Til hvers að fara á fætur

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 09:57:42 | 422 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að ég ætti að fá verðlaun fyrir að koma mér framúr rúminu á morgnana undanfarnar vikur. Ekki eins og það sé mikið til að fara úr rúminu fyrir og það litla sem dregur mig fram úr rúminu er að ganga svo heiftarlega á afturfótunum að það liggur við að ég fari bara aftur upp í.


Ég hata svona tímabil þar sem það er alveg sama hvað ég reyni, það gengur ekkert upp og lífið virðist hafa afar takmarkaðann tilgang. Ef ekki væri fyrir manninn minn þá veit ég ekki hvað ég myndi gera :(

 

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

QI | 21. maí '15, kl: 10:11:11 | Svara | Er.is | 1

Knús,
byrjaðu daginn á því að þakka fyrir að vakna, ty fyrir kallinn, ty fyrir krakana og svo framvegis, ty fyrir að það sé kók í ísskápnum.
Og svo fravegis..   ég veit ég hefði átt að hætta að skrifa eftir að ég skrifaði knús, en þakklátur að þið dæmið mig ekki fyrir það.. :)

.........................................................

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 10:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég eg hefði bara krakka og kók til að þakka fyrir.


En jú ég þakka fyrir kallinn, að hafa þak yfir höfuðið og mat í ísskápnum. Restin er á afturfótum. Þessi 3 atriði eru ekki nóg til að koma mér í gegnum daginn án þess að íhuga að fara bara aftur upp í rúm :/

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

QI | 21. maí '15, kl: 10:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

takk fyrir rúmið.. :)

.........................................................

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 10:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei þá fer ég bara aftur upp í rúm. Það er ekki gott.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

QI | 21. maí '15, kl: 10:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

knús

.........................................................

Steina67 | 21. maí '15, kl: 15:52:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lífið mitt er ónýtt, ekkert kók í mínum ískáp


GRENJ

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fálkaorðan | 21. maí '15, kl: 10:37:03 | Svara | Er.is | 0

Knús.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dreifbýlistúttan | 21. maí '15, kl: 10:42:47 | Svara | Er.is | 1

Knús á þig, vont að líða svona :(

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 11:20:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já sérstaklega þegar ég er að gera allt rétt, fer á fætur og geri eitthvað til að laga ástandið, en þar sem það er háð aðkomu utanaðkomandi aðila og þeir eru ekki samvinnuþýðir þá sér maður ekki tilganginn í þessu.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Dreifbýlistúttan | 21. maí '15, kl: 12:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt
En þá er um að gera að reyna að minnka þau áhrif sem þessi utanaðkomandi aðili nær að hafa á mann (ef maður getur).

Felis | 21. maí '15, kl: 15:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er möguleiki að endurhugsa stöðuna og laga ástandið án þess að treysta á þessa utanaðkomandi aðila? 
Skipta einhvernvegin um stefnu eða endurhugsa málið eða eitthvað? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 17:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er að reyna að hætta að vera atvinnuaus, get það ekki nema utanaðkomandi vilji ráða mig.
Er að reyna að klára lokaritgerðina mína svo ég fái gráðuna svo ég geti mögulega fengið vinnu, það vilja engin fyrirtæki taka þátt í rannsókninni minni.


Fæ ekkert nema nei nei og fleiri nei. Gengur ekkert og ég sit eftir með sárt ennið. Er að reyna að finna ljósa punkta á lífinu en það er rosalega erfitt þegar maður upplifi það að maður sé einskis nýtur og það viji enginn neitt með mig hafa.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

QI | 21. maí '15, kl: 15:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Líðan þín er ekki háð utanaðkomandi, líðan þín er háð því hvernig þú tekur þeim áhrifum.  (ok, ég skal halda kjafti)

.........................................................

Ígibú | 21. maí '15, kl: 11:22:05 | Svara | Er.is | 0

Af því að þá er svo gott að fara upp í það aftur?

Knús til þín, það er ömurlegt að vera á þessum stað.

lagatil | 21. maí '15, kl: 12:08:22 | Svara | Er.is | 1

Sumar úti og eurovision helgi:)

Kaffinörd | 21. maí '15, kl: 15:31:34 | Svara | Er.is | 0

Tilhugsunin um fyrsta kaffibolla dagsins kemur mér oft fram úr 

Felis | 21. maí '15, kl: 15:46:11 | Svara | Er.is | 0

er ekkert sem þú hefur að stefna að? eitthvað langtímamarkmið eða eitthvað?


btw. þú ert hetja að fara á fætur og þú mátt alveg verðlauna þig fyrir það! 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 17:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fá vinnu, klára ritgerð og læra að hekla - heklið er það eina sem gengur eitthvað en meira að segja það gengur hægt, rek mest allt upp aftur en það er allt í lagi. Enginn sem getur gert það nema ég.


Ætluðum líka að reyna að eignast barn en settum það á salt á meðan ég er atvinnulaus. Ekki gott að auka álagið með því heldur.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Vindhviða | 21. maí '15, kl: 18:53:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki þetta plan - það er ótrúlega mikið högg á sjálfsálitið að fá ekki vinnu, hefði aldrei trúað því að því óreyndu!


Ekki gefast upp!

Felis | 22. maí '15, kl: 08:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ahh mér finnst einmitt geðveikt flókið að hekla, ég get prjónað einsog vindurinn en hekl krefst mun meiri einbeitingar og "heilastarfssemi". Þegar ég byrjaði að hekla þá einmitt þurfti ég að rekja upp endalaust og ófá verkefnin sem enduðu bara hálf einhverstaðar ofan í skúffu en það er ótrúlega gaman þegar manni tekst að gera eitthvað. 
Ég er mest að gera svona amigurumi hekl, litla bangsa og svoleiðis. Það er merkilega einfalt þó að hlutirnir sem maður gerir séu oft mjög impressive. 


Hvað varðar vinnuna - er ekki lægð í ráðningum á þessum tíma árs? Líka með öll verkföllin og allt þetta vesen? 
Þetta samt hefst á endanum, en fokk hvað það er ömurlegt að fá bara endalaus nei :-( 


knús í hús - vona að þú hafir þig í að fara á fætur í dag líka (og já þú mátt þá alveg verðlauna þér fyrir það líka í dag)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dumbo87 | 22. maí '15, kl: 09:45:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já eg fór á fætur enda tilefni til, kallinn ætlar að fara með mig á date í kvöld, sagði að ég þyrfti að lyfta mér aðeins upp. Þannig að ég nota daginn til að gera með ofsa ofsa fína og taka því rólega og fer svo á date í kvöld :)

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Felis | 22. maí '15, kl: 09:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært :-)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 17:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og takk fyrir falleg orð :*

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

staðalfrávik | 21. maí '15, kl: 15:56:05 | Svara | Er.is | 0

Knús ljúfan mín, megi betri dagar vera í vændum <3

.

dumbo87 | 21. maí '15, kl: 17:35:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk :*

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

She is | 21. maí '15, kl: 18:30:17 | Svara | Er.is | 1

þetta eru ömurleg tímabil og ekki alltaf auðvelt að muna að lífið er yfirleitt þannig að öll él styttir upp um síðir. Knús og kærleikur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Síða 2 af 47869 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Guddie