Umgengi föðurs

almamma | 1. apr. '18, kl: 16:01:15 | 871 | Svara | Er.is | 0

Sæl Nú hefur barnsfaðir minn ákveðið endanlega að hann vilji ekki að barn okkur verði partur af hans lífi né fjölskyldu hans. Þetta er samt kannski ekki eins þungt högg og það ætti að vera þar sem barnið er 8 ára og samskipti hafa aldrei verið mikil. Ég tek þetta samt mjög nærri mér sem móðirin þar sem ég veit að barnið hefur mikinn áhuga á föður sínum en ég hef alltaf þurft að ljúga um hvar hann er og hvað hann er að gera svo ekki sé grátið um að hann sé ekki til staðar. Núna er ég bæði í þeirri stöðu að vita ekki hvað segja á við barnið þegar það minnkar frá 3-4 sinnum á ári yfir í ekkert. Held vinna og útlönd sé ekki að fara virka lengur sérstaklega þar sem barnið er byrjað að þroskast hratt og mun bara sjá í gegnum það. En líka uppá að vernda mig... Er eitthverjir pappírar sem hann getur skrifað undir eða eitthvað þar sem hann afsalar sér umgengisréttinum? Ég er alls ekki á móti umgengni milli þeirra en ég vil vera örugg ef hann mundi allt í einu skipta um skoðin eftir mánuði/ár og bara vilja taka hann á fullu og jafnvel sækja um sameiginlegt forræði. Hvernig ég gæti þá sannað það að engin umgengni var hand hugmynd ekki mín og ég hafi aldrei neitað honum að sjá barnið.

 

ert | 1. apr. '18, kl: 16:55:41 | Svara | Er.is | 1

Hvað er athugavert við að maðurinn þroskist og axli sína ábyrgð í framtíðinni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

almamma | 1. apr. '18, kl: 17:00:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha hvað? akkurat ekkert? varstu búin að lesa þetta allt eða?

ert | 1. apr. '18, kl: 17:06:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki vandamálið. Þér virðist finnast það vandamál ég hann vill síðar umgangast barnið. Sameiginlegt forræði fær hann ekki nema með þínu samþykki eða með dómúrskurði. Sameiginlegt forræði hefur ekkert með umgengni að ræða bý the way

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 1. apr. '18, kl: 17:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


En til að svara spurningunni þá er aðeins hægt að afsala rétti barns sín til umgengni við sig sem foreldri með því að skrifa undir ættleiðingarskjöl.
Þú gæti fengið einhvern til að giftast þér og svo gæti hann eða hún ættleitt barn þitt eftir nokkur ár ef faðir samþykkir. Barnið ætt þá rétt á umgengni og meðlagi frá þessum nýja foreldri sínu. Það er spurning hvort einhver sé reiðubúin í plat hjúskap og vera ábyrgur fyrir meðlagi með barninu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

almamma | 1. apr. '18, kl: 17:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

óþarfi að vera með dónaskap bara afþvi þu skilur þetta ekki

ert | 1. apr. '18, kl: 17:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig væri að útskýra vandamálið. Það er enginn lagaleg flækja.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

almamma | 1. apr. '18, kl: 17:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég vil bara eitthvað til að sanna það að enginn umgengni var hans eigið val svo að ef hann í framtíðinni ákveði að setja sig uppa háan hest og segja að ég hafi neitað honum um að sjá hann þá sé ég með pappíra sem segi annað. En ég mundi halda að ef hann segi það mundi vera auðveldara fyrir hann að fá sameiginlegt forræði eða umgengni upp á þvi markin að það raski lífi barnsins þegar það kemur að þvi að leika eftir skola og íþróttaæfingum

ert | 1. apr. '18, kl: 17:54:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur einfaldlega ekki sannað þetta. Ég skil bara ekki í ósköpunum það þarf pappíra upp á þetta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 1. apr. '18, kl: 17:21:30 | Svara | Er.is | 0

Faðir sonar þíns getur ekki afsalað sér rétti drengsins til að umgangast hann. Ég myndi frekar vona að hann átti sig á hversu heimskuleg þessi ákvörðun hans er og skipti um skoðun frekar en að gera þetta að einhverjum skriflegum gjörningi, það hjálpar syni þínum ekki neitt.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

almamma | 1. apr. '18, kl: 17:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eg innilega vona að hann skipti um skoðun en eftir átta ár þá efa ég það. Vonaðist bara eftir að það gætuð verið eitthver skjöl sem mundu sanna það sé hans ákvörðun ef hann reyni að halda öðru framm í frammtíðinni.

ert | 1. apr. '18, kl: 17:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Þú getur beðið hann um skriflega yfirlýsingu en slík yfirlýsing hefur ekkert lagalegt gildi.
En ég næ ekki af hverju þú þarft skjal til að geta mótmælt einhverju sem hann gæti sagt í framtíðinni við einhvern.
Fólk lýgur á hverjum degi og fólk segir oft ósatt um sambands- og umgengnismál. Það er bara þannig.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 1. apr. '18, kl: 18:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og ert segir þá eru engin skjöl sem hafa neitt gildi til nema ættleiðingarskjöl og þá þarf einhvern til að ættleiða hann og taka að sér skyldur foreldris í stað föðursins. Telur þú einhverja hættu á því að faðirinn sem vilji ekki umgangast son sinn núna muni fara í forræðisdeilu við þig í framtiíðinni?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

almamma | 1. apr. '18, kl: 22:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er svo út og suður að það kæmi mér ekkert á óvart að hann mundi gera það upp úr þurru og ljúga upp á mig að ég hafi neitað umgengni.

ert | 1. apr. '18, kl: 23:34:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, gefum okkur að hann geri það hvaða máli skiptir það? Hann gæti alveg eins logið að þú berðir barnið og væri alltaf full. Það er alltaf hægt að ljúga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 3. apr. '18, kl: 10:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki einmitt dæmi um föður sem grenjaði yfir því að vera beittur “tálmunum” þegar staðreyndin er sú að hann einfaldlega nennti ekki sjálfur að umgangast barnið. Til að bíta höfuðið af skömminni hafði hann aftur samband við barnið þegar barnið var um tvítugt og hann sjálfur fráskilinn og einmana. Þá sannfærði hann barnið um þetta sama, að þetta væri allt mömmunni að kenna og krakkinn varð reiður og bitur út í mömmuna. Svo það væri kannski óvitlaust að fá kallinn til að segja þér þetta skriflega þótt þetta hafi ekki lagalegt gildi. Merkilegt annars þetta tal allt um umgengnistálmanir mæðra sem ofbeldi á sama tíma og sinnulausir feður eru einhvers konar heilagar kýr. Ég óska þér annars góðs gengis og í guðs bænum láttu spammið og þrasið í þessari ert ekki hafa áhrif á þig.

ert | 3. apr. '18, kl: 10:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og muna svo að fá skjal um að hann hafi verið ekki þvingaður til að skrifa undir. Og svo skjal um að hann hafi ekki verið þvingaður til að skrifa undir það og svo framvegis. ef hann er endalaust með svona skjöl þá getur hann ekki logið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 3. apr. '18, kl: 10:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bla bla bla.

ert | 3. apr. '18, kl: 10:41:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hvernig ætlar hún að koma í veg fyrir að hann ljúgi því að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir skjalið með hótunum.
Ef maðurinn er svo mikill skíthæll að hann muni ljúga upp á hana að hún hafi tálmað umgengn getur hann þá ekki logið að hún þvingað hann til að skrifa undir skjalið? Er hann er of góður til að ljúga slíku en nógu vondur til að ljúga tálmun upp á hana?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

askjaingva | 6. apr. '18, kl: 23:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annað strikar ekki út hitt. Það er í fínu lagi að tala um tálmanir og þær eru ofbeldi gegn börnum. Síðan hvenær urðu sinnulausir feður heilagar kýr og hver telur þá vera það?

sigmabeta | 11. apr. '18, kl: 21:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjá svar til Zagara hér fyrir neðan. Sinnulausir feður komast upp með hvað sem er í sínu brotum gagnvart börnum sínum á meðan mæður sem tálma umgengni eru kallaðar Grýlurnar. Samt eru bæði jafnbrotleg gagnvart börnum!

askjaingva | 12. apr. '18, kl: 18:02:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað í ósköpunum telur þú að hægt sé að gera við foreldra sem vilja ekki börnin sín, þetta er svo fáránlegt að segja.

sigmabeta | 12. apr. '18, kl: 20:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað sé hægt að gera? Það er stór spurning og vandmeðfarin. Það sem ég er að reyna að segja er að lagalega séð eru foreldrar sem vilja ekkert með börnin sín hafa heilagar kýr. Jú þeir þurfa að borga meðlag (en ekki hvað?) en bera engar sérstakar skyldur. Og guð sé oss næstur ef hitt foreldrið kyngir ekki öllu þegar og ef þeir daga upp aftur einn daginn og vilja jafna umgengni si svona. Þá eru þeir bara orðnir fórnarlömb. Því fer fjarri að þeir skaði börn sín nokkuð minna en tálmunarforeldrar. Samt eru bara þeir síðarnefndu kallaðir ofbeldisseggir. Af hverju er það?

askjaingva | 12. apr. '18, kl: 22:51:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Í öðru tilfellinu er um að ræða foreldri sem af einhverjum ástæðum getur ekki eða vill ekki umgangast barn sitt. Það er engu barni hollt að umgangast foreldri með lagaboði ef foreldrið vill ekki umgangast það. Það er meira en bara orð að vera foreldri. Í hinu tilfellinu á barnið tvo foreldra sem vill það en annað foreldrið ákveður að svipta barnið umgengni við hitt foreldri sitt jafnvel þó sú umgengi standi til boða. Ég get ekki látið þig sjá muninn á þessu tvennu ef þú vilt það ekki en það er stór munur.

sigmabeta | 13. apr. '18, kl: 07:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ó guð. Þú þarft ekki að halda að ég hafi ekki heyrt þessi rök áður. Þetta eru sígild sjálfmiðuð rök fullorðinna sem finnst brot ekki vera brot nema það beinist gegn fullorðnum, helst karlmönnum.


Í báðum tilfellunum er verið að svipta barn umgengni við annað foreldrið, það er nú bara svo einfalt. Og út frá sjónarhóli barnsins, hvort heldurðu að það sé betra að fá ekki að sjá pabba sinn af því að mamman leyfi það ekki eða af því að pabbinn er búinn að hafna barninu sínu? Þetta er mergurinn málsins.


Auðvitað er hvort tveggja mjög slæmt (ekki bara annað eins og sum ykkar vilja meina) en í hvorugu tilfellinu veit ég sérstaklega hvað á að gera við fólk. Mér finnst ekkert að það geti verið lausn að þvinga feður sem hafa hafnað börnunum sínum til að umgangast þau, en mér finnst ekki heldur að móðir sem sakar föðurinn um ofbeldi án sannanna ætti að vera dæmd í fangelsi (eins og hefur verið rætt) og finnst sporin hræða, að þvinga fram jafna umgengni. Það eru mýmörg dæmi um að kona kæri ekki mann fyrir ofbeldi í tæka tíð, nú eða að hún kæri og það sé bara orð á móti orði og mál látin niður falla. Í einhverjum tilfellum eru þessar ásakanir etv ekki sannar heldur bellibragð, en í þeim tilfellum sem þær eru sannar þá hræða sporin.

TheMadOne | 13. apr. '18, kl: 12:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 13. apr. '18, kl: 21:49:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nenni ekki svona karlar eru vondir, konur eru góðar vitleysu. Það er líka alveg tilgangslaust. Þetta mál snýst ekki um kynin heldur réttindi barna og yfirgang sumra foreldra. Sumir eru bara fastir og sjá það ekki.

sigmabeta | 13. apr. '18, kl: 21:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er enginn að halda því fram að karlar séu vondir og konur góðar. Þetta er bara í hausnum á þér. Það sem ég er að tala fyrir er ekki kynin, mér er alveg sama um þau, heldur börnin.


Þú lætur eins og réttindi barna hverra feður (já og í sumum tilfellum mæður) hafa hafnað þeim séu bara aukaatriði. Bara svo lengi sem hvert það foreldri sem er réttilega eða ekki réttilega úthrópað tálmunarforeldri sé beitt harkalegum viðurlögum og öllu slæmt trúað upp á viðkomandi. 


Ég er einfaldlega að benda á hlið barnsins í þessu öllu saman. Barnið er ekkert betur sett af því að foreldri velji sjálft að hafna því heldur en þegar hitt foreldrið útilokar það úr lífi þess. En í hvorugu tilfellinu er auðvelt að þykjast búa yfir einhverjum alsannleika og vera ákveðinn í hvað á að "gera við" viðkomandi. Raunveruleikinn er flóknari en svo.

Zagara | 6. apr. '18, kl: 23:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki betur en sinnulausir feður séu almennt dæmdir sem aumingjar af samfélaginu og að þeirra sé missirinn. Hef aldrei heyrt talað um neinn sinnulausan faðir í fallegu ljósi. Mæður sem gera slíkt hið sama virðast svo fá enn harðari dóm.


Hins vegar eru tálmanir ofbeldi sem er fyrst og fremst gagnvart barni. Þar er viljandi verið að eyðileggja tengsl barns við foreldri sitt og oft margt ljótt sem börnin verða vitni af tengt slíku.

sigmabeta | 11. apr. '18, kl: 21:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að tala um neitt almenningsálit heldur þetta að þegar faðir er sinnulaus eigi hann og megi bara hafa sína hentisemi hvort og þá hvenær þeir sinni hlutverki sínu, alltaf skuli honum tekið fagnandi. Ég var annars ekkert að setja mig upp á móti umræðum um tálmanir. Ef tálmanir eru ofbeldi (sem ég er ekki ósammála) þá er sinnuleysi foreldris gagnvart barni sínu ekki síður ofbeldi. Hvort tveggja brýtur jafnmikið á barninu.

Zagara | 13. apr. '18, kl: 09:16:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enginn er að segja að fólk verði að taka þessum náungum fagnandi. Það er verið að tala um að haga sér eins og fullorðinn sem er að standa ekki í veginum og reyna vísvitandi að hindra umgengni ef pabbinn hefur ákveðið að bæta sitt ráð. 

sigmabeta | 13. apr. '18, kl: 10:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var ég ekkert að segja að fólk ætti ekki að mega bæta ráð sitt. Upphafsinnlegg vill að það sé allt á borðinu varðandi að núverandi staða sé á ábyrgð og skv ákvörðun föður, ef ske kynni að hann dúkkaði upp einn daginn og heimtaði sameiginlega forsjá og jafna umgengni si svona og kenndi henni um allt sem á undan hefði gengið. Auðvitað á að vera sjálfsagt að hann bæti ráð sitt en það þarf þá ákveðinn aðlögunartíma til að byrja með og tryggja að faðirinn standi klár á því hver ábyrgð hans hefur verið á stöðu mála fram að því.

Splæs | 1. apr. '18, kl: 17:57:17 | Svara | Er.is | 0

Á barnið ekki afa og ömmu í föðurætt? Hafa þau engan áhuga á að umgangast barnið heldur?

almamma | 1. apr. '18, kl: 22:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ju þau hafa yfirleitt viljað það en mjög litið samt sott eftir þvi. En akkurat nuna á faðirinn heima hja þeim með konu sinni og barn á leiðinni. Hann segir að hann vill ekki að barnið komi þangað. Ég vil helst ekki sitja barnið í sú stöðu að fara þangað og pabbinn verði reiður yfir því.

ert | 1. apr. '18, kl: 23:36:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ef afinn og amman vilja ekki þekkja barnabarnið þá lítið við því að gera.
En við skulum líka muna að faðir barnsins ræður því ekki hvort þú leyfir afanum og ömmunni að  hitta það. Hann hefur bara engan rétt á því að banna slíkt.
Menn hafa stundum furðulegar hugmyndir um rétt sinn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Zagara | 1. apr. '18, kl: 18:03:04 | Svara | Er.is | 1

Ekki fara í einhvern leik að heimta skriflegar yfirlýsingar. Þú ert nú þegar vernduð að því leitinu til að ef hann vill aftur umgengni þá getur þú samþykkt það gegn því að farið sé í aðlögunarferli. Það væri stráknum væntanlega fyrir bestu ef pabbi hans væri til í að vera partur af hans lífi í framtíðinni. En núna gætir þú litið á að umgengni sé fallin niður af hans hálfu og nú heldur þú bara áfram með líf þitt og stráksins nema annað komi í ljós.


Þú átt svo að sjálfsögðu ekki að vera að vernda pabbann með því að ljúga að barninu. Þarft samt heldur ekki að segja honum að pabbi hans hafi ekki neinn áhuga. T.d. frekar að vera heiðarleg og segjast ekki vita hvenær það hittir pabba sinn næst, þú vitir ekki hvað hann er að gera eða af hverju hann hittir ekki barnið. Engar lygar eða ásakanir, halda sig við hlutlaus svör sem mest.

Zagara | 1. apr. '18, kl: 18:05:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stráksins = barnsins. Beit einhvernvegin í mig kynið... ;) 

malata | 1. apr. '18, kl: 20:44:41 | Svara | Er.is | 1

Þetta er allt mjög sorglegt og ég skil vel að þú sért sár yfir þessu. Sem mamma og stjúpmamma get ég ekki skilið svona mann. Og vil helst ekki skilja...
Ég mundi bara kíkja til sýslumanns og/eða lögfræðing og fá sérfræði álit á þessu. Og einnig sálfræðing því þetta er mjög sárt og mun vera mjög sárt fyrir barnið þitt, best að vita hvernig er best að orða þetta. En ég held að þótt það sé mjög sárt þá væri best að segja barninu sannleikann - og kannski með hjálp sálfræðings.
Gangi þér og ykkur sem best.

pib | 2. apr. '18, kl: 10:35:35 | Svara | Er.is | 0

Eg myndi fá ráðgjöf hjá sýslumanni. Hafa allt 100% skyrt.

Hunzell | 2. apr. '18, kl: 12:37:44 | Svara | Er.is | 3

Þu hefur reyndar ekki þurft að ljúgja að barninu þínu, þú ákvaðst að gera það af einhverjum furðulegum ástæðum. Þú bendir réttilega á að barnið sjái í gegnum furðulegar lygar þínar um föður þess í framtíðinni og þið þrjú sitjið þá líklega uppi með óafturkræfan skaða.
Hver yrði ávinnungur ykkar þriggja við að faðirinn afsalaði sé þessari litlu umgengni önnur en ævilöng leiðindi fyrir ykkur öll ?
Faðirinn virðist hálfgerður sauður í .þessum samskiptum en er það ekki fyrst og fremst eitthvað sem faðir og barn þurfa að kljást við á þinnar íhlutunar. Þú hlítur að viðurkenna að þú ert í algeru aukahlutverki með samband föður og barns og berð enga ábyrgð á hve mikil samskipti faðirinn kýs. Oft er betra að vera ekki að hafa áhrif á athafnir og skoðanir annara í lífinu. Geturu ekki bara látið karlsauðinn gera þetta með sínu nefi. Mér virðist af skrifum þínum að þú teljir þig ábyrga á sambandi föðurs og barns en þú verður fyrst ábyrg á lífi þerra með lygum og að vilja koma í veg fyrir og útiloka samskipti þerra. Þið virðist bæði setja ykkur í forgang á kostnað velferðar barnsins·

stjarnaogmani | 3. apr. '18, kl: 17:40:16 | Svara | Er.is | 0

Segðu honum að segja það við barnið að hann vilji ekki umgengni við það. Það er barninu fyrir næstu að það viti sannleikan. Þá er það ekki að blekkja sig að hann vilji hitta það

tennisolnbogi | 5. apr. '18, kl: 09:42:05 | Svara | Er.is | 0

Hvernig tilkynnti hann þér þessa ákvörðun sína? Eruð þið með gildan umgengissamning? 


Annars verð ég að vera sammála flestum hér fyrir neðan. Ef einn daginn, barnsfaðir þinn ákveður að virða rétt barnsins til að þekkja föður sinn, ætti það vonandi að vera til hagsbóta fyrir barnið. Ef hann myndi þroskast og axla ábyrgð, óska eftir reglulegri umgengni og jafnvel sameiginlegu forræði - væri það svo slæmt? Myndiru berjast á móti því? Ef hann sakar þig um það í framtíðinni að brjóta gildan umgengnissamning og fer til sýslumanns til að starta einhverju ferli, þá segiru bara satt og reynir að vera samstarfsfús. Dagsektir eru ekki vandamál því það er brjálað mikið og langt ferli sem felllur niður um leið og barnið fer í einhverja umgengni. Mér finnst þú ekki þurfa neina "vernd", það er ekkert hræðilegt sem gerist þó barnsfaðir þinn ákveði að búa til sögur. Það eru bara sumir hlutir sem maður getur ekki stjórnað, maður reynir bara að vera heiðarlegur og besta útgáfan af sjálfum sér.


Ég myndi líka ekki ljúga að barninu, en gæti verið að þú sért búin að grafa þér einhverja holu með lygum hingað til. Börn eiga skilið að heyra sannleikann eins og hæfir þeirra þroska. Barninu líður ekkert betur með það að halda að pabbinn sé bara of upptekinn til að hitta hann. Gæti verið heppilegt að fá fjölskylduráðgjafa/sálfræðing með að finna út rétta orðalagið ef þú átt erfitt með að átta þig á því sjálf, þú þekkir barnið betur en við þannig að það er erfitt fyrir ókunnugt fólk á netinu að segja þér nákvæmlega hvað væri best að segja. Mikilvægast er að segja satt (en velja orðalagið vel) og það er eðlilegt að barnið hafi tilfinningar gagnvart þessu, þú verður að leyfa því að finna fyrir særindunum og passa bara að sýna (og segja) að þú skiljir að þetta sé sárt og erfitt. En sumum hlutum getum við bara ekki stjórnað og að barnið muni alltaf eiga þig að og að þú verðir til staðar fyrir það sama hvað.

nibba | 5. apr. '18, kl: 13:11:35 | Svara | Er.is | 0

Segðu bara sannleikann á nærgætinn hátt og fáðu aðstoð sérfræðinga til þess ef þér finnst barnið þurfa á því að halda

leonóra | 6. apr. '18, kl: 09:59:22 | Svara | Er.is | 0

Þetta er nú meiri Dúddinn þessi karl !     Ef ég væri í þínum sporum (sem ég hef raunar verið - bæði sem barn og foreldri) mundi ég fá ráð hjá fagmanni hvernig best væri að svara barninu þegar það spyr um áhugaleysi hans.  Svo mundi ég fókusera endalaust á styrk og gæði í sambandi ykkar barnsins.  Þannig geturðu komist eins nálægt því að bæta fyrir föðurleysið og hægt er og skildu dyrnar eftir í hálfa gátt ef vera kynni að hann vildi snúa við og bæta sig.  Ég gæti sagt þér margar sögur af mér sem barni í þessari aðstöðu og sem foreldri líka en tímarnir eru breyttir og í dag eru aðrar áherslur og lausnir.    Ég get sent þér skiló ef það eru einhver svör sem brenna á þér.

leonóra | 10. apr. '18, kl: 23:36:17 | Svara | Er.is | 1Rakst á þessa grein og datt þú almamma í hug.  Þessi mál eru alveg með ólikindum. 
 

Enginn stendur vörð um börnin…
 


krikrikro | 11. apr. '18, kl: 13:07:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er nefnilega einmitt svo fáranlegt! Þarna er kominn umgengissamningur, samt er eitt foreldri stikkfrítt á meðan hitt ber alla ábyrgðina og skyldurnar. Þetta kerfi er ekki að virka, það er svo sannarlega ekki verið að gæta hag barnsins. Hvað svo ef fjarverandi foreldrið kemur eftir mörg ár og ætlar með látum að fara eftri samningnum og verður fúll ef hitt foreldrið vill fara hægt í sakirnar barnsins vegna? Það getur gólað "æ ó aumingja ég, TÁLMUN!"og fengið liðsinni yfirvalda til að koma sínu í gegn. Hvar er hagur barnsins í því?

Til þín, almamma. Miðað við umræðuna í dag er ég ekki hissa á að þú viljir einhverskonar yfirlýsingu til að tryggja þig. Skítt með það hvort það hefur lagalegt gildi eða ekki, ef faðirinn sér eftir fjarlægðinni seinna og reynir að hvítþvo sig með því að kenna þér um allt gætir þú a.m.k. bent á þetta skjal þér til varnar. Það væri betra en ekkert að mínu mati. Ótrúlega margir virðast trúa tálmunarsögum gagnrýnislaust og það foreldri sem talið er hafa beitt tálmunum verður oft illa úti. Já ég veit að það eru til raunverulegar tálmanir! En það eru líka til hríkalega manipúlerandi foreldrar sem vilja stjórna fyrrverandi maka með forræðisdeilum og umgengni og er skítsama um hag barnsins, eða foreldrar sem skammast sín svo mikið fyrir samskiptaleysið við börnin að þeim finnst auðveldara að kenna hinu foreldrinu um frekar en að viðurkenna eigin galla.  

sigmabeta | 11. apr. '18, kl: 21:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er akkúrat þetta sem ég á við þegar ég tala um sinnulausa feður sem heilagar kýr, þú orðar þetta betur.

ert | 11. apr. '18, kl: 22:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já, það er birta skjalið í Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu þannig að öllum sé það ljóst hvað gerðist. Og með birtingu þá verður öllum sem logið hefur verið að ljóst hver sannleikurinn er.
Í hvaða heimi lifir fólk þar sem trúir því að það að labba um með eitthvað skjal og sýna öllum sannfæri fólk sem hefur látið glepjast af augljósri lygi um sannleikann.
Ef fólk vill láta blekkjast þá lætur fólk blekkjast .

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Zagara | 13. apr. '18, kl: 09:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort þú hefur prófað þetta "fá liðsinni yfirvalda til að koma sínu í gegn" ferli hjá sýslumanni en þeir styðja alltaf aðlögunarferli fyrir barnið þegar kemur að því að taka upp umgengni á ný þar sem ég þekki til og hef sjálf upplifað. Líka í þeim tilvikum þegar það er gildandi samningur.


Sýslumaður er mjög valdlaus gagnvart lögheimilisforeldrum þannig að flestir geta fengið sitt í gegn með því að vera ósamvinnuþýðir. Þá þarf umgengnisforeldrið á endanum að ákveða hvort hann/hún vilji óska eftir því að láta úrskurða dagsektir og þar held ég að margir missi móðinn og ákveði frekar að gefast upp því það er soldið eins og að míga í skóinn sinn fyrir þá foreldra sem eru bara að reyna að ná sáttum.


Svo í þessu ranti þínu um vondu pabbana skaltu ekki gleyma því að það eru líka til mæður sem vilja stjórna fyrrverandi í gegnum aðgengi að börnunum þeirra. Bæði konur og karlar geta beitt ofbeldi eftir skilnað.

Hr85 | 12. apr. '18, kl: 20:30:15 | Svara | Er.is | 2

Ef hann skiptir um skoðun í framtíðinni þá getur þá bara tálmað að vild þar sem kerfið stillir sér alltaf við hlið móður og tekur ekki á slíkri hegðun. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, þú hefur öll völdin. 

chumchum | 13. apr. '18, kl: 10:54:13 | Svara | Er.is | 0

Getur þú ekki bara beðið hann um vottaða yfirlýsingu þess efnis að hann kjósi að umgangast ekki barnið sitt? Eða beðið hann um fund hjá sýslumanni? Svo það sé skjalfest að þú sért ekki að tálma umgengni. Ég skil vel þessar áhyggjur því ég veit um dæmi þess að svona drullusokkar sem ekki hafa áhuga á börnunum sínum reyni að fría sig ábyrgð með því að saka móðurina um tálmun. Það er víst miklu léttara að kenna mömmunni um en að játa fyrir fólki að maður sé algert skítseyði...

Zagara | 13. apr. '18, kl: 11:56:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða máli skiptir að hann segi hana tálma ef hún er ekki að því og er tilbúin að ræða hvernig umgengni skal komið á að nýju ef hann leitast eftir því?


Maður fær nánast á tilfinninguna að sumir séu skjálfandi á beinunum yfir því að pabbinn segi eitthvað af því að kannski mögulega er eitthvað meira í gangi í þeim tilvikum. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Falleg nöfn dídí8 24.3.2019 24.3.2019 | 14:52
Lífstíðar ábyrgð á líkkistum ? kaldbakur 22.3.2019 24.3.2019 | 14:28
Forvitnisspurningar til ykkar sem styðjið að allir fái landvistarleyfi sem hingað koma spikkblue 22.3.2019 24.3.2019 | 14:27
Hvað er fyrir ofann skýin ? Wulzter 24.3.2019
Þá er sýklalyfjaónæmi komið til landsins. BjarnarFen 21.3.2019 24.3.2019 | 13:29
Tannlækningar Mack09 23.3.2019 24.3.2019 | 00:42
Ísland meðal hamingjusömustu þjóða heims. kaldbakur 20.3.2019 23.3.2019 | 22:54
Kasta upp eftir ofàt Ljónsgyðja 23.3.2019 23.3.2019 | 22:09
Ég er kynseginn spikkblue 18.3.2019 23.3.2019 | 20:34
Að versla með hlutabréf í dag JeyLi 20.3.2019 23.3.2019 | 17:47
Hvenær verður sýking hættuleg? capablanca 20.3.2019 23.3.2019 | 15:34
niðurgreiðsla v/megrunaraðgerða mb123 22.3.2019 23.3.2019 | 09:17
Krakkarnir í Hagaskóla eiga hrós skilið. BjarnarFen 22.3.2019 23.3.2019 | 00:42
Er lögreglan að læra? BjarnarFen 21.3.2019 22.3.2019 | 20:46
Er í lagi að lögreglan hegði sér svona? BjarnarFen 16.3.2019 22.3.2019 | 19:21
Nice eða Rom,Frakkland,Italia ferð. Stella9 2.3.2019 22.3.2019 | 18:56
Góðir staðir/barir í RVK til að horfa á landsleikinn í kvöld? axelism 22.3.2019
hvaða mal er a töskum i handfarus kolmar 21.3.2019 22.3.2019 | 10:34
Blöðrusigsaðgerð? langflottastur 17.10.2006 21.3.2019 | 22:27
Pug hvolpur verð ? Shakira 21.3.2019 21.3.2019 | 19:47
Góð lýsing á hinum múslimsku flóttamönnum og því sem þeir vilja... spikkblue 21.3.2019 21.3.2019 | 18:57
Vitglóran ? Dehli 21.3.2019 21.3.2019 | 18:25
Öryrki sem vinnur hoppaskoppa 16.3.2019 21.3.2019 | 12:21
Frábært - nú fá nýnasistar kannski aukið fylgi spikkblue 21.3.2019 21.3.2019 | 11:19
Barnsmóðir er bæjarhóran Wowww 19.3.2019 21.3.2019 | 11:15
Listi yfir topp 10 stríðshrjáð lönd (ásamt trúarbrögðum sem þar eru ríkjandi) spikkblue 19.3.2019 21.3.2019 | 08:16
Bilaður sími. fjola77 21.3.2019 21.3.2019 | 03:06
Losna við lyfseðilskyld lyf Ruðrugis 20.3.2019 20.3.2019 | 23:33
Kostnađarliđur tannholslæknis Renzo 20.3.2019 20.3.2019 | 22:02
Litlu snillingarnir (little Einsteins) á DVD? gerrard 21.1.2013 20.3.2019 | 21:00
Varðandi pungsvita sem maður ætlar að nota í súpu??? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Lof mér að falla? Olithorv 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Spurning varðandi tvítóla fólk? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 19:07
Linsuvökvi Swarovski 20.3.2019
Ráðningastofur/þjónustur ? tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:17
Kynningarbréf með ferilskrá. tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:16
Innflytjendur er skríll? Sessaja 20.3.2019 20.3.2019 | 17:08
Tannlæknanám? flauma 20.3.2019
Spakmæli um barneignir til að tí ilkynna óléttu? Fudge 18.3.2019 20.3.2019 | 15:56
SOS.. Hefur einhver vitneskju um.. SOS14 20.3.2019 20.3.2019 | 15:38
Skríllinn á Austurvelli kaldbakur 16.3.2019 20.3.2019 | 13:09
Innflytjendavandamál í t.d. Svíþjóð spikkblue 19.3.2019 20.3.2019 | 01:42
Barn í jarðaför Skrattastrumpur 18.3.2019 19.3.2019 | 23:22
Hvenær "má" barn vera eitt heima? Móðirjörð 23.2.2019 19.3.2019 | 23:02
Hvar fæst hveitigras? garfield45 18.3.2019 19.3.2019 | 20:55
Ofnæmislæknir asta76 19.3.2019
Hvatning til Garðbæjinga! BjarnarFen 19.3.2019
Eurovision - Hatrið mun sigra Sessaja 16.3.2019 19.3.2019 | 17:30
Hvaða ryksugu róbót mælið þið með? filifjonka 19.3.2019 19.3.2019 | 09:51
Vinna með atvinnuleysisbótum rwg 18.3.2019 19.3.2019 | 00:37
Síða 1 af 19692 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron