Unglingar -bókakaup

JD | 8. ágú. '16, kl: 21:00:06 | 495 | Svara | Er.is | 0

Nú er sonur minn að byrja íframhaldsskóla. Ég og pabbi barnsins erum skilin. Ég er að velta því fyrir mér hvað er sanngjarnt að láta drenginn borga og hvort ég eigi að biðja pabbann að taka þátt í skólagjöldum og bókakostnaði. Sonurinn var að spurja hvað hann ætti að borga mikið sjálfur og ég bara hef ekki hugmynd! Hvernig hefur þetta verið hjá ykkur?

 

Gunnýkr | 8. ágú. '16, kl: 21:02:12 | Svara | Er.is | 2

Unglingarnir mínir hafa borgað þetta allt sjalfir.

JD | 8. ágú. '16, kl: 21:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, er það kannski bara best. Svo getur maður hjálpað þeim ef þau vantar pening yfir veturinn. Hvað finnst þér varðandi hitt foreldrið?

Gunnýkr | 9. ágú. '16, kl: 21:16:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Persónulega myndi ég nefna við pabbann að barnið væri að fara að kaupa þessar skólavörur. ef hann hefði ahuga á að aðstoða þá væri það vel þegið. 

gruffalo | 8. ágú. '16, kl: 21:03:27 | Svara | Er.is | 0

Það sem hann ræður við? Ég þurfti yfirleitt að borga allt sjálf. Myndi sjálf glöð aðstoða mitt barn sjálf við þetta en held það sé málið að láta krakkann borga allavega eitthvað :)

JD | 8. ágú. '16, kl: 21:26:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það sem ég er að hugsa, láta hann aðeins læra á lífið. Ég þurfti einmitt að borga allt sjálf og fannst ekkert að því.

túss | 8. ágú. '16, kl: 21:07:36 | Svara | Er.is | 6

Við höfum borgað fyrir þau. Hef sagt að ef þau mæta ekki í skólann þá hætti ég og þau sjái um það sjálf ;) ekki gerst enn

JD | 8. ágú. '16, kl: 21:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þau þá í vinnu með skólanum?

túss | 8. ágú. '16, kl: 23:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já. Sjá um sig sjálf með allt en við borgum skólagjöld og bækur :)

JD | 9. ágú. '16, kl: 17:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hljómar vel ??

bleika mamma | 15. ágú. '16, kl: 09:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég ætti að gera það fyrir minn strák. Er búin að borga skólagjöldin og ætla að kaupa bækurnar og það. En ef hann stendur sig ekki þá nenni ég ekki að eyða mínum peningum í skólan.

Lukka35 | 8. ágú. '16, kl: 21:15:31 | Svara | Er.is | 8

Ég er nokkuð viss um að ég fari með rétt mál. Til 18 ára aldurs ber foreldrum skylda til þess að greiða skólagjöld og allan kostnað tengdan námi.

JD | 8. ágú. '16, kl: 21:25:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég man svo sem ekki hvernig lögin eru en finnst að það geri krakkanum bara gott að borga eitthvað sjælfur. Hann er duglegur að vinna og á nóg af peningum.

Nornaveisla | 15. ágú. '16, kl: 09:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held thad séu thá líka meiri líkur á ad farid verdi vel med hlutina og ad hann nenni ad standa í tví ad selja baekurnar aftur eftir önnina :)

ert | 15. ágú. '16, kl: 09:43:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt hjá þér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 8. ágú. '16, kl: 21:23:50 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst sjálfsagt að aðstoða við kostnað við skólann, ég borgaði allan kostnað fyrir mín börn í gegnum mennta og fjölbrautarskólakerfið

Ólipétur | 8. ágú. '16, kl: 21:26:26 | Svara | Er.is | 1

Upphafskostnaðurinn er mestur og ef foreldrar hafa tök á að aðstoða með bókakaupin. Svo er hægt að skipta bókum upp í aðrar þannig að kostnaðurinn er ekki eins mikill.

Þönderkats | 8. ágú. '16, kl: 23:33:45 | Svara | Er.is | 0

Borgar pabbinn ekki menntunarmeðlag?

ert | 8. ágú. '16, kl: 23:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

flest börn sem byrja i framhaldsskóla eru undir 18 ára.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Þönderkats | 9. ágú. '16, kl: 00:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj vá hvað ég er utan við mig. Þegar ég var búin að lesa  allan þráðinn var ég búin að gleyma að hann væri að byrja í framhaldsskóla. 

ert | 9. ágú. '16, kl: 05:39:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona. Kemur aaaaldrei fyrir mig

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

dexter | 8. ágú. '16, kl: 23:53:39 | Svara | Er.is | 1

borgaði 50% á móti pabba hennar þegar mín byrjaði í menntaskóla en hún flutti til ömmu og afa svo hún er meira að sjá um sig sjálf í hádeginu og svoleiðis en í ár þarf hún að borga sjálf nema að pabbi hennar aðstoði hana eitthvað því ég er með bilaðan bíl og það er bara meira en nóg fyrir mig

Kaffinörd | 9. ágú. '16, kl: 00:55:44 | Svara | Er.is | 0

Ég byrjaði sumarið fyrir menntó á almennum vinnumarkaði og borgaði sjálfur fyrir allar bækur. Pabbi borgaði hinsvegar skólagjöldin fyrsta árið en svo greiddi ég þetta allt saman sjálfur

karamellusósa | 9. ágú. '16, kl: 01:51:25 | Svara | Er.is | 0

Eg borga bæði skolagjöld og bækur fyrir mín börn, er m 2 i framhaldsskola og eitt i haskola,

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

JD | 9. ágú. '16, kl: 17:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka fyrir það sem er í háskóla? Sjá þau þá sjálf um að borga fyrir skemmtanir og þ.h.?

karamellusósa | 14. ágú. '16, kl: 15:19:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég borga fyrir háskólabarnið líka. bæði gjöld og bækur.   þau borga sínar eigin skemmtanir, þær eru samt ansi litlar.  (é borga samt mánaðrgjaldið þeirra í ræktina)   og þau kaupa sér föt ef þeim sýnist svo. og slíkt.   þau fá ekki vasapeninga eða neitt svoleiðis og hafa aldrei fengið.      þau vinna í sumar og vinna með náminu og safna því inná sína eigin reikninga.        mér finnst mikilvægt að þau nái að safna sér sjóðum og þetta er hluti af því.      ef þau myndu vera í einhverju bruðli eða óþarfa eyðslu myndi ég líklega ekki taka þátt í þessu hjá þeim.   en meðan ég hef efni á því og vil gera það. þá held ég því áfram. 

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Neema | 14. ágú. '16, kl: 16:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mjög gott mál á meðan þú hefur efni á því :)

Savica | 9. ágú. '16, kl: 11:14:36 | Svara | Er.is | 2

Ef ég ætti barn í íslenskum framhaldsskóla þá myndi ég borga bækurnar fyrir barnið mitt og myndi biðja pabba um að borga á móti mér. Ef hann ekki vildi það myndi ég borga þetta allt sjálf. 

Snobbhænan | 9. ágú. '16, kl: 13:06:21 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst það fara eftir tekjum barnsins. Ef hann hefur verið að vinna í sumar og fengið fínar tekjur finnst mér í fínu lagi að hann greiði amk allan bókakostnað og jafnvel skólagjöld ef þau eru hófleg. Sonur minn valdi dýrasta skólann þannig að við skiptum skólagjöldum í 3 jafna hluta (ég, pabbi hans og svo stráksi) og svo greiðir hann skólabækur.

Krabbadís | 9. ágú. '16, kl: 13:45:24 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði bækur og mötuneytiskostnað, þau venjulega húsaleiguna og fengu þá húsaleigubæturnar uppí á móti.

kria123 | 9. ágú. '16, kl: 13:51:24 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst eiginlega grundvallaratriði að foreldrar styðji börnin sín í gegnum nám. Ef hann er í góðri vinnu og á pening þá finnst mér eðlilegra að hann sjái um fatakaup og það sem tengist félagsstarfinu sjálfur (bíó og þess háttar með vinum).
Þetta er ekki það dýrt, er þetta ekki 25-35 þ. í skólagjöld og eitthvað svipað í bækur fyrir heilt ár? auðvitað á pabbinn að borga á móti þér eða annað borgar skólagjöld og hitt bækur.

Snobbhænan | 9. ágú. '16, kl: 14:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skólagjöld í Versló er ca 160 þús á ári. Eða var það komið upp í 170 þúsund.


Og já, minn greiðir 1/3 af því.


ef þetta væri e-r 30-40 þúsund myndi ég bara greiða það. 

JD | 9. ágú. '16, kl: 18:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég borgaði skólagjöldin. Nennti ekki að biðja pabbann að taka þátt í því. Það er bara svo margt í gangi á þessum aldri, bílpróf og svona. Ég hallast eiginlega að því að borga bækurnar og láta strákinn sjá að mestu um skemmtanir og svoleiðis. Langaði bara að forvitnast um hvernig þetta væri hjá öðrum. Þá kannski sérstaklega þetta með pabbann.

Snobbhænan | 9. ágú. '16, kl: 18:26:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst mjög eðlilegt að hitt foreldrið/pabbinn taki jafn mikinn þátt í þessum kostnaði og lögheimilisforeldrið.

JD | 9. ágú. '16, kl: 20:08:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já er það ekki? Ég hef aldrei beðið hann um neitt fyrir utan meðlag og var smá efins :/

kria123 | 16. ágú. '16, kl: 10:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi frekar láta hann borga bílprófið eða styðja hann minna í því. Auðvitað verða krakkar að fara taka þátt í kostnaði á þessum aldri, enda í ágætum vinnum í 3 mánuði á ári og oft hlutastarfi og fá því fínan pening. En með því að borga skólagjöld og bækur finnst mér foreldrar senda sterk skilaboð að skólinn og menntun gengur framar öðru og það á alltaf að vera til peningur til að borga fyrir menntun.

Hjá mínum foreldrum var þetta skýrt: þau borguðu allan kostnað tengdan menntun en við þurftum að standa okkur og sinna náminu. Það var alveg skýrt að daginn sem við hættum í námi var dagurinn sem við áttum að byrja að borga heim.

ert | 16. ágú. '16, kl: 10:49:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú bara þannig að umboðsmaður barna segir að foreldrar eigi að tryggja að þau njóti menntunar eða
starfsþjálfunar við hæfi, sbr. m.a. 28. gr. barnalaga. Af því leiðir að
foreldrar bera ábyrgð á því að greiða innritunargjöld í almenna framhaldsskóla
sem og bækur, ritföng og annan nauðsynlegan kostnað fyrir börn sín.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kria123 | 16. ágú. '16, kl: 10:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uhm, ég er að tala um að foreldrar borgi. Finnst annað eiginlega pínu skrýtið, sérstaklega talar ein um að hún sé með bilaðan bíl og geti ekki borgað fyrir skólagjöld barnsins síns. Án þess að þekkja aðstæður þá finnst mér það bara skrýtin forgangsröðun. Myndi alla daga hvetja barnið mitt áfram í námi og aðstoða það, sérstaklega þar sem þetta er mjög lítill kostnaður

ert | 16. ágú. '16, kl: 10:56:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég er bara að minna á að lögum samkvæmt er ekkert val um hvort maður láti börnin borga bílprófið eða skólabækur. Foreldrum ber að borga skólagjöld og bækur. Þetta er bara svo lífseigur misskilningur að börn eigi að borga menntun sína eða hluta af henni. Ef svo væri fengju mörg börn enga menntun. Ef fólk vill ekki greiða fyrir menntun barna sinna þá er það að brjóta lög.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stjarnaogmani | 9. ágú. '16, kl: 14:50:37 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert með forræðið átt þú að borga allt þangað til hann verður 18

alboa | 9. ágú. '16, kl: 15:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Oh ég elska svona bull.

kv. alboa

JD | 9. ágú. '16, kl: 17:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt og hitt foreldrið á að taka barnið aðra hverja helgi, einhverjar vikur á sumrin o.s.frv. Þetta er nú ekki alveg svona klippt og skorið alltaf.

JD | 9. ágú. '16, kl: 18:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo er engin skylda að krakkar fari í menntaskóla, var allavega ekki síðast þegar ég vissi.

Gunnýkr | 9. ágú. '16, kl: 21:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Foreldrar eru framfærsluskyldir gagnvart börnum undir 18 ara. 
Barnið getur alveg lifað án þess a fara í skóla.

ert | 14. ágú. '16, kl: 15:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já, já og börn geta lifa með því að eiga bara einn alklæðnað og enginn leikföng, hvað þá tæki eins og tölvu, sjónvarps, síma og leikfanga.
Lög krefjast þess ekki að maður útvegi börnum sínum meira en bara það sem þau þurfa til að lifa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Gunnýkr | 14. ágú. '16, kl: 16:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er bara að svara henni því að foreldrar þurfi ekki að borga allt. 

ert | 14. ágú. '16, kl: 16:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Nei, en það er hins vegar veruleg spurning hvort námsgjöld og skólabókakostnaður í framhaldsskóli falli ekki undir það sem foreldrar eigi að borga og verði að teljast til eðlilegrar framfærslu velji barn að fara í framhaldsskóla.
Sum börn æfa til dæmis íþróttir en það er þeirra val - samt er samfélagslega viðurkennt að þau þurfi ekki borga slíkt af sínum sjálfsafla fé.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Neema | 14. ágú. '16, kl: 16:09:02 | Svara | Er.is | 0

Fyrstu önnina borgðuðu mamma og pabbi allt. Svo fór ég að vinna með skólanum og greiddi allt varðandi skóla sjálf eftir það.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Síða 8 af 47857 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien