Tryggingafélög

HeraF | 6. des. '17, kl: 13:39:09 | 90 | Svara | Er.is | 0

Sæl öll, Erum par í fyrstu fasteign að skoða hvar við ættum að tryggja. Eruð þið að mæla með eða á móti einhverju sérstöku? Hvað er fólk að borga að meðaltali fyrir tryggingapakkann á ári - 1 gamall bíll, líf og sjúkdóma tryggingar.

 

kaldbakur | 6. des. '17, kl: 16:21:24 | Svara | Er.is | 0

Ætli það verði ekki að tryggja fasteign gen eldsvoða svo eru heimilstryggingar gagnvart húsmunum og óhöppum.
Nú ef fólk vill þá er húseigendatryyging varðandi skaða á fasteign. Bilatryggingar.
Líft- og slysatryggingum myndi ég sleppa þar sem lífeyrissjóðir dekka þetta.
Það sama á við ferðatryggingar heimilistrygging dekkar það kannski eða bara kreditkortið þitt.
Já þetta er það helsta.... tryggingarfélög... TM hefur reynst mér vel :)

Hulda32 | 6. des. '17, kl: 17:12:04 | Svara | Er.is | 0

það borgar sig að kaupa húseigendatryggingu ef hún er ekki þegar á öllu húsinu (ef það er fjölbýli), sú trygging dekkar margkt sem kemur uppá innan íbúðarinnar, t.d. leka frá uppþvottavélum o.fl. Ég er ekki sammála Kaldbaki um að lífeyrissjóðir dekki líf- og slysatryggingar. Ég hef sjálf lent í aðeins of mörgum slysum og lífeyrissjóðurinn hefur ekki borgað krónu í kosnaðinum en aftur á móti fékk ég þó nokkuð mikið greitt frá VÍS úr frístundaslysatryggingunni sem fylgdi í F+. Fáðu tilboð frá öllum helstu tryggingarfélögunum, farðu vel yfir hvað er innifalið hjá hverjum, hver sjálfsábyrgðin er o.s.frv. Þegar þú ert búin að ákveða hvað þú telur besta kostinn geturðu prófað að prútta verðið eitthvað aðeins niður, sérstaklega ef þú ert með lægra tilboð frá einhverju öðru félagi fyrir sambærilega tryggingu.

Þegar ég bjó á Íslandi var ég með F+ tryggingar og bíla- og húseigendatryggingu. Inni í þeim tryggingum var svo einhvers konar kaskótrygging sem náði yfir t.d. tölvur, sjónvarpið o.fl. Það fer eftir því á hvaða aldri þið eruð hvaða trygging hentar best en góður tryggingaráðgjafi ætti að geta fundið það út með ykkur. Húseigendatryggingin greiddi tjón sem varð þegar uppþvottavélin var vitlaust tengd (af fúskara sem hafði talið mér trú um að hann væri fagmaður), það lak niður í tvær íbúðir fyrir neðan og tryggingarnar greiddu allt að frádreginni sjálfsábyrgð.

Það er gott að reikna ca hvað innbúið er mikils virði og hvað það myndi kosta að endurnýja það ef eitthvað kæmi uppá. Sum tryggingafélög setja mjög hátt mat á innbúið en það er auðvitað misjafnt hvað fólk er með dýr húsgögn og annað innbú.

Munið svo að fara vel yfir endurnýjun á tryggingunum á hverju ári og hafa samband við tryggingarfélagið ef þær hækka mikið á milli ára. Yfirleitt tókst mér að fá einhverja tugu þúsunda í lækkun með einu símtali.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Húðsjúkdómalæknar Riceroniee 23.5.2018
Afhverju eru rúða og gluggi ekki sama orðið eins og í ensku? Hanolulu111 22.5.2018 23.5.2018 | 13:54
Threading/ plokkun á íslandi kara11 22.5.2018 23.5.2018 | 13:10
Reykjavíkurborg safnar skuldum kaldbakur 22.5.2018 23.5.2018 | 13:03
Greiðslumat í dag - hvað er best/auðveldast? Yxna belja 21.5.2018 23.5.2018 | 11:03
Geyma Facebook skilaboð Iness 22.5.2018 23.5.2018 | 09:24
Eru soyavörur í lagi? Gunny88 21.5.2018 23.5.2018 | 09:21
BRCA rannsóknin epli1234 23.5.2018 23.5.2018 | 08:52
Orðið Kani fyrir Ameríkana Hanolulu111 23.5.2018
Orðið villingur Hanolulu111 23.5.2018
Íslenska orðið fyrir pareidolia? Hanolulu111 23.5.2018
Þjóðtrú um Péturskip Hanolulu111 23.5.2018
Góðir dæmigerðir hamborgarar í borginni Ellert0 21.5.2018 22.5.2018 | 23:57
pæling um barnabætur frá DK eftir fluttningar single mom 22.5.2018 22.5.2018 | 23:36
Krónískar þvagfærasýkingar anyone ?? fróna 6.5.2018 22.5.2018 | 23:12
leiguhúsnæði-riftun sæskjaldbaka 20.5.2018 22.5.2018 | 23:09
Eurovision sakkinn 13.5.2018 22.5.2018 | 23:07
Útilega með ungabarn skvisan93 22.5.2018 22.5.2018 | 22:46
yfir a debitkorti azeta 21.5.2018 22.5.2018 | 21:18
Þegar það er ekkert að gera hjá löggunni lillion 22.5.2018
Paris eða Italia Milano, Rom.? Stella9 21.5.2018 22.5.2018 | 19:22
þrif í Seljahverfi fjóla22 22.5.2018 22.5.2018 | 19:21
Skólp dídí89 18.5.2018 22.5.2018 | 19:19
Hundasnyrting í Reykjanesbæ asta12345 20.5.2018 22.5.2018 | 18:48
Blandari kókó87 22.5.2018
Wow freyjur viðtöl. bella1290 22.5.2018
Afhverju skrifar maður "hvenær" en seigir ,,hvenar"? Hanolulu111 22.5.2018
Ermar á leðurjakka Iness 21.5.2018 22.5.2018 | 14:58
Sögur frá Hollywood á Ármúla 5. Hanolulu111 22.5.2018
Íslenskt tal á erlendum myndum? Hanolulu111 22.5.2018
Eru til íslenskir samfélagsmiðlar? Hanolulu111 22.5.2018
Hormónastafurinn?? brownee 12.6.2009 22.5.2018 | 13:13
Þunnt hár? aparassinn 20.5.2018 22.5.2018 | 12:49
Er Hamraborg "miðbær" Kópavogs? Hanolulu111 16.5.2018 22.5.2018 | 11:10
Iphone 6s mánaskin 21.5.2018 22.5.2018 | 08:29
BRCA2 Fuzknes 15.5.2018 22.5.2018 | 00:37
Bókmenntafræði Eitursnjöll 21.5.2018
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 21.5.2018 | 21:51
Fluttningsþrif epli1234 21.5.2018
Íslenskt efni m/ enskum texta? Wilshere19 21.5.2018 21.5.2018 | 16:33
Gefa blóð með kvef? KolbeinnUngi 21.5.2018
Vantar svo einhvern til að þrífa raðhús í Seljahverfi:) fjóla22 30.10.2017 21.5.2018 | 14:08
Aldraðir, hjúkrunarheimli kronna 17.5.2018 21.5.2018 | 13:51
Allt ókeypis en einhver borgar. Dehli 17.5.2018 21.5.2018 | 13:20
Snjallöryggi hjá Öryggismiðstöðinni. Graceland 18.5.2018 21.5.2018 | 11:30
Hvaða veitingastaðir eru opnir í dag? baldurjohanness 21.5.2018 21.5.2018 | 10:28
Hvaða veitingastaðir eru opnir í dag? baldurjohanness 21.5.2018
Laun fyrir skrifstofustarf Jinglebells 18.5.2018 21.5.2018 | 06:36
Eru gæludýrabúðir opnar á öðrum í hvítasunnu? VaViMaTT 21.5.2018
Beinskiptur eða sjálfskiptur bíll ? H258 19.5.2018 20.5.2018 | 23:54
Síða 1 af 19653 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron