Þungunarhormón lengi að fara eftir missi

Rapido | 5. maí '15, kl: 10:58:19 | 281 | Svara | Þungun | 0

Sælar.

Þið sem hafið misst, hafið þið lent í því að þungunarhormón sé enn að mælast mörgum vikum eftir missinn?

Ég missti fyrir tæpum 14 vikum, þ.e. kom í ljós dulið fósturlát í 12 vikna sónar. Fór í útskaf og svo aftur viku seinna þar sem það náðist ekki allt og ég fékk sýkingu. Er ennþá ekki byrjuð á blæðingum og hef verið að fara í blóðprufur reglulega á seinustu 4 vikum þar sem það mælist ennþá smá þungunarhormón í mér. Það er á niðurleið og mælist varla núna (var 2,5 í síðustu mælingu).

Djöfull er þetta samt ógeðslega pirrandi að geta ekki lokað þessum kafla og byrjað upp á nýtt bara.

Væri áhugavert að vita hvort aðrar hafi lent í svipuðu.

 

rumputuskan | 6. maí '15, kl: 16:53:02 | Svara | Þungun | 1

Þau voru frekar fljót að fara hjá mér en ég missti mun fyrr, var komin tæplega 6 vikur. Mig minnir að þau hafi verið horfin ca 10 dögum eftir að það fór að blæða hjá mér. Ég fékk svo jákvætt egglospróf 3 vikum eftir missinn og varð ólétt þá.

títluskott | 7. maí '15, kl: 10:00:13 | Svara | Þungun | 0

Ég missti miðjan mars, líka dulið fósturlát á 9. viku. Ég þurfti að fara þrisvar á samdráttarlyf og er enn að mælast með þungunarhormón. Fór í blóðprufu fyrir 10 dögum og var þá ca 20 (hafði lækkað úr 80 niður í 20 á rúmlega viku), fékk síðan Primolut og var að klára þann skammt í gær. Ég bara vona að þetta sé að fara niður hjá mér. Þetta er eiginlega búið að vera erfiðara heldur en sjálft fósturlátið því maður er bara að upplifa það aftur og aftur þegar maður er fastur í þessu. Ég tók þungunarpróf í gær og fyrradag og það var mjög dauf lína. Að öllum líkindum er það bara enn gamla þungunarhormónið en maður fer auðvitað að ímynda sér að þetta gæti verið ný þungun.


Vitið þið stelpur með egglosið, kemur það bara þegar gildið er komið niður í núll eða gæti það komið fyrr? Í skoðuninni sem ég fór í fyrir 10 dögum síðan (þegar ég mældist með gildið 20) þá sagði læknirinn að af eggjastokkunum að dæma þá væri ég líklegast ný búin að vera með egglos eða að fara fá egglos. Mér finnst þetta allt svo skrítið eitthvað.

Rapido | 8. maí '15, kl: 15:14:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Mér skilst einmitt á mínum lækni (sem er á Art Medica) að það gerist ekkert fyrr en gildin fara niður í núll, þ.e. ég fer ekkert á blæðingar eða hef egglos fyrr en þetta er alveg farið úr. Mögulega gerist það síðan ekki af sjálfu sér þar sem þetta er búið að taka svo langan tíma og þarf því að koma manni í gang með einhverjum hætti.

Ég er svo sammála þér með hvað þetta er erfitt, á meðan þetta er í gangi finnst mér ég hjakka í sama farinu og ekki ná að loka þessu almennilega. Maður nær ekki núllpunkti fyrr finnst mér upp á að gera einu sinni farið að hugsa um að fara að reyna aftur.

títluskott | 20. maí '15, kl: 13:31:04 | Svara | Þungun | 0

Ég mældist á þriðjudaginn með ca 7 þá eru ca 10 vikur frá missi. Þetta virðist aldrei ætla að fara niður í núll hjá mér :-( langar svo hrikalega að byrja að reyna aftur. Hafið þið heyrt um einhverjar sem hafa farið á pergotime eftir missi þegar þetta tekur svona rosalega langan tíma? Langar svo að koma þessu af stað þegar gildin fara niður í núll.

Rapido | 20. maí '15, kl: 13:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég var einmitt í prufu í gær líka og er með 1,8 - 16 vikum eftir missi. Ég sver það ég fór að grenja eftir símtalið við lækninn :( Það sem máli skiptir (sagði læknirinn þegar hann var að reyna að hughreysta mig) er að þetta er á niðurleið. Vissulega mjög hægri niðurleið en samt á leið niður. Fyrir tveimur vikum var ég með 2,5 þannig að þetta er að gerast rosalega hægt. Ég hef samt þrisvar á þessum 16 vikum fengið einhvers konar blæðingar, síðast í seinustu viku. Hann sagði að mögulega gæti egglos átt sér stað í þessum "hring". Ég ætla allavega að prófa að mæla egglos og fylgjast með.

Hann talaði um við mig að ef ég fer ekki á blæðingar "aftur" eftir ca 4-5 vikur á ég að hafa samband við hann. Líklega upp á að taka þá primolut til að koma þessu af stað. Mögulega pergotime í kjölfarið.

Sem sagt, miðað við úrræðin hjá mér (engin nema bíða) þá held ég að þú verðir bara að bíta á jaxlinn og reyna að þrauka.

Eins fáránlegt og það hljómar finnst mér amk gott að vita að ég er ekki sú eina sem er að lenda í þessu. Læknirinn minn segir líka að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af upp á framtíðina, þó að vissulega sé þetta ömurlegt og krefjist verulegrar þolinmæði.

Gangi þér (og okkur) vel :)

títluskott | 20. maí '15, kl: 16:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er smá huggun að vita af einhverjum öðrum í þessu, manni líður eins og maður sé eitthvað skrítið frávik. Þær uppá LSÍ sögðu reyndar að þetta væri algengara. Það væru bara ekki allar sem væru í svona eftirliti og vissu því ekki af því að hcg væri enn til staðar. Fá e.t.v. blæðingar (sem eru þá ekki eiginlegar tíðarblæðingar tveimur vikum eftir egglos heldur svipaðar blæðingar og Primolutið framkallar) og telja því að þær séu komnar á ról aftur en tíðarhringurinn e.t.v. í smá rugli. Það er alveg smá huggun í því.

Guðjón hjá Lækningu sagði reyndar við mig að ég mætti taka Pergotime þegar ég væri komin niður fyrir 2 og freista þess að fá egglosið af stað þannig. Anna sem er upp á LSÍ vildi hins vegar að ég myndi bíða eftir að fá mögulega egglos sjálf og síðan blæðingar eða þá fara á primalut aftur.Tilhugsunin um slíka óvissu í framhaldi af þessu limbói er bara ekki góð. Finnst ég vera alveg á síðustu dropunum í þessum vítahring þannig að ég er að hugsa um að taka pergotime'ið þegar ég verð komin niður fyrir 2 sem verður vonandi sem fyrst... hefur pergotime ekkert verið nefnt við þig?

Rapido | 16. jún. '15, kl: 10:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hæ títluskott - hvað er að frétta af þér í þessum málum? Fékkstu pergotime?

títluskott | 23. jún. '15, kl: 11:49:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hæ hæ

Blæðingarnar komu að sjálfu sér tveimur dögum eftir að ég fékk mælinguna 5,9 og ég tók síðan pergotime á 3ja degi. Ég reyndar fékk svaka blöðru á eggjastokkinn, 7 cm. Fékk að vita það í gær. Hefur e.t.v. ekki verið sniðugt fyrir mig að taka þetta pergotime með eitthvað hcg í blóðinu. Hver er staðan hjá þér?

Rapido | 25. jún. '15, kl: 13:35:30 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég var að fá staðfest í vikunni að gildin eru komin niður í 0 :) Loksins - ca 20 vikum eftir missi. Fór á blæðingar í síðustu viku og ætla að krossa putta um að ég fari sjálf í gang og fái bara egglos í þessum hring.

Gangi þér annars súpervel :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4874 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie