Þrjú börn á næstum fjórum árum?

rosamama | 9. júl. '16, kl: 09:13:37 | 969 | Svara | Er.is | 0

Já setti þetta líka á barnið en það er svo lítil hreyfing þar. 


Hefur einhver reynslu af því að eiga börn svona ört? (Erum við hjónin brjáluð að íhuga þetta?)
Við eigum tvö börn núna, eitt og hálft ár á milli. Gætum alveg hugsað okkur að hafa tvö- tvö og hálft ár á milli nr 2 og 3. Is it madness?

 

niniel | 9. júl. '16, kl: 09:18:30 | Svara | Er.is | 2

Ég á þrjú á þremur á hálfu ári. Já, það er madness. Samt alveg gaman líka stundum og ýmsir kostir sem fylgja því að hafa alla á svipuðum aldri. En það fylgir þessu gífurlega mikil vinna, áreiti, þvottur, drasl og skipulag a.m.k. fyrstu árin.

rosamama | 9. júl. '16, kl: 09:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hversu mikil breyting var að bæta þriðja við?

niniel | 9. júl. '16, kl: 09:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fékk tvö í einu svo ég þekki það ekki :) Breytingin frá einu í þrjú var auðvitað gífurleg og það er eiginlega allt búið að vera á öðrum endanum síðan ;)

rosamama | 9. júl. '16, kl: 09:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú meinar það ;). Mér fannst nefnilega mikil breyting úr einu í tvö. Hér er svo sem allt á "öðrum endanum" en gengur samt og gengur vel. Þannig við vorum að pæla hvort það væru svo mikil viðbrigði að bæta við fyrst við erum vön því að vera á þönum heh.

niniel | 9. júl. '16, kl: 09:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki það auðvitað ekki að hafa tvö. En myndi ekki vanmeta það að fara úr því að vera "maður á mann" yfir í að vera færri en börnin, mér finnst stundum eins og það sé alltaf einhver að bíða eftir hjálp/athygli/gera eitthvað af sér. (Nú er ég t.d. búin að standa 4x upp frá því að skrifa þetta svar, og ekki komin lengra en hingað!)

Aðalatriðið sem mér finnst erfitt/leiðinlegt er kannski að allt áreitið og puðið sem fylgir því að sinna börnum, heimili, vinnu/skóla þegar þau eru svona mörg og öll svona lítil tæmir algerlega tankinn með reglulegu millibili. Og það er mjög erfitt að vera foreldrið sem maður vill vera þegar maður á enga orku eða þolinmæði eftir :/

En það er ekki þar með sagt að þetta sé ekki oft skemmtilegt líka og ég held að þeim muni finnast skemmtilegt að hafa alist upp svona þétt saman. Vonandi, allavega ;)

Kaffinörd | 10. júl. '16, kl: 10:04:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á það ekki bara við um barneignir almennt ?

bogi | 10. júl. '16, kl: 11:32:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mikill munur á því að vera með eitt lítið barn og þrjú -

Allegro | 9. júl. '16, kl: 09:23:53 | Svara | Er.is | 4

Persónuleg finnst mér líka mikilvægt að hafa í huga hvort maður nái að njóta barnanna,  ásamt því að sinna þeim vel, jafnvel eiga líf sjálfur. 

rosamama | 9. júl. '16, kl: 09:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já algjörlega :)

fálkaorðan | 9. júl. '16, kl: 11:46:00 | Svara | Er.is | 3

3 á 3 árum og 5 mánuðum hérna.

Það er klikkun og ég mæli ekki með því, mindi aldrei plana þetta svona.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ziha | 9. júl. '16, kl: 17:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki til 2 fjölskyldna þar sem elsta var rúmlega 2 ára þegar börnin voru ordin 3.....þad var bilun!

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Silaqui | 9. júl. '16, kl: 12:20:09 | Svara | Er.is | 2

Fyrir utan álag á fjölskylduna og sambandið að eiga börnin svona þétt saman er þetta gríðarlegt álag á líkama konunar. Líkur á allskonar meðgöngukvillum aukast tölvert og líkaminn á erfiðara með að takast á við seinni meðgöngur vegna þess að hann er ekki búinn að jafna sig eftir þær fyrri. 
Það gæti auðvitað verið í fínu lagi með þig en hafðu þetta samt í huga. Svo lengi sem þið eruð ekki að falla á tíma með barneignir og bara verðið að eiga þrjú börn myndi ég alls ekki mæla með þessu.

bogi | 9. júl. '16, kl: 12:38:43 | Svara | Er.is | 0

Ég á þrjú á fimm árum. Það tók verulega á á tímabilum en þetta er allt að róast og verða nokkuð þægilegt (elsti að detta í 10 ára).

Kostur samt að þau séu öll á svipuðum stað. Ég skipti á bleium á hverjum degi í um 8 ár - og síðasta snuðið hvarf fyrir 6 mánuðum. Þetta var bara hluti af daglegu lífi og það var meira eftir á sem streitueinkennin komu fram. Að það er auðvitað ekki bara tengt börnum - flókið samspil vinnu, skóla, fjölskyldu osfr.

stjarnaogmani | 9. júl. '16, kl: 17:10:56 | Svara | Er.is | 1

Mér fyndist það bilun sérstaklega þegar þarf að ferma með stuttu millibili eða tannréttingar og útskrift úr framhaldsskóla

Brindisi | 13. júl. '16, kl: 10:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok þú ert að djóka? er alveg sammála með bilunina.....en mér finnst það almennt um barneignir :) en maður lætur ekki mögulegar fermingar, tannréttingar og útskriftaveislur stoppa sig

Felis | 9. júl. '16, kl: 19:08:11 | Svara | Er.is | 2

Líkamlega myndi ég segja nei.
Hjá mér voru ca. 4 mánuðir milli meðgangna, fræðin segja að 18 mánuðir sé mun betra bil fyrir líkamann og allt.

Ég er ekki búin að fæða seinna barnið svo að ég ætla ekki að dæma um erfiðleikana sem fylgja því en það er fokk erfitt að ganga með barn þegar maður er með annað lítið (hvað þá tvö lítil).

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

rosamama | 10. júl. '16, kl: 08:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já hah. Man hvað ég var ánægð þegar eldra barnið fór að ganga sjálft (um 6 mán á milli meðgangna hér), var með barnið heima alla meðgönguna. Yngra barnið er orðið eins árs svo þriðja meðgangan yrði allt öðruvísi, styttist í þessa 18 mánuði á milli, geri ekki ráð fyrir því að verða ólétt hviss bæng búmm.                                                                  
Það kom mér á óvart hvað það var fljótt að komast í rútínu að vera með ungt barn og ungabarn saman. Vona að það gangi vel hjá þér :)  

Felis | 10. júl. '16, kl: 10:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sko ef þið hafið rætt þetta og eruð á sama stað með þetta og meðgöngurnar hafa gengið vel hingað til þá bara go for it.

Ég held að það sé að mörgu leyti gott að klára barneignir á stuttum tíma - ef maður hefur heilsu í það.

Ég semsagt hef mestar áhyggjur af því að komast í gegnum meðgönguna og minni áhyggjur af því sem eftir kemur. Það verður vinna en maður verður amk ekki lengur fangi í eigin líkama

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

littleboots | 9. júl. '16, kl: 19:24:35 | Svara | Er.is | 0

Áts.

Blind | 10. júl. '16, kl: 04:32:44 | Svara | Er.is | 2

Ég eignaðist fyrstu 3 börnin á tæpum 3 árum. Elsti átti 2 mánuði í 3 ára afmælið sitt þegar þriðja barnið fæddist. Þetta var alveg smá strembið en gekk samt ótrúlega vel. Eignaðist reyndar 5 börn á 8 árum og fannst meira krefjandi þegar börn nr 4 og 5 komu en það eru 2 ár á milli þeirra.

rosamama | 10. júl. '16, kl: 08:18:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að hoppið frá tveimur börnum í þrjú. Hvernig var það? Mátt líka senda mér skilaboð ef þú nennir/vilt. Það sem ég hef gúgglað segir að það sé þá fyrst sem þetta verður krefjandi.

ardis | 10. júl. '16, kl: 09:05:25 | Svara | Er.is | 2

Eignaðist 3 straka á tæpum 22 mánuðum, fyrst 1 svo tvíbura. Gekk vel með góðu skipulagi enn vissulega mikil vinna og eyrnabólguvesin hjá öllum. Kostir að allir gátu fylgst að í öllu, sömu áhugamál á sama tíma.

LaRose | 11. júl. '16, kl: 07:34:26 | Svara | Er.is | 0


Ég er með 8 ár á milli minna tveggja; yngri er 2 ára og ég var að fá mér hormónalykkju og nýtt starf.
Myndi ekki meika þetta ;)

rosamama | 11. júl. '16, kl: 07:49:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það er misjafnt hvað fólk vill ;)

Hellcat | 11. júl. '16, kl: 10:10:16 | Svara | Er.is | 0

Sumir vilja eiga mörg börn og eru gerðir fyrir líf í stórri fjölskyldu svo ég ætla ekki að fara að segja ókunnri konunni hvað hún eigi að gera til að öðlast lífshamingjuna :)
Það eina sem ég get gert er að segja frá minni reynslu af fyrirbærinu sem barn í svona fjölskyldu og svo sem foreldri með stutt á milli.
Þetta er gaman en erfitt, maður gerir ekkert annað en að vera uppalandi og foreldri. Ég hef séð nýbakaðar mæður ætla sér að halda í starfsframa og háskólanám með vinnu og það er algjör bilun með mörg lítil. Það að ala upp þrjú lítil börn er full-time job sem sumir fíla en aðrir ekki. Ef þig langar að eiga mörg börn um ævina þá er líklega best að vinna í því með barneignum en ef þig langar bara í þrjú börn og hefur enn nóg tíma þá hafa margir líka talað fyrir því að dreifa ánægjunni af því að ala upp örverpi seinna. Maður sinnir mun meira einu ungbarni í einu en hópurinn fær örvun og samkeppni frá hvert öðru. Það skiptir öllu máli hvað maðurinn þinn tekur mikinn þátt á heimilinu, hvort þið hafið efni á barninu og hversu mikla hjálp þið getið fengið frá öðru fólki.
En þegar öllu er á botninn hvolft þá skaltu eignast barn ef þig langar til þess. Eftirsjá eftir barni sem aldrei kom er hræðileg tilfinning á meðan þú munt aldrei sjá eftir að hafa átt þann einstakling sem bætist í fjölskylduna. Gangi þér vel <3

ibo2 | 15. júl. '16, kl: 10:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Langar samt að benda á að það að eiga mörg lítil börn og stunda háskólanám þarf ekki að vera ómögulegt. Sjálf á ég 4 börn á aldrinum 7 mánaða til 8 ára og á þeim tíma sem þau eru lítil er ég búin að ljúka tveimur meistaragráðum. Ég skrifaði báðar meistararitgerðirnar mínar með ungbarn mér við hlið (2013 og nú í vor 2016). Fyrir mig passaði einstaklega vel að vera í námi og eignast börn á meðan. Ég var líka í vinnu á meðan. Maður þarf bara mjög mikinn áhuga og mjög mikla skipulagningu og þá getur allt gerst.

nurgisa | 11. júl. '16, kl: 17:32:10 | Svara | Er.is | 0

Ég á þrjú á rúmum 4 árum, 19 mánuðir á milli elstu og mið (2 skólaár) og svo rúm 2,5 ár milli mið og yngsta (3 skólaár). Myndi ekki kalla þetta madness en auðvitað getur þetta verið erfitt á tímabilum en á móti alveg yndislegt og skemmtilegt.

Þau eru 16 mánaða , næstum 4 ára og 6 ára í lok árs núna og mér finnst þetta verða skemmtilegra og auðveldara með hverjum deginum (á eflaust eftir að taka þetta til baka á unglingsárunum ;) )

smbmtm | 13. júl. '16, kl: 13:31:52 | Svara | Er.is | 1

Myndi aldrei geta þetta,,,, úff verð bara þreytt við tilhugsunina,, er með eitt lítið og það er bara meira en nóg:) Hugsaðu líka út í eitt þú gætir lítið unnið nema með miklu púsli,,, er fjárhagsstaðan góð hjá ykkur... gangi þér vel með það sem þú ákeður :)

rosamama | 13. júl. '16, kl: 13:45:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjárhagsstaðan er ágæt hjá okkur, í raun þarf ég ekki að vinna. Ekki að ég stefni á að vera heimavinnandi húsmóðir, bý svo vel að eiga mann sem ber jafna ábyrgð á börnunum okkar, líka vinnulega séð. En takk :)

ibo2 | 13. júl. '16, kl: 14:23:23 | Svara | Er.is | 1

Við eignuðumst fyrstu þrjú börnin okkar á 4 og hálfs árs tímabili. Elsti var 2,5 ára þegar barn 2 kom. Barn 2 var 22 mán þegar barn 3 kom. Þetta var smá erfitt á kafla, en alveg þess virði eftir á. Við eigum fjögur börn núna, barn 3 var 3,5 ára þegar hann fæddist. Heilt yfir eru þau því 4 á 8 árum. Elsti er 8 ára núna en verður 9 ára í lok nov. Yngsti verður 1 árs í byrjun des. Mér finnst rosa gaman að eiga mörg börn á líkum aldri. Þau eru núna 7 mán, 4 ára, 6 ára og 8 ára. Þau eru oftast mjög góðir vinir en miðjubörnin tvö sem eru stelpur rífast frekar mikið eins og reyndar er oft systkina siður. Mér fannst mjög gott að nýta tímann meðan ég var í námi til að eignast börnin. Var svo í hlutastarfi með. Ég er núna byrjuð að vinna fulla vinnu úti og maðurinn minn í fæðingarorlofi þar til yngsti kemst til dagmömmu í ágúst. Matarreikningurinn á heimilinu er afar hár með svona mörg börn en ætli það sé ekki barna normal :)

Grílan | 15. júl. '16, kl: 09:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eigum 3 börn á 3 árum og 2 mánuðum. Var stundum erfitt, en gekk oftast vel. Fannst erfiðast að fara með alla út úr húsi þegar þau voru litil. Eru nuna stelpa 11 verða 12, strákur og stelpa að verða 9. Dæturnar reyndar alveg að gera mann gráhærðan þær geta rifist svo mikið. Synist á öðru innleggi eins og svona sé kannski oft með stelpur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
Síða 5 af 47814 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, annarut123