Ungmenni sem er ekki í vinnu né skóla

CF40 | 5. apr. '19, kl: 11:25:52 | 699 | Svara | Er.is | 0

Hvenær mynduð þið segja stopp á framfærslu ungmennis sem hefur ekki verið í námi eftir grunnskóla og ekki vinnu heldur? Segist vera að sækja um en fái ekki svör en er svo með rosalega spes kröfur á það sem hann vill gera....vill ss ekki vinna við hvað sem er, sem er alls ekki raunhæft fyrir 18 ára ungling! Hingað til er allt greitt fyrir hann þar sem hann er rétt að skríða í 18 árin. En eftir 18 finnst mér bara að hann eigi að standa á eigin fótum, standa undir eigin framfærslu, borga lyf og lækniskostnað sjálfur í raun bara allt svo það sé amk einhver hvati til þess að fá sér vinnu, sama hver hún er.

 

spikkblue | 5. apr. '19, kl: 11:49:09 | Svara | Er.is | 0

Ef ungmennið nennir engu, hvorki skóla né vinu, þá er engin ástæða til að ala upp einhvern letingja sem ætlast til þess að aðrir vinni fyrir sig.

Hérna er hópur af slíkum aumingjum, glæsilegur ferill framundan hjá þessum bótahangandi ræflum:

https://www.visir.is/g/2019190409399/marinn-og-blar-eftir-ad-hafa-verid-dreginn-ut-ur-raduneytinu

Herra hvutti | 16. apr. '19, kl: 13:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhugavert að það sé boðskapurinn sem þú tekur frá þessu atviki þar sem ungt fólk berst fyrir réttindum jaðarsetts hóps á Íslandi.

spikkblue | 16. apr. '19, kl: 13:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta fólk í þessari frétt veit ekkert hvað það er að gera eða fyrir hverju það er að bejrast.

Herra hvutti | 16. apr. '19, kl: 20:03:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvelt að stimpla fólk sem óvita og gera þannig ekkert úr þeirra málstað. Fólk lætur sig ekki hafa það sem þessir mótmælendur hafa gert „af því bara“.

BjarnarFen | 5. apr. '19, kl: 12:01:52 | Svara | Er.is | 0

Ef unginn er ekki fleygur hvort er það móðirinni að kenna eða unganum? Finnst mér alltaf skemmtileg siðfræðileg spurning.

Ef um fjár skort er að ræða á heimilinu er alltaf hægt að tala við verkalýðsfélag eða bæjarfélag til að kanna með bótarétt. Kannski á ungmennið einhvern bótarétt sem gæti verið greitt í heimilireksturinn. Svo færi ungmennið í viðtöl í framhaldinu hjá félagsfræðingi eða sálfræðingi sem gæti kannski hjálpað að finna leiðir til náms eða vinnu.

Ef um pirring er að ræða á því að krakkinn sé ekki að verða fullorðinn. Þá mundi ég setja ábyrgðina á foreldrana. Sestu þá niður með ungmenninu og findu út hvað krakkinn er reiðurbúinn að læra og hentu svo krakkanum í nám. Svo mæli ég líka alltaf með gömlu góðu íslensku leiðinni. Hentu honum á sjóinn og láttann kynnast því hvernig það er að vinna sér inn pening!

En varðandi upphafs spurninguna mína þá er svarið einfaldlega þetta:
En ef unginn kann ekki að fjúgja þá er það unganum að kenna. Hinsvegar er það öðruvísi hjá okkur mannfólkinu, ef barnið kann ekki að bjarga sér. Þá er það alltaf forldrunum að kenna. Það fæðist enginn með kunnáttuna að bjarga sér í mannheimum. En, gangi ykkur annars vel og mundu að nýjar kynslóðir eru alltaf að fá lengri tíma til að þroskast.

lebba | 13. apr. '19, kl: 22:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barn sem aldrei hefur unnið neitt og er ekki í starfi á ekki neinn rétt hvorki hjá bæjarfélagi né stéttarfélagi.
Skil heldur ekki hvaða aðstoð stéttarfélag ætti að veita lötu ungmenni.

BjarnarFen | 14. apr. '19, kl: 00:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allir sem hafa náð 18 ára aldri og hafa ekki vinnu, eru ekki í skóla og eiga ekki rétt á bótum annarstaðr. Geta sótt um bætur hjá sveitarfélögum og er sveitafélögum skyllt að veita fólki lágmarksframfærslu. Af þeim greiðslum má greiða í verkalýðsfélag til a öðlast réttindi til að geta farið á hin ýmsu námskeið sem verkalýðsfélögin halda.

CF40 | 15. apr. '19, kl: 09:17:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu upphæð á lágmarksframfærslu ungmennis (18 ára) sem býr heima?
Þarf viðkomandi ekki að inna af hendi mætingu á námskeið eða annað til að eiga rétt á þessari greiðslu?

T.M.O | 15. apr. '19, kl: 13:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held að lágmarksframfærslan hjá einstakling sem býr hjá foreldrum/ættingjum sé um 70 þúsund. Ég veit ekki til þess að það séu nein námskeið í boði hjá félagsþjónustunni en hann þarf örugglega að sýna að hann sé virkur í atvinnuleit. Hann hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum af því að hann hefur ekki unnið sér inn nein réttindi.

BjarnarFen | 16. apr. '19, kl: 02:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú ekki alveg klár á hver upphæðin er, en reikna með í kringum 100.000 kr. Ég mundi byrja á því að hringja niður á bæjarskriftofu og panta tíma hjá félagsfræðingi eða fjölskylduráðgjafa. Næsta skref væri sennileg að panta tíma fyrir ungmennið hjá iðjuþjálfara sem mundi meta stöðuna og ákveða hvort að einhver námskeið eru í boði eða hjálpa með atvinnuleit. Félagsfræðingurinn mun ákveða hvaða leið er best, sem og sjá um að panta tíma.
Gangi ykkur vel.

T.M.O | 5. apr. '19, kl: 13:37:48 | Svara | Er.is | 1

Hann hefur örugglega rétt á einhverjum bótum frá félagsþjónustu þegar hann verður 18 ára svo að þú ættir að geta skrúfað fyrir öll útgjöld fyrir hann og krafið hann um einhverskonar greiðslu heim. Það getur verið þroskandi fyrir hann að sitja fyrir framan ókunna manneskju og réttlæta hvers vegna hann hefur ekki bara tekið þá vinnu sem býðst og hann á eftir að þurfa að sýna fram á að hann sé að leita fyrir alvöru. Krakkar eru vön að komast upp með ýmislegt gagnvart foreldrum sínum og foreldrarnir eru sjálfkrafa meðvirkir þar til þeir taka ákvörðun um að vera það ekki svo að verkefnið þitt er að skrúfa fyrir hjálpina til hans og benda honum á hvernig hann getur bjargað sér. Auðvitað númer eitt, fá sér vinnu en ef hann ætlar að nota það að þú þurfir að halda honum uppi á meðan hann leitar að hinu fullkomna starfi þá getur þú bent honum á að hann geti fengið lágmarks framfærslu frá félagsþjónustunni. Nú, ef honum finnst það fyrir neðan hans virðingu þá er næg vinna í boði. Þú þarft bara að vera hörð og gera kröfu um að hann borgi líka einhvern lágmarkskostnað heim, unglingur á þessum aldri getur vel borgað sinn hluta af matarkostnaði og nettengingu. Mundu bara að eins og hver annar alkóhólisti á hann eftir að reyna að útskýra fyrir þér hvers vegna hegðun hans er eðlileg og að hann sé að vinna í að breyta henni, þú þurfir bara að gefa honum tíma, jafnvel að vinir hans fái alveg að haga sér svona heima hjá sér... en það breytist ekkert fyrr en þú segir, hingað en ekki lengra.

DP | 5. apr. '19, kl: 13:43:26 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst svona 5 vikur vera algert hámark. Sem sagt ef krakkinn reddar sér ekki vinnu eftir 10. bekk þá er bara skrúfað fyrir framfærslu.

ert | 5. apr. '19, kl: 14:00:31 | Svara | Er.is | 0

Praktísk spurning. Segjum að þú neitir að borga fyrir hann og hann fái sér ekki vinnu hvað þá? Hvað ætlarðu þá að gera?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

adaptor | 5. apr. '19, kl: 19:38:44 | Svara | Er.is | 0

persónulega þá myndi ég ekki aldrei borga undir svona aumingja 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Blómabeð | 5. apr. '19, kl: 19:45:12 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft að kenna honum að fólk þarf að byrja einhverstaðar til að fá betra. Safna meðmælum eða vinna við skúringar í skóla svo enda sem skólastjori. Hann þarf að vera virkur annars gerist ekkert. Sitja heima og býða eftir að lífið falli í hans hendur mun ekki gerast. Ef hann ætlar ekki vinna eða vera í skóla þá sérð þú engan tilgang með að fjárfesta í fæði handa honum :) Börn þurfa aga og það er aginn sem hann þarf.

pepsitwist | 5. apr. '19, kl: 20:38:00 | Svara | Er.is | 0

Ekki öfunda ég þig...Örugglega búið að ráða í öll sumarstörf fyrir þennan aldurshóp

Reikna með að hann þurfi að vera 18 til að fá stuðning hjá féló

Ef hann neitar að fara í skóla í haust eða sækja um vinnur þá gæti verið möguleiki að reyna koma honum í fjölsmiðjuna eða reyna að koma honum í vítamín og vinnustaðarnám hjá vinnumálastofnun.

Held meira að segja að hann verði skikkaður til þess af félagsþjonustunni að sækja aðstoð á annanhvorn staðin ef hann er búin að vera á féló lengi? Ef hann mætir ekki = 0kr í bætur/aðstoð.

ert | 5. apr. '19, kl: 20:39:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fjölsmiðjan er góð fyrir börn sem hafa ekki verið í neyslu til að komast í neyslu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

pepsitwist | 5. apr. '19, kl: 20:41:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hef því miður heyrt það sama...Held að hitt sé skárra. (vítamín & vinnustaðarnám í gegnum hitt húsið)

ert | 5. apr. '19, kl: 20:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. Fjölsmiðjan er góð fyrir einstaklinga sem hafa verið í neyslu. Hitt húsið er gott fyrir einstaklinga sem hafa ekki verið í neyslu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

nixixi | 5. apr. '19, kl: 20:55:37 | Svara | Er.is | 3

Hér er stóra spurningin: Hvers vegna vill hann ekki vera í skóla? Myndi komast að því fyrst og ákveða framhaldið í samræmi við það. Er hann þunglyndur, kvíðinn, lesblindur? Gengur honum illa að læra? Hvernig gekk honum félagslega í skóla? 

nixixi | 5. apr. '19, kl: 23:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hann leiður á náminu? Kannski hentar námið honum ekki. Vill hann fara í iðnnám, kannski eitthvað skapandi? Margar sniðugar námsleiðir í boði hjá Tækniskólanum og MK til dæmis, þessi hefðbundna stúdentsleið hentar ekki öllum. Kannski hentar fjarnám betur fyrir hann ef hann er félagskvíðinn. 

Ellert0 | 7. apr. '19, kl: 01:48:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mæli ekki með Tækniskólanum. Virkar sem fínn skóli á blaði en er ömurlegur skóli í raun. Kennarar sem eru frá hálfa önnina, skólastofur með myglusvepp, kennarar sem endast eina önn áður en þeir eru reknir vegna vanhæfni, skortur á stofum þannig hef lent í að þurfa að vera að læra á ganginum í Vörðuskóla þegar kennsla var loksins færð út úr myglustofunni, kennarar sem opna stofuna bara til að henda verkefni í nemendur og fara svo í kaffi.

Gæti lengi sagt sögur af því hversu lélegur skóli þetta er, eða allaveganna var þegar ég var í honum. Mæli með iðnnámi en aldrei nokkurntíman mun ég mæla með Tækniskólanum.

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:25:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha sorry ?? Þetta kom víst miljón sinnum inn.

____

Ellert0 | 8. apr. '19, kl: 22:47:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt í góðu. :P Má vel vera að þeir hafi tekið sig saman í andlitinu unanfarið, var bara alls ekki góð reynsla hjá mér fyrir nokkrum árum síðan.

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur okkar, sem er að verða 17 ára, er í Tækniskólanum í Hafnarfirði og er mjög ánægður.

____

daffyduck | 5. apr. '19, kl: 21:07:03 | Svara | Er.is | 0

Ef hann er í skóla þá er í lagi að borga þetta helsta. Hýsa og fæða. Ef hann er ekki í skóla og ekki að vinna til að safna fyrir námi. Þá getur hann sèð um sig sjálfur.

Þóra | 8. apr. '19, kl: 22:26:26 | Svara | Er.is | 0

Er hann sjúklingur? Þú talar um lyf.

____

CF40 | 9. apr. '19, kl: 09:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei bara þetta venjulega, ef það þarf pensillín eða svoleiðis.

ert | 9. apr. '19, kl: 11:12:46 | Svara | Er.is | 0

hverjar eru þessar spes kröfur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

CF40 | 9. apr. '19, kl: 12:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vill td alls ekki vinna við þjónustu eins og í matvöruverslun, ísbúð, sjoppu eða þessháttar. Og þar eru helstu möguleikarnir á að fá starf.

BjarnarFen
ert | 9. apr. '19, kl: 15:19:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er unglingurinn með því að segja að mannleg samskipti séu ekki hans sterkasta hlið? Ef svo er þá hugmynd BjarnarFen um meiraprófið eða vélavinnuprófið góð

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noyouare | 11. apr. '19, kl: 18:43:42 | Svara | Er.is | 0

Getur hjálpað honum að finna vinnu. Hann á kanski erfitt með eða einfaldlega kann ekki að koma sér út á vinnumarkaðinn.

En já þetta er orðin frekar mikil plága, unglingar í dag hafa ekki áhugan á að finna sér vinnur því að búa á fríja hótel hótel mömmu gat reddað öllu frá fæðingu. Svo ég mæli með því að draga úr peningunum sem þú setur í hann og gefur honum bara að borða, hann er ekki barn lengur. Ef hann vill eignast sinn eiginn pening er löngu kominn tími á það. Ég fór ekki einusinni í bæjarvinnuna heldur beint í betur-launaðri fyriræki og svo á sjóinnn 16 ára. Unglignar græða roslega reynslu á að vera í vinnum og mismunandi vinnustöðum, sérstaklega hvernig á að fara með sína >eigin< peninga.


Ég er korter í að verða 30 ára en á mína eigin íbúð, bíl og er með 0 kr í ógreiddum reikningum á heimabankanum. Hann á aldrei eftir að vita hversu þæginleg tilfining það er fyrr en hann fer á markaðinn og reddar sér sjálfur í gegum lífið.

karamellusósa | 12. apr. '19, kl: 00:35:45 | Svara | Er.is | 1

hvað er ungmennið að gera á daginn?  hafa það kósí í tölvu. sofa allann daginn og svoleiðis?   


ég myndi byrja á að "ráða hann í vinnu á heimilinu"  setja upp "stundaskrá".    með tiltekt.  þvotti,þrifum, sortera geymsluna, klippa trén,  og slíku sem tekur 3-6 tíma á dag.   og vinnutíminn ætti að byrja strax og þetta hefur verið sett upp. 


það er til að "kenna" honum að vinna og að það sé vinna sem hann þarf að inna af hendi  upp í mat, húsaskjól og aðra þjónustu. (skutl.lyf,tölvu,síma,net og slíkt)   þetta sé vinna sem þú ræður hann í þar sem hann hefur ekki aðra vinnu.  
 þessa vinnu hefur hann í x margar vikur eða þar til hann fær aðra launaða vinnu.   


svo er líka ágætt að kenna honum að það að vinna illa launuð djobb sem henta 18 ára er partur af því að læra á lífið.   


gangi þér vel. 









..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

kirivara | 13. apr. '19, kl: 14:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott plan, ég held að allt of mikið af ungu fólki í dag sé einfaldlega of mikið verndað af foreldrum/uppalendum, vafin inn í bómull og þegar á reynir þá kunna þau og geta lítið. Þessu þurfum við að breyta og öll störf í þjóðfélaginu eru merkileg og ef enginn vinnur þau þá gengur ekki fabrikkan svo einfalt er það og þessu hugarfari þurfum við að breyta.

T.M.O | 15. apr. '19, kl: 13:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem ég þekki til eru stór hluti af krökkum byrjaðir að vinna í alvöru vinnu í fríum frá 14 ára og stór hluti af þeim með skóla líka frá þessum aldri. Þessir krakkar eru ekki vælandi yfir að einhver vinna sé fyrir neðan þeirra virðingu. Þetta er bara misjafnt og hefur alltaf verið.

kirivara | 16. apr. '19, kl: 01:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað er þetta misjafn og gott mál hjá þér og þínum sem þú þekkir til en ég held samt að það sé víðar pottur brotinn í þessum málum víðsvegar um landið því miður...

T.M.O | 16. apr. '19, kl: 01:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur örugglega verið sagt um ungt fólk frá örófi alda, ungdómurinn er latur og kann ekki að vinna og er að eyðileggja málið með slettum og málvillum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Síða 5 af 47911 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Guddie