Þjónusta ríkisstofnana - hrein skelfing.

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 14:19:11 | 250 | Svara | Er.is | 0

Ég var að ræða við mann sem hefur þurft að nota "þjónustu" nokkurrra ríkisstofnana.
Þessar stofnanir eru:

1. Landsspítali - LSH
2. Bráðamóttaka LSH
3. Ríkisskattstjópri RSK
4. Heilsugæsla
5. Tryggingastofnun TR

Niðurstaða:
Heilsugæslulæknir ágætur en afleit þjónusta í afgreiðslu sem lítur á sjúklinga sem einhverskonar pöddur sem engan rétt eigi.

LSH - afleit þjónusta hjá móttökuritara sem lítur líkt og afgreiðslufólk heilsugæslu á sjúklinga sem einhverskonar sníkjudýr. Ekki náðst í læknir LSH en LSH hefur vísað erindi til Klínikar en gleymdist að láta sjúkling vita sem komst að því að hann ætti tíma hjá sæerfræðingi Klínikar fyrir algjöra tilviljun.
Klínik svaraði skjótt og vel símhringingu og kannaðist við erindið frá LSH.

Heimsókn í bráðamóttöku vegna meinsins í tvígang. Vísað heim um miðja nótt eftir um 9 klst bið. Seinna skiptið góð þjónusta bráðamóttöku sem kostaði innlögn yfir nótt og miklar og góðar rannsóknir.

Rikisskattstjóri RSK góð þjónusta í öllum tilvikum.

Tryggingastofnun nokkrar heimsóknir vegna upplýsigagjafar.
TR virðist eins og sumar stofnanir líta á viðskiptavini sína sem einhverskonar afætur.
Verst fannst viðkomandi viðskiptavini að TR virtist ekkert vita um hvaða samskipti stofnunin hefur haft við viðkomandi bara næstu 2 til 3 ár aftur í tíamann. TR virðist týna öllum gögnum og erindum sem send eru inn og jafnvel alveg ný gögn sem sett eru inná vef stofnunar TR á mínar síður eru ekki aðgengileg hvorki viðskiptavini né þeim sem upplýsingar veita hjá TR.

Af ofanskráðu héld ég að það megi segja að vandi ríkisstofnana sé fyrst og fremst stjórnunarvandi.
Yfirmenn óhæfir og stjórni ekki starfsfólki sérstaklega í afgreiðslu nógu vel.

Að sögn sögumanns míns er það alveg sláandi hve þjónusta t.d. afgreiðsla Klínikar, OR-okuhúss (læknamiðstöð) og Domus Medica er góð.

En aftur á móti afleit þjónustu afgreiðslu ríkisstofnana eins og (símaafgreiðsla ritarar) LSH og heilsugæslu. TR virðist eiga við einhvern innri vanda - lítur ekki á skjólstæðinga sína sem viðskiptavini.
Undantekning er góð afgreiðsla móttöku Bráðaþjónustu LSH og RSK.

 

ert | 17. sep. '19, kl: 14:38:43 | Svara | Er.is | 0

Þurfa yfirmenn að stjórna starfsfólki í afgreiðslu? Ég hefði haldið að afgreiðslufólk ætti að geta stjórnað sér sjálft hafi það næga þjálfun og skýra verkferla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 15:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei því miður Ert mín góð.
Allt starfsfólk þarf einhverkonar aðhald og leiðbeiningar.
Að vera fulltrú fyrirtækis í afgreiðslu er í raun mikið ábyrgðarstarf mikilvægt fyrir fyrirtækið og andlit útávið.
En vandi heilbrigðisþjónustunnar er auðvitað ekki bara þessi liður. Helsti vandinn er stjórnun á öllum sviðum.
þó að vinur minn sem gaf mér þessar upplýsingar um sína reynslu þá vitum við auðvitað að t.d. ritari eða afgreiðsla á einni heilsugæslu er kannski allt öðruvísi og betri á næstu heilsugæslu. Þetta á við allt LSH og ríkisikerfið. En aðal vandinn er sant léleg stjórnun og slakt eftirlit.
Þetta er auðvitað engin ný sannindi.
Einkarekin rekstur hefur lantum betra aðhald á öllum sviðum þessvegna er Klínikin, OR-Orkuhús og Domus Medica að skora hátt hjá vini mínum.
Svo eru margar undantekningar um vel reknar einingar og jafnvel heilar ríkisstofnanir.

ert | 17. sep. '19, kl: 16:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú unnið ansi lengi og það gengur ekkert betur ef einhver er að stjórna mér. Ég kann vinnuna mína af því að mér var kennd hún. Þurfi að gera breytingar á vinnuferlum eða öðru þá þarf bara að láta mig vita. Það er eitthvað að ef það þarf að vera stjórna fólki. Það þarf vissulega að stjórna starfsemi en að stjórna fólki er aldrei merki um góðan vinnustað eða góða starfsemi - því þá kann fólkið annað hvort ekki starf sitt eða er ekki treyst til að vinna starf sitt sjálfstætt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 16:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjórnunarstíll er auðvitað mjög breytilegur. Við höfum séð stjórnunarstíl gamla tímans þar Chaplin sat við færibandið og yfirmaðurinn með svipuna yfir honum. Stjónunarstíll nútímans er með allt öðrum hætti og með mörgum útfærslum Það getur verið nauðsynlegt að hafa t.d. kannanir viðskiptavina til hliðsjónar ásamt öðrum mælingum allskonar. Ert mér sýnist þú vera svoldið inná gömlu línunni og eflaust getur það líka gengið að vissu marki.

ert | 17. sep. '19, kl: 16:45:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflaust er það gamaldags að stjórnendur stjórni starfsemi með gæðastöðlum, verkferlum og svoleiðis. Það er mjög nýmóðins að stjórna fólki og segja því hvað það á að gera.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 17:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir hafa ofurtrú á gæðakerfum verkferlum og einhverskonar númerakerfi um hvað skal setja inn þennan reit og hinn.
Þetta eru úreltar aðferðir sem hafa aldrei skilað neinu nema kannski mikililli pappírsvinnu.
Þessi stóru gæðakerfi eru einkenni stórra vinnustaða þar sem innsæi og mannleg stjórnun fær engin tækifæri.
Þessu mætti líkja við að reyna að skapa listaverk t.d. málverk með því að setja liti í fyrirfram áhveðna fleti. Þetta er andlaust og gelt kerfi..
Þessi rúðustrikuðuðu gæakerfi ganga kannski vel í stórum verksmiðjum og rútínuvinnu.
Róbótar og allskonar vélmenni ganga gjanan vel eftir svona leiðarvísum.

ert | 17. sep. '19, kl: 19:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en nútíma aðferð eins og segja fólki hvað það á að gera og svo gerir það það er brilliant. Um að gera að stjórna fólki enda er fólk ekki fært um að stjórna sér sjálft. Þannig allir þurfa yfirmann sem stjórnar þeim. Veslings Guðni og Kata, alveg stjórnlaus

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 19:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er í raun misskilningur hjá þér . Stjórendur eiga bara að vera meðvitaðir um þjónustuna hvort hún er góð eða slæm. Það er oft auðveldara fyrir fyrirtæki sem er rekið fyrir eigið fé því að oftast kemur léleg þjónusta og slæmur rekstur beint við budduna og þannig illa rekin fyrirtæki fara einfaldlega á hausinn. Svona rekstur eins og heilbrigðisþjónustan okkar sem allir virðast vera óánægðir með heimar bara endalaust meira fé í reksturinn og fyrirbærið fær ekki heimild til að deyja eins og venjulegt fyrirtæki.
Stjórnendur þurfa að bregðast við óhagkvæmni og lélegum árangri. Merkin geta verið á ýmsum stöðum hjá neðsta þrepi fyrirtækis eða efsta. Stjórnendur þurfa að vera með puttann á púlsi fyrirtækisins.

ert | 17. sep. '19, kl: 20:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki þú sagðir áðan að það væri gamaldags hugsun að stjórna starfsemi fyrirtækja. Það ætti að stjórna starfsfólkinu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 21:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg verð bara að biðja þig innilega afsökunar á þessari yfirsjón minni :)

kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 19:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guðni og Kata eru engan vegin stjórnlaus. Kjósendur hafa áhrif á æðstu atjórnendur landsins.

ert | 17. sep. '19, kl: 20:58:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að kjósendurnir stjórn þeim eins og yfirmenn stjórna undirmönnum sínum. Ok

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 17. sep. '19, kl: 16:00:02 | Svara | Er.is | 0

Þú nefnir ritara til dæmis á LSH. Þetta er algjör della að ritarar þar líti á sjúklinga sem einhverjar pöddur sem engan rétt eigi. Veit fyrir víst að ritarar þar leggja sig virkilega fram í starfi. En allir vita að álagið á LSH getur verið mikið, líka hjá riturum. Er samt viss um að fólk reynir að gera sitt besta þó aðstæður séu ekki alltaf frábærar. Þó að eitt leiðinlegt tilvik hafi komið upp þá má ekki dæma alla ritara sem vinna á spítalanum sem óhæfa starfsmenn. Ég veit ekki um neina stofnum eða vinnustað þar sem allir eru fullkomnir, ýmislegt getur valdið því að eitthvað gleymist til dæmis mikið álag (mikið að gera í vinnunni).


Sjálfsagt er ástandið á bráðamóttökunni farið að bitna á sjúklingum. Það er búið að segja það hreint út í sjónvarpsfréttum af hjúkrunarfræðingi sem þar vinnur. Þau þarna anna hreinlega ekki öllum fjöldanum sem kemur á bráðamóttökuna. Þú ættir frekar að skammast í ríkisstjórninni yfir því kaldbakur að þau geri ekki eitthvað raunhæft í málunum með það. T.d. að hækka almennilega laun hjúkrunarfræðinga svo hægt sé að setja sjúklinga á aðrar deildir í innlögn sem þess þurfa. Spítalinn líður fyrir það að það er skortur á hjúkrunarfræðingum, hann líður líka fyrir það að gamalt fólk sem hægt er að útskrifa er of lengi á spítalanum. ÞAÐ VANTAR FLEIRI HJÚKRUANRHEIMILI.


Tryggingastofnun. Hef talað við starfsmann þar í þjónusuveri. Ekki öfundsvert starf þar, fólk úti í bæ (sumir) kemur þarna og hellir sér yfir starfsmenn vegna óánægju með ýmislegt. Ég er viss um að ellilífeyrisþegar og öryrkjar almennt væru ánægðari með TR ef ekki t.d. allar þessar skerðingar dynja á þeim og þeir hafa meira í vasann en þeir gera. Ekki skrýtið þó sumir eldri borgarar og öryrkjar séu örvæntingarfullir og láti það svo bitna á starfsfólki TR. Farðu og talaðu um þetta við Bjarna Ben kaldbakur. Ríkisstjórnin er ekkert að standa sig gangvart þessu fólki. Þekki annars ekki almennilega þjónustuna hjá TR.


Held svo þú vildir ekkert starfa svo sem ritari á LSH kaldbakur, hef heyrt það á riturum þar að álagið getur verið mikið og þeir eru ekkert bara að svara síma. Fólk gerir ekkert hundrað verkefni í einu í sinni vinnu. En það má vel vera að það þurfi að bæta símaþjónustuna en ég er alveg viss um að það er ekki ritaranum að kenna ef hún er ekki nógu góð heldur er ástæðan fyrir því eitthvað allt annað. Er a.m.k. hundrað prósent viss um að starfsfólk þarna er ekkert að jórtra tyggjó (eins og ég sá marga þingmenn gera á Alþingi í einhverjum umræðum) eða að skoða símann sinn eins og ég hef oft séð þessa alþingismenn og ráðherra gera á sínum vinnutíma.
kaldbakur | 17. sep. '19, kl: 16:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí mín ég tek mikið mark á því sem þú segir.
En það sem ég er að segja að það sé stjórnunarvandi fyrst og fremst em hrjáir LSH og heilbrigðikerfi okkar.
Einhver hlýtur að vera yfir símsvörun og afgreiöslu á LSH. Þarf ekki að vera læknir, en bara að gæta að því að símsvörun innan tímamarka og líka að svör starfsfólks sé í samræmi við yfirlýst markmið og staðreyndir og í jákvæðum anda fyrir fyrirtækið. Ég held að þarna sé verulega ábótavant því ég hef persónulega upplifað svipaða reynslu og sögumaður minn. Þarna skipti í raun mestu máli að starfsmaður segi rétt og jákvætt frá markmiðum LSH varðandi þjónustuna. Þarna eru ýmsar brotalamir því miður. Og það verður að skrifast á stjórnun.
Ég held og veit að símsvörun og svör ritara LSH eru ekki í takt við yfirlýst markmið það má vera að það sé mjög misjafnt eftir deildum og sviðum.
LSH er orðin of stór eining til að nógu góð stjórnun sé á öllum einingum. LSH þarf nausynlega samkeppi og aðhald. Langtum stærri spítalar eru starfræktir víða erlendis en þeir eiga í samkeppni við aðra álika stofnanir. Þessi samkeppni er lykilatriði.
Það mætti líkja þessu við eina ríkisverslun með matvörur á Íslandi. Það myndi aldrei vera heppilegt fyrirkomulag.
Hlutirnir hafa breyst mjög á undanförnum árum ríkisspítalinn okkar hafði þá einn t.d. möguleika á að eignast röntgentæki. Þannig tæki eru mjög víða í dag t.d. á öllum tannlæknastofum. Það sama á við segulómtæki, sneiðmyndavélar önnur fullkomin tæki til lækninga.
LSH þarf að úthýsa ýmsa þjónustu með útboðum og góðu eftirliti. Það myndi engum detta í hug að hafa einn tannlæknaspítala sem væri undir rekstri LSH.
Þar myndu fljótlega myndast biðraðir og fólk k´mist ekki til tannlæknis fyrrr en eftir nokkra mánaða bið.

ég held að laun hjúkrunarfæðinga og lækna séu alveg sambærileg við það sem gerist erlendis. Ef ekki fást innlendir hjúkrunarfr´ðingar þa ér mikið framboð erlendis frá. Mjög mikið af fólki á spítölum er af erlendum stofni og eigum við þeim mikið að þakka að reksturinn er ekki verri en hann er í dag.

Tryggingastofnun þarf að sýna það í verki að fyrirtækið er að vinna í þagu þeirra sem njóta þjónustunnar jafnt á við ríkið sem kostar apparatið en það þarf lika að fara að lögum og gæta réttinda skjólstæðinga TR, það á að vera stórt hlutverk TR. Þetta sjónarmið þarf að endurspeglast frá æðstu stjórnendum TR til þeirra neðstu. Ég efast stórlega um að þannig starfsandi sé í gangi hjá TR.

Júlí 78 | 17. sep. '19, kl: 16:55:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held ég geti alveg tekið undir það að það þarf að bæta símaþjónustuna á LSH. En það er ekki við ritara að sakast heldur frekar þá sem stjórna málum eins og þú segir. Já deildir eru misjafnar þarna, sumar deildir eru með meira álag en aðrar.


Læknar hækkuðu ríflega í launum á sínum tíma, held að þeir kvarti ekki. A.m.k. komu einhverjir heim að vinna þá frá útlöndum. Hins vegar hef ég heyrt að hjúkruarfræðingar fari margir í vinnuferðir til Noregs og þar séu launin og vinnuaðstæður betri en hér. Á sínum tíma þegar mikið var rætt um laun hjúkrunarfræðinga skellti Bjarni Ben því fram að hjúkrunarfræðingar væru með yfir 800 þús. í laun á mánuði að meðaltali ef ég man rétt. En hann var ekkert að tala um það að þetta voru heildarlaun sem hann miðaði við!  Það gengur ekki þegar rætt er um laun að tala um heildarlaun með öllum vöktum og vaktaálagi. Þegar talað er um laun þá á að tala um grunnlaun. Stundum er reynt að blekkja fólk....

ert | 17. sep. '19, kl: 21:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er nú það sem mikilvægast að bæta símaþjónustu á LSH enda fer mesti hluti starfsemi LSH í gegnum síma. Hvað er langt síðan þú þurftir að heimsækja einhvern á bráðamóttökunni í Fossvogi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 18. sep. '19, kl: 00:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að einhverjir upplifa hlutina þannig að símaþjónustan í fyrirtæki eða stofnun sé ekki nógu góð þá er hún einfaldlega ekki nógu góð. Annað mál hvort símaþjónustan sé lítill hluti eða stór hluti af starfsemi fyrirtækis eða stofnunar. Mér finnst að ef boðið er upp á símaþjónustu alveg sama hvar það er, í fyrirtæki eða stofnun þá þurfi hún að vera ágæt.  


Mér sýnist kaldbakur ekki vera að tiltaka sérstaklega bráðamóttökuna þegar hann talar um að símaþjónustan á LSH sé ekki nógu góð. Þetta sagði hann um það þegar vinur hans  heimsótti bráðamóttökuna: "Heimsókn í bráðamóttöku vegna meinsins í tvígang. Vísað heim um miðja nótt eftir um 9 klst bið. Seinna skiptið góð þjónusta bráðamóttöku sem kostaði innlögn yfir nótt og miklar og góðar rannsóknir." Mér sýnist vinur hans hafa verið óánægður með þjónustuna þar í fyrra skiptið sem hann fór þangað en ánægður í seinna skiptið.

ert | 18. sep. '19, kl: 07:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær fórstu síðast að heimsækja einhvern á bráðamóttökunni, ekki með hrein föt og síma heldur til heimsækja einhvern svo honum leiðist minna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 18. sep. '19, kl: 07:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að spyrja mig? Ég er ekkert á bráðamóttökunni yfirleitt. Forðast sem mest að fara til lækna yfirleitt og fer ekki til læknis að nauðsynjalausu. En jú einhvern tímann fyrir nokkrum árum fór ég til að vera hjá sjúkling (ættingja) á bráðamóttökunni því það var bið eftir rannsóknum. Örugglega alveg hundleiðinlega að bíða þarna einn/ein. 

ert | 18. sep. '19, kl: 07:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerðirðu þér grein fyrir að fólk er þarna í marga daga af því það eru engin rúm laus á deildum LSH vegna skorts á hjúkrunarfræðingum? Gerirðu þér grein fyrir að allir viðurkenna að bráðmóttakan getur ekki lengur sinnt starfi sínu. Þetta lafir ennþá en þetta er líklegt að enda með óþarfa dauðsföllum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 18. sep. '19, kl: 07:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held þú þurir að fylgjast með fréttum ert. Ég er ekki að segja af því að.....en ein ástæða var tiltekin í fréttum....laus rúm á öðrum deildum og hægt hefði verið að setja sjúklinga í þau rúm ef það hefði verið fullmannað á deildum. En já getur alveg endað með óþarfa dauðsföllum þegar bráðamóttakan er að taka við miklu fleiri sjúklingum heldur en hún er hönnuð til. 

ert | 18. sep. '19, kl: 09:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók þannig að það er ekki skortur á hjúkrunarfræðingum. Það er gott að vita.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 18. sep. '19, kl: 13:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það veit öll þjóðin að það er skortur á hjúkrunarfræðingum. Nema að þú sért fyrst að fatta það núna?

ert | 18. sep. '19, kl: 13:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú varst að mótmæla þeirri fullyrðingu minni. Geturðu ákveðið þig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 18. sep. '19, kl: 13:42:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú talar sífellt gegn eigin sannfæringu. Hvernig væri að fara að tala eins og venjulegt fólk?

ert | 18. sep. '19, kl: 17:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Ég talaði um skort á hjúkrunarfræðingum og þú sagðir að ég þyrfti að fylgjast með fréttum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

jaðraka | 18. sep. '19, kl: 03:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er auðvitað að ef þú færð tilvísun frá t.d. heimilislækni til LSH þá er þér ekki gefinn annar kostur en að ræða við móttökuritara annaðhvort í gegnum síma eða fara á staðinn og ræða við ritarann. Þótt þú hafir tilvísun á sérfræðing þá færðu ekki tíma eða viðtal við hann að sögn ritara ekki fyrr en eftir 6-8 mánuði. Og eftir það viðtal má vel vera að það þurfi frekari aðgerð eins og t.d. skurðaðgerð og þá er biðtíminn að sögn aftur um 6 til 8 mánuðir. Ritarinn varði þetta kerfi, jafnvel þó að kerfið sé ekki alveg svona slæmt. Ritaranum bar skylda að ég held til að upplýsa vin minn um að honum yrði svarar innan mánaðar eða svo um hver framgangur erinds hanns yrði. Þetta er lykilatriði sem þessi óhæfi afgreiðslumaður (ritari eða annað stargfsheiti) viðhafði. Starfsfólkið er orðið langtum verra en þó er tilefni til og það ber stjórnendum að taka á ef ekki á illa að fara.

Hér er ekki verið að ræða um símaþjónustuna sem slíka á LSH þó slæm sé. Það er þessi hjúpur sem kerfið setur um sig með þessum hætti sem að ofan er lýst. Ritarinn er ytra lag spítalans andlitið fyrir þann sem sækja þarf þjónustuna ef hann fer ekki inn á spítalann í gegnum bráðamóttöku eða sjúkrabíl.

ert | 18. sep. '19, kl: 07:16:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kaldbakur er búið að banna þig. En já ritari er andlit LSH. Nú er ég til dæmis í daglegum samskiptum við LSH og það er andlitslaus stofnun því ég hef aldrei talað við ritara. Og fólk sem legst inn á LSH í gegnum venjulega innköllun ætti allt að fá samskipti við ritara (af því að allir sem leggjast inn án þess að fara inn í bráðamóttöku eða sjúkrabíl) eiga að tala við ritara. Það er nú bara ekki alltaf þannig. En svo verðum við að muna að ritörunum þarf að stjórna þannig að þeim er treystandi fyrir starfi sínu. Ekki satt kaldbakur. Þú sefur ekki þessa daganna. Spurning um að leita sér hjálpar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 18. sep. '19, kl: 07:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tilvísanir. Ég hélt þetta væri þannig yfirleitt að ef læknir (eins og heimilislæknir) skrifar tilvísun á einhvern annan lækni (sérfræðing) þá sé þetta þannig að læknirinn sendir tilvísunina þangað sem hún á að fara (í pósti eða rafrænt). Síðan skoði sérfræðingurinn allar tilvísanir sem koma til hans og segi svo ritaranum hvenær hann vilji sjá viðkomandi. Mér finnst það undarlegt ef að ritari á að bera ábyrgð á því að Jón Jónsson fái ekki tíma fyrr en eftir 6-8 mánuði hjá sérfræðingi sem að læknir vill að hann fari til. Ef það er raunin þá ætti a.m.k. sérfræðingur að skoða beiðnina frá lækninum þegar hún berst og meta hvort það sé óhætt fyrir sjúkling að bíða svo lengi. Hugsanlegt er að heimilislæknir afhendi sjúklingi tilvísunina og segi honum að fá tíma hjá sérfræðingi hvort sem það er á LSH eða annars staðar. Þá hefði ég haldið að það væri sama skylda á sérfræðingnum þegar tilvísunin berst til hans (ritarinn ber þá ábyrgð á því að koma tilvísuninni til sérfræðingsins) að sérfræðingurinn skoði mjög fljótt tilvísunina og ákveði í framhaldinu hvenær Jón Jónsson fái tíma hjá honum. Í öllum tilfellum held ég að ritarinn hringi svo í sjúklinginn og tilkynni honum með tímann, hvort sem tilvísunin hafi borist á staðinn í pósti, rafrænt eða með sjúkling. Ekki veit ég hvaða deild var þarna um að ræða í þessu tilfelli en mér finnst þetta undarlegt mál. Ritari ætti að sjálfsögðu ekki að segja við sjúkling að hann fái ekki tíma hjá sérfræðingnum fyrr en eftir 6-8 mánuði án þess að sérfræðigurinn væri búinn að skoða beiðnina! Og segja svo í framhaldinu, já svo er ekkert víst að þú fáir tíma fyrr en eftir aðra 6-8 mánuði í aðgerð ef þú þarft aðgerð!! Jæja en það eru deildarstjórar á hverri deild á LSH. Það er hægt að kvarta yfir svona svörum til hans hefði ég haldið. En það hefur nú komið í fréttum að það getur verið löng bið eftir aðgerð sem er auðvitað alls ekki gott.

kaldbakur | 18. sep. '19, kl: 19:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já Júlí - þú ert nú oftast málefnalegust og með vönduðustu skrifin hér.
Það er engine undantekning hér núna.
Gaman að sjá hælbítana glefsa í þig eins og hýenur og sjá hvað þú verst þessum ófögnuði vel.

pepsitwist | 18. sep. '19, kl: 01:33:39 | Svara | Er.is | 0

Ég hef þurft að eiga við nokkrar ríkisstofnanir en ekkert slær út hina ferköntuðu vinnumálastofnun.

Ég þurfti að vera á atvinnuleyisbótum þegar mesta kreppan var fyrir einhverjum 8-9 ára síðan og ég óska engum að þurfa eiga við þá.

Einn daginn fæ eg póst um að gefa skriflega útskýringu á fjármagnstekjum sem ég fékk & gaf ekki upp á mínum síðum, þetta voru skitnar 50.000kr.
Ég hafði ekki hugmynd um þær sjálfur og fer að skoða þetta, kemur í ljós að það var verið að slíta verðbréfasjóð sem ég átti í og hann borgaður út. Fékk tilkynningu um þetta í rafræn skjöl í bankanum ég ég nota ekki.

Ég útskýri þetta ítarlega fyrir þeim og bíðst á fyrrabragði að borga til baka "ofgreiddar atvinnuleysisbætur".

Ákvörðun vinnumálastofnunar: 2 mánaðar straff á greiðslum bóta og rukkun um ofgreiddar atvinnuleysisbætur með 15% álagi...2 mánuðum fyrir jól...

Lepre | 18. sep. '19, kl: 13:23:18 | Svara | Er.is | 0

Ömurlegt að heyra. Ég hef samt heyrt að þjónusta Sýslumanns sé til fyrirmyndar.

kaldbakur | 18. sep. '19, kl: 19:27:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að heyra þetta .

capablanca | 18. sep. '19, kl: 18:45:35 | Svara | Er.is | 0

Vinnumálastofnun er alveg sér á báti neð viðmót....það er ekki eðlilegt að maður fær kvíðakast þegar maður fær meldingu um að maður hafi fengið skilaboð frá þeim inn á mínum síðum...eða þurfa að fara niður a skrifstofu til að hitta gulltrúa. Engin stofnum á Íslandi er þannig nema vmst.

stofuskapur | 18. sep. '19, kl: 23:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er Þetta ekki orðið eithvað breytt? Ég hef verið a atvinnuleysisbótum síðan í byrjun Des 2018 og fæ alltaf ágætis viðhorf hjá þeim sem vinna þarna.

Auðvitað sýna þeir aðhald, Örugglega hellingur af fólki að svíkja út bætur með þvi að vinna svart samhliða að fá atvinnuleysisbætur. Sem dæmi hef ég verið kölluð tvívegis niðureftir með 1 dags fyrirvara og farið yfir hvort ég sé að sækja um vinnur & sé virk en yfirleitt bara fínt viðhorf og ráðgjafar/fulltrúar vilja allt fyrir mig gera

Eina sem böggar mig eru námskeiðin, mistilgangslaus en þetta eru bara reglunar sem maður samþykkir og ekki fulltrúum vmst að kenna & jú það er líka ömurlegt að við fáum útborgað fyrsta virka dags hvers mánaðar sem í sumum tilfellum er 3 virki dagur í mánuði.

kaldbakur | 18. sep. '19, kl: 21:00:51 | Svara | Er.is | 0

Það er alveg augljóst að heilbrigðiskerfið okkar er helsjúkt.
Okkur sem höfum borgað inná þetta kerfi með sköttum, lífeyrisiðgjöldum, sjúkrasamlagsgöldum og öðrum gjöldum er vísað frá þegar á reynir.
Allt ríkiskerfið brestur:
1. Heilsugæslustöðvar.
2. Landsspítali Íslands Háskólasjúkrahús LSH
3. Bráðamóttaka LSH vegna húsnæðisskorts (fræaflæðivanda til nr 2 hér að ofan).
4. Hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

Ef einhver kvartar þá er hann blásinn niður.
"Normið" er að folk eigi bara að sætta sig við lélega þjónustu.
:Það sorglega við þetta allt að hér er fyrst og fremst um stjórnunarvanda að glíma.
Sífellt aukið skattfé almennings er ausið í þetta vonlausa heilbrigðiskerfi.
Skelegga stjæornendur þarf að ráða til að styra LSH. Uppsagnir eru nausynlegar.
Bjóða þarf út ýmsa þjónustu LSH til að fá samkeppni.
Setja þarf sjúklinginn og hanns þarfir í forsæti.

Júlí 78 | 19. sep. '19, kl: 09:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki með heilsugæslustöðvarnar. Hefur ekki eitthvað batnað þar? Mér finnst það framför að fólk getur farið á milli heilsugæslustöðva, er ekki endilega bundið við að vera á þeirri heilsugæslu þar sem það býr. 
sjukra.is - skýrsla síðan í ág. 2018: 

"Breytt skráning á heilsugæslu
Í árslok 2016 voru allir einstaklingar sem áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu skráðir með
heilsugæslu. Skráðir einstaklingar á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs 2017 voru
204.009. Sú breyting var tekin upp með nýju fjármögnunarmódeli að einstaklingar geta valið þá
heilsugæslustöð sem hentar þeim best, en eru ekki bundnir við að vera skráðir á þá stöð sem næst er
þeirra heimili. Einstaklingar innan sömu fjölskyldu þurfa ekki allir að vera skráðir hjá sömu
heilsugæslustöð heldur geta þeir verið skráðir þar sem best hentar vegna búsetu, vinnu eða skóla. Sett var upp form í Réttindagátt einstaklinga á heimasíðu SÍ www.sjukra.is þar sem einstaklingar gátu
breytt sinni heilsugæslustöð á einfaldan hátt. Einnig var hægt að óska eftir því við heilsugæslustöð að
skráningu væri breytt. Um 18 þúsund manns nýttu sér þennan möguleika og breyttu skráðri
heilsugæslustöð hjá sér árið 2017. Mestu tilfærslurnar milli stöðva tengdust opnun nýrra
heilsugæslustöðva en tæplega 6.000 manns færðu skráningar sínar yfir á þessar nýju stöðvar þegar
þær opnuðu ásamt því að skjólstæðingar tveggja sjálfstætt starfandi heimilislækna (3.000 manns) fóru
með sínum læknum yfir á nýja stöð."Núna er kominn hvati til að heilsugæslustöð reyni að halda í þá sem eru skráðir hjá þeim:


"Nú er rúmt ár liðið síðan nýtt fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu var
innleitt. Fjármögnunarkerfið byggir á því að fjármagn til rekstrar hverrar stöðvar á að endurspegla
þann skjólstæðingahóp sem heilsugæslustöðin þjónar. Fjármagnið fylgir einstaklingnum þannig að ef
einstaklingur ákveður að breyta sinni skráningu og fara á aðra heilsugæslustöð þá færist fjármagn á
nýja stöð."


En reyndar hefur mér eiginlega alltaf þóttt skrýtið hér á höfuðborgarsvæðinu að það getur verið langur biðtími eftir lækni á dagvinnutíma. Það er næstum eins og kerfið sé hannað þannig að fólk þurfi að borga sem mest, fara á síðdegisvakt eða á Læknavakt. Því ég held að flestir geti ekkert beðið með að fara til læknis í einhverja viku eða vikur ef það á annað borð þarf að fara til læknis. Annað sem mér finnst skrýtið, það er eins og það sé einhver tregða með rannsóknir að læknar vilji spara fyirr ríkið! Ég til dæmis bað eitt sinn um mælingu á D vítamíninu hjá mér, reyndar ekki út af neinu sérstöku en vildi vita hvernig staðan á því væri hjá mér. Ég þurfti heilmikið samtal við lækninn til að hann samþykkti að láta mæla þetta hjá mér! Hann talaði um kostnað! Ég ætlaði alveg að borga, en sjálfsagt kannski tekur ríkið þátt í kostnaði. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ameríska kerfið sé betra, að maður þurfi að borga einhverjar sérstakar sjúkratryggingar til að fá almennilega þjónustu. Mér finnst a.m.k. að kerfið ætti að vera þannig að fólk væri hvatt til að fara í alls konar rannsóknir öðru hvoru svona til að hægt sé að fyrirbyggja sjúkdóma á byrjunarstigi en að kerfið sé ekki þannig að ekkert sé spáð í fólk nema það sjálft panti tíma hjá lækni og biðji um einhverjar rannsóknir. https://www.sjukra.is/media/skyrslur/heilsugaeslan-a-hofudborgarsvaedinu.-breytt-fyrirkomulag-fjarmognunar.pdf

kaldbakur | 19. sep. '19, kl: 09:34:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí. Fróðlegt þetta sem þú skrifar. Ekki vissi ég að folk gæti valið sér heilsugæslustöð.
Og svo hitt að það sé talið að það sé samkeppni milli heilsugæslustöðva að fá til sín sjúklinga.
Mín heilsugæslustö sem ég hef notað í um 40 ár var frábær.Var með tvö börn og við svo tvö fullorðin.
Engir alvarlegir sjúkdómar held ég en bara alltaf góð þjónusta.
Nema að núna sé ég mikla brerytingu. Þjónustustigið lakara í afgreiðslu en ég held að læknar séu fínir.
Ég þrufti að fá lyf og hef getað látið símsenda og ekkert mál Var reyndar smurðara hér áður kom fyrr fannst mér.
En núna sagði einhver í afgreiðslunni að þeir væru hættir að taka við símapöntun folk ætti að fara inná Heilsuvera.is
Ég slapp þó fyrir horn í þetta sinn. Til að komast inná heilsuvera.is þarf rafræn skilríki íslykill sem gengur inná allsonar síður á ISLAND.is er ekki nóg.
Svo þegar ég kannaði þetta þá er heilsugæslan ekkert búin að loka fyrir símaafgreiðsly lyfja, starfmaðurinn virðist bara hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér að svara svona !! Þetta tel ég vera hluta af stjórn- og agaleysi hjá heilsugæslunni. Ég veit ekki hvort aðrar heilsugæslur eru að hvetja folk til að fara inná heilsuvera.is og panta lyf eða ætli sér að loka fyrir venjulega sæimaafgreiðslu. Ég vil fullyrða að fjöldi af fólki ræður ekkert við að fá afgreiðslu í gegnum tölvu og á jafnvel enga tölvu !
Þetta finnst mér nú bara vera augljóst dæmi um þjónustuleysi og að heilsugæsla eða að minnsta kosti sumir starfsmenn skilji ekki fyrir hverja þessar stofnanir eru.

Júlí 78 | 19. sep. '19, kl: 10:02:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kannski vantar fólk á þína heilsugæslu, enginn til að taka við símalyfjaendurnýjanir!..En mér finnst skrýtið ef það er bara bent á heilsuvera.is til að fá lyfjaendurnýjun. Það er fullt af fólki sérstaklega gömlu fólki sem notar ekkert tölvur! Er þá ætlast til að ættingjar sjái um þau mál fyrir það? Annars, það var nú bara ég sem sagði svona, mér finnst það orðið hvati til að reyna að halda í sjúklinga þegar að fjármagnið fylgir einstaklingnum (sem er nýtt). Ef einstaklingur ákveður að breyta sinni skráningu og fara á aðra heilsugæslustöð þá færist fjármagn á nýja stöð. Bara jákvætt það, þá hlýtur þjónustan að batna á þessum heilsugæslustöðvum.

kaldbakur | 19. sep. '19, kl: 10:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég býst við að einhverjir sem stjórna heilsugæslustöðinni haldi að það sé hægt að láta fólk hafa fyrir sinni afgreiðslu sjálft líkt og hraðbankar og nú síðast sjálfsafgreiðsla æi búðum. En þó að það séu komnir heimabankar og hraðbanka þá getur fólk enn farið í bankann og fengið afgriðslu og þannig er það líka í búðum. Ég sæe ekki að heilsugæsla geti lokað fyrir símaafgreiðslu lyfja.

Því miður þá er bara eitthvað mikið að heilbrigðiskerfinu okkar. Kerfið sogar til sín æ meira fé og þjónustan versnar.

Júlí 78 | 19. sep. '19, kl: 11:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sjálfsagt einhver sem stjórnar hverri heilsugæslu fyrir sig. Ríkið leggur til fjármagn eftir fjölda sjúklinga og kannski einhverju fleiru en stjórnar ekki nákvæmlega hvernig heilsugælunni í þínu hverfi útdeilir peningunum. Prófaðu að ræða við einhvern stjórnanda í þinni heilsugæslu. Væri fróðlegt að heyra svörin frá honum, hvort hann (stjórnandinn) ætlist virkilega til þess að þú og bara allir yfirleitt fáir lyfjendurnýjun inn á heilsuvera.is  Þú sérð hérna yfirmenn, virðast vera kallaðir svæðisstjórar
https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/stjornun-og-skipulag/#Tab1

kaldbakur | 19. sep. '19, kl: 11:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já takk gott að hafa nafnið þarna á listanum
Ég bað reyndar um viðtal en þessi yfirmaður (svæðisstjóri) var ekki við.
Þeir telja mig eflaust kolruglaðann að vera að kvarta - en ég hef nú aldrei sett úr á neitt þarna í yfir 40 ár.
Ég held að folk láti yrirleitt bjóða sér allt og kyngja þessu bara.

Vinur minn sem ég var að segja frá fékk það í gegn að sérfræðingur frá LSH hafði samband við hann bara vegna þess að hann lét þá ekki valtra yfir sig held ég bara.
Fólk á ekki að láta bjóða sér hvað sem er - við eigum vissan rétt á þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu - búin að borga það með sköttum okkar.

leonóra | 19. sep. '19, kl: 19:59:18 | Svara | Er.is | 0

Hljómar í fréttunum eins og meginvandamál spítalans sé skortur á hjúkrunarfræðingum.  Mér finnst ég hafi heyrt um þennan skort árum eða áratugum saman.  Ég hef jafnlengi furðað mig á því hversvegna inntökuskilyrðum er ekki breytt og eitthvað gert til að laða fólk að náminu og fjölga þannig í stéttinni. Það er bara vælt um endalausan skort og lélegum launum kennnt um að áhugi er ekki meiri fyrir náminu.  Stundum getur verið launalega hagkvæmt fyrir stéttir að hafa skort og skorturinn gerir mikilvægið augljósara og beittara.  Mér er farið að finnst skítalykt af þessum endalausa skorti og endalausu vandamálum hjá stéttinni án þess að heyra um úrlausnir.  Er ekki hægt að flytja inn hjúkrunarfræðinga í meira mæli en gert er svo spítalinn fari ekki á hvolf ?

kaldbakur | 20. sep. '19, kl: 11:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held að .það geti verið eitthvað til í þessu sem þú ert að segja, áratuga væl um sömu hluti.
Það þarf agefa kost á ýmissi ð hafa þor til að breyta í þessu rekstri ríkisspítalans LSH og ja aðrar ríkisstofnanir sem eru ekki að ganga upp þjónustulega og fjárhagslega.
Það eru eflaust margar ástæður fyrir vanda LSH, en ég held að þar sé stjórnunarvandi st+óra málið. Stjórnunin nær alveg upp til ráðherra og ríkisstjórnar og niður í deildarstjóra og aðra yfirmenn. Rekstarformið þarf að endurskoða og gefa kost á ýmissi aukaþjónustu eins og t.d. liðskiptaaðgerðum hjá innlendum aðilum eins og t.d, Klínikinni eða öðrum sem gætu jafnvel verið í vertöku hjá LSH.
Leysa verður vandann hvernig sem farið er að því.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
fatamerkimiðar 3stelpur 23.8.2012 27.10.2020 | 21:36
Drasl vefur og drasl stjórnendur? Hr85 24.10.2020 27.10.2020 | 09:14
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 26.10.2020 | 22:10
"Vetrarhátíðin" jólin Hr85 23.10.2020 26.10.2020 | 21:48
Eyðilegging á vefnum bergma 25.10.2020
Mósesbók Kingsgard 15.4.2020 25.10.2020 | 11:44
Umingja Reykjavíkurborg. kaldbakur 13.4.2020 25.10.2020 | 11:43
Jarðgöng út í Vestmannaeyjar. Svarthetta 24.7.2020 25.10.2020 | 11:38
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 25.10.2020 | 11:36
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 25.10.2020 | 11:34
Skemmd umræða... einhver...??? KollaCoco 24.10.2020 25.10.2020 | 03:02
Þrif á fúgum milli flísa bergma 25.10.2020
Er Bland.is treystandi? Hauksen 24.10.2020
Litlar ferkantaðar pönnur Dr K 24.10.2020 24.10.2020 | 18:52
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 24.10.2020 | 18:32
ESB og bræðrafélag eru ekki að vermda sem sem eru öðruvísi æ kaldbakur 4.6.2020 24.10.2020 | 18:24
bland dautt eða ekki ?? tlaicegutti 24.10.2020
fæðingarstund - skráning bjork77 24.10.2020
Bake 100 septillion cookies in one ascension. galvin 24.10.2020
GG lagnir esj 23.10.2020 24.10.2020 | 00:29
Kaupa út meðeiganda engifer7 22.10.2020 24.10.2020 | 00:29
123dekk.is þekkir einhver þessa síðu og reynslu ? hallsorh 9.7.2018 23.10.2020 | 18:26
Vöðva æxli í maga janefox 23.10.2020 23.10.2020 | 17:42
Vatnsskemmdir í vegg Dannibjorn92 22.10.2020 23.10.2020 | 11:04
Getur eh frætt mig um að vinna með atvinnuleysisbótum? nunan 23.10.2020
Innanhússarkitekt/hönnuður/ráðgjafi krisskrass 30.6.2019 22.10.2020 | 23:12
Breyta húsnæði. Hefur einhver reynslu Mayla 20.10.2007 22.10.2020 | 22:40
Sýnataka mugg 22.10.2020 22.10.2020 | 13:05
Seroxat Gunnhildur Joa 22.10.2020
Maki þarf umönnun engifer7 22.10.2020 22.10.2020 | 07:28
Test hmmm joning 21.10.2020
Umræðan í steik Hauksen 21.10.2020 21.10.2020 | 20:06
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 21.10.2020 | 09:04
Leigusalar Eitursnjöll 7.7.2011 20.10.2020 | 21:31
Járn fyrir hansahillur kolbeinnk 10.6.2015 20.10.2020 | 18:38
það er blessuð blíðan víðsvegar um heim ert 19.10.2020 20.10.2020 | 14:42
Hjálp...teikniborð fyrir Grunnteikningu. Púllarinn 28.8.2007 20.10.2020 | 13:34
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 19.10.2020 | 17:15
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 19.10.2020 | 01:59
1984 email geislabaugur22 19.10.2020 19.10.2020 | 01:47
Bland? ert 18.10.2020
Eignast barn með gjafasæði Lavender1 25.9.2018 18.10.2020 | 17:08
Að merkja föt og dót fyrir grunnskólabarn.. HonkyTonk Woman 13.8.2013 18.10.2020 | 12:47
Merkimiðar í föt YAY 10.3.2011 18.10.2020 | 11:34
merkimiðar á föt es3 14.4.2010 18.10.2020 | 11:34
Leiguskjól - Reynsla? samdpol 18.10.2020
Hvað er fólk að borga i hùssjòð kristján30 18.10.2020 18.10.2020 | 11:23
Nafnamerkingar á barnaföt haustsala 15.11.2018 18.10.2020 | 11:16
Getið þið uppfrætt mig hvað fólk borgar í hússjóð ? isbjarnamamma 10.5.2019 18.10.2020 | 11:11
merkimiðar í föt á leiksóla ? miss sunshine 20.8.2008 18.10.2020 | 11:01
Síða 1 af 34196 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, joga80, krulla27, rockybland, flippkisi, anon, MagnaAron, ingig, vkg, Bland.is, tinnzy123, superman2, aronbj, Gabríella S, mentonised, Krani8