu hjá mér, þannig að þetta kemur til með að standa.
Janúarseðillinn var 35.000 lægri en vanalega.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 11:45:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn var nærri 50 þúsundum lægri en venjulega.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

skinkusalat | 22. feb. '15, kl: 23:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og var þá febrúarseðillinn lægri eða hærri en sá fyrsti?

skinkusalat | 22. feb. '15, kl: 23:03:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hvað eru þeir að meina....eru þá meiri líkur á að næsta greiðsla verði hærri eða lægri en sú fyrsta?

tóin | 22. feb. '15, kl: 23:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hærri

Medister | 19. feb. '15, kl: 07:30:31 | Svara | Er.is | 0

10þ kall. Það munar alveg.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 08:55:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það gerir það. Ég reiknaði ekki með nema ca 5þúsund kalli en mér sýnist það muna ca 15. Það er ágætt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

nefnilega | 19. feb. '15, kl: 08:58:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svipað og hjá mér. Meira en ég átti von á.

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 07:56:26 | Svara | Er.is | 0

Ég hel ég sé orðin of sein að samþykkja. Loksins þegar ég ætlaði að gera það, því héðan í frá ætla ég bara að hugsa um minn rass og kjósa bara eftir því hvað flokkarnir ætla að gera fyrir mig persónulega.  Framsóknarflokkurinn þarf samt ekki að fá mitt atkvæði næst því ég er ekki búin að samþykkja þessa aðgerð.

Hvað haldið þið, er ég orðin of sein að fá smá úr ríkiskassanum. Skítt með prinsipp, bara fáránlegt að hafa prinsipp.

Felis | 19. feb. '15, kl: 08:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú hefur 3 mánuði frá því að opnaðist fyrir samþykingu, þannig að það er ólíklegt að það sé búið að loka þessu hjá þér (og ef svo er þá þarftu að hafa samband og komast að því hvað er málið)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 19. feb. '15, kl: 08:54:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég kaus ekki framsóknarflokkinn síðast og mun ekki kjósa hann neitt á næstunni. ÉG samþykkti þetta samt. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

iSunna | 19. feb. '15, kl: 09:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er fáránlegt að vera ein um prinsipp. Ég fékk enga niðurfellingu en skil þig mjög vel.

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 19:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er bara svo öfugsnúið að ætla að samþykkja þessa klikkun bara vegna þess að ég græði eitthvað á því.

Central | 19. feb. '15, kl: 09:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þú ert ekki orðin of sein, en um að gera að drífa í því að samþykkja.

Mangan | 19. feb. '15, kl: 10:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Blesssuð vertu til hvers að vera með prinsipp það veit enginn á Íslandi hvað það er þegar kemur að þessum málum, allir hugsa bara um eigin rass þess vegna er þjóðin í þeim sporum sem hún er í og ekkert á leiðinni að fara úr.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 11:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvers vegna ætti fólk sem á rétt á því að fá niðurfellingu ekki að notfæra sér hana í ljósi þess að við þurfum öll að borga hvort sem er?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 16:09:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig.

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvet þig til að samþykkja.


Kveðja ein sem er eflaust jafn mótfallin og þú en samt búin að samþykkja.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gerði það. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 19. feb. '15, kl: 22:05:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er magnað PR stunt að láta fólk samþykkja leiðréttinguna. Það hefði verið miklu nær að reikna þetta bara út á fólk og þar með basta - eins og er gert með hitt og þetta annað sem ríkið gerir. 

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:08:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, við þurftum að sækja um og samþykkja í stað þess að reikna þetta út og setja inn á lánin hjá öllum sem uppfylltu skilyrðin. Drulluháleistar.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 19. feb. '15, kl: 22:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já, það er einmitt til þess að láta líta þannig út að þeir sem samþykktu en eru á móti leiðréttingunni séu siðferðislega á rangri leið. Fífl. 

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:10:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Og fólk kóar með þessu, sjá t.d. þennan þráð.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 23:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinar þú með kóar?

Grjona | 20. feb. '15, kl: 06:37:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

T.d. fólkið í þessum þræði sem talar um prinsipp. Þetta sem piscine segir er svo rétt. Þetta er sett upp svona til að koma samviskubiti inn hjá okkur, við þurtum jú ekkert að sækja um þetta, við þurfum sko ekkert að samþykkja þetta, við gátum annað hvort haft prinsipp og látið þetta vera, eða eigum að halda kjafti af því að við höfðum fyrir því að verða okkur úti um þessa leiðréttingu. En það er bara ekki þannig. Við borgum, þú og ég og allir aðrir í þessu landi sem greiða skatta. Ég skal hundur heita ef ég læt framsóknar-og sjálfstæðismenn eina njóta þessarar niðurfellingar. Það eru mín prinsipp. Fyrir utan að þeir sem hæst blaðra um prinsipp í þessum þræði eru örugglega einstaklingar sem ekki áttu rétt á niðurfellingu. Ég þori að veðja að 'prinsippin' hefðu farið út í hafsauga hefðu þær átt kost á að sækja um. Skil þitt dilemma en ef þú spyrð þig hver borgar, þá kannski seturðu þetta í aðeins annað samhengi. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Glosbe | 20. feb. '15, kl: 10:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha haha, maðurinn minn vill senda þér konudagsköku.

Grjona | 20. feb. '15, kl: 16:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha, látt'ann send'ana!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 19. feb. '15, kl: 22:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

(Fyrirgefðu spammið) En á meðan er Tryggvi Þór siðferðislegur áttaviti. Guð hjálpi okkur. 

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff.
Og spammaðu bara :)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Glosbe | 20. feb. '15, kl: 10:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ojjj. Ég gæti gubbað á svona stjórnvald. Það er sko verið að spila með okkur.

Alli Nuke | 20. feb. '15, kl: 10:52:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt málið, ef fólk nýtir þetta ekki, þá munu stjórnarfíflin eyða þessu í einhverja aðra vitleysu.

Trolololol :)

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 16:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki auðvelt að neita þessu. Fólki munar um þetta. Ömurlegt fyrir fólk sem vill hafa prinsippin í lagi að þurfa að samþykkja þetta.

Ég er alveg á báðum áttum. Ef ég samþykki ekki þá þarf ég að borða meira af grjónum og núðlum, sem ég er komin með leið á að borða. Ef ég samþykki þá fer það alveg á móti þeim gildum sem ég hef.

Í stóra samhenginu skiptir líklega engu hvað ég geri en leyfir samviska mín mér að samþykkja?

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:33:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samþykktu og fáðu þér góða steik.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 23:29:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst hræsni að samþykkja svona klikkun?

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 23:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft samt að búa í þessu samfélagi og taka þátt í ríkisútgjöldunum.


Þú hefur ekkert raunverulegt val í þessu máli.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 23:34:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það örugglega og held svo kjafti því ég verð með fullan kjaftinn af steik. ropa svo og rek við og verð ánægð með framsóknarflokkinn.

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 23:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, vertu ánægð með framsóknarflokkinn eins og gamlan hund sem lét ekki gossa á parketið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 19:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má alveg pæla í þessu.

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekki orðin of sein.


Verður ennþá sjálf að taka þessa ákvörðun.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Swarovski | 20. feb. '15, kl: 22:24:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur 3 mánuði frá 23.des til að samþykkja

spedda | 19. feb. '15, kl: 08:17:04 | Svara | Er.is | 0

Mjög sátt er með stutt lán og munaði um ca 30 þús hjá mér.

Lísa 2 | 19. feb. '15, kl: 09:36:28 | Svara | Er.is | 0

Eru allir búnir að fá þennan útreikning? Minn er ekki en kominn, fékk síðast póst í des um að en væru einhverjir ekki búnir að fá vegna bla bla en þetta færi að koma.

daggz | 19. feb. '15, kl: 10:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að vera bíða og bíða. Fékk svo loksins svar í gær. Reyndar eftir að hafa þurft að svara spurningum um eitt lánið. Og auðvitað fékk ég bara tæpa 2 daga til þess en þeir tóku sér rúma viku að svara því svo (og svo lengra í að gefa útreikninginn). Ertu alveg vis um að þú hafir ekki fengið nein skilaboð undir samskipti á síðunni hjá þeim?

--------------------------------

Gúddý | 19. feb. '15, kl: 10:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki heldur búin að fá minn !!!
Kíkti inn á leiðre´ttingu og þar kom bara fram að vegna óvenju flókinna mála minna þá væri ekki búið að klára mitt mál.
Ég er samt alls ekki flókin !!!

Það væri nú allt í lagi að maður fengi póst um að þetta færi nú alveg að detta inn þv´jú það er kominn 19. FEB !

--------------------------
Er ekki allt í Gúddý ?

Krabbadís | 19. feb. '15, kl: 11:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála með að fá póst um stöðu mála, er heldur ekki búin að fá svar.

björk123 | 19. feb. '15, kl: 13:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var búin að fá póst um leiðréttingu en síðan var hún dreiginn til baka vegna einhvers galla eða eitthvað,
á að fá annan póst þega það væri búið að finna lausn, einginn póstur komið og ég bíð bara,
spurning að hafa samband við þá

Bakasana | 19. feb. '15, kl: 13:49:17 | Svara | Er.is | 0

Já það munar slatta. En ég er líka að borga það hratt niður sjálf. 
Mér sýnist sem búið sé að greiða ca 80% af niðurgreiðsluupphæðinni. En um 20% af upphæðinni er enn skilgreint sem skuld á síðasta greiðsluseðli. Er þetta svoleiðis hjá ykkur líka? 

Steina67 | 19. feb. '15, kl: 16:11:27 | Svara | Er.is | 0

Það var ágætis lækkun á síðasta greiðsluseðli en það var jú fyrsti greiðsluseðillinn sem kom eftir að við samþykktum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

veg | 19. feb. '15, kl: 16:45:55 | Svara | Er.is | 0

greiðslan lækkaði um 1/4 núna á 2 gjalddaga eftir niðurfærslu.  1. greiðslan var helmingi lægri en áður.

Dalía 1979 | 19. feb. '15, kl: 16:55:49 | Svara | Er.is | 0

við erum mjög sátt lækkuðumm um 40 á manuði 

katnisss | 19. feb. '15, kl: 17:23:20 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki sátt ég sá smá mun á einu láninu í Janúar en núna ekki.Þetta er núna það er lánin alveg eins og fyrir niðurfellingu :( semsagt það er engin munur.

Yxna belja | 19. feb. '15, kl: 17:33:51 | Svara | Er.is | 0

Greiðsluseðillinn ekki kominn hjá mér, þ.e.a.s. greiðsluseðill tvö eftir niðurfellingu. Hlýtur að fara alveg að detta inná heimbankann. Ég geri ráð fyrir +/- 10.000,-

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 21. feb. '15, kl: 11:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kominn og upphæðin lækkaði um 13-14 þúsund.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 19:28:46 | Svara | Er.is | 0

Stóð framsóknarflokkurinn sem sagt við stóra loforðið og allir bara sáttir?

nibba | 19. feb. '15, kl: 19:35:27 | Svara | Er.is | 0

Mitt fór niður um 1,3 og afborgunin úr 75 í 63 amk á þessum fyrsta seðli. Ég setti séreignarlífeyrissparnað í lán sem líklega klárast við það

fallegazta | 19. feb. '15, kl: 19:41:46 | Svara | Er.is | 1

Skildi leiga lækka í takti við leiðréttinguna?

Alpha❤ | 19. feb. '15, kl: 19:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei

Grjona | 19. feb. '15, kl: 20:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hví ætti hún að gera það?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fallegazta | 19. feb. '15, kl: 20:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef að afborganir leigusala lækka þá ætti leigan að sjálfsögðu að lækka líka

Grjona | 19. feb. '15, kl: 21:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ef ég vildi leigja út íbúð sem ég á skuldlaust þá ætti ég að hafa leiguna bara sem nemur fasteignagjöldum, tryggingum og viðhaldi? En ef ég væri að borga 100 kall af íbúðinni á mánuði ætti ég að hafa leiguna fasteignagjöld, viðhald, tryggingar og 100þúsund kallinn? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fallegazta | 19. feb. '15, kl: 21:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Alls ekki en maður hefur svo endalaust heyrt að hátt leiguverð sé út af háum afborgunum af lánunum þannig að ef að lánin eru að lækka ætti leigan þá ekki að lækka líka?

Grjona | 19. feb. '15, kl: 21:55:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri ekki hægt að halda leiguverði háu ef fólk væri ekki til í að borga það. Og það er til í að borga svona háa leigu vegna þess að það er skortur á leiguhúsnæði.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fallegazta | 19. feb. '15, kl: 22:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er samt sem áður sú ástæða sem rosalega margir, bæði leigusalar og aðrir segja að sé ástæðan fyrir hárri leigu.


Og mjög margt fólk er bara alls ekki til í að borga himinháa leigu en hefur lítið val ætli það sér ekki að vera á götunni.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:02:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt, fólk borgar háa leigu frekar en að vera á götunni. Framboð og eftirspurn ræður verðinu, ekki afborganir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þannig að leigusali sem á húsnæði skuldlaust á að veita frían aðgang að húsnæðinu sínu?


Nei, leiguverð fer eftir framboði og eftirspurn. Stundum græðir leigusalinn og stundum græðir leigjandinn. Þess á milli borgar fólk hóflega leigu og leigusali fær eðlilega ávöxtun á fé sitt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ótrúlegt hvað hægt er að telja fólki trú um.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Vindhviða | 21. feb. '15, kl: 08:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

að sjálfsögðu? 


ég get þetta ekki einu sinni enn - en mér sýnist amk nokkrar vera búnar að koma með vitrænt svar við þessu.... fjúfff

Máni | 20. feb. '15, kl: 00:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilyrði fyrir niðurfellingu er að lánin séu hæf til vaxtabóta og skilyrði fyrir vaxtabótum er að fólk búi sjálft í húsnæðinu. Eigendur íbúða í útleigu eru ekki að fá neitt niðurfellt.

Glosbe | 20. feb. '15, kl: 00:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þeir sem leiga út íbúðirnar sínar á meðan þeir eru úti í námi fá ekki niðurfellingu lána. Súrt fyrir suma.

Máni | 20. feb. '15, kl: 00:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ekki vaxtabætur

Grjona | 20. feb. '15, kl: 06:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er fátt sanngjarnt í þessu. En þú munt samt borga.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

rhtb | 20. feb. '15, kl: 13:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú þeir sem eru í námi úti og voru með skattalegtheimilisfesti á íslandi fá leiðréttingu.

Felis | 20. feb. '15, kl: 14:49:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei - maður verður að hafa búið í húsnæðinu á þessu tímabili til að fá leiðréttingu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

rhtb | 20. feb. '15, kl: 17:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, við áttum heima í DK á þessum tíma og við fengum leiðréttingu.

Alveg eins og við fengum líka vaxtabætur.

Medister | 20. feb. '15, kl: 11:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu viss um það? Lánin eru hæf til vaxtabóta þó þú fáir þær ekki greiddar. Kemur þetta einhversstaðar fram?

Máni | 20. feb. '15, kl: 11:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ah ok. Það stóð að einu lánin sem mætti sækja um niðurgreiðslu á væru þau sem væru í liðum x og y á skattskýrslunni. Kannski oftúlka ég þetta.

Máni | 20. feb. '15, kl: 11:58:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kíkti á skattframtalið og reiturinn heitir vaxtagjöld af lánum vegna húsnæðis til eigin nota.

Medister | 20. feb. '15, kl: 12:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ nó. En ég held að fólk fái alveg leiðréttingu þó það búi ekki í húsnæðinu, tengist ekki vaxtabótum nema að því leyti að þau mynda stofninn til bótanna.

Máni | 20. feb. '15, kl: 12:58:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mátt ekki setja lánin í þennan reit held ég ef húsnæðið er ekki til eigin nota er það?

En íslendingar eru svo sem ekki mikið fyrir að fara eftir reglum ef það kemur þeim illa.

Medister | 20. feb. '15, kl: 13:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það held ég, leigutekjurnar og lögheimili hljóta svo að koma annarsstaðar fram og stoppa vaxtabæturnar. Hef reyndar ekki gert þetta sjálf en held að þetta sé svona. Kannski er ég að fara með rangt mál.

Felis | 20. feb. '15, kl: 14:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þurfti að búa í húsnæði á þessum tíma - það var í reglunum

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fallegazta | 20. feb. '15, kl: 14:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En furðulegt. Ég hefði haldið að það væri sami forsendubrestur hjá öllum íbúðaeigendum.

júbb | 19. feb. '15, kl: 19:54:50 | Svara | Er.is | 0

Hmm, átta mig ekki alveg á þessu. 3 lánanna eru næstum alveg eins en eitt þeirra virðist vera 13 þúsund krónum lægra. Sýnist enginn munur hafa verið fyrren síðasta gjalddaga og bara á þessu eina láni. Ætla að sjá hvernig næstu mánaðarmót verða, hef grun um að þetta sé ekki rétt mynd af þessu.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Grjona | 19. feb. '15, kl: 20:30:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta á bara að fara inn á eitt lán held ég.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

júbb | 19. feb. '15, kl: 20:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei, fer inn á öll lánin samkvæmt útreikningunum sem ég fékk. Hefði verið ljúft að fá þetta inn á bara eitt lán (þetta sem var það eina sem hafði lækkað í febrúar) því þá væri búið að þurrka það út.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fór bara inn á eitt lán hjá okkur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

júbb | 19. feb. '15, kl: 22:41:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, fann það svo annarsstaðar er upphæðirnar passa bara ekki

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Central | 19. feb. '15, kl: 20:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiðréttingin fer öll inn á eitt lán, þ.e. lánið sem er á 1. veðrétti

júbb | 19. feb. '15, kl: 20:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki samkvæmt tölunum sem ég fékk frá þeim

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

júbb | 19. feb. '15, kl: 21:01:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og getur ekki passað því það lán væri þá þurrkað út og þyrfti að byrja á næsta

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Central | 19. feb. '15, kl: 21:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, það er reiknuð leiðrétting á öll lánin hjá þér.  Segjum bara til að einfalda að hvert lán eigi að leiðréttast um 500 þús. og þú ert með 3 lán.  Þá gerir það 1.500 þús.
Þá fer þessi leiðrétting öll inn á lánið á 1. veðrétti, sem lækkar um 1.500 þús

júbb | 19. feb. '15, kl: 21:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það passar bara ekki við tölurnar því þá væri þetta lán greitt upp og gengið þónokkuð á næsta lán.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Central | 19. feb. '15, kl: 21:07:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þá skil ég ekki hvað er í gangi hjá þér.  En svona var þetta í reglunum hjá þeim og þannig var þetta gert hjá mér.

júbb | 19. feb. '15, kl: 21:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé að það er sett svona upp hjá þeim en það bara passar alls ekki við upphæðirnar hjá mér

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

júbb | 19. feb. '15, kl: 21:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vantar nokkur hundruð þúsund upp á greiðsluna þó svo það standi að þetta hafi farið inn á þetta lán. Þarf greinilega að athuga þetta betur

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 22. feb. '15, kl: 22:20:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer restin ekki inn í jan. 2016?

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

bogi | 19. feb. '15, kl: 20:34:47 | Svara | Er.is | 4

fólk sem þiggur leiðréttinguna getur amk. ekki kvartað ef það eyðileggur bílinn sinn við það að keyra í holu ... :p

traddi | 19. feb. '15, kl: 20:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil þetta ekki alveg. fólk hlytur að vera tala um fyrsta seðilin var með lán tekið 05 ca 8,3 var orðið ca 13 fekk lækkun 1250,000 afb lækar um 3 til 4000

Grjona | 19. feb. '15, kl: 21:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bogi | 19. feb. '15, kl: 21:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fólk sem samþykkir svona fjáraustur úr ríkiskassanum á meðan viðhald innviða er svelt getur ekki mikið kvartað!

Grjona | 19. feb. '15, kl: 21:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það var ríkisstjórnin sem samþykkti þennan fjáraustur, ekki ég. Hins vegar dettur mér ekki í hug að láta bara útvalda vini ríkisstjórnarinnar eina njóta þessara peninga úr okkar sameiginlega sjóði, þess vegna sótti ég um og samþykkti. Þannig að ég kvarta, þeink jú verrí möts, þegar mér þykir ástæða til.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bogi | 19. feb. '15, kl: 21:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Tja ef allir sem eru á móti þessu hefðu sleppt því að samþykkja þá hefði ríkisstjórnin fengið vænan skell. Fólk velur að fá peninga lagða beint inn á sig í staðinn fyrir að þeir séu notaðir í eitthvað fyrir alla.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 21:56:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

öööö nei, þá hefði liðið sem kaus þessa drulluháleista út á þessa niðurfellingu fengið meira.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bogi | 19. feb. '15, kl: 21:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það var ákveðið hámark sem hver og einn fékk - allir hefðu getað sótt um og þá hefði hámarkið komið (sem lögin voru sett í kringum) og svo sleppt því að samþykkja!

Já ef maður bara lifði í Útópíu ;)

Grjona | 19. feb. '15, kl: 21:59:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þetta hefði aldrei orðið að veruleika. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 20. feb. '15, kl: 23:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þetta var reyndar ekki þannig. Það er ekkert endurreiknað út frá því hversu margir samþykja ekki útreikningana sína heldur fer þeirra peningur aftur í ríkissjóð

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 21. feb. '15, kl: 07:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er rétt. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mangan | 19. feb. '15, kl: 22:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta snýst prinsippp um Grjona að standa með sinni sannfæringu og láta ekki hafa sig út í svona.  Það er vel hægt að stjórna því sem stjórnmálamenn gera með því að haga ekki öllum sínum seglum eftir þeirra vindum heldur standa með því sem þú trúir á og vilt sjá breytingar á.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mitt prinsipp er að framsóknar-og sjálfstæðistækifæriseiginhagsmunaseggir græði eins lítið á mér og ég ræð við. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mangan | 19. feb. '15, kl: 22:19:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svolítið hallærisleg rök sem þú notar núna, man ekki betur en þú hafir verið ein af þeim sem var mest á móti þessari aðgerð áður en til þess kom að þú fengir sjálf pening í vasann, slepptu því frekar að réttlæta þetta og viðurkenndu bara frekar að þú lést eigin velferð og hagsmuni ganga fyrir velferð fjöldans eins og svo margir aðrir íslendingar sem láta sér þetta í léttu rúmi liggja og horfa bara á eigin hagsmuni og lækkun á lánum til skamms tíma og þetta skaðar þjóðfélagið og heftur gert nú þegar.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var á móti henni og er á móti henni. Ég ætla hins vegar ekki að borga fyrir niðurgreiðslu á lánum annarra og þurfa sjálf að borga enn hærri afborganir vegna verðbólgunnar sem þetta mun að öllum líkindum valda. Ég hef ekki efni á því.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 23:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

djöfull er þetta vel sagt. ég ætla að taka þetta mottó.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það er barnaskapur að halda að við ráðum einhverju um það sem þessir tveir flokkar gera með einhverjum aðgerðum öðrum en að kjósa þá eða kjósa þá ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mangan | 19. feb. '15, kl: 22:21:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei það er þroskaleysi og barnaskapur að halda að þú getir engin áhrif haft, íslenski hugsanahátturinn sem hefur komið okkur á kaldan klakan aftur og aftur.  Þjóðin hefur völdin það er bara spurning hvort hún hafi kjark og þor til að standa með sér sem hún hefur ekki haft hingað til því úrtölufólk eins og þú trúir því sem hefur verið logið að því að það geti engin áhrif haft.

Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er kjánaskapur.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mangan | 19. feb. '15, kl: 22:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei þetta er þroski eða ertu að reyna að halda því fram að mótmæli og byltingar séu gagnslausar? Að pressa frá almenningi geti engin áhrif haft á það sem stjórnmálamenn gera?


Grjona | 19. feb. '15, kl: 22:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það getur reyndar og hefur virkað. Ég get hins vegar nokk lofað þér því að ef framsókn hefði verið í stjórn með sjálfstæðisflokki en ekki samfylkingin, þá hefði stjórnin setið. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musingur | 20. feb. '15, kl: 08:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hverju hafa mótmælin og tunnubarningurinn skilað eftir hrun?? bara spyr er ekkert æst langar bara að vita því það hefur eitthvað farið fram hjá mér.

Mangan | 19. feb. '15, kl: 21:48:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Segðu eða yfir lélegu ástandi heilbrigðiskerfisins.

bogi | 19. feb. '15, kl: 21:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha einmitt - #einsjúklegabitur

Mangan | 19. feb. '15, kl: 22:16:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er bara eðlilegast í heimi að vera bitur yfir þessu, það er ekkert sanngjarnt við þessa gjöf úr sameiginlegum sjóðum okkar þegar aðeins partur af fólkinu í landinu fær að njóta góðs af þessu og þegar innviðir samfélagsins líða fyrir þessa gjöf.

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 22:40:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk sem þyggur leiðréttinguna hefur sama rétt og aðrir til að kvarta yfir hlutunum. Til dæmis því að peningunum hafi verið sólundað svona frekar en að gera hluti í þágu allra í samfélaginu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Glosbe | 19. feb. '15, kl: 23:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helvítis Fokking  Fokk

fálkaorðan | 19. feb. '15, kl: 23:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ekki kaus ég þetta.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 20. feb. '15, kl: 08:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bara frekar mikil hræsni -

Helgenberg | 20. feb. '15, kl: 08:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok, þið eruð sammàla sko, um að betra væri að nota peningana i annað.


en þú veist alveg að það virkar ekki þannig?

fálkaorðan | 20. feb. '15, kl: 09:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er engin hræsni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 20. feb. '15, kl: 10:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef hverju er það hræsni?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 21. feb. '15, kl: 12:22:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert tilbúinn að þiggja háar fjárhæðir og taka frá sameiginlegum sjóðum allra fyrir þig persónulega, á meðan allt er látið grotna niður. Og kvarta svo yfir því að allt sé látið grotna niður ...


Ég hef ekki orðið vör við mikil mótmæli þeirra sem eru að fá mest út úr þessum skuldaleiðréttingum - fólki finnst það eiga þetta skilið. Þá á það líka bara skilið að keyra í holu.

Helgenberg | 22. feb. '15, kl: 12:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En það grotnar samt alllt niður þó fólk þiggi þetta ekki, þú veist það alveg er það ekki annars?


Eða getur þú bent á einhverja reglugerð þar sem kemur fram að ef fólk þiggi ekki niðurfærslu muni samsvarandi upphæð fara i að laga holur?

bogi | 22. feb. '15, kl: 15:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta snýst kannski meira um þetta hugarfar, að taka allt sem maður getur því annars fái aðrir það. Að halda að almenningur geti ekki haft nein áhrif á ráðamenn, osfr. 

Helgenberg | 22. feb. '15, kl: 15:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hefur það áhrif á ràðamenn að fá ekki niðurfærslu?


þú veist alveg betur en þetta, og nei ég á ekki rétt á niðurfærslu, en hefði alveg þegið niðurfærslu á námslánum t.d.

Glosbe | 20. feb. '15, kl: 10:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skora á þig. komdu aðeins út. við skulum berjast um brauðmolana.

http://www.ftm.nl/wp-content/uploads/2013/12/yoda1.jpg

musingur | 20. feb. '15, kl: 08:20:31 | Svara | Er.is | 0

'eg samþykkti fyrir svona 2 vikum og nú er ekkert íbúðalán á heimabankanum mínum....taka þeir það út meðanþeir reikna þetta?OG ef maður er eitthvað á eftir með greiðslur jafnast það þá út?? kv LJóska dauðans

Medister | 20. feb. '15, kl: 11:51:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer fyrst inná vanskil, en hverfur ekki úr heimabanka samt. Hvað ertu með marga gjd í vanskilum?

musingur | 20. feb. '15, kl: 12:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

CA 1/4 AF leiðréttingunni

Medister | 20. feb. '15, kl: 12:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef elsti er 1. Nóv eða eldri, þá er lánið líklega farið í lögfr innheimtu, þess vegna sérðu það ekki í heimabanka.

musingur | 22. feb. '15, kl: 10:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það ekki frekar óliðlegt að setja í innheimtu þegar maður er búin að samþykkja leiðréttinguna?? föl

Medister | 22. feb. '15, kl: 11:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér óliðlegt að 4 gjd+ fari í innheimtu? Þú hefðir bara átt að samþykkja fyrr, nú fer partur af leiðréttingunni í lögfræðikostnað.

Máni | 22. feb. '15, kl: 11:50:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiðréttingin greiðir ekki gjaldfallna gjalddaga heldur lækkar höfuðstólinn

tóin | 22. feb. '15, kl: 12:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þurfa lán auk þess ekki að vera í skilum?

Medister | 22. feb. '15, kl: 12:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ö jú

Medister | 22. feb. '15, kl: 12:23:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, vanskilin greiðast fyrst og rest fer inná höfuðstól.

Máni | 22. feb. '15, kl: 12:32:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó misskildi þetta þá

Medister | 22. feb. '15, kl: 12:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebbs.

musingur | 22. feb. '15, kl: 15:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok þá eru vanskilin greidd og svo restin á höfuðstólin þá er ég róleg

Medister | 22. feb. '15, kl: 20:08:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en þú gætir hafa tapað einhverjum tugum þúsunda á að fara í þetta löng vanskil.

QI | 20. feb. '15, kl: 13:19:36 | Svara | Er.is | 0

LOL

.........................................................

Mrsbrunette | 21. feb. '15, kl: 11:10:18 | Svara | Er.is | 0

fyrsti reikngur borguðum við um 20.þús en var 120 en núna var hann um 100 þús, við hringdum þegar 20 þúsunda reikningurinn kom og konan í bankanum sagði að þetta væri bara fyrsti reikningur eftir niðurfellingu sem kæmi svona.

rokkari | 21. feb. '15, kl: 12:29:41 | Svara | Er.is | 0

Mitt lækkaði um 10 þúsund. En ég er með eina spurningu varðandi séreignarsparnaðinn inn á lánin. Í lögum um þessa ráðstöfun kemur fram að fyrsta greiðsla skuli fara fram ekki síðar en í nóvember 2014 og eftir það ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Fyrsta greiðslan hjá okkur var ekki fyrr en í lok janúar (samt sóttum við um strax og var opnað fyrir umsóknir. Hvernig var það hjá ykkur? Er einhver búinn að fá úthlutað tvisvar? Samvkæmt þessum lögum ætti greiðsla 2 að fara fram í febrúar.

Bakasana | 21. feb. '15, kl: 12:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert með lán hjá Íblánasjóði var það held ég svoleiðis á línuna. Skv mínum lífeyrissjóð var ekki hægt að greiða fyrr inn á þau lán. Þá fékk ég inn greiðslu fyrir júlí-nóv. Og svo er komin inn önnur greiðsla fyrir des. 
Ég er Frekar ósátt við framkvæmdina á þessu só far því innlögnin hefur í báðum tilfellum verið gerð hátt í tveimur vikum eftir gjalddaga. 

rokkari | 21. feb. '15, kl: 12:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég er einmitt hjá Íbúðarlánasjóði. En ég fékk ekki fyrir desember en það skýrist reyndar af því að við fylltum upp í kvóta ársins 2014 á tímabilinu júlí-nóvember. En það verður spennandi að vita hvenær það verður greitt næst!

nibba | 22. feb. '15, kl: 11:44:58 | Svara | Er.is | 0

Nú er seðill númer tvö eftir niðurfellingu komin og afborgunin lækkar á honum um 5 þúsund frá því sem það var. Lánið sjálft um 1,3

Antaros | 22. feb. '15, kl: 12:27:07 | Svara | Er.is | 0

Hefði ekki verið nær að setja "Við sem fengum niðurfellingu" og greina frá eigin reynslu af mútum Sigmundar?
Svo mætti í kjölfarið spyrja aðra mútuþega um hvað þeir kosta.

Grjona | 22. feb. '15, kl: 15:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér hefur ekki verið mútað krúttið mitt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Antaros | 22. feb. '15, kl: 17:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

I beg to differ.
Allir sem samþykktu "lánaleiðréttingu" Savíðs þáðu mútur.

Grjona | 22. feb. '15, kl: 20:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað lofaði ég að gera í staðinn? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Emmellí | 22. feb. '15, kl: 21:08:08 | Svara | Er.is | 0

Já munaði alveg 14 þúsund á mánuði. Munar alveg um það. Er bara sátt (þó svo ég hafi kosið framsókn).

Grjona | 22. feb. '15, kl: 21:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju "þó"? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Emmellí | 22. feb. '15, kl: 21:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sátt við að lánin mín hafi lækkað þó svo ég hafi ekki kosið að fá þau lækkuð í síðustu kosningum.

Grjona | 22. feb. '15, kl: 21:31:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kaustu sumsé ekki framsókn út á þetta?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Emmellí | 22. feb. '15, kl: 21:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha finnst þér gaman að reyna að snúa út úr ... Nei ég kaus ekki framsókn út á þetta ... eða yfir höfuð.

Emmellí | 22. feb. '15, kl: 21:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé að það vantar "ekki" í þó svo ég hafi ekki kosið framsókn :) Skrifa greinilega ekki eins hratt og ég hugsa.

Grjona | 22. feb. '15, kl: 21:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hlaut að vera. Enda var ég svo sannarlega ekki að reyna að snúa út úr.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Emmellí | 22. feb. '15, kl: 21:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, ég sá það eftir á... fór að skoða betur hvað ég hafði skrifað fyrst þú lést ekki kjurrt liggja :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
Síða 9 af 46339 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, annarut123