Þunglyndi

doej68579 | 28. jan. '20, kl: 22:50:23 | 197 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver reynslu af þunglyndi hér? Ég hef prófað mörg lyf og er á lyfi sem virkar ágætlega en það er eins og lyf nái aldrei algjörlega fyrir þunglyndið. Ef þú hefur verið í sömu sporum og ég, hvað gerðir þú sem hjálpaði?

 

TheMadOne | 28. jan. '20, kl: 22:56:40 | Svara | Er.is | 2

Hreinskilningslega... lærði að lifa með því.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

doej68579 | 28. jan. '20, kl: 23:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er það bara þannig... óttaðist það.

TheMadOne | 28. jan. '20, kl: 23:17:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hjálpaði mikið þegar ég gat sett það í samhengi að þetta væru brengluð boðefni en ekki að fólk væri að gera mér eitthvað eða vera viljandi leiðinlegt við mig. Að komast út úr fórnarlambs tilfinningunni var ótrúlegur léttir.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

doej68579 | 28. jan. '20, kl: 23:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er fastur í fórnarlambs bullinu, sjálfsvorkunn, gremju og sárindum. Mig langar að komast út úr því.

TheMadOne | 28. jan. '20, kl: 23:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki sjálfgefinn partur af þunglyndinu þó að flestir séu fastir í því. Það sem gerðist hjá mér var að ég fór að taka eftir að ég var að bregðast kjánalega við aðstæðum sem buðu ekkert upp á það. Ég hugsa að Huglæg Atferlismeðferð gæti hjálpað þér. Ég get dílað við þunglyndið en ég kann ekkert á stress eða kvíða, ég þyrfti að læra það frá byrjun svo að ég er ekkert með lykilinn að lífshamingjunni.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

doej68579 | 29. jan. '20, kl: 00:03:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég glími við sjálfshatur og hef gert mjög lengi. Virðist ekki koma mér út úr því.

TheMadOne | 29. jan. '20, kl: 00:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu farið á HAM námskeið?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

doej68579 | 29. jan. '20, kl: 00:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei...

TheMadOne | 29. jan. '20, kl: 00:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hægt að kaupa kennslubækur um það og er kennt í hóptímum á stöðum eins og reykjalundi, geðdeild landspítalans og stærri sálfræðistofum eins og kvíðameðferðarstöðinni. Þetta kennir manni að "hafa vit fyrir" þessum stanslausu, ósjálfráðu hugsunum sem maður notar til að rífa sjálfan sig niður. Þetta virkar og er sennilega það sniðugasta sem hefur komið upp í sálfræði í nútímanum en maður verður að vinna vinnuna. Í staðinn fyrir að einhver annar segi manni hvernig maður á að hugsa þá fær maður verkfærin sjálfur í hendurnar.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

BjarnarFen | 29. jan. '20, kl: 04:08:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannast við þetta Helvíti, ekki gaman. Nokkur ráð...
Fyrigefa sjálfum sér fyrir það sem þú hatar þig fyrir. Það geriru alveg einsog foreldri fyrigefur barninu sínu. Ekki mögulegt nema þú vitir að það gerist ekki aftur.  ----  Erfiður andskoti.

Breita sjálfum sér til hins betra. Eða einsog Konfúsíus sagði; Maðurinn sem flytur fjallið, byrjar á að færa til litla steina. Auðvellt að byrja. En, galdurinn er að hætta ekki.

Að koma sjálfum sér af háa hestinum. Þú ert ekki ofurmenni, berðu þig saman við venjulegt fólk. Þannig sérðu þig í réttara ljósi.

Varastu sjálfsgagnrýni, ekki einblína bara á það slæma. Mundu það besta við þig og mundu það með stolti.

Annars líður mér alltaf best þegar ég er bara sáttur, hvorki meira né minna, bara sáttur, hvorki glaður né dapur. Maður þarf að sætta sig við ýmislegt í lífinu. Stundum þarf maður að sætta sig við sjálfan sig og stundum þarf maður að sætta sig við aðra. En þeir sem draga mann niður, eru best geymdir hjá einhverjum öðrum. Reyndu að umgangast gott fólk og losaðu þig við ruslið sem notar þig eða talar þig niður.

Pericles sagði; Sá sem segir segir sannleikann, þekkir sjálfan sig. Sá sem þekkir sjálfan sig, þekkir kosti sína og galla. Einungis sá sem þekkir gallana sína getur losað sig við þá. Sá sem losar sig við gallana sína stendur aðeins eftir með kosti. Sá sem hefur bara kosti en, enga galla er stoltur af sjálfum sér. Sá sem er stoltur af sjálfum sér er hugrakkur.    ...  og ég bæti við; Það þarf hugrekki til að sigra þunglyndi.

Gangi þér vel.

TheMadOne | 31. jan. '20, kl: 19:53:26 | Svara | Er.is | 1

Ég sé að þú ert búinn að loka reikningnum hérna, mig langar að vita hvort það er allt í lagi.. getur sent mér einkaskilaboð ef þú vilt.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Steina67 | 1. feb. '20, kl: 00:33:54 | Svara | Er.is | 0

Enda eru lyfin hækja, þú àtt að vinna í því sem uppá vantar

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gleðilegan föstudag Twitters 13.3.2020
Hátarlar festingar á loft tlaicegutti 13.3.2020
Skattur dong 13.3.2020 13.3.2020 | 22:44
liðskiptaaðgerð á hné hoppaskoppa 10.3.2020 13.3.2020 | 21:55
Þið sem eruð að missa ykkur í matvöruverslunum landsins Hr85 13.3.2020 13.3.2020 | 21:52
Hvert fer maður í skoðun fyrir Covid-19 hallicool55 13.3.2020 13.3.2020 | 21:11
Smávægileg verktakalaun rokkari 13.3.2020 13.3.2020 | 18:05
Af hverju eru verð á flugi ekki að lækka vegna Corona veirunnar? karma14 13.3.2020 13.3.2020 | 16:53
Ávinningur af verkföllunum er núll eða minna ! kaldbakur 13.3.2020
Noodle station núðlusúpa uppskrift? ergud 23.1.2011 13.3.2020 | 16:20
Sveigjanleg vinna hobbymouse 13.3.2020
Samkomubann komið í gildi Herra Lampi 13.3.2020
Er Donald Trump með ATHD ? kaldbakur 12.3.2020 13.3.2020 | 05:59
Að fara aftur út á vinnumarkaðinn rósanda 5.3.2020 12.3.2020 | 20:45
Það fyrsta góða og gáfulega sem verkfall hefur gefið af sér hingað til. spikkblue 11.3.2020 12.3.2020 | 19:43
Gömlu buffalo skórnir og HOT skórnir minstrels 11.3.2020 12.3.2020 | 17:42
Frjósemi poppkex 1.3.2020 12.3.2020 | 12:24
Útlitið framundan ? kaldbakur 5.3.2020 12.3.2020 | 12:23
Gleraugu úr tryggingum? Lady S 8.3.2020 11.3.2020 | 22:50
Hvar gerist Benjamín Dúfa? trjástofn 17.5.2011 11.3.2020 | 16:10
Hafið þið heyrt um Testosteron mælingu? CSS 3.2.2013 11.3.2020 | 13:55
Vá er ad fara borga 300.000 inná tetta ógeslega íbúdarsjódalán. karlg79 8.3.2020 11.3.2020 | 01:05
(ekki tengt Corona veiru) en af hverju eru Íslendingar svo rosalega miklir sóðar? spikkblue 9.3.2020 11.3.2020 | 01:01
Mannauðstjórnun HR bokbok2 10.3.2020
Hvað kostar að fara til augnlækni. terrorist 10.3.2020
CBD olía. leonóra 6.3.2020 10.3.2020 | 18:45
Smitast fólk af covid veiru Sessaja 9.3.2020 10.3.2020 | 18:42
Ný Heimsmynd. kaldbakur 9.3.2020 10.3.2020 | 17:18
Skattframtal Svonaerthetta 9.3.2020 10.3.2020 | 17:10
Smita dýr af covid vekrunni? Sessaja 9.3.2020 10.3.2020 | 12:15
Hvar fæst basin wrench hérlendis? karik84 9.3.2020 10.3.2020 | 11:02
Tyrkir stefna flottamönnum frá Sýrlandi yfir til Grikklands og ESB. kaldbakur 1.3.2020 10.3.2020 | 09:45
Er að leita að barnaplötu febrero 7.11.2017 10.3.2020 | 07:18
Mustang 65 Kristland 9.3.2020 9.3.2020 | 19:59
Hósti nýja vopnið Sessaja 9.3.2020
Covid veiran og matvörur Sessaja 9.3.2020 9.3.2020 | 19:36
Fermingargjafir cambel 5.3.2020 9.3.2020 | 12:17
Hárlitur ofnæmi maja býfluga 6.3.2020 9.3.2020 | 11:44
þjóðbúningur binnsa 8.3.2020 9.3.2020 | 00:16
Gluggatjöld rándýr á Íslandi!!! EarlGrey 7.3.2020 8.3.2020 | 22:57
Sjúkdómatrygging hrlitill 8.3.2020 8.3.2020 | 22:42
Er "Mercury" að trufla líf þitt ? Flactuz 27.2.2020 8.3.2020 | 10:29
Spákonur Flactuz 7.3.2020 8.3.2020 | 10:28
Chrome að virka ílla á bland Walkin 6.3.2020 7.3.2020 | 14:15
öldrunarlæknir kisukona75 7.3.2020
Corona smit Klingon 4.3.2020 6.3.2020 | 13:44
Gagnsemi smokks í hættulegum heimi ? kaldbakur 3.3.2020 6.3.2020 | 13:36
Kínaskák smart10 6.3.2020
goða kvoldið vantar svo rað bilnum okkar var stolið sunnudag nottina kolmar 3.3.2020 5.3.2020 | 21:44
Smá ráð með tekk sófaborð. PassionCheff 3.3.2020 5.3.2020 | 16:52
Síða 3 af 20935 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron