Tilkynningar til Barnaverndar

óskarnafnleyndar | 11. nóv. '15, kl: 21:29:55 | 2398 | Svara | Er.is | 2

Barnavernd berast margar tilkynningar á hverju ári. Um 60% þeirra eru kannaðar. Einhver hluti þessara tilkynninga reynist ekki á rökum reistur.

Hversu margir foreldrar og hversu margar fjölskyldur ætli séu þarna úti sem eru í sárum eða að reyna að púsla sér saman eftir tilkynningar sem ekki áttu við rök að styðjast? Ef grunur hefur verið um ofbeldi, er þá einhver möguleiki fyrir fjölskyldu að komast yfir þetta?

 

Amande | 11. nóv. '15, kl: 21:36:15 | Svara | Er.is | 16

Auðvitað er hægt að komast yfir það. Það sem þú ert ekki sek um lætur þig ekki líða illa..ekki lengi í hið minnsta. Oki?

óskarnafnleyndar | 11. nóv. '15, kl: 21:37:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Satt er það. Börnin hafa hins vegar verið fjarlægð af heimilinu og annað foreldrið fær ekki að hitta þau. Það er erfitt meðan á því stendur. Ég er forvitin um hvernig gengur þegar börnin koma aftur heim.

Mainstream | 11. nóv. '15, kl: 21:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 52

Börn eru ekki tekin af heimilum sínum bara útaf því að einhver tilkynnti. Það þarf meira til.

óskarnafnleyndar | 11. nóv. '15, kl: 21:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það þurfti ekki meira til í þessu tilfelli.
Eina manneskju grunar eitthvað misjafnt og börnin voru fjarlægð.

Castiel | 11. nóv. '15, kl: 22:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 31

Sorry en ég var alin upp á heimili sem ekki var allt í lagi og það þurfti ansi mikið til að vera tekin af heimilinu. Þrátt fyrir margar tilkynningar. Það er eitthvað sem vantar inní þetta hjá þér.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

óskarnafnleyndar | 11. nóv. '15, kl: 22:23:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það vantar eitthvað þá veit ég ekki hvað það er. Ég veit ekki meira.

noneofyourbusiness | 12. nóv. '15, kl: 01:44:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Börn eru ekki bara fjarlægð eftir eina tilkynningu sem á ekki við rök að styðjast. 


Nú hef ég unnið með börnum og veit hvað það þarf svakalega mikið til að börn verði fjarlægð. Jafnvel fólk í neyslu og alls konar fær marga sénsa með börnin sín. Þannig að það vantar eitthvað í þessa sögu. 

hka2 | 12. nóv. '15, kl: 10:04:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Nei það er það, þú veist ekki meira. Foreldrar sem lenda í þessari stöðu segja oft hálfan sannleikan eða einungis það sem hentar þeim þar sem það fylgir því gríðarlega mikill skömm að barnið þitt sé tekið. Einnig mikil sorg og oft skilningsleysi að skilja þessar aðstæður. Í staðinn fyrir að fara blammera barnavernd mæli ég með að þú sýnir foreldrinu skilning og stuðning því það þarf á því að halda til að byggja sig upp og ná samvinnu við barnavernd.

gruffalo | 12. nóv. '15, kl: 15:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Börn eru oftar en ekki ALLTOF lengi inná heimilum þar sem t.d. ofbeldi er að eiga sér stað. Það þarf mikið til að þau séu tekin frá foreldrum sínum.

gruffalo | 12. nóv. '15, kl: 15:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trúi samt alveg að í einhverjum tilvikum þurfi hreinlega að taka börn útaf heimilunum, leyfa börnunum að njóta vafans þangað til vitað er fyrir víst að þeim er óhætt að vera heima hjá sér. Það er örugglega ótrúlega erfitt - en eflaust nauðsynlegt í einhverjum tilfellum. Frekar að gera það heldur en að hafa börnin áfram á heimili þar sem ofbeldi er að eiga sér stað og bíða með það lengur

staðalfrávik | 12. nóv. '15, kl: 00:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eina tilkynningu einu sinni?

.

Lilith | 12. nóv. '15, kl: 08:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sorry en nei, þetta virkar ekki þannig, ekki séns.

Blah!

Abba hin | 12. nóv. '15, kl: 09:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bull.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 09:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki svona dæmi. Rangur framburður einnar manneskju vó það mikið að barnið var fjarlægt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Abba hin | 12. nóv. '15, kl: 09:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okei, kemur mér mjög á óvart!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

presto | 13. nóv. '15, kl: 08:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Allar aðstæður góðar að öðru leyti? Kennarar, þjálfarar, ættingjar, vinir og nágrannar allir með góða umsögn- barnið hamingjusamt og í góðu jafnvægi? Svo bara ein lygasaga "out of the blue"?

fálkaorðan | 13. nóv. '15, kl: 08:23:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, en við getum samt ekki sagt out of the blue. Það var alveg eitthvað í gangi en framburður þessarar manneskju varð til þess að barnið var tekið. Hann var rangur. (og bara NB það var ekkert sem að foreldrarnir gerðu sem var í gangi frekar eitthvað sem er bara slys).


Það var ekkart sólskynsdagur á Sjónarhóli og Gunna gardýnualki hringdi á BWN af því börnin voru að klifra í tré.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 13. nóv. '15, kl: 08:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef það er eitthvaðmikið að eru foreldrar því miður aðilar sem koma vel tilgreina sem gerendur, það er ekkert kerfi fullkomið og sorglegt og ömurlegt fyrir fjölskyldu að lenda í þessu- en ég styð að barnið njóti vafans fyrst, svo þeir sem eru fullorðnir.

ert | 13. nóv. '15, kl: 08:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef börn ættu alltaf að njóta vafans þá ætti að byrja á því að fjarlægja öll börn sem tilkynnt er út af heimilum sínum og aðeins skila þeim þegar það sannast að foreldrar eru ábyrgir. Slíkur getur aldrei skaðað börn. Það skaðar aldrei börn að vera fjarlægð af heimili.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 13. nóv. '15, kl: 09:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt

ert | 13. nóv. '15, kl: 09:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já og rannsakendur sem lýsa skaða af slíku ljúga

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 13. nóv. '15, kl: 12:59:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarna gerði BVN alvarleg mistök og það er búið að rannsaka það og sanna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bdi | 13. nóv. '15, kl: 10:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki líka þannig dæmi, frekar nýlegt meira að segja. 

Grjona | 12. nóv. '15, kl: 11:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það getur ekki verið. Þú veist örugglega ekki alla málavöxtu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

ert | 12. nóv. '15, kl: 11:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það getur verið. Það er mjög ólíklegt en mögulegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 12. nóv. '15, kl: 11:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég sá það þegar ég las neðar. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

presto | 13. nóv. '15, kl: 08:14:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það stenst bara engan veginn, þú ert að misskilja mikið ef þú trúir því.

LitlaSkvís | 16. nóv. '15, kl: 18:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bullshit.

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

geislabaugur22 | 12. nóv. '15, kl: 11:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú það hefur oftar en ekki komið fyrir ef margar tilkynningar sem ekki eiga við rök að styðjast berast inn á borð barnaverndarnefndnar..
ég veit ekki hversu oft ég var klöguð á tímabili af ættingja sem er mjög veikur, þar sem þetta var ættingi dugði það.
Ég þurfti að fara með barnið mitt á fósturheimili og búa þar með honum meðan ég var að sanna að þetta væri kjaftæði tók 5 mánuði & svo fengum við að fara heim aftur og þá sá barnavernd að það var ekkert í gangi, ég er enn í dag undir smásjá hjá þeim útaf þessu rugli.

Amande | 11. nóv. '15, kl: 21:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Get ekki svarað þér þessu því ég þekki þetta ekki.

nefnilega | 11. nóv. '15, kl: 21:41:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Voru börnin fjarlægð af heimilinu eftir tilkynningu sem átti ekki við rök að styðjast? Eitthvað hljómar þetta nú undarlega.

ert | 11. nóv. '15, kl: 21:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru reyndar alveg dæmi að börn hafi verið fjarlægð af heimili sínu og þeim hafi verið skilað af því að þau hafi ekki verið í neinni hættu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

nefnilega | 11. nóv. '15, kl: 21:46:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok. 

óskarnafnleyndar | 11. nóv. '15, kl: 21:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru einmitt svoleiðis dæmi sem mig langar svo að vita meira um. Hversu algengt ætli það sé eiginlega? Að börn séu fjarlægð af heimilum vegna grunsemda sem reynast ekki á rökum reistar, og hvernig börnin díla við þetta og fjölskyldan öll, eftir að málið hefur verið klárað.

ert | 11. nóv. '15, kl: 22:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki ekki mörg dæmi um slíkt - ég man í fljótu bragði eftir tveimur slíkum dæmum sem mér hefur sagt frá. Í báðum tilfellum reyndist það erfitt fyrir foreldrana að takast á við það. Ég get ekki tjáð mig um þau mál en ég get fullyrt að þetta er erfið reynsla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 11. nóv. '15, kl: 22:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Fólk dílar við það með sálfærði meðferð til dæmis. Kærir BVN til dæmis.


Ég vil trúa að þetta gerist sjaldan, en BVN er ekki óskeikul og getur gert alvarleg mistök.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Lilith | 12. nóv. '15, kl: 08:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar, ef grunur er á að þau séu í bráðri hættu, þá gæti svona staða komið upp. En það yrði aldrei til frambúðar ef ekkert misjafnt finnst.

Blah!

alboa | 12. nóv. '15, kl: 09:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta er gert hefur barnaverndarnefnd 14 daga til að taka ákvörðun um framhaldið.

kv. alboa

ert | 12. nóv. '15, kl: 10:19:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu ég er ekki svo viss. Því miður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Lilith | 12. nóv. '15, kl: 10:44:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er náttúrulega skelfilegt ef slíkt gerist. Nei auðvitað getur maður ekki fullyrt að það herist aldrei slík mistök, en vonandi ekki.

Blah!

ert | 12. nóv. '15, kl: 10:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef grun um að slíkt hafi gerst í einu tilfelli.

Hef reyndar mjög óljósa sögu frá þriðja aðila um annað svona dæmi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 11. nóv. '15, kl: 22:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki til alveg kreisí dæmi þar sem að fólk missti forsjá tímabundið af ósekju. Það voru samt virkilega alvarlegir hlutir í gangi, bara ekki vegna vanræsklu foreldra. Æ erfitt að lýsa án þess að segja hvað. Það gerðist eitthvað alvarlegt og foreldrum kennt um að ósekju.


Þetta er bara í hittí fyrra eða eitthvað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

óskarnafnleyndar | 11. nóv. '15, kl: 22:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig endaði það? Gat fjölskyldan bara haldið áfram sínu lífi eins og ekkert hefði gerst?

Steina67 | 12. nóv. '15, kl: 00:23:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Hvað er annað hægt að gera? Ekki hættir fólk að lifa þó einhverjar hindranir verða í lífinu er það?

Reyna að vinna úr málunum og leggja hið liðna að baki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 08:02:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það endaði ekki  með að barnið kom heim aftur, það var bara byrjunin. Áfallastreita (að mig minnir frekar en taugaáfall) foreldra og systkina, sálfræðimeðferðir og svo mál gegn BVN. Ég hef ekki spurt í svolítinn tíma en ég held að það sé á leiðinni í dómsmál gegn BVN.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 12. nóv. '15, kl: 09:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ en dapurt að heyra.

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 09:24:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já alveg hörmung.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

neutralist | 15. nóv. '15, kl: 11:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En það voru virkilega alvarlegir hlutir í gangi, þannig að tilkynningin var ekki alveg tilhæfulaus. Bara rangur aðili grunaður, en aðgerðin samt ekki alveg út í bláinn.

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 11:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eh nei.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 11. nóv. '15, kl: 22:00:01 | Svara | Er.is | 3

Hef fengið tilkynningu á mig sem reyndist ekki á rökum reist, eða í það minnsta byggt á misskilningi ofl. Bvn kom heim og lokaði málinu um leið og þarmeð var þetta búið mál, en samband mitt gagnvart tilkynnandanum (grunnskólanum) varð aldrei aftur samt.

...................................................................

fálkaorðan | 11. nóv. '15, kl: 22:07:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki er splæst heimsókn á mig, væri alveg til í að fá BVN hérna inn á gafl. Er komin með loka bréf núna eftir tilkynningu 2 núna í haust.


Báðar tilkynningar réttmætar BTW.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 11. nóv. '15, kl: 22:10:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo tilkynnti ég mig sjálf síðasta vetur til að fá aðstoð til að díla við fokkans skólann, þeir neituðu að opna bvn mál en buðu mér annað en gallinn er að þá var ég að flytja svo það varð ekkert úr því. Núna er hann komin í annan skóla og allt annað líf bara, eina sem ég sé eftir er að hafa ekki flutt hann úr þessum bévaða skóla fyrr.

...................................................................

Anímóna | 13. nóv. '15, kl: 09:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu vó! Sami skóli og tilkynnti þig?

Tipzy | 13. nóv. '15, kl: 09:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko bvn neitaði að opna bvn mál því þeir eru bara svo innilega ekki sammála skólanum og sjá ekkert vandamál hjá mér. En buðu mér annað hjá þeim til að díla við skólannn og samskiptin við hann og já skólann sem tilkynnti.

...................................................................

Anímóna | 13. nóv. '15, kl: 09:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Djísúss...er þetta skólinn í sveitarfélaginu sem þið bjugguð? Eruð þið ss flutt?

Tipzy | 13. nóv. '15, kl: 12:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jamm og erum flutt á Ásbrú og hann komin í skóla í keflavík. Get tekið sem dæmi t.d með ástundun, í hinum skólanum endaði hann með 5.6 í ástundun því ef hann gerði ekki kansski ekki part úr síðu því hann gat ekki, þá var ekki í boði að fara með það í skólann og fá aðstoð heldur fékk hann bara mínus í ástundun. En í nýja skólanum að verða komin miður nóvember er hann enn með 10 í ástundun! Og ekki bara það 10 virkum dögum fyrir skólaslit þá las kennarinn hann og nokkra að upp fyrir framan allan bekkinn og sagði ef þau myndu ekki bæta sig í ástundun og fara niður í 5 þá yrðu þau send fyrir nemendaverndarráð. Hver gerir svona og það í lok árs og fyrir framan alla hina krakkana, hvað áttu þau að gera á 2 vikum.

...................................................................

ert | 13. nóv. '15, kl: 12:22:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

"10 virkum dögum fyrir skólaslit þá las kennarinn hann og nokkra að upp fyrir framan allan bekkinn"

Eðalskóli!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Tipzy | 13. nóv. '15, kl: 12:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg svona líka, enda er ég svo fegin að vera flutt.

...................................................................

staðalfrávik | 13. nóv. '15, kl: 13:05:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá hvað ég vona að þetta sé ekki skólinn sem strákarnir mínir eru að fara í.

.

Tipzy | 13. nóv. '15, kl: 13:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að flytja í Garðinn?

...................................................................

staðalfrávik | 14. nóv. '15, kl: 10:18:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei en ekki svo langt frá. Hafði hugmynd um að þú byggir þarna suður frá en vissi ekki alveg hvar.

.

Tipzy | 14. nóv. '15, kl: 10:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá þarftu engar ahyggjr að hafa :)

...................................................................

Anímóna | 14. nóv. '15, kl: 18:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér skilst að Gerðaskóli sé í laaangverstu málunum af grunnskólum á Suðurnesjum þessa dagana.

Tipzy | 14. nóv. '15, kl: 19:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hefur amk ekki verið í góðum málum svo eitt er víst, en það var að byrja frábær maður sem skólastjóri sem vonandi lagar til þarna. Ef einhver getur það þá er það hann.

...................................................................

Myken | 16. nóv. '15, kl: 13:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ekki gleyma samt að það er komin almennilegur skólastjóri sem er að "taka til"  í skólanum

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Grjona | 13. nóv. '15, kl: 13:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Oj bara.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Anímóna | 14. nóv. '15, kl: 18:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djöfulsins rugl er þetta!
Er hann núna í Njarðvíkurskóla?

Tipzy | 14. nóv. '15, kl: 19:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei hann er í Heiðarskóla og líkar mjög vel og gengur vel eftir því sem ég best veit, ekki fullkomið en ekki líkt því hvernig þetta hefur verið í hinum skólanum. Hann á náttla enn við sín issue að stríða en tekið á því á allt annan hátt í þessum skóla. Eins og ég sagði han ner enn með 10 í ástundun og ekki mikið eftir af önninni.

...................................................................

neutralist | 15. nóv. '15, kl: 11:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er gefin ástundum fyrir að klára eða klára ekki verkefni? Ég hélt að ástundun væri mæting og ekki annað?

Tipzy | 15. nóv. '15, kl: 15:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jamm ef eitthvað er ekki klárað þá fékk hann mínus í ástundun.

...................................................................

Þjóðarblómið | 15. nóv. '15, kl: 14:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er alveg bit yfir þessu! 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Tipzy | 15. nóv. '15, kl: 15:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm ekki að ástæðulausu sem ég gafst upp á þessu og bað um að það yrði opnað bvn mál, veit að maður fær meiri aðstoð þá og ég bara gat ekki dílað meir við skólann.

...................................................................

Þjóðarblómið | 15. nóv. '15, kl: 16:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit reyndar ekkert um hvað þetta snýst, er fyrst að heyra af þessu núna. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Tipzy | 15. nóv. '15, kl: 17:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki að segja að það sé alslæmur skólinn, auðvitað er gott starfsfólk líka. En get ekki sagt að við höfum góða reynslu af honum því miður. Það er eins og það hafi bara verið ákveðið í byrjun að ég væri svona og svona og þess vegna væri ýmislegt hjá st´raknum svona og svona, sama hvað ég reyndi að segja þeim að svona og svona væri útaf greiningum og ýmsu hjá honum. Bara ákveðið að þetta væri svona af því ÉG vildi ekki gefa honum nesti og ÉG vildi ekki setja hann í hrein föt eða bað eða annað. Eins og skiptið sem ég þrætti við kennarann um að HANN vildi ekki nesti útaf hann væri lystarlaus vegna lyfjana, ég á endanum lúffaði fyrir henni því hún hlustaði ekki á mig með þetta. 2 vikum seinna eða svo er ég að hreinsa alveg úr töskunni og fann þar 6 myglaðar samlokur í botninum undir dótinu, varð mjög pirruð yfir því. Og kennarinn varð bara móðgaður yfir því og sagði ég ætti kannski bara skoða betur í töskuna og taka upp úr henni á hverjum degi, sem ég var alveg að gera ég bara var ekki að kafa ofan í botn og hvolfa henni þó ég tæki bækurnar úr. En þá fyrst líka hálffúl samþykkti hún að hann vildi ekki nesti. Hvernig hefði verið að hlusta á mig og mínar útskýringar in the feggin first place. En nei mér var aldrei trúað með eitt eða neitt. Og þegar ég reyndi að fá í gegn að hann sinnti náminu gegnum tölvu til að hjálpa honum í náminu og þá meða heimanámið séstaklega því hann á erfitt með skrift, þá fékk ég nú bara þvert nei þó svo ég ætlaði að standa undir kosntaðinum á tölvukaupum. Í nýja skólanum er það að allir læra gegnum ipad og það er bara allt annað hjá honum og áhuginn líka allt annar, og er ekki lengur að fá mínus fyrir rétt svör af því að kennarinn skilur ekki skriftina hans.

...................................................................

Felis | 16. nóv. '15, kl: 13:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er fólk að skoða í töskur barnanna á hverjum degi? Ég man bara ekki hvenær ég skoðapi seinast í tösku sonarins.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Tipzy | 16. nóv. '15, kl: 13:08:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki bara skoða heldur átti ég gjörsamlega að tæma hana til að vita af þessum samlokum í botninum undir öllu dótinu. Hélt nú að fyrst hún var svona mikið að taka eftir og pæla í að hann væri ekki með samloku að hún tæki þá eftir því að hann væri ekki að borða þær þegar hann var með þær og sæi til þess að hann gerði það.

...................................................................

noneofyourbusiness | 12. nóv. '15, kl: 01:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrir hvað er verið að tilkynna þig? Er fólk alveg að tilkynna aðra bara hægri vinstri? 


Ég þekki eina konu sem var tilkynnt fyrir alveg fáránlega hluti, málið var samt rannsakað og svo lokað. 

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 08:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ mig langar kannski ekki alveg að segja hér fyrir hvað var tilkynnt. Svona þar sem ákveðnar nöðrur stunda þennan vef. Annars er það ekkert leyndarmál í mínu lífi.


Þetta eru tvær standard tilkynningar önnur frá barnaspítalanum eftir að ég fór með barn á bráðamóttöku með mál sem alltaf eru tilkynnt og hitt er frá bráðamóttöku þar sém ég var flutt meðvitnundarlaus heimanfrá mé með sjúkrabíl og börnin voru heima (hjá pabba sínum).

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

SantanaSmythe | 12. nóv. '15, kl: 13:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig æti það væri ef það væri öfugt?

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 15:42:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað væri öfugt?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

SantanaSmythe | 12. nóv. '15, kl: 15:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ohh, las þetta neðra eins og þú hafir mist meðvitund undir áhrifum áfengis rn ekki bara mist meðvindund, og var að pæla ef það hefði gerst fyrir kallinn og þú heima með börnin

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 16:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 13. nóv. '15, kl: 09:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En undir áhrifum eða ekki - þá held ég að það yrði ekki tilknnt til BVN ef faðir myndi missa meðvitund og konan eftir heima með börnin, er það? Finnst það reyndar líka stórundarlegt í hina áttina.

Bats
saedis88 | 12. nóv. '15, kl: 00:28:17 | Svara | Er.is | 7

finnst nú full dramatískt að vera í sárum og þurfa púsla ser saman yfir tilefnislausri tilkynningu.

Steina67 | 12. nóv. '15, kl: 01:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sumir taka svona tilkynningu mjög nærri sér og líta á sem árás á sitt einkalíf.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 08:09:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hljómar alveg þannig, en ég þekki fólk sem td fór mjög illa fjárhagslega eftir tilhæfulausar aðgerðir BVN. (ekki bara tilkynning)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

evitadogg | 12. nóv. '15, kl: 17:57:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mer finnst full naíft að ætla að tilefnislaus tilkynning geti bara verið ákveðins eðlis og haft bara ákveðin áhrif

BlerWitch | 12. nóv. '15, kl: 09:42:09 | Svara | Er.is | 4

Markmið barnaverndar er alltaf að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu eins lengi og hægt er. Það þarf að vera búið að ganga mikið á til þess að börn séu fjarlægð af heimili og fullreynt að foreldrar geti ekki veitt þeim öruggan aðbúnað og utanumhald. Ég hef starfað mikið með barnavernd og hef frekar verið hissa á því hversu slæmt ástandið getur verið og í langan tíma áður en gripið er til aðgerða. 

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 09:49:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo eru líka tilfelli þar sem börnin eru tekin að ósekju eftir eitt atvik. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

BlerWitch | 12. nóv. '15, kl: 10:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já því miður er það svo að alls staðar þar sem fólk vinnur eru gerð mistök. En þegar fólk fer að mála mynd af Barnavernd í heild sem einhverri grýlu er það á villigötum. Á heildina litið er Barnavernd að vinna gott og þarft verk, þrátt fyrir gríðarlegt álag og undirmönnun. (Og nei, ég er ekki að vinna þar :) )

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 10:37:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já eins og ég segi held ég hérna í þræðinum þa´er ég pínu skúffuð á því að BVN sé ekki einu sinni að koma í heimsókn hingað að kíkja á aðstæður. Svo ekki þykir mér BVN svo mikil grýla.


En ég er kannski pínu að bæta upp fyrir offarið sem ég fór í því að verja BVN áður en að þetta kom fyrir fólk sem ég þekki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

BlerWitch | 12. nóv. '15, kl: 10:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, skil þig.

LaRose | 12. nóv. '15, kl: 11:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eg veit sama sem ekkert um BVN en af hverju viltu fa tha i heimsokn? Og ef thau kæmu, hvad ertu ad vonast til kæmi ut ur thvi?

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 12:51:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þau mindu hjálpa mér að koma yngri syni mínum í gegnum greiningarbatteríið. Svo væri fínt ef að ég fengi út úr því þrif í hverri viku en ekki bara aðrahverja. Ég er alveg jafn veik vikuna sem ekki er skúrað hjá mér og hina.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

solarorka | 12. nóv. '15, kl: 16:08:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viltu ekki bara fá morgunmat í rúmið líka?

fálkaorðan | 12. nóv. '15, kl: 16:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Nei takk, ég á ekki í erfiðleikum með slíkt þó að líkamleg veikindi mín hamli því að ég geti sinnt stærri heimilisstöfum. Þakka umhyggjuna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 12. nóv. '15, kl: 16:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú getur komið með morgunmat til mín þegar þú ert búin að færa fálku. Ég vil helst amerískar pönnukökur og heitt kakó með.

Máni | 12. nóv. '15, kl: 12:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

BVN kom tvisvar til mín og ég hef átt gott samband við þau.

Bats
og ég | 12. nóv. '15, kl: 11:34:17 | Svara | Er.is | 2

Vinkona mín er bara skelin af sjálfri sér eftir að hún var tilkynnt til Barnaverndar. Ætli hún endi ekki á örorku fyrir rest, kæmi mér ekki á óvart. Þekki ekki alveg málavöxtu en þetta var bara eitthvað ómerkilegt frá leikskólanum og málinu var lokað strax. Þannig að sumir komast víst aldrei yfir þetta og eins gott fyrir fólk að vanda sig og hugsa vel hvort það sé raunverulega barninu fyrir bestu að tilkynna.

Andý | 12. nóv. '15, kl: 11:42:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Á örorku? Jahá!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

nefnilega | 12. nóv. '15, kl: 11:52:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er líka svo sjúklega auðvelt að komast á örorku...eða þannig.

Mainstream | 12. nóv. '15, kl: 12:22:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sérðu þetta ekki fyrir þér? "BVN breytir fólki í örorkuþega!"

saedis88 | 12. nóv. '15, kl: 12:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ef svona hlutir ganga frá henni þá var kanski einhver ástæða fyrir því að hún var tilkynnt til að byrja með? sem manneskja sem hefur fengið tilkynningu bæði í frá leikskóla og nágranna sem hafði áhyggjur þá skil ég ekki að bregðast svona við. 

ert | 12. nóv. '15, kl: 12:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er mjög sérstakt að gefa sér að ef meðferð barnaverndar á máli þínu valdi þér áfalli þá hljóti eitthvað að hafa verið að þér áður.

Það er ekki öll meðferð barnaverndar á málum rétt. Þess vegna höfum við barnaverndarnefndir, Barnaverndarstofu og dómstóla sem eftirlitsaðila.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Anímóna | 13. nóv. '15, kl: 09:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Veistu, þó það bregðist ekki allir eins við og þú, í svipuðum aðstæðum, er ekki endilega eitthvað að.

Mainstream | 12. nóv. '15, kl: 12:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er eins gott að þessi vinkona þín verði aldrei tekin í tékk af tollinum í KEF eða stöðvuð af löggunni í reglubundnu eftirliti.

og ég | 12. nóv. '15, kl: 13:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já af því tékk í tollinum er svo mikið eins og þegar maður er tilkynntur til Barnaverndar. 

Mainstream | 12. nóv. '15, kl: 13:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Fékk tilkynningu....málinu lokað strax....lendir á örorku....


Þið vinkonurnar þurfið eitthvað að fara að skoða ykkar mál.

ert | 12. nóv. '15, kl: 13:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

eru mál fólks sem sækir um örorku ekki alltaf skoðuð?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

og ég | 12. nóv. '15, kl: 13:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við vinkonurnar? Ekki var ég tilkynnt. Reyndar er hún eitthvað að skoða málið þessa dagana, mér skilst að hún gæti kært til Barnaverndarstofu og jafnvel Landlæknis. Vonandi leitar hún réttar síns ef það er í boði. 

saedis88 | 12. nóv. '15, kl: 13:46:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

eða bara hugsa "flott að einhver hafði áhyggjur af velferð barnsins míns, ef það hefði veri ðeitthvað til að hafa áhyggjur af hefði að fengið aðstoð"

og ég | 12. nóv. '15, kl: 13:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Málið snýst ekki um það heldur hvernig staðið var að meðferð málsins. 

tjúa | 12. nóv. '15, kl: 20:22:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var því semsagt ekki lokað strax? 

og ég | 12. nóv. '15, kl: 20:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að opna mál til að geta lokað því. Miðað við það litla sem hún sagði mér virðist öllu hafa verið klúðrað og gott betur en það á mettíma.

tjúa | 12. nóv. '15, kl: 22:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég hef verið í miklum samskiptum við barnavernd í gegnum árin - allt frá tilefnislausum tilkynningum (látið falla niður strax) yfir í löng og tímafrek mál. Það sem er látið falla niður strax á ég bágt með að sjá að geti skaðað nokkurn mann, þannig að eitthvað hefur nú farið af stað. 
Það er leitt að heyra að vinkona þín hafi svona slæma reynslu, ég hef sjálf lítið nema gott að segja. 



tjúa | 12. nóv. '15, kl: 22:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þetta gæti verið spurning um viðhorf... mín börn voru fjarlægð og ég fékk alla þá aðstoð sem möguleg var til að fá þau heim aftur. Ég gæti í raun ekki verið þakklátari því ég held að við værum ekki þar sem við erum stödd núna nema af því að það var gripið inn í. 

ert | 12. nóv. '15, kl: 22:46:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vissulega er svona alltaf spurning um viðhorf eins og annað. Mér finnst samt svolítið sérstakt ef það er afsökun fyrir því að fara ekki fram með góðri stjórnsýslu (ég veit ekki hvort það á við því sem Katrín Rós talar um en ég veit af slíkum dæmum) að foreldrarnir hafi sjálfri skapað vanlíðan með því að taka það inn á sig að barnið var ranglega tekið af þeim.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tjúa | 12. nóv. '15, kl: 22:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er aldrei afsökun. En ef málið var látið niður falla strax, þá er ekki verið að tala um það einu sinni að barnið hafi verið fjarlægt. Án þess að vita neitt um það mál, þá velti ég því bara fyrir mér hvort þetta gæti því alveg eins fjallað um einstakling sem á erfitt með að vinna úr áfalli. 
Eins og ég sagði ofar, þá hef ég góða reynslu af þeim, en geri mér alveg grein fyrir því að þá sögu hafa ekki allir að segja. 

ert | 12. nóv. '15, kl: 23:00:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef nú trú á því að strax sé orðum aukið.

Ef konan er að skoða Landlækni þá er það væntanlega af því hún er ekki sátt við framkomu félagsráðgjafa Barnaverndar.

Mér finnst bara mjög nauðsynlegt að veita fólki sem vinnur með börn og fjölskyldur þeirra aðhald af því að fólk lærir af mistökum og það veit aldrei að það hefur gert mistök þá heldur það áfram að framkvæma sömu mistökin aftur og aftur. Þess vegna eigum við ekki (og ég er alls ekki að segja að þú hafir gert það) að draga úr fólki að leita réttar síns.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tjúa | 12. nóv. '15, kl: 23:02:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, ég er sammála. 

ert | 12. nóv. '15, kl: 13:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Eða hugsa ef ég kvarta þá batnar kannski þjónusta Barnaverndar.

Ef ég kvarta ekki þá veit Barnavernd ekki hvað þarf að bæta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 15. nóv. '15, kl: 11:52:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og kannski þarf viðkomandi bara að taka sér tak, hætta að vera svona sjálfmiðuð og komast yfir það sem var kannski bara alveg venjuleg afgreiðsla.

Sumir eru ofurviðkvæmir og taka öllu á versta veg.

ert | 15. nóv. '15, kl: 12:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, það má segja það í öllum málum. Af hverju að kvarta undan einhverju eða kæra eitthvað? Það er alveg möguleiki að málmeðferð eða atburður hafi verið alveg eðlilegur og að fólk sé að ímynda sér eitthvað og þurfi bara að komast við þetta.

Það er alveg spurning að taka bara af rétt fólks til kæru á málsmeðferð í stjórnsýslunni. Það sparast t.d. fullt af peningu við að leggja niður umboðsmann Alþingis og allar áfrýjunarnefndir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

snsl | 16. nóv. '15, kl: 12:59:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og kannski fer barnaverndarnefnd á bága við verklag og lög í afgreiðslu sumra mála á slíkan hátt að barnaverndarstofa gerir alvarlegar aðfinnslur og kröfu um úrbætur til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Orgínal | 12. nóv. '15, kl: 16:05:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kæra leikskólann fyrir að tilkynna? Það er langsótt. 


Landlæknir fer ekki með þessi mál. 


Hægt er að kvarta til Barnaverndarstofu yfir vinnubrögðum barnaverndar. Í kjölfarið fer Stofan yfir öll gögn málsins og sendir barnavernd niðurstöður með leiðbeiningum um betra vinnulag.


Kærunefnd barnaverndarmála tekur fyrir ákvarðanir barnaverndarnefnda sem þangað er skotið en varla er vinkonan að amast út í barnavernd fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að loka málinu?

og ég | 12. nóv. '15, kl: 18:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Félagsráðgjafar heyra undir Landlæknisembættið.

Orgínal | 12. nóv. '15, kl: 19:54:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki á þann hátt sem þú ert að tala um. Félagsráðgjafar fá leyfisbréfið sitt frá landlæknisembættinu en vinnsla barnaverndarmála kemur landlækni ekkert við. Þar fyrir utan eru alls ekki allir barnaverndarstarfsmenn félagsráðgjafar.

ert | 12. nóv. '15, kl: 19:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hægt að kvarta undan leyfisskyldum starfsmönnum til Landlæknis - hvort sem þeir vinna barnaverndarmál eða önnur mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 15. nóv. '15, kl: 11:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, og ég get ekki ímyndað mér að það komi mikið út úr því.

ert | 15. nóv. '15, kl: 12:40:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er nú frekar vegna þess að embættið hefur verið þekkt fyrir taka lítið á málum ne vonandi er það breytast með nýjum landlækni.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bdi | 13. nóv. '15, kl: 11:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mín reynsla af Barnaverndarstofu er ekki sú að  hún sé eftirlitsaðili, fremur stuðningsaðili og klappstýra fyrir BVN

Mainstream | 12. nóv. '15, kl: 17:34:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú ert með þvílíkt upphlaup útaf ekki svo stóru máli. Chill pill á ykkur báðar.

ert | 12. nóv. '15, kl: 17:37:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig veist þú hvað málið er stórt í augum móðurinnar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Þönderkats | 12. nóv. '15, kl: 18:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kæra barnavernarstofu fyrir að skoða tilkynningu sem stofnunin fékk? Þar sem málinu var strax lokað? What?

Þönderkats | 12. nóv. '15, kl: 18:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eða kæra leikskólann fyrir að hafa áhyggjur og tilkynna?

og ég | 12. nóv. '15, kl: 18:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og kemur fram á öðrum stað ætlar hún ekki að fara að kæra tilkynninguna heldur meðferð málsins og einstaka aðila sem komu að því. Þó að þetta hafi líklega rústað samskiptum hennar við leikskólann en það er annað mál.

ert | 12. nóv. '15, kl: 18:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú veist að Barnaverndarstofa er eftirlitsaðili og tekur ekki við tilkynningum. Hún tekur hins vegar við kvörtunum um málsmeðferð barnaverndar og barnaverndarnefnda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 12. nóv. '15, kl: 13:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

spurning hvort að þyrfti að tilkynna hana aftur ef hún bara orðin skelin af sjálfri sér og líkleg í örorku, nær hún að sinna barninu svona ásigkomin?

og ég | 12. nóv. '15, kl: 14:00:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt svolítið kaldhæðnislegt, finnst þér ekki?

ert | 12. nóv. '15, kl: 14:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já það er spurning hvort öryrkjar nái að sinna börnum sínum og það er alveg spurning hvort við örorkumat eigi ekki að tilkynna foreldra til Barnaverndar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 12. nóv. '15, kl: 14:01:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og svo hvort það eigi ekki að tilkynna barnavernd þegar fólk með örorkumat eignast börn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 12. nóv. '15, kl: 14:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já einmitt það sem ég var að meina.......

ert | 12. nóv. '15, kl: 14:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Tja ef við teljum hana vera hæpna í foreldrahlutverki á þeirri einu forsendu að hún er við að fara á örorku þá þá hlýtur það að við alla sem eru að fara á örorku.

Nema náttúrulega að við séum með fordóma gagnvart fólki sem verður miður sín út af samskiptum við Barnavernd.

En ef svo er þá skaltu aðeins passa þig - það eru nefnilega nokkur virðuleg nikk hér á bland sem hafa lent í slíku en þau tala ekki opinberlega um það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 12. nóv. '15, kl: 14:11:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

geturðu aldrei látið djók vera í friði? ég er að verða skelin af sjálfri mér hérna

ert | 12. nóv. '15, kl: 14:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst þetta kannski ekki fyndið af því að ég veit af nikkum (athugaðu fleirtöluna) hér á bland sem hafa orðið skelin af sjálfri sér jafnvel eftir barninu var skilað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 12. nóv. '15, kl: 14:16:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

erum við í hættu?

ert | 12. nóv. '15, kl: 14:19:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég myndi segja að fæstir foreldrar þyldu það vel þegar börn eru tekin af heimilinu. Þess vegna er það alvarlegt þegar barnavernd tekur börn af heimilinu og skilar þeim svo aftur. Það er þá oft búið að skaða foreldrana. Því miður er ekki hægt að segja við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli: "hættu þessu!" og fólkið jafnar sig. Ef svo væri þá væri lífið einfalt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 12. nóv. '15, kl: 14:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ok nú ert þú farin að tala um allt annan hlut sem ég nenni ekki inn í

Orgínal | 12. nóv. '15, kl: 16:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það koma sárafáar tilkynningar til barnaverndar frá leikskólum. Yfirleitt þarf mjög mikið til að leikskóli tilkynni þannig að getur ekki verið að þeir geðrænu erfiðleikar sem þú lýsir hafi verið byrjaðir og séu jafnvel ástæðan en ekki afleiðingin?

choccoholic | 12. nóv. '15, kl: 17:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý í Noregi og hér er það þannig að lang flestar meldingarnar til Barnaverndar koma frá leikskólanum, grunnskólanum og svo tannlæknunum. Skólinn sendir inn til skólahjúkku og barnaverndar tilkynningu ef nemandi er búinn að vera meira frá en 12 daga á skólaárinu td og tannlæknar melda inn ef barn mætir ekki 3 í röð í tímann sinn.

Orgínal | 12. nóv. '15, kl: 19:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það hljómar ágætlega. Grunnskólar eru líka ágætlega duglegir að tilkynna hér á Íslandi

choccoholic | 12. nóv. '15, kl: 17:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý í Noregi og hér er það þannig að lang flestar meldingarnar til Barnaverndar koma frá leikskólanum, grunnskólanum og svo tannlæknunum. Skólinn sendir inn til skólahjúkku og barnaverndar tilkynningu ef nemandi er búinn að vera meira frá en 12 daga á skólaárinu td og tannlæknar melda inn ef barn mætir ekki 3 í röð í tímann sinn.

Sikana | 12. nóv. '15, kl: 16:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Auðvitað á fólk að vanda sig, en ef það er í vafa þá er það barnið sem er grunur um að þurfi hjálp sem á að njóta vafans, en ekki foreldrið sem gæti tekið tilkynningu nærri sér. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

gulli81 | 14. nóv. '15, kl: 09:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef tilkynningin reynist ekki rétt, á barnið ekkert að fá að njóta vafans varðandi það?

Sikana | 14. nóv. '15, kl: 19:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna. Það að barnið njóti vafans varðandi ákvörðunina um hvort maður eigi að tilkynna snýst um að tilkynna grun - þó maður viti ekki fyrir víst að það sé "raunverulega barninu fyrir bestu" eins og Katrín Rós sagði þarna ofar. Maður lætur það þar með í hendur BVN að finna út úr því hvort barnið þarf raunverulega aðstoð eða ekki. Svo vonar maður auðvitað að ef tilkynning er ekki rétt sé málinu lokað án mikils tráma fyrir nokkurn mann, og ef hún er rétt vonar maður að foreldrar fái viðeigandi stuðning og börnin vernd. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

ert | 14. nóv. '15, kl: 19:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt - vafinn snýst um tilkynninguna og það að tilkynna, ekki um málsmeðferð barnaverndar sem á einfaldlega að fara eftir lögum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

gulli81 | 14. nóv. '15, kl: 21:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég er að meina er að það er svakalega stórt dæmi að taka börn af fólki og ef þau eru tekin er alveg ljóst að börnin fengu ekki að njóta neins vafa ef tilkynningin reynist svo röng, og í raun brotið gróflega á þeim með því að svipta þau foreldrum , öðru eða báðum tímabundið.

Bats
Degustelpa | 15. nóv. '15, kl: 11:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það að geta ekki skúrað eða vaskað upp segir ekkert með það hvort manneskja sé góða eða vond móðir!
Sjálf get ég ekki gert þessa hluti né marga aðra en ég tel mig samt vera góð móðir!

neutralist | 15. nóv. '15, kl: 11:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Heldurðu að börn spái mikið í það hver þvær eða skúrar á heimilinu? Eru þá allir feður sem ekki þvo eða skúra óhæfir uppaldendur? Allt fólk sem kaupir sé heimilshjálp óhæft?

Þú ert í ruglinu.

svarta kisa | 15. nóv. '15, kl: 20:39:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég vinn húsverk allan daginn alla daga svo að sonur minn verði ekki trámaður eftir uppeldið hjá mér. Ef mér fellur verk úr hendi legg ég fyrir pening sem ætti að duga fyrir sálfræðimeðferð fyrir hann þegar hann þarf að fara að takast á við alla vanræksluna...

Wik | 12. nóv. '15, kl: 18:42:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jah.... Það ætla ég að vona hennar vegna að hún lendi ekki í stærri áföllum á lífsleiðinni en það að þurfa að svara nokkrum spurningum frá barnavernd og jafnvel að fá þau í eina heimsókn.

Bats
neutralist | 15. nóv. '15, kl: 11:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jæja, þá ræður þú hana ekki sem barnapíu og málið er dautt.

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 12:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég man ekki eftir að hafa boðið þér pössun.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

svarta kisa | 15. nóv. '15, kl: 20:41:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Æi, ekki leika þig svona vitlausa. Það vita ALLIR að þú ert alltaf að bjóða þig fram til barnapössunar bara til að geta vanrækt börn og sleppt því að skúra í kringum þau. Í alvöru, ALLIR vita það...

fálkaorðan | 15. nóv. '15, kl: 20:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komm on það var bara einu sinni og ég sá ekki að mjólkin hafði helst niður.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

svarta kisa | 17. nóv. '15, kl: 02:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afneitun.is

fálkaorðan | 17. nóv. '15, kl: 10:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ok ok ég skal taka sporin

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 12. nóv. '15, kl: 22:41:36 | Svara | Er.is | 0

já algjörlega. 

evitadogg | 13. nóv. '15, kl: 10:47:56 | Svara | Er.is | 3

Ég þekki alveg nokkur dæmi þar sem fólk var tilkynnt og viðbrögðin afskaplega mismunandi enda mismunandi ástæður sem lág að baki. Í tvö skipti voru fjölskyldurnar aftur á móti frekar í sárum vegna vinnubragða bvn heldur en tilkynningarinnar, þeas að málin drógust á langin og virðist ekki hafa gætt meðalhófs.


Svo þekki ég líka mál þar sem "barnið" (var unglingur) sjálft var í sárum eftir á, enda var það tekið af heimilinu í ár á meðan á rannsókn máls stóð yfir og svo var málinu bara lokað og það sent til baka einn góðan veðurdag. Án þess að fara í of mikla díteila þá var málinu lokað þrátt fyrir að heimilisaðstæður voru ekki boðlegar svo það hefur kannski út á við virst vera tilefnislaus tilkynning. 

Zwandyz8 | 13. nóv. '15, kl: 23:18:21 | Svara | Er.is | 3

Ég hef lent í tilkynningu vegna gruns um ofbeldis. Tilkynninginu tek ég ekki nærri mér, en allt í kringum þetta mál hefur gert það að verkum að ég á mjög erfitt með að komast yfir það. Ég er skíthrædd ef að börnin mín fá marblett og ég veit ekki ástæðuna.

En eins og ég segi, tilkynninguna tek ég ekki svo nærri mér, auðvitað á að rannsaka það ef það er grunur um ofbeldi.

Í okkar tilfelli var leikskólinn búinn að ákveða það að maðurinn minn væri ofbeldismaður þar sem að hann er með geðsjúkdóm. Barnið mitt var yfirheyrt af leikskólastarfsmönnum þar sem það var meðal annars spurt: "Hvernig lítur mamma út þegar pabbi lemur hana"

Málið var ekki rannsakað frá byrjun, heldur var ég tekin í yfirheyrslur hjá lögreglunni og maðurinn minn ákærður. Engar læknaskýrslur voru skoðaðar né beðið um álit frá fyrri leikskóla og lækni fyrr en að við blönduðum lögfræðingi í málið.

Við vorum nýflutt og barnið tók illa í flutningana, ég taldi mig í góðu sambandi við leikskólann til að gera flutninginn eins góðan og við gætum fyrir það. Við erum opin í kringum geðsjúkdóm mannsins míns og höldum engu leyndu. Þetta sýnir bara að það eru alltof miklir fordómar í kringum geðsjúkdóma.

Það eru 2 ár síðan ákæran var felld niður, en þann dag í dag, er ég dauðhrædd ef það sést minnsta skráma á börnunum mínum!

Og í rauninni ætti ég ekki að taka þetta svona nærri mér, það var maðurinn minn sem var ásakaður fyrir þetta, ekki ég! Samt tek ég þetta mest nærri mér

Það hefur hjálpað mér að barnið fór á annan leikskóla og við vorum jafn opin í kringum allt. Leikskólastarfsmennirnir hafa verið mjög góðir í að hjálpa mér að komast í gegnum þetta og reyna að berja það inn í hausinn á mér að ég ætti ekki að vera með þessar stanslausu áhyggjur, en samt, en þann dag í dag er ég skíthrædd og veit ekki af hverju.

Ynda | 14. nóv. '15, kl: 09:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úfff !!
Já fordómar gagnvart geðsjúkdómum ríkja enn árið 2015...ömurlegt.

Flínkastelpa | 14. nóv. '15, kl: 23:47:36 | Svara | Er.is | 2

Þetta innlegg skil ég ekki, ég myndi fá nett sjokk ef ég væri tilkynnt en svo myndi það líða hjá eins og allt annað því ég hef ekkert að fela. Held meira að segja að ég yrði fegin þegar skjokkið liði hjá að það væri verið að fylgjast með börnunum mínum og þeirra líðan.

zunami | 16. nóv. '15, kl: 01:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svo eitt skil eg ekki það hafa borist tilkynningar a stelpu undir nafnleynd sem bua i sömu blokk að hun vanræki barnið og sinni ekki heimanami barnsins, tek það fram að hun þekkir engan i blokkinni, hvernig geta nagrannar vitað að hun sinni ekki heimanami barnsins? ney bara spyr.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47858 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien