Hæ, mig langar að panta frá Shein og ég heyrði að það kostar ekki neitt á póstinum, er það satt? Því þegar ég pantaði frá Aliexpress þá þurfti ég borga mikið (svona 1.300) en samt ekki fyrir ferðakostnað..
Málarinn87 | Sæll, það er enginn tollur á shein vörum, það er innifalið í verðinu Mæli s...
Sæll, það er enginn tollur á shein vörum, það er innifalið í verðinu Mæli samt með að panta allavegana fyrir 100 og eh evrur þá er free shipping En mundu að þú tekur alltaf smá áhættu að versla af þeim, það er enginn vöruvernd Ég hef pantað oft hjá þeim og eiginlega alltaf verið mjög sáttur, kom mér á óvart hvað það voru góð gæði í fötunum miða við verð En hef lent í að panta svona heavy duty verkfæra hillur sem áttu að koma tvær saman og fékk bara eina og þegar ég hafði samband þá sögðu þeir bara að ég hafi víst fengið þetta og málið dautt (Samt var ég með sönnunn, kassinn var alltof lítill tilað rúma tvær) Svo pantaði sonur minn um daginn og fékk sendingu af fötum sem voru með sjúklega mikla fúkalykt, svo slæma að við urðum að henda þeim í ruslið. En tek samt fram að eiginlega alltaf þegar ég hef pantað þá hefur ekki verið neitt vesen Mæli líka með að þvo öll föt vel fyrst áður en þú notar þau, það hefur áður mælst led yfir viðmiðunar mörkum og því mjög mikilvægt að þvo þau vel áður en þú notar þau, en ætti ekki að vera neitt issue ef þú gerir það bara. En safnaðu vörum í körfuna þanga til þú færð free shipping og þá geturu líka notað afsláttar coupon ofan á það :)
Telmaha | Heyrðu, ég er einmitt að reyna að panta fra shein og mig sýnist ekki hægt að...
Heyrðu, ég er einmitt að reyna að panta fra shein og mig sýnist ekki hægt að velja shipping to iceland, bara Ireland og Italy. Hvað er ég að gera vitlaust?