Til hamingju: Icelandair með samninga allra flugliða í höfn

Svarthetta | 27. júl. '20, kl: 14:50:11 | 190 | Svara | Er.is | 0

Þetta er mikill áfangi í vegferð Icelandair við krefjandi aðstæður til komandi ára.
Nú tekur við glíma Icelandair við þá sem eiga í raun flugfélagið, hluthafana.
Eigendur Icelandair eru núna bara við Íslendingar launafólk sem hefur hag af því að geta ferðast milli landa og notið lífsiins við eigum lífeyrissjóðina. Icelandair er líka mikilvægt í farmflutningum milli landa..
En svo kemur að því er skynsamlegt fyrir lífeyrissjóðina að fjárfesta þarna ?
Það er eiginlega bara spurningin um hvort við trúum á sjálfa okkur.

 

darkstar | 27. júl. '20, kl: 15:10:31 | Svara | Er.is | 0

lífeyrissjóðir tapa ef icelandair fer yfir, þannig að þeir moka meiru fé í þetta.

Svarthetta | 27. júl. '20, kl: 15:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já á þá bara að láta Icelandair blæða út ?
Kannski er Icelandair með of mikið á bakinu
Betra að fá nýtt Íslenskt flugfélag ?
Valið hefur reyndar staðið um þetta á Icelandair nokkra framtíð ?

darkstar | 27. júl. '20, kl: 17:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hugmyndin virkar ekki.

það er ekki eins og icelandair fari yfir og nýtt flugfélag verði stofnað og fái allt sem icelandair var með, það er lendingartíma í löndum víðsvegar um heiminn og það, gæti tekið 2-3 ár að gera upp þrotabú icelandair á meðann hefði nýtt flugfélag engann aðgáng að vélum t.d sem icelandair átti né kannski séns á að fá þær því það yrði uppboð og sá sem bíður best fær og á meðann á þessu öllu stendur þá myndu innflytjendur og útflytjendur semja við önnur flugfélög um flutning þannig að nýtt flugfélagð hefði ekkert að gera.

Svarthetta | 27. júl. '20, kl: 19:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lendingartímar skipta engu í dag. Meirihluti flugfélaga farinn á hausinn og nóg af ódýrum flugvélum útum allan heim. Vantar farþega. Og svo eru lönd lokuð.
Flugfélög og allt flug er að breytast. Verður dýrara að fljúga færri farþegar í hverri vél.

darkstar | 28. júl. '20, kl: 12:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lendingartímar skipta öllu máli.

nennir enginn að ferðast og lenda á kvöldin úti, dagurinn ónýtur, vilja allir fara snemma á morgnana og vera helst lentur úti fyrir eða um hádegi ekki um um 10 eða 11 leitið um kvöldið.

nei þessir lendingartímar standa ekki öllum til boða.

vélarnar eru flestar troðfullar, enda nóg af fólki til að ferðast í allar áttir, með ódýrari flugmiðum þá fer maður oftar, t.d smellir sér til spánar eða tene eða á leik í enska

Svarthetta | 28. júl. '20, kl: 22:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að lendingartímar eða aðstaða í flughöfnum skipti máli.
En mikið hefur dregið úr flugferðum um allan heim.

Heathrow Traffic Statistics:

https://www.heathrow.com/company/investor-centre/reports/traffic-statistics

5 - 7 milljónir farþegar fóru mánaðarlega um Heathrow flugvöll í fyrra.
Í júní í ár voru um 350 þús farþegar að fara um flugvöllinn.
Þannig að umsetningin er einungis um 5% af því sem var.

Sennilega verður aldrei jafn mikið um farþegaflug eins og var undanfarið ár.
Það verða gerðar kröfur til færri sæta í flugvélum vegna smithættu af Covid.

ert | 28. júl. '20, kl: 23:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


"Sennilega verður aldrei jafn mikið um farþegaflug eins og var undanfarið ár."
Í alvörunni heldurðu að Covid verði eftir 100 ár og ennþá eftir 1000 ár?
Fyrir 100 árum var ekki til pensilín. 
Þetta er tímabundinn vandi þar til mannkyninu tekst að leysa covid-vandann.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 05:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei Covid verður vonandi ekki eins skæður sjúkdómur þegar bóluefni er fundið
Vonandi verður komið virkt bóluefni uppúr næstu áramótum.

En farþegaflug eins og hefur verið í gangi undanfarin ár held ég að breytist af mörgum ástæðum.
Allt farþegaflug á heimsvísu er í raun eingöngu um 5% af því sem áður var.
Gífurleg breyting á mjög skömmum tíma og gjaldþrot þúsunda fyrirtækja sem þjónustað hafa ferðamannaiðnaðinn er staðreynd. Þúsundum farþegaflugvéla hefur verið lagt og eiga ekki afturkvæmt eru öskuhaugamatur.
Þessi rekstur var ekki umhverfisvænn og verður mjög ólíklega byggður upp aftur eins og áður var.
Það er bara ekkert vit í því að t.d. flokka sorp og taka upp allskonar siði til að bjarga heiminum vegna mengunar og fara síðan í flugferð í sumarfrí eða helgarferð og menga þúsundfalt á einni klukkustund á við allt það sem þú gerir til að koma í veg fyrir mengun á heilu ári.
Þetta gengur ekkert upp.

darkstar | 29. júl. '20, kl: 07:36:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fer allt í fyrra horf, horfa á júní mánuð sem einhvern samanburð er heimska, á þessum tíma var allt lokið, í dag er allt að opnast, ekki bara ísland, öll flugfélög í evrópu eru farin af stað og farin að fljúga á alla áfángastaði.

um og eftir áramót verður þetta allt komið í eðlilegt horf, það er öllum skítsama um global warming, fólk ferðast út um allt enda halda því framm að fólk hætti því í framtíðinni er eins og að segja að fólk fari aldrei í búð aftur.

ef þú heldur að fólk sé allt að hugsa um global warming þá ætla ég að benda þér á að flestir eru ennþá að kaupa bensínbíla og þeir sem eru að kaupa rafmagnsbíla eru ekki að hugsa um að bjarga heiminum, þeir eru að gera það því þeir eru ódýrari í rekstri.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 08:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júní 2020 er tekinn til samanburðar vegna þess að það eru nýjustu tölur og júlí er ekki liðinn enn. Sennilega eru tölurnar verri en að það séu 95% lokun flugvalla nærri 99% kanski réttara ?

Því miður þá virðist ástandið vegna covid vera að versna, Spánn, Þýskaland og nokkur önnur lönd Evrópu eru að fá covid bylgjuna aftur og það er verið að loka á ýmislegt eins og hótel og flug. Þetta er jafnvel að gerast hér á Íslandi. Bandaríkin og öll ríki S-Ameríku eru með mikinn vöxt Covid19 veiru og það sama á við Afríku með yfir 2,5 þús. milljónir íbúa og einnig Indland.

Á meðan ástandið er svona í heiminum þá fara farþegar ekki að streyma í flugferðir. Sennilega verður þessi veirufaraldur ekki yfirstaðinn á næsta ári 2021.
Það tekur í raun ekki nema örtaksstund að stöðva flugfélag, en getur tekið nokkur ár að koma rekstrinum í gang aftur. Það sama á auðvitað við með rekstur hótela og veitingastaða. Þannig
að þegar áfallið dregst á langinn eins og nú er að raungerast með covid veiru faraldurinn þá getur tekið nokkur ár að koma rekstri af stað aftur ef hann er ekki alveg vonlaus bara.

Svo að fólk getur bara verið rólegt og sorterað sorp í 6 - 8 flokka áfram til að bjarga heiminum. Flugferðir og ferðalög til annara landa verða bara ekkert í boði næstu 4 - 5 árin og ef farþegaflug til sumarleyfisferða hefjast aftur þá verður verð farmiða langtum dýrara en var áður.

ert | 29. júl. '20, kl: 08:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


" Flugferðir og ferðalög til annara landa verða bara ekkert í boði næstu 4 - 5 árin"
Hvenær hættir flug til og frá landinu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 09:53:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum kannski ekki að tala um allar flugferðir. Fraktflug, sjúkraflug og allskonar flug á vegum hers eða stjórnvalda mun halda áfram til þeirra landa sem eru þokkalega sett.
Farþegaflug til sumarferða eins og sólarlanda Spánar, Tenerife eða álíka mun ekki verða neitt í líkingu við það sem var. Flugferðir verða ekki jafn ódýrar aftur og nokkrir sigarettupakkar ekki einu sinni pakkaferðir.

ert | 29. júl. '20, kl: 09:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hvenær lokast fyrir farþegaflug til og frá landinu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 29. júl. '20, kl: 08:44:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að mannkynið mun breytast genatísk og ferðaþrá mun hverfa?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 10:06:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það munu verða áfram ferðalög með einhverjum hætti.

En ef við horfum bara til þessa og næsta árs þá eiga ýmis Evrópulönd í miklum erfiðleikum vegna covid veirunnar og í mörgum löndum S-Evrópu var ástandi slæmt fyrir jafnvel vegna bankahrunsins.
Þetta eru lönd sem standa okkur nærri og heimsálfa sem við teljum okkur til.

Nú fer veiran eins og eldur í sinu um Afríku og Mið-Austulönd.
Flóttamannastraumur til Evrópu yfir Miðjarðarhafið frá Afríku er gífurlegt vandamál.
Smitað flóttafólk mun reyna að koamst inní Evrópu með bátum og eftir öllum leiðum.
Það verða engar skimanir eða sóttvarnir í boði fyrir þetta fólk.
Þeir sem áður reyndu að hjálpa þessu fólki við landkomu munu verða í mikilli hættu.
Þetta tímabil er í uppsiglingu í þessum löndum.

Við sjáum sjálf hér á Íslandi að "smitvarnarhús" Rauða Krossins eru full af smituðum flóttamönnum.
Ástandið verður gifurlega erfitt í S-Evrópu og var ömurlegt á mörgum stöðum fyrir komu veirunnar.

Þannig að skemmtiferðalög til þessara landa við Miðjarðarhaf verða kannski ekki í boði og
það eru þannig flugferðir sem ég er að tala um.

ert | 29. júl. '20, kl: 10:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert að segja að ferðamynstur fólks mun breytast. Það er örugglega rétt. Það á vissulega við um mig

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 11:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held að ferðamynstur fólks breytist.
Verða eflaust frekar ferðir til nálægra staða þar sem þokkalegt ástand ríkir.
Ég held að þettleiki í flugi og á ferðalögum almennt muni breytast. Fjarlægðarmörk verða meira gildandi. Þessvegna verða ferðalög dýrari og ekki á færi allra. Þetta er ekki svo ósvipað og í ræktun allskonar. Það þarf að grisja svo illgresi og allskonar pestir herji ekki á. Heimurinn er auðvitað orðinn meira en yfirfullur af fólki og þjóðfélögum sem eru ekki lengur sjálfbær ganga á auðæfi jarðar. Kannski er þessi veiru faraldur afleiðing af því ?

ert | 29. júl. '20, kl: 12:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ferðalög hafa alltaf orðið ódýrari - það er einfaldlega eftirspurn eftir ódýrum ferðalögum og það knýr á um framfarir í alls kyns ferðatækni. Mannskepna er ekki að fara að breytast.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 29. júl. '20, kl: 10:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hverjar eru tölurnar yfir smitaða hælisleitendur? 50? 100?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 11:21:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekki hugmynd en las einhversstaðar að fjöldi flóttamanna væri smitaður og í sótthví Rauða Krossins.

ert | 29. júl. '20, kl: 12:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur varla verið mikill fjöldi því það eru aðeins 28 sýktir á landinu og þar af eru 18 innanlandssmit. Það skilur eftir 10 smit - sem eru ferðamenn (einn greindur í gær en fleiri hafa greinst), aðilinn sem koma frá Eystrasalti og hælisleitendur þannig að það eru á bilinu 0-8 hælisleitendur smitaðir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 12:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekkert hverjir eru smitaðir. En hælisleitandi sem hér er staddur og reynist smitaður er hann flokkaður sem innanlandssmit ? Ef hann uppgötvast við innkomu í landið er hann flokkaður sem erlent smit.

Samt gott held ég að smitaðir þurfa ekki að dvelja á sjúkrahúsi kannski er veiran ekki eins skæð og áður ? En smituðum viðist allstaðar fjölga og líka í löndum sem voru á svipuðu reki og við hér. Þannig að veiran mun sennilega hrjá okkur alveg út árið, ef ekki lengur. Þetta hefur strax áhrif á ýmislegt varðandi ferðamannaiðnaðinn og efnahagslífið auk áhættu og lífshættu og örkuml allra aldurshópa.

ert | 29. júl. '20, kl: 18:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hælisleitendur hafa ekkert verið smitast hér á landi. Það hefði komið fram.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 29. júl. '20, kl: 22:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sennilega rétt. En þeir eru margir í sótthví.

ert | 29. júl. '20, kl: 22:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður getur lent í sóttkví án þess að vera smitaður - þannig að það er tvennt ólíkt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Svarthetta | 30. júl. '20, kl: 09:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ekki má gleyma hví hví

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Mun Múslimska bræðralagið bjóða fram á Íslandi í haust ? _Svartbakur 30.4.2021 11.5.2021 | 16:03
Pólverji í fiskvinnslu? VValsd 21.4.2021 11.5.2021 | 11:43
Kynlíf eldri manna? þaþað 10.5.2021 11.5.2021 | 08:49
Sólarhringopinn leikskóli abtmjolk 26.4.2021 11.5.2021 | 08:38
Veiði við bryggju i Reykjavik M2809 8.5.2021 11.5.2021 | 01:49
Lokað? VValsd 10.5.2021
Bílpróf eftir 2 ára missir á ökuréttindum Goshnr1 10.5.2021
nágraninn byggir bílskúr og það blokkar útsýnið. BloodKinq 10.5.2021 10.5.2021 | 16:54
Brjóstastækkun Stins81 7.5.2021 10.5.2021 | 10:00
Ökukennara í Reykjanesbæ ursuley1987 3.5.2006 9.5.2021 | 11:30
Sumarhús húsasmíðanema Hraungambri 6.5.2021 9.5.2021 | 10:44
Atvinnuleysi styrkur plugnplay 9.5.2021
Fatal attraction, bíómyndin. Ranímosk 9.5.2021 9.5.2021 | 01:38
Óska eftir brjóstapumpu, rafknúinni... Mjallhvít og dvergarnir 5 8.5.2021
Ryksugurobot acd 8.5.2021
Augnlokaaðgerð, einhver farið? hitinn 18.4.2021 8.5.2021 | 20:13
Rèttlæti götunnar Hr85 8.5.2021
2 dögum of sein en neikvætt óléttupróf Norðurljós02 8.5.2021 8.5.2021 | 10:24
Bryggjuhverfið með börn Ingolfsdottir 30.4.2021 8.5.2021 | 08:25
5 2 mataræðið... ætlamér 19.10.2013 7.5.2021 | 17:44
Samgöngur - Borgarlína _Svartbakur 3.5.2021 7.5.2021 | 16:03
góður bæklunarlæknir? ogunnur 7.5.2021
Reynslan af hælisleitendum og ólöglegum innflytjendum í Evrópu. Svarthetta 23.9.2020 7.5.2021 | 10:35
Are U real- Tónlistarmyndband. Frægur 23.12.2011 7.5.2021 | 09:58
Spámiðill? Curly27 26.4.2021 6.5.2021 | 22:03
Bóklegt ökupróf tímar? túss 6.5.2021 6.5.2021 | 21:17
samrit ökuskírteins henrysson 5.5.2021 6.5.2021 | 14:41
Gamlir þræðir og comment NIB 29.10.2012 6.5.2021 | 04:23
Gervihnífa bl4zer20 5.5.2021
Próf í verðbréfaviðskiptum - Lögfræði redviper 4.5.2021
Heimskur stjórnmálamaður ? Kristland 3.5.2021 4.5.2021 | 17:03
Védísar srjörnuspá/stjörnukort, hætt? Blandpía 4.5.2021
Hvað ætli það séu margir á Bland? sjommli 20.4.2021 4.5.2021 | 11:33
hvað eru margir á síðunni Trampe 21.8.2004 4.5.2021 | 11:32
nudd og eitthvað aðeins meira wowair1 24.4.2021 4.5.2021 | 11:30
fall guys jonesRebecca 28.4.2021 4.5.2021 | 11:29
Langar ykkur í sund í Reykjavík? Júlí 78 9.4.2021 4.5.2021 | 11:29
Fortnite Logi1 21.4.2021 4.5.2021 | 11:28
Take away Sonjagard 21.4.2021 4.5.2021 | 11:27
Typpa myndir Ingi987 12.2.2021 4.5.2021 | 11:27
Barnavernd Gengar 1.5.2021 4.5.2021 | 11:26
Stytting vinnuviku verðbólga og vesen framundan _Svartbakur 1.5.2021 4.5.2021 | 11:25
nojuð skvísan mín datt:/ zzzzx 24.9.2006 4.5.2021 | 11:24
Velferðarkerfið mun sökkva ! Kristland 28.4.2021 4.5.2021 | 00:33
Nú er rétti tíminn að tryggja þjóðinni "booster shot " bóluefni gegn nýjum afbrigðum og flensu _Svartbakur 21.4.2021 4.5.2021 | 00:09
Nuddtæki kdm 1.5.2021 3.5.2021 | 22:39
Amy Winehouse black_star 21.9.2008 3.5.2021 | 18:22
Staðgöngumæðrun-Vinaólétta singleone 29.4.2021 3.5.2021 | 15:24
Vinnustofa fyrir listamenn TheMindPrisoner 3.5.2021 3.5.2021 | 15:14
Þú pakkinn bíður þín Kristland 2.5.2021 2.5.2021 | 19:17
Síða 1 af 46345 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, tinnzy123, aronbj, mentonised, Coco LaDiva, krulla27, anon, ingig, vkg, Gabríella S, Krani8, superman2, rockybland, Bland.is, flippkisi, MagnaAron