Tvískinnungsháttur, ofbeldi í samböndum

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 18:15:37 | 932 | Svara | Er.is | 15

Hvernig stendur á því að á sama tima og sumar konur keppast um að dásama að sögur um kynferðisbrot og ofbeldi eru ekki lengur þaggaðar niður þá halda þær ekki vatni yfir hversu dásamleg myndin ´50 shades of grey´ er?

 


musamamma

Nói22 | 23. ágú. '15, kl: 18:16:59 | Svara | Er.is | 2

Af því að þær eru bjánar.

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 18:18:05 | Svara | Er.is | 5

gera kannski greinarmun á lífsins alvöru og afþreyingu?

ekki að ég hafi lesið eða horft á 50 shades

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 18:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Það hefur þegar komið dómsmál þar sem maður nauðgaði konu og sagðist vera að leika atriði úr bókinni/myndinni. Sagan gefur sig ut fyrir að vera BDSM en er það ekki, þetta er bara viðbjóður. Ungar stelpur lesa þetta og fá brenglaða hugmynd um hver valdahlutföllin eigi að vera í samböndum, þetta er engu skárra en gaurinn sem gaf út bækur á Amazon um hvernig a að nauðga.


musamamma

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 18:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég veit það alveg

það er samt alveg hægt að njóta absúrd afþreyingar án þess að fá einhverjar ranghugmyndir eða fara að leika allt eftir sem maður les og horfir á, þeir sem gera það eru eitthvað veik fyrir og ekki hægt að skella því á leikina/myndirnar/bækurnar

Nói22 | 23. ágú. '15, kl: 18:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég held reyndar að þetta leiði til ranghugmynda. Ég hef alveg rifist við konur sem halda því statt og stöðugt fram að hegðun Christians sé nú svo rómantísk og þau elski hvort annað og hún hafi þurft að komast að því af hverju hann sé svona og bla bla bla. Ég meina kommon. Ef einhver maður er þannig að hann þarf að dómínera konur að þá bara fer maður. Maður er ekkert áfram til að finna út af hverju. Maðurinn er bara sjúkur. 

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 18:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Loksins erum við sammála.


musamamma

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 18:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ef eitthvað er þá held ég að rómantískar gamanmyndir (flokkast 50 shades undir það?) hafi gert mestan skaða hvað sambönd varðar. fólk er alveg uppfullt af hollywood ást að ekkert samband stenst samanburðinn. svo er þetta með að halda að "hann breytist fyrir mig" sem virðist vera svakalega sterkt hjá mörgum

ég held að það þurfi samt eitthvað meira til en bara 50 shades til að þessi viðhorf nái einhverri bólfestu hjá fólki. held að sexismi og ranghugmyndir um hegðun kynjanna sé svo samtvinnað okkur að fólk áttar sig ekki á þessu

Nói22 | 23. ágú. '15, kl: 18:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

"Hann breytist fyrir mig" er reyndar alveg svakalega sterkt í 50 shades. Hún að reyna að breyta honum og komast að því af hverju hann sé svona þegar hún í raun og veru ætti bara að láta sig hverfa. Walk away. Allt of mikið um að konur (í raunveruleikanum) séu að púkka upp á einhverja lúsera af því að "það er góður maður þarna innst inni. Ég bara veit það". Sem er ástæðan fyrir því að sumar konur eru alveg þvílíkt að rómantísera þetta samband í 50 shades. Hann elski hana og vilji vera með henni og hann vilji breytast fyrir hana og ble ble ble. Ég gæti alveg ælt þegar ég hlusta á enn eina konuna vera að tala um hvað þetta sé nú allt rómantískt og krúttlegt.

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 18:50:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er eitt einkenna kvenna í ofbeldissamböndum, að vorkenna svo manninum fyrir að geta ekki ráðið við sig - útaf því að hann átti svo bágt í æsku, Þeir nota allir sama gamla handritið, aftur og aftur. Svo er komin bók um það hvað HANN var að hugsa - mig langar ekki einu sinni að hugsa til þess hvað stendur þar. Fullt af fólki hefur lennt í allskonar sjitti og það lemur ekki þá sem það elskar. 

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 19:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þetta er frekar sjúkt, ég persónulega sé ekki applealið við þetta (50 shades á ég við)

ég held samt að við spornum ekki við ofbeldissamböndum eða sjúklegri hegðun fólks með því að taka 50 shades sérstaklega út fyrir sviga, það þarf bara að vinna markvisst að viðhorfsbreytingu og forvörnum hvað varðar ofbeldisfulla hegðun í samböndum og kynlífi sem er nú sem betur fer eitthvað á uppleið núna

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 19:09:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Að taka 50 shades út fyrir svigann er einmitt mjög fínt. Þetta eru bækur sem svakalega margar konur lesa og þess vegna tilvalið að fá þær til að hugsa dæmið lengra. 

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 19:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég er sammála því

ég var kannski frekar að meina að það er ekki hægt að kenna 50 shades um brenglaða hegðun fólks eða brengluð viðhorf fólks til ákveðinnar hegðunnar (skilst þetta? hah)

Nói22 | 23. ágú. '15, kl: 19:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar ekki alveg sammála því. Allt svona getur ýtt undir að konur fari að rómantísera hegðun sem er ekki alls ekki rómantísk. Það er allt gert til að gera Grey eins aðlaðandi (allavega á yfirborðinu). Hann er fjallmyndarlegur, ríkur og er tilbúinn til að sjá algjörlega um Anastasiu, hann vill hana, hann verður afbrýðissamur etc. Allt sem mjörg margar konur vilja. Ef hann væri bara einhver gaur úti í bæ að þá held ég að þessar bækur hefðu aldrei orðið svona vinsælar. Hann er svona eins og draumaprins margra kvenna. Hann er bara með rosalegan galla. Galla sem mjög margar konur sem lesa bókina horfa framhjá af því að allt hitt er svo æðislegt. 


Sem er það sem gerir bækurnar svo hættulegar.

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 19:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

mér finnst þetta samt gera svolítið lítið úr konum að þær séu svo vitlausar að þær geti ekki lesið bók um ofbeldissamband án þess að fara að vilja vera í ofbeldissambandi

samt alveg sammála að ef grey væri ekki svona ríkur og myndarlegur þá myndi sennilega fáum finnast þetta spennandi, en ég held að það sé líka bara fantasían, fæstir fantasera um óaðlagandi fólk í bágum aðstæðum held ég (og fantasíur þurfa ekki að endurspegla raunveruleikann)

Tipzy | 23. ágú. '15, kl: 20:02:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Meira að þær átti sig kannski ekki á að þetta sé ofbeldissamband.

...................................................................

Nói22 | 24. ágú. '15, kl: 00:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt málið. Það að rómantísera svona hegðun karlmanna er ekki heilbrigt. Það þýðir að konur sjá ekki hættumerkin eða ofbeldið heldur er þetta allt merki um ást mannsins eða að konan verði bara að halda þetta úti því að það sé jú góður maður þarna djúpt inni í hjarta ofbeldismannsins. Það sé bara spurning um að finna hann.

Tipzy | 24. ágú. '15, kl: 00:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann breytist fyrir mig hugsunin, því hann hefur aldrei elskað neina konu jafn mikið og okkar ást og samband er epic.

...................................................................

Nói22 | 24. ágú. '15, kl: 00:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. Hann er jú svo afbrýðissamur út í aðra menn og hann vill hafa mig út af fyrir sig awwww hann elskar mig svo rosalega. 

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 18:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rómantískar gamanmyndir og klám. 

Alpha❤ | 24. ágú. '15, kl: 21:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á þá ekki að banna allar bíómyndir bara

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 18:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það auglýsir allavega ein kynlífstækjabúð hérna bindileikjadót sérstaklega sem 50shadesofgrey dót. Það er stórhættulegt að kynna svona ofbeldi sem Bdsm.


musamamma

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 18:46:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég er pínu inn í bdsm og ég veit að samfélagið fordæmir þessar bækur/myndir því þær gefa óraunverulega, ranga og skaðlega mynd af því sem bdsm er

hinsvegar má kannski líka segja að þökk sé 50 shades þá er umræðan um bdsm að opnast og fleiri farnir að kynna sér málin

að rómantíkera ofbeldissamband finnst mér ekki töff en ef mig langaði til þess gæti ég örugglega lesið þessar bækur og fengið eitthvað skemmtilegt út úr því, svona aðeins að gleyma sér í einhverri fantasíu, enda þarf það sem maður fantaserar um ekki að vera eitthvað sem maður vildi gera í alvörunni

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 21:52:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uu ok núna sé ég þetta svar

skil ekki bland stundum

GoGoYubari | 23. ágú. '15, kl: 19:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég sver ég svaraði þessu áðan en svarið hefur ekki komið, allavega

ég er pínu inn í bdsm og veit að samfélagið hefur fordæmt 50 shades fyrir að gefa ranga, óheilbrigða mynd af bdsm og slíkum samböndum og ég er alveg sammála því og hef sjálf tekið þátt í umræðum þess efnis

hinsvegar er kannski líka hægt að segja að þökk sé 50 shades þá er umræðan um bdsm að opnast og fólk líklegra til að fara og kynna sér málið

go go go | 23. ágú. '15, kl: 23:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, bonnum þa allar holywood myndir og allir sem horfa a þær eru heilalausir favitar sem vilja yta undir allskonar staðalimyndir.

Tipzy | 23. ágú. '15, kl: 18:29:50 | Svara | Er.is | 0

Don´t get it! 

...................................................................

boozled | 23. ágú. '15, kl: 18:31:17 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki ekki neina konu sem hefur séð þessa mynd eða lesið bókina svo ég hef ekki orðið vör við þetta. Ég myndi nú líklegast unfollow eða unfrienda svoleiðist skrípi ef ég þekkti það. Nenni ekki að hafa vegg fullan af heimsku fólki sem fer í taugarnar á mér, sama hvernig ég þekki það og hvern ég móðga. Life is too short.

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 18:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru umræður í kvennahópum á Facebook, þær sem eru á vinalistanum mínum virðast sammála mér.


musamamma

Máni | 23. ágú. '15, kl: 18:42:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er sammála

boozled | 23. ágú. '15, kl: 18:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú gott. Æi þetta er þá bara heimskt fólk útí bæ. Það er ógeðslega erfitt að breyta öðrum, sérstaklega ef greindin er langt fyrir neðan meðaltal.

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 18:51:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væri ekki sniðugt að henda inn link þar með vel rökstuddri gagnrýni? 

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 19:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að reyna.


musamamma

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 19:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 19:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hérna er ágætis gagnrýni: 






 

 

Brindisi | 24. ágú. '15, kl: 10:34:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þarf ekki meira til en að horfa á eina lélega bíómynd til að þú unfriendir fólk

Fokk | 23. ágú. '15, kl: 18:32:10 | Svara | Er.is | 4

Sko, það er bara þannig að fólk er fífl.

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 18:32:51 | Svara | Er.is | 0

Myndin var mun skàrri en ég bjòst við. Mér var sagt að mesta ofbeldið komi sìðar. Var svo að vona að þetta endaði við þessa rassskellingu og hùn færi fyrir fullt og allt. En nei, keypti bòk nr. 2 þvì ég var orðin pìnu forvitin um what all this fuzz is about. En hùn er of illa skrifuð til að ég hreinlega geti það.

Chaos | 23. ágú. '15, kl: 18:36:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er að skrifa i sima og get ekki lesið yfir. Myndin innihélt ekki mikið af þvì sem bækurnar hafa verið gagnrýndar fyrir en mamma mìa hvað leikurinn og handritið voru slæm.

_Valkyrja_ | 23. ágú. '15, kl: 19:13:19 | Svara | Er.is | 0

Ég held sko vel vatni yfir þessarri mynd. Mér fannst hún kjánaleg í alla staði og þær 70 blaðsíður sem ég píndi mig til að lesaí fyrstu bókinni.

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 20:00:37 | Svara | Er.is | 2

Hey þetta er ok, þolendur í ofbeldissamböndum eru bara heimskir að koma sér ekki úr þeim og þá er ofbeldið réttlætanlegt. Ég trúi ekki að ég sé að lesa sumt þarna.


musamamma

snsl | 23. ágú. '15, kl: 20:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar ertu eiginlega? Pant

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 20:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Beauty tips og beauty tips 30+


musamamma

Tipzy | 23. ágú. '15, kl: 20:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki að ástæðulausu að ég skráði mig úr þessum grúbbum.

...................................................................

snsl | 23. ágú. '15, kl: 21:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

LoL engin furða

Snobbhænan | 24. ágú. '15, kl: 08:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hey ég svaraði þér í þeim þræði

musamamma | 24. ágú. '15, kl: 18:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég forvitin


musamamma

musamamma | 23. ágú. '15, kl: 20:13:04 | Svara | Er.is | 0

Ég á sko að vera að elda og það er erfitt


musamamma

svartasunna | 23. ágú. '15, kl: 21:01:19 | Svara | Er.is | 2

Æj já, bara allt við þessa mynd er slæmt, kjánalegt, niðrandi fyrir konur og bdsm í heildina.
Fèkk boðsmiða á myndina og leið pínu svona dirty ekki á perralegan hátt að hafa tekið þátt í þessu.
Var að vona að hún endaði í góðu splatter...með trúðum eða eitthvað.

______________________________________________________________________

Brindisi | 24. ágú. '15, kl: 10:37:20 | Svara | Er.is | 0

kommon þetta er bíómynd.....léleg bíómynd, gefum okkur aðeins meira kredit að þekkja muninn á alvöru ofbeldissamböndum og illa leiknum í lélegri fantasíumynd

Nói22 | 24. ágú. '15, kl: 18:58:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki svo viss um að allar konur þekki muninn. Þegar maður er í alvöru að horfa á konur rómantísera hegðun Christians og hann vilji nú bara Anastasíu og hann sé nú svo góður inn við beinið og eitthvað að þá er alveg greinilegt að þær eru ekki að sjá alvarleikann við þetta. Hvað sambandið er í raun mikið ofbeldissamband.

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 08:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

samt.....þetta er bíómynd og mér finnst eiginlega þetta ´´sniðgöngum hana´´ hype vera að veita henni of mikla athygli....því þetta er svo léleg mynd

Bakasana | 25. ágú. '15, kl: 08:58:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er skelfing. Ég gafst upp eftir hálftíma. Það var u.þ.b. á þeim tímapunkti sem mig var farið að langa til að beita Anastasíu Steel ofbeldi. 

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 09:02:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það er næstum réttlætanlegt, hún er SVO léleg

Nói22 | 25. ágú. '15, kl: 21:19:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en samt, þetta "þetta er bara bíómynd" finnst mér gera lítið úr áhrifamætti bíómynda og sjónvarpsþátta. Bíómyndir og sjónvarpsþættir hafa alveg svakaleg áhrif. Bæði á viðhorf og jafnvel hvernig fólk klæðir sig.

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 22:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en mér finnst viðbrögðin við þessari mynd eins og þetta sé fyrsta myndin sem fjallar um ofbeldissamband á jákvæðan hátt, því ég hef aldrei séð svona viðbrögð við einni mynd og þar af leiðandi fær hún svo miklu meiri athygli heldur en hún hefði þurft að fá verandi hryllilega léleg mynd, svo er það bara þannig að einhverjar konur eiga svona dominant....nauðgunarfantasíu og þetta fullnægir því á einhvern hátt en það er ekki þar með sagt að þeim vilji vera nauðgað

appletini | 24. ágú. '15, kl: 20:20:45 | Svara | Er.is | 6

sigmabeta | 24. ágú. '15, kl: 21:04:52 | Svara | Er.is | 0

Ég þreytist ekki á að fordæma skotárásir en ég get nú alveg haft lúmskt gaman af hasarmyndum þar sem slíkar árásir koma við sögu.


Get líka alveg haft gaman af myndum þar sem karlinn er ofbeldismaður gagnvart maka sínum. Gæði mynda fer ekkert eftir því hversu fallega og rétt karakterarnir hegða sér.

Að því sögðu þá hef ég aldrei lesið eða séð 50 shades og hef ekki áhuga á því.

Nói22 | 24. ágú. '15, kl: 23:16:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta fer samt allt eftir því hvernig sá sem er að beita ofbeldi er sýndur. Ef manneskjan er sýnd sem ofbeldismanneskjan sem hún er að þá er það allt í lagi. En ef hún er það ekki og látið eins og þetta sé allt saman frábært og æðislegt og svakalega rómantískt og þetta fólk í svakalegu ástarsambandi að þá er það slæmt. 

sigmabeta | 25. ágú. '15, kl: 18:36:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofbeldismaðurinn er mjög oft aðal töffarinn og hetjan í kvikmyndum og þáttum. Hvar hefur þú eiginlega verið?

Nói22 | 25. ágú. '15, kl: 21:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofbeldismaður sem er "góði" gaurinn. Hann lemur ekki konur og hann er að reyna að koma sér úr vandræðum eða bjarga einhverjum fjölskyldumeðlimi eða whatever.

Bakasana | 25. ágú. '15, kl: 22:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og þá er í lagi að pynda og drepa hægri vinstri. Karla og konur og hvern þann sem stendur í vegi fyrir "réttlætinu". Hús eru sprengd, bílar flatir út, fólk lamið í búðing og oftar en ekki muldrar hetjan smellna one-lænera á meðan hann myrkar lífið úr vonduköllunum. þetta er alveg jafn bjöguð mynd af réttlæti og ást. Pant alla vega ekki eiga í ástarsambandi við "góða gaurinn" sem bjargar mér með sprengjuvörpunni og skörðótta veiðihnífnum sem hann átti í svefnherbergisskápnum. 

Brindisi | 26. ágú. '15, kl: 08:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

við skulum bara banna allt svona efni, gengur vel í Norður Kóreu og horfa bara á kærleiksbirnina....reyndar langt síðan ég horfði á þá........held að halli svolítið á kvenkynspersónur þar þannig að það er kannski öruggara að sleppa þeim líka :)

sigmabeta | 26. ágú. '15, kl: 07:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofbeldismenn í kvikmyndum eru oft mjög brútal. Þeir myndu ekki teljast til góðu gauranna í raunveruleikanum en eru oft glorifæaðir á hvíta tjaldinu.

Mér er sagt að 50 shades sé léleg bók og mynd. En ég skil ekki sökina sem felst í því að hafa smekk fyrir lélegu efni eða því að hafa önnur viðhorf til þess sem telst leyfilegt í kvikmyndum vs raunveruleikanum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Síða 9 af 47583 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123