Umgengnissamningur þegar foreldri býr erlendis - HJÁLP!

SKH12345 | 20. feb. '18, kl: 21:32:17 | 233 | Svara | Er.is | 0

Ég og maðurinn minn höfum verið búsett erlendis í nokkur ár. Höfum ekki verið með umgengnissamning við barnsmóður hans (hún býr á Íslandi), þau eru með sameiginlegt forræði.
Því miður því samskiptin eru vægast sagt hræðileg og hún er farin að beita hræðilegum tálmunum og banna börnunum að heimsækja okkur :(

Við erum lengi búin að vera á leiðinni að gera umgengnissamning en hefur einhver reynslu eða þekkir til hvernig það gengur ef maður býr erlendis. Við erum í Frakklandi, og ég veit að það er auðveldara að gera samninginn ef maður er á Norðurlöndunum... hefur einhver farið í gegnum þetta ferli?

Væri mjög þakklát fyrir öll svör <3

TAKK

 

adaptor | 20. feb. '18, kl: 22:08:11 | Svara | Er.is | 0

miðað við þær fréttir og umræður sem ég hef séð í gegnum árin þá eru þessir umgengissamningar marklaus plögg og móðirinn getur gert það sem henni sýnist þar á meðal algjörlega komið í veg fyrir að barnið sjái föður sinn

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

SKH12345 | 20. feb. '18, kl: 22:54:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jábbs, alveg rétt en það sakar ekki að reyna!

T.M.O | 22. feb. '18, kl: 00:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessir umgengnissamningar eru bara fyrir lögheimilislausa foreldrið þar sem lögheimilisforeldrið getur verið beitt dagsektum og verið kallað á fundi vegna brota á samningnum, að sjálfsögðu þarf lögheimilislausa foreldrið að fylgja því eftir, en lögheimilislausa foreldrið getur svikið samninginn frá fyrsta degi og það er allt í lagi. Svo getur það ákveðið að það væri kannski sniðugt að fara í mömmu eða pabbaleik nokkrum árum seinna og getur krafist þess að hitt foreldrið hlýði samningnum. Meirihluti foreldra sem halda því fram að þeim sé tálmuð umgengni eru einstaklingar sem sinna ekki börnunum sínum eða gera það svo illa að það á ekki að vera með börn í sinni umsjá. Hitt er alveg til en það eru miklu erfiðari mál og fólk er yfirleitt meira upptekið við að vinna í málunum en að auglýsa þau.

tennisolnbogi | 22. feb. '18, kl: 08:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rosalega þekkingu hefur þú á þessum málum. Meirihluti foreldra? Getur verið að þú sért að yfirfæra eigin reynslu á eitthvað heildarmengi?

T.M.O | 22. feb. '18, kl: 08:54:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er þín reynsla?

tennisolnbogi | 22. feb. '18, kl: 09:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mín reynsla er sú að ég hef séð hvort tveggja í gangi (umgengnisforeldri kvartar yfir takmörkun á umgengni en getur sjálfum sér um kennt og lögheimilisforeldri sem takmarkar umgengni af engum öðrum ástæðum en eigin geðþótta) og finnst vera ljóst að ég geti ekki staðhæft um hvað er algengara en hitt í íslensku samfélagi og tæpast til áreiðanlegar tölur sem sýna fram á það. Þar að auki geri ég mér grein fyrir því að skoðanir mínar geta litast af því hvaðan ég fæ lýsingu á foreldrahæfni hins foreldrisins og hef í raun oft komist að því að báðir aðilar hafi ýmislegt til síns máls (og á sama tíma átti sig hvorugt á eigin sök í málinu). Ég met það því sem svo að þó ég þekki mikið til slíkra mála, hafi ég ekki slíka þekkingu að ég geti fullyrt hvort sé algengara. Þess vegna er ég forvitin um þekkingu þeirra sem telja sig geta fullyrt slíkt.


Ég er sammála því að mörg mál þar sem umengni er tálmuð að miklu eða öllu leyti falli nokkuð undir radarinn. Ég er kannski að misskilja hvað þú átt við með "foreldra sem halda því fram að þeim sé tálmuð umgengni", ertu þá að meina í fjölmiðlum eða bara svona almennt? Halda því fram við hvern? Mér finnst ekkert endilega samasemmerki á milli þess að foreldrar "auglýsi" að þeir telji sig beitta tálmunum og að þeir hreinlega bara tali um það/haldi því fram.

Zagara | 22. feb. '18, kl: 10:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lögheimilisforeldrið þarf ekkert að fylgja því eftir því á endanum ráðleggur sýslumaður hinu að gefast upp ef lögheimilisforeldrið neitar allri samvinnu. Þeir geta ekkert gert í þannig málum og ekkert umgengnisforeldri með vott af skynsemi sér dagsektir sem einhverja lausn þegar hitt foreldrið mætir ekki einu sinni á sáttafundi.
Svo þegar það er búið að vera margra mánaða eða ára rof á umgengni þá er varla neinn séns að vinna dómsmál af því það er of mikil röskun fyrir barnið að breyta til af því það hefur ekki hitt foreldri sitt svo lengi. Plús það að kostnaðurinn og tíminn sem fer í það er svakalegur. Þá verður oft auðveldara að gera ekki neitt. Það er ákvörðun sem er yfirleitt tekin eftir margra mánaða eða ára eyðimerkurgönguna hjá sýslumanni.


Réttur barnanna er þannig enginn þegar það má aldrei þvinga lögheimilisforeldra þeirra í nein úrræði þrátt fyrir að allir opinberir aðilar sjái ekkert að og hafi stungið upp á málamiðlunum til að koma umgengni á. Það þarf sterkar taugar og sterkt bakland til þess að komast andlega heill í gegnum tálmunarmál.


En það er alltaf hjálplegt þegar "mæðraveldið" mætir og talar um alla sem tala um tálmun sem lygara eða óhæfa foreldra. Já eða athyglissjúka. Klöppum fyrir því gífurlega innsæi í þennan málaflokk.

tennisolnbogi | 22. feb. '18, kl: 13:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er að hluta til sammála þér en ég hins vegar kalla þetta feðraveldi. Það er partur af feðraveldinu sú hugmynd að mæður séu sjálfkrafa hæfari foreldrar (uppalendur, umönnunaraðilar) og feður því ekki (framfærendur, skaffarar). Vandamálið í þessu kerfi öllu að það eru alltaf fávitarnir sem hafa yfirhöndina, sama hvers kyns þeir eru.

T.M.O | 22. feb. '18, kl: 14:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það ekki afsprengi "feðraveldisins" sem getur ekki séð fyrir sér aðstæður þar sem faðirinn er með lögheimilið og móðirin talar um tálmun og í sumum tilfellum bara til að réttlæta fyrir öðrum að hún sinni ekki barninu? Er það kannski "feðraveldið" sem treður þessum frasa "mæðraveldið" að við öll möguleg tækifæri til að sleppa við raunverulegan rökstuðning og eðlilega umræðu?

tennisolnbogi | 21. feb. '18, kl: 15:58:29 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi byrja á að hafa samband við sýslumann í því umdæmi sem lögheimili barnanna er. Hafið þið tök á að vera eitthvað á Íslandi til að útkljá svona mál? Ég hef ekki gengið í gegnum þetta en miðað við aðra reynslu þá myndi ég byrja á þessu.

Bakasana | 21. feb. '18, kl: 16:41:52 | Svara | Er.is | 0

eru börnin það stór eða aðstæður þannig að þið þurfið ekki að treysta á mömmu þeirra með að græja vegabréf, farangur, ferðir á flugvöll og pappíra um að þau séu ein á ferð og hver megi sækja á völlinn o.s.frv.? 
Ég á barn sem ferðast annað slagið til pabba síns erlendis og það hefði aldrei nokkurn timan gengið upp nema með þokkalegum samskiptum okkar á milli. Aðallega vegna þess að hann þarf að treysta a mig til að græja og ganga frá alls konar hlutum fyrir þessi ferðalög. Vonandi gengur ykkur vel að semja um þessa hluti.

Dalía 1979 | 21. feb. '18, kl: 22:40:22 | Svara | Er.is | 0

Tala við sýslumann og fá upplýsingar stóð á sínum tíma í svipuðu máli þar sem við vorum með smeiginlega forsjá og hún gylti eingöngu hérna heima á islandi 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 29.3.2024 | 12:48
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 1 af 46398 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler