Tíðahringur eftir fósturmissir?

Erill69 | 5. apr. '15, kl: 09:40:32 | 130 | Svara | Þungun | 0

Ég missti fóstur þann 6.Mars, þá komin tæpar 5 vikur. Fóstrið fór bara að sjálfu sér og í læknisskoðun eftir à leit allt bara mjög vel út. Tíðahringurinn hjá mér er vanalega 26-28 dagar, núna er ég kominn á dag 30 og ekkert bólar á blæðingum, er samt búin að vera með túrverki + aum i brjóstunum í marga daga. Í morgunn kom svo bara pínulítil ljósbrúnleit útferð í nærbuxurnar, en ekkert meira. Geta blæðingarnar farið í algjöra vitleysu eftir fósturmissir? Hvað gæti þetta verið?

 

Life is a mistery ..

sellofan | 5. apr. '15, kl: 10:17:39 | Svara | Þungun | 2

Hormónakerfið getur farið í rugl. Það er ekki óeðlilegt að bíða í 6-8 vikur eftir blæðingum eftir fósturmissi. Samhryggist með missinn. En svo er auðvitað möguleiki á að þú sért orðin ólétt strax aftur, þ.e. ef þú hefur sofið hjá án getnaðarvarna eftir missinn. 

rumputuskan | 5. apr. '15, kl: 23:25:18 | Svara | Þungun | 1

Næsti hringu eftir missi var aðeins lengri en venjulega því líkaminn dettur ekki í rythmann fyrr en eftir að óléttuhormónin eru alveg farin úr kerfinu.

nycfan | 10. apr. '15, kl: 15:46:26 | Svara | Þungun | 0

Ég missti 16 mars þá komin 5 vikur og 4 daga en það var eftir tæknisæðingu og fór í blóðprufu sem sýndi að þetta var alveg farið og ég fékk að taka pergótime. Ég tók egglospróf þennan hring og fékk nánast jákvætt egglospróf á 16dth og fór svo til útlanda og gleymdi prófunum en miðað við allt varð egglos á 16 eða 17 degi og læknirinn minn hélt að hringurinn myndi bara verða eðlilegur miðað við hversu vel þetta hreinsaði sig.
Ég hef lesið að konur séu mjög frjóar eftir missi (sem gerði mig mjög vongóða) svo það er alveg möguleiki að þú hafir orðið ólétt núna eða hringurinn örlítið breyttur eftir missinn.
Miðað við að þetta var skrifað fyrir 5 dögum þá ertu líklega búin að finna út úr þessu. Komu blæðingar eða tókstu próf?

Emiliabh | 10. apr. '15, kl: 19:33:32 | Svara | Þungun | 0

Ég missti i fyrra og það blæddi i nokkra daga (komin 7v.). Byrjaði a reglulegum blæðingum strax eftir að það hætti að blæða eftir missinn. Myndi taka próf og tékka á þessu. Samhryggist með missinn, það er alltaf erfitt :*

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4864 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie