Trooper vesen

takecover | 6. des. '14, kl: 20:30:10 | 290 | Svara | Er.is | 0

Ég er með 98'' Isuzu Tropper sem er með 3,0 L disel vélinni.

Vesenið sem er á bílnum hjá mér er að smurþrýstings mælirinn inn í bíl segir að það sé enginn smurþrýstingur á vélinni hjá mér, en bíllinn fer í gang og gengur eðlilega enginn aukahljóð, sem hann á víst ekki að geta gert ef það sé enginn smurþrýstingur á honum, það er eitthvað tengt því að það er comon rail kerfi í þessum vélum.
það logar líka rauða ljósið með mynd af olíu könnu í mælaborðinnu
er búinn að skifta um olíupunginn sem er á húsinnu sem smursían er á og það er enginn breyting

eru menn með einhverjar hugmyndir um hvað það er sem er að hrjá bíllinn.
vonandi að þessi lýsing meiki einhvern sens hjá mér.

 

Öryrkjafýlumúslí | 6. des. '14, kl: 20:54:59 | Svara | Er.is | 0

það eru tvær smursíur í bílnum og þá væntanlega tveir þrýstiskynjarar, þessir bílar eru viðkvæmir fyrir því að ef skipt er um síur og þær ekki fylltar af olíu áður en þær eru skrúfaðar upp lenda menn í veseni með lofttappa í smurgöngum og ýmsa kvilla. En það er rétt hjá þér að vélin á ekki að fá gangheimild á spíssa nema það sé kominn smurþrýstingur svo það er skrýtið að hún skuli fara í gang en rennir líka stoðum undir að þrýstiskynjararnir séu tveir, einn fyrir vélartölvuna og annar fyrir mælaborð.

takecover | 6. des. '14, kl: 22:27:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oki ég tekka á þessu en ef þetta sé loft tappi hvað get ég þá gert til að losa hann. En í sambandi við það að bílinn fari ekki í gang nema hafa smurþrysting er þetta upplýsingar sem ég fékk frá kunningja mínum sem er mikill trooper maður

Hins vegar er það staðreynd að bíllinn getur ekki gengið án smurþrýstings. Í raun gengur hann vegna hans. Þar sem sm.ol.þrýstingnum er beitt með misháum þrýstingi (minnir frá 40-400 bör) inná spíssana og þrýsta þannig eldsneytinu (ca 1200 bör) inní strokkinn.
Finnst greiningin frá þeim sem þú minnist á frekar líkleg. Og þá spurning hvort eitthvað hafi verið átt við mótorinn og hreinlega ekki verið tengt aftur við þrýstinemann (smurpunginn).
Eins og ég segi ef hann fer eðlilega í gang er sm.ol. þrýstingurinn ok.
Helstu vankantar Þessara bíla þ.e.árg."98-"03 er "stýribúnaðurinn" utan á vélinni. Þ.e. Þarna er olíuverkið farið og "common rail" kerfi komið í staðinn. Þar með er mesti sjarminn farinn af díselvélinni. Fyrir þær sakir að hún er orðin háð rafmagni... kramið sjálft þ.e. mekanik er mjög gott

Öryrkjafýlumúslí | 6. des. '14, kl: 23:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er einhver misskilningur hjá þér, smurolían er ekki leidd að spíssunum, eldsneytiskerfið á common rail er uppbyggt af háþrýstidælu, rail-inu sjálfu og dæluspíssum, smurþrýstingur á vélum fer sjaldan yfir 5bör. Best væri náttúrulega fyrir þig að taka smurpunginn úr og tengja manual mæli til að vera fullviss um að þú sért með smurþrýsting. Ps greiningin er frá mér sjálfum,er Vélfræðingur.

takecover | 6. des. '14, kl: 23:27:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oki ég tékk á þessu. þetta svar með að ólian sé leidd að spíssunum og það allt kemur frá mjög reyndum vélstjóra

haukur78 | 9. des. '14, kl: 20:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nú bara nýbúið að gerast hjá mér. Málið er, samkvæmt Isuzu sjéní, að það er "2falt smurkerfi" eða s.s. olíudælan dælir smurolíu inná vélina og svo er svona svokallað pickup rör sem að ég held tekur olíu frá smurdælu og að fer beint inná turbínu. Þar við er smurþrýstimælir. Veit samt ekki hvort það er annar einhverstaðar eða ekki. En þetta pickup rör vill stundum gefa sig eða eitthvað slíkt. Þá missir lögnin og þar af leiðandi túrbínan og einhver annar mikilvægur staður einhverstaðar við sveifarásinn. Smurolíuleisið þar getur getur gert það að verkum að endaslag stimpla getrur orðið of mikið sem einhver nemi eða nemar geta pikkað upp og neitað með öllu vélinni að fara í gang. Svo rífur túrbínan sig á no time ef henni er snúið í akstri. Og eins og hjá mér þá mun hún brotna. Veit þetta því að það er verið að setja aðra túrbínu í as we speak. En vélin að mestur fær smurþrýsting enda er þetta mekanískur búnaður sem annað hvort virkar eða ekki. Og virki hann ekki verðuru fljótt var við það sem og á kvarðanum. Er minna á honum þegar bíllinn er í gangi en þegar dautt er á honum ef dælan virkar. Smurdælurnar í trooper eru yfirleitt til friðs.
Getur verið að ég sé ekki að hafa þetta 100% rétt eftir en í grunnin er þetta svona. Þetta hef ég eftir Birni á áftanesi. Hann vita flestir hver er sem hafa þurft varahluti í trooper. Bara alls ekki keyra bílinn því þá taparu túrbínunni og það er aldrei undir 100þ.

Gangi þér vel.

haukur78 | 9. des. '14, kl: 20:39:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og það að þetta komi frá reyndum vélstjóra(ég er vélstjóri líka)hefur ekkert með Isuzu vélar að gera enda er margt spes í þeim sem er ekki í öðrum vélum eða er öðruvísi. Og vélstjórnarnámið kennir grunninn en ekki sérhæfingu. Og það til að vel sé þarf sérhæfða menn í þessa vélar. Sem skýrir það að mörg minni verkstæði frábiðja sér viðgerðir á þessum vélum:) Svo er það nú rétt og ekki rétt með smurolíuna og spíssana. Þar er einnig nemi til að nema þrýsting á smurolíunni sem hefur þann tilgang að kæla spíssana. Það er ekki möguleiki að dæla smurolíu sem hefur þessa þykkt upp undir 400 bör í gegnum þessi agnarsmáu göt sem olían þarf að ferðast í gegn. Að ég tali nú ekki um í köldu veðri eða frosti. Sá sem heldur því fram er nú ekki merkilegur pappír sem vélstjóri nema auðvitað að einhver misskilningur hafi orðið á milli manna sem getur alltaf gerst:) Og ef bíllinn er með common rail kerfi þá er það alltaf eins. Þ.e. common rail háþrýstidæla sem dælir hráolíunni uppí eitthvað svakalegt, forðagreinin og svo spíssunum. Svo er mismunandi útfærsla á þessu eftir framleiðundum en í grunnin allt það sama. Smurolía hefur ekkert beint með sjálft kerfið að gera.

Og þannig er það. Bíð spenntur eftir mótsvörum hehe:)

demo1333 | 13. des. '14, kl: 00:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er 2 falt smurkerfi á þessum vélum annað til að smyrja mótorinn. Hitt kerfið knýr eldsneytisspíssana sem dæla díselolíu inná stimplana.
Það er mikilvægt að nota rétta smurolíu á þessa vél þetta á að vera 5w30 olía og það á að skipta um báðar smursíunar en þær eru 2 stk af þeim.
og ekki að láta líða meira en 5000 km á milli olíuskipta. Það er algeing bilun að olíurörið (smurolíu) sem er innaní olíupönnuni brotni og valdi bilun. þetta var lagað í mínum bíl . Eg á 2000 mótel ekinn 260.000 km og hefur verið til friðs að mestu leiti. Kostur við þessa bíla eru hvað þeir eru rúmgóðir , gott að ferðast í þeim, Eyða litlu , Ég hef ekið 670 km lengst á fullum tanki 80 lítrar, Kram gott , Gallanir eru að þessi vél 3,0L dísel 4JX1 sem hún heitir . er og flókinn Isuzu fór að þróa common rail kerfi sem var of flókið þetta er undanfari kerfana í dag sem eru flest orðinn rafstyrð að öllu. hefðu þeir nú bara hent einhverjum öðrum GM díselmótor í þessa bíla á sínum tíma . Ég veit um einn sem setti 3,1L mótor í sinn Trooper. mótorinn úr Isuzu pickup.

takecover | 13. des. '14, kl: 18:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er búinn að taka pönnuna undan og skifta um pakkningarnar á báðum olíu rörunum. er að fara í kvöld að skifta um síur og setja olíu og sjá hvað gerist.

Varðandi kunningja minn véltjórna sem ég talaði um, hann er mjög fær í sínu fagi og ástæðan fyrir því að ég ræddi við hann en ekki einhvern biðvélavirkja er að hann er búinn að eiga Troopera meira og minn síðan þeir komu til landsins og hefur skrúfað allt framm og til baka í þessum bílum. en hann ruglaðist eitthvað að hvað það er mikill þrýstingur á kerfinu :D

Haffibesti | 14. des. '14, kl: 14:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haukur78, held að þú og þinn reyndi vélstjóri séu eitthvað með þetta vitlaust. Allavega þrátt fyrir sína miklu reynslu á niðurrifi á þessum bílum og að að því er virðist getgátum á uppsetningu vélarinnar og virkni olíunnar í vélinni er að ég held ekki alveg rétt.
Mig grunar, eins og fram hefur komið að smurolían komi ekki neitt nálægt commonrail kerfi vélarinnar á nokkurn hátt. En hins vegar sér smurolían um að bæði smyrja OG kæla innspýtingarspíssana og það skýrir tvær smurolíusíur og líka af hverju smurolían þarf að vera af ákveðjum þykktarstuðli. Gæti einnig verið að smurolían fari líka í að smyrja og kæla háþrýstidæluna sem dælir undir gífurlega miklum þrýstingi dieselolíunni að innspýtingarspíssunum (það sem hefur verið kallað dæluspíssar hér) og svo er það tölvustýring sem sér um að opna spíssana á réttum tíma með því að hleypa straum á segulliða (solenoid) sem opnar spíssann nokkrum sinnum í hverju kveikislagi.
En eins og ég segi þá hefur maður oft séð hina mestu snillinga, hámenntaða eða sjálfkennda fara með hina og þessa spekina og trúandi því að þeir hafi rétt fyrir sér, en það nær stundum bara ákveðið langt í að vera 100% rétt ;)

haukur78 | 14. des. '14, kl: 16:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu haffibesti! Var ég ekki að segja þetta sama svona í grunninn? Ertu nokkur einn af þeim sem þú talar um sjálfur? Lestu aftur og Gleðileg jól :)

Það var gott að geta hjálpað ef maður átti þátt í því en leitt með bínuna. Segi bara velkominn í hópinn :) En þú getur haft samband við Björn í síma 6730710 og hann getur kannski reddað þér góðri bínu á sanngjörnu verði.

Kv, Haukur

Haffibesti | 14. des. '14, kl: 19:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er rétt hjá þér Haukur og biðst ég afsökunar á þessu, og beini hér orðum mínum í fyrri innleggi til upphafsmanns þráðarins ;)

takecover | 14. des. '14, kl: 23:34:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir hjálpina strákar er búinn að finn bínu sem verður versluð eftir helgi.

Ég er búinn að lesa mig mikið til um þessar vélar undanfarna daga og allt sem ég hef rætt við kunningja minn (vélstjóran) hefur staðist í þessari viðgerð minni en ég nenni ekki að þrasa um þetta hérna þannig að ég þakka bara fyrir mig og njótið

takecover | 14. des. '14, kl: 23:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir utan þrýstings tölunar hann ruglaðist eitthvað þar sagði hann mér

haukur78 | 13. des. '14, kl: 19:22:36 | Svara | Er.is | 0

Skoðaðu vel hvort það séu nokkuð neinar sprungur þar sem vinklarnir eru soðnir á rörin í pönnunni. Vill oft brotna upp og þá heldur ekkert rörinu föstu.

takecover | 14. des. '14, kl: 01:29:35 | Svara | Er.is | 1

Takk fyrir hjálpina þetta er allt komið saman og smurþrýstingur eðlilegur þetta voru pakkningarnar á pickup rörunum. en túrbínan hrundi við þessa bilun vegna skorts á smurningu þannig að henni verður skift út fljótlega

innib | 19. mar. '15, kl: 22:05:40 | Svara | Er.is | 0

Hæ, getur eitthver hér bent mér á eitthvern trooper sérfræðing sem tekur að sér viðgerðir, held það sé farin olíu dæla, er það stór mál ?

takecover | 19. mar. '15, kl: 23:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er enginn smurþýstingur á mæli og olíukönnuljósið logar?

innib | 20. mar. '15, kl: 22:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei bíllinn fer ekki í gang og olía út um allt á spíssum

takecover | 21. mar. '15, kl: 00:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá myndi ég halda að þéttingarnar í spíssunum væru farnar en ætla ekki að lofa því.

http://www.itocuk.co.uk/forums/ þessi síða hefur hjálpað mér mjög mikið með að lesa mig til um allskonar vandamál í trooper, en varðandi einhvern viðgerðar mann á trooper er ég alveg tómur.

prufaðu að spyrjast fyrir hérna inni http://www.jeppaspjall.is/viewforum.php?f=18&sid=bbb0e6f60fdf62e7d853f143f1d5b946 þarna eru nokkrir fróðir í trooper fræðum

innib | 21. mar. '15, kl: 16:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta

innib | 21. mar. '15, kl: 16:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Síða 3 af 46344 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien