Tilkynna atvinnuleysisbætur

lonelybee | 6. júl. '20, kl: 23:21:15 | 412 | Svara | Er.is | 1

Er einhvernveginn hægt að tilkynna nafnlaust manneskju sem þyggur bætur en er ekki að gera neitt í því að reyna að fá vinnu? Svo reyndar þiggur hún líka barnabætur og allt slíkt án þess að vera með börnin sín sjálf í sinni viku en það er anmað mál.

 

Wilshere19 | 6. júl. '20, kl: 23:59:58 | Svara | Er.is | 1

Hvernig veist þú að manneskjan sé ekkert að reyna og hefur þú einhver sönnunargögn í höndunum um að hún sé ekkert að reyna? Líklegast ef þú myndir kvarta væri það bara orð gegn orði og því ekkert aðhafst myndi ég halda. En svo að öðru: Hvert er þitt markmið með kvörtuninni?

lonelybee | 7. júl. '20, kl: 13:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er systir mín svo ég veit það. Hitt kemur þér ekki við.

lonelybee | 7. júl. '20, kl: 13:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég veit að hún er ekki að reyna og sönnunargögnin eru væntanlega þau að hún getur ekki sýnt fram á að hún hafi reynt. Þetta er systir mín sem hefur margoft sagt að henni finnist fínt að vera bara á bótum því þá getur hún gert það sem hún vill á daginn. Okkur datt í hug að það að tilkynna gæti verið til þess að ýta á hana að reyna í alvörunni.
Ótrúlegt að allir haldi að þetta sé pure illska og að fólk sé að tilkynna bara einhverja kunningja út í bæ. Slakið á.

ert | 7. júl. '20, kl: 22:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þannig að hún ætlar að vera á atvinnuleysisbótum og barnabótum þar til hún deyr.
Hún á ekki langt eftir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Wilshere19 | 10. júl. '20, kl: 12:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kom aldrei upp í hugan minn að þetta væri illska. Hvernig í ósköpunum færðu það út?

Ótrúlegt hvað fólk oftúlkar allt sem persónuárásir þegar maður spyr spurninga til að reyna að ræða málin.

ert | 7. júl. '20, kl: 00:19:21 | Svara | Er.is | 2

Guð skelfilegt þetta með barnabæturnar. Ég veit um mann sem burstar aldrei skóna sína en fær samt vaxtabætir

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 7. júl. '20, kl: 06:00:47 | Svara | Er.is | 2

Hvernig væri það að þú myndir huga að þínum eigin málum í stað þess að spá í þessa "manneskju" sem þér kemur ekkert við. Jafnvel þó hún færi ekki út úr húsi þá gæti hún sótt um störf á netinu. Núna er árið 2020. Svo þó hún sé ekki alltaf með börnin sín sjálf þá getur vel verið að hún kaupi allt mögulegt á börnin og fyrir börnin. Þú getur ekkert vitað um það, nema að þú sért kannski eltihrellir? Láttu hana í friði. Þetta er ekki þitt mál.

ELLA MIST | 7. júl. '20, kl: 09:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú auma sál! Það er best fyrir þig að skipta þér ekki af sem þér kemur ekki við.

lonelybee | 7. júl. '20, kl: 13:38:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er systir mín sem er náin mér svo ég veit það. Okkur grunar að þetta myndi ýta henni í alvöru út á vinnumarkaðinn sem er eitthvað sem hún þarfnast. Ekki bara gera ráð fyrir að allt sé af illsku gert

saedis88 | 8. júl. '20, kl: 16:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að ýta henni út að vinnumarkað er ekki endilega sem hún þarf. Kanski vert að skoða Virk

lonelybee | 7. júl. '20, kl: 13:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æi þetta eru mín eigin mál þegar ég er að redda peningi fyrir hana í hverjum einasta mánuði. Gleymdi að hér ganga allir út frá að fólk sé vont. Allir slaka á aðeins.

ELLA MIST | 7. júl. '20, kl: 14:20:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Get alveg sagt þér að ef hún missir bæturnar þá á ég ekki von á að hún reddi sér vinnu( en vonandi er þetta til að ýta á hana) en hættið þessari meðvirkni og hættið að láta hana hafa pening það væri það besta. Gangi þér vel.

lonelybee | 7. júl. '20, kl: 13:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æi þetta eru mín eigin mál þegar það lendir á mér að redda peningi fyrir hana til að tryggja að hún fari ekki á götuna eða eitthvað því bæturnar endast aldrei. Dettur engum í hug að fólk þekki aðra sem eru svona eða er eltihrellir líklegra? Þetta er systir mín sem um ræðir, við erum frekar nánar og hún hefur margoft sagt að hún bara nenni ekki að reyna að finna vinnu, og er ekki að því.
Í alvöru slaka þú á - þetta er ekki þitt mál haha.

TheMadOne | 11. júl. '20, kl: 15:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hættir þú að þurfa að redda henni pening ef hún missir bæturnar? þetta er mjög skrítin lógík hjá þér. þú komst með þetta hingað inn svo að þú ert búin að biðja um afskipti frá öllum. 

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

TheMadOne | 7. júl. '20, kl: 11:17:03 | Svara | Er.is | 1

Barnabætur fara eftir lögheimili barnsins og ég efast um að nokkur innan þess kerfis myndi skilja hvað þú værir að tala um ef þú ætlaðir að fara að gera það þeirra mál hvar börnin væru á hvaða tíma. Þó að manneskja segði þér að hún væri ekki að gera neitt til að fá vinnu þá geta verið ýmsar ástæður til þessa að viðkomandi segði þér ekki rétt frá, til dæmis ÞETTA KEMUR ÞÉR EKKI VIÐ! Ef þú ert barnsfaðir/móðir og fyrrverandi maki þá er ekkert eins skítlegt eins og einstaklingur sem gerir allt til að skaða annan sem er hluti af grunnstuðningskerfi þeirra eigin barna, það skaðar börnin beint.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

lonelybee | 7. júl. '20, kl: 13:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið er með lögheimili hjá föður en forræði er 50/50. Barnið er hinsvegar aldrei hjá móður þar sem það er hjá foreldrum hennar í hennar viku og ég veit það ÞVÍ ÞAÐ ERU FORELDRAR MÍNIR LÍKA (sem eru bókstaflega að bugast).
En jújú ég er vond og að reyna að grafa undan henni. Nei.

TheMadOne | 7. júl. '20, kl: 15:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að passive/ aggressive ráðast á hana. Það hjálpar ekki foreldrum þínum, þau verða að hætta að vera meðvirk og díla við málið. Að þú kippir fjárhagslega undan henni fótunum með því að taka af henni bæturnar gerir núll í því að hjálpa foreldrum þínum eða börnunum. Er hún að fá barnabætur? Það er sameiginlegt forræði hjá mér en pabbinn fær engar barnabætur. Hvernig væri að halda fjölskyldufund með foreldrum ykkar og föður barnanna og segja henni að þetta gengur ekki lengur, pabbinn verður þá bara að vera með börnin fulltime, ef hún er ekki fær að taka ábyrgð og ákvarðanir þá gerir fólkið sem getur það. Það er eitthvað sem segir mér að systir þín sé ekki alveg 100% andlega og/eða geðrænt, kannski þarf hún hjálp, kannski getur hún ekki staðið undir því sem hún ætti eðlilega að geta. Kannski eru börnin betur sett að vera ekki hjá henni. Ekki vera partur af vandamálinu með því að gera það verra. Reyndu frekar að hugsa um einstaklingana í fjölskyldunni sem gætu þegið stuðning og hjálp.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

VValsd | 7. júl. '20, kl: 15:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú sjálf í vinnu? Býrð þú sjálf inn á foreldrum? Afhverju má systir þín ekki ráða sér sjálf og hafa barnið inn á foreldrum sínum fyrir þér? Ef þú setur þig í hennar spor mundi þér finnast rétt af systur þinni að tilkynna þig?

lonelybee | 17. júl. '20, kl: 19:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki sett mig í þau spor því ég er með annan hugsunarhátt augljóslega.
Já, er sjálf í vinnu og rek eigið heimili.
Hvaða máli skiptir það?

Júlí 78 | 7. júl. '20, kl: 15:41:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú talaðir ekkert um að þetta værir systir þín, augljóslega gerir maður ekki ráð fyrir því fyrirfram þegar maður svarar að um sé að ræða ættingja. En þú segir: " Æi þetta eru mín eigin mál þegar það lendir á mér að redda peningi fyrir hana til að tryggja að hún fari ekki á götuna eða eitthvað því bæturnar endast aldrei." Og: " hún hefur margoft sagt að hún bara nenni ekki að reyna að finna vinnu, og er ekki að því." Ef hún nennir ekki að reyna að fá vinnu, af hverju heldurðu að það sé? Jú getur það verið af því að þú og foreldrar hennar redda henni alltaf? Hafa ekki margir atvinnulausir þurft að redda sér, reyna að fá vinnu og ef atvinnleysisbætur duga ekki þá leita til einhverra hjálparsamtaka? Eruð þið einhver hjálparsamtök? Er hún ekki fullorðin? Hættið að meðhöndla hana eins og hún sé barn. Þetta kallast meðvirkni hjá ykkur. 


Eitt er að hjálpa fólki eða ættingjum tímabundið í stuttan tíma, annað er að leyfa fólki að notfæra sér mann. Á meðan þið haldið þessu bara áfram endalaust þá eru málin ekkert að fara að breytast, hún er þá ekkert að reyna að fara út á vinnumarkaðinn eins og hún segir sjálf. Ég las nú eitt sinn grein um foreldra sem voru háöldruð og voru alltaf að "hjálpa" börnunum sínum peningalega, þau vildu fá ráð. Þau "börnin" voru alltaf meira og minna blönk og blessuð hjónin voru að bugast yfir þessum ágangi. Gátu líka þess vegna nánast ekkert veitt sjálfum sér. Ráðið sem þau fengu var að hætta því að "hjálpa" svona "börnunum" eða réttara sagt fullorðna fólkinu því þau voru öll fullorðin, þau væru ekki að gera þeim greiða heldur þvert á móti.

lonelybee | 17. júl. '20, kl: 19:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En gerir ráð fyrir því að ég sé að tilkynna random manneskju úti í bæ af mannvonsku þá??

Það reynist foreldrum mínum erfitt að horfa upp á vanrækslu barnabarnanna og því viljum við heldur beita öðrum ráðum.

Takk samt fyrir. Og við erum fullmeðvituð um okkar meðvirkni - ein ástæða þess að við erum að reyna að gera eitthvað.

ert | 7. júl. '20, kl: 22:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæti mögulega verið að systir þín sé ekki vinnufær og ætti frekar að vera í endurhæfingu eða jafnvel á örorku?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

lonelybee | 17. júl. '20, kl: 19:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

ert | 7. júl. '20, kl: 23:32:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef faðir var með lögheimili barnanna 31.12.2019 þá fær hún engar barnabætur í ár

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

König | 7. júl. '20, kl: 19:21:36 | Svara | Er.is | 1

Þekki ekki til en athugaðu hvort ekki er tilkynningarhnappur á síðu Vinnumálastofnunar eins og er hjá lögreglunni.
Held að þið fjölskyldan verði að setja henni stólinn fyrir dyrnar og hætta meðvirkni t.d. gætu foreldrar þínir farið að heiman (í ferðalag) þá viku sem börnin eiga að vera hjá henni svo hún verði að sjá um börnin sjálf.
Stundum þannig að sumir þurfa spark í rassinn og bjarga sér sjálfir sem þeir oft á tíðum geta ósköp vel en hafa komist upp með að láta aðra stjana í kringum sig og bjarga málunum. 

peppykornelius | 11. júl. '20, kl: 16:16:21 | Svara | Er.is | 0

Hætta meðvirkninni og halda fjölskyldufund - setja systur þinni reglur sem henni ber að fara eftir ætlist hún til að fá ykkar aðstoð, því augljóslega er hún að díla við alvarleg vandamál. Hùn þorir greinilega ekki að bera ábyrgð og það er að bitna á ykkur hinum, meira en ástæða er fyrir þegar allir eru meðvirkir. Hún þorir ekki að vinna, þorir ekki að vera foreldri, og þetta er bara eitthvað sem hún þarf aðstoð með að finna kjark til að gera. Fjölskyldan bjargar þessu ekki, hún þarf fagfólk. Skil vel áhyggjur þínar og fjölskyldunnar og þetta getur skapað ógeðslegandi sligandi ástand, en þeim mun meiri áríðandi er það að setja henni mörk og standa við það. Ég held örugglega að vinnumálastofnun aðstoði í svona málum og svo má auðvitað skoða Virk og kanna hvort ekki sé hægt að gefa henni spark í rassinn þar. Gangi þèr vel.

ert | 11. júl. '20, kl: 19:02:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei orðið vör við að þjónusta Virk felist í því að gefa fólk spark í rassinn. Hefur þú þá reynslu og hvernig hörku hefur þú upplifað hjá Virk?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

peppykornelius | 12. júl. '20, kl: 23:09:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að meina með aðstoð þegar èg tala um spark í rassinn. Virk er ekki þekkt fyrir að sýna hörku enda ekki mín reynsla af þeim, þvert á móti er aðstoðin þar frábær.

ert | 12. júl. '20, kl: 23:13:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, aðstoð á forsendum einstaklingsins er líklegri til að skila árangri en einhver spörk í rassinn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

lonelybee | 17. júl. '20, kl: 19:09:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virk var ekki að duga til - hún hefur reynt það. Rosa fínt að vera bara á launum þar í smá samt því þau eru vel há.
Það að hætta að passa og slíkt er ákveðið spark í rassinn. Við erum bara að reyna að finna út hvað er það besta.

ert | 17. júl. '20, kl: 20:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú var hún að vinna hjá Virk sem ráðgjafi þá?
Virk greiðir ekki fólki á endurhæfingu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

peppykornelius | 18. júl. '20, kl: 00:36:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fær reyndar engin laun hjá Virk, hún er að bulla í þér ef hún segist hafa gert það.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ferðagjöf Twitters 13.8.2020 14.8.2020 | 14:10
Ofbeldismadur sem aldrey fer inn mrsuper 14.8.2020
Lofunarhringir... á hvorri hönd??? KollaCoco 7.8.2020 14.8.2020 | 13:20
Sést í brjóstið Kristínja 11.8.2020 14.8.2020 | 13:18
lýtaaðgerð brjóst og bingó mialitla82 14.8.2020
Open Border - Corona virus velcome. Svarthetta 11.8.2020 13.8.2020 | 23:16
Skjaldbaka-gæludýr mavalak 13.8.2020 13.8.2020 | 21:42
Vantar gódan lögfræding jolabarn07 11.8.2020 13.8.2020 | 20:07
hvar fæ eg ponnukoku pönnu teflon kolmar 13.8.2020 13.8.2020 | 17:32
Frítt háskólanám erlendis. Bella2397 13.8.2020
Innanhússkór fyrir þykkan fót kittyblóm 12.8.2020 13.8.2020 | 01:01
Svefn unglinga happhapp 7.8.2020 13.8.2020 | 00:04
Rauði dregillinn - ca árið 1990-1992? Man einhver? Bragðlaukur 12.8.2020
Slæving/æðahnútaaðgerð leigan 12.8.2020
hvað er að gerast hér eiginlega Twitters 11.8.2020
Réttindi Kirkjunnar. Kristland 9.8.2020 11.8.2020 | 19:06
Umhverfisvænir bílar ! Flactuz 10.8.2020 11.8.2020 | 18:18
Bálstofa dýranna hrlitill 9.8.2020 11.8.2020 | 15:36
Að búa til könnun á facebook jak 3 11.8.2020
Nudd RelaxingMassage 11.8.2020
Prjónasjúklingar annaicy 2.8.2020 11.8.2020 | 09:48
Koma fyrir tíðarbikar Frú lukkutröll 10.8.2020 10.8.2020 | 22:42
IPSjónvarp 54 8.8.2020 10.8.2020 | 20:59
Atvinna sem hægt er að hlaupa í og fá greitt strax að verki loknu eða fljótlega? Baldur Jó 7.8.2020 10.8.2020 | 18:50
B3 blóðtýpa SantanaSmythe 2.8.2020 10.8.2020 | 17:18
Hinsegin stjórnmálamaður. Flactuz 7.8.2020 9.8.2020 | 13:03
Finnst þér að jörðin sé flöt ? Flactuz 6.8.2020 8.8.2020 | 10:07
Edinborg - hvar er best að gista ? hagamus 24.7.2020 8.8.2020 | 10:05
Af gefnu tilefni kaldbakur/jaðrakan/svarthetta og allir hinir TheMadOne 6.8.2020 8.8.2020 | 09:37
"Ferðaþjónustan sem lokar ekki þrátt fyrir Covid. Vegabréf óþörf" Svarthetta 7.8.2020 8.8.2020 | 07:49
Veit.staðir með keto rétti ? Janef 7.8.2020
Íbúðarkaup blendinaragg 6.8.2020 6.8.2020 | 21:24
Fyrst jákvætt þungunarpróf, síðan neikvætt Maria012 6.8.2020 6.8.2020 | 21:23
Posar hagstæðir Sossa17 29.7.2020 6.8.2020 | 20:52
Meðgönguhópar Bumbi2021 3.8.2020 6.8.2020 | 14:57
Fæðingarorlof og atvinnuleysi - HJÁLP Lepre 30.7.2020 6.8.2020 | 14:56
Bezta vinkona Semu Erlu ? Flactuz 4.8.2020 6.8.2020 | 14:39
Islamic area ? Kristland 6.8.2020 6.8.2020 | 12:25
Hvar get ég leigt jeppa í 2 daga? auto27 6.8.2020
Rio Tinto er að stórum hluta í eigu Kínverja Svarthetta 29.7.2020 6.8.2020 | 11:20
Pöntun frá Asos kamelis 2.8.2020 5.8.2020 | 22:48
Kettlingur og hrár kjúklingur? Bella2397 5.8.2020 5.8.2020 | 18:33
Björgum öðrum, en ekki okkur. Flactuz 5.8.2020 5.8.2020 | 14:48
Kringlubazar , eh prófað ? túss 5.8.2020
Kringlubazar , eh prófað ? túss 5.8.2020
Snælandskóli vs Kópavogsskóli daman87 31.7.2020 5.8.2020 | 00:07
töskuþrif KonradEleven 3.8.2020 4.8.2020 | 23:16
VINSAMLEGAST HORFIÐ Á ÞETTA!: garfield45 1.8.2020 4.8.2020 | 22:29
Þið sem eigið 11 ára stelpur eða stelpur sem eru eldri enn 11 ára... KollaCoco 30.7.2020 4.8.2020 | 19:38
Örbylgjur ? Flactuz 31.7.2020 3.8.2020 | 20:58
Síða 1 af 29356 síðum
 

Umræðustjórar: aronbj, rockybland, tinnzy123, superman2, flippkisi, ingig, Coco LaDiva, vkg, joga80, Gabríella S, anon, MagnaAron, TheMadOne, krulla27, Bland.is, mentonised, Krani8