Þið sem hafið fengið slysabætur eftir bílslys?

52cm | 14. des. '09, kl: 18:56:11 | 2809 | Svara | Er.is | 0

Vitiði hvernig þetta er reiknað, ef ég er dæmd 5 eða 7%, hvað eru það miklar bætur ? Hvað voru þið að fá mikið og hvað tók ferlið langan tíma ?

 

ingei | 14. des. '09, kl: 18:58:48 | Svara | Er.is | 0

Það er ýmislegt sem spilar inn í, eins og tekjur og aldur, svo að það er misjafnt hvað fólk er að fá.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Halliwell | 14. des. '09, kl: 19:02:22 | Svara | Er.is | 0

Sá sem ég lenti í bílslysi með í fyrra er búinn að fara í örorkumat og það tók 2 vikur að fá metið og svo mánuð eftir það að fá borgaðar bæturnar

bridezilla | 15. des. '09, kl: 00:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er mjög stuttur tími. Getur tekið mun lengri tíma en það.

goofy | 14. des. '09, kl: 20:12:00 | Svara | Er.is | 0

Ég lennti í slysi í maí í fyrra fékk bæturnar í byrjun ágúst á þessu ári, tók allt mun meiri tíma en sagt var útaf sumartíma og þessháttar sem kom inní ferlið. Ég var metin 8% öryrki en það er ekkert hægt að reikna bara útfrá því svo margt sem spilar inní eins og vinnutap ,miski og allskonar. Ég var ekki mjög sátt með mitt miðað við td aðra sem ég þekki sem hafa fengið mun meira en eru "minna" meiddir ef svo má segja

afþví | 14. des. '09, kl: 20:16:56 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki hægt að segja neitt til um það. Ég og maðurinn minn vorum bæði metin 8% en það munar þó nokkru á bótaupphæðinni hjá okkur.

Það sem er farið er eftir eru tekjur fyrst og fremst, menntun og aldur.

goofy | 14. des. '09, kl: 20:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nákvæmlega gleymdi að taka það fram með aldur og það allt , þetta er klárlega mjög misjafnt og tengist ekkert % örorku

amazona | 14. des. '09, kl: 20:17:35 | Svara | Er.is | 0

Mitt ferli tók 1 og 1/2 ár og var mið tekið af tekjum 3 ára fyrir slys.

klóglingur | 14. des. '09, kl: 20:17:54 | Svara | Er.is | 0

ÉG var dæmd 7% öryrki, fékk miskabætur að mig minnir um 400.000 og svo slysabætur um 1,5m. En það eru reyndar 10 ár síðan. Og það tók ár eða rétt rúmlega ár hjá mér frá slysadegi.

** Stolt þriggja stráka mamma **

Nismo | 14. des. '09, kl: 21:22:50 | Svara | Er.is | 0

Hvernig gengur þetta samt með manneskju sem er enn í skóla? Varla hægt að miða við tekjur fyrst og fremst í þeim tilfellum, þar sem þetta á eftir að hafa áhrif á framtíðarstarf?

afþví | 14. des. '09, kl: 21:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held það sé farið eftir lágmarkslaunum. Allavega er farið eftir lágmarkslaunum þegar það er metið bótaupphæðir fyrir börn.

óskin10 | 15. des. '09, kl: 00:17:31 | Svara | Er.is | 0

ég fékk 6,8 millur og var dæmt með 7% varanlegan miska. Ástæðan fyrir svona hárri upphæð eru launin sem ég var með á þessum tíma og menntun mín. Er viðskiptafræðingur og ég held að það sé bara miðað við meðaltekjur viðskiptafræðingu við útreikning á bótum.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

looo | 6. nóv. '18, kl: 03:22:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geti þið bent á einhvern góðan gögfræðing eða stofu?

Anna G | 15. des. '09, kl: 01:47:27 | Svara | Er.is | 0

Má ég aðeins forvitnast? Hvert leituð þið með ykkar mál?

óskin10 | 15. des. '09, kl: 02:30:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

óðinn elíasson sá um mitt mál

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hka2 | 7. nóv. '18, kl: 09:48:02 | Svara | Er.is | 0

Ég var 2 ár að fá mínar bætur í gegn, aðalega því ég átti mjög erfitt að viðurkenna að þetta væri varanlegur miski. Í mínu tilfelli var flókið að reikna bæturnar enn ég var að útskrifast með háskólagráðu þegar ég lendi í slysinu og afleiðing slysins er að ég get ekki unnið við það sem ég menntaði mig í. Bæturnar voru því víst í hærra lagi.

vigfusd | 7. nóv. '18, kl: 12:44:47 | Svara | Er.is | 0

Ferlið tók 15 mánuði. 7% öryrki og 6.3m í það heila í bætur. Bjóst við mun minna þar sem það er ekkert að mér og talan bara 7%. Fékk svo útskýringu á þessu og þá er þetta tengt launum, aldri, memmtun og fl.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Síða 7 af 47933 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien