Tryggingarfé húsaleigu og skil á íbúð (þrif og málun)

Yxna belja | 27. mar. '15, kl: 18:55:20 | 367 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver gert kröfu í tryggingarfé vegna þess hvernig íbúð var skilað? Íbúð er sem sagt drulluskítug (ekki illa þrifin skítug heldur raunveruleikasjónvarpsskítug) og líklegt að jafnvel þurfi að mála einhverja veggi eða heilu rýmin. Vitið þið hvað þriffyrirtæki eru að taka fyrir að heilþrífa tóma íbúð? 110 fm íbúð.

 

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

eradleita | 27. mar. '15, kl: 19:04:07 | Svara | Er.is | 3

Á ekki leigusalinn að sjá um að láta mála?  Það fer kannski eftir því hvað leigjendurnir voru lengi í ibúðinni en ef þeir hafa verið þar í einvher ár held ég að það teljist eðlilegt að þurfa að mála alla íbúðina.  Skítinn hefður leigjendurnir samt tvímælalaust átt að taka með sér og það er örugglega réttlætanlegt að gefa þeim annað hvort kost á að koma aftur og þrífa eftir sig eða ráða einvhern annan í verkið og taka það af tryggingunni.  

______________________________________________________________________________________________

Yxna belja | 27. mar. '15, kl: 22:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

1 og hálft ár og íbúðin var máluð milli leigjenda - sem sagt hún var máluð fyrir 1,5 ári.  Ég málaði síðast heima hjá mér fyrir amk 5-6 árum og það sér ekki á veggjum hjá mér þannig að...

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

eradleita | 27. mar. '15, kl: 22:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já maður hefði haldið að málning ætti að endast í nokkur ár

______________________________________________________________________________________________

Helvítis | 27. mar. '15, kl: 19:54:33 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í því sama, íbúðin var drulluskítug, samt voru þau sko "búin að þrífa".

Umgangurinn var slíkur að slípa þarf parketið og skipta um borðplötu á eldhúsinnréttingunni, tryggingin dekkar ekki kostnaðinn.

Veit ekki alveg hvernig ég ber mig að við að rukka inn kostnað fyrir rest.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Yxna belja | 28. mar. '15, kl: 14:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa nú að tryggingin dekki þetta, amk þrif og ef það dugar ekki til og það þarf að mála eitthvað. En svo eru reyndar að koma í ljós skemmdir, t.d. á gólfefnum, gluggum og svalahurð... þannig að næstu dagar verða spennandi!

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

eradleita | 28. mar. '15, kl: 14:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf ekki að fá einhvern óháðan til að meta hvort skemmdir eru vegna slæmrar umgegngni eða hvort þær flokkist sem eðlilegt slit?  'Eg þarf bráðum að fara að leigja mína íbúð út og er strax farin að kvíða fyrir. 

______________________________________________________________________________________________

Yxna belja | 28. mar. '15, kl: 14:31:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, ef að leigjendur samþykkja ekki kostnaðinn sem þú gefur upp fyrir viðgerðum þá þarf að fá matsaðila. 


En já, fyrir utan sóðaskapinn þá eru skemmdirnar á mínu húsnæði í flestum tilfellum út frá einhverju sem skilgreina mætti sem eðlilegt slit, t.d. að gluggalistar hafi verið orðnir ónýtir og að gluggajárn hafi eyðilagst (skil samt ekki alveg hvernig hægt er að eyðileggja næstum öll gluggajárn í íbúðinni á 1,5 ári en skal láta það liggja á milli hluta). Að minni hálfu hefði ekki verið neitt mál að laga þessa hluti, hefði lagað þá samdægurs ef ég hefði verið látin vita. En aldrei á 1,5 ári hafi leigjendurnir minnst á að eitthvað hafi skemmst en þess í stað leyft gluggum að slást til lausum með tilheyrandi sliti og skemmdum, gluggakistur eru ónýtar vegna regnvatns sem hefur komist inn um þessa opnu glugga, jafnvel vatnsskemmdir á gólfefnum við glugga og svo frv.


Og það er ekki eins og ég búi langt í burtu eða þeir hafi ekki upplýsingar um hvernig á að ná í mig eða eitthvað. Ég bý nánast í næsta húsi, er með leigjandann á facebook og hef hitt þetta fólk nokkuð oft á þessu eina og hálfa ári og ALDREI hefur verið sagt frá því að eitthvað hafi bilað eða skemmst. Alltaf bara að allt sé í góðu lagi.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Helvítis | 28. mar. '15, kl: 14:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, það er sko ekki gaman að standa í svona.

En þú ert heppin að eignin þín er á Íslandi og þú hefur töluvert betri líkur á því að fá þetta bætt en ella.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Yxna belja | 28. mar. '15, kl: 14:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, er líka heppin með það mínir leigjendur hafa alltaf staðið í skilum og það hafa aldrei verið nein vandræði af þeim, hefði alveg hiklaust leigt þeim áfram (en já, þá vissi ég náttúrulega ekki um umgengnina). Og ég hef þessa tryggingu sem pressu á þá að láta þrífa íbúðina almenninlega og laga skemmdir af þeirra völdum.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Helvítis | 28. mar. '15, kl: 14:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mínir gerðu það líka og ég vissi ekkert og grunaði alls ekki að þau gengju svona illa um.

Þegar ég fór út og fór yfir íbúðina með þeim var baðherbergið svoleiðis allt út í kalki og gjörsamlega ógeðslegt, sömuleiðis var parketið hrikalega rispað, sprunga í baðherbergisvaskinum, ofninn lokast ekki almenniega og eldhúsbekkurinn ónýtur þar sem þau létu bara vatn uppvöskunarrekka liggja á honum og leirtauið þorna þannig. Ógeð.

Þetta vildu þau meina vera eðlileg slit, ég hélt nú ekki.

Alveg ótrúlegt hvað fólk hefur lága skítaþröskulda sumt hvert.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. mar. '15, kl: 14:50:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En já, tryggingin dekkar alls ekki skemmdirnar hjá mér.

Veit ekkert hvert ég á að snúa mér því þótt ég hafi boðið þeim að finna óháðan aðila til að meta skemmdirnar á mót mínum óháða aðila þá geta þau bara sleppt því að borga og það væri heimskt af mér að fara í einkamál við þau þar sem það myndi kosta meira en skemmdirnar.

Ömurlegt þegar farið er svona með eigur manns.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

anjos | 27. mar. '15, kl: 20:11:54 | Svara | Er.is | 1

Ég hef einu sinni lent í því. Við mættum á staðinn, þá var húsið ólæst, búið að sóp gólfið illa og fela hauginn bakvið hurð og allt húsið ógeðslegt. Við hringdum í parið og sögðum að ef þau kæmu ekki tilbaka og þrifu betur þá mundum við taka þrifin af tryggingunni. Þau komu tilbaka og þrifu betur og fór ekkert lengra.


Hefurðu prófað að láta þau vita að ef hún verður ekki þrifin betur þá muntu taka af tryggingunni?

Yxna belja | 27. mar. '15, kl: 22:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endanleg skil hafa ekki farið fram. En ég er búin að sjá íbúðina samt sem áður. Ég mun að sjálfsögðu bjóða þeim fyrst að þrífa sjálf en já ég sé ekki alveg að það sé fræðilegur möguleiki að þrífa íbúðina þannig að hún geti talist íbúðarhæf fyrir skil um helgina nema þau séu búin að ráða 20 manna þrifher.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 28. mar. '15, kl: 09:25:10 | Svara | Er.is | 0

En hefur einhver keypt eða fengið tilboð í alþrif/flutningsþrif hjá þriffyrirtæki og veit c.a verðið á þjónustunni?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

kauphéðinn | 28. mar. '15, kl: 14:13:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

http://www.heimilisthrif.is/?page_id=816

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Yxna belja | 28. mar. '15, kl: 15:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir þetta :)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47932 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien