tww - tveggja vikna biðin

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 14:37:09 | 267 | Svara | Þungun | 0

Jæja, eru fleiri en ég að bíða eftir blæðingum? Eða réttara sagt vona að þær láti ekki sjá sig og bíða eftir að taka próf?
4 dagar síðan ég hafði egglos ca og því 10 dagar í að geta prófað. Fyrsti hringurinn. Búin að gleyma hvað þessi bið getur verið erfið :s
Fleiri að bíða með mér?

 

1055 | 26. jún. '16, kl: 16:53:42 | Svara | Þungun | 0

Ertþú með egglos á degi 22? Varstu ekki á 25.degi í gær?
En já ég er líka að bíða :) 13 daga bið eftir hjá mér eftir..

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 16:56:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jú :) ég er á degi 26 núna :) og hafði egglos um þetta leiti, 21 eða 22 degi. Er með langan hring og fæ því egglos seint í tíðahringnum :) En það er alltaf ca tveim vikum fyrir blæðingar.

1055 | 26. jún. '16, kl: 16:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já okei skil þig, hélt kannski að ég væri að misskilja :)

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 17:00:02 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hehe ekkert mál
Hvað ertu búin að reyna lengi?
Þetta var eiginlega þjófstart hjá okkur, ætluðum að byrja næsta hring, tókum ákvörðun um að reyna þá fyrir nokkrum mán síðan og einhvernvegin vorum við óþreyjufull þennan mánuðinn að geta hætt að nota smokkana hahaha. Og vildi svo til að það skipti var um það leiti sem ég hafði egglos svo það kemur í ljós bara hvort eitthvað hafi gerst. Annars er það bara næsti mánuður :)

1055 | 26. jún. '16, kl: 17:30:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já svoleiðis :) Sko við erum buin að vera tilbúin í svona 2,5 ár en að reyna markvisst bara í örfáa mánuði. Er ekki að taka próf eða neitt svoleiðis ennþá.

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 17:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, við höfum rætt þetta í svoldinn tíma líka, og ákváðum að bíða þar til nú vegna námsins sem ég er í, klára næsta vor.
Ætlum ekki að nota nein próf eða neitt þannig, bara hafa gaman :) hehehe sjáum til hvað það gengur lengi hehe tókst frekar fljótt hin tvö skiptin.

spij | 27. jún. '16, kl: 17:03:38 | Svara | Þungun | 0

Ég er svona þannig séð að bíða, er samt alveg viss um að þetta tókst ekki í þessum hring en á móti átti ég að byrja á blæðingum í dag en svo týpískt að ekkert hefur gerst ennþá. Þannig ég er bara að býða eftir að byrja á blæðingum svo nýr hringur geti byrjað :)

einkadóttir | 1. júl. '16, kl: 00:23:30 | Svara | Þungun | 0

þetta er lengsta biðin! 
búin að lofa sjálfri mér að taka aldrei próf nema ég sé komin langt yfir því ég var svo spennt á fyrsta hring að vita og tók strax og það var auðvitað neikvætt, nenni ekki að kaupa og sjá neikvæð próf 

Unicornthis | 1. júl. '16, kl: 00:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ég skil þig. Ég man ég prófaði 2 eða 3 dögum fyrir blæðingardag og ekkert, fyrir daginn og það kom dauf lína og fín lína daginn sem ég átti að byrja. Seinna skiptið prófaði ég daginn áður og fékk jákvætt, daufa línu en sást auðveldlega.
En ég ætla nú samt að reyna að halda aftur af mér og mæla daginn sem ég byrja eða daginn eftir, helst hehe :)

einkadóttir | 1. júl. '16, kl: 09:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

maður er bara svo spenntur að vita haha! en líka svo leiðinlegt þegar kemur nei

Unicornthis | 1. júl. '16, kl: 11:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Haha já, maður er spenntur og að þurfa að bíða í 2 vikur eftir að vita er bara frekar leiðinlegt. Maður þarf að reyna að vera nógu andskoti upptekinn svo maður hafi ekki tíma til að hugsa um þetta. ERfitt svona í sumarfríinu þegar að það er ekkert rosa mikið um að vera haha.
þarf að bíða í 5 daga í viðbót, 5 dagar! Gætu allt eins verið 15 ;/

einkadóttir | 1. júl. '16, kl: 15:58:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já ég er að bíða núna viku eftir egglosi og svo tvær vikur, þetta er aaaalltof langt haha

california | 2. júl. '16, kl: 22:38:07 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

ég er alltaf að vona að frú rósa mæti ekki en komin 3 ár og alltaf mætir hún sú leiðinlega :D sjáum hvað skeður nuna 3 til 5 dagar í frú rósu 

secret101 | 19. júl. '16, kl: 12:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hvernig gekk hjá ykkur stelpur?

Unicornthis | 7. ágú. '16, kl: 23:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ekki gekk það þennan hring, byrjaði þarna 7 júlí. En varð ólétt í þessum hring :) fekk jákvætt á föstudaginn. En þér hvernig gengur?

secret101 | 8. ágú. '16, kl: 16:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Innilega til hamingju með það :D

Unicornthis | 8. ágú. '16, kl: 16:22:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

takk :)

einkadóttir | 8. ágú. '16, kl: 15:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég var ólétt þarna en vissi ekki af því og það var utanlegs :(

Unicornthis | 8. ágú. '16, kl: 16:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æjj leitt að heyra ;(

lykkelig | 9. ágú. '16, kl: 11:08:42 | Svara | Þungun | 0

Er einmitt á 26dth núna og á að byrja á túr eftir 3 daga - vona svo innilega að það komi ekkert! Stalst til að taka próf í fyrradag og það kom auðvitað neikvætt, ætla að reyna að þrauka og taka ekki annað fyrr en á laugardag!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
er þetta jákvætt egglosapróf ? sigga85 17.7.2016 18.7.2016 | 20:43
LISTINN (NÝR) 17. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 17.7.2016 17.7.2016 | 18:55
LISTINN (NÝR) 15. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 15.7.2016
LISTINN (NÝR) 13. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 13.7.2016 14.7.2016 | 19:32
LISTINN (NÝR) 11. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 11.7.2016 12.7.2016 | 09:08
Jákvætt eftir 6 ára reynerí! bbig 4.7.2016 9.7.2016 | 07:03
þungun fljótlega eftir fæðingu kruslan88 30.6.2016 7.7.2016 | 21:30
LISTINN (NÝR) 5. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 5.7.2016
LISTINN (NÝR) 3. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 4.7.2016 5.7.2016 | 14:34
Tússól og pergotime Aquadaba 22.6.2016 4.7.2016 | 00:12
LISTINN (NÝR) 2. Júlí ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 2.7.2016 4.7.2016 | 00:04
Royal Jelly og Evening Primrose oil (Kvöldvorrósarolía) Rauðrófa 29.6.2016 1.7.2016 | 18:20
LISTINN (NÝR) 30. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 30.6.2016 1.7.2016 | 12:41
hreiðurblæðing eða hvað? Abiralla 25.6.2016 1.7.2016 | 09:08
Blaðra? rosamama 30.6.2016
LISTINN (NÝR) 30. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 30.6.2016
Möguleiki á þungun? sigga85 28.6.2016
LISTINN (NÝR) 28. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 28.6.2016
LISTINN (NÝR) 25. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 25.6.2016 28.6.2016 | 00:57
Pergotime í fyrsta sinn sunshinelollypop 27.6.2016 27.6.2016 | 22:22
IVF Klíníkin - reynsla? Koffínlaus 5.6.2016 26.6.2016 | 17:57
LISTINN (NÝR) 23. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 23.6.2016 24.6.2016 | 20:27
Telja daganna 1055 23.6.2016 23.6.2016 | 22:52
LISTINN (NÝR) 21. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 21.6.2016 23.6.2016 | 15:04
LISTINN (NÝR) 22. júní ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 22.6.2016
Ekkert egglos á Pergotime!! fjaly 17.6.2016 19.6.2016 | 20:47
Umræðuhópur fyrir tækni-og glasafrjóvganir? Valkyrja89 18.5.2016 19.6.2016 | 20:23
Hvenær jákvætt egglos. mynd ! GR123 18.6.2016 19.6.2016 | 17:05
Smá blæðing tveimur dögum fyrr Heiddís 15.6.2016 16.6.2016 | 09:54
hjálp !! babynr1 15.6.2016 15.6.2016 | 21:59
Þungunarpróf til sölu (Clearblue digital og Exacto ultra) ledom 10.6.2016 15.6.2016 | 21:57
Þungun? bris09 13.6.2016 15.6.2016 | 14:00
Ólétt aftur 4 mánuðum eftir fæðingu? Kolgate 29.6.2015 15.6.2016 | 00:17
Getur egglos komið nokkrum dögum eftir blæðingar? kimo9 3.6.2016 14.6.2016 | 21:13
uuu hjálp!! Talkthewalk 7.6.2016 14.6.2016 | 21:05
Sveppasýking spij 11.6.2016
Hreiðurblæðing eða milliblæðing hawksdaughter 10.6.2016 10.6.2016 | 22:05
Vantar svör.... thorabj89 22.5.2016 9.6.2016 | 21:03
Langt reynerí - reynslusögur? Calliope 3.5.2016 9.6.2016 | 10:24
Árangur eftir kvið og legholspeglun bhard 3.6.2016 5.6.2016 | 14:33
Að fá aðstoð ræktin2011 2.6.2016 3.6.2016 | 00:06
Jákvætt próf í dag - álags íþrótt um helgina?? ljóta lifran 2.6.2016 3.6.2016 | 00:00
Íbúfen og þungun Heiddís 1.6.2016 1.6.2016 | 14:50
að hætta á pillunni og reynerí Molurinn 30.5.2016 1.6.2016 | 10:01
Búin að reyna í 7 mánuði. donnasumm 18.1.2016 1.6.2016 | 00:23
Ekki viss með ólétturprófið barbapappi 20.5.2016 1.6.2016 | 00:13
Er þetta lína? (mynd) Grænahetjan 30.5.2016 1.6.2016 | 00:04
Egglospróf til sölu nýjamamman 16.5.2016 31.5.2016 | 16:08
"Þetta kemur þegar það kemur" Lavender2011 21.9.2014 30.5.2016 | 09:51
Staðfest þungun í ómskoðun en neikvætt próf ovaent17 27.5.2016 28.5.2016 | 21:26
Síða 8 af 4859 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Kristler